Bústaðavegur 151-153, Kringlan, Háskólinn í Reykjavík, Skeifan 5, Freyjugata 34, Hlemmur og nágrenni, Lambhagi, Víðidalur, Fákur, Vesturgata 3, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Brekkugerði 10, Krókavað 1-11, Laugavegur 24, Móvað 1, Móvað 11, Móvað 3, Móvað 9, Reynimelur 63, Naustabryggja 54 og 56, Nauthólsvík/veitingaskáli, Sölvhólsgata 13, Gullengi 2-6, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Melavöllur, Rafstöðvarvegur 31,

Skipulagsráð

14. fundur 2005

Ár 2005, miðvikudaginn 4. maí kl. 9:05, var haldinn 14. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Dagur B Eggertsson, Anna Kristinsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Katrín Jakobsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Bjarni Þór Jónsson, Stefán Finnsson, Ágúst Jónsson og Jón Árni Halldórsson. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Nikulás Úlfar Másson, Björn Axelsson, Margrét Leifsdóttir og Margrét Þormar. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 50181 (01.82.61)
660298-2319 Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
1.
Bústaðavegur 151-153, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf Teiknistofunnar Traðar ehf, dags. 4. apríl 2005, ásamt tillögu, dags. 04.04.05, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 151 við Bústaðaveg. Einnig lögð fram umsögn Verkfræðistofu Framkvæmdasviðs, dags. 12.04.05. Lagt fram samþykki þeirra sem grenndarkynnt var fyrir, dags. 25. apríl 2005.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.

Umsókn nr. 40228 (01.72.1)
2.
Kringlan, endurskoðun skipulags
Að lokinni forkynningu fyrir hagsmunaaðila á svæðinu eru lögð fram að nýju drög skipulagsfulltrúa að skipulagsforsögn fyrir deiliskipulag af Kringlunni, dags. í ágúst 2004. Athugasemdabréf bárust frá Árvakri hf, dags. 08.10.04, Halldóri Guðmundssyni arkitekt f.h. Stoða hf, dags. 14.10.04, Hróbjarti Hróbjartssyni arkitekt f.h. lóðarhafa Kringlunnar 7-9, SPRON og Húss verslunarinnar, dags. 18.10.04, Þorkeli Sigurlaugssyni f.h. Háskólans í Reykjavík, dags. 18.10.04. Einnig eru lögð fram ný drög skipulagsfulltrúa dags. í maí 2005 þar sem lagt er til að deiliskipulagssvæðið verði minnkað.
Samþykkt að minnka deiliskipulagssvæðið í samræmi við tillögu í drögum skipulagsfulltrúa. Endurskoðuð forsögn samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að kynna breytingu á skipulagssvæðinu og á forsögninni fyrir hagsmunaaðilum.

Umsókn nr. 50215
3.
Háskólinn í Reykjavík,
Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs frá 14. apríl 2005, varðandi framtíðarstaðsetningu Háskólans í Reykjavík.
Samþykkt að framtíðarstaðsetning Háskólans í Reykjavík í Vatnsmýri verði kynnt í skipulagsráði á fundi þess þann 25. maí nk.

Umsókn nr. 40462 (01.46.10)
660298-2319 Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
530994-2609 Húsfélagið Skeifunni 5
Skeifunni 5 108 Reykjavík
4.
Skeifan 5, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Traðar að breytingu á deiliskipulagi, dags. 10.12.04, á lóð nr. 5 við Skeifuna ásamt umboði lóðarhafa Skeifunnar 5, dags. 6.07.04. Tillagan var kynnt á fundi umhverfisráðs 17. janúar s.l. Málið var í auglýsingu frá 25. febrúar til 8. apríl 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugsemdir: Jón Pétur Jónsson framkv.stj. Örninn hf. Skeifunni 11d, dags. 09.03.05 og 8.04.05, Elías Theodórsson, Skeifan 3a, dags. 07.04.05, Theodór S. Marinósson, ÁÞ Skeifunni 3b, dags. 08.04.05, Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir og Gunnar Þór Sveinsson, eigendur Local, Skeifunni 3A, dags. 11.04.05, Hið íslenska bókmenntafélag, dags. 07.04.05, eigendur fasteignarinnar við Skeifuna 3, dags. 11.04.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2.05.05.
Frestað.

