Skipholt 50, 50A, 50B, 50C, 50D, 50E, 50F,
Blesugróf, stgr. 1.885 og 1.889,
Borgartún 32,
Hábær 38,
Krosshamrar 9-9a,
Kjalarnes, Álfsnes,
Reitur 1.230, Bílanaustreitur,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Flugvallarv. Keiluh.,
Hestavað 5-9,
Lambasel 32,
Hólmvað 54-68,
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Fjölskyldu- og húsdýragarður,
Götuheiti,
Skipulags- og byggingarsvið,
Skipulagsráð
29. fundur 2005
Ár 2005, miðvikudaginn 28. september kl. 09:05, var haldinn 29. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Dagur B. Eggertsson, Anna Kristinsdóttir, Árni Þór Sigurðsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Halldór Guðmundsson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Helga Bragadóttir, Jóns Árni Halldórsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir.
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Nikulás Úlfar Másson, Margrét Þormar, Ólöf Örvarsdóttir, Ólafur Bjarnason og Ágúst Jónsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 50575 (01.25.41)
671197-2919
Arkís ehf
Aðalstræti 6 101 Reykjavík
1. Skipholt 50, 50A, 50B, 50C, 50D, 50E, 50F, breytt fyrirkomulag bílastæða, breyttar kvaðir
Lagt fram bréf Arkís f.h. húsfélaganna í Skipholti 50 c og d, dags. 23.09.05, ásamt uppdrætti, dags. 22.08.05, vegna breyttra kvaða og fyrirkomulags bílastæða á lóðunum.
Samþykkt.
Umsókn nr. 50366 (01.88.5)
540169-4119
Félagsmálaráðuneyti
Tryggvag Hafnarhúsi 150 Reykjavík
2. Blesugróf, stgr. 1.885 og 1.889, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Blesugrófar dags. 10. júlí 2005. Kynning stóð yfir frá 17. ágúst til 14. september 2005. Athugasemdabréf bárust frá 14 aðilum að Stjörnugróf og Bleikargróf, dags. ágúst 2005, stjórn íbúasamtaka Blesugrófar, dags. 10.09.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22.09.05.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Umsókn nr. 50559 (01.23.20)
3. Borgartún 32, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Teiknistofu Garðars Halldórssonar, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 32 við Borgartún, dags. sept 2005.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.
Umsókn nr. 50459 (04.35.30)
590704-2020
Sólark-Arkitekt-Hugverkshús ehf
Reykjavíkurvegi 66 220 Hafnarfjörður
4. Hábær 38, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf Sólark arkitekta, dags. 1.08.05 ásamt uppdr., dags. 4.08.05, vegna breytingar á deiliskipulagi lóðar nr. 38 við Hábæ. Málið var í kynningu frá 23. ágúst til 20. september 2005. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.
Umsókn nr. 50479 (02.29.47)
501193-2409
ALARK arkitektar ehf
Dalvegi 18 201 Kópavogur
5. Krosshamrar 9-9a, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Alark arkitekta ehf, dags. 16.08.05, að breytingu á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 9-9a við Krosshamra. Málið var í kynningu frá 24. ágúst til 21. september 2005. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.
Umsókn nr. 50574
6. Kjalarnes, Álfsnes, Sorpa, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á aðalskipulagi vegna afmörkunar á urðunarstað í Álfsnesi, dags. 23.09.05.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu á breytingu á aðalskipulagi.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.
