Laugavegur, Uppbygging miðborgarsvæðis, Frakkastígsreitur, Laugavegur 4-6, Hverfisgata, Hverfisgata 78, Lækjartorgs/Hafnarstrætisreitur, Umferðarmiðstöð, reitur, Birkimelur, blómatorgið, Kaplaskjól, Hlíðarhús 3-7, Skógarás 21 og 23, Bíldshöfði 2, 4 og 6, Geldinganes, Háskólinn í Reykjavík, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Ánanaust 3, Barðastaðir 25-35, Ferjuvað 1-5, Lambasel 6, Langholtsvegur 5, Lokastígur 28, Lækjarmelur 12, Skólavörðustígur 42, Sóleyjarimi 19-23, Urðarstígur 16 a, Bræðraborgarstígur 31, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Elliðaárdalur, rafstöðvarsvæði, Langagerði 122, Reitur 1.115.3 - Ellingsen reitur, Lindargata 25, Hönnunarleyfi, Lækjargata 10, Lækjargata, Mæðragarður, Maríubaugur 95-103, Skipulagsráð,

Skipulagsráð

57. fundur 2006

Ár 2006, miðvikudaginn 28. júní kl. 09:10, var haldinn 57. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Óskar Bergsson, Stefán Þór Björnsson, Dagur B. Eggertsson, Svandís Svavarsdóttir og Oddný Sturludóttir ásamt áheyrnarfulltrúanum Ástu Þorleifsdóttur. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Magnús Sædal Svavarsson og Stefán Finnsson. Fundarritari var Helga Björk Laxdal
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 60443 (01.1)
1.
Laugavegur, skipulag og uppbygging, tillaga.
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks:

"Skipaður verði sérstakur starfshópur um skipulag uppbyggingu, og umbætur við Laugaveg. Verkefni starfshópsins skal m.a. vera að finna leiðir til að viðhalda Laugaveginum sem mikilvægustu verslunar- og þjónustugötu Reykjavíkur. Í störfum sínum skal hópurinn taka mið af núgildandi deiliskipulagi og þróunaráætlun miðborgar, ásamt því að skoða sérstaklega hugsanlega aðkomu borgaryfirvalda að þeim umbótum og uppbyggingu sem styrkt geta Laugaveginn. Auk samráðs við þá sem búa og starfa við Laugaveginn, er starfshópurinn hvattur til að gefa öllum Reykvíkingum tækifæri til að koma fram með hugmyndir og tillögur um enn betri Laugaveg.

Skipulagsráð skal skipa 3 fulltrúa í starfshópinn, tvo frá meirihluta og einn frá minnihluta, en auk þeirra skulu í hópnum sitja þrír fulltrúar úr þegar starfandi rýnihópi um Laugaveginn. Starfshópurinn skal skila tillögum sínum fyrir næstu áramót."

Samþykkt.
Jafnframt samþykkt að skipa Hönnu Birnu Kristjánsdóttir, Gísla Martein Baldursson og Dag B. Eggertsson í starfshópinn.


Umsókn nr. 60446
2.
Uppbygging miðborgarsvæðis, áætlun, tillaga
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks:

Skipulagsfulltrúa er falið að taka sama og leggja fram, eigi síðar en 20. ágúst, yfirlit yfir þær áætlanir sem fyrir liggja um uppbyggingu á miðborgarsvæði.


Samþykkt.

Umsókn nr. 50212 (01.17.21)
580105-1140 Atelier arkitektar ehf
Suðurlandsbraut 6 108 Reykjavík
3.
Frakkastígsreitur, Reitur 1.172.1, Laugavegur, Vatnsstígur, Hverfisgata og Frakkastígur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram að nýju bréf Atelier arkitekta ehf., dags. 15. apríl 2005 ásamt uppdráttum og líkani, dags. janúar 2006 breytt í febrúar 2006. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars 2006 og fundargerð rýnihóps um útlit bygginga í miðborg Reykjavíkur dags. 7. apríl 2006. Jafnframt er lagt fram bréf Atelier arkitekta ehf., dags 10. maí 2006, ásamt uppdráttum, dags. maí 2006. Lögð fram bréf húsafriðunarnefndar, dags. 19. júní 2006 vegna húsa nr. 41 og 45 við Laugaveg og 58A við Hafnarstræti. Einnig lögð fram umfjöllun húsakönnunar Árbæjarsafns frá 2001 um Laugaveg 41, 43 og 45.

