Fyrirspurn frá fulltrúa Vinstri Grænna

Verknúmer : SR060006

75. fundur 2006
Fyrirspurn frá fulltrúa Vinstri Grænna, nektardansstaðir
Lagt fram svar lögfræði og stjórnsýslu dags. 27. nóvember 2006 við fyrirspurn frá fulltrúa Vinstri Grænna varðandi nektardansstaði frá fundi skipulagsráðs 6. september 2006. Einnig lagt fram svar borgarstjórans í Reykjavík til borgarráðs dags. 21. september 2006.


64. fundur 2006
Fyrirspurn frá fulltrúa Vinstri Grænna, nektardansstaðir
Fyrir liggur að a.m.k. tveir nektardansstaðir hafa verið opnaðir í miðborginni á undanförnum misserum. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi ákv. 3.1.20 þarf að geta slíkrar starfsemi í deiliskipulagi reitsins sem um ræðir hverju sinni. Leitað er eftir ákvæðum deiliskipulags á viðkomandi reitum og upplýsingum um hvort skipulags- og byggingarsvið hafi veitt umsögn um leyfisumsóknirnar.