Frakkastígsreitur, Landspítali Háskólasjúkrahús, Nýlendureitur, deiliskipulag, Laugavegur 4-6/Skólavörðustígur 1A, Kleifarsel 18, Þórsgata 13, Skúlagata 51, Vatnsmýrin, austursvæði, Katrínarlind 1-7, Norðlingaholt suður, Eldshöfði 10, Bíldshöfði 5A, Rafstöðvarvegur 1A, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Árland 1, Ásvallagata 18, Flókagata 9, Klettagarðar 23, Skúlagata 17, Ægisgata 4, Baldursgata 32, Skúlagata 15, Vesturhlíð 3, Heyrnleysingjaskólinn, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Laufásvegur 68 og Selvogsgrunn 13, Miðborgin og Vatnsmýrin, Ármúli 1, Kjalarnes, Melavellir, Höfðatorg, reitur 1.220.1 og 2, Grensásvegur 3-9, Gvendargeisli 104, Skógarás 21 og 23, Vesturbæjarsundlaug, Vesturberg 195, Hringbraut, Hringbraut, Reykjanesbraut, Reykjanesbraut,

Skipulagsráð

65. fundur 2006

Ár 2006, miðvikudaginn 20. september kl. 09:10, var haldinn 65. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Brynjar Fransson, Gísli Marteinn Baldursson, Stefán Þór Björnsson, Dagur B Eggertsson, Stefán Benediktsson, Svandís Svavarsdóttir, Helga Bragadóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, Helena Stefánsdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 50212 (01.17.21)
580105-1140 Atelier arkitektar ehf
Suðurlandsbraut 6 108 Reykjavík
1.
Frakkastígsreitur, Reitur 1.172.1, Laugavegur, Vatnsstígur, Hverfisgata og Frakkastígur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lagt fram að nýju bréf Atelier arkitekta ehf., dags. 15. apríl 2005 ásamt uppdráttum og líkani, dags. janúar 2006 breytt í febrúar 2006. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars 2006 og fundargerð rýnihóps um útlit bygginga í miðborg Reykjavíkur dags. 7. apríl 2006. Jafnframt er lagt fram bréf Atelier arkitekta ehf., dags 10. maí 2006, ásamt uppdráttum, dags. maí 2006. Lögð fram bréf húsafriðunarnefndar, dags. 19. júní 2006 vegna húsa nr. 41 og 45 við Laugaveg og 58A við Hafnarstræti. Einnig lögð fram umfjöllun húsakönnunar Árbæjarsafns frá 2001 um Laugaveg 41, 43 og 45. Kynning stóð yfir frá 10. júlí til og með 24. júlí 2006. Athugasemd barst frá Landslögum, mótt. 28. júlí 2006. Einnig lögð fram hljóðvistarkönnun VST, dags. 30. júní 2006. Jafnframt er lagður fram uppdr. Atelier arkitekta, dags. 15. september 2006.

Óskar Bergsson tók sæti á fundinum kl. 9:30 í stað Brynjars Franssonar.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu dags. 15. september 2006.
Vísað til borgarráðs.

Skipulagsráð ítrekar fyrri afstöðu sína frá 28. júní s.l., þar sem eftirfarandi bókun var gerð: Ráðið leggur áherslu á að um er að ræða tillögu um breytingu á deiliskipulagi og tekur á þessu stigi málsins enga afstöðu til mögulegs útlits nýbygginga. Ráðið leggur einnig mikla áherslu á að lóðarhafar athugi sérstaklega útlit húsa við Laugaveg 41 og 45 og skoði möguleika á því að leyfa upprunalegri götumynd að halda sér.

Svandís Svavarsdóttir fulltúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs óskaði bókað:
Fulltrúi Vinstri grænna í skipulagsráði samþykkir fyrir sitt leyti að umrædd tillaga um Frakkastígsreit sé send í auglýsingu með fyrirvara um að á síðari stigum verði tekið fullt tillit til sjónarmiða rýnihóps um útlit bygginga í miðborginni.