Samþykkt að kynna framlagðar tillögur að breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum á og umhverfis reitinn.

Ráðið leggur áherslu á að um er að ræða tillögu um breytingu á deiliskipulagi og tekur á þessu stigi málsins enga afstöðu til mögulegs útlits nýbygginga. Ráðið leggur einnig mikla áherslu á að lóðarhafar athugi sérstaklega útlit húsa við Laugaveg 41 og 45 og skoði möguleika á því að leyfa upprunalegri götumynd að halda sér.


Umsókn nr. 60077 (01.17.13)
541201-4590 Tangram arkitektar ehf
Skólavörðustíg 1A 101 Reykjavík
4.
Laugavegur 4-6, Reitur 1.171.3, breyting á deiliskipulagi.
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Tangram arkitekta f.h. Festa ehf., dags. 1. febrúar 2006, um breytingar á deiliskipulagi reits 1.171.3 vegna lóða nr. 2 og 4 við Laugaveg skv. uppdrætti, mótt. 31. janúar 2006. Auglýsing stóð yfir frá 8. mars til og með 19. apríl 2006. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Óskar Jónasson, Axel H. Jóhannesson og Lovísa Sigurðardóttir, dags. 18. apríl 2006, María Reyndal og Harpa Guðmundsdóttir, dags. 18. apríl 2006, íbúar að Lokastíg 22 og Kárastíg 5, dags. 19. apríl 2006, Margrét K. Sverrisdóttir, dags. 19. apríl 2006, Stígur Steinþórsson, mótt. 19. apríl 2006, Snorri Freyr Hilmarsson, mótt. 19. apríl 2006, Anna Sigríður Ólagsdóttir, dags. 19. apríl 2006, Þórður Magnússon, mótt. 19. apríl 2006, Halla Bergþóra Pálmadóttir, dags. 19. apríl 2006 og Ásdís Sif Gunnarsdóttir og Ragnar Kjartansson, dags. 19. apríl 2006. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. maí 2006, bréf Húsafriðunarnefndar, dags. 18. maí 2006. Lagðar fram nýjar teikningar, dags. 6. júní 2006 ásamt bréfum Tangram, dags. 6. og 22. júní 2006 þar sem afturkallaðar eru hugmyndir að útliti húsa.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.

Ráðið leggur áherslu á að með samþykkt á auglýstri tillögu er ekki tekin afstaða til útlits nýbygginga á þessu stigi en ráðið mun kynna sér aðaluppdrætti þegar sótt verður um byggingarleyfi og leita umsagnar rýnihóps um útlit bygginga í miðborginni. Með vísan til þeirra athugasemda sem bárust við auglýstri tillögu leggur ráðið sérstaka áherslu á að vandað verði mjög til hönnunar og aðlögun að nánasta umhverfi.


Umsókn nr. 60433 (01.1)
570480-0149 Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
5.
Hverfisgata, við Arnarhól, breyting á deiliskipulagi v. stæða leigubíla
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 19. júní 2006 að breytingu á deiliskipulagi við Arnarhól. Einnig lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra Framkvæmdasviðs, dags. 1. maí 2006, varðandi aðstöðu leigubíla í miðborginni.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs
Jafnframt er samþykkt að kynna tillöguna sérstaklega fyrir umhverfissviði samhliða auglýsingaferli.


Umsókn nr. 40606 (01.17.3)
221140-7619 Kristinn Jónsson
Bauganes 24 101 Reykjavík
170641-7799 Sverrir Norðfjörð
Hrefnugata 8 105 Reykjavík
6.
Hverfisgata 78, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Sverris Norðfjörð ark., dags. 2. febrúar 2006 að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 78 við Hverfisgötu. Kynning stóð yfir frá 16. mars til og með 13. apríl 2006. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Barði Guðmundsson, dags. 8. apríl 2006, Elísabet Guðmundsdóttir, dags. 11. apríl 2006, Sveinn Valfells, dags. 12. apríl 2006, Harpa Hauksdóttir, dags. 13. apríl 2006 og fyrirtæki og þjónustuaðilar að Laugavegi 59, dags. 12. apríl 2006. Einnig lagt fram bréf lóðarhafa við Hverfisgötu, dags. 19. maí 2006. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. maí 2006.
Samþykkt með þeirri breytingu að þakform skal vera hallandi til að lágmarka grenndaráhrif gagnvart aðilum í næsta nágrenni. Skipulagsfulltrúa er falið að aðstoða umsækjanda við að gera nauðsynlegar leiðréttingar á uppdrætti áður en erindið er sent til yfirferðar Skipulagsstofnunar.

