Bankastræti 2, Frakkastígsreitur, Grjótagata 9, Laugavegur 4-6, Laugavegur 20-20A, Laugavegur 23, Hverfisgata 40., Mjóstræti 6, Vesturhöfnin, Njálsgötureitur, Árland 1, Ármúli 1, Ármúli 12, Fjölbrautarskólinn, Blesugróf, stgr. 1.885 og 1.889, Grensásvegur 48, Síðumúli, Sléttuvegur, Sléttuvegur 5, Elliðavað, Búðavað, Gvendargeisli 104, Stuðlasel 5, Skólavörðustígur 13 og 13a, Grjótháls / Hestháls atvinnulóðir, Krókháls, Fossaleynir 1, Egilshöll, Traðarland 1, Víkingur, Trúarsöfnuðir, Reitur 1.130.1, Héðinsreitur, Reitur 1.520, Lýsisreitur, Lokastígur 28, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Bergstaðastræti 83, Grensásvegur 1, Laufásvegur 66, Laugarásvegur 29, Laugavegur 74, Malarhöfði 10, Móar 125724, Nesvegur 52, Safamýri 30, Þingvað 29, Breiðagerði 4, Brunnstígur 5, Flugvallarvegur, Bílaleiga Flugleiða, Jafnasel 8-10, Stekkjarbakki 4-6, Þingholtsstræti 2-4, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Svæðisskipulag, Sorpa, Byggingarlistastefna, Eddufell 8, Eddufell 8, Fálkagata 4, Garðastræti 33, Gullteigur 4, Hagamelur 52, Hlemmur plús, Hlemmur plús, Lögreglustöðvarreitur, Hlemmur plús, Bankareitur, Hlemmur plús, Hampiðjureitur, Hlemmur plús, Skúlagarður, Hlemmur plús, Tryggingastofnunarreitur, Jöklasel 21-23, Langagerði 122, Laugarás, Hrafnista, Lóðaumsókn ÞG verktaka ehf., Reitur 1.116, Slippareitur, Safamýri 28, Sundahöfn, Skarfabakki, Tónlistarhús/Ráðstefnumiðstöð/Hótel, Vesturbrún 20,

Skipulagsráð

55. fundur 2006

Ár 2006, miðvikudaginn 7. júní kl. 09:03, var haldinn 55. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir, Stefán Benediktsson, Þorleifur Gunnlaugsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kristján Guðmundsson, Kjartan Magnússon og Benedikt Geirsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Jón Árni Halldórsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Jóhannes Kjarval, Bergljót S. Einarsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Björn Axelsson. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 60319 (01.17.01)
500591-2189 Argos ehf
Eyjarslóð 9 101 Reykjavík
1.
Bankastræti 2, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Argos, dags. 24. maí 2006, að breytingu á deiliskipulagi reits 1.170.1 vegna lóðar nr. 2 við Bankastræti skv. uppdrætti, dags. 18. apríl 2006. Einnig lagðar fram umsagnir Húsafriðunarnefndar, dags. 5. apríl 2006 og Minjasafns Reykjavíkur, dags. 27. apríl 2006.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 50212 (01.17.21)
580105-1140 Atelier arkitektar ehf
Suðurlandsbraut 6 108 Reykjavík
2.
Frakkastígsreitur, Reitur 1.172.1, Laugavegur, Vatnsstígur, Hverfisgata og Frakkastígur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram að nýju bréf Atelier arkitekta ehf., dags. 15. apríl 2005 ásamt uppdráttum og líkani, dags. janúar 2006 breytt í febrúar 2006. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars 2006 og fundargerð rýnihóps um útlit bygginga í miðborg Reykjavíkur dags. 7. apríl 2006. Jafnframt er lagt fram hefti Atelier arkitekta ehf., dags apríl 2006, mótt. 27. apríl 2006.

Ólafur F. Magnússon tók sæti á fundinum kl. 9:06

Frestað.

Umsókn nr. 60238 (01.13.6)
480798-2289 Baugur Group hf
Túngötu 6 101 Reykjavík
500591-2189 Argos ehf
Eyjarslóð 9 101 Reykjavík
3.
Grjótagata 9, sameining lóða, stækkun húss o.fl.
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Argos ehf., dags. 22. mars 2006, að breytingu á deiliskipulagi, vegna sameiningu lóða nr. 7 og 9 við Grjótagötu, tengingu og stækkun húsa. Einnig lagt fram bréf Helga Ingvarssonar f.h. Baugs Group, dags. 5. apríl 2006 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur, dags. 27. apríl 2006. Málið var í kynningu frá 5. maí til og með 2. júní 2006. Athugasemdarbréf barst frá Ástu Kristjánsdóttur, dags. 5. júní 2006.
Frestað. Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Stefán Benediktsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 60077 (01.17.13)
541201-4590 Tangram arkitektar ehf
Skólavörðustíg 1A 101 Reykjavík
4.
Laugavegur 4-6, Reitur 1.171.3, breyting á deiliskipulagi.
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Tangram arkitekta f.h. Festa ehf., dags. 1. febrúar 2006, um breytingar á deiliskipulagi reits 1.171.3 vegna lóða nr. 2 og 4 við Laugaveg skv. uppdrætti, mótt. 31. janúar 2006. Auglýsing stóð yfir frá 8. mars til og með 19. apríl 2006. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Óskar Jónasson, Axel H. Jóhannesson og Lovísa Sigurðardóttir, dags. 18. apríl 2006, María Reyndal og Harpa Guðmundsdóttir, dags. 18. apríl 2006, íbúar að Lokastíg 22 og Kárastíg 5, dags. 19. apríl 2006, Margrét K. Sverrisdóttir, dags. 19. apríl 2006, Stígur Steinþórsson, mótt. 19. apríl 2006, Snorri Freyr Hilmarsson, mótt. 19. apríl 2006, Anna Sigríður Ólagsdóttir, dags. 19. apríl 2006, Þórður Magnússon, mótt. 19. apríl 2006, Halla Bergþóra Pálmadóttir, dags. 19. apríl 2006 og Ásdís Sif Gunnarsdóttir og Ragnar Kjartansson, dags. 19. apríl 2006. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 12. maí 2006 bréf Húsafriðunarnefndar, dags. 18. maí 2006. Lagðar fram nýjar teikningar, dags. 6. júní 2006 ásamt bréfi Tangram, s.d..