Umsókn nr. 50170 (01.19.60)
5.
Freyjugata 34, og 36
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að lóðarmarkabreytingu vegna Freyjugötu 34 og 36, dags. 3.05.05.
Framlögð lóðamarkabreyting samþykkt.

Umsókn nr. 50228 (01.24.00)
521280-0269 Listasafn Reykjavíkur
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
6.
Hlemmur og nágrenni, "Klyfjahesturinn"
Lagt fram bréf Listasafns Reykjavíkur, dags. 18. apríl 2005, varðandi nýja staðsetningu listaverksins "Klyfjahesturinn" eftir Sigurjón Ólafsson.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við staðsetninguna.

Umsókn nr. 50236 (02.6)
020341-2979 Helgi Hafliðason
Stuðlasel 44 109 Reykjavík
7.
Lambhagi, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Helga Hafliðasonar arkitekts, dags. 27. apríl 2005, að breytingu á deiliskipulagi á lóð gróðarstöðvarinnar Lambhaga við Vesturlandsveg skv. uppdr., dags. 27.04.05.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 20388 (04.71)
8.
Víðidalur, Fákur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landslags ehf og Helga Hafliðasonar, arkitekts, dags. 10.12.02, breytt 03.02.03, breytt 28.04.05 ásamt greinargerð, dags. 3. mars 2003, breytt 28.04.05 að breytingu á deiliskipulagi og skilmálum fyrir hesthús í Víðidal. Einnig lagt fram bréf Umhverfis- og heilbrigðisstofu, dags. 14. febrúar 2003. Málið var í auglýsingu frá 28. mars til 9. maí, athugasemdafrestur var til 9. maí 2003. Athugasemdabréf bárust frá eigendum hesthúsa við A-tröð í Víðidal, mótt. 23.04.03, Hilmari Magnússyni, Ljósalind 6, dags. 03.05.03, Sjálfseignarfélaginu Dýraspítala Watsons, dags. 07.05.03, Sigríði Ásgeirsdóttur form. Sjálfseignarfélagsins DW, dags. 09.05.03, 02.07.03, 31.07.03 og 06.02.04, stjórn Hestamannafélagsins Fáks, dags. 08.04.03, Þorgrími Hallgrímssyni, Viðarási 85, dags. 12.05.03.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu með þeim breytingum sem fram koma á uppdráttum. Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 40006 (01.11.361.02)
660702-2530 GP-arkitektar ehf
Litlabæjarvör 4 225 Bessastaðir
9.
Vesturgata 3, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram bréf GP arkitekta ásamt tillögu, dags. 16.12.2004, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 3 við Vesturgötu. Lögð fram yfirlýsing um kvöð, dags. 17. febrúar 2005 og umsögn húsafriðunarnefndar, dags. 9.12.03 og borgarminjavarðar, mótt. 9.01.04 og fundargerð af fundi með íbúum í Grjótaþorpi sem haldinn var 9.12.03. Málið var í grenndarkynningu frá 3. mars til 1. apríl 2005. Lagðar fram athugasemdir Ragnheiðar Þorláksdóttur Garðastræti 11a, dags. 31.03.05, Sólveigar Eggertsdóttur, dags. 3.04.05, Minjaverndar, dags. 31.03.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. apríl 2005. Einnig lagðar fram nýjar tillögur GP arkitekta dags. 22. apríl 2005.
Ólafur F. Magnússon, áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra óskaði bókað; F-listinn tekur undir álit Húsafriðunarnefndar og húsadeildar Minjasafns Reykjavíkur vegna breytinga á Vesturgötu 3. Í áliti húsafriðunarnefndar segir m.a.: "Ekki eru gerðar athugasemdir við hækkun húsanna og byggingu kvista til að finna húsunum ný not, en nefndin telur nýja viðbyggingu í norður í stað þeirrar sem fyrir er fremur óheppilega vegna skerðingar á húsagarði." Í áliti húsadeildar minjasafns Reykjavíkur segir: "Húsagarðurinn milli fram- og bakhúss er mjög þröngur nú þegar og leyfir ekki það nýbyggingarmagn sem sýnt er á teikningum að áliti Húsadeildar. Hækkun húsanna og nýir kvistir eru ásættanlegar breytingar með skilyrði um betri útfærslur þeirra, enda komi erindið aftur til umsagnar við gerð aðalteikninga."

