Fyrirspurn frá fulltrúa Samfylkingarinnar

Verknúmer : SR070002

88. fundur 2007
Fyrirspurn frá fulltrúa Samfylkingarinnar, skipulag Stekkjarbakka
Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar um skipulag við Stekkjarbakka í Breiðholti;
Í forsögn að skipulagi við Stekkjarbakka í Breiðholti var m.a. vísað til hugmynda Landverndar og Arkitektafélagsins um Grænt hús og nokkurra lóðarumsókna hreinna hátæknifyrirtækja sem verið höfðu til umfjöllunar auk þess sem svæðið kom til greina fyrir bænahús.

Hver er staða þessarar vinnu?
Hefur verið hugað að þeim þörfum sem mæta átti við Stekkjarbakka í skipulagsvinnu annars staðar í borginni?