Dagur B: Eggertsson tók sæti á fundinum kl.9:26


Frestað.

Umsókn nr. 60390 (01.17.15)
260355-4069 Ragnhildur Ingólfsdóttir
Tjarnarstígur 20 170 Seltjarnarnes
5.
Laugavegur 20-20A, breyting á deiliskipulagi reits 1.171.5
Lögð fram tillaga Ragnhildar Ingólfsdóttur ark., dags. 19. maí 2006, að breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.5 vegna lóðar nr. 20 við Laugaveg. Einnig lögð fram yfirlýsing Serina ehf, dags. 31. maí 2006.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð. Ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa og Reykjavíkurborgar.

Umsókn nr. 40426 (01.17.20)
530302-3420 Leiguíbúðir ehf
Pósthólf 8814 128 Reykjavík
6.
Laugavegur 23, Hverfisgata 40., Reitur 1.172.0, breyting á deiliskipulagi.
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju umsókn Leiguíbúða ehf., dags. 12. ágúst 2004, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.0 Einnig lögð fram tillaga Plús arkitekta, dags. 30. október 2002, breytt 2. nóvember 2005 að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 23 við Laugaveg og nr. 40 við Hverfisgötu ásamt skuggavarpi dags. 16. nóvember 2005. Einnig lagðar fram skýringarmyndir mótt. 19. desember 2005 og líkan mótt. 11. janúar 2006. Ennfremur lögð fram að nýju umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. nóvember 2005 og fundargerð rýnihóps um útlit bygginga í miðborg Reykjavíkur dags. 30. janúar 2006. Málið var í kynningu frá 23. febrúar til og með 22. mars 2006. Athugasemdabréf barst frá Heiðu Jóhannsdóttur, Hönnu Gunnarsdóttur, Birni Þór Vilhjálmssyni og Birnu Gunnarsdóttur, dags. 22. mars 2006. Einnig lögð fram umsögn rýnihóps um útlit bygginga í miðborginni dags. 7. apríl 2006 og skýringarmynd 10. apríl 2006.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Ráðið vill jafnframt taka undir og ítreka þær ábendingar sem fram koma í umsögnum rýnihóps um útlit bygginga í miðborginni.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.

Salvör Jónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.



Umsókn nr. 40417 (01.13.65)
500568-6669 Tómas A.Tómasson ofl
220 Hafnarfjörður
7.
Mjóstræti 6, Garðastræti 17A, sameining lóða
Lagt fram bréf húseigenda í Mjóstræti 6 og Garðastrætis 17A, dags. 7. febrúar 2006, varðandi sameiningu lóða Mjóstrætis 6 og Garðastrætis 17.
Sameining lóða samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.

Umsókn nr. 60345 (01.0)
530269-7529 Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
8.
Vesturhöfnin, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Á stofunni arkitekta og Faxaflóahafna, dags. 6. apríl 2006, ásamt bréfi, dags. 15. maí 2006, að deiliskipulagsgerð við Fiskislóð í Vesturhöfn.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 40486 (01.19.0)
9.
Njálsgötureitur, reitur 1.190.3
Lögð fram tillaga teiknistofunnar Tröð, dags. 30. júní 2005, breytt 26. maí 2006, að deiliskipulagi Njálsgötureits 1.190.3, sem markast af Barónsstíg, Bergþórugötu, Vitastíg og Njálsgötu.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum innan reitsins.

Umsókn nr. 60008 (01.85.43)
430289-1529 Úti og inni sf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
10.
Árland 1, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Jón Þórs Þorvaldssonar arkitekts um breytingu á deiliskipulagi vegna Árlands 1 samkvæmt tillögu frá Úti - inni arkitektum, dags. 4. janúar 2006, lagf. 5. júní 2006. Einnig lögð fram tölvubréf Jóns Þórs Þorvaldssonar dags. 13. janúar 2006, ásamt ódags. bréfi Úti og inni sf. til skipulagsráðs auk teikninga undirritaða af nágrönnum, mótt. 24. janúar 2006. Einnig lagt fram tölvubréf Jóns Þórs Þorvaldssonar, dags. 26. janúar 2006, ásamt uppdr. Andrúms arkitekta, mótt. 26. janúar 2006, og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. janúar 2006. Málið var í kynningu frá 3. apríl til og með 2. maí 2006. Lögð fram athugasemdarbréf Hjartar Björnssonar og Þórunnar Halldórsdóttur, dags. 1. maí 2006 og Ólafs Gíslasonar, dags. 27. apríl 2006. Jafnframt eru lögð fram bréf Hjartar Björnssonar og Þórunnar Halldórsdóttur, dags. 15. maí 2006 og Ólafs Gíslasonar, dags. 17. maí 2006, þar sem athugasemdirnar eru afturkallaðar.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.

Umsókn nr. 60368 (01.26.14)
420605-0480 Immobilia ehf
Ármúla 1 108 Reykjavík
430289-1529 Úti og inni sf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
11.
Ármúli 1, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Úti og inni, dags. 2. júní 2006, ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 1 við Ármúla, dags. 6. júní 2006.

Hanna Birna Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 9:55

Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á aðlægum lóðum.


