Reitur 1.173.1, Reitur 1.134.6 - Holtsgötureitur, Álagrandi 4, Heiðargerði, Skeifan 5, Kleifarsel 28 - Seljaskóli, Suðurhólar 35, Hraunbær 123, Grafarholt, Staðahverfi, golfvöllur, Hlemmur, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Sogavegur 124, Hverfisgata 125, Köllunarklettsvegur 3 og 5, Héðinsgata 1, 2, 3, Sigtún 40, Öskjuhlíð, Keiluhöll, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Vesturberg 195, Fagráð,

Skipulagsráð

5. fundur 2005

Ár 2005, miðvikudaginn 9. febrúar kl. 09:05, var haldinn 5. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Dagur B. Eggertsson, Anna Kristinsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kristján Guðmundsson, Benedikt Geirsson og áheynarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Jón Árni Halldórsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Nikulás Úlfar Másson, Margrét Þormar, Margrét Leifsdóttir, Þórarinn Þórarinsson, Björn Axelsson og Ólöf Örvarsdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 20435 (01.17.31)
1.
Reitur 1.173.1, Timburhúsareitur
Að lokinni kynningu fyrir hagsmunaaðilum er lögð fram breytt tillaga Tark arkitekta að deiliskipulagi reits 1.173.1, dags. 18.11.04. Kynningin stóð yfir frá 10. til 29. september 2004. Þessir sendu inn athugasemdir: Guðni Stefánsson, Laugavegi 46A, dags. 11.09.04, Aðalheiður Karlsdóttir f.h. Ljóshóla ehf., dags. 20.09.04, María Maríusdóttir húseigandi Laugavegar 58a, dags. 28.09.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 13. október 2004.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 40438 (01.13.46)
100567-3779 Harpa Stefánsdóttir
Bauganes 16 101 Reykjavík
2.
Reitur 1.134.6 - Holtsgötureitur, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lagt fram deiliskipulag reits 1.134.6, Holtsgötureits, sem afmarkast af Holtsgötu, Bræðraborgarstíg, Sólvallagötu og Vesturgötu. Auglýsingin stóð til 14. janúar 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: Ólafur S. Björnsson, f.h. Holtsgötu 1 ehf, dags. 07.01.05, Gísli Þór Sigurþórsson f.h. stjórnar Íbúasamtaka Vesturbæjar, dags. 12.01.05, FORUM lögmenn f.h. Listakots ehf, dags. 13.01.05, FORUM lögmenn f.h. Herborgar Friðjónsdóttur, eiganda Holtsgötu 5, dags. 13.01.05, Edda Einarsdóttir, Hávallagötu 48, dags. 14.01.05, Áshildur Haraldsdóttir, Túngötu 44, dags. 17.01.05. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 20.01.05, breytt 09.02.05.
Auglýst tillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 30096 (01.52.16)
201067-4219 Guðmundur Sigurjónsson
Vatnsendablettur 167b 203 Kópavogur
3.
Álagrandi 4, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf Skipulags-arkitekta- og verkfræðistofunnar ehf, dags. 16.12.04 ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 4 við Álagranda, dags. 16.12.04. Málið var í kynningu frá 22. desember til 19. janúar 2005. Athugasemdir bárust frá Sigríði Ellerup og Geir Gunnlaugssyni Álagranda 2, dags. 18.01.05, Jóni Geirssyni og Kristínu Hjálmarsdóttur Grandavegi 37b, dags. 19.01.04. Einnig lögð fram ný tillaga Skipulags-arkitekta- og verkfræðistofunnar ehf, dags.31.01.05 ásamt umsögn hverfisarkitekts, dags. 7.02.05.
Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.

Umsókn nr. 50072
4.
Heiðargerði, leiðrétting á greinargerð skipulags
Lögð fram ný leiðrétt greinargerð með deiliskipulagi Heiðargerðis.
Samþykkt.

