Skuggahverfi, Ægisíða, Mýrargötusvæði, Reitur 1.230, Bílanaustreitur, Hlíðarfótur, Fossaleynir 1, Egilshöll, Víðidalur, Fákur, Eirhöfði 10-12, Gullengi 2-6, Kirkjustétt 2-6, Bólstaðarhlíð 20, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Háteigsvegur 3, Hólmaslóð 4, Klausturstígur 1-11/Kapellustígur 1-13, Lambasel 26, Þingvað 27, Túngata 34, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Skipulagsráð, Tillögur nafnanefndar,

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 161/2005

27. fundur 2005

Ár 2005, miðvikudaginn 14. september kl. 09:03, var haldinn 27. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Dagur B Eggertsson, Árni Þór Sigurðsson, Kristrún Heimisdóttir, Kristján Guðmundsson, Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Sigríður Kristín Þórisdóttir og Jón Árni Halldórsson Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 50327 (01.15.2)
470498-2699 Hornsteinar arkitektar ehf
Ingólfsstræti 5,5.hæð 101 Reykjavík
1.
Skuggahverfi, breytt deiliskipulag reits 1.152.3
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Hornsteina arkitekta að breytingu á deiliskipulagi reits 1.152.3 dags. 4. júlí 2005. Einnig lagt fram minnisblað Hornsteina dags. 12. maí 2005 og samantekt á byggingarmagni og nýtingarhlutfalli dags. 26. maí 2005. Málið var í auglýsingu frá 27. júlí til 7. september 2005. Engar athugasemdir bárust.
Auglýst tillaga samþykkt.

Umsókn nr. 40353 (01.5)
2.
Ægisíða, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga arkitekta Hjördísar og Dennis, dags. 12.06.05, að deiliskipulagi reits sem markast af Ægisíðu, Hofsvallagötu, lóðarmörkum austan Ægisíðu og Lynghaga. Lögð fram húsakönnun Árbæjarsafns. Auglýsingin stóð yfir frá 27.06 til 8.08 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: Þórður Þórðarson Ægisíðu 56, dags. 3.08.05. Lagt fram athugasemdabréf Guðmundar Löve, Ægisíðu 74, dags. 17.08.05, sem barst eftir að athugasemdafresti lauk. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12.09.05.

Hanna Birna Kristjánsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:05
Ólafur F. Magnússon tók sæti á fundinum kl. 9:05

Samþykkt að endurauglýsa framlagða tillögu með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 50542 (01.13)
3.
Mýrargötusvæði, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram tillaga, dags. 12.09.05, að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna Mýrargötusvæðis.
Frestað.

Umsókn nr. 40611 (01.23.0)
660298-2319 Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
681194-2749 Kanon arkitektar ehf
Laugavegi 28 101 Reykjavík
4.
Reitur 1.230, Bílanaustreitur, deiliskipulag
Lögð fram að nýju tillaga Kanon arkitekta og Teiknistofunnar Traðar að deiliskipulagi lóðanna Borgartún 26, Sóltúni 1 og 3, dags. 2.desember 2004, breytt 20. febrúar 2005. Málið er í auglýsingu frá 23. mars til 4. maí, frestur framlengdur til 12. maí 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugsemdir: Sverrir Norland f.h. Smith & Norland Nóatúni 4, mótt. 25.04.05, 14 samhljóða bréf eigenda í Borgartúni 30a og b ásamt lista með 21 nafni eigenda í Borgartúni 30a og b, mótt. 9.05.05, bréf Vífils Oddssonar Borgartúni 30b, dags. 11.05.05, bréf B.P. skip ehf Borgartúni 30, dags. 10.05.05, 20 samhljóða bréf eigenda að Mánatúni 2 ásamt lista með 22 nöfnum eigenda í Mánatúni 2, dags. 9.05.05, 22 samhljóða bréf eigenda að Mánatúni 4 ásamt lista með 24 nöfnum eigenda í Mánatúni 4, dags. 29.04.05, 21 samhljóða bréf eigenda að Mánatúni 6 ásamt lista með 21 nafni eigenda í Mánatúni 6, dags. 4.05.05, 19 samhljóða bréf eigenda að Sóltúni 5 ásamt bréfi Óskars H. Gunnarssonar Sóltúni 5, dags. 4.05.05, 22 samhljóða bréf eigenda að Sóltúni 7, dags. 4.05.05, 24 samhljóða bréf eigenda að Sóltúni 9 ásamt lista með 25 nöfnum eigenda í Sóltúni 9, dags. 2.05.05, Edda Gunnarsdóttir Sóltúni 9, dags. 9.05.05, Guðmundur E. Erlendsson Sóltúni 9, dags. 11.05.05, 33 samhljóða bréf eigenda að Sóltúni 11-13, dags. 4.05.05 og stjórn húsfélaganna við Mánatún 2, 4 og 6, Sóltún 5, 7, 9 og 11-13 ásamt Borgartúni 30a og b, dags. 10.05.05. Einnig lagt fram bréf Umhverfissviðs, dags. 31.05.05, umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 01.07.05, breytt 05.09.05 og tölvubréf Magnúsar Jónssonar, dags. 05.07.05, f.h. húsfélaga í Sóltúni og Mánatúni. Einnig lögð fram ný deiliskipulagstillaga Kanon arkitekta og Teiknistofunnar Traðar, dags. 9.09.05.
Ný tillaga að deiliskipulagi kynnt. Frestað.