Umsókn nr. 50770 (01.14.03)
7.
Lækjartorgs/Hafnarstrætisreitur, reitir 1.140.3/1.118.5, forsögn
Að lokinni forkynningu er lögð fram að nýju forsögn skipulagsfulltrúa dags. í janúar 2006. Jafnframt er lögð fram skýrsla Minjasafns Reykjavíkur nr. 117, Húsakönnun og fornleifaskráning vegna fyrirhugaðs tónlistar- og ráðstefnuhúss við Reykjavíkurhöfn. Forkynning stóð yfir frá 1. febrúar til 22. febrúar 2006. Athugasemdabréf barst frá Halldóri Guðmundssyni, dags. 16. febrúar 2006 auk þess sem lagt er fram bréf forstjóra Klasa hf., dags. 9. júní 2006, varðandi uppbyggingu á lóðum nr. 17, 18 og 19 við Hafnarstræti. Einnig lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa, dags. 19. júní 2006.
Athugasemdir og minnisblað skipulagsfulltrúa kynntar.

Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Lagt er til að leitað verði samstarfs við Landsbankann/Landsafl um endurskipulagningu og endurnýjun Lækjartorgs í kjölfar uppkaupa Landsbankans/Landsafls á Hafnarstræti 20 þannig að nýta megi þau einstöku tækifæri sem skapast við niðurrif hússins og uppbyggingu á nýju svæði Tónlistar- og ráðstefnuhúss þar norðan við.

Frestað.


Umsókn nr. 60387 (01.62.2)
561204-2760 Landmótun sf
Hamraborg 12 200 Kópavogur
8.
Umferðarmiðstöð, reitur, breyting á deiliskipulagi
Lagður fram uppdráttur Landmótunar dags. 21.06.06 að breyttu deiliskipulagi Umferðarmiðstöðvarreits frá 1995 vegna leiðréttingar á afmörkun á deiliskipulagi Hringbrautar.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem tillagan varðar aðeins hagsmuni lóðarhafa og Reykjavíkurborgar.

Umsókn nr. 60132 (01.54.1)
9.
Birkimelur, blómatorgið, deiliskipulag
Lögð fram að nýju forsögn skipulagsfulltrúa að deiliskipulagi svæðis við Birkimel, Háskóli Íslands vestan Suðurgötu dags. febrúar 2006.Einnig lögð fram tillaga Teiknistofu Arkitekta að breytingu á deiliskipulagi dags. 25. maí 2006.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, með þeim breytingum að bílastæði á borgarlandi skulu sérmerkt sem skammtímastæði. Jafnframt samþykkt að kynna tillöguna fyrir hverfisráði Vesturbæjar samhliða auglýsingu.

Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 60161
050350-2669 Guðmundur Teitur Gústafsson
Meistaravellir 7 107 Reykjavík
10.
Kaplaskjól, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs, dags. 3. mars 2006 að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Hringbraut, Viðimel og Meistaravöllum þar sem gert er ráð fyrir tveimur flutningshúsalóðum. Einnig lögð fram umsögn Menntasviðs, dags. 4. apríl 2006. Auglýsing stóð yfir frá 10. maí til og með 21. júní 2006. Lagður fram undirskriftalisti 36 íbúa, dags. 16. júní 2006. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. júní 2006.
Athugasemdir kynntar.
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að boða til kynningarfundar með þeim aðilum sem gerðu athugasemdir við tillöguna.