Umsókn nr. 50755 (01.29.02)
660589-1399 Á stofunni arkitektar ehf
Bergstaðastræti 10 101 Reykjavík
12.
Ármúli 12, Fjölbrautarskólinn, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Á Stofunni arkitektar og Skapa og Skerpa, dags. 1. júní 2006, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 12 við Ármúla. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. í maí 2006 og umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 22. maí 2006.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 60281 (01.88.5)
13.
Blesugróf, stgr. 1.885 og 1.889, breyting á skipulagsskilmálum
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa, dags. 7. apríl 2006, að breytingu á skipulagsskilmálum Blesugrófar. Kynningin stóð yfir frá 21. apríl til 19. maí 2006. Athugasemdabréf barst frá Guðrúnu S. Jakobsdóttur f.h. íbúasamtaka í Blesugróf, dags. 24. apríl 2006 og Guðbergi Sigurpálssyni Blesugróf 38, dags. 18. maí 2006. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. maí 2006.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.

Umsókn nr. 60224 (01.80.25)
541201-4590 Tangram arkitektar ehf
Skólavörðustíg 1A 101 Reykjavík
14.
Grensásvegur 48, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga Guðrúnar F. Sigurðardóttur, mótt. 22. mars 2006, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 48 við Grensásveg. Einnig lagt fram samþykki meðeigenda. Grenndarkynning stóð yfir frá 3. apríl til 2. maí 2006. Athugasemd barst frá Skúla Magnússyni, dags. 25. apríl 2006 og íbúum að Skálagerði 4-6, dags. 27. apríl 2006. Lagt fram bréf Elínar Sigurgeirsdóttur, dags. 1. júní 2006. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. maí 2006.
Frestað. Byggingarfulltrúa falið að rýna tillöguna vegna aðgengis fyrir fatlaða í samráði við skipulagsfulltrúa.

Umsókn nr. 40627 (01.29)
15.
Síðumúli, deiliskipulag
Lögð fram að nýju forsögn skipulagsfulltrúa að deiliskipulagi Síðumúla. Einnig lagðir fram vinnuuppdrættir VA arkitekta dags. 21. mars 2006.
Frestað.

Umsókn nr. 40539 (01.79)
16.
Sléttuvegur, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa, dags. 26. apríl 2006, að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna svæðis Landspítalans í Fossvogi við Sléttuveg.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 60292 (01.79)
521291-1259 Batteríið ehf
Trönuhrauni 1 220 Hafnarfjörður
520279-0169 M.S.-félag Íslands
Sléttuvegi 5 103 Reykjavík
17.
Sléttuvegur 5, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Batterísins, dags. 13. apríl 2006, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 5 við Sléttuveg. Málið var í kynningu frá 28. apríl til og með 26. maí 2006. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.

Umsókn nr. 50523
581298-3589 Kristinn Ragnarsson,arkit ehf
Suðurlandsbraut 4A 108 Reykjavík
18.
Elliðavað, Búðavað, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Kristins Ragnarssonar arkitekts, dags. 1. desember 2005 síðast breytt 10. mars 2006, að breytingu á deiliskipulagi við Elliðavað - Búðavað. Auglýsing stóð yfir frá 12. apríl til og með 26. maí 2006. Athugasemd barst frá Ólöfu Þorvarðsdóttur, dags. 25. apríl 2006. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. júní 2006
Auglýst tillaga samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 60217 (05.13.59)
060364-5089 Þórhallur Kristjánsson
Gvendargeisli 104 113 Reykjavík
19.
Gvendargeisli 104, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Þórhalls Kristjánssonar, dags. 20. mars 2006, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 104 við Gvendargeisla.
Synjað með vísan til raka í eldri umsögn skipulagsfulltrúa með vísan til fyrri málsmeðferðar.

Umsókn nr. 60278 (04.92.32)
590704-2020 Sólark-Arkitekt-Hugverkshús ehf
Bæjarhrauni 2 220 Hafnarfjörður
20.
Stuðlasel 5, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Sólark-Arkitekta, dags. 5. apríl 2006, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 5 við Stuðlasel. Málið var í kynningu frá 27. apríl 2006 til 25. maí 2006. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.

Kjartan Magnússon tók sæti á fundinum kl. 10:16


Umsókn nr. 50787 (01.18.20)
500591-2189 Argos ehf
Eyjarslóð 9 101 Reykjavík
21.
Skólavörðustígur 13 og 13a, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Argos ehf, ódags., varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóðunum nr. 13 og 13a við Skólavörðustíg. Einnig lögð fram umsögn Húsafriðunarnefndar ríkisins, dags. 3. janúar 2006 og tölvupóstur, dags. 5. janúar 2006. Málið var í kynningu frá 12. janúar til 9. febrúar. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Elín Þórðardóttir og Reinhold Kristjánsson, dags. 25. janúar 2006, Benedikt Einarsson, dags. 30. janúar 2006, Elísabet Halldórsdóttir, dags. 6. febrúar 2006, Grétar Már Óðinsson og Kristín Sigurgeirsdóttir, dags. 9. febrúar 2006, Jóhannes Ágústsson og Lárus Jóhannesson, dags. 8. febrúar 2006 og Ívar Eysteinsson f.h. Fasteignafélagsins Stoða hf., dags. 9. febrúar 2006. Jafnframt er lagt fram bréf eigenda að Skólavörðustíg 11, 13 og 13a, dags. 16. maí 2006. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2006.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Umsókn nr. 60257 (04.30)
590269-6709 Skjólgarður ehf
Síðumúla 27 108 Reykjavík
22.
Grjótháls / Hestháls atvinnulóðir, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Arkís að breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis mótt. 5. maí 2006. Lögð fram tillaga Arkís, dags. 4. maí 2006, að breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis,
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Jafnframt samþykkt að kynna hagsmunaaðilum aðlægra lóða tillöguna.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 60360
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
23.
Krókháls, lóð fyrir dreifistöð O.R.
Lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 18. maí 2006, um lóð fyrir smádreifistöð við Krókháls.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.