Umsókn nr. 60593 (01.19.8)
2.
Landspítali Háskólasjúkrahús, kynning
Kynnt tillaga C. F. Möller arkitekta, dags. 21. ágúst 2006, að fyrirkomulagi Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut.

Áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra Ásta Þorleifsdóttir vék af fundi kl. 10:09.

Alfreð Þorsteinsson, Inga Jóna Þórðardóttir og Ingólfur Þórisson úr byggingarnefnd LSH tóku sæti á fundinum við kynningu tillögunnar.

Guðmundur Gunnarsson kynnti stöðu málsins.


Umsókn nr. 50661 (01.13)
450400-3510 VA arkitektar ehf
Skólavörðustíg 12 101 Reykjavík
3.
Nýlendureitur, deiliskipulag, Reitur 1.115.3.
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga VA arkitekta, dags. 20.01.06, að deiliskipulagi Nýlendureits ásamt forsögn skipulagsfulltrúa dags. 2005. Málið var í kynningu frá 09.02 til 24.02.06. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Skúli Magnússon f.h. eigenda Bakkastígs 1, dags. 09.02.06, Hrönn Hafliðadóttir og Ísólfur Þ. Pálmarsson, dags. 14.02.06, Jón Baldvinsson, dags. 15.02.06, Fríða Bragadóttir, dags. 19.02.06, Kristján S. Kristjánsson, dags. 19.02.06, Ólafur Ó. Axelsson, vegna Mýrargötu 2-8, dags. 20.02.06, Tryggvi Agnarsson hdl. f.h. Daða Guðbjörnssonar, dags. 21.02.06. Guðríður Sigurðardóttir, dags. 24.02.06. Árni Jóhannesson, dags. 24.02.06. Jon Nordsteien, dags. 26.02.06, Grétar Gunnarsson, Guðríður Sigurðardóttir, Sigrún Toby Hermann, Gunnar Þórðarson, Erna Stefánsdóttir, Guðmundur Sveinsson og Elísabet Sverrisdóttir, dags. 27.02.06, Stefán Guðjónsson, dags. 27.02.06 og Sæmundur Benediktsson, dags. 3.03.06. Einnig lögð fram fyrirspurn Þórðar Benediktssonar, dags. 14.02.06. Að lokinni kynningu barst athugasemdabréf frá íbúum að Mýrargötu 14, dags. 04.04.06. Jafnframt er lögð fram drög að samantekt skipulagsfulltrúa dags. 13.09.2006.

Ásta Þorleifsdóttir tók sæti á fundinum að nýju kl. 10:59

Athugasemdir kynntar. Með vísan til samantektar skipulagsfulltrúa samþykkir ráðið að stækka afmörkun skipulagssvæðis Nýlendureits og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna tillögu að deiliskipulagi reitsins.

Umsókn nr. 60562 (01.17.13)
660702-2530 GP-arkitektar ehf
Litlabæjarvör 4 225 Álftanes
4.
Laugavegur 4-6/Skólavörðustígur 1A, reitur 1.171.3, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga GP arkitekta að breytingu á deiliskipulagi og skuggavarp, mótt. 14. september 2006.
Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.

Umsókn nr. 50379 (04.96.56)
200258-3719 Pálmi Guðmundsson Ragnars
Hamrahlíð 1 105 Reykjavík
5.
Kleifarsel 18, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju ný tillaga Pálma Guðmundssonar dags. 20. janúar 2006 ásamt umsókn, dags. 25. janúar 2006, varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 18 að Kleifarseli ásamt skuggavarpi. Einnig lögð fram umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 15. desember 2005. Málið var í auglýsingu frá 15. febrúar til og með 29. mars 2006. Athugasemdabréf barst frá Þórði Kristjánssyni f.h. starfsfólk Seljaskóla, mótt. 29. mars 2006 og undirskriftalisti með 179 undirskriftum, dags. 28. mars 2006. Einnig lögð fram umsögn framkvæmdasviðs, dags. 8. júní 2006 og umsögn skipulagsfulltrúa 21 júní 2006. Lagt fram bréf Pálma Guðmundssonar, dags. 8. ágúst 2006 ásamt breyttri tillögu, mótt. 8. ágúst 2006.
Samþykkt að kynna nýja tillögu dags. 8. ágúst 2006 fyrir hverfaráði Breiðholts, Seljaskóla, hagsmunaaðilum í Kleifarseli auk Kambaseli nr. 1-85 (oddatölur).