Umsókn nr. 60362 (02.84.53)
440703-2590 Teiknistofa Halldórs Guðm ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
11.
Hlíðarhús 3-7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 16.05.06, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 3-7 við Hlíðarhús. Málið var í kynningu frá 24.05 til og með 21.06.06. Athugasemdir bárust frá Ragnheiði Erlendsdóttur Vallarhúsum 67, dags. 19.06.06. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags 21.06.06.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa og til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Umsókn nr. 60288 (04.38.65)
290545-2939 Kristinn Sveinbjörnsson
Kringlan 87 103 Reykjavík
12.
Skógarás 21 og 23, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Kristins Sveinbjörnssonar, dags. 19.04.06, að breytingu á deiliskipulagi á lóðunum nr. 21 og 23 við Skógarás. Grenndarkynning stóð yfir frá 27.04 til 25.05 2006. Eftirtaldir aðilar gerðu athugasemdir: Húseigendur að Skógarási 18, dags. 7.05.06, Ingibjörg Ólafsdóttir og Emil Ásgeirsson, dags. 22.05.06, Berglind Ragnarsdóttir Skógarás 16, dags. 22.05.06, Aldís Gunnarsdóttir Skógarás 19, dags. 23.05.06 og Ragnar Valsson og Sveinn Ragnarsson, dags. 24.05.06. Einnig lagðir fram nýir uppdrættir Kristins Sveinbjörnssonar, dags. 15.06.06 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júní 2006.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa og með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Umsókn nr. 60039 (04.05.92)
13.
Bíldshöfði 2, 4 og 6, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs, dags. 15.06.06, að breyttu deiliskipulagi lóða nr. 2 og 4-6 við Bíldshöfða.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 60018 (02.1)
100157-3229 Þorsteinn Guðmundsson
Álfhólsvegur 106 200 Kópavogur
14.
Geldinganes, Kayakklúbburinn, lóð og bygging
Lögð fram tillaga Tryggva Tryggvasonar, dags. 03.01.06, ásamt bréfi Þorsteins Guðmundssonar, dags. 10.01.06, varðandi lóð og byggingu Kayakklúbbsins á norðausturhorni Geldinganess. Lögð fram umsögn umhverfissviðs, dags. 17.05.06.
Tillögunni er vísað til skoðunar og afgreiðslu í vinnslu forsagnar rammaskipulags í Geldinganesi með vísan til heimildar 6. mgr. 43. gr. l. nr. 73/1997.

Ásta Þorleifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 60444
15.
Háskólinn í Reykjavík, deiliskipulag, samkeppnisniðurstaða
Kynnt niðurstaða hugmyndasamkeppni um deiliskipulag á svæði Háskólans í Reykjavík í Vatnsmýri.
Þorkell Sigurlaugsson kynnti.

Umsókn nr. 34294
16.
4">Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 401 frá 27. júní 2006.


Umsókn nr. 34140 (01.13.011.2)
430203-4790 Ánanaust ehf
Höfðabakka 9 110 Reykjavík
17.
Ánanaust 3, íbúðir fyrir aldraða
Sótt er um leyfi til þess að byggja allt að sjö hæða steinsteypta byggingu með 142 íbúðum fyrir aldraða, 44 íverueiningum, þjónusturýmum og bílgeymslum allt einangrað að utan og klætt með steinflísum á lóð nr. 3 við Ánanaust.
Bréf hönnuðar dags. 21. júní 2006 fylgir erindinu.
Stærð: Íbúðir og þjónusturými samtals 21585 ferm. og bílgeymsla 10737 ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 6.100 + xxx

Gísli Marteinn Baldursson tók sæti á fundinum kl. 9:17, en þá hafði ekkert mál verið afgreitt.
Gísli Marteinn Baldursson tók sæti á fundinum kl. 9:17, en þá hafði ekkert mál verið afgreitt.

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Skipulagsferli er ólokið.