Umsókn nr. 60389 (02.46)
501193-2409 ALARK arkitektar ehf
Dalvegi 18 201 Kópavogur
24.
Fossaleynir 1, Egilshöll, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Alark, dags. 2. júní 2006, að breytingu á deiliskipulagi íþróttamiðstöðvarinnar að Fossaleyni 1 skv. uppdr., dags. 30. maí 2006. Einnig lagt fram minnisblað Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 30. maí 2006.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 50440 (01.87.59)
440703-2590 Teiknistofa Halldórs Guðm ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
25.
Traðarland 1, Víkingur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar arkitekts, dags. 16. desember 2005, að breytingu á deiliskipulagi á íþróttasvæði Víkings að Traðarlandi 1 skv. uppdr., dags. 15. desember 2005. Einnig lögð fram bókun íþrótta- og tómstundaráðs frá 12. janúar 2006. Málið var í auglýsingu frá 15. febrúar til og með 29. mars 2006. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: 41 íbúar í næsta nágrenni, dags. 22. mars 2006, Einar Ásgeirsson, mótt. 27. mars 2006, Guðrún Sverrisdóttir og Guðlaugur Hermannsson, dags. 28. mars 2006, Tatjana Latinovic f.h. íbúa í næsta nágrenni, dags. 28. mars 2006, Ása Ársælsdóttir og Edda Hauksdóttir, dags. 28. mars 2006, Konráð Þórisson og Margrét Auðunsdóttir, dags. 29. mars 2006, Dröfn Gunnarsdóttir og Magnús Þráinsson, dags. 28. mars 2006, Dagbjartur Helgi Guðmundsson, dags. 29. mars 2006, Jón Sverrir Wendel og Jóhanna Eiríksdóttir, dags 27. mars 2006 og Ragnar Aðalsteinsson f.h. Þórir Jensen og Helgu Valsdóttur, dags. 28. mars 2006. Einnig lögð fram hugmynd að tilllögu móttekin 1. júní 2006.
Samþykkt að kynna framlagða hugmynd að tillögu, fyrir íþróttafélaginu Víkingi og fyrir þeim aðilum sem gerðu athugasemd við áður kynnta tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Umsókn nr. 40491
26.
Trúarsöfnuðir, staðsetning
Lögð fram á ný greinargerð skipulagsfulltrúa um mögulegt staðarval þriggja lóða fyrir trúarsöfnuði í Reykjavík dags. í janúar 2006. Einnig lögð fram umsögn Umhverfissviðs, dags. 16. mars 2006 og bréf Rétttrúnaðarsafnaðarins, dags. 18. apríl 2006. Jafnframt er lögð fram umsögn Velferðarsviðs, dags. 22. maí 2006.
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að vinna forsögn að deiliskipulagi vegna mögulegrar uppbyggingar við Stekkjarbakka.

Umsókn nr. 40433 (01.13.01)
450400-3510 VA arkitektar ehf
Skólavörðustíg 12 101 Reykjavík
27.
Reitur 1.130.1, Héðinsreitur, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga V.A. arkitekta, dags. 20. júlí 2005, að deiliskipulagi reitsins. Málið var í auglýsingu frá 27. júlí til 7. september 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: Roy Guest og Ólafur Axelsson, Vesturgötu 61, dags. 17. ágúst 2005, íbúar að Vesturgötu 65 og 65a, dags. 6. september 2005, Lex - Nestor ehf. dags. 6. september 2005. Einnig lagt fram bréf GP arkitekta, dags. 4. október 2005 og umsögn skipulagsfulltrúa og lögfræði og stjórnsýslu dags. 6. júní 2006.
Auglýst tillaga að deiliskipulag samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa og lögfræði og stjórnsýslu dags. 6. júní 2006.
Vísað til borgarráðs.

Kjartan Magnússon vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 40452 (01.52.0)
670885-0549 Gláma,vinnustofa sf
Laugavegi 164 105 Reykjavík
28.
>Reitur 1.520, Lýsisreitur, deiliskipulag
Lögð fram að nýju forsögn skipulagsfulltrúa dags. í apríl 2004 og tillaga að deiliskipulagi dags. í sept. 2005. Einnig lagt fram bréf Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytisins, dags. 23. ágúst 2005.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu að deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.

Umsókn nr. 33320 (01.18.130.9 01)
511105-0800 Loki 28 ehf
Lokastíg 28 101 Reykjavík
29.
Lokastígur 28, br. í verslun /kaffihús
Sótt er um leyfi til þess að innrétta verslun á 1. hæð ásamt kaffihúsi á 1. -3. hæð hússins á lóð nr. 28 við Lokastíg, skv. uppdr. Ragnhildar Ingólfsdóttur ark., dags. 27. janúar 2006. Málið var í kynningu frá 22. febrúar til 22. mars 2006. Eftirtaldir aðilar gerðu athugasemdir: Sigríður D. Sigtryggsdóttir, dags. 16. mars 2006 og 23. febrúar 2006, Björn Óttar Jónsson og Þyri Ásta Hafsteinsdóttir, dags. 15. mars 2006, Sigríður Dóra Sigtryggsdóttir og Birgir Björnsson, dags. 16. mars 2006, undirskriftalisti með 32 aðilum, dags. 3. mars 2006 og undirskriftalisti með þremur aðilum, dags. 3. mars 2006. Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 8. maí 2006. Jafnframt er lagt fram bréf Bylgju Stefánsdóttur f.h. 32 aðila í nágrenni við Lokastíg 28, dags. 15. maí 2006 og tölvupóstur íbúa og eigenda að Þórsgötu 27, dags. 29. maí 2006.
Einnig lagður fram tölvupóstur Þórólfs Antonssonar, dags. 13. mars 2006 og bréf Þórólfs Antonssonar og Hrannar Vilhelmsdóttur, dags. 21. mars 2006 og 3. maí 2006. Einnig lögð fram drög að samantekt frá fundi skipulagsfulltrúa og íbúa.
Gjald kr. 6.100
Frestað.

