Reitur 1.171.0, Reitur 1.151.5, Smáragötureitir, Reitur 1.244.1/-3, Ægisíða, Múlahverfi, Kleifarsel 18, Reitur 4.723, Brekknaás, Gylfaflöt 22, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Bíldshöfði 9, Hagamelur 1, Kleifarvegur 5, Lambasel 11, Lambasel 5, Lambasel 9, Nökkvavogur 54, Selvað 1-5, Skaftahlíð 24, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Hljómskálagarður, Lyngháls 2, Sérbýlishúsalóðir, Skeifan 5,

Skipulagsráð

24. fundur 2005

Ár 2005, miðvikudaginn 17. ágúst kl. 09:05, var haldinn 24. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Dagur B Eggertsson, Árni Þór Sigurðsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Anna Kristinsdóttir, Kristján Guðmundsson, Benedikt Geirsson, Ólafur F. Magnússon, Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Harri Ormarsson og Jón Árni Halldórsson Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Jóhannes Kjarval, Nikulás Úlfar Másson og Ágústa Sveinbjörnsdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 50409 (01.17.10)
010151-3689 Gunnar Guðnason
Skeiðarvogur 65 104 Reykjavík
1.
Reitur 1.171.0, breyting á deiliskipulagi vegna Laugavegar 7
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga Gunnars Guðnasonar ark., dags. 5.07.05, að breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.0 vegna lóðarinnar Laugavegur 7. Grenndarkynning stóð yfir frá 13.07 til 10.08 2005. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.

Umsókn nr. 40612 (01.15.15)
490597-3289 Stúdíó Granda ehf
Smiðjustíg 11b 101 Reykjavík
2.
Reitur 1.151.5, deiliskipulag
Að lokinni kynningu til hagsmunaaðila er lögð fram tillaga Studio Granda að deiliskipulagi reits 1.151.5, dags. 11.11.04. Athugasemdabréf bárust frá Axel Hilmarssyni, dags. 30.11.04, varðandi Klapparstíg 18, Danska sendiráðinu, Hverfisgötu 29, dags. 06.12.04. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 20.01.05. Lagt fram bréf Davíðs L.C. Pitt f.h. Húseignarinnar Klapparstígur 16 ehf, dags. 15.03.05.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 40446 (01.19.7)
421199-2569 Arkitektur.is ehf
Hverfisgötu 26 101 Reykjavík
3.
Smáragötureitir, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Arkitektur.is ehf, dags. 23. september 2004, breytt 16. ágúst 2005, ásamt greinargerð og deiliskipulagsskilmálum, að deiliskipulagi reita 1.197.2 og 1.197.3, Smáragötureita, sem afmarkast af Smáragötu, Njarðargötu, Laufásvegi og Einarsgarði. Málið var í auglýsingu frá 12. janúar til 23. febrúar 2005. Athugasemdabréf bárust frá skrifstofu forseta Íslands, dags. 11. febrúar 2005 og forsætisráðuneytinu, dags. 16. febrúar 2005. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. apríl 2005.
Auglýst tillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 990316 (01.24.43)
4.
Reitur 1.244.1/-3, Einholt-Þverholt, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Víðihlíð, dags. 25. maí 2005 að deiliskipulagi á reit 1.244.1/-3, Einholt/Þverholt. Kynningin stóð yfir frá 8.06 til 29.06 2005. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Eigendur Meðalholts 5, dags. 26.06.05, íbúar Meðalholts 5, dags. 26.06.05, AuðurTraustadóttir Meðalholti 3, dags. 21.06.05, Ofnasmiðjan Háteigsvegi 7, dags. 21.06.05, Þuríður Hinriks Stórholti 21, dags. 28.06.05, Margrét Valdimarsdóttir Meðalholti 4, dags. 28.06.05, Arkís f.h. Byggingarfélags námsmanna og Þverás, dags. 24.06.05, Margrét Matthíasdóttir, dags. 28.06.05, Una Finnsdóttir Meðalholti 9, dags. 27.06.05, íbúar Háteigsvegi 4, dags. 27.06.05, eigendur Þverholti 30, dags. 27.06.05, Nökkvi Svavarsson Háteigsvegi 16, dags. 28.06.05, Eiríkur Sigurðsson Stórholti 17, dags. 28.06.05, íbúar í Meðalholti 10 og 11, dags. 29.06.05, íbúar Meðalholti 6, dags. 28.06.05, Ásdís Auðunsdóttir Háteigsvegi 10, dags. 29.06.05, Jóna Jónmundsdóttir Stórholti 21, dags. 28.06.05, Guðný Halldórsdóttir Einholti 9, dags. 28.06.05, Böðvar Sveinsson Meðalholti 6, dags. 28.06.05, Hartmann Guðmundsson Þverholti 32, dags. 28.06.05, Anton Wurzer Meðalholti 3, dags. 28.06.05, íbúar Einholti 2 og Laugavegi 105, dags. 29.06.05, Máni Svavarsson Háteigsvegi 24, dags. 29.06.05, Sigþór Sigurðsson Háteigsvegi 24, dags. 29.06.05, Guðbjörg Ragnarsdóttir Meðalholti 8, dags. 29.06.05, Steinþór Ólafsson Háteigsvegi 22, dags. 29.06.05, Ingi Júlíusson Háteigsvegi 16, dags. 29.06.05, Guðríður Ingólfsdóttir, dags. 30.06.05, framkvæmdastjóri Friðriks Skúlasonar ehf Þverholti 18, dags. 28.06.05, íbúar Meðalholti 14, dags. 28.06.05, Bergþóra Skarphéðinsdóttir Meðalholti 10, dags. 27.06.05, Sigrún Gísladóttir Stórholti 35, dags. 30.06.05, Steinunn Halldórsdóttir Háteigsvegi 12, dags. 28.06.05, Hugrún Hilmarsdóttir Stórholti 16, dags. 4.07.05, Már Gunnlaugsson Meðalholti 7, dags. 4.07.05, Anna Júlíussen, dags. 4.08.05 og Geir Marelsson hdl, dags. 28.06.05.
Athugasemdir kynntar. Frestað.

