Reitur 1.173.1, Vesturgata 3, Lækjargata 12, Reitur 1.141.2, Kirkjutorgsreitur, Reitur 1.13, Nýlendureitur, Reitur 1.116, Slippareitur, Kvisthagi 6, Maríubaugur 1, Ingunnarskóli, Kjalarnes, Esjumelar, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Reitur 1.230, Bílanaustreitur, Flókagata 62, Hestavað 5-9, Köllunarklettsvegur 6, Lindargata 46-46A, Lindargata 46-46A, Sunnuvegur 31, Vínlandsleið 6-8, Þingholtsstræti 3, Víðimelur 29, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Fellagarðar, Drafnarfell/Eddufell/Völvufell, Grenndarstöðvar, Háskólinn í Reykjavík, Kjalarnes, Laufbrekka, Laufásvegur 65, Melavöllur, Rafstöðvarvegur 31, Reitur 1.115.3 - Ellingsen reitur, Skipulagsráð, Vesturberg 195,

Skipulagsráð

13. fundur 2005

Ár 2005, miðvikudaginn 27. apríl kl. 9:05, var haldinn 12. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Dagur B. Eggertsson, Anna Kristinsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Sveinn Aðalsteinsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Helga Bragadóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason og Ágúst Jónsson. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Nikulás Úlfar Másson. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 20435 (01.17.31)
1.
Reitur 1.173.1, Timburhúsareitur
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Tark arkitekta að deiliskipulagi reits 1.173.1, dags. 18.11.04. Málið var í auglýsingu frá 26. febrúar til 11. apríl 2005. Þessir sendu inn athugasemdir: Hlín Gunnarsdóttir, Sigurgeir Þorbjörnsson, Grettisgötu 35b, dags. 01.04.05, Huld H. Göethe, Ragnhildur Mosel Göethe, Grettisgötu 33b, dags. 01.04.05, Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, Hilmar Harðarson, Grettisgötu 37, dags. 03.04.05, Ástríður S. Valbjörnsdóttir, dags. 03.04.05, Guðni Stefánsson, dags. 7.04.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. apríl 2005.
Auglýst tillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa . Vísað til borgarráðs.

Umsókn nr. 40006 (01.11.361.02)
660702-2530 GP-arkitektar ehf
Litlabæjarvör 4 225 Bessastaðir
2.
Vesturgata 3, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram bréf GP arkitekta ásamt tillögu, dags. 16.12.2004, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 3 við Vesturgötu. Lögð fram yfirlýsing um kvöð, dags. 17. febrúar 2005 og umsögn húsafriðunarnefndar, dags. 9.12.03 og borgarminjavarðar, mótt. 9.01.04 og fundargerð af fundi með íbúum í Grjótaþorpi sem haldinn var 9.12.03. Málið var í grenndarkynningu frá 3. mars til 1. apríl 2005. Lagðar fram athugasemdir Ragnheiðar Þorláksdóttur Garðastræti 11a, dags. 31.03.05, Sólveigar Eggertsdóttur, dags. 3.04.05, Minjaverndar, dags. 31.03.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. apríl 2005. Einnig lagðar fram nýjar tillögur GP arkitekta dags. 22. apríl 2005.
Frestað.

Umsókn nr. 40624 (01.14.12)
700994-2449 Teiknistofan H.G. ehf
Skúlatúni 6 105 Reykjavík
3.
Lækjargata 12, frumathugun að Borgarhúsi
Kynnt staða mála.
Halldór Guðmundsson, arkitekt kynnti stöðu málsins.

Umsókn nr. 40659 (01.14.12)
4.
Reitur 1.141.2, Kirkjutorgsreitur,
Að lokinni forkynningu er lögð fram að nýju forsögn að reit 1.141.2, Kirkjutorgsreit, dags. í desember 2004. Kynningin stóð yfir frá 30. desember til 27. janúar 2005. Athugasemdir bárust frá Úlfari Erlingssyni og Charlottu Hauksdóttur Kirkjutorgi 6a, dags. 23.01.05, Hólmfríði Garðarsdóttur og Páli Biering Kirkjutorgi 6b, dags. 20.01.05, Karli Jónssyni Kirkjutorgi 6a, dags. 24.01.05. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 4. mars 2005.
Athugasemdir kynntar.

Umsókn nr. 50208
5.
Reitur 1.13, Nýlendureitur, forsögn
Lögð fram drög að forsögn reits 1.13, Nýlendureits dags. í apríl 2005.
Forsögn Nýlendureits samþykkt og vísað til umsagnar hafnarstjórnar.