Umsókn nr. 40462 (01.46.10)
660298-2319 Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
530994-2609 Húsfélagið Skeifunni 5
Skeifunni 5 108 Reykjavík
5.
Skeifan 5, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Traðar að breytingu á deiliskipulagi, dags. 10.12.04, á lóð nr. 5 við Skeifuna ásamt umboði lóðarhafa Skeifunnar 5, dags. 6.07.04. Tillagan var kynnt á fundi umhverfisráðs 17. janúar s.l.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 50070 (04.96.52)
701299-3299 Arkinn ehf
Langholtsvegi 111 104 Reykjavík
6.
Kleifarsel 28 - Seljaskóli, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Arkinn að breyttu deiliskipulagi lóðar Seljaskóla, dags. 4.02.05, vegna upplýsts sparkvallar með gerfigrasi ásamt minniháttar breytingu á byggingarreit skólans.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 20103 (04.64.59)
420369-6979 Hússjóður Öryrkjabandalagsins
Hátúni 10 105 Reykjavík
7.
Suðurhólar 35, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga V.A. arkitekta að deiliskipulagi Suðurhóla 35, dags. 24.11.04. Málið var í auglýsingu frá 10. desember til 21. janúar 2005. Athugasemd barst frá Ásgeiri Arnoldssyni, dags. 19.01.05, Vigfúsi Vigfússyni, dags. 21.01.05. Einnig lagt fram bréf VA arkitekta, dags. 3.02.05.
Samþykkt með þeim breytingum sem lagt er til í bréfi VA arkitekta.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 40677 (04.34.0)
670885-0549 Gláma,vinnustofa sf
Laugavegi 164 105 Reykjavík
8.
Hraunbær 123, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Glámu-Kím sf, dags. 08.12.04, varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 123 við Hraunbæ, vegna loftsnetsmasturs, samkv. uppdr. dags. 01.12.04. Málið var í kynningu frá 22. desember 2004 til 19. janúar 2005. Athugasemdabréf bárust frá íbúum í Hraunbæ 122, dags. 28.12.04, Húsfélögum Hraunbæ 114-138, samtals 92 undirskriftir, mótt. 18.01.05, Jakobínu Flosadóttur Hraunbæ 122, dags. 19.01.05. Einnig lagður fram tölvupóstur Völu Hauksdóttur Radíóskátum, dags. 27.01.05. Ennfremur lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 21.01.05 og samantekt masturshóps.
Synjað með vísan til athugasemda íbúa.

Umsókn nr. 40577 (04.1)
600898-2059 Og fjarskipti hf
Síðumúla 28 108 Reykjavík
9.
Grafarholt, Og Vodafone
Lagt fram að nýju bréf Og fjarskipta, dags. 25. október 2004, varðandi umsókn um lóð undir fjarskiptabúnað fyrir Grafarholtshverfi austanvert á horni Þórðarsveigs og Gvendargeisla. Einnig lögð fram greinargerð Gauts Þorsteinssonar verkfr., dags. janúar 2004, mótt. 20.01.05 og samantekt masturshóps.
Ráðið gerir ekki athugasemd við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað í samræmi við umsókn.

Umsókn nr. 50035 (02.4)
580169-7409 Golfklúbbur Reykjavíkur
Vesturlandsv Grafarho 110 Reykjavík
10.
Staðahverfi, golfvöllur, stækkun
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. janúar 2005, ásamt bréfi formanns Golfklúbbs Reykjavíkur frá 7. þ.m. varðandi land til stækkunar golfvallarins á Korpúlfsstöðum. Einnig lögð fram tillaga umhverfisstjóra að lóðarafmörkun, dags. 28.01.05 og minnisblað lögfræði- og stjórnsýslu dags. 08.02.05.
Tillaga umhverfisstjóra að lóðarafmörkun samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 40563 (01.2)
11.
Hlemmur, /Borgartún
Lögð fram forsögn skipulagsfulltrúa, dags. 04.02.05.
Samþykkt.

