Brekkustígur 9, Drafnarstígur 9, Sæviðarsund 100, Álfabakki 12-16 og Þönglabakki 1-6, Kjalarnes, Fitjar, Kópavogur og Mosfellsbær, Sólbrekka, Starhagi 11, Brautarholt 6, Hjarðarhagi 13, Hringbraut - Hofsvallagata, Vesturgata 40, Vesturgata 40, Víðimelur 66, Barónsstígur 45A, Laugavegur 157, Freyjugata 25B/C, Grettisgata 75, Kirkjusandur 2, Kirkjusandur - Reitur F, Korngarðar 13, Nauthólsvegur 79 og 81, Síðumúli 21, Skógarvegur, Freyjugata 16, Skipholt 21, Starhagi 3, Stóragerði 21, Tröllaborgir 14, Almannadalur 25-29, Álfsnes, Gufunes, áfangi 1 - Jöfursbás reitir A3 og A4, Jöfursbás 9B, Kjalarnes, Dyngjuvegur 18, Hrísateigur 19, Kvosin, Nesvegur 65, Sóltún 20 og 24-26, Spöngin 9-41, Einarsnes 36, Engjavegur 13, Fellsmúli 2-12, Laugavegur 12B og 16, Grensásvegur 3-7,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

886. fundur 2022

Ár 2022, fimmtudaginn 29. september kl. 09:00, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 886. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir, Jóhanna Guðjónsdóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Hrafnhildur Sverrisdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, Sigríður Maack, Sólveig Sigurðardóttir, Brynja Kemp Guðnadóttir, Olga Guðrún B Sigfúsdóttir og Björn Ingi Edvardsson. Erna Hrönn Geirsdóttir. Ritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:


1.22 Brekkustígur 9, Stækkun húss og breyting lóðar
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. maí 2022 þar sem sótt er um leyfi til að endurbyggja og hækka hús og byggja stigahús á bakhlið einbýlishúss á lóð nr. 9 við Brekkustíg. Erindi var grenndarkynnt frá 14. júní 2022 til og með 13. júlí 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Sigrún Baldvinsdóttir dags. 5. júlí 2022, Þorsteinn Geirharðsson dags. 11. júlí 2022 og Kjartan Sveinsson og María Huld Markan Sigfúsdóttir dags. 13. júlí 2022. Einnig eru lögð fram ítarlegri gögn Kanon arkitekta ehf. dags. 20. september 2022 vegna hækkunar húss og skuggavarps. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. júlí 2022 og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu

2.22 Drafnarstígur 9, (fsp) uppbygging
Lögð fram fyrirspurn Stólpa ehf., dags. 15. september 2022, ásamt bréfi Trípólí arkitekta dags. 15. september 2022 um uppbyggingu á lóð nr. 9 við Drafnarstíg, samkvæmt tillögu Trípólí arkitekta dags 15. september 2022.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

3.22 Sæviðarsund 100, (fsp) - stækka hús með garðhýsi
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. september 2022 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu á suðvesturhlið einbýlishúss á lóð nr. 100 við Sæviðarsund.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

4.22 Álfabakki 12-16 og Þönglabakki 1-6, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og umsýslu dags. 26. september 2022 um breytingu á deiliskipulagi Mjóddar vegna lóðanna nr. 12-16 við Álfabakka og 1-6 við Þönglabakka. Í breytingunni sem lögð er til felst að bílastæðasvæði eru endurskoðað og þau afmörkuð enn frekar/skýrar, samkvæmt uppdr. Steinselju dags. 2. desember 2020.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

5.22 Kjalarnes, Fitjar, (fsp) stofnun lóða
Lögð fram fyrirspurn Guðjóns Halldórssonar, dags. 13. september 2022, um að stofna tvær sérbýlishúsalóðir í landi Fitja á Kjalarnesi, samkvæmt skissu á yfirlitsmynd ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

