Reitur 1.555.2 Starhagi, Reitur 1.134.6 - Holtsgötureitur, Sóltún, Bústaðahverfi, Dalbraut, reitur 1.344/8, Laugavegur 18B, Lindargata 60, Reitur 1.230, Bílanaustreitur, Garðabær, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Krókavað 13-23, Suðurlandsbraut 8, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Laugardalur, Mánagata 20,

Skipulagsráð

3. fundur 2005

Ár 2005, miðvikudaginn 2. febrúar kl. 09:05, var haldinn 4. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Dagur B. Eggertsson, Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Benedikt Geirsson, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Sveinn Aðalsteinsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Stefán Finnsson, Ágúst Jónsson og Jón Árni Halldórsson. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Jóhannes Kjarval, Nikulás Úlfar Másson, Margrét Leifsdóttir og Ágústa Sveinbjörnsdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 40628 (01.55.52)
1.
Reitur 1.555.2 Starhagi, deiliskipulag
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa að deiliskipulagi reits 1.555.2 við Starhaga, dags. 19.11.04. Málið var í kynningu frá 26. nóvember til 23. desember 2004. Lögð fram bréf Flugmálastjórnar, dags. 29.11.04, Bergs Felixsonar, dags. 14.12.04, Kjartans Gunnarssonar Starhaga 4, dags. 20.12.04, húsfélaginu Þorragata 5, 7 og 9, dags. 20.12.04, eigenda og íbúa Starhaga 2, dags. 22.12.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. janúar 2005.
Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.

Umsókn nr. 40438 (01.13.46)
100567-3779 Harpa Stefánsdóttir
Bauganes 16 101 Reykjavík
2.
Reitur 1.134.6 - Holtsgötureitur, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lagt fram deiliskipulag reits 1.134.6, Holtsgötureits, sem afmarkast af Holtsgötu, Bræðraborgarstíg, Sólvallagötu og Vesturgötu. Auglýsingin stóð til 14. janúar 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: Ólafur S. Björnsson, f.h. Holtsgötu 1 ehf, dags. 07.01.05, Gísli Þór Sigurþórsson f.h. stjórnar Íbúasamtaka Vesturbæjar, dags. 12.01.05, FORUM lögmenn f.h. Listakots ehf, dags. 13.01.05, FORUM lögmenn f.h. Herborgar Friðjónsdóttur, eiganda Holtsgötu 5, dags. 13.01.05, Edda Einarsdóttir, Hávallagötu 48, dags. 14.01.05, Áshildur Haraldsdóttir, Túngötu 44, dags. 17.01.05. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 20.01.05.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók sæti á fundinum kl. 9:11


Athugasemdir kynntar. Ákveðið að boða til fundar með hagsmunaaðilum 3. febrúar n.k. milli kl. 17:00 og 19:00. Skipulagsfulltrúa falið að annast fundarboðun.

Umsókn nr. 20098 (01.23)
450400-3510 VA arkitektar ehf
Skólavörðustíg 12 101 Reykjavík
3.
Sóltún, Ármannsreitur
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga VA arkitekta að deiliskipulagi reitsins, dags. 27.09.04. Einnig lagt fram bréf Önnu Birnu Jensdóttur f.h. Frumafls hf, dags. 8. september 2004. Málið var í auglýsingu frá 10. nóvember til 22. desember 2004. Athugasemdabréf bárust frá Húsfélaginu Sóltúni 5, dags. 15.12.04, Hildi Gísladóttur og Vilhelm Frímannssyni Miðtúni 90, dags. 21.12.04, Helgu Guðnadóttur og Helga Jenssyni Miðtúni 88, dags. 20.12.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24.01.05 og umsögn verkfræðistofu RUT, dags. 21.01.05.
Auglýst tillaga samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 40455 (01.81.8)
4.
Bústaðahverfi, breyting á deiliskipulagi, v/bílastæða við Hólmgarð
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Alark, dags. 24.10.04, að breytingu á deiliskipulagi vegna bílastæða við Hólmgarð. Málið var í grenndarkynningu frá 24. nóvember til 22. desember 2004. Athugasemdir bárust frá Guðlaugi Ágústssyni Hólmgarði 42, dags. 21.12.04 og undirskriftalisti 20 íbúa við Hólmgarð, dags. 22.12.04, Kristjáni Halldórssyni Hólmgarði 28, dags. 21.12.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20.01.05.

Guðlaugur Þór Þórðarson tók sæti á fundinum kl. 9:25

Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.

