Reitur 1.154.3, Barónsreitur, Reitur Menntaskólans í Reykjavík, Reitur 1.182.1, Ölgerðarreitur, Reitur 1.130.1 - Héðinsreitur, Reitur 1.555.2, Starhagi, Bauganes 3, Menntaskólinn við Hamrahlíð 10, Fossvogshverfi, Axarhöfði, Bíldshöfði 8, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Akurgerði 21, Bjallavað 13-17, Frostaskjól 9, Grundargerði 18, Holtsgata 1, Laugavegur 85, Raufarsel 7-13, Skaftahlíð 24, Vesturhlíð 5, Ægisíða 62, Einimelur 24, Árbæjarsundlaug, Hólmvað 6-8, Hverfisgata 103, Nauthólsvík/veitingaskáli, Sóleyjarimi 13, Hamravík 76, Miðborgin, Reitur 1.184.1, Skeifan 5, Skerjafjörður, Sundin, Efstasund, Skipasund, Vagnhöfði 9-21 og Dverghöfði, Þingholtsstræti 3, Ægisíða,

Skipulagsráð

20. fundur 2005

Ár 2005, miðvikudaginn 29. júní kl. 09:10, var haldinn 20. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Dagur B. Eggertsson, Björk Vilhelmsdóttir, Kristrún Heimisdóttir, Kristján Guðmundsson, Benedikt Geirsson og áheyrnarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Bjarni Þór Jónsson, Ágúst Jónsson, Jón Árni Halldórsson og Harri Ormarsson. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Jóhannes Kjarval, Margrét Þormar, Margrét Leifsdóttir og Björn Axelsson. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 30201 (01.15.43)
430289-1529 Úti og inni sf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
1.
Reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram tillaga Úti og inni, dags. 31.01.05, að breytingu á deiliskipulagi reits 1.154.3 ásamt skuggavarpi mótt. 15. apríl 2005. Hagsmunaaðilakynningin stóð yfir frá 29.04 til 13.05 2005. Lagðar fram athugasemdir Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar f.h. Fasteignafélagsins Stoðar, dags. 11.05.05, 15 eigenda og íbúa að Skúlagötu 32-34, dags. 11.05.05. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 26. maí 2005. Lagt fram bréf Húsfélagsins Skúlagötu 32-34, dags. 10.03.05. Ennfremur lagt fram bréf stjórnar Skipulagssjóðs, dags. 23.06.05
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 40710 (01.18.00)
701265-0339 Teiknistofan Óðinstorgi sf
Óðinsgötu 7 101 Reykjavík
2.
Reitur Menntaskólans í Reykjavík, deiliskipulag
Lögð fram tillaga teiknistofunnar Óðinstorgi, dags. 22.12.2004, að deiliskipulagi reits 1.180.0, Menntaskólareits. Einnig lögð fram umsögn húsafriðunarnefndar ríkisins, dags. 31.01.05.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 40358 (01.18.21)
281256-4679 Rafn Einarsson
Flúðasel 69 109 Reykjavík
3.
Reitur 1.182.1, Ölgerðarreitur, breyting á deiliskipulagi vegna Frakkastígs 16
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Arko, dags. í október 2004, mótt. 29. október 2004, að breytingu á deiliskipulagi Ölgerðarreits vegna Frakkastígs 16. Málið var í kynningu frá 3. nóvember til 1. desember 2004. Athugasemdabréf barst frá BTS Byggingum ehf og Esther Indriðadóttur f.h. eigenda Frakkastígs 14B, dags. 28.11.04. Lagt fram þinglýst samþykki eigenda að Njálsgötu 23, dags. 28. maí 2004 ásamt ódags. uppdráttum. Einnig lögð fram samþykki B.T.S. bygginga ehf, f.h. Njálsgötu 19, áritað á uppdr. dags. 19.02.05 og bréf Esther Indriðadóttur, dags. 24.06.05, þar sem hún dregur mótmæli sín frá 28.11.04 til baka.
Kynnt tillaga samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Umsókn nr. 40433 (01.13.01)
4.
Reitur 1.130.1 - Héðinsreitur, deiliskipulag
Að lokinni kynningu fyrir hagsmunaaðilum er lögð fram tillaga V.A. arkitekta, dags. 10.12.04 að deiliskipulagi reitsins. Málið var í kynningu frá 30. desember 2004 til 14. janúar 2005. Þessir sendu inn athugasemdir: Þormóður Sveinsson f.h. Sjálfsstæðs fólks ehf, dags. 14.01.04, Hallur Helgason f.h. Héðinshúsa ehf, dags. 14.01.04. Athugasemdafrestur var framlengdur til 8. febrúar 2005. Athugasemdabréf bárust frá Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 07.02.05 og GP arkitektum, dags. 08.02.05. Einnig lögð fram bókun umhverfisráðs frá 21.03.05 ásamt umsögn umhverfissviðs vegna undanþágu frá reglum um hljóðvist, bréf verkfræðistofunnar Annar, dags. 15.06.05, varðandi hljóðvist íbúða. Lagt fram bréf Lex-Nestor, dags. 20. maí 2005 f.h. hluta eigenda að Seljavegi 2. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. janúar, breytt 17. febrúar, 11. mars og 29. júní 2005.
Frestað.