Umsókn nr. 50209
6.
Reitur 1.116, Slippareitur, forsögn
Lögð fram drög að forsögn reits 1.116, Slippareits dags. í apríl 2005.
Forsögn Slippareits samþykkt og vísað til umsagnar hafnarstjórnar.

Umsókn nr. 50142 (01.54.32)
310551-3259 Jón Guðmundsson
Látraströnd 12 170 Seltjarnarnes
7.
Kvisthagi 6, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni kynningu er lögð fram tillaga Jóns Guðmundssonar arkitekts, dags. 23.02.05, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 6 við Kvisthaga. Kynningin stóð yfir frá 16. mars til 13. apríl 2005. Athugasemdabréf barst frá Ólafi Þorsteinssyni, Kvisthaga 4, dags. 17.03.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. apríl 2005.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.


Umsókn nr. 40654 (04.13.21)
450400-3510 VA arkitektar ehf
Skólavörðustíg 12 101 Reykjavík
8.
Maríubaugur 1, Ingunnarskóli, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga VA arkitekta, dags. 30.11.04, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 1 við Maríubaug vegna gervigrasvallar, sem staðsettur verður á lóð Ingunnarskóla. Málið var í grenndarkynningu frá 18. mars til 18. apríl 2005. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.

Umsókn nr. 50085
210535-7219 Haukur Viktorsson
Bakkavör 6 170 Seltjarnarnes
9.
>Kjalarnes, Esjumelar, athafnasvæði, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Hauks Viktorssonar arkitekts, dags. í ágúst 2003, síðast breytt í febrúar 2005, að breytingu á deiliskipulagi við Esjumela á Kjalarnesi. Málið var í grenndarkynningu frá 16. mars til 13. apríl 2005. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.

Umsókn nr. 31539
10.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 344 frá 26. apríl 2005.


Umsókn nr. 40611 (01.23.0)
660298-2319 Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
681194-2749 Kanon arkitektar ehf
Laugavegi 28 101 Reykjavík
11.
Reitur 1.230, Bílanaustreitur, deiliskipulag
Lögð fram að nýju Kanon arkitekta og Teiknistofunnar Traðar að deiliskipulagi að lóðinni Borgartún 26, Sóltúni 1 og 3, dags. 2.desember 2004, breytt 20. febrúar 2005. Málið er í auglýsingu frá 23, mars til 4. maí 2005.
Samþykkt að framlengja frest til að gera athugasemdir við framlagða tillögu til 12. maí. Ákveðið jafnframt að boða til annars kynningarfundar með íbúum þriðjudaginn 3. maí nk. kl. 20:00 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Skipulagsfulltrúa falið að boða hagsmunaaðila á fundinn.

Umsókn nr. 30644 (01.27.010.5)
291155-5889 Bjarni Már Bjarnason
Flókagata 62 105 Reykjavík
12.
Flókagata 62, sólstofa, reyndarteikning
Að lokinni grenndarkynning byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 8. mars 2005, þar sem sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi íbúða í kjallara, leyfi til þess að byggja sólstofu á hluta svala og lagfæra svalahandrið efstu hæðar íbúðarhússins á lóð nr. 62 við Flókagötu.
Jafnframt er sótt um leyfi til þess að sameina matshluta 01 og matshluta 70 á lóðinni.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa (v. fyrirspurnar) frá 16. apríl 2004 fylgir erindinu. Umboð eins eiganda dags. 3. júní 2004 fylgir erindinu. Samþykki meðeigenda (á teikn.) fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 23. mars til 22. apríl 2005. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun sólhýsi 19,9 ferm. og 78,2 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 5.700 + 4.457
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsing vegna breytinga á eignarhlutfalli í húsinu liggi fyrir eigi síðar en við fokheldi.