Anna Kristinsdóttir vék af fundi kl. 10:50


Umsókn nr. 34130
30.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 398 frá 6. júní 2006.


Umsókn nr. 33647 (01.19.640.6)
451089-1029 Ísgraf ehf
Laugavegi 13 101 Reykjavík
240463-7419 Rakel Edda Ólafsdóttir
Bergstaðastræti 83 101 Reykjavík
041163-5699 Karl Arnar Arnarson
Bergstaðastræti 83 101 Reykjavík
31.
Bergstaðastræti 83, viðbygging, breytingar
Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr, og fyrir áður gerðum breytingum í kjallara í og við einbýlishúsið á lóðinni nr. 83 við Bergstaðastræti, skv. uppdr. arkitektur.is, dags. 7. mars 2006. Málið var í kynningu frá 12. apríl til og með 10. maí 2006. Bréf barst frá Guðrúnu Jónsdóttur og Páli J. Líndal, dags. 8. maí 2006.
Stærð: Bílskúr 55,3 ferm., 144 rúmm., áður gerð stækkun kjallara 56,7 ferm., 225,7 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 22.552
Frestað.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Lagfæra skráningartöflu.


Umsókn nr. 33382 (01.46.000.1)
590602-3610 Atlantsolía ehf
Vesturvör 29 200 Kópavogur
33.
Grensásvegur 1, skilti
Sótt er um leyfi til þess að setja upp bráðabirgðaskilti við bílastæðakant á lóðinni nr. 1 við Grensásveg, samkvæmt meðfylgjandi bréfi Atlantsolíu dags. 17. janúar 2006 og 3. maí 2006.
Erindinu fylgir tölvuteikuð mynd (A-4) af fyrirhuguð skilti og staðsetningu ásamt samþykki Hönnunar hf. dags. 17. janúar 2006 og 5. maí 2006.
Gjald kr. 6.100
Synjað.
Almennt gildir að skilti séu staðsett á lóð umsækjanda.
Hér er sótt um leyfi fyrir skilti á nágrannalóð. Skipulagsráð getur ekki af fordæmisástæðum samþykkt umsóknina.


Umsókn nr. 33664 (01.19.720.6)
180963-3169 Agnes Geirdal
Laufásvegur 66 101 Reykjavík
34.
Laufásvegur 66, garðskáli
Sótt er um leyfi til að byggja garðskála ofan á svalir sem fyrir eru á suðurhlið hússins nr. 66 við Laufásveg, skv. uppdr. Ellerts Más Jónssonar, dags. 21. mars 2006. Grenndarkynning stóð yfir frá 5. apríl til 3. maí 2006. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun: 25,6 ferm. og 67,2 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 4.099
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 33588 (01.38.211.0)
010343-4029 Jón Ögmundur Þormóðsson
Laugarásvegur 29 104 Reykjavík
130648-4959 Lilja Júlía Guðmundsdóttir
Laugarásvegur 29 104 Reykjavík
130758-6739 Ólafur Ólafsson
Laugarásvegur 29a 104 Reykjavík
35.
Laugarásvegur 29, sólskálar, klæðning ofl.
Sótt er um leyfi til að byggja sólstofur á tvennar svalir og endurnýja eldri klæðningu, klæða húsið með 2 mm skuggalausri hvítri innbrenndri álklæðningu á Laugarásvegi 29, skv. uppdr. VH, dags. 10. mars 2006. Kynning stóð yfir frá 12. apríl til og með 10. maí 2006. Athugasemd barst frá Aðalbirni Jóakimssyni dags. 28. apríl 2006. Bréf frá Verkfræðistofunni Hamraborg dags. 14. mars 2006 fylgir erindinu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. maí 2006.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 33408 (01.17.420.7)
560905-0840 Laugavegur 74 ehf
Skógarhlíð 12 105 Reykjavík
070259-3709 Emil Emilsson
Brúnás 20 210 Garðabær
36.
Laugavegur 74, endurbygging/nýbygging
Sótt er um á lóðinni Laugavegur 74 að flytja núverandi hús af lóðinni (matshl.01) og byggja nýtt og stærra hús í staðinn. Nýja húsið verður steinsteypt, klætt loftræstum klæðningum. Enfremur að rífa geymslu og vinnuskúr (matshl 02 . 77 ferm og matshl 03. 35 ferm). Verslun verður á 1. hæð en íbúðir á 2. og 3. hæð. Kjallari er undir hluta hússins. Einnig lagt fram bréf Zeppelin arkitekta, mótt. 8. mars 2006 og bréf frá sömu aðilum dags. 3. apríl 2006 og 5. maí, ásamt bréfi Húsafriðunarnefndar ríkisins, dags. 7. mars 2006.
Stærðir: kjallari 176,9 ferm., 427,4 rúmm., 1. hæð 418,0 ferm., 1403,1 rúmm.
2. hæð 298,0 ferm., 857,3 rúmm., 3. hæð 250,6 ferm., 866,5 rúmm.
Samtals 1144,1 ferm., 3.706,8 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 226.114
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 33402 (04.05.540.1)
620269-7439 Mest ehf
Malarhöfða 10 110 Reykjavík
37.
Malarhöfði 10, niðurrif og byggja nýtt stálg.hús á 2.h
Sótt er um leyfi til þess að rífa bárujárnsklæddan stálgrindarbragga og byggja tveggja hæða stálgrindarhús fyrir verslun og lager á lóð nr. 10 við Malarhöfða skv. uppdr. PK arkitekta, dags. 14. febrúar 2006. Málið var í kynningu frá 5. maí til og með 2. júní 2006. Engar athugasemdir bárust.
Brunahönnun Línuhönnunar dags. 14. febrúar 2006 og bréf hönnuðar dags. 1. janúar 2006 fylgja erindinu.
Stærð: Niðurrif fastanúmer 204-2929 (matshluti 01) 305 ferm.
Verslunar og lagerhús 1. hæð 2493,7 ferm., 2. hæð 896,9 ferm., samtals 3390,6 ferm., 23334,3 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 1.423.392
Frestað.
Óskað er eftir umsögn skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs vegna skilyrða skipulagsráðs um bráðabirgðastaðsetningu hússins og um útgáfu lóðarleigusamnings.


