Alþingisreitur, Lindargata 60, Reitur 1.184.1, Hrísateigur 6, Laugarás, Hrafnista, Síðumúli, Sogamýri/Markarholt, Sundin, Efstasund, Skipasund, Skúlagata 21, Ægisíða, Grafarholt, Gullengi 2-6, Jöklasel 21-23, Stapasel 12, Vagnhöfði 9-21 og Dverghöfði, Kjalarnes, Varmidalur, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Flugvallarv. Keiluh., Holtsgata 1, Lynghagi 11, Þingvað 23, Fífurimi 52, Skuggahverfi, Sporhamrar, Þingholtsstræti 3, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Byggingarlistastefna, Hlíðarendi, Kirkjustétt 36-40, Skeifan 5, Skipulagssjá, Öskjuhlíð, Keiluhöll, Fegrunarnefnd, Fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks,

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 161/2005

18. fundur 2005

Ár 2005, miðvikudaginn 8. júní kl. 09:05, var haldinn 18. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Dagur B. Eggertsson, Katrín Jakobsdóttir, Ágústa Kristófersdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Guðmundsson og áheynarfulltrúinn Sveinn Aðalsteinsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Bjarni Þ. Jónsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Jón Árni Halldórsson og Harri Ormarsson. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Ólöf Örvarsdóttir, Margrét Leifsdóttir, Margrét Þormar og Lilja Grétarsdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 50335 (01.14.11)
1.
Alþingisreitur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Batterísins dags. 30. maí 2005 varðandi endurskoðun á deiliskipulagi Alþingisreits ásamt tillögum dags. 27. maí 2005.
Sigurður Einarsson arkitekt, kynnti tillögurnar. Frestað.

Umsókn nr. 50302 (01.15.32)
630404-2580 S.Ó.S. fasteignir ehf
Bíldshöfða 18 112 Reykjavík
2.
Lindargata 60, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn SOS fasteigna, dags. 20.05.05, um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 60 við Lindargötu skv. uppdrætti Luigi Bartolozzi ark., dags. 20.05.05.
Frestað.

Umsókn nr. 40102 (01.18.41)
531200-3140 Teiknistofa ark Gylfi G/fél ehf
Skólavörðustíg 3 101 Reykjavík
3.
Reitur 1.184.1, Spítalastígur, Óðinsgata, Bjargarstígur og Bergstaðastræti
Lagðar fram samþykktar tillögur Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf, dags. 2.01.05 að deiliskipulagi reits 1.184.1, sem afmarkast af Spítalastíg, Óðinsgötu, Bjargarstíg og Bergstaðastræti. Einnig lögð fram fundargerð skipulagsfulltrúa dags. 27. apríl 2005 og bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs þann 12. maí 2005 þar sem borgarráð samþykkti að vísa erindinu til skipulagsráðs að nýju. Lagðar fram nýjar tillögur Teiknistofu arkitekta, dags. 3. júní 2005.
Áður samþykkt tillaga að deiliskipulagi endursamþykkt með þeim breytingum sem fram koma í tillögu Teiknistofu arkitekta dags. 3. júní 2005.

Vísað til borgarráðs.

Dagur B. Eggertsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 50134 (01.36.05)
700176-0109 Teiknistofa Ingimund Sveins ehf
Ingólfsstræti 3 101 Reykjavík
4.
Hrísateigur 6, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 6 við Hrísateig, dags. 28. febrúar 2005. Málið var í kynningu frá 16. mars til 14. apríl 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: Elísabet Þorsteinsdóttir og Jón Leví Hilmarsson, Hrísateig 4, dags. 12.04.05 ásamt undirskriftalista með nöfnum 18 íbúa, Erla Waage og Valgeir Gunnarsson, Hrísateig 8, mótt. 18.04.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdir dags. 3. júní 2005.
Frestað.

