Höfðatorg, reitir 1.220.1 og 1.220.2, Höfðatorg, reitur 1.220.1 og 2, Háaleitisbraut 66, Kjalarnes, Melavellir, Klettagarðar 13, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Bárugata 6, Flókagata 6, Samtún 42, Hringbraut - þjónustustöð Olíufélagsins, Eirhöfði 13, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Elliðaárvogur, Gufuneskirkjugarður, Suðurhús 4,

Skipulagsráð

62. fundur 2006

Ár 2006, miðvikudaginn 23. ágúst kl. 09:00, var haldinn 62. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sigríður Kristín Þórisdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Stefán Þór Björnsson, Stefán Benediktsson, Salvör Jónsdóttir, Oddný Sturludóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur F. Magnússon, Ágúst Jónsson, Jón Árni Halldórsson, Helga Bragadóttir og Gísli Marteinn Baldursson Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 60320 (01.22.01)
680504-2880 PK-Arkitektar ehf
Lynghálsi 4 110 Reykjavík
1.
Höfðatorg, reitir 1.220.1 og 1.220.2, breyting á aðalskipulagi og svæðisskipulagi
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á aðalskipulagi vegna Höfðatorgsreits. Lagt fram bréf sviðsstjóra um óverulega breytingu á svæðisskipulagi, dags. 23. ágúst 2006. Einnig lögð fram umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 22. ágúst 2006.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs

Bréf sviðsstjóra samþykkt.


Umsókn nr. 60537 (01.22.01)
2.
Höfðatorg, reitur 1.220.1 og 2, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf PK arkitekta, dags. 18. júlí 2006, ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skúlatúnsreits eystri, Höfðatorgsreits, mótt. 22. ágúst 2006.
Frestað.

Umsókn nr. 60204 (01.72.71)
581298-2269 Landark ehf
Stórhöfða 17 110 Reykjavík
3.
Háaleitisbraut 66, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Landark ehf., dags. 20. júní 2006 ásamt bréfi dags. 15. mars 2006, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 66 við Háaleitisbraut. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. apríl 2006. Kynning stóð yfir frá 27. júní 2006 til og með 25. júlí 2006. Athugasemdabréf barst frá Sigurjónu S. Sigurbjörnsdóttur, dags. 24. júlí 2006. Lagt fram bréf Landark, dags. 11. ágúst 2006 ásamt uppdrætti, dags. 20. júní 2006, br. 18. ágúst 2006. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. ágúst 2006.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Umsókn nr. 60449
591103-2610 Brimgarðar ehf
Sundagörðum 10 104 Reykjavík
471103-2330 Matfugl ehf
Völuteigi 2 270 Mosfellsbær
4.
Kjalarnes, Melavellir, deiliskipulag
Lagt fram bréf Brimgarða ehf, dags. 28. júní 2006 ásamt tillögu Arkþings, dags. 27. júní 2006 að nýbyggingum á alifuglahúsum til viðbótar þeim fyrir eru á jörðinni Melavöllum á Kjalarnesi. Lögð fram umsögn hverfisarkitekts dags. 6. júlí 2006, breytt 22. ágúst 2006 og umsagnir umhverfissviðs, dags. 14. ágúst 2006 og 21. ágúst 2006.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 60461 (01.33.0)
430289-1529 Úti og inni sf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
5.
Klettagarðar 13, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Úti og Inni, dags. 4. júlí 2006 ásamt uppdrætti, dags. 5. apríl 2006, mótt. 4. júlí 2006, varðandi breytingu á deiliskipulagi Klettagarða 13 sem samþykkt var þann 15. mars s.l. í skipulagsráði og auglýstur 8. maí s.l. í B-deild stjórnartíðinda.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.

Umsókn nr. 34541
6.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 408 frá 22. ágúst 2006.