Umsókn nr. 60382 (01.18.11)
710178-0119 Teiknistofan ehf
Brautarholti 6 105 Reykjavík
6.
Þórsgata 13, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga arkitekta Hjördís og Dennis ehf., dags. 8. ágúst 2006 vegna breytingar á deiliskipulagi á lóðinni nr. 13 við Þórsgötu. Kynning stóð yfir frá 18. ágúst til og með 15. september 2006. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Umsókn nr. 60565 (01.22.00)
670195-2799 Eignarhaldsfél Kirkjuhvoll ehf
Kirkjutorgi 4 101 Reykjavík
440703-2590 Teiknistofa Halldórs Guðm ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
7.
Skúlagata 51, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 12. ágúst 2006, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 51 við Skúlagötu.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Skúlagötu 53 - 55 (oddatölur).

Umsókn nr. 60054 (01.6)
8.
Vatnsmýrin, austursvæði, breyting á aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúans í Reykjavík að breytingu á aðalskipulagi á austursvæðum Vatnsmýrar. Lögð fram umsögn Umhverfisstofnunar, dags. 13. júní 2006. Auglýsingin stóð yfir frá 12. júní til 24. júlí 2006. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Samgönguráðuneytið, dags. 17. júlí 2006, Flugmálastjórn, dags. 14. júlí 2006, Landhelgisgæslan, dags. 21. júlí 2006, Bílaleiga Flugleiða, dags. 24. júlí 2006, Guðmundur Bjarnason, dags. 4. júlí 2006, Bragi Baldursson, mótt. 4. júlí 2006, Guðmundur Ásgeirsson, dags. 4. júlí 2006, Hrannar Hallgrímsson, dags. 4. júlí 2006, Rúnar Ásgeirsson, dags. 4. júlí 2006, Þorleifur Gíslason, dags. 6.07.06, Ólafur Sigurjónsson, dags. 6. júlí 2006, Guðmundur Magnússon, dags. 9. júlí 2006, Anna Kristjánsdóttir, dags. 7. júlí 2006, Halldór Jónsson, dags. 7. júlí 2006, Daníel Friðriksson, dags. 7. júlí 2006, Kristján Árnason, dags. 13. júlí 2006, Ragnheiður Ísaksdóttir, dags. 14. júlí 2006, Helgi Hafliðason, dags. 15. júlí 2006, Álfhild Nielsen, dags. 16. júlí 2006, Hilmar Karlsson, dags. 17. júlí 2006, Þór Harðarson, dags. 17. júlí 2006, Páll Hilmarsson, dags. 18. júlí 2006, Bragi Ólafsson, dags. 18. júlí 2006, Ágúst Karlsson, dags. 18. júlí 2006, Valur Stefánsson, dags. 18. júlí 2006, Sigurður Guðmundsson, dags. 19. júlí 2006, Elísabet Kristjánsdóttir, dags. 25. júlí 2006, Leifur Magnússon, dags. 17. júlí 2006, Samtökin 102 Reykjavík, dags. 24. júlí 2006, Þorsteinn Kristinsson, dags. 21. júlí 2006, Frida Petersen, dags. 21. júlí 2006, Gunnar Finnsson, dags. 23. júlí 2006, Björn Karlsson, dags. 10. júlí 2006, Erling Jóhannesson, dags. 18. júlí 2006, Úlfar Henningsson, dags. 24. júlí 2006, Skúli Sigurðarson, dags. 19. júlí 2006, Sigurrós Sigurðardóttir, dags. 21. júlí 2006, Ásgrímur Hartmannsson, dags. 22. júlí 2006, Sportflug, dags. 19. júlí 2006, Flugtækni, dags. 19. júlí 2006. Einnig lagt fram bréf Vegagerðarinnar dags. 10. ágúst 2006 og umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 22. ágúst 2006.
Athugasemdir kynntar. Frestað.