Helga Bragadóttir vék af fundi við umfjöllun málsins.


Umsókn nr. 50481 (01.7)
5.
Hlíðarfótur, Háskólinn í Reykjavík, forsögn
Lögð fram drög skipulagsfulltrúa að forsögn deiliskipulags lóðar Háskólans í Reykjavík við Hlíðarfót dags. sept. 2005.

Anna Kristinsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:28

Drög að forsögn kynnt. Frestað.
Vísað til borgarráðs til kynningar. Samþykkt að kynna framlögð drög fyrir Framkvæmdaráði og Umhverfisráði.


Umsókn nr. 50255 (02.46)
690191-1219 Nýsir hf
Flatahrauni 5a 220 Hafnarfjörður
6.
55">Fossaleynir 1, Egilshöll, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Alark arkitekta ehf, dags. 17.07.05, að breytingu á deiliskipulagi á lóð Egilshallar að Fossaleyni 1. Einnig lögð fram umsögn umferðardeildar Framkvæmdasviðs, dags. 08.09.05.
Frestað.

Umsókn nr. 20388 (04.71)
7.
Víðidalur, Fákur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Landslagsarkitekta, dags. 6.05.05, að breytingu á deiliskipulagi Víðidals. Auglýsingin stóð yfir frá 20.05 til 1.07 2005. Athugasemdarbréf bárust frá Sigríði Ásgeirsdóttur f.h. sjálfseignarfélags Dýraspítala Watsons, dags. 30.06.05, Guðmundi Einarssyni, dags. mótt. 1.07.05 og húseigendum í D-tröð 8, dags. 27.06.05, Guðmundi Baldvinssyni, dags. mótt. 4.07.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa og lögfræði og stjórnsýslu, dags. 07.09.05.
Auglýst tillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 50541 (04.03.00)
040646-3299 Málfríður Kristjánsdóttir
Hátún 41 105 Reykjavík
8.
Eirhöfði 10-12, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Málfríðar Kristjánsdóttur ark., dags. 7.09.05, að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 10-12 við Eirhöfða.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Breiðhöfða 16 og Eirhöfða 2-4.

Umsókn nr. 30033 (02.38.67)
471293-2109 Tekton ehf
Háteigsvegi 7 105 Reykjavík
9.
Gullengi 2-6, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Tekton ehf, dags. 21.07.04, að deiliskipulagi á lóðinni nr. 2-6 við Gullengi. Málið var í auglýsingu frá 18. mars til 2. maí 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: Björn Arnar Ólafsson f.h. húsfélagsins Gullengi 3, dags. 19.04.05, Kristinn Jóhannesson f.h. íbúa í Gullengi 17, dags. 23.04.05, 18 búar við Gullengi 1-17, dags. 15.04.05, Emil Örn Kristjánsson f.h. Íbúasamtaka Grafarvogs, dags. 29.04.05, 4 íbúar við Gullengi 11, dags. 15.04.05, undirskriftalisti með nöfnum 53 aðila, dags. 30.04.05, Guðjón Ýmir Lárusson, Laufengi 4, dags. 02.05.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. júní 2005 og bókun hverfisráðs Grafarvogs frá 8.09.05.
Frestað.

Umsókn nr. 50286 (04.13.22)
700176-0109 Teiknistofa Ingimund Sveins ehf
Ingólfsstræti 3 101 Reykjavík
10.
Kirkjustétt 2-6, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar, dags. 21. júlí 2005, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 2-6 við Kirkjustétt, vegna skjólveggjar og skyggnis við bensínsjálfsafgreiðslustöð og upplýsingaskilti við norðvestur lóðamörk. Málið var í kynningu frá 8. ágúst til 5. september 2005. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.