Umsókn nr. 34305 (01.13.621.7)
150860-7689 Belinda Þurý Theriault
Bárugata 6 101 Reykjavík
7.
Bárugata 6, Stækkun á svölum
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. júlí 2006. Sótt er um leyfi til að stækka suðvestur svalir á 2. hæð hússins á lóð nr. 6 við Bárugötu. Kynning stóð yfir frá 19.07.06 til og með 16.08.06. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 6.100
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 28180 (01.24.711.7)
170873-5059 Ásgerður Kjartansdóttir
Fálkagata 5 107 Reykjavík
291071-3179 Hrappur Steinn Magnússon
Fálkagata 5 107 Reykjavík
8.
Flókagata 6, áður gerður skúr o.fl.
Að lokinni er grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. júlí 2006. Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu sem byggð hefur verið sunnan bílskúrs á lóðinni nr. 6 við Flókagötu. Jafnframt hefur bílskúr verið breytt í "vinnuherbergi", suðurveggur bílskúrs verið fjarlægður og mannvirkið klætt á þrjá vegu með Steni-plötum. Ennfremur er sótt um leyfi fyrir einu bílastæðum til viðbótar einu, sem fyrir er á lóðinni. Kynning stóð yfir frá 19. júlí til og með 16. ágúst 2006. Engar athugasemdir bárust.
Bréf umsækjanda dags. 7. okt. 2003 varðandi byggingarár skúrsins, bréf burðarvirkjahönnuðar dags. 12. nóv. 2003, umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. des. 2003, umsögn Verkfræðistofu RUT og samþykki meðlóðarhafa og lóðarhafa aðlægrar lóðar (á teikningu) fylgja erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 23. júní 2006.
Stækkun: Áður byggð viðbygging samtals 11,9 ferm., 27,6 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 1.684
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 34306 (01.22.141.2)
120254-5299 Guðrún Friðriksdóttir
Ljósheimar 8 104 Reykjavík
150655-5799 Heimir Örn Jensson
Ljósheimar 8 104 Reykjavík
9.
Samtún 42, endurnýjað byggingarleyfi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. júlí 2006. Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi, áður samþykktu 22. október 2002, á hækkun á þakrými á húsinu á lóðinni nr. 42 við Samtún. Kynning stóð yfir frá 19.07.06 til og með 16.08.06. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 74,6 ferm., og 119,9 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 7.313
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 34425
541201-3940 Olíufélagið ehf
Suðurlandsbraut 18 108 Reykjavík
10.
Hringbraut - þjónustustöð Olíufélagsins, bensínstöð og veitingasala
Sótt er um leyfi til þess að byggja bensínafgreiðslu með verslun og veitingarsölu sem stálgrindarbyggingu klædda með ljósgráum flísum og skyggni klætt hvítu áli, á til þess afmarkaðri lóð við Hringbraut. Lögð fram umsögn umhverfissviðs, dags. 15. ágúst 2006.
Brunahönnun Línuhönnunar 26. júní 2006, umsögn mengunarvarna Umhverfissviðs Reykjavíkur dags. 28. júlí 2006 fylgja erindinu.
Stærð: Verslun m.m. (matshluti 01) 505,3 ferm., 2030 rúmm., tæknirými við bílaþvottaplan (matshluti 02) 9,8 ferm., 17,2 rúmm., eldsneytisgeymir (matshluti 03) 25,7 ferm., 55,9 rúmm., eldsneytisgeymir (matshluti 04) 25,7 ferm., 55,9 rúmm., eldsneytisgeymir (matshluti 05) 6,4 ferm., 11,6 rúmm., eldsneytisgeymir (matshluti 06) 4,6 ferm., 5,6 rúmm., dæluskyggni og gasgeymsla (B-rými) 232,9 ferm., 1273,1 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 208.705

Ólafur F. Magnússon áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra- og óháðra tók sæti á fundinum kl. 9:10. eftir var að afgreiða A-hluta fundargerðar.

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknareyðublaði.
Ráðið beinir því til umsækjenda að útlit byggingar taki betur mið af umhverfinu og af ákvæðum gildandi deiliskipulags en í því kemur fram að fella skuli þjónustubyggingu inn í mön.


Umsókn nr. 34381 (04.03.020.1)
711296-4099 Nortek ehf
Hjalteyrargötu 6 603 Akureyri
11.
Eirhöfði 13, (fsp) viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. júlí 2006. Spurt er hvort leyfi fáist fyrir viðbyggingu við húsi á lóðinni nr. 13 við Eirhöfða. Skv. uppdr. Arkþing, dags. 13. júlí 2006. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. ágúst 2006.
Fyrirspurninni er vísað til skoðunar í stýrihópi um rammaskipulag Elliðaárvogs.

Umsókn nr. 10070
12.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 18. ágúst 2006.


Umsókn nr. 50730 (04.0)
13.
Elliðaárvogur, rammaskipulag, endurskipan stýrihóps
Formaður skipulagsráðs lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Þann 25. maí 2005 var stofnaður stýrihópur um rammaskipulag Ártúnshöfða/Elliðaárvogs. Lagt er til að sá stýrihópur verði endurskipaður þannig að hópinn skipi þrír fulltrúar meirihluta Skipulagsráðs og tveir fulltrúar minnihluta."

Samþykkt.

Umsókn nr. 60528 (02.55.0)
14.
Gufuneskirkjugarður, kæra, umsögn
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 16. ágúst 2006, vegna kæru á byggingu líkbrennslu, skorsteins og þjónustuhúss við Gufuneskirkjugarð í Reykjavík.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 60527 (02.84.88)
15.
Suðurhús 4, kæra, umsögn
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 20. ágúst 2006, varðandi kæru vegna byggingarleyfis, dags. 28. júlí 2006, fyrir viðbyggingu á lóðinni að Suðurhúsum 4 Reykjavík.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.