Umsókn nr. 40353 (01.5)
5.
Ægisíða, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga arkitekta Hjördísar og Dennis, dags. 12.06.05, að deiliskipulagi reits sem markast af Ægisíðu, Hofsvallagötu, lóðarmörkum austan Ægisíðu og Lynghaga. Lögð fram húsakönnun Árbæjarsafns. Auglýsingin stóð yfir frá 27.06 til 8.08 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: Þórður Þórðarson Ægisíðu 56, dags. 3.08.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15.08.05.
Frestað.

Umsókn nr. 50014 (01.2)
6.
Múlahverfi, Suðurlandsbraut
Lögð fram greinargerð skipulagsfulltrúa, dags. 10. mars 2005, um mögulega íbúðauppbyggingu við Suðurlandsbraut og í Múlum. Einnig lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa, dags. 06.06.05, Menntasviðs, dags. 22.06.05, forvarnardeildar SHS dags. 17.07.05 og Framkvæmdasviðs dags. 8.8.05. Einnig lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á skilmálum deiliskipulags, dags. 09.08.05 og tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur dags. 17. ágúst 2005.
Samþykkt að auglýsa framlagðar tillögur að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi.
Vísað til borgarráðs

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 50379 (04.96.56)
200258-3719 Pálmi Guðmundsson Ragnars
Hamrahlíð 1 105 Reykjavík
7.
Kleifarsel 18, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Pálma Guðmundssonar ark., dags. 28.06.05 ásamt uppdr., dags. 15.06.05, vegna breytinga á deiliskipulagi lóðar nr. 18 við Kleifarsel. Einnig lagt fram skuggavarp mótt. 11. ágúst 2005.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.

Umsókn nr. 50458 (04.72.3)
8.
Reitur 4.723, Brekknaás, forsögn
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa, dags. 29. júlí 2005, að forsögn deiliskipulags reits 4.723, Brekknaás.
Forsögn skipulagsfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 50395 (02.57.63)
681287-1249 Kaldasel ehf
Undralandi 4 108 Reykjavík
9.
Gylfaflöt 22, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga Ask, dags. 30.05.05, að breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 22 við Gylfaflöt. Grenndarkynning stóð yfir frá 13.07 til 10.08 2005. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.

Umsókn nr. 32332
11.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 359 frá 16. ágúst 2005.