Umsókn nr. 33365 (00.05.200.0)
591103-2610 Brimgarðar ehf
Sundagörðum 10 104 Reykjavík
38.
Móar 125724, atvinnuhúsnæði
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28.02.06. Sótt er um að byggja á Móum Kjalarnesi þrjú kjúklingaeldishús, hvert er 879 m2 og rúmar 14000 fugla.
Húsin eru stálgrindarhús á steyptum sökkli, klædd hvítri málmklæðningu, skv. uppdr. Arkþing, dags. 2. janúar 2006. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. mars 2006 og umsögn Umhverfissviðs, dags. 15. maí 2006. Kynning stóð yfir frá 16. mars til og með 13. apríl 2006. Athugasemdabréf barst frá Andrési Svavarssyni og Þóru Stephensen, mótt. 4. apríl 2006. Einnig lögð fram greinargerð Matfugls ehf, dags. 24. maí 2006.
Stærðir: 3 x 879 ferm, samtals 2.637 ferm. 3 x 3.246 rúmm. samtals 9.738 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + xx
Frestað.
Málinu er vísað til umsagnar Umhverfissviðs.


Umsókn nr. 32136 (01.51.701.0)
190354-4829 Sveinn Tómasson
Nesvegur 52 107 Reykjavík
021254-3639 Guðlaug Pálsdóttir
Nesvegur 52 107 Reykjavík
39.
Nesvegur 52, skrá hús sem eina íb. o.fl.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. apríl 2006. Sótt er um leyfi til þess að sameina tvær íbúðir í eina, breyta skipulagi beggja hæða, koma fyrir nýjum stiga þar á milli, endurbyggja veggi við inngang og þak þar yfir sem framlengt verður yfir breyttar úttröppur við íbúðarhúsið á lóð nr. 52 við Nesveg, skv. uppdr. Ónyx ehf., dags. maí 2005, síðast breytt 25. mars 2006. Málið var í kynningu frá 27. apríl til og með 25. maí 2006. Engar athugasemdir bárust.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 16. febrúar 2006 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 33967 (01.28.380.1)
570480-0149 Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
40.
Safamýri 30, niðurrif - nýr leikskóli
Sótt er um leyfi til þess að rífa núverandi leikskóla (Safamýri 32) og gæsluvallarbyggingu (Safamýri 30) og byggja nýjan fjögurra deilda leikskóla úr steinsteypu einangraðan að utan og klæddan með bárujárni ásamt geymsluskúr á stækkaðri lóði nr. 30 við Safamýri.
Stærð: Niðurrif Dagheimili fastanúmer 201-4413 samtals 226 ferm. og gæsluvallahús fastanúmer 201-4412 samtals 57,7 ferm. samkvæmt FMR.
Leikskóli 659,5 ferm., 2862,8 rúmm., leikfangageymsla 14,4 ferm., 40,4 rúmm., samtals 673,9 ferm., 2903,2 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 170.095
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.,
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.


Umsókn nr. 34102 (04.79.130.4)
660504-3030 Fasteignafélagið Hlíð ehf
Ármúla 13a 108 Reykjavík
41.
Þingvað 29, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt einbýlishús að hluta á tveimur hæðum og með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 29 við Þingvað.
Stærð: Íbúð 1. hæð 192,6 ferm., 2. hæð 49 ferm., bílgeymsla 39,8 ferm., samtals 281,4 ferm., 920,7 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 56.163
Synjað.
Stærð húss samræmist ekki ákvæðum deiliskipulags.


Umsókn nr. 33666 (01.81.600.2)
160557-4869 Stefán Auðunn Stefánsson
Breiðagerði 4 108 Reykjavík
250459-3359 Hugrún Stefánsdóttir
Breiðagerði 4 108 Reykjavík
42.
Breiðagerði 4, (fsp) endurnýjun þaks, hækkun
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. mars 2006. Spurt er hvort leyft yrði að hækka þak og setja kvisti á einbýlishúsið á lóðinni nr. 4 við Breiðagerði, skv. uppdr. T.ark, dags. 21. mars 2006. Einnig lagt fram bréf lóðarhafa, dags. 31. mars 2006.
Málinu fylgir bréf hönnuðar dags. 21. mars 2006
Ráðið gerir ekki athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem heimilar hækkun á nýtingarhlutfalli í samræmi við fyrirspurn.

Umsókn nr. 60393 (01.13.10)
050934-4629 Jes Einar Þorsteinsson
Grjótasel 19 109 Reykjavík
43.
Brunnstígur 5, breyting á lóð
Lögð fram fyrirspurn Jes Einars Þorsteinssonar arkitekts, dags. 7. september 2004, varðandi breytingu á lóðinni nr. 5 við Brunnstíg, samkv. uppdr. dags. 3. september 2004. Einnig lagt fram bréf Tryggva Agnarssonar hdl. dags. 10. desember 2004 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 17. maí 2006. Einnig lögð fram drög að mæliblaði frá framkvæmdasviði, dags. 6. júní 2006.
Frestað. Vísað til frekari vinnslu skipulagsfulltrúa og Framkvæmdasviðs.