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins lögðu fram eftirfarandi tillögu; Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins leggja til að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði send í auglýsingu til að íbúar fái tækifæri til að kynna sér hana og tjá sig um hana.

Dagur B. Eggertsson formaður skipulagsráðs, lagði fram eftirfarandi frávísunartillögu: Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi sem miðar að því að koma gömlum húsum í Grjótaþorpi aftur í lifandi rekstur. Hugmyndirnar hafa verið kynntar í nágrenninu, fyrir Húsafriðunarnefnd og Borgarminjaverði í samræmi við ákvörðun skipulagsnefndar í upphafi málsins sem var samþykkt athugasemdarlaust. Komið hefur verið til móts við meginathugasemdir íbúa sem fram komu á sérstökum kynningarfundi með þeim. Þá hafa húshæðir verið lækkaðar og gerðir eru rækilegir fyrirvarar um endanlegt útlit áður en byggingarleyfi verður veitt. Málið hefur því verið í vandlegri vinnslu í miera en ár á grundvelli jákvæðrar afgreiðslu allrar skipulagsnefndar í upphafi. Það getur því varla talist sanngjörn né vönduð stjórnsýsla heldur miklu fremur einhvers konar ákvörðunarfælni að senda málið aftur á byrjunarreit. Er því lagt til að tillögunni verði vísað frá.
Frávísunartillaga samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins óskuðu bókað: Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Frjálslyndra og óháðra harma það að fulltrúar Reykjavíkurlistans hafni því að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Vesturgötu 3. Tillagan felur í sér breytingar á þessu mikilvæga svæði í miðborg Reykjavíkurog íbúar eiga allan rétt á því að fá tækifæri til að kynna sér þær breytingar og koma athugasemdum sínum og/eða ábendingum til borgaryfirvalda . Það vekur furðu að Reykjavíkurlistinn skuli ekki fallast á þessa þessa sjálfsögðu og eðlilegu ósk.

Kynnt tillaga að breytingu á deiliskipulagi samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 31597
10.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 345 frá 3. maí 2005 án liða nr. 50 og nr. 51.