Umsókn nr. 32011 (04.06.200.1)
681290-2309 Byggingarfélag Gylf/Gunnars ehf
Borgartúni 31 105 Reykjavík
12.
Bíldshöfði 9, stækka kjallara bílastæðum fjölgað fl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. júlí 2005, sótt er um leyfi til þess að stækka kjallara, breyta flóttaleið úr kjallara, breyta innra fyrirkomulagi og fjölga bílastæðum úr 24 í 32 stæði í bílakjallara matshluta 04 á lóðinni nr. 9 við Bíldshöfða, samkv. uppdr. Gylfa Guðjónssonar og Félagar ehf, dags. 01.12.2004 síðast breytt 27.06.2005.
Bréf hönnuðar dags. 4. júlí 2005 fylgir erindinu.
Brunahönnun endurskoðuð 1. júlí 2005 fylgir erindinu.
Einnig lagt fram bréf Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf, dags. 20. júní 2005 ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi, dags. s.d. á lóðinni nr. 9 við Bíldshöfða.
Húsið var áður skráð samtals 6082,8 ferm. og 22.181,9 rúmm., verður nú 6367,9 ferm. og 22337,8 rúmm.
Stækkun 285,1 ferm. og 155,9 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 8.886
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 32154 (01.54.210.1)
480190-1069 Fasteignastofa Reykjavíkurborg
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
13.
Hagamelur 1, önnur færanleg kennslust.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. ágúst 2005. Sótt er um leyfi til þess að bæta við annarri færanlegri kennslustofu ásamt tengigangi austan við þá sem nú er á lóð Melaskólans nr. 1 við Hagamel.
Jafnfamt er sýnd breytt staðsetning þeirrar kennslustofu frá samþykkt 2004, samkv. uppdr. O.K. arkitekta, dags. 24.07.2005.
Stærð: Stækkun 74 ferm., 239,1 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 13.629
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Skipulagsráð felur skipulags- og byggingarsviði að kynna samþykkta bráðabirgðastaðsetningu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.


Umsókn nr. 31971 (01.38.021.2)
080435-7469 Jóhann J. Ólafsson
Kleifarvegur 5 104 Reykjavík
14.
Kleifarvegur 5, sólskáli á svalir
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 5. júlí 2005. Sótt er um leyfi til að byggja sólskála á svalir 2. hæðar tvílyfts einbýlishúss á lóð nr. 5 við Kleifarveg. Grenndarkynning stóð yfir frá 14.07 til 11.08 2005. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 13,8 fm. og 33,8 rm.
Gjald kr.5.700 + 1.927
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 32245 (04.99.870.3)
091174-5539 Brynjar Þór Jónasson
Flúðasel 90 109 Reykjavík
15.
Lambasel 11, einbýli m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 11 við Lambasel.
Stærð: Íbúð 209,4 ferm., bílgeymsla 30,6 ferm., samtals 240 ferm., 874,3 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 49.835
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 32224 (04.99.830.3)
260475-6069 Haukur Eggertsson
Barmahlíð 54 105 Reykjavík
16.
Lambasel 5, einbýlishús
Sótt er um leyfi fyrir byggingu tvílyfts einbýlishúss úr steinsteypu með innbyggðum bílskúr á lóð nr. 5 við Lambasel.
Stærðir: 239,3 ferm. og 842,8 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 48.040
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 32225 (04.99.870.2)
051174-4029 Jóhannes Geir Rúnarsson
Vesturberg 118 111 Reykjavík
17.
Lambasel 9, nýbygging
Sótt er um leyfi fyrir byggingu einlyfts einbýlishúss úr forsteyptum einingum með innbyggðum bílskúr á lóðinni nr. 9 við Lambasel.
Stækkun: xx
Gjald kr. 5.700 + xx
Synjað.
Framlagðir aðaluppdrættir falla illa að markmiðum skipulags, aðlögun að landi er algjörlega ófullnægjandi.