Umsókn nr. 60301 (01.61.96)
471299-2439 Bílaleiga Flugleiða ehf
Reykjavíkurflugvelli 101 Reykjavík
44.
Flugvallarvegur, Bílaleiga Flugleiða, (fsp) varanleg uppbygging
Lagt fram bréf Bílaleigu Flugleiða ehf. Hertz, dags. 25. apríl 2006, varðandi varanlega uppbyggingu á lóð á núverandi stað bílaleigu Flugleiða við Flugvallarveg. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. júní 2006.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Umsókn nr. 60300 (04.99.3)
510588-1189 SORPA bs
Pósthólf 12100 132 Reykjavík
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
45.
Jafnasel 8-10, (fsp) breyting á akstursleið
Lögð fram fyrirspurn Arkþing f.h. Sorpu bs, dags. 25. apríl 2006, ásamt uppdr., dags. 14. júlí 2005, varðandi breytingu á inn- og útkeyrslu af lóðinni nr. 8-10 við Jafnasel og að færa gangstíg fjær lóðinni þar sem útkeyrsla verður. Einnig lögð fram umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 19. maí 2006.
Ráðið gerir ekki athugasemd við að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn, sem síðan verður grenndarkynnt.

Umsókn nr. 60013 (04.60.22)
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
46.
Stekkjarbakki 4-6, (fsp.) breyting á skilmálum o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Arkþing ehf., f.h. Dalsnes ehf., dags. 5. janúar 2005, varðandi breytingu á skilmálum og innkeyrslu inn á lóðina nr. 4-6 við Stekkjarbakka. Einnig lögð fram umsögn hverfisráðs Breiðholts frá 3. maí 2006.
Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi.

Umsókn nr. 60108 (01.11.702.05)
081241-4499 Gestur Ólafsson
Garðastræti 15 101 Reykjavík
48.
Þingholtsstræti 2-4, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Gest Ólafssonar, dags. 14. febrúar 2006, ásamt uppdr. ódags, um breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 2-4 við Þingholtsstræti. Einnig lögð fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur, dags. 27. apríl 2006 og Húsafriðunarnefndar dags. 3. apríl 2006. Jafnframt er lagt fram skuggavarp, dags. 9. maí 2006.Lögð fram fyrirspurn Gest Ólafssonar, dags. 14. febrúar 2006, ásamt uppdr. ódags, um breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 2-4 við Þingholtsstræti. Einnig lögð fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur, dags. 27. apríl 2006 og Húsafriðunarnefndar dags. 3. apríl 2006. Jafnframt er lagt fram skuggavarp, dags. 9. maí 2006.
Ráðið gerir ekki athugasemd við að fyrirspyrjarndi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað í samræmi við fyrirspurn.

Umsókn nr. 10070
49.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 19. maí, 26. maí og 2. júní 2006.


Umsókn nr. 60296
510588-1189 SORPA bs
Pósthólf 12100 132 Reykjavík
50.
96">Svæðisskipulag, Sorpa, um meðhöndlun úrgangs á Suðvesturlandi
Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sorpu, dags. 19. apríl 2006, varðandi svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Suðvesturlandi.
Samþykkt að vísa erindinu til frekari meðferðar í stýrihóp um rammaskipulag Elliðaárvogs.

Umsókn nr. 50176
51.
Byggingarlistastefna, drög
Lögð fram drög að byggingarlistastefnu.
Staða málsins kynnt.

Umsókn nr. 28184 (04.68.300.9 01)
52.
Eddufell 8, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 23. maí 2006, vegna kæru til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, þar sem kærð er ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar um að fresta umsókn um leyfi fyrir veitingastað með ballskákborðum á efri hæð hússins nr. 8 við Eddufell.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 28184 (04.68.300.9 01)
53.
Eddufell 8, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 24. maí 2006 vegna kæru á ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 30. júlí 2003 um að fresta afgreiðslu umsóknar um leyfi fyrir veitingastað með ballskákborðum á efri hæð hússins nr. 8 við Eddufell. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.


Umsókn nr. 33920 (01.55.311.9)
54.
Fálkagata 4, tillaga um aðgerðir
Lagt fram bréf lögfræði og stjórnsýslu dags. 4. maí s.l.
Jafnframt lögð fram tillaga byggingarfulltrúa til aðgerða vegna framkvæmda á lóðinni nr. 4 við Fálkagötu.
Bréf lóðarhafa Suðurgötu 100 dags. 17. maí 2006 fylgir erindinu.
Framlögð tillaga byggingarfulltrúa samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 50507 (01.16.11)
55.
Garðastræti 33, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 24. maí 2006 vegna kæru á ákvörðun skipulagsráðs Reykjavíkur frá 6. júlí 2005 um breytingu á deiliskipulagi vegna sendiráðslóðar að Garðastræti 33 í Reykjavík. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.


Umsókn nr. 50577 (01.36.02)
430986-1479 TGM ráðgjöf ehf
Sætúni 8 105 Reykjavík
640605-1700 Gullteigur ehf
Hörgshlíð 16 105 Reykjavík
56.
Gullteigur 4, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 18. maí 2006 á bókun skipulagsráðs frá 29. mars 2006, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar að Gullteigi 4.


Umsókn nr. 60276 (01.52.44)
57.
Hagamelur 52, kæra
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 1. júní 2006, vegna kæru, dags. 30. mars 2006, þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúa á úttekt á burðavirki að Hagamel 52.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 60143 (01.24.00)
711293-2139 Vinnustofan Þverá ehf
Laufásvegi 36 101 Reykjavík
58.
Hlemmur plús, umferðarskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 18. maí 2006 á bókun skipulagsráðs frá 10. maí 2006, varðandi auglýsingu á tillögu að umferðarskipulagi svæðisins Hlemmur plús.