Umsókn nr. 40656 (01.35.1)
440703-2590 Teiknistofa Halldórs Guðm ehf
Skúlatúni 6 105 Reykjavík
5.
Laugarás, Hrafnista, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar að breytingu á deiliskipulagi, vegna byggingar þjónustuíbúða fyrir aldraða á lóð Hrafnistu, dags. 10. mars 2005. Einnig lagt fram bréf, dags. 2. febrúar 2005, ásamt módeli. Málið var í kynningu frá 21. mars til 20. apríl 2005. Engar athugasemdir bárust. Lagt fram bréf teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 2.06.05 ásamt nýrri tillögu að deiliskipulagi Hrafnistu, dags. 2.06.05, sem gerir ráð fyrir að tillagan sem samþykkt var á fundi skipulagsráðs 16.03.05 í grenndarkynningu verði felld úr gildi. Ný tillaga gerir ráð fyrir fjögurra hæða nýbyggingu.
Samþykkt að grenndarkynna nýja tillögu fyrir hagsmunaaðilum innan lóðar Hrafnistu.

Umsókn nr. 40627 (01.29)
6.
Síðumúli, forsögn
Lögð fram drög að forsögn dags. í júní 2005.
Forsögn skipulagsfulltrúa samþykkt. Samþykkt að kynna forsögnina fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.

Umsókn nr. 50321 (01.47.1)
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
7.
Sogamýri/Markarholt, bráðabirgðadreifistöð
Lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 31.05.05, um staðsetningu bráðabirgðadreifistöðvar við gatnamót Suðurlandsbrautar og Langholtsvegar, sunnan Suðurlandsbrautar, samkv. uppdr. dags. 31.05.05.
Bráðabirgðastaðsetning samþykkt.

Umsókn nr. 50083 (01.3)
480699-2629 Arkhúsið ehf
Barónsstíg 5 101 Reykjavík
8.
Sundin, Efstasund, Skipasund, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga Arkhússins ehf, dags. 08.04.05. að deiliskipulagi við Sundin, Efstasund, Skipasund ásamt forsögn skipulagsfulltrúa. Kynningin stóð yfir frá 29. apríl til 13. maí 2005. Þessir sendu inn athugasemdir: Marvin Ívarsson og Helga Péturdóttir, Langholtsvegi 99, dags. 03.05.05, Bergþór Þormóðsson, dags. 11.05.05, Margrét Aðalsteinsdóttir, Langholtsvegi 25, dags. 12.05.04, Hallur Kristvinsson, Efstasundi 94, dags. 14.05.05. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa dags. 25. maí 2005.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.

Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að tekið verði tillit til ábendinga Marvins Ívarssonar og Helgu Pétursdóttur er varða gönguleiðir skólabarna við Langholtsskóla Mikilvægt er að tekið verði á þessu máli strax af Framkvæmdasviði borgarinnar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 50329 (01.15.42)
9.
Skúlagata 21, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Arkitekta Ólafar og Jon ehf, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 21 við Skúlagötu, dags. 31. maí 2005.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð. Ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

Umsókn nr. 40353 (01.5)
10.
Ægisíða, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu þann 8. mars 2005 er lögð fram að nýju tillaga arkitekta Hjördísar og Dennis, dags. 14.02.05 á forsögn skipulagsfulltrúa, dags. júní 2004, að deiliskipulagi reits sem markast af Ægisíðu, Hofsvallagötu, lóðarmörkum austan Ægisíðu og Lynghaga. Lögð fram húsakönnun Árbæjarsafns. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: Guðmundur Löve og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir, Ægisíðu 74, 2. h, dags. 07.03.05, Guðjón Bjarnason arkitekt f.h. Bjarna Guðjónssonar, Ægisíðu 64, dags. í mars, Nexus arkitektar f.h. eiganda Ægisíðu 52, dags. 22.03.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 30. maí 2005. Lögð fram fyrirspurn Nexus arkitekta ehf, dags. 18. maí 2005, varðandi fyrirhugaðar breytingar á húsinu nr. 52 við Ægisíðu, samkv. uppdr. dags. 10.05.05 ásamt fyrirspurnum Rósu Thorsteinsson, Ægisíðu 54, (neðri hæð), Seðlabanka Íslands, Ægisíðu 54, efri hæð, dags. 18.05.05, Aðalheiði Þorsteinsdóttur, Ægisíðu 52, (kjallara), dags. 18.05.05, Guðríði Þorvaldsdóttur, Ægisíðu 50, (fyrstu hæð), dags. 18.05.05 og húseigendum Ægisíðu 50, dags. 23.05.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um erindið dags. 8. júní 2005.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu með þeim breytingum sem lagðar eru til í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. júní 2005.

Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 50191 (04.1)
671197-2919 Arkís ehf
Aðalstræti 6 101 Reykjavík
11.
Grafarholt, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf Arkís ehf, dags. 05.04.05, ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi í Grafarholti, á mótum Þórðarsveigs og Gvendargeisla, vegna afmörkunar lóðar fyrir sendistöð undir fjarskiptabúnað OG Vodafone. Kynningin stóð yfir frá 22. apríl til 20. maí 2005. Athugasemd barst frá Þór Bjarkar f.h. Heimkynna ehf, dags. 20.05.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31.05.05.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.

Umsókn nr. 30033 (02.38.67)
471293-2109 Tekton ehf
Háteigsvegi 7 105 Reykjavík
12.
Gullengi 2-6, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Tekton ehf, dags. 21.07.04, að deiliskipulagi á lóðinni nr. 2-6 við Gullengi. Málið var í auglýsingu frá 18. mars til 2. maí 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: Björn Arnar Ólafsson f.h. húsfélagsins Gullengi 3, dags. 19.04.05, Kristinn Jóhannesson f.h. íbúa í Gullengi 17, dags. 23.04.05, 18 búar við Gullengi 1-17, dags. 15.04.05, Emil Örn Kristjánsson f.h. Íbúasamtaka Grafarvogs, dags. 29.04.05, 4 íbúar við Gullengi 11, dags. 15.04.05, undirskriftalisti með nöfnum 53 aðila, dags. 30.04.05, Guðjón Ýmir Lárusson, Laufengi 4, dags. 02.05.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. júní 2005.
Auglýstri tillögu að breytingu á deiliskipulagi ásamt framkomnum athugasemdum og umsögn skipulagsfulltrúa vísað til umsagnar hverfisráðs Grafarvogs.

Umsókn nr. 40663 (04.97.53)
500182-0169 Jöklasel 21,húsfélag
Jöklaseli 21 109 Reykjavík
431281-0319 Jöklasel 23,húsfélag
Jöklaseli 23 109 Reykjavík
13.
Jöklasel 21-23, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Ágústs Þórðarsonar byggingafræðings, dags. 30.05.05, að breytingu á deiliskipulagi á lóðunum nr. 21 og 23 við Jöklasel, vegna bílskúra.
Samþykkt að grenndarkynna framkomna tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Jöklaseli 1-19 (oddatölur)

Umsókn nr. 50239 (04.92.47)
14.
Stapasel 12, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Hörpu Stefánsdóttur arkitekts, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 12 við Stapasel, dags. 15.04.05. Málið var í kynningu frá 6. maí til 3. júní 2005. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.

Umsókn nr. 40692
500299-2319 Landslag ehf
Skólavörðustíg 11 101 Reykjavík
15.
Vagnhöfði 9-21 og Dverghöfði, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Teiknistofunnar Skólavörðustíg 28 ehf. og Landslags ehf, dags. 06.07.04, að breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 9-21 við Vagnhöfða og Dverghöfða. Einnig lagt fram bréf Sigrúnar Óladóttur arktekts f.h. húseigenda við Vagnhöfða, dags. 15.12.04. Auglýsingin stóð yfir frá 14.01.05 til 25.02.05. Lögð fram athugasemd Logos lögmannsþjónustu f.h. Snorra Hjaltasonar, dags. 19.01.05, Sólark arkitekta f.h. húseiganda að Vagnhöfða 23, dags. 26.01.05., Bílabúð Benna, Vagnhöfða 23, dags. 15.02.05, Guðjóns Árnasonar, Borgartún 20 ehf, dags. 03.03.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. maí 2005.
Auglýst tillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa.

Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 50308
010234-4689 Sæberg Þórðarson
Ásland 1 270 Mosfellsbær
16.
Kjalarnes, Varmidalur, skipting lóðar
Lagt fram bréf eigenda jarðarinnar Varmadal, dags. 23. maí 2005, þar sem óskað er eftir að skipta úr jörðinni landspildu samkv. uppdr. gert af Ráðgjöf ehf, dags. 05.05.05.
Skipting jarðarinnar samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð. Athygli umsækjanda er vakin á ákvæði 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004, en skipti á landi sem tilheyrir einni jörð og sameiginlegu landi tveggja eða fleiri jarða skulu staðfest af landbúnaðarráðherra.

