Höfðatorg, reitur 1.220.1 og 2, Skuggahverfi, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Elliðaárvogur, Kjalarnes, Álfsnes,

Skipulagsráð

63. fundur 2006

Ár 2006, miðvikudaginn 30. ágúst kl. 09:00, var haldinn 63. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Hotel Nordica, Suðurlandsbraut, fundarsal G. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Óskar Bergsson, Gísli Marteinn Baldursson, Stefán Þór Björnsson, Dagur B. Eggertsson, Oddný Sturludóttir, Svandís Svavarsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þ. Jónsson, Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, Ólafur Bjarnason og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 60537 (01.22.01)
1.
Höfðatorg, reitur 1.220.1 og 2, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf PK arkitekta, dags. 18. júlí 2006, ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skúlatúnsreits eystri, Höfðatorgsreits, mótt. 29. ágúst 2006.
Samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að auglýsa framlagða tillögu þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir. Jafnframt samþykkt að vekja athygli hagsmunaaðila á auglýsingunni með bréfi og vísa málinu til kynningar í hverfisráði Laugardals. Skipulagsfulltrúa er falið að boða til opins kynningarfundar með hagsmunaaðilum á svæðinu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar- græns framboðs, sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs óskaði bókað:
Fagna ber væntanlegri uppbyggingu á Höfðatorgi enda er tillagan sett fram af metnaði og framsýni. Um er að ræða blöndu af íbúðarbyggð, atvinnuhúsnæði, verslun og þjónustu en þannig verður reiturinn á margan hátt sjálfum sér nægur að því er varðar daglegt líf. Þó er minnst á að enn er ekki ljóst hvort bygging skóla við Sóltún helst í hendur við uppbyggingu svæðisins sem íbúðarsvæðis.
Þá er nýtingarhlutfall reitsins of hátt að mati Vinstri grænna og langt umfram það sem sambærilegir eða nálægir reitir gefa tilefni til. Einkum er gerð alvarleg athugasemd við þá fyrirætlan að byggja 19 hæða hús á norðausturhorni reitsins og hafa þar með áhrif á ásýnd borgarinnar með afdrifaríkum hætti.

Fulltrúar Samfylkingarinnar óskuðu bókað:
Jákvætt er að Höfðatorgsreitur komi til uppbyggingar með blöndu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Fari auglýst tillaga óbreytt til uppbyggingar er hætt við að reiturinn verði yfirþyrmandi skuggsæll og kaldur úr hófi og með því glatist það mikla tækifæri sem er til skemmtilegrar uppbyggingar á þessum stað. Óskað er eftir því að málið verði kynnt afdráttarlaust og áberandi fyrir borgarbúum á auglýsingartímanum.

Ólafur F. Magnússon áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra- og óháðra óskaði bókað:
Ég lýsi yfir andstöðu við fyrirliggjandi tillögu þar sem byggðin rís of þétt og fellur ekki vel að umhverfinu. Sérstaklega er ekki við hæfi ef 19. hæða bygging rís í næsta nágrenni við Höfða.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óskuðu bókað:
Þær hugmyndir sem hér eru kynntar til uppbyggingar fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði á Höfðatorgi fara nú í auglýsingu til að fá viðbrögð og athugasemdir frá íbúum og umhverfi. Þegar hafa þessar hugmyndir fengið jákvæða umsögn frá Framkvæmdasviði og Menntasviði.
Núverandi minnihluti er minntur á þá staðreynd að vinna við Höfðatorg stóð allt síðasta kjörtímabil og þáverandi meirihluti heimilaði mikla uppbyggingu á reitnum, þ.á.m. 16. hæða byggingu á norðaustur horni reitsins.


Umsókn nr. 60541 (01.15.2)
470498-2699 Hornsteinar arkitektar ehf
Ingólfsstræti 5,5.hæð 101 Reykjavík
2.
Skuggahverfi, breyting á deiliskipulagi
Lög fram tillaga Hornsteina arkitekta ehf., dags. 22.08.06, að breytingu á deiliskipulagi á lóðunum nr. 21, 23 og 25 við Lindargötu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Málinu er jafnframt vísað til umsagnar Minjasafns Reykjavíkur.


Umsókn nr. 34571
3.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 409 frá 29. ágúst 2006.


Umsókn nr. 10070
4.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 25. ágúst 2006.


Umsókn nr. 50730 (04.0)
5.
Elliðaárvogur, rammaskipulag, endurskipan stýrihóps
Samþykkt að stýrihópurinn verði þannig skipaður:
Hanna Birna Kristjánsdóttur og Gísli Marteinn Baldursson frá Sjálfstæðisflokki, Stefán Þór Björnsson frá Framsóknarflokki, Dagur B. Eggertsson frá Samfylkingu og Svandís Svavarsdóttir frá Vinstri grænum.


Umsókn nr. 50574
6.
Kjalarnes, Álfsnes, Sorpa, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 18. ágúst 2006, um samþykkt borgarráðs 17. þ.m. á afgreiðslu skipulagsráðs 16. þ.m., varðandi breytingu á aðalskipulagi vegna afmörkunar á sorpurðunarstað á Álfsnesi.