Umsókn nr. 60138 (01.22.20)
711293-2139 Vinnustofan Þverá ehf
Laufásvegi 36 101 Reykjavík
59.
Hlemmur plús, Lögreglustöðvarreitur, Reitur 1.222.0 deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 18. maí 2006 á bókun skipulagsráðs frá 10. maí 2006, varðandi auglýsingu deiliskipulags reits 1.222.0, Lögreglustöðvarreits.


Umsókn nr. 60141 (01.24.02)
711293-2139 Vinnustofan Þverá ehf
Laufásvegi 36 101 Reykjavík
60.
Hlemmur plús, Bankareitur, Reitur 1.240.2 deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 18. maí 2006 á bókun skipulagsráðs frá 10. maí 2006, varðandi auglýsingu deiliskipulags reits 1.240.2, Bankareits.


Umsókn nr. 60142 (01.24.10)
711293-2139 Vinnustofan Þverá ehf
Laufásvegi 36 101 Reykjavík
61.
Hlemmur plús, Hampiðjureitur, Reitur 1.241.0 og 1.241.1 deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 18. maí 2006 á bókun skipulagsráðs frá 10. maí 2006, varðandi auglýsingu deiliskipulags reits 1.241.0 og 1.241.1, Hampiðjureits.


Umsókn nr. 60139 (01.22.21)
711293-2139 Vinnustofan Þverá ehf
Laufásvegi 36 101 Reykjavík
62.
Hlemmur plús, Skúlagarður, Reitur 1.222.1 og 1.222.2 deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 18. maí 2006 á bókun skipulagsráðs frá 10. maí 2006, varðandi auglýsingu deiliskipulags reits 1.222.1 og 1.222.2, Skúlagarðsreits.


Umsókn nr. 60140 (01.24.01)
711293-2139 Vinnustofan Þverá ehf
Laufásvegi 36 101 Reykjavík
63.
Hlemmur plús, Tryggingastofnunarreitur, Reitur 1.240.1 deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 18. maí 2006 á bókun skipulagsráðs frá 10. maí 2006, varðandi auglýsingu deiliskipulags reits 1.240.1, Tryggingastofnunarreits.


Umsókn nr. 60331 (04.97.53)
64.
Jöklasel 21-23, kæra, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 18.05.06 vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 11. apríl 2006 um að veita leyfi til að byggja steinsteypta bílskúra fyrir fjóra bíla norðaustanvert við lóð nr. 21-23 við Jöklasel í Reykjavík. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfum kærenda um að framkvæmdir við byggingu bílskúra samkvæmt hinu kærða byggingarleyfi verði stöðvaðar.


Umsókn nr. 60372 (01.83.31)
65.
Langagerði 122, kæra, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 23. maí 2006 ásamt kæru, dags. 21. apríl 2006, á samþykkt skipulagsráðs frá 15. mars 2006 og borgarráðs frá 16. mars 2006 vegna byggingarleyfis fyrir sambýli Styrktarfélags vangefinna á lóð nr. 122 við Langagerði.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 60235 (01.35.1)
640169-7539 Hrafnista,dvalarheim aldraðra
Laugarási 104 Reykjavík
440703-2590 Teiknistofa Halldórs Guðm ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
66.
>Laugarás, Hrafnista, breyting á deiliskipulagi, Laugarásbíó
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 18. maí 2006 á bókun skipulagsráðs frá 10. maí 2006, varðandi auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðar Hrafnistu við Brúnaveg.


Umsókn nr. 60273
540297-2239 Þorbergsson og Loftsdóttir sf
Pósthólf 168 121 Reykjavík
67.
Lóðaumsókn ÞG verktaka ehf., atvinnulóð
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 3. apríl 2006, ásamt bréfi Sigurbjarnar Þorbergssonar, dags. 24. mars 2006, varðandi umsókn ÞG verktaka ehf. um atvinnulóð.


Umsókn nr. 50593
68.
Reitur 1.116, Slippareitur, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 18. maí 2006 á bókun skipulagsráðs frá 10. maí 2006, varðandi frestun deiliskipulags á reit 1.116, Slippareit.


Umsókn nr. 40535 (01.28.31)
160146-4359 Þorsteinn H Gunnarsson
Safamýri 34 108 Reykjavík
69.
Safamýri 28, flóðlýsing, mótmæli íbúa
Lagt fram bréf og undirskriftarlisti eigenda að Safamýri 34, 36 og 38, mótt. 18. mars 2006, þar sem krafist er að Reykjavíkurborg hlutist til um að slökkt verði á flóðljósunum við gervigrasvöll Fram við Safamýri og möstur verði tekin niður. Einnig lagt fram bréf Þórólfs H. Þorsteinssonar, dags. 27. febrúar 2006.


Umsókn nr. 60289 (01.33.2)
420299-2069 ASK Arkitektar ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
530269-7529 Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
70.
Sundahöfn, Skarfabakki, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 18. maí 2006 á bókun skipulagsráðs frá 10. maí 2006, varðandi auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Skarfabakka í Sundahöfn.


Umsókn nr. 50747
71.
Tónlistarhús/Ráðstefnumiðstöð/Hótel, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 18. maí 2006 á bókun skipulagsráðs frá 17. maí 2006, varðandi deiliskipulag vegna tónlistarhúss, ráðstefnumiðstöðvar og hótels við Austurhöfnina.


Umsókn nr. 40126 (01.38.21)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
72.
Vesturbrún 20, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 18. maí 2006 vegna kæru á ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 4. febrúar 2004 um veitingu leyfis fyrir byggingu tveggja hæða steinsteyptrar viðbyggingar við suðurenda hússins nr. 20 við Vesturbrún í Reykjavík. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 4. febrúar 2004, sem staðfest var í borgarstjórn hinn 5. s.m., um að veita leyfi fyrir byggingu tveggja hæða steinsteyptrar viðbyggingar við suðurenda hússins að Vesturbrún 20 í Reykjavík