Umsókn nr. 30495 (01.34)
671197-2919 Arkís ehf
Aðalstræti 6 101 Reykjavík
5.
Dalbraut, reitur 1.344/8, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Arkís ehf, mótt. 6. janúar 2005, að breytingu á deiliskipulagi á Dalbraut 12, Barna- og unglingageðdeild LSH. Einnig lagðar fram myndir, dags. 26.08.04 og umsögn umhverfis- og tæknisviðs, dags 10.11.04.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 40538 (01.17.15)
260355-4069 Ragnhildur Ingólfsdóttir
Tjarnarstígur 20 170 Seltjarnarnes
6.
Laugavegur 18B, og 20A, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Ragnhildar Ingólfsdóttur arkitekts, dags. 14.10.04, að breytingu á deiliskipulagi á lóðunum 18B og 20A við Laugaveg, samkv. uppdr. dags. 14. september 2004, breytt 30. nóvember 2004. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18.11.04. Málið var í kynningu frá 22. desember til 19. janúar 2005. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.

Umsókn nr. 40670 (01.15.32)
240765-4549 Ragnheiður Sverrisdóttir
Túngata 11 225 Bessastaðir
7.
Lindargata 60, breytingar
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju deiliskipulagstillaga Luigi Bartolozzi ark., dags. 15.12.04 vegna lóðar nr. 60 við Lindargötu. Einnig lagt fram bréf Línuhönnunar, dags. 16.12.04. Málið var í kynningu frá 22. desember til 19. janúar 2005. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.

Umsókn nr. 50051 (01.23.0)
8.
Reitur 1.230, Bílanaustreitur, aðalskipulagsbreyting
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á aðalskipulagi vegna reits 1.230, Bílanaustreits.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi.
Vísað til borgarráðs.

Helga Bragadóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 40632
570169-6109 Garðabær
Garðatorgi 7 210 Garðabær
9.
Garðabær, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar í landi Urriðaholts. Einnig lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs til bæjarstjóra Garðabæjar, dags. 25.01.05.
Bréf sviðsstjóra samþykkt.

Umsókn nr. 30888
10.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundagerð nr. 332 frá 25. janúar 2005.


Umsókn nr. 30869 (04.73.170.1)
691282-0829 Frjálsi fjárfestingarbankinn hf
Ármúla 13a 108 Reykjavík
11.
Krókavað 13-23, nýbygging 6 tvíbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja sex steinsteypt, tvílyft tvíbýlishús með tólf íbúðum og sex bílgeymslum á lóðinni nr. 13-23 við Krókavað.
Stærðir:
Hús nr. 13; neðri hæð 141,2 ferm., efri hæð 127,5 fer., bílgeymsla 28,7 ferm.. Samtals 297,4 ferm. og 876 rúmm..
Hús nr. 15; neðri hæð 141,2 ferm., efri hæð 127,5 fer., bílgeymsla 28,7 ferm.. Samtals 297,4 ferm. og 876 rúmm..
Hús nr. 17; neðri hæð 141,2 ferm., efri hæð 127,5 fer., bílgeymsla 28,7 ferm.. Samtals 297,4 ferm. og 876 rúmm..
Hús nr. 19; neðri hæð 141,2 ferm., efri hæð 127,5 fer., bílgeymsla 28,7 ferm.. Samtals 297,4 ferm. og 876 rúmm..
Hús nr. 21; neðri hæð 141,2 ferm., efri hæð 127,5 fer., bílgeymsla 28,7 ferm.. Samtals 297,4 ferm. og 876 rúmm..
Hús nr. 23; neðri hæð 141,2 ferm., efri hæð 127,5 fer., bílgeymsla 28,7 ferm.. Samtals 297,4 ferm. og 876 rúmm..
Heild: 1784,4 ferm. og 5256 rúmm., þar af bílskúrar 172,2 ferm. og 490,8 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 299.592
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 40643 (01.26.21)
490597-3289 Stúdíó Granda ehf
Smiðjustíg 11b 101 Reykjavík
12.
Suðurlandsbraut 8, og 10, breytt notkun (fsp)
Lögð fram fyrirspurn Studio Granda, dags. 17.01.05, vegna samnýtingar og breyttrar notkunar á lóðum nr. 8 og 10 við Suðurlandsbraut og hluta af lóð nr. 9 við Ármúla. Einnig lagðar fram umsagnir skipulagsfulltrúa, dags. 19.01.05 og 8.12.04 og umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 9.12.04.
Kynnt. Skipulagsfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga í samræmi við umsögn dags. 19.01.05.

Umsókn nr. 10070
13.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 21. janúar 2005.


Umsókn nr. 40415 (01.39)
14.
Laugardalur, breytt deiliskipulag austurhluta
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 13. janúar 2005 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 22. f.m. varðandi breytt deiliskipulag austurhluta Laugardals.


Umsókn nr. 30884 (01.24.314.0)
15.
Mánagata 20,
Lagt fram bréf eiganda kjallaraíbúðar á Mánagötu 20, dags. 12. janúar s.l.
Jafnframt lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 23. desember 2004.
Afgreiðsla byggingarfulltrúa dags. 23. desember 2004 staðfest.