Umsókn nr. 60576 (05.13.13)
9.
Katrínarlind 1-7, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa, dags. 6. september 2006, að breytingu á skilmálum "Grafarholt austursvæði" vegna Katrínarlindar 1-7. Einnig lagt fram samþykki eigenda að Katrínarlind 1-7.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin er minniháttar og varðar aðeins hagsmuni lóðarhafa.

Umsókn nr. 40706 (04.79)
10.
Norðlingaholt suður, deiliskipulag
Lögð fram drög skipulagsfulltrúa að forsögn að deiliskipulagi í suðurhluta Norðlingaholts dags í ágúst 2005.
Forsögn skipulagsfulltrúa samþykkt. Samþykkt að hefja vinnu deiliskipulags á svæðinu. Samþykkt að vísa forsögn skipulagsfulltrúa til umhverfisráðs til kynning

Ásta Þorleifsdóttir áheyrnarfulltrúi frjálslyndra og óháðra óskaði bókað að hún leggði til að skipulagsráðs myndi fara í vettvagnsferð um svæðið.


Umsókn nr. 60221 (04.03.53)
601200-2280 Eignarhaldsfélagið Partur ehf
Eldshöfða 10 110 Reykjavík
11.
Eldshöfði 10, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Birgis Árnasonar, dags. 21. mars 2006, ásamt tillögu Arkform, dags. 1. mars 2006, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 10 við Eldshöfða. Kynning stóð yfir frá 8. ágúst til 5. september 2006. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Umsókn nr. 60556 (04.05.56)
080657-7819 Gunnlaugur Johnson
Nesbali 74 170 Seltjarnarnes
12.
Bíldshöfði 5A, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Gunnlaugs Ó. Johnson ark., dags. 4. ágúst 2006, um breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 5A við Bíldshöfða.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin er minniháttar og varðar aðeins hagsmuni lóðarhafa og Reykjavíkurborgar..

Umsókn nr. 60504 (04.21.98)
590503-2660 Hönnunar/listamst Ártúnsbr ehf
Rafstöðvarvegi 1a 110 Reykjavík
021059-6259 Kristinn L Brynjólfsson
Lágaberg 1 111 Reykjavík
13.
Rafstöðvarvegur 1A, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga PK - Hönnun, mótt. 31. júlí 2006 að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 1A við Rafstöðvarveg. Einnig lögð fram umsögn umhverfissviðs, dags. 28. ágúst 2006.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin er minniháttar og varðar aðeins hagsmuni lóðarhafa og Reykjavíkurborgar.

Umsókn nr. 34686
14.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 412 frá 19. september 2006.


Umsókn nr. 34669 (01.85.430.1 01)
010466-4239 Steingrímur Wernersson
Fjallalind 141 201 Kópavogur
15.
69">Árland 1, niðurrif og nýbygging
Sótt er um leyfi til þess að rífa núverandi einbýlishús nr. 1 við Árland og byggja nýtt steinsteypt einlyft einbýlishús með innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu ásamt kjallara undir hluta hússins allt einangrað að utan og að mestur klætt með eir á lóð nr. 1-7 við Árland.
Stærð: Niðurrif fastanúmer 203-7305 merkt 01 0101 íbúð 174,9 ferm., og merkt 06 0101 bílskúr 55,1 ferm.
Nýtt einbýlishús kjallari 116,6 ferm., íbúð 1. hæð 325,1 ferm., bílgeymsla 44,6 ferm., samtals 460,2 ferm., 1598,3 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 97.496

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.