Umsókn nr. 50293 (01.55.52)
5.
Reitur 1.555.2, Starhagi, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á deiliskipulagi Starhaga, dags. 12.05.05. Grenndarkynning stóð yfir frá 27.05 til 24.06 2005. Engar athugasemdir bárust.
Kynnt tillaga samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Umsókn nr. 50282 (01.67.20)
100455-3159 Pétur Örn Björnsson
Framnesvegur 27 101 Reykjavík
6.
Bauganes 3, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram bréf Péturs Arnar Björnssonar arkitekts, dags. 17. maí 2005 ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 3 við Bauganes, dags. s.d. Einnig lagt fram samþykki eigenda aðliggjandi lóða, Bauganesi 1a og Bauganesi 3. Grenndarkynning stóð yfir frá 26.05 til 23.06 2005. Engar athugasemdir bárust.
Kynnt tillaga samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Umsókn nr. 40618 (01.73.19)
681272-0979 V.S.Ó. Ráðgjöf ehf
Borgartúni 20 105 Reykjavík
7.
Menntaskólinn við Hamrahlíð 10, deiliskipulag lóðar
Að lokinni endurauglýsingu er lögð fram að nýju umsókn VSÓ ráðgjafar, dags. 10. nóvember 2004, ásamt bréfi Menntamálaráðuneytisins, dags. 10. nóvember 2004, vegna deiliskipulags lóðar Menntaskólans við Hamrahlíð skv. uppdr. VSÓ, dags. nóvember 2004. Auglýsingin stóð yfir frá 6. maí til 17. júní 2005. Athugasemdabréf bárust frá Einari Þorkelssyni Hamrahlíð 29, dags. 24.05.05 og íbúum við Stigahlíð, dags. 09.06.05. Einnig lagt fram bréf Menntamálaráðuneytisins, dags. 15. júní 2005 ásamt nýjum uppdráttum Hornsteina arkitekta, dags. í maí 2005. Ennfremur lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20.06.05.
Auglýst tillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa.

Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 50365 (01.85)
8.
Fossvogshverfi, breyting á skilmálum
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa, dags. 22.06.05, að breytingum á skilmálum deiliskipulags Fossvogshverfis.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 40416 (04.06)
9.
Axarhöfði, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Landslags ehf, dags. 7.04.05 að breytingu á deiliskipulagi Axarhöfða. Auglýsingin stóð yfir frá 6.05 til 17.06 2005. Engar athugasemdir bárust.
Auglýst tillaga samþykkt

Umsókn nr. 50346 (04.06.40)
080657-7819 Gunnlaugur Johnson
Nesbali 74 170 Seltjarnarnes
10.
Bíldshöfði 8, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga Gunnlaugs Ó. Johnson arktekts, dags. 01.06.05, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 8 við Bíldshöfða. Samþykki nágranna, dags. 20.06.05, árituð á uppdrátt.
Kynnt tillaga samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Umsókn nr. 31958
11.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 353 frá 28. júní 2005.