Umsókn nr. 34230 (00.00.000.0)
420369-6979 Hússjóður Öryrkjabandalagsins
Hátúni 10 105 Reykjavík
18.
Barðastaðir 25-35, raðh. m. 4 íb. + bílsk
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt raðhús með fjórum húsum sem hús nr. 25-31 ásamt fjóra steinsteypta bílskúra vestan við þau á lóð nr. 25-35 við Barðastaði.
Stærð: Raðhús nr. 25 (matshluti xx) íbúð 83,6 ferm., bílskúr 22,2 ferm., samtals 104,1 ferm., 328,7 rúmm.
Raðhús nr. 27, 29 og 31 eru sömu stærðar og raðhús nr. 25 eða samtals 104,1 ferm., 328,7 rúmm. hvert hús.
Gjald kr. 6.100 + 80.203
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 34243 (04.73.150.1)
560192-2319 Eykt ehf
Lynghálsi 4 110 Reykjavík
19.
Ferjuvað 1-5, fjölbýlish. m. 30 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjögurra hæða fjölbýlishús með tveimur stigahúsum ásamt geymslu og bílgeymslukjallara fyrir 18 bíla allt úr steisteypu og forsteyptum einingum á lóð nr. 1-5 við Ferjuvað.
Jafnframt er lagt til að húsið verði framvegis nr. 1-3 við Ferjuvað.
Stærð: Íbúðir geymslukjallari 573,5 ferm., 1. hæð 917,6 ferm., 2. hæð 869,8 ferm., 3. hæð 869,8 ferm., 4. hæð 662,6 ferm., bílgeymsla 560 ferm., samtals 4453,3 ferm., 13171,7 rúmm. Svalagangar (B-rými) samtals 239,4 ferm., 670,3 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 844.362
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 34249 (04.99.810.3)
240270-3669 Sigríður Hvönn Karlsdóttir
Lundarbrekka 10 200 Kópavogur
20.
Lambasel 6, einbýlish. m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt einbýlishús að hluta á tveimur hæðum á lóð nr. 6 við Lambasel.
Stærð: Íbúð 1. hæð 78 ferm., 2. hæð 131 ferm., bílgeymsla 30,8 ferm., samtals 239,9 ferm., 775,6 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 47.312
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 33958 (01.35.500.4)
600494-2019 Víking ehf
Vagnhöfða 17 110 Reykjavík
21.
Langholtsvegur 5, rífa og byggja nýtt
Sótt er um leyfi til þess að rífa núverandi hús og byggja nýtt steinsteypt íbúðarhús að hluta á tveimur hæðum með samtals þremur íbúðum á lóð nr. 5 við Langholtsveg.
Stærð niðurrifs: Fastanúmer 201-7974 merkt 01 0101 einbýli 58,2 ferm og merkt 70 0101 bílskúr 18,8 ferm., samtals 77 ferm.
Stærð nýbyggingar: Kjallari 36,8 ferm., 1. hæð 159,8 ferm., 2. hæð 79,5 ferm. Samtals 277,9 ferm., 809,9 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 6.100 + 49.404
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 33320 (01.18.130.9 01)
511105-0800 Loki 28 ehf
Lokastíg 28 101 Reykjavík
22.
Lokastígur 28, br. í verslun /kaffihús
Sótt er um leyfi til þess að innrétta verslun á 1. hæð ásamt kaffihúsi á 1. -3. hæð hússins á lóð nr. 28 við Lokastíg, skv. uppdr. Ragnhildar Ingólfsdóttur ark., dags. 27. janúar 2006. Málið var í kynningu frá 22. febrúar til 22. mars 2006. Eftirtaldir aðilar gerðu athugasemdir: Sigríður D. Sigtryggsdóttir, dags. 16. mars 2006 og 23. febrúar 2006, Björn Óttar Jónsson og Þyri Ásta Hafsteinsdóttir, dags. 15. mars 2006, Sigríður Dóra Sigtryggsdóttir og Birgir Björnsson, dags. 16. mars 2006, undirskriftalisti með 32 aðilum, dags. 3. mars 2006 og undirskriftalisti með þremur aðilum, dags. 3. mars 2006. Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 8. maí 2006. Jafnframt er lagt fram bréf Bylgju Stefánsdóttur f.h. 32 aðila í nágrenni við Lokastíg 28, dags. 15. maí 2006 og tölvupóstur íbúa og eigenda að Þórsgötu 27, dags. 29. maí 2006.
Einnig lagður fram tölvupóstur Þórólfs Antonssonar, dags. 13. mars 2006 og bréf Þórólfs Antonssonar og Hrannar Vilhelmsdóttur, dags. 21. mars 2006 og 3. maí 2006. Einnig lögð fram samantekt frá fundi skipulagsfulltrúa og íbúa þann 29. maí 2006.
Gjald kr. 6.100
Ráðið gerir ekki athugasemd við að verslun verði áfram starfrækt á 1. hæð hússins en umsókn um breytta notkun úr íbúðarhúsnæði í kaffihús á 2-3 hæð er synjað.
Lokastígur er á íbúðarsvæði samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur og því aðeins er unnt að veita leyfi til reksturs veitingahúsa á slíkum svæðum að starfsemin valdi ekki óþægindum fyrir nágranna. Með vísan til þess og þeirra fjölmörgu athugasemda sem frá íbúum hafa borist, telur ráðið að þeim skilyrðum verði ekki fullnægt svo unnt sé að una við.