Umsókn nr. 34564 (01.16.201.2)
250937-4079 Hjálmar Vilhjálmsson
Ásvallagata 18 101 Reykjavík
16.
Ásvallagata 18, garðaskúr
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa, dags. 24. ágúst 2006. Sótt er um leyfi til þess að reisa 8,8 ferm., garðskúr á baklóð nr. 18 við Ásvallagötu. Einnig lagt fram samþykki allra hagsmunaaðila, mótt. 8. september 2006.
Gjald kr. 6.100
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 33485 (01.24.370.5)
070955-5399 Hanna Þorbjörg Svavarsdóttir
Flókagata 9 105 Reykjavík
17.
Flókagata 9, byggja bílskúr
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 4. júlí 2006. Sótt er um leyfi til þess að byggja bílskúr úr steinsteypu í einangrunarmót á lóð nr. 9 við Flókagötu. Einnig lagt fram samþykki lóðarhafa að Flókagötu 11, mótt. 3. ágúst 2006. Kynning stóð yfir frá 4. ágúst til og með 1. september 2006. Athugasemdabréf barst frá Friðrik Inga Rúnarssyni f.h. Elísabet Ohl, dags. 18. ágúst 2006 og Höllu Hrafnkelsdóttur og Helgu S. Torfadóttur f.h. eigenda og íbúa að Flókagötu 11, dags. 31. ágúst 2006. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. september 2006 ásamt bréfi umsækjanda, mótt. 18. september 2006.
Samþykki meðeiganda (á teikningu) fylgir erindinu.
Stærð: Bílskúr 35 ferm., og 107,2 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 6.539
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.


Umsókn nr. 34670 (01.32.450.1)
411163-0169 John Lindsay ehf
Skipholti 33 105 Reykjavík
18.
Klettagarðar 23, vöru og skrifstofuhúsnæði
Sótt er um leyfi til þess að byggja stálgrindarhús sem vöru- og skrifstofuhúsnæði að mestu á einni hæð ásamt steinsteyptum bílakjallara undir hluta húss á lóð nr. 23 við Klettagarða.
Brunahönnun VSI dags. 12. september 2006 fylgir erindinu.
Stærð; Vöru- og skrifstofuhús 1. hæð og milli pallur 2299,4 ferm., 2. hæð 704,8 ferm., bílakjallari 489 ferm., samtals 3493,2 ferm., 27396,3 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 1.671.174
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 33062 (01.15.410.2)
620185-1249 Fasteignasalan Hóll ehf
Skúlagötu 17 101 Reykjavík
650497-2879 Skúlagata 17 ehf
Skúlagötu 17 101 Reykjavík
19.
Skúlagata 17, stækkun lóðar o.fl.
Sótt er um stækkun lóðarinnar nr. 17 við Skúlagötu og breytt fyrirkomulag á lóð hússins. M.a. fjölgar bílastæðum í 48.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. janúar 2006 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. janúar 2006 fylgja erindinu.
Gjald kr. 5.700 + 6.100
Frestað.

Umsókn nr. 60571 (01.13.11)
231043-2179 Þórður B Benediktsson
Ægisgata 4 101 Reykjavík
081067-3929 Örn Baldursson
Stóragerði 32 108 Reykjavík
20.
Ægisgata 4, (fsp) hækkun húss o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Arnar Baldurssonar, dags. 5. september 2006, ásamt uppdr. dags. 4. september 2006, um að byggja eina hæð ofan á húsið nr. 4 við Ægisgötu, gera nýjan stigagang, endurnýja glugga og hurðar, bæta við inngöngum á norður- og austurhlið o.fl.
Samþykkt að vísa fyrirspurninni til skoðunar og afgreiðslu í deiliskipulagsvinnu Nýlendureits.

Umsókn nr. 60058 (01.18.63)
710178-0119 Teiknistofan ehf
Brautarholti 6 105 Reykjavík
21.
Baldursgata 32, (fsp) uppbygging á lóð
Lögð fram fyrirspurn T.ark ásamt uppdr. dags. 25. júlí 2006, varðandi byggingu þriggja hæða fjölbýlishús með sameiginlegum þaksvölum á lóðinni nr. 32 við Baldursgötu. Einnig lagt fram skuggavarp, dags. 21. ágúst 2006.
Frestað.
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að vinna forsögn fyrir vinnslu deiliskipulags á reitnum. Fyrirspurninni verður vísað inn í þá vinnu þegar hún hefst.