Umsókn nr. 31558 (01.81.321.0)
150769-4779 Axel Valur Birgisson
Akurgerði 21 108 Reykjavík
12.
Akurgerði 21, Blómaskáli
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 10. maí 2005, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja sólstofu úr timbri og gleri að suðvesturhlið hússins á lóðinni nr. 21 við Akurgerði. Grenndarkynning stóð yfir frá 26.05 til 23.06 2005. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun sólstofa 16,0 ferm. og 43,6 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 2.485
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 31931 (04.73.430.2)
710192-2199 Guðleifur Sigurðsson ehf
Aðallandi 19 108 Reykjavík
13.
Bjallavað 13-17, fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt fjölbýlishús á þremur hæðum með tuttugu og sjö íbúðum á lóðinni nr. 13-17 við Bjallavað.
Bílgeymsla fyrir sex bíla er í kjallara hússins.
Stærð: xx
Gjald kr. 5.700 + xx
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 31580 (01.51.550.8)
090466-4109 Hilmar Þór Kristinsson
Rekagrandi 10 107 Reykjavík
201265-3129 Rannveig Eir Einarsdóttir
Rekagrandi 10 107 Reykjavík
14.
Frostaskjól 9, raðhús, 4 íb. og innb. bílg.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 17. maí 2005, þar sem sótt er um leyfi til þess að rífa núverandi íbúðarhús og bílgeymslu (Borgarholt) og byggja steinsteypt tvílyft fjögurra eininga raðhús með innbyggðum bílgeymslum og geymslukjallara á lóð nr. 9 við Frostaskjól, samkv. uppdr. Arkþings, dags. 10.05.05. Grenndarkynning stóð yfir frá 26. maí til 23. júní 2005. Athugasemdarbréf barst frá íbúum Frostaskjóli 11, dags. 8.06.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júní 2005.
Bréf hönnuðar dags. 2. maí 2005 og svar skipulagsfulltrúa vegna fyrirspurnar dags. 15. mars 2005 fylgja erindinu.
Stærð : Niðurrif fastanúmer 202-4481 og 202-4482 matshluti 01 íbúð (0101 56,9 ferm., 0201 95,1 ferm.) 152 ferm., matshluti 02 bílgeymsla (0101 19,6 ferm., 0102 19,6 ferm.) 39,2 ferm., matshluti 03 geymsla (0101) 15,1 ferm.
Raðhús nr. 9A (matshl. 01) íbúð kjallari 64,9 ferm., 1. hæð 73,9 ferm., 2. hæð 104,9 ferm., bílgeymsla 31 ferm., samtals 274,7 ferm., 871,7 rúmm.
Raðhús nr. 9B (matshl. 02), 9C (matshl. 03) og 9D (matshl. 04) eru sömu fermetrastærðar og nr. 9A eða samtals 274,7 ferm., hver eining, en 9A og 9D eru samtals 871,7 rúmm. hver eining, og 9B og 9C eru 893,9 rúmm. hver eining. Raðhús er samtals 1098,8 ferm., 3531,2 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 201.278
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 31486 (01.81.420.2)
050969-4449 Hildur Gunnarsdóttir
Grundargerði 18 108 Reykjavík
010171-2969 Páll Sveinbjörn Pálsson
Grundargerði 18 108 Reykjavík
15.
Grundargerði 18, viðbygging ofl.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 3. maí 2005, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta viðbyggingu við suðurhlið 1. hæðar, hækka portveggi og þak og byggja kvisti á norður- og suðurþekju einbýlishússins ásamt leyfi til þess að byggja steinsteyptan bílskúr og setja upp setlaug á lóð nr. 18 við Grundargerði, samkv. uppdr. Guðmundar Jónssonar byggingafræðings, dags. 06.04.05. Grenndarkynning stóð yfir frá 26.05 til 23.06 2005. Engar athugasemdir bárust.
Samþykki húseigenda aðlægra lóða dags. 11. apríl 2005 og bréf umsækjenda dags. 18. apríl 2005 fylgja erindinu.
Stærð: Viðbygging 1. hæð 15,2 ferm., stækkun 2. hæð 61,2 ferm., samtals 76,4 ferm., 161,9 rúmm. Bílskúr 39,3 ferm., 133,3 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 16.826
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 31644 (01.13.460.9)
591203-2740 Holtsgata 1ehf
Stórhöfða 15 110 Reykjavík
16.
Holtsgata 1, nýbygging, niðurrif, sameining lóða
Sótt er um leyfi til að sameina lóðirnar nr. 1 og 3 við Holtsgötu og nr. 32A við Bræðaraborgarstíg í eina lóð. Jafnframt er sótt um leyfi til að rífa húsið nr. 32A við Bræðraborgarstíg og bílskúr á lóðinni nr. 1 við Holtsgötu.
Ennfremur er sótt um leyfi til að byggja fjölbýlishús úr steinsteypu með 13 íbúðum og bílageymslu í kjallara fyrir 13 bíla á hinni sameinuðu lóð.
Stærðir: Mathluti 01: íbúðir 987 ferm. og 2946,7 rúmm.; bílgeymsla 406,7 ferm. og 1372,5 rúmm. Samtals 1393,7 ferm. og 4319,2 rúmm.
Matshluti 02: 496,6 ferm. og 1603 rúmm.
Heild: 1890,3 ferm. og 5922,2 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 5.700 + 337.565
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 31888 (01.17.412.4)
530404-2850 Uppsalamenn ehf
Bæjarlind 4 201 Kópavogur
17.
Laugavegur 85, niðurrif + nýtt fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að rífa eldra hús og byggja í þess stað fjögurra hæða hús úr steinsteyptum einingum með atvinnuhúsnæði á fyrstu hæð en sex íbúðum á efri hæðum á lóðinni nr. 85 við Laugaveg.
Stærðir: Hús sem rifið verður: Matshl. 01, landnr. 101599, fastanr. 200-5359 og 200-5361, stærð 268,5 ferm. og 785,0 rúmm.
Nýbygging: Kjallari geymslur o.fl. 152,6 ferm., 1. hæð verslun 184,9 ferm., 2. hæð íbúðir 192,9 ferm. 3. hæð íbúðir 194,2 ferm., 4. hæð 158,3 ferm.
Samtals 882,9 ferm. og 3080,3 rúmm.
Gjald kr. 5.700 +175.577
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Vísað til umsagnar rýnihóps um uppbyggingu í miðborginni.