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuðu bókað ásamt áheyrnarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra;
Það er mikil synd að ekki sé vilji til að auka þjónustu við ferðamenn og íbúa á þessum lykilstað við torg Hallgrímskirkju. Sambærilegur rekstur hefur fyrir löngu sannað sig í hverfinu eins og Þrír Frakkar og veitingahúsið Óðinsvé/Siggi Hall eru skýr dæmi um.


Umsókn nr. 34233 (34.53.340.3)
660504-3030 Fasteignafélagið Hlíð ehf
Ármúla 13a 108 Reykjavík
23.
Lækjarmelur 12, iðnaðarhúsnæði
Sótt er um leyfi til þess að byggja stálgrindarhús með fjórum iðnaðareiningum allt klætt að utan með grárri stálklæðningu á lóð nr. 12 við Lækjarmel.
Stærð: Atvinnuhús 1. hæð og millipallar samtals 1247,2 ferm., 5947,3 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 362.785
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 33511 (01.18.140.5)
550289-1219 R.Guðmundsson ehf
Pósthólf 1143 121 Reykjavík
420503-3180 Gistiheimilið Svanurinn ehf
Skólavörðustíg 42 101 Reykjavík
24.
Skólavörðustígur 42, sameina lóðir, gistiheimili fl.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11.04.06. Sótt er um að sameina lóðirnar Lokastígur 23 og Skólavörðustígur 42 og innrétta gistiheimili í Lokastíg 23.
Nýta bílskúr að Lokastíg 23 sem lagerhúsnæði fyrir verslun. Byggja tengibyggingu milli Skólavörðustígs 42 og Lokastígs 23, skv. uppdr. PlúsArkitekta, dags. 24. mars 2006. Erindinu fylgir bréf hönnuðar dags. 28. febrúar 2006. Grenndarkynning stóð yfir frá 27. apríl til 1. júní 2006. Eftirtaldir aðilar sendu bréf: Bjarni Bjarnason, dags. 1.05.06, Björn Óttarr Jónsson og Þyrí Ásta Hafsteinsdóttir, dags. 24.05.06, bréf 8 íbúa, dags. 20.05.06, Böðvar Björnsson, dags. 9.06.06. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. júní 2006.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa.
vísað til byggingarfulltrúa


Umsókn nr. 34142 (02.53.610.6)
580489-1259 Mótás hf
Stangarhyl 5 110 Reykjavík
25.
Sóleyjarimi 19-23, fjölb. 3-5 h auk. bílag.
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja til fimm hæða steinsteypt fjölbýlishús með þremur stigahúsum allt einangrað að utan og klætt með álklæðningu ýmist sléttri eða báraðri með samtals 45 íbúðum ásamt geymslu- og bílageymslukjallara fyrir 45 bíla á lóð nr. 19-23 við Sóleyjarima.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa fylgir erindinu.
Stærð: Íbúð kjallari 794,4 ferm., 1. hæð 1170 ferm., 2. hæð 1230 ferm., 3. hæð 1230 ferm., 4. hæð 820 ferm., 5. hæð 410 ferm., bílgeymsla 1319,8 ferm., samtas 6974,2 ferm., 20615,6 rúmm. Svalagangar og o.fl (B-rými) samtals 286,5 ferm., 802,5 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 1.306.504
Synjað. Samræmist ekki deiliskipulagi.