Umsókn nr. 60087 (01.15.41)
590602-3610 Atlantsolía ehf
Vesturvör 29 200 Kópavogur
22.
Skúlagata 15, (fsp) lóð fyrir sjálfsafgreiðslubensínstöð
Lagt fram erindi Atlantsolíu fyrir sjálfsafgreiðslubensínstöð, dags. 1. febrúar 2006 á lóð Aktu Taktu við Skúlagötu 15. Einnig lögð fram umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 7. september 2006.
Ráðið gerir ekki athugasemd við staðsetninguna, með fyrirvara um jákvæða umsögn Umhverfissviðs og Framkvæmdasviðs. Fyrirspyrjandi skal vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar sem síðar verður auglýst.

Umsókn nr. 60591 (01.76.85)
570480-0149 Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
23.
Vesturhlíð 3, Heyrnleysingjaskólinn, (fsp) færanlegar kennslustofur
Lögð fram fyrirspurn Framkvæmdasviðs, dags. 13. september 2006, varðandi tvær færanlegar kennslustofur á lóðinni nr. 3 við Vesturhlíð.
Ráðið gerir ekki athugasemd við tímabundna staðsetningu kennslustofanna til 5 ára.

Umsókn nr. 10070
24.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 8. og 15. september 2006.


Umsókn nr. 34638 (01.19.720.7)
091162-3509 Jón Magnús Halldórsson
Blómvellir 16 221 Hafnarfjörður
25.
Laufásvegur 68 og Selvogsgrunn 13, hönnunarleyfi
Lagt fram bréf Jóns Magnúsar Halldórssonar dags. 11. september 2006, vegna hönnunarleyfis sbr. ákvæði gr. 8.7 í byggingarreglugerð nr. 441/1998 vegna Laufásvegar 68 og Selvogsgrunn 13.
Samþykkt. Vísað til borgarráðs.

Umsókn nr. 60570
26.
0">Miðborgin og Vatnsmýrin, uppbygging stúdentaíbúða
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 1. september 2006, vegna samþykkt borgarráðs, dags. 31. ágúst 2006, um að vísa svohljóðandi tillögu Dags B. Eggertssonar til skipulagsráðs "Borgarstjóra verði falið að ganga til viðræðna við byggingarfélög námsmanna um uppbyggingu allt að 800 stúdentaíbúða í miðborg og Vatnsmýri á næstu árum". Einnig lögð fram greinargerð, ódags.
Tillögunni vísað frá með 4 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óskuðu bókað:
Líkt og fram hefur komið er það eindreginn vilji núverandi meirihluta að vinna vel að húsnæðismálum stúdenta í Reykjavík. Stuttu eftir að nýr meirihluti tók við völdum í borginni, átti formaður skipulagsráðs fundi með fulltrúum stúdenta til að ræða leiðir til að koma til móts við óskir fulltrúa þeirra um uppbyggingu stúdentaíbúða. Í framhaldi af því hefur skipulagsfulltrúi átt í viðræðum við samtök stúdenta um sameiginlegar lausnir, sem kynntar verða í skipulagsráði um leið og þær liggja fyrir. Í ljósi þessa er tillögu Samfylkingar vísað frá, enda málið í góðum farvegi.

Dagur B. Eggertsson, fulltrúi Samfylkingarinnar óskaði bókað:
Því er fagnað að tekið hafi verið undir efni tillögu Samfylkingarinnar um uppbyggingu stúdentaíbúða í borgarráði og þeirri vinnu sem unnin hefur verið á skipulagssviði. Brýnt er að niðurstaða fáist hið fyrsta og verði kynnt skipulagsráði. Frávísun á fyrirliggjandi tillögu hlýtur því að skrifast á viðkvæmni gangvart pólitísku frumkvæði Samfylkingarinnar en mestu skiptir að íbúðir byggist hratt og örugglega.


Umsókn nr. 60368 (01.26.14)
420605-0480 Immobilia ehf
Ármúla 1 108 Reykjavík
430289-1529 Úti og inni sf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
27.
Ármúli 1, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 1. september 2006, um samþykkt borgarráðs 31. ágúst 2006 á afgreiðslu skipulagsráðs 23. s.m., varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi að Ármúla 1.