Umsókn nr. 31750 (04.92.520.5)
180532-7819 Sigurður E Guðmundsson
Raufarsel 11 109 Reykjavík
18.
Raufarsel 7-13, 11 - sólstofa
Sótt er um leyfi til þess að byggja sólstofu að suðvesturhlið raðhúss nr. 11 á lóðinni nr. 7-13 við Raufarsel.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. júní 2005 fylgir erindinu.
Samþykki meðlóðarhafa (á teikn.) fylgir erindinu.
Strærð: Sólstofa 13,4 ferm. og 32,1 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 1.830
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 30981 (01.27.420.1)
450599-3529 Fasteignafélagið Stoðir hf
Kringlunni 4-12 103 Reykjavík
19.
Skaftahlíð 24, tengibygging o.fl.
Að lokinni endurtekningu grenndarkynningar byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 1. mars 2005, þar sem sótt er um leyfi til að byggja tengibyggingu milli norðurhúss (mhl 03) og suðurhúss (mhl 01) á lóðinni nr. 24 við Skaftahlíð, samkv. uppdr. Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 22.02.05, breytt 05.05.05. Byggingin verði byggð ofan á núverandi kjallara milli húsanna en hluti af þakplötu kjallarans verði fjarlægður til að mynda rými með meiri lofthæð. Jafnframt verði innra fyrirkomulagi allra hæða í norðurhúsi breytt o.fl. Einnig lögð fram umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 11.05.05. Málið var í kynningu frá 11. maí til 8. júní 2005. Þessir sendu inn athugasemdir: Dýrunn Anna Óskarsdóttir, Skaftahlíð 30, dags. 17.05.05, Ragnar Freyr Ingvarsson og Snædís Eva Sigurðardóttir, Skaftahlíð 8, dags. 23.05.05, Sigfríður Björnsdóttir, Skaftahlíð 29, dags. 06.06.05, Hilmar Sigurðsson, f.h. Húsfélagsins Skaftahlíð 12-24, dags. 06.06.05, íbúðareigendur Skaftahlíð 38, dags. 07.06.05, Ingibjörg Elíasdóttir, Skaftahlíð 40, dags. 08.06.05, Ingimar Guðmundsson og Ásdís Valdimarsdóttir, Skaftahlíð 40, dags. 08.06.05, Arnór Þ. Sigfússon, Skaftahlíð 28, dags. 08.06.05.
Stækkun: xx
Gjald kr. 5.700 + xx

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Athugasemdum vegna umferðarmála vísað til umsagnar Framkvæmdasviðs.