Fultrúar Sjáflstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 30963
12.
>Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 334 frá 8. febrúar 2005.


Umsókn nr. 30947 (01.83.000.7)
230447-3499 Tryggvi R Valdimarsson
Hamravík 62 112 Reykjavík
13.
Sogavegur 124, niðurrif-nýbygging
Sótt er um leyfi til þess að rífa núverandi íbúðarhús úr timbri og byggja tvílyft parhús úr forsteyptum einingum með bílskýli undir hluta hússins á lóð nr. 124 við Sogaveg.
Stærð: Niðurrif fastanúmer 203-5777, merking 01 0101 66,3 ferm.
Parhús íbúðir 1. hæð 10,8 ferm., 2. hæð 137,8 ferm., samtals 239,6 ferm., 733,3 rúmm., bílskýli (B-rými) samtals 39,2 ferm., 107,8 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 47.943
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 30851 (01.22.211.8)
491188-2789 Ráðgjafaþjónustan ehf
Hraunbraut 21 200 Kópavogur
14.
Hverfisgata 125, (fsp) nýtt fjölbýlishús
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25.01.05. Spurt er hvort leyft yrði að byggja fjögurra hæða steinsteypt fjölbýlishús með 15 íbúðum á lóðinni nr. 125 við Hverfisgötu í líkingu við meðfylgjandi frumdrög.
Fyrirspurninni er vísað til skoðunar við vinnslu deiliskipulags á svæðinu.

Umsókn nr. 40688 (01.32.8)
291246-4519 Guðni Pálsson
Litlabæjarvör 4 225 Bessastaðir
15.
Köllunarklettsvegur 3 og 5, Héðinsgata 1, 2, 3, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Guðna Pálssonar arkitekts, dags. 14.12.04, varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóðunum nr. 3 og 5 við Köllunarklettsveg og Héðinsgötu 1, 2 og 3. Einnig lagðir fram minnispunktar hverfisarkitekts (Ó.Ö.), dags. 4. febrúar 2005.
Málinu vísað til umsagnar hafnarstjórnar.

Umsókn nr. 40631 (01.36.61)
700176-0109 Teiknistofa Ingimund Sveins ehf
Ingólfsstræti 3 101 Reykjavík
16.
Sigtún 40, (fsp) uppbygging á lóð
Lögð fram bréf Ingimundar Sveinssonar ark., dags. 18.11.04 og 24.11.04 ásamt uppdr., mótt. 18.11.04, varðandi uppbyggingu á lóð nr. 40 við Sigtún.
Kynnt.

Umsókn nr. 40634 (01.73.12)
660298-2319 Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
17.
Öskjuhlíð, Keiluhöll, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Teiknistofunnar Traðar ehf, dags. 23.11.04, um breytingu á deiliskipulagi sem heimilar að nýta hluta lóðar Keiluhallarinnar við Flugvallarveg undir bensínsjálfsafgreiðslustöð.
Málinu vísað til umsagnar umhverfisráðs.

Umsókn nr. 10070
18.
">Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 4. febrúar 2005.


Umsókn nr. 50067 (04.66.08)
200258-3719 Pálmi Guðmundsson Ragnars
Hamrahlíð 1 105 Reykjavík
19.
Vesturberg 195, málskot
Lagt fram bréf Pálma Guðmundssonar arkitekts, dags. 05.02.05, varðandi ósk um breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 195 við Vesturberg.
Synjun skipulagsfulltrúa dags. 21.01.05 er staðfest.
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að taka til meðferðar varatillögu umsækjanda samkvæmt bréfi hans.


Umsókn nr. 50074
20.
Fagráð, fyrirmynd að samþykkt
Lögð fram drög að fyrirmynd að samþykkt fyrir fagráð Reykjavíkurborgar skv. B-lið 61. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 638/2001, með síðari breytingum, dags. 7.02.05. Borgarráð samþykkti á fundi sínum 3. febrúar 2005 að vísa drögunum til umsagnar fagráða.
Kynnt.