Umsókn nr. 60449
591103-2610 Brimgarðar ehf
Sundagörðum 10 104 Reykjavík
471103-2330 Matfugl ehf
Völuteigi 2 270 Mosfellsbær
28.
Kjalarnes, Melavellir, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 1. september 2006, um samþykkt borgarráðs 31. ágúst 2006 á afgreiðslu skipulagsráðs 23. s.m., varðandi auglýsingu á deiliskipulagi Melavalla á Kjalarnesi.


Umsókn nr. 60537 (01.22.01)
29.
Höfðatorg, reitur 1.220.1 og 2, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstóra, dags. 6. september 2006, vegna samþykkt borgarstjórnar 5. þ.m á afgreiðslu skipulagsráð 31. f.m. varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.220.1 og 1.220.2, Höfðatorgsreitur.


Umsókn nr. 60291 (01.46.10)
30.
Grensásvegur 3-9, Kæra, umsögn
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 7. september 2006, vegna kæru á synjun skipulagsráðs á breytingu á deiliskipulagi Grensásvegar 3-9.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 60476 (05.13.59)
31.
Gvendargeisli 104, kæra, umsögn
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags.14. september 2006, vegna kæru á synjun skipulagsráðs frá 7. júní 2006, á beiðni um breytt deiliskipulag við Gvendargeisla 104.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 60583 (04.38.65)
32.
Skógarás 21 og 23, kæra, umsögn
Lögð fram kæra íbúa í Skógarási, dags 7. september 2006, þar sem kærð er samþykkt skipulagsráðs á breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 21 og 23. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 13. september 2006, vegna kæru á samþykkt skipulagsráðs á breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 21 og 23.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 40366 (01.52.61)
33.
Vesturbæjarsundlaug, kæra, umsögn
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 11. september 2006, vegna kæru Hjalta Hjaltasonar á samþykkt skipulags- og byggingarnefndar frá 21. apríl 2004 um breytingu á deiliskipulagi Sundlaugar Vesturbæjar.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 30526 (04.66.08)
34.
Vesturberg 195, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður skipulags- og byggingarmála vegna kæru Harðar Harðarsonar hrl. f.h. Gunnars Gunnarssonar, dags. 20. nóvember 2003.
Úrskurðarorð: Samþykkt borgarráðs Reykjavíkur frá 21. október 2003 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar að Vesturbergi 195 er felld úr gildi.


Umsókn nr. 30217
550402-3940 Höfuðborgarsamtökin
Fjólugötu 23 101 Reykjavík
35.
Hringbraut, kæra, úrskurður
Lagður fram úrskurður skipulags- og byggingarmála vegna kæru stjórnar Höfuðborgarsamtakanna og Arnars Sigurðssonar, dags. 23. maí 2003.
Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.


Umsókn nr. 30331 (1)
36.
Hringbraut, kæra, úrskurður
Lagður fram úrskurður skipulags- og byggingarmála vegna kæru á samþykkt borgarráðs frá 20. maí 2003 á tillögu að deiliskipulagi vegna færslu Hringbrautar.
Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.



Umsókn nr. 60603 (04.6)
37.
Reykjanesbraut, úrskurður
Lagður fram úrskurður skipulags- og byggingarmála vegna kæru Stekks ehf., dags. 26. febrúar 2003.
Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.


Umsókn nr. 60603 (04.6)
38.
Reykjanesbraut, úrskurður
Lagður fram úrskurður skipulags- og byggingarmála vegna kæru íbúa að Fossvogsbrún 2
Úrskurðarorð:Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu samþykktra skipulagsnefndar Kópavogsbæjar frá 4. mars 2003, staðfest var á fundi bæjarstjórnar hinn 11. mars 2003, og skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 26. febrúar 2003, sem staðfest var á fundi borgarráðs hinn 4. mars 2003, um breytingu á deiliskipulagi mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar, Stekkjabakka og Smiðjuvegar.