Umsókn nr. 31923
690169-2829 Kirkjugarðar Reykjavíkur
Suðurhlíð 105 Reykjavík
20.
Vesturhlíð 5, duftgarður
Sótt er um leyfi til þess að staðsetja duftreit við Fossvogskirkjugarð á lóð nr. 5 við Vesturhlíð.
Gjald kr. 5.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 31571 (01.54.521.2)
150869-5369 Gunnar Tryggvason
Ægisíða 62 107 Reykjavík
080872-4109 Úlfhildur Áslaug Leifsdóttir
Ægisíða 62 107 Reykjavík
21.
Ægisíða 62, niðurrif, viðbygging o.fl.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 10. maí 2005, þar sem sótt er um leyfi til þess að rífa viðbyggingu á austurhlið húss og byggja þar nýja viðbyggingu, byggja kvisti á suður- og norðurþekju, byggja svalir á suðurhlið og útitröppur á norðurhlið og breyta gluggum á suður- og vesturhlið hússins á lóðinni nr. 62 við Ægisíðu, samkv. uppdr. Arkitektahönnunar ehf, dags. 25.04.05. Grenndarkynning stóð yfir frá 19.05 til 16.06 2005. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun 65,5 ferm. og 185,9 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 10.596
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsing vegna breytinga á eignarhlutfalli í húsinu liggi fyrir eigi síðar en við fokheldi.


Umsókn nr. 31591 (01.52.610.4)
240555-2399 Magnús Jónas Kristjánsson
Funafold 58 112 Reykjavík
490305-0760 Byggingafélagið Erus ehf
Funafold 58 112 Reykjavík
22.
Einimelur 24, einbýlish. m.innb. bílg.
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 24 við Einimel. Samþykki nágranna, dags. 20.06.05, lögð fram.
Stærð: Einbýlishús íbúð 208,8 ferm., bílgeymsla 43,1 ferm., samtals 251,9 ferm., 937,1 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 53.107
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 50265 (04.36.47)
120268-5979 Gylfi Þórðarson
Kaplaskjólsvegur 91 107 Reykjavík
23.
Árbæjarsundlaug, (fsp) pylsu-veitingasala
Lagt fram að nýju bréf Gylfa Þórðarsonar, dags. 11. maí 2005, varðandi heimild til að reisa söluskála við Árbæjarsundlaug, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Úti og inni, mótt. 11. maí 2005. Einnig lögð fram bókun íþrótta- og tómstundaráðs frá 16.06.05.
Neikvætt.

Skipulagsráð felur skipulags- og byggingarsviði í samstarfi við íþrótta- og tómstundaráð að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir söluskála á lóð Árbæjarsundlaugar sem verður kynnt hagsmunaaðilum í hverfinu. Ef slík tillaga verður samþykkt leggur ráðið áherslu á það að reksturinn verði boðinn út í samræmi við reglur Reykjavíkurborgar.


Umsókn nr. 50124
130254-7649 Sveinn Ívarsson
Grundarhvarf 9 203 Kópavogur
24.
Hólmvað 6-8, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Sveins Ívarssonar arkitekts, dags. 20.06.05, með fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 6-8 við Hólmvað.
Ráðið gerir ekki athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað, í samræmi við fyrirspurn, sem síðar verður grenndarkynnt.

Umsókn nr. 40623 (01.15.44)
440703-2590 Teiknistofa Halldórs Guðm ehf
Skúlatúni 6 105 Reykjavík
25.
Hverfisgata 103, nýbygging
Lögð fram fyrirspurn teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 16.11.04 ásamt uppdrætti, dags. 22.06.05, vegna nýbyggingar og breyttrar notkunar á lóð nr. 103 við Hverfisgötu og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. desember 2004.
Ekki er gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað, sem síðar verður grenndarkynnt.