Umsókn nr. 50506 (01.27.40)
710178-0119 Teiknistofan ehf
Brautarholti 6 105 Reykjavík
11.
Bólstaðarhlíð 20, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar T.ark, dags. 23. ágúst 2005, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 20 við Bólstaðarhlíð vegna færanlegrar kennslustofu.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Bólstaðarhlíð 23, 25 og 26 ásamt Skaftahlíð 25.

Umsókn nr. 32540
12.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 363 frá 13. september 2005.


Umsókn nr. 31782 (01.24.420.2)
470984-0239 Kvikmyndaþýðingar ehf
Háteigsvegi 1 105 Reykjavík
13.
Háteigsvegur 3, byggja ofaná o.fl.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5.07.05. Sótt er um leyfi til að byggja eina hæð, rishæð og hanabjálka ofan á húsið nr. 3 við Háteigsveg. Jafnframt er sótt um leyfi til að breyta atvinnuhúsnæði á annarri hæð í þrjár íbúðir og koma fyrir þrem íbúðum á þriðju hæð og þremur á fjórðu hæð, samtals níu íbúðir, og tengdar breytingar. Ennfremur verði gerðar svalir á austur- og norðurhliðar og húsið steinað að utan með ljósri steiningu. Grenndarkynning stóð yfir frá 14.07 til 11.08 2005. Lagðar fram athugasemdir frá Sævari Hilbertssyni Þverholti 30, dags. 31.07.05, Hartmanni Guðmundssyni Þverholti 32, dags. 2.08.05 og 10.08.05, Ingvari Hjálmarssyni Rauðarárstíg 41, dags. 4.08.05, Karli Valdimarssyni Rauðarárstíg 41, dags. 3.08.05, Ásthildi Helgadóttur Þverholti 30, dags. 8.08.05, Gunnars Zoega Þverholti 32, dags. 9.08.05, Kristínu Magnússon Þverholti 30, dags. 4.08.05, Andrési Sigurvinssyni Rauðarárstíg 41, mótt. 10.08.05, Bryndísi Einarsdóttur Rauðarárstíg 41, dags. 10.08.05, Herði Guðmundssyni Rauðarárstíg 41, dags. 9.08.05, 4 samhljóða bréf íbúa við Rauðarárstíg 41, dags. 3.08.05, Bergljót Haraldsdóttir Þverholti 32, dags. 10.08.05 og íbúar Háteigsvegi 4, dags. 10.08.05. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16.08.05 ásamt nýrri tillögu, dags. 08.09.05. Einnig lagður fram tölvupóstur Andrésar Sigurvinssonar, Rauðarárstíg 41, dags. 12.09.05.
Stækkun: 871,5 ferm. og 1992,4 rúmm
Gjald kr. 5.700 + 113.566
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi samkvæmt framlögðum teikningum dags. 8. september 2005 þegar þær hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 31869 (01.11.140.1)
481188-1219 Brimrún ehf
Hólmaslóð 4 101 Reykjavík
14.
Hólmaslóð 4, byggja þakhæð
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 21.06.05. Sótt er um leyfi til þess að byggja inndregna þakhæð (3.hæð) úr timbri og stáli ofan á húsið nr. 4 við Hólmaslóð skv. uppdr. Teiknistofunnar Óðinstorgi, dags. júní 2005. Einnig lagðar fram bókanir hafnarstjórnar Faxaflóahafna frá 7. júní og 5. júlí 2005. Ennfremur lagt fram samkomulag lóðar- og byggingarréttshafa að Hólmaslóð 4, dags. 1.05.05 og samþykki eigenda Eyjaslóðar 1, dags. 3.08.05. Málið var í kynningu frá 10. ágúst til 7. september 2005. Engar athugasemdi bárust.
Stærð: Stækkun þakhæð xx
Gjald kr. 5.700 + xx
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 32517
631190-1469 Byggingafélag námsmanna
Laugavegi 66-68 101 Reykjavík
15.
Klausturstígur 1-11/Kapellustígur 1-13, 118 námsmannaíb.,Klausturst. 1, Kapellust. 1-13
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvö þrílyft steinseypt fjölbýlishús með sautján námsmannaíbúðum í hvoru húsi, þrjú með ellefu námsmannaíbúðum í hverju og eitt á þremur til fimm hæðum með samtals fimmtíu og einni námsmannaíbúð, öll húsin eru einangruð að utan og klædd með ýmist sléttri aða báraðri álklæðningu, sem 2. áfangi uppbyggingar á lóð nr. 1-11 við Klausturstíg og 1-13 við Kapellustíg.