Umsókn nr. 31070 (01.80.440.7)
191159-2849 Bogi Þór Siguroddsson
Brekkugerði 10 108 Reykjavík
090466-2919 Linda Björk Ólafsdóttir
Brekkugerði 10 108 Reykjavík
11.
Brekkugerði 10, hús gert að einb. + sólst.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 1. mars 2005, þar sem sótt er um samþykki fyrir áður gerðri stækkun í áður sökkulrými, leyfi til þess að byggja glerskála við suðurhlið með nýjum stiga milli efri og neðri hæðar, breyta innra skipulagi beggja hæða, sameina íbúðirnar tvær í eina íbúð, byggja stoðvegg við eystri lóðamörk og fjölga um eitt bílastæði við einbýlishúsið á lóð nr. 10 við Brekkugerði. Grenndarkynning stóð frá 10. mars til 8. apríl 2005. Athugasemd barst frá Þorgeiri Eyjólfssyni Brekkugerði 6, dags. 31.03.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28.04.05.
Stærð: Áður gerð stækkun 22,6 ferm., 54,2 rúmm.
Glerskáli samtals 55,6 ferm., 266,7 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 5.700 + 18.291
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 31522 (04.73.180.1)
090866-4519 Benedikt G Jósepsson
Vesturlbr Fífilbrekka 110 Reykjavík
12.
Krókavað 1-11, 6 tvíbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja sex steinsteypt, tvílyft tvíbýlishús með tólf íbúðum og sex bílgeymslum á lóðinni nr. 1-11 við Krókavað.
Stærð: Hús nr. 1 (matshl. 01) 1.hæð íbúðarhluti 141,2 ferm., bílgeymsla 28,7 ferm. 2.hæð íbúð 127,5 ferm. Samtals 297,4 ferm. og 876,0 rúmm.
Hús nr. 3 (matshl. 02) 1.hæð íbúðarhluti 141,2 ferm., bílgeymsla 28,7 ferm. 2.hæð íbúð 127,5 ferm.
Samtals 297,4 ferm. og 876,0 rúmm.
Hús nr. 5 (matshl. 03) 1.hæð íbúðarhluti 141,2 ferm., bílgeymsla 28,7 ferm. 2.hæð íbúð 127,5 ferm.
Samtals 297,4 ferm. og 876,0 rúmm.
Hús nr. 7 (matshl. 04) 1.hæð íbúðarhluti 141,2 ferm., bílgeymsla 28,7 ferm. 2.hæð íbúð 127,5 ferm.
Samtals 297,4 ferm. og 876,0 rúmm.
Hús nr. 9 (matshl. 05) 1.hæð íbúðarhluti 141,2 ferm., bílgeymsla 28,7 ferm. 2.hæð íbúð 127,5 ferm.
Samtals 297,4 ferm. og 876,0 rúmm.
Hús nr. 11 (matshl. 06) 1.hæð íbúðarhluti 141,2 ferm., bílgeymsla 28,7 ferm. 2.hæð íbúð 127,5 ferm.
Samtals 297,4 ferm. og 876,0 rúmm..
Alls samtals 1784,4 ferm. og 5256,0 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 299.592
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 30992 (01.17.220.3)
420498-3229 Hótel Frón ehf
Laugavegi 22a 101 Reykjavík
13.
Laugavegur 24, hótelh. 4. h og hækkuðu risi
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 15. febrúar 2005, þar sem sótt er um leyfi til þess að innrétta 5 hóteleiningar á 4. hæð með innangengt að hóteli á lóð nr. 22A við laugaveg, hækka suðurhlið þakhæðar, byggja kvist á norðurhlið þakhæðar og innrétta þar þ.e. á 5. hæð 6 hótelrými í fjöleignarhúsinu á lóð nr. 24 við Laugaveg, samkv. uppdr. Nexus arkitekta, dags. 06.05.05.
Samþykki meðeigenda (á teikningu) og dags. 26. apríl 2005, samþykki f.h. eigenda Laugavegar 22A og 26 dags. 26. apríl 2005 ásamt uppáskrift burðarvirkishönnuðar (á teikningu) fylgja erindinu. Málið var í kynningu frá 29. mars til 26. apríl 2005. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun þakhæðar (5. hæð) 99 ferm., 22,7 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 5.700 + 12.580
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 31524 (04.77.120.1)
691282-0829 Frjálsi fjárfestingarbankinn hf
Ármúla 13a 108 Reykjavík
14.
Móvað 1, nýtt einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 1 við Móvað.
Jafnframt er óskað eftir að fella erindi 30025 úr gildi.
Stærð: Einbýlishús íbúð 217,9 ferm., bílgeymsla 34,3 ferm., samtals 252,2 ferm., 910,9 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 51.921
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 31527 (04.77.120.6)
691282-0829 Frjálsi fjárfestingarbankinn hf
Ármúla 13a 108 Reykjavík
15.
Móvað 11, nýtt einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 11 við Móvað.
Jafnframt er óskað eftir að fella erindi 30029 úr gildi.
Stærð: Einbýlishús íbúð 217,9 ferm., bílgeymsla 34,3 ferm., samtals 252,2 ferm., 910,9 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 51.921
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 31525 (04.77.120.2)
691282-0829 Frjálsi fjárfestingarbankinn hf
Ármúla 13a 108 Reykjavík
16.
Móvað 3, nýtt einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 3 við Móvað.
Jafnframt er óskað eftir að fella erindi 29226 úr gildi.
Stærð: Einbýlishús íbúð 217,9 ferm., bílgeymsla 34,3 ferm., samtals 252,2 ferm., 910,9 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 51.921
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 31526 (04.77.120.5)
691282-0829 Frjálsi fjárfestingarbankinn hf
Ármúla 13a 108 Reykjavík
17.
Móvað 9, nýtt einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 3 við Móvað.
Jafnframt er óskað eftir að fella erindi 30028 úr gildi.
Stærð: Einbýlishús íbúð 217,9 ferm., bílgeymsla 34,3 ferm., samtals 252,2 ferm., 910,9 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 51.921
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 30617 (01.52.430.2)
150956-5959 Jón Ólafur Skarphéðinsson
Reynimelur 63 107 Reykjavík
040859-3309 Hólmfríður Jónsdóttir
Reynimelur 63 107 Reykjavík
18.
Reynimelur 63, tröppur af svölum
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 8. mars 2005, þar sem sótt er um leyfi til þess að gera tröppur af svölum efri hæðar niður á þak bílgeymslu, koma fyrir girðingu á þaki bílgeymslu og setja tröppur af þaki bílgeymslu niður í garð hússins á lóðinni nr. 63 við Reynimel, samkv. uppdr. O.K. arkitekta, dags. 29.11.04, breytt 22.02.05.
Jafnframt eru matshlutar 01, 02 og 03 á lóðinni sameinaðir í einn matshluta.
Samþykki meðeigenda dags. 30. nóvember 2004 og samþykki eigenda Reynimels 65 dags. 17. janúar 2005 fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 29. mars til 26. apríl 2005. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 50143 (04.02.42)
680301-2630 Þórsafl hf
Skútuhrauni 15 220 Hafnarfjörður
19.
Naustabryggja 54 og 56, breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Þórsafls hf, dags. 8. febrúar 2005, varðandi ósk um að fá að breyta veitingastað á jarðhæð hússins að Naustabryggju 54-56 í 3 listamannaíbúðir. Einnig lagt fram bréf Guðjóns Petersen f.h. Naustabryggju 54-56, Húsfélags, dags. 8. mars 2005. Einnig lögð fram umsögn skipulagshöfunda, dags.11.04.05.
Ekki er gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn.

Umsókn nr. 40058 (01.66)
530201-2280 Nexus Arkitektar ehf
Heiðargerði 33 108 Reykjavík
20.
Nauthólsvík/veitingaskáli, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Nexus arkitekta, dags. 08.04.05, að stækkun veitingahússins Nauthóls.Lögð fram umsögn umhverfisstjóra, dags. 29.04.05.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna á eigin kostnað tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar timburpalls með vísan til umsagnar umhverfisstjóra.

Fyrirspurn varðandi þjónustuskála á lóð er vísað til umsagnar Íþrótta- og tómstundaráðs.


Umsókn nr. 50240 (01.15.03)
690981-0259 Fasteignir ríkissjóðs
Borgartúni 7 150 Reykjavík
21.
Sölvhólsgata 13, bráðabirgðakennsluhús
Lögð fram fyrirspurn Fasteigna Ríkissjóðs, dags. 28.04.05, varðandi staðsetningu tveggja bráðabirgðakennsluhúsa á lóð nr. 13 við Sölvhólsgötu, skv. uppdr. ES, dags. 5.08.03.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við bráðabirgðastaðsetningu húsanna á lóðinni til þriggja ára.

Umsókn nr. 50250
22.
Gullengi 2-6, Fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks vegna deiliskipulags að Gullengi 2-6
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks; Í fjölmiðlum að undanförnu hefur formaður skipulagsráðs upplýst að samráð hefur verið haft við íbúa í tengslum við skipulag að Gullengi 2-6. Hvernig hefur verið staðið að því samráði ?


Umsókn nr. 10070
23.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 29. apríl 2005.


Umsókn nr. 50224
670169-1709 Íþróttabandalag Reykjavíkur
Engjavegi 6 104 Reykjavík
24.
Melavöllur,
Lagt fram bréf Íþróttabandalags Reykjavíkur, dags. 12. apríl 2005, varðandi þá hugmynd að gatan sem liggur að Þjóðarbókhlöðunni verði nefnd eftir Melavellinum og kölluð Melavöllur í stað Arngrímsgötu.
Skipulagsráð tekur undir það sjónarmið að kennileiti á svæðinu beri nafn Melavallar og felur byggingarfulltrúa að hafa samráð við Þjóðarbókhlöðu og Háskóla Íslands við frekari vinnslu málsins.

Ólafur F. Magnússon, áheyrnarfulltrúi Frjálslyndara og óháðra óskaði bókað: Lagt er til að Arngrímsgata verði látin heita Melavallargata og að svæðið austan Þjóðarbókhlöðu verði látið heita Melavöllur.


Umsókn nr. 50242 (04.25.72)
25.
Rafstöðvarvegur 31, kæra og stöðvun framkvæmda
Lögð fram greinargerð lögfræði og stjórnsýslu, dags. 1. maí 2005, annars vegar vegna stöðvunarkröfu og hins vegar vegna tveggja kæra, varðandi Rafstöðvarveg 31.
Greinargerð lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.