Umsókn nr. 40611 (01.23.0)
660298-2319
Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
681194-2749
Kanon arkitektar ehf
Laugavegi 28 101 Reykjavík
7. Reitur 1.230, Bílanaustreitur, deiliskipulag
Lögð fram að nýju tillaga Kanon arkitekta og Teiknistofunnar Traðar að deiliskipulagi lóðanna Borgartún 26, Sóltúni 1 og 3, dags. 2.desember 2004, breytt 20. febrúar 2005. Málið er í auglýsingu frá 23. mars til 4. maí, frestur framlengdur til 12. maí 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugsemdir: Sverrir Norland f.h. Smith & Norland Nóatúni 4, mótt. 25.04.05, 14 samhljóða bréf eigenda í Borgartúni 30a og b ásamt lista með 21 nafni eigenda í Borgartúni 30a og b, mótt. 9.05.05, bréf Vífils Oddssonar Borgartúni 30b, dags. 11.05.05, bréf B.P. skip ehf Borgartúni 30, dags. 10.05.05, 20 samhljóða bréf eigenda að Mánatúni 2 ásamt lista með 22 nöfnum eigenda í Mánatúni 2, dags. 9.05.05, 22 samhljóða bréf eigenda að Mánatúni 4 ásamt lista með 24 nöfnum eigenda í Mánatúni 4, dags. 29.04.05, 21 samhljóða bréf eigenda að Mánatúni 6 ásamt lista með 21 nafni eigenda í Mánatúni 6, dags. 4.05.05, 19 samhljóða bréf eigenda að Sóltúni 5 ásamt bréfi Óskars H. Gunnarssonar Sóltúni 5, dags. 4.05.05, 22 samhljóða bréf eigenda að Sóltúni 7, dags. 4.05.05, 24 samhljóða bréf eigenda að Sóltúni 9 ásamt lista með 25 nöfnum eigenda í Sóltúni 9, dags. 2.05.05, Edda Gunnarsdóttir Sóltúni 9, dags. 9.05.05, Guðmundur E. Erlendsson Sóltúni 9, dags. 11.05.05, 33 samhljóða bréf eigenda að Sóltúni 11-13, dags. 4.05.05 og stjórn húsfélaganna við Mánatún 2, 4 og 6, Sóltún 5, 7, 9 og 11-13 ásamt Borgartúni 30a og b, dags. 10.05.05. Einnig lagt fram bréf Umhverfissviðs, dags. 31.05.05, umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 01.07.05, breytt 05.09.05 og tölvubréf Magnúsar Jónssonar, dags. 05.07.05, f.h. húsfélaga í Sóltúni og Mánatúni. Einnig lögð fram ný deiliskipulagstillaga Kanon arkitekta og Teiknistofunnar Traðar, dags. 20.09.05.
Auglýst tillaga samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista með þeim breytingum sem fram koma á uppdrætti dags. 20. september 2005 og í umsögn skipulagsfulltrúa frá 5. september 2005.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja áherslu á að það skipulag sem liggur fyrir er í hróplegu ósamræmi við það skipulag sem kynnt var fyrir íbúum er festu kaup á sínum eignum í nágrenni reitsins. Ný tillaga kemur vissulega að nokkru til móts við réttmæta kröfu íbúa hvað varðar hæðir húsa þótt íbúðum hafi aðeins fækkað um tíu. Þetta breytir þó ekki aðalatriðinu sem er að núverandi skipulag fer þvert á þau fyrirheit sem íbúum voru gefin þegar þeir fjárfestu í sínum íbúðum á svæðinu.
Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Uppbygging á Bílanaustreit leiðir til þess að úr sér gengið atvinnuhúsnæði víkur fyrir hágæða íbúðabyggð með opnum inngarði, skrifstofubyggingum og uppbyggingu á þjónustu sem mun auka lífsgæði í hverfinu. Haldnir hafa verið fjölmargir fundir með fulltúum íbúa á svæðinu til þess að standa að betri sátt um skipulagið. Hefur það leitt til lækkunar á hæstu húsum og betra samræmis hins nýja húsnæðis og þeirrar byggðar sem fyrir er. Hafa niðurstöður þessarar vinnu verið kynntar stjórnum húsfélaganna á svæðinu. Er fulltrúum íbúa og byggingaraðilum þakkað fyrir ánægjulega og árangursríka samvinnu.
Helga Bragadóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 32605
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 365 frá 27. september 2005.