Bréf hönnuðar dags. 5. september 2005 fylgir eindinu.
Stærð: Klausturstígur 1 (matshluti 02) námsmannaíbúðir 1.-3. hæð 285,4 ferm. hver hæð, samtals 856,4 ferm., 2.509 rúmm. Svalgangar og tröppur (B-rými) samtals 484,4 rúmm.
Kapellustígur 1 (matshluti 03) námsmannaíbúðir 1.-3. hæð 201,2 ferm. hver hæð, samtals 603,6 ferm., 1770,5 rúmm. Svalgangar og tröppur (B-rými) samtals 361,6 rúmm.
Kapellustígur 3 (matshluti 04) og Kapellustígur 5 (matshluti 05) eru sömu stærðar og Kapellustígur 1 eða samtals 603,6 ferm., 1770,5 rúmm. ásamt svalgöngum og tröppum (B-rými) samtals 361,6 rúmm. hvert hús.
Kapellustígur 7 (matshluti 06) er sömu stærðar og Klausturstígur 1 eða samtals 856,2 ferm., 2509 rúmm. ásamt svalgöngum og tröppum (B-rými) samtals 484,4 rúmm.
Kapellustígur 9-13 (matshluti 07) námsmannaíbúðir 1. hæð 722,9 ferm., 2.-3. hæð 733 ferm. hvor hæð, 4.-5. hæð 257,3 ferm. hvor hæð, samtals 2703,5 ferm., 7854 rúmm. Svalgangar og tröppur (B-rými) samtals 1997,9 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 1.267.395
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 32526 (04.99.850.5)
250664-7299 Sigurbjörg Vignisdóttir
Heiðmörk 50 810 Hveragerði
16.
Lambasel 26, einlyft einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einnar hæðar einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu, allt úr timbri klæddu steyptum plötum, á lóðinni nr. 26 við Lambasel.
Stærð: Íbúð 197,3 ferm., bílgeymsla 44,3 ferm.
Samtals 241,6 ferm. og 868,1 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 49.482
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 32518 (04.79.130.5)
030769-3769 Baldur Þór Bjarnason
Hlíðargerði 23 108 Reykjavík
17.
Þingvað 27, Einbýlishús m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu allt einangrað að utan og klætt með múrkerfi.
Samþykki nágranna að Þingvaði 29 ódags. fylgir erindinu.
Stærð: Íbúð 204,8 ferm., bílgeymsla 28,2 ferm., samtals 233 ferm., 899,4 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 51.266
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 31443 (01.13.730.8)
18.
Túngata 34, (fsp) breytt nýting
Lagt fram bréf Lögmanna Höfðabakka dags. 12. apríl 2005 þar sem spurt er hvort skipulagsráð vilji taka fyrir nýja umsókn um breytta nýtingu húseignarinnar Túngötu 34 að breyttum forsendum sem fram koma í bréfinu.
Neikvætt.
Skipulagsráð fellst ekki á að forsendur fyrir rekstri gistiheimilis að Túngötu 34 hafi breyst frá fyrri afgreiðslu ráðsins þann 9. mars s.l. að því marki sem fram kemur í framlögðu erindi.
Ráðið felur byggingarfulltrúa jafnframt að hlutast til um að starfseminni verði hætt sé ekki svo nú þegar.


Umsókn nr. 10070
19.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 9. september 2005.


Umsókn nr. 50005
20.
Skipulagsráð,
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. september 2005, varðandi samþykkt borgarstjórnar frá 6. þ.m. að Heiðrún Lind Marteinsdóttir, kt. 03.07.79-5259, Kristnibraut 91, taki sæti varamanns í skipulagsráði í stað Tinnu Traustadóttur sem beðist hefur lausnar.


Umsókn nr. 32452
21.
Tillögur nafnanefndar, lagt fram bréf
Lagt fram bréf borgarráðs dags. 9. september vegna samþykktar á tillögu nafnanefndar um götuheiti í borginni, sem samþykkt var á fundi skipulagsráðs þann 31. ágúst s.l.
Borgarráð samþykkti tillöguna með þeirri breytingu að í stað Hringsvegar komi Gamla-Hringbraut.