Götuheiti

Verknúmer : SR090003

228. fundur 2010
Götuheiti, Túnahverfi
Lögð fram orðsending borgarstjóra dags. 2. desember 2010 ásamt bréfi Húsfélagsins Skúlatúni 2 dags. 29. nóvember 2010 varðandi breytingar á götunöfnum í Túnahverfi. Einnig lagt fram svar byggingarfulltrúa dags. 14. desember 2010.



329. fundur 2010
Götuheiti, Túnahverfi
Lagt fram bréf Húsfélagsins Skúlatúni 2 dags. 29. nóvember 2010 varðandi breytingar á götunöfnum í Túnahverfi.
Vísað til skipulagsráðs.

227. fundur 2010
Götuheiti, Túnahverfi
Lögð fram orðsending borgarstjóra dags. 2. desember 2010 ásamt bréfi Húsfélagsins Skúlatúni 2 dags. 29. nóvember 2010 varðandi breytingar á götunöfnum í Túnahverfi.


217. fundur 2010
Götuheiti, Túnahverfi
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúans í Reykjavík dags. 9. nóvember 2009 þar sem gerð er tillaga að nýjum götuheitum í Túnahverfi. Einnig er lagt farm bréf skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur til borgarráðs dags. 16. desember 2009. Tillagan var samþykkt á fundi skipulagsráðs þann 16. desember 2009 og vísað til borgarráðs.


Kynnt.
Skipulagsráð óskar eftir því að fyrri afgreiðsla ráðsins verði lögð fram á fundi borgarráðs til afgreiðslu, eins skjótt og unnt er.


194. fundur 2009
Götuheiti, Túnahverfi
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 9. nóvember 2009 þar sem gerð er tillaga að nýjum götuheitum í Túnahverfi.


Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.
Vísað til borgarráðs.

Skipulagsráð bókaði eftirfarandi: "Í tilefni af samþykkt skipulagsráðs um ný götunöfn í Túnahverfi, til að minnast nafna þeirra fjögurra kvenna sem fyrst voru kjörnar í borgarstjórn Reykjavíkur árið 1908, óskar ráðið eftir því við borgarráð að það hlutist til um að settar verði upp menningarmerkingar sem skýra nafngiftirnar og sögu þessa brautryðjenda í borgarstjórn."


190. fundur 2009
Götuheiti, Túnahverfi
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 9. nóvember 2009 þar sem gerð er tillaga að nýjum götuheitum í Túnahverfi.
Frestað.