Umsókn nr. 31982 (01.44.500.9)
221065-3529 Geir Gunnarsson
Nökkvavogur 54 104 Reykjavík
140770-5239 Ingibjörg Þorsteinsdóttir
Nökkvavogur 54 104 Reykjavík
091271-5599 Bryndís Örlygsdóttir
Nökkvavogur 54 104 Reykjavík
18.
Nökkvavogur 54, br. tröppum ,loka vindfangi o.fl
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 5. júlí 2005, þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðu gróðurhúsi og breytingum á tröppum þar sem komið er fyrir anddyri í stað vindfangs inn á fyrstu hæð húss á lóð nr. 54 við Nökkvavog. Sýnd er áður gerð breyting á bílskúr með viðeigandi breyttri skráningartöflu. Grenndarkynning stóð yfir frá 13.07 til 10.08 2005. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: xx
Gjald kr. 5.700 + xx
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 32075 (04.77.210.2)
560589-1159 Gissur og Pálmi ehf
Staðarseli 6 109 Reykjavík
19.
Selvað 1-5, fjölbýlish. m. 36 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjögurra hæða steinsteypt fjölbýlishús með þrjátíu og sex íbúðum ásamt geymslu- og bílakjallara fyrir 36 bíla á lóð nr. 1-5 við Selvað.
Stærð: Íbúðir kjallari 521,3 ferm., 1. hæð 987,1 ferm., 2. hæð 964,5 ferm., 3. hæð 964,5 ferm., 4. hæð 803,5 ferm., bílgeymsla 1069,2 ferm., samtals 5310,1 ferm., 15682,8 rúmm. Svalagangar (B-rými) samtals 54,8 ferm., 153,6 rúmm., sorpskýli (B-rými) 38,4 ferm., 100,8 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 908.420
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 30981 (01.27.420.1)
450599-3529 Fasteignafélagið Stoðir hf
Kringlunni 4-12 103 Reykjavík
20.
Skaftahlíð 24, tengibygging, bílag.kj.
Að lokinni endurtekningu grenndarkynningar byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 1. mars 2005, þar sem sótt er um leyfi til að byggja tengibyggingu milli norðurhúss (mhl 03) og suðurhúss (mhl 01) á lóðinni nr. 24 við Skaftahlíð, samkv. uppdr. Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 22.02.05, breytt 05.05.05. Byggingin verði byggð ofan á núverandi kjallara milli húsanna en hluti af þakplötu kjallarans verði fjarlægður til að mynda rými með meiri lofthæð. Jafnframt verði innra fyrirkomulagi allra hæða í norðurhúsi breytt o.fl. Einnig lögð fram umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 11.05.05. Málið var í kynningu frá 11. maí til 8. júní 2005. Þessir sendu inn athugasemdir: Dýrunn Anna Óskarsdóttir, Skaftahlíð 30, dags. 17.05.05, Ragnar Freyr Ingvarsson og Snædís Eva Sigurðardóttir, Skaftahlíð 8, dags. 23.05.05, Sigfríður Björnsdóttir, Skaftahlíð 29, dags. 06.06.05, Hilmar Sigurðsson, f.h. Húsfélagsins Skaftahlíð 12-24, dags. 06.06.05, íbúðareigendur Skaftahlíð 38, dags. 07.06.05, Ingibjörg Elíasdóttir, Skaftahlíð 40, dags. 08.06.05, Ingimar Guðmundsson og Ásdís Valdimarsdóttir, Skaftahlíð 40, dags. 08.06.05, Arnór Þ. Sigfússon, Skaftahlíð 28, dags. 08.06.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4.07.05 og umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 5.07.05
Stækkun: xx
Gjald kr. 5.700 + xx

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Skipulagsráð beinir því til framkvæmdaráðs að fjórum hraðahindrunum verði komið fyrir í nágrenni Skaftahlíðar 24 í samræmi við tillögur í umsögn framkvæmdasviðs. Jafnframt verði hugað að umferðarmálum hverfisins sem afmarkast af Miklubraut, Lönguhlíð/Nóatúni, Skipholti og Kringlumýrarbraut í samráði við hverfisráð Hlíða, lögregluna og aðra hagsmunaaðila á svæðinu þ.m.t. KHÍ, Fjöltækniskóla Íslands, Ísaksskóla og 365 Ljósvakamiðla. Markmið rýninnar verði að draga úr og takmarka umferð um íbúðagötur og tryggja hámarks umferðaröryggi í hverfinu.



Umsókn nr. 10070
21.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 12. ágúst 2005.