Umsókn nr. 33562 (01.18.640.5)
550205-0170 Bif Eignir ehf
Laugarnesvegi 114 105 Reykjavík
26.
Urðarstígur 16 a, niðurrif og nýbygging
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. mars 2006. Sótt er um leyfi til að rífa fram- og bakhús og byggja nýtt þriggja hæða steinsteypt einbýlishús á lóðinni nr. 16A við Urðarstígur 16A, skv. uppdr. teiknistofu Gingi og Gulli, dags. mars 2006 og skuggavarpi, dags maí 2006. Málið var í kynningu frá 31. mars til og með 28. apríl 2006. Athugasemdabréf barst frá Hróbjarti Hróbjartssyni og Karinu Hróbjartssyni, mótt. 12. apríl 2006, Margréti Harðarsdóttur og Steve Christer, dags. 24. apríl 2006, Helga Jónssyni og Kristínu Færseth, dags. 21. apríl 2006, Margréti Buhl, mótt. 25. apríl 2006, Rúnari Ingimarssyni og Birnu Eggertsdóttur, mótt. 25. apríl 2006 og Braga L. Haukssyni, dags. 27. apríl 2006. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22.06.06.
Málinu fylgir mótmælabréf dags. 21. mars 2006.
Stærð: Niðurrif fastanúmer 200-7703 (matshluti 01) 37,5 ferm., (matshluti 02) 27,9 ferm.
Einbýlishús 1. hæð 82,3 ferm., 2. hæð 39 ferm., 3. hæð 36,5 ferm., samtals 157,8 ferm. og 462,3 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 28.200
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Umsókn nr. 60386 (01.13.74)
610102-2980 Hús og skipulag ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
27.
Bræðraborgarstígur 31, (fsp) lóðarstækkun, nýbygging
Lögð fram fyrirspurn Húss og skipulags ehf, dags. 30.05.06, varðandi nýbyggingu og stækkun lóðar nr. 31 við Bræðraborgarstíg. Einnig lagt fram skuggavarp, dags. 31.05.06.
Frestað og vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Umsókn nr. 10070
28.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 23. júní 2006.


Umsókn nr. 40128 (04.25)
29.
Elliðaárdalur, rafstöðvarsvæði, kæra, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 22. júní 2006 varðandi kæru á ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 27. janúar 2004 um að breyta deiliskipulagi Rafstöðvarsvæðis í Elliðaárdal.

Úrskurðarorð: Kröfu kæranda er hafnað.


Umsókn nr. 60372 (01.83.31)
30.
Langagerði 122, kæra, umsögn
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 25. júní 2006 vegna kæru á samþykkt skipulagsráðs frá 15. mars 2006 og borgarráðs frá 16. mars 2006 vegna byggingarleyfis fyrir sambýli Styrktarfélags vangefinna á lóð nr. 122 við Langagerði.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 50384 (01.11.53)
31.
Reitur 1.115.3 - Ellingsen reitur, kæra, umsögn
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 8. maí 2006, breytt 29. maí 2006, vegna kæru Reykjaprents ehf., dags. 20. maí 2005, til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 60197 (01.15.22)
32.
Lindargata 25, breyting á deiliskipulagi Skuggahverfis
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs varðandi samþykkt borgarráðs frá 8. júní 2006 um að vísa erindi Sigurðar Arnalds hrl. frá 18. maí 2006, um endurskoðun ákvörðunar skipulagsráðs frá 12. apríl 2006 um verndun götumyndar Lindargötu 25-29, til umsagnar skipulagsráðs.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Umsókn nr. 34270
33.
Hönnunarleyfi,
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 26. júní 2006 vegna hönnunarleyfis sbr. ákvæði gr. 8.7 í byggingarreglugerð nr. 441/1998
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 34267 (01.14.120.1)
34.
Lækjargata 10,
Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 7. júní 2006 og minnisblað byggingarfulltrúa dags. 15. júní sl.
Tillaga byggingarfulltrúa samþykkt með þeirri breytingu að ekki skal koma skiltinu upp fyrr en 1. ágúst nk.

Umsókn nr. 60260 (01.18.30)
210267-3959 Ásdís Ingþórsdóttir
Bólstaðarhlíð 36 105 Reykjavík
35.
Lækjargata, Mæðragarður, salernisturn
Lögð fram ný tillaga Ásdísar Ingþórsdóttur, dags. 16.06.06, að staðsetningu WC í Mæðragarði.
Vísað til umsagnar umhverfisráðs.

Umsókn nr. 34268 (04.12.270.2)
36.
Maríubaugur 95-103,
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 16. júní 2006, ásamt bréfi Staðals ehf. dags. 31. maí 2006.
Tillaga byggingarfulltrúa samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 50005
37.
Skipulagsráð,
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 14. júní 2006, varðandi samþykkt borgarstjórnar frá 13. júní 2006, um kosningu fulltrúa í skipulagsráð til loka kjörtímabilsins.