Umsókn nr. 32589 (01.75.120.1)
410802-3170
Keiluhöllin ehf
Flugvallarvegi 101 Reykjavík
9. Flugvallarv. Keiluh., bensínsjálfsaðfgreiðslustöð
Sótt er um leyfi til þess að byggja bensínsjálfsafgreiðslustöð fyrir Atlantsolíu og setja upp skiltastand á lóð keiluhallarinnar í Öskjuhlíð við Flugvallaveg.
Umboð Keiluhallarinnar til handa Atlantsolíu dags. 23. september 2004 fylgir erindinu.
Stærð: Bensínsjálfsafgreiðsla (birðageymir) 53 ferm., 110,5 rúmm. og tæknirými 7,5 ferm., 24,1 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 7.672
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar skipulagsferli er lokið og teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 32585 (04.73.350.2)
691282-0829
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf
Ármúla 13a 108 Reykjavík
550803-2080
Húsmót ehf
Melabraut 24 220 Hafnarfjörður
10. Hestavað 5-9, (5-7) fjölbýlish. m. 24 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjögurra hæða steinsteypt fjölbýlishús með samtals tuttugu og fjórum íbúðum, einni innbyggðri bílgeymslu og tveimur lyftuhúsum á lóð nr. 5-9 við Hestavað.
Jafnframt eru nýsamþykktar teikningar ( 17.5´05) felldar úr gildi og lagt til að hús verði framvegis nr. 5-7 við Hestavað.
Stærð: Íbúð 1. hæð 852,9 ferm., 2. hæð 887,2 ferm., 3. hæð 887,2 ferm., 4. hæð 686,9 ferm., bílgeymsla 31 ferm., samtals 3345,2 ferm., 10002,6 rúmm. Svalagangar o.fl. (B-rými) samtals 406 ferm., 1162,3 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 636.399
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 32582 (04.99.850.8)
221057-2959
Svanþór Þorbjörnsson
Brekkubær 6 110 Reykjavík
11. Lambasel 32, Nýtt einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 32 við Lambasel.
Stærð: Íbúð 149,8 ferm., bílgeymsla 32,8 ferm., samtals 182,6 ferm., 673,7 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 38.401
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 32548 (04.74.170.2)
690404-3030
Pálmar ehf
Bleikjukvísl 12 110 Reykjavík
12. Hólmvað 54-68, (fsp) raðhús
málskot
Spurt er hvort leyft yrði að víkja frá skipulagsskilmálum á þann veg að byggja hús með tvíhalla þaki í stað einhalla og breyta útfærslu á útbyggingum raðhúsanna á lóðinni nr. 54-68 við Hólmavað.
Bréf hönnuðar dags. 6. ágúst og 12. september 2005 fylgja erindinu.
Niðurstaða skipulagsráðs dags. 31. ágúst 2005 vegna fyrri fyrirspurnar sama eðlis fylgir erindinu.
Samþykki lóðarhafa lóðanna nr. 38-52 við Hólmvað, 45-61 við Hólavað og 63-75 við Hólavað dags. 9. ágúst og 9. september 2005 fylgir erindinu.
Jafnframt er erindi 32228 dregið til baka.
Frestað.
Áheyrnarfulltrúinn Sveinn Aðalsteinsson tók sæti á fundinum kl. 9:30
Umsókn nr. 10070
13. Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 16. og 23. september 2005.
Umsókn nr. 50576 (01.39)
14. Fjölskyldu- og húsdýragarður, hugmyndasamkeppni
Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 21.09.05, ásamt drögum að lýsingu og skilmálum varðandi hugmyndasamkeppni vegna þróunarverkefnis í Fjölskyldu- og húsadýragarðinum.
Umsókn nr. 32606
15. Götuheiti, lögð fram tillaga nafnanefndar
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 26. september 2005 með tillögu nafnanefndar á götuheitum í nýbyggingarhverfum í Halla- og Hamrahlíðarlöndum.
Frestað.
Umsókn nr. 20289
16. Skipulags- og byggingarsvið, starfsáætlun/fjárhagsáætlun
Lögð fram drög að starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs fyrir árið 2006.
Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Bjarni Þór Jónsson og Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir kynntu.
Guðlaugur Þór Þórðarson vék af fundi kl. 10:16
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.