6.22 Kópavogur og Mosfellsbær, deiliskipulag Suðurlandsvegar
Lagt fram bréf Kópavogsbæjar dags. 31. ágúst 2022 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um tillögu að nýju deiliskipulagi Suðurlandsvegar í Kópavogi og Mosfellsbæ. Deiliskipulagstillagan nær til hluta Suðurlandsvegar frá Geithálsi vestan Hólmsár í Mosfellsbæ að tvíbreiðum hluta Suðurlandsvegar, austan Lögbergsbrekku. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi Suðurlandsvegur verði breikkaður til norðurs og verði samfelldur stofnvegur með tveimur akreinum í hvora akstursstefnu. Gert er ráð fyrir vegamótum við Geirland ásamt hliðarvegum/tengivegum í Lækjarbotnum, Gunnarshólma og Geirlandi. Markmið deiliskipulagsins er að auka þjónustustig samgangna á svæðinu og bæta umferðaröryggi. Kynningartíma lýkur kl. 13:00 þann 14. október nk.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

7.22 Sólbrekka, (fsp) gerð deiliskipulags
Lögð fram fyrirspurn Gísla Fannbergs, dags. 13. september 2022, um gerð deiliskipulags fyrir lóðina að Sólbrekku við Norðlingabraut. Einnig er lagt fram bréf Þuríðar Rúrí Fannbergs og Gísla Fannbergs f.h. lóðareigenda dags. 9. september 2022 og ljósmyndir.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

8.22 Starhagi 11, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 21. september 2022, um breytingu á deiliskipulagi Starhaga-Þormóðsstaðavegar vegna lóðarinnar nr. 11 við Starhaga. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun lóðarinnar ásamt stækkun á leikskólanum Sæborg, samkvæmt uppdr. A arkitekta dags. 19. september 2022. Einnig er lagt fram bréf A arkitekta dags. 19. september 2022.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

9.22 Brautarholt 6, Breytingar 1. og 2. hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. september 2022 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og útliti, innrétta 6 íbúðir á 2. hæð, innrétta geymslur í austurhluta 1. hæðar, breyta gluggum á báðum hliðum, gera svalir á götuhlið og gera flatt þak á bakhús og gera þar svalir og aðkomu fyrir íbúðir á 2. hæð húss á lóð nr. 6 við Brautarholt.



Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

10.22 Hjarðarhagi 13, 13-15 - Klæðning
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. september 2022 þar sem sótt er um leyfi til að klæða suðurhlið og vesturgafl með sléttri álklæðningu á undirkerfi úr áli og fjarlægja steypt handrið og stálhandrið og koma fyrir í léttu stálhandriði klæddu harðplastplötum á hús á lóð nr. 13-15 við Hjarðarhaga.


Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

11.22 Hringbraut - Hofsvallagata, framkvæmdaleyfi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Vegagerðarinnar dags. 12. júlí 2022 um framkvæmdaleyfi vegna breytingar á gatnamótum Hringbrautar og Hofsvallagötu. Framkvæmdin felur í sér malbikun akreina að gatnamótum Nesbrautar 49-05 (hér eftir Hringbraut) og Hofsvallagötu, endurgerð miðeyju við gatnamót, lenging vinstribeygjuvasa og breytingar hægri akreinar austan megin við gatnamót og hliðfærsla akreina Hringbrautar til suðurs vegna endurgerðar miðeyju og endurgerð hluta kantsteina. Endurnýjun og breyting á gatnalýsingu ásamt umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingum. Einnig er lagt fram teikningasett CSÓ ráðgjafar dags. í júní 2022, Útboðslýsing VSÓ ráðgjafar dags. í júlí 2022 og yfirlitsmyndir VSÓ ráðgjafar yfir umferðaljósastýringar dags. 13. júní 2022. Tillagan var grenndarkynnt frá 24. ágúst 2022 til og með 21. september 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: 22 eigendur og íbúar við Hringbraut 52, 54, 56 og 58 dags. 20. september 2022, Bjarni Magnússon dags. 18. september 2022, Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson dags. 18. september 2022, Ásthildur Garðarsdóttir dags. 19. og 20. september 2022, Nick Ward dags. 19. september 2022, Alma Dóra Ríkharðsdóttir dags. 20. september 2022, Steina Dögg Vigfúsdóttir dags. 20. september 2022, Ólöf Magnúsdóttir dags. 20. september 2022, Hrafnkell Sigurðsson dags. 20. september 2022, Magnea Steiney Þórðardóttir dags. 20. september 2022, Nick Ward og Íris Hrund Jóhannsdóttir dags. 20. september 2022, Jón Trausti Bjarnason f.h. Ísholts ehf. dags. 20. september 2022 og Kristín Róbertsdóttir f.h. stjórnar Húsfélags Alþýðu dags. 21. september 2022.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