Umsókn nr. 50006
22.
Hljómskálagarður, tillaga formanns skipulagsráðs
Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga formanns skipulagsráðs Dags B. Eggertssonar:
Skipulagsfulltrúi leggi drög að breytingu á deiliskipulagi Hljómskálagarðsins í samvinnu við umhverfissvið. Þar verði meðal annars gert ráð fyrir kaffihúsi með tengdum útiveitingapalli í góðum tengslum við Tjörnina og aðstöðu garðsins til útivistar.
Jafnframt lögð fram svohljóðandi greinargerð:
Skemmtilegar hugmyndir um útiveitingasölu og kaffihús sem aukið gætu notkun Hljómskálagarðsins hafa ítrekað komið fram á undanförnum árum. Ástæða er til að láta á þær reyna með breytingum á deiliskipulagi svæðisins. Auk lifandi mannlífs gæti slíkur rekstur stuðlað að tengslum Tjarnarsvæðsisins við miðborgina og stykt tengsl við starfsemi Háskóla Íslands og aðra starfsemi sunnan Hringbrautar. Tillagan gerir ráð fyrir því að hugað verði að heppilegri staðsetningu, stærð og hugsanlegum kvöðum varðandi útlit og annað sem huga þarf að á þessu lykilsvæði.
Framlögð tillaga samþykkt.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja þessa tillögu góða enda er hún í fullu samræmi við þær hugmyndir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur rætt varðandi nýtingu svæðisins. Rétt er þó að vekja athygli á því í tengslum við þetta mál að starfshópur, sem skipaður var árið 2001, og átti að gera tillögu um nýtingu þessa svæðis hefur ekki enn skilað niðurstöðu og ekki verið kallaður til fundar allt þetta kjörtímabil.

Árni Þór Sigurðsson óskaði bókað:
Þrátt fyrir að starfshópur um nýtingu útivistarsvæða hafi ekki skilað áliti, liggja fyrir í gögnum hans umfjöllun um Hljómskálagarðinn og nýtingu hans. Þar er m.a. vakin athygli á að garðurinn njóti borgarverndar, en það þýðir m.a. að allar framkvæmdir og breytingar á svæðinu eru háðar samþykki borgarstjórnar. Í samþykktri tillögu er gert ráð fyrir samráði við umhverfissvið um tillögugerðina og verður þá væntanlega höfð hliðsjón af umfjöllun umrædds starfshóps.


Umsókn nr. 30293 (04.32.64)
460100-2320 Logos sf
Efstaleiti 5 103 Reykjavík
23.
Lyngháls 2, Lyngháls 4, frágangur á lóðamörkum
Lögð fram bréf LOGOS lögmannsþjónustu, dags. 13. og 17. janúar 2005, varðandi frágang á lóðamörkum milli Lyngháls 2 og Lyngháls 4 ásamt myndum. Einnig lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa dags. 16. ágúst 2005.
Ráðið felur byggingarfulltrúa að gefa málsaðilum takmarkaðan tíma til að skila inn uppdráttum vegna frágangs á lóðamörkum. Ef ekki verður gengið frá málinu á þeim tíma felur ráðið byggingarfulltrúa að gera tillögur um beitingu dagsekta vegna frágangsins og leggja fyrir ráðið.

Umsókn nr. 50188
24.
Sérbýlishúsalóðir, Frumathugun
Lögð fram að nýju frumathugun skipulagsfulltrúa á sérbýlishúsalóðum. Einnig lögð fram bókun umhverfisráðs frá 20.06.05 ásamt umsögn umhverfissviðs, dags. 16.06.05.
Frumathugun ásamt umsögn umhverfissviðs vísað til kynningar í borgarráði og í hverfisráðum.

Umsókn nr. 50372 (01.46.10)
521004-2740 Themis ehf lögmannsstofa
Pósthússtræti 7 101 Reykjavík
25.
Skeifan 5, kæra
Lögð fram kæra Helga Jónssonar hrl. f.h. húsfélagsins Skeifunnar 3, dags. 22.06.05, vegna breytinga á deiliskipulagi lóðarinnar Skeifunni 5 sem samþykkt var í borgarráði 26. maí 2005. Einnig lögð fram viðbótarkæra Hönnu Láru Helgadóttur hrl. þar sem farið er fram á stöðvun framkvæmda dags. 8. ágúst 2005. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 12. ágúst 2005.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.