Umsókn nr. 31809
17.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 350 frá 7. júní 2005.


Umsókn nr. 31363 (01.75.120.1)
420502-2650 Öskjuhlíð ehf
Aftanhæð 1 210 Garðabær
18.
Flugvallarv. Keiluh., loftnet f. Símann
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 12. apríl 2005, þar sem sótt er um leyfi til þess að setja upp 8 m hátt loftnet fyrir Símann á þak loftræsiklefa Keiluhallarinnar á lóð við Flugvallarveg, samkv. uppdr. Guðna Pálssonar arkitekts, dags. 05.04.05.
Gjald kr. 5.700
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 31644 (01.13.460.9)
591203-2740 Holtsgata 1ehf
Stórhöfða 15 110 Reykjavík
19.
Holtsgata 1, nýbygging, niðurrif, sameining lóða
Sótt er um leyfi til að sameina lóðirnar nr. 1 og 3 við Holtsgötu og nr. 32A við Bræðaraborgarstíg í eina lóð. Jafnframt er sótt um leyfi til að rífa húsið nr. 32A við Bræðraborgarstíg og bílskúr á lóðinni nr. 1 við Holtsgötu.
Ennfremur er sótt um leyfi til að byggja fjölbýlishús úr steinsteypu með 13 íbúðum og bílageymslu í kjallara fyrir 13 bíla á hinni sameinuðu lóð.
Stærðir: xx
Gjald kr. 5.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 31407 (01.55.510.1)
030564-3599 Benedikt Sigurðsson
Lynghagi 11 107 Reykjavík
20.
Lynghagi 11, bílskúr
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 24. maí 2005, þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan bílskúr vestanvert á lóðinni nr. 11 við Lynghaga. Einnig lagt fram samþykki þeirra sem grenndarkynnt var fyrir.
Stærð: 35,1 ferm., 117,9 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 6.720
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 31774 (04.79.120.2)
030769-3769 Baldur Þór Bjarnason
Hlíðargerði 23 108 Reykjavík
21.
Þingvað 23, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt einbýlishús að hluta á tveimur hæðum og með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 23 við Þingvað.
Stærð: Íbúð 1. hæð 192,6 ferm., 2.hæð 49,0 ferm., bílgeymsla 1. hæð 39,8 ferm.
Samtals 281,4 ferm. og 920,7 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 52.480
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 50235 (02.58.70)
200171-4549 Friðrik Lunddal Gestsson
Fífurimi 52 112 Reykjavík
22.
Fífurimi 52, lóðarstækkun
Lagt fram bréf Friðriks L. Gestssonar, mótt. 26.05.05, varðandi umsókn um stækkun lóðarinnar nr. 52 við Fífurima. Einnig lagt fram samþykki þinglýstra eigenda að Fífurima 42, 44, 46, 48 og 50.
Ráðið gerir ekki athugasemd við erindið. Fyrirspyrjendum ber að leggja fram formlega umsókn og leggja fram uppdrátt sem sýnir lóðarstækkun.

Umsókn nr. 50327 (01.15.2)
23.
Skuggahverfi, reitur 1.152.3
Lögð fram fyrirspurn Hornsteina arkitekta að breytingu á deiliskipulagi reits 1.152.3 dags. 28. nóvember 2004, breytt í maí 2005. Einnig lagt fram minnisblað Hornsteina dags. 12. maí 2005 og samantekt á byggingarmagni og nýtingarhlutfalli dags. 26. maí 2005.
Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt, kynnti tillöguna. Frestað.

Umsókn nr. 50223 (02.29.56)
010861-4899 Þorsteinn Þorsteinsson
Salthamrar 8 112 Reykjavík
24.
Sporhamrar, opið svæði
Lögð fram fyrirspurn Þorsteins Þorsteinssonar, dags. 19.04.05, varðandi nýtingu óúthlutaðrar þjónustulóðar við Sporhamra og fyrirspurn Þroskahjálpar dags. 13. desember 2004 ásamt tillögu skipulagsfulltrúa dags. 28. apríl 2005. Einnig lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 10. maí 2005. Einnig lagt fram tölvubréf Strætó b.s. dags. 31. maí 2005.
Frestað.