12.22 Vesturgata 40, Áður gert - mhl.02 0101
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. september 2022 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í að innrétta íbúð á 1. hæð, tómstundaherbergi í kjallara og breyta innra skipulagi á 2. og 3. hæð húss á lóð nr. 40 við Vesturgötu.


Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

13.22 Vesturgata 40, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. apríl 2022 var lögð fram umsókn Krads ehf. dags. 12. apríl 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 40 við Vesturgötu. Í breytingunni felst að heimilt er að breyta verslunarrými á jarðhæð hússins í íbúð og skipta efri hæðum hússins í tvær íbúðir, samkvæmt uppdr. Krads. ehf. dags. 18. mars 2022. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. maí 2022. Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. maí 2022.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Vesturgötu 38, 39, 41 og 42 og Nýlendugötu 21, 21A og 23 þegar lagfærðir uppdrættir berast embætti skipulagsfulltrúa.

14.22 Víðimelur 66, Bílskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. september 2022 ásamt aðaluppdráttum Garðars Snæbjörnssonar arkitekts dags. 1. september 2022 þar sem sótt er um leyfi til að byggja skúr, staðsteyptar undirstöður og botnplata, útveggir og þak úr timbri, í norðurhorni lóðar næsti íbúðahúsi á lóð nr. 66 við Víðimel. Einnig er lögð fram umsögn skiplagsfulltrúa dags. 29. september 2022.


Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. september 2022, samþykkt.

15.22 Barónsstígur 45A, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Karls Magnúsar Karlssonar dags. 24. maí 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 45A við Barónsstíg. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit Sundhallarinnar í austur fyrir viðbyggingu á tæknirými innilaugarinnar ásamt því að tengja núverandi tæknirými útilaugarinnar við umrædda stækkun neðanjarðar, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. VA arkitekta ehf. dags. 13. júlí 2022. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 19. maí 2022. Tillagan var grenndarkynnt frá 5. ágúst 2022 til og með 2. september 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Bergþór Þórisson formaður húsfélagsins Snorrabraut 56b, dags. 19. ágúst 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. september 2022 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. september 2022.


Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. september 2022.

16.22 Laugavegur 157, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. ágúst 2022 var lögð fram fyrirspurn Jóns Davíðs Ásgeirssonar arkitekts dags. 6. apríl 2022 um breytingu á deiliskipulagi Skúlagarðsreits vegna lóðarinnar nr. 157 við Laugaveg sem felst í fjölgun íbúða og hækkun á nýtingarhlutfalli lóðar, samkvæmt uppdráttum JDA ehf. dags. 21. febrúar 2022. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. maí 2022. Fyrirspurn er lögð fram að nýju ásamt greinargerð Jóns Davíðs Ásgeirssonar arkitekts dags. 20. júlí 2022 og uppdráttum JDA ehf. dags. 20. júlí 2022. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. september 2022.


Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. september 2022, samþykkt.

17.22 Freyjugata 25B/C, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. september 2022 var lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Baldursgötureits vegna lóðarinnar nr. 25B og 25C við Freyjugötu. Í breytingunni felst leiðrétting lóðarmarka á deiliskipulagsuppdrætti og stærð lóðar í stærðartöflu ásamt aukningu á byggingarmagni, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Traðar dags. 22. desember 2021. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.

18.22 Grettisgata 75, (fsp) svalir
Lögð fram fyrirspurn Markúsar Darra Maack dags. 7. september 2022 um að setja svalir á suðurhlið hússins á lóð nr. 75 við Grettisgötu, samkvæmt fylgiskjölum.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

19.22 Kirkjusandur 2, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Kurt og Pí ehf. f.h. eiganda dags. 13. júní 2022, varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna lóðarinnar nr. 2 við Kirkjusand. Í breytingunni felst breytt landnotkun og byggingarmagn og breyting á byggingareitum, samkvæmt uppdr. Kurt og Pí ehf. dags. 13. júní 2022. Tillagan var auglýst frá 21. júlí 2022 til og með 19. september 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Kristján Þ. Davíðsson dags. 25. ágúst 2022, Gunnar Ingi Gunnarsson dags. 30. ágúst 2022, Ásthildur S. Rafnar og Þorsteinn Ólafsson dags. 30. ágúst 2022, Björn M. Björgvinsson og Sigfríður Fanney Úlfljótsdóttir dags. 31. ágúst 2022, Þorsteinn G. Þórhallsson dags. 1. september 2022, Hildur Georgsdóttir dags. 7. september 2022, stjórn húsfélagsins að Laugarnesvegu 87-89 dags. 18. september 2022, Björn M. Björgvinsson f.h. stjórnar húsfélagsins að Kirkjusandi 1, 3 og 5 dags. 19. september 2022 og Lilja Sigrún Jónsdóttur dags. 19. september 2022. Einnig eru lagðir fram tölvupóstar Björns M. Björgvinssonar dags. 7. september 2022 og tölvupóstur Gunnars Inga Gunnarssonar dags. 8. september 2022 þar sem óskað er eftir útlitsteikningu, umsögn Veitna dags. 9. september 2022 og áskorun Björns Magnúsar Björgvinssonar og Gunnars Inga Gunnarssonar f.h. húsfélaganna að Kirkjusandi 1, 3 og 5 og Laugarnesvegi 87-89 dags. 12. september 2022 um að heimila niðurrif á gamla Íslandsbankahúsinu þó svo að deiliskipulagsvinnu lóðarinnar sé ólokið.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

20.22 Kirkjusandur - Reitur F, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn ASK Arkitekta ehf. dags. 15. júní 2022, varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna reits F. Í breytingunni felst að sameina reiti F2 og F3 í einn reit (F2) þar sem heimild verður fyrir íbúðarhúsnæði með allt að 115 íbúðum í stað blöndu af atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði, samkvæmt uppdr. ASK arkitekta dags. 21. júní 2022. Tillagan var auglýst frá 21. júlí 2022 til og með 16. september 2022. Engar athugasendir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

21.22 Korngarðar 13, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Guðmundar Odds Víðissonar dags. 3. nóvember 2021 ásamt greinargerð dags. 3. nóvember 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skarfabakka, Klettasvæðis, vegna lóðarinnar nr. 13 við Korngarða. Í breytingunni felst að legu byggingarreita er breytt ásamt því að breytt er nýtingarhlutfall fyrir millipalla úr 0,1 í 0,4. Akstur er heimilaður frá lóð og út á Korngarða og útakstur er heimilaður frá lóð út á hafnarbakka, samkvæmt uppdr. DAP ehf. dags. 15. mars 2022. Einnig er lagt fram bréf Faxaflóahafna sf. dags. 25. október 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 9. maí 2022 til og með 16. júní 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: ARTA lögmanna f.h. Fóðurblöndunnar hf. dags. 27. maí 2022 og Faxaflóahafnir dags. 3. júní 2022. Einnig er lögð fram umsögn Veitna dags. 15. júní 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. júní 2022 og er nú lagt fram að nýju.

Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.

22.22 Nauthólsvegur 79 og 81, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda- og viðhalds dags. 15. september 2022 um framkvæmdaleyfi vegna færslu lagna út fyrir lóðarmörk lóðanna nr. 79 og 81 við Nauthólsveg. Einnig er lagt fram teikningasett dags í júní 2022.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

23.22 Síðumúli 21, (fsp) hækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Umbrella ehf. og Kára Björnssonar, dags. 5. september 2022, um hækkun hússins á lóð nr. 21 við Síðumúla um eina hæð.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

24.22 Skógarvegur, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 27. september 2022, um framkvæmdaleyfi fyrir gerð malbikaðra stíga og steyptra stétta að Skógarvegi og niður að Lautarvegi ásamt frágangi á grassvæðum umhverfis framkvæmdasvæði. Einnig er lögð fram yfirlitsmynd Eflu, dags. 22. september 2022, sem sýnir yfirborðsfrágang.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

25.22 Freyjugata 16, Hækkun húss um eina hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. september 2022 þar sem sótt er um leyfi til að hækka um eina hæð, byggja kvisti og innrétta fjórar íbúðir í húsi á lóð nr. 16 við Freyjugötu. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 20. september 2022.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

26.22 Skipholt 21, Breytt skráning - efri hæð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. september 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. september 2022 þar sem sótt er um leyfi til að fjölga eignum úr fjórum í sjö og innrétta gististað í fl. II, teg. b, 46 herbergi fyrir 92 gesti og rými fyrir verslun/þjónustu á götuhlið 2. hæðar húss á lóð nr. 21 við Skipholt. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. september 2022.


Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. september 2022, samþykkt.

27.22 Starhagi 3, (fsp) gististaður
Lögð fram fyrirspurn Árna Freys Magnússonar dags. 17. september 2022 um rekstur gististaðar í húsinu á lóð nr. nr. 3 við Starhaga.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

28.22 Stóragerði 21, (fsp) breyting á skráðum fermetrum/stækkun íbúðar
Lögð fram fyrirspurn Thelmu Guðrúnar Jónsdóttur dags. 7. september 2022, um að fjölga skráðum fermetrum í íbúð á lóð nr. 21 við Stóragerði. Einnig er lagður fram tölvupóstur Thelmu Guðrúnar Jónsdóttur dags. 13. september 2022 þar sem fram koma upplýsingar um stækkun íbúðar.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

29.22 Tröllaborgir 14, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Davíðs Rúnars Bjarnasonar, dags. 19. september 2022, um breytingu á deiliskipulagi Borgahverfis E-H hluta vegna lóðarinnar nr. 14 við Tröllaborgir. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að breyta einbýlishúsi í tvíbýlishús, stækka íbúð á 1. hæð og setja svalir ofan á stækkunina, samkvæmt uppdr. Luigi Bartolozzi arkitekts dags. 19. september 2022.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

30.22 Almannadalur 25-29, Hesthús - mhl.03
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. september 2022 þar sem sótt er um leyfi til að byggja hesthús á tveimur hæðum, steinsteypt burðarvirki með timburþaki, skipt upp í tvær notkunareiningar, notkunareining 03-0101 eru 8 stíur ásamt hlöðu á 1. hæð og íbúð á 2. hæð með útgengt út á svalir til suðurs, í notkunareiningu 03-0102 eru 11 stíur og hlaða á 1. hæð og íbúð á 2. hæð með útgengt út á svalir til norðurs á húsi nr. 29 á lóð nr. 25-29 við Almannadal.


Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

31.22 Álfsnes, ósk um umsögn vegna starfsleyfis
Lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 27. september 2022 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar Skotveiðifélags Reykjavíkur um starfsleyfi fyrir starfsemi skotvallar félagsins í Álfsnesi. Óskað er eftir umsögn um umsóknina hvað varðar samræmi starfseminnar við skipulag og gildistíma starfsleyfis.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

32.22 Gufunes, áfangi 1 - Jöfursbás reitir A3 og A4, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Hildar Gunnlaugsdóttur, f.h. Spildu ehf. dags. 4. maí 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi áfanga 1 í Gufunesi vegna reita A3 og A4. Í breytingu felst tilfærsla á lóðarmörkum (fjöldi og lögun lóða er að breytast), aukning á fjölda íbúða, húshæðir aukast en þó innan marka sem tilgreint er í aðalskipulagi. Heildarbyggingamagn á svæðinu helst óbreytt m.v. gildandi heimildir og mun byggðarmynstur á uppbyggingarsvæði breytast, í stað randbyggðar, standa stakstæð hús í grænu garðrými. Almennings- og dvalarrými eykst og það gert samfelldara, m.a. með því að fella niður botnlangann Hilmisbás. Töluverð atvinnustarfsemi er í gildandi skipulagi og mun nær öll sú starfsemi í núverandi heimildum breytast í íbúðir, samkvæmt uppdr. dags. 3. maí 2022. Tillagan var auglýst frá 21. júlí 2022 til og með 2. september 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Veitur ohf. dags. 2. september 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. september 2022 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. september 2022.

Leiðrétt bókun frá 19. september 2022. Rétt bókun er: Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags.16. september 2022.

33.22 Jöfursbás 9B, Nýbygging - 24íb. fjórar hæðir + kj. Sameining lóða a-b-c-d er hafin í erindi skipulagsf.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. september 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. september 2022 þar sem sótt er um leyfi til að byggja fjölbýlishús með 24 íbúðum á fjórum hæðum með einu stigahúsi ásamt kjallara undir hluta húss á lóð nr. 9B við Jöfursbás. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. september 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. september 2022, samþykkt.

34.22 Kjalarnes, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn Veitna ohf. dags. 14. september 2022 um framkvæmdaleyfi fyrir borun á Hitastigulsholum á Kjalarnesi og leitarholum í landi Vallár. Einnig lögð fram greinargerð Ísor dags. 21. júní 2022.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

35.22 Dyngjuvegur 18, Bráðabirgðahúsnæði - leikskóli
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. ágúst 2022 þar sem sótt er um leyfi til að setja niður færanlegar kennslustofur, sex deilda leikskóla fyrir 100 börn á meðan unnið er að endurbótum núverandi mannvirkja á lóð, um er að ræða byggingu úr forsmíðuðum gámaeiningum á einni hæð með stjórnunarrými, sérkennslurými, móttökueldhúsi og stoðrýmum, staðsett á núverandi bílastæði sunnan við hús á lóð nr. 18 við Dyngjuveg. Erindi var grenndarkynnt frá 30. ágúst 2022 til og með 27. september 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Sigurður Baldursson, Kristín Bernharðsdóttir og Þórður Ásmundsson dags. 27. september 2022.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

36.22 Hrísateigur 19, (fsp) stækkun á bílskúr og fækkun á gluggum
Lagðar fram fyrirspurnir Nellyjar Alexandersdóttur Voskanian dags. 6. september 2022 um að stækka bílskúr á lóð nr. 19 við Hrísateig og fækka gluggum, úr fjórum í þrjá, og hurðum, úr tveimur í eina, samkvæmt tillögum/skissum ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

37.22 Kvosin, (fsp) nýtt hlutverk bygginga núverandi höfuðstöðva Landsbankans
Lögð fram fyrirspurn Eikar fasteignafélags hf. dags. 20. september 2022, ásamt bréfi ódags. um nýtt hlutverk núverandi höfuðstöðva Landsbankans sem staðsettar eru í