Umsókn nr. 40058 (01.66)
530201-2280 Nexus Arkitektar ehf
Heiðargerði 33 108 Reykjavík
26.
Nauthólsvík/veitingaskáli, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram að nýju tillaga Nexus arkitekta, dags. 08.04.05, að stækkun veitingahússins Nauthóls ásamt umsögn umhverfisstjóra, dags. 29.04.05. Einnig lögð fram bókun íþrótta- og tómstundaráðs frá 16.06.05.
Frestað. Ráðið óskar eftir því að umsækjandi gerir nánar grein fyrir því hvaða þjónusta á að fara fram í þjónustuskála á lóð.

Umsókn nr. 50359 (02.53.4)
460503-3290 Sóleyjarrimi ehf
Suðurlandsbraut 14 105 Reykjavík
27.
Sóleyjarimi 13, breytt landnotkun
Lögð fram fyrirspurn Sóleyjarima ehf., dags. 20.06.05, varðandi breytingu á landnotkun þjónustulóðar við Sóleyjarima 13.
Neikvætt. Ekki er fallist á að heimila breytingar á nýsamþykktu deiliskipulagi.

Umsókn nr. 50361 (02.35.24)
210562-3039 Anna Þóra Gísladóttir
Hamravík 76 112 Reykjavík
28.
Hamravík 76, lóðarstækkun
Lagt fram bréf Önnu Þóru Gísladóttur, dags. 21.06.05, þar sem sótt er um stækkun lóðar nr. 76 við Hamravík. Einnig lagður fram uppdráttur dags. 28. júní 2005.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.

Umsókn nr. 50106
29.
Miðborgin, rýnihópur um uppbyggingu í miðborg
Lögð fram samþykkt hverfisráðs miðborgar frá 16.06.05 um tilnefningu fulltrúa í rýnihóp um útlit nýbygginga við Laugaveg.


Umsókn nr. 40102 (01.18.41)
531200-3140 Teiknistofa ark Gylfi G/fél ehf
Skólavörðustíg 3 101 Reykjavík
30.
Reitur 1.184.1, Spítalastígur, Óðinsgata, Bjargarstígur og Bergstaðastræti
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16. júní 2005 á bókun skipulagsráðs frá 8. júní 2005, varðandi samþykkt á breyttu deiliskipulagi reits 1.184.1, sem afmarkast af Spítalastíg, Óðinsgötu, Bjargarstíg og Bergstaðastræti.


Umsókn nr. 50372 (01.46.10)
521004-2740 Themis ehf lögmannsstofa
Pósthússtræti 7 101 Reykjavík
31.
Skeifan 5, kæra
Lögð fram kæra Helga Jónssonar hrl. f.h. húsfélagsins Skeifunnar 3, dags. 22.06.05, vegna breytinga á deiliskipulagi lóðarinnar Skeifunni 5 sem samþykkt var í borgarráði 26. maí 2005.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 50358
32.
Skerjafjörður, minnismerki
Lagt fram bréf menningar- og ferðamálaráðs, dags. 20.06.05, varðandi minnismerki við Skerjafjörð.
Ráðið gerir ekki athugasemd við staðsetninguna.

Umsókn nr. 50083 (01.3)
480699-2629 Arkhúsið ehf
Barónsstíg 5 101 Reykjavík
33.
Sundin, Efstasund, Skipasund, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16. júní 2005 á bókun skipulagsráðs frá 8. júní 2005, varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi við Efstasund og Skipasund.


Umsókn nr. 40692
500299-2319 Landslag ehf
Skólavörðustíg 11 101 Reykjavík
34.
Vagnhöfði 9-21 og Dverghöfði, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16. júní 2005 á bókun skipulagsráðs frá 8. júní 2005, varðandi breytt deiliskipulag lóðanna nr. 9-21 við Vagnhöfða og Dverghöfða.


Umsókn nr. 50373 (01.17.03)
35.
Þingholtsstræti 3, hótel
Lagt fram bréf fasteignafélagsins Eik, dags. 27.06.05.


Umsókn nr. 40353 (01.5)
36.
Ægisíða, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16. júní 2005 á bókun skipulagsráðs frá 8. júní 2005, varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi við Ægisíðu.