Umsókn nr. 31477 (04.73.350.2)
550803-2080 Húsmót ehf
Melabraut 24 220 Hafnarfjörður
660504-3030 Fasteignafélagið Hlíð ehf
Ármúla 13a 108 Reykjavík
13.
Hestavað 5-9, fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja og fjögurra hæða steinsteypt fjölbýlishús með tveimur stigahúsum og samtals 24 íbúðum ásamt geymslu- og bílakjallara fyrir 6 bíla. Húsið er nr. 5-7 á lóð nr. 5-9 við Hestavað.
Stærð: 1. hæð bílgeymsla 363,7 ferm., íbúðir, geymslur o.fl. 616,9 ferm., 2. hæð íbúðir 849,4 ferm., 3. hæð íbúðir 849,4 ferm., 4. hæð íbúðir 679,2 ferm.
Samtals 3358,6 ferm. og 9857,4 rúmm.
Svalagangar (B-rými) samtals 265,2 ferm og 742,6 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 576.988
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 31467 (01.32.930.1)
611200-3660 Á.Ó.eignarhaldsfélag ehf
Skútuvogi 11a 104 Reykjavík
14.
Köllunarklettsvegur 6, atvinnuhúsnæði
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft atvinnuhúsnæði úr steinsteypu og stálgrind klætt álklæðningu á lóðinni nr. 6 við Köllunarklettsveg.
Brunahönnun dags. 7. janúar 2005 fylgir erindinu.
Stærð: 1. hæð lager o.fl. 1757,4 ferm., 2. hæð skrifstofur o.fl. 544,7 ferm.
Samtals 2302,1 ferm. og 22415,5 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 1.277.684
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 31481
540169-6249 Félagsstofnun stúdenta
Hringbraut 101 Reykjavík
15.
Lindargata 46-46A, nr. 46A fjölb. (mhl.02)
Sótt er um leyfi til þess að byggja hús nr. 46A sem er matshluti 02 á lóðinni nr. 46-46A við Lindargötu.
Húsið er sex hæða steinsteypt fjölbýlishús með þrjátíu og tveimur námsmannaíbúðum, einangrað og klætt utan með málmklæðningu.
Stærð: 1. hæð íbúðir o.fl. 262,9 ferm., 2. hæð íbúðir 250,8 ferm., 3. hæð íbúðir 250,8 ferm. 4. hæð íbúðir 250,8 ferm.
5. hæð íbúðir 250,8 ferm. 6. hæð íbúðir 250,8 ferm.
Samtals 1516,9 ferm. og 4539,4 rúmm.
Svalgangar (B-rými) samtals 222,0 ferm. og 621,6 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 294.177
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 31480
540169-6249 Félagsstofnun stúdenta
Hringbraut 101 Reykjavík
16.
Lindargata 46-46A, nr. 46 fjölbýlishús (mhl. 01)
Sótt er um leyfi til þess að byggja hús nr. 46 sem er matshluti 01 á lóðinni nr. 46-46A við Lindargötu.
Húsið er fjögurra hæða steinsteypt fjölbýlishús með nítján námsmannaíbúðum, einangrað og klætt utan með málmklæðningu.
Stærð: 1. hæð íbúðir o.fl. 224,9 ferm., 2. hæð íbúðir 212,5 ferm., 3. hæð íbúðir 212,5 ferm. 4. hæð íbúðir 212,5 ferm.
Samtals 862,4 ferm. og 2643,1 rúmm.
Svalgangar (B-rými) samtals 94,2 ferm. og 263,8 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 165.693
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 31057 (01.38.620.8)
050845-7299 Sturla Snorrason
Fjarðarsel 10 109 Reykjavík
17.
Sunnuvegur 31, viðbygging
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 1. mars 2005, þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi húss, loka opnu bílskýli undir húsi og byggja viðbyggingu og svalir að vesturhlið hússins á lóðinni nr. 31 við Sunnuveg. Málið var í kynningu frá 1. mars til 18. apríl 2005. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun 65,7 ferm., 247,9 rúmm.
Gjald kr. 5.700 +14.130
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 31478 (04.12.120.1)
670502-2950 Þursaborg ehf
Dalhúsum 54 112 Reykjavík
18.
Vínlandsleið 6-8, Nýtt verslunahús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tveggja hæða verslunarhús úr steinsteypu einangrað að utan og klætt með gráum steinflísum og ljósu báruáli á hluta atvinnuhússins á lóð nr. 6-8 við Vínlandsleið.
Jafnframt eru nýsamþykktir (12.4. ´05) aðaluppdrættir af atvinnuhúsi á lóð nr. 6-8 Vínlandsleið felldir úr gildi.
Stærð: Verslunarhús 1. hæð 1187 ferm., 2. hæð 10166,6 ferm., samtals 2203,6 ferm., 11049,7 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 629.833
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 31322 (01.17.030.4)
590902-3730 Eik fasteignafélag hf
Sóltúni 26 105 Reykjavík
19.
22">Þingholtsstræti 3, nýbygging hótel
Sótt er um leyfi til þess að reisa fjögurra hæða hótelbyggingu með 29 gistiherbergjum á lóðinni nr. 3 við Þingholtsstræti.
Byggingin er steinsteypt og klædd utan með múrkerfi
Starfsemi er tengd húsinu við Þingholtssræti nr. 5 og verður innangengt milli húsanna.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. janúar 2005 (vegna fyrirspurnar) fylgir erindinu.
Bréf burðarþolshönnuðar dags. 30. mars 2005 fylgir erindinu.
Bréf eldvarnahönnuðar dags. 31. mars 2005 fylgir erindinu.
Stærð: xx
Gjald kr. 5.700 + xx

Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 31212 (01.54.110.1)
290141-2069 Magnús Sigurgeir Jónsson
Mánatún 4 105 Reykjavík
20.
Víðimelur 29, (fsp) bílskýli á baklóð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 15. mars 2005, þar sem spurt er hvort leyft yrði að reisa bílskýli fyrir sjö bíla á baklóð kínverska sendiráðsins í líkingu við fyrirliggjandi skissur með aðkomu að bílastæðum frá Furumel á lóð nr. 29 við Víðimel. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. apríl 2005.
Frestað.
Skipulagsfulltrúa falið að funda með umsækjendum.


Umsókn nr. 10070
21.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 22. apríl 2005.


Umsókn nr. 30514 (04.68.30)
22.
Fellagarðar, Drafnarfell/Eddufell/Völvufell, breyting á aðalskipulagi / deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 14. apríl 2005 á bókun skipulagsráðs frá 6. s.m. varðandi breytingu á aðalskipulagi vegna Fellagarða; Drafnarfelli, Eddufelli og Völvufelli.


Umsókn nr. 50155
580302-3510 Umhverfis- og tæknisvið Rvíkurb
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
23.
Grenndarstöðvar, fyrirhugaðar staðsetningar, kynning
Lögð fram bókun umhverfisráðs frá 7.03.05 ásamt minnisblaði umhverfissviðs, dags. 2.03.05, varðandi staðsetningar grenndarstöðva.
Frestað.

Umsókn nr. 50215
24.
Háskólinn í Reykjavík,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs frá 14. apríl 2005, varðandi framtíðarstaðsetningu Háskólans í Reykjavík.
Hanna Birna Kristjánsdóttir óskaði bókað:
Óskað er eftir því að framtíðarstaðsetning Háskólans í Reykjavík í Vatnsmýri verði kynnt í skipulagsráði.


Umsókn nr. 50120
500299-2319 Landslag ehf
Skólavörðustíg 11 101 Reykjavík
25.
Kjalarnes, Laufbrekka, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 14. apríl 2005 á bókun skipulagsráðs frá 6. s.m. varðandi auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir Laufbrekku á Kjalarnesi.


Umsókn nr. 31498 (01.19.701.0)
26.
Laufásvegur 65, lagt fram bréf
Lagt fram afrit af bréfi byggingarfulltrúa dags. 24. janúar 2005 til hluta eigenda á Laufásvegi 65. Í bréfinu er gerð tillaga um tímafresti og upphæð dagsekta verði tímafrestir ekki virtir.
Framlögð tillaga byggingarfulltrúa samþykkt. Vísað til borgarráðs.

Umsókn nr. 50224
670169-1709 Íþróttabandalag Reykjavíkur
Engjavegi 6 104 Reykjavík
27.
Melavöllur,
Lagt fram bréf Íþróttabandalags Reykjavíkur, dags. 12. apríl 2005, varðandi þá hugmynd að gatan sem liggur að Þjóðarbókhlöðunni verði nefnd eftir Melavellinum og kölluð Melavöllur í stað Arngrímsgötu.
Frestað.

Umsókn nr. 50234 (04.25.72)
28.
Rafstöðvarvegur 31, stöðvun framkvæmda
Lagt fram bréf Guðjóns Sigurbjartssonar, Rafstöðvarvegi 29, dags. 20.04.05, til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, þar sem hann fer fram á að byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Rafstöðvarveg 31 verði fellt úr gildi og framkvæmdir stöðvaðar meðan málið er rekið fyrir nefndinni.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 40434 (01.11.53)
29.
Reitur 1.115.3 - Ellingsen reitur, deiliskipulag að reit 1.115.3
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 14. apríl 2005 á bókun skipulagsráðs frá 6. s.m. varðandi deiliskipulag fyrir reit 1.115.3, Ellingsenreit.


Umsókn nr. 50199
30.
>Skipulagsráð, framkvæmdaráð og umhverfisráð, vorferð
Lagt er til að vorferð skipulagsráðs, framkvæmdaráðs og umhverfisráðs verði 18. maí n.k.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við dagsetninguna.

Umsókn nr. 30526 (04.66.08)
31.
Vesturberg 195, kæra
Lögð fram greinargerð lögfræði og stjórnsýslu, dags. 17. apríl 2005, um kæru Harðar Harðarsonar hrl. f.h. Gunnars Gunnarssonar, dags. 20. nóvember 2003, vegna samþykktar borgarráðs Reykjavíkur frá 21. október 2003 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 195 við Vesturberg.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.