Umsókn nr. 30860 (01.17.030.4)
590902-3730 Eik fasteignafélag hf
Sóltúni 26 105 Reykjavík
25.
Þingholtsstræti 3, hótel m 29 herb.
Lagt fram bréf Nexus arkitekta, dags. 2. júní 2005, ásamt leiðréttum uppdrætti, dags. 2.02.05 vegna Þingholtsstrætis 3. Einnig lagðir fram nýir uppdrættir mótt. 3. júní 2005.
Ráðið gerir ekki athugasemd við að unnið verði áfram með tillögu A sem sýnd er á uppdráttum mótt. 3. júní 2005.

Umsókn nr. 10070
26.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 3. júní 2005.


Umsókn nr. 50176
27.
Byggingarlistastefna, drög
Lögð fram drög Þorvaldar S. Þorvaldssonar arkitekts, dags. í nóvember 2004, um byggingarlistastefnu.
Frestað.

Umsókn nr. 31815
28.
Hlíðarendi, nýtt götuheiti
Byggingarfulltrúi leggur til að ný gata á Valssvæði við Öskjuhlíð fái heitið Hlíðarendi.
Ráðið gerir ekki athugasemd við erindið.

Umsókn nr. 29988 (04.13.510.4)
250469-5009 Jón Matthías Sigurðsson
Kirkjustétt 40 113 Reykjavík
040264-4269 Agnes Björk Jóhannsdóttir
Kirkjustétt 38 113 Reykjavík
29.
Kirkjustétt 36-40, Br. inni og úti
Lagt fram bréf af fundi borgarráðs 19. maí 2005, vegna 26. liðar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 1. mars 2005 um Kirkjustétt 36-40.
Borgarráð samþykkti að fallast á afgreiðslu byggingarfulltrúa, sbr. umsögn borgarlögmanns frá 26. f.m. sem fylgir í ljósriti.
Jafnframt samþykkti borgarráð að beina því til skipulagsráðs að það kanni hvort rétt sé að beita byggingarstjóra viðurlögum skv. 59. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skipulagsráð felur byggingarfulltrúa að kanna hvort rétt sé að beita byggingarstjóra viðurlögum skv. 59. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma og mótmæla málsmeðferð og niðurstöðu vegna byggingarleyfis fyrir Kirkjustétt 36-40, enda hefur málið bæði valdið eigendum miklum óþægindum og tjóni.


Umsókn nr. 40462 (01.46.10)
660298-2319 Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
530994-2609 Húsfélagið Skeifunni 5
Skeifunni 5 108 Reykjavík
30.
Skeifan 5, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 26. maí 2005 á bókun skipulagsráðs frá 18. s.m., varðandi breytt deiliskipulag lóðarinnar að Skeifunni 5.


Umsókn nr. 50319
31.
Skipulagssjá,
Kynnt 1. útgáfa af vefsjá sem veitir aðgang að skipulagsáætlunum á stafrænu formi.
Haraldur Sigurðsson kynnti.

Umsókn nr. 50219 (01.73.12)
660298-2319 Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
32.
Öskjuhlíð, Keiluhöll, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 26. maí 2005 á bókun skipulagsráðs frá 18. s.m., varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi á hluta lóðar Keiluhallarinnar.


Umsókn nr. 990355
33.
Fegrunarnefnd, skipan fulltrúa
Skipan fulltrúa í vinnuhóp sem gerir tillögu að viðurkenningum fyrir lóðir fjölbýlishúsa og fyrirtækja/stofnana og uppgerð eldri húsa árið 2004.
Samþykkt að Þórólfur Jónsson deildarstjóri garðyrkjudeildar og Björn Axelsson umhverfisstjóri skipulagsfulltrúa skipi vinnuhóp varðandi lóðir fjölbýlishúsa og fyrirtækja/stofnanna og Margrét Þormar hjá skipulagsfulltrúa auk fulltrúa frá Minjasafni Reykjavíkur skipi vinnuhóp vegna eldri húsa.

Umsókn nr. 50003
34.
Fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks,
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks frá 13. apríl sl. um hvað líði vinnu vegna umferðarskipulags við Úlfarsfell.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks ítreka fyrirspurn sína frá 13. apríl sl. og fara fram á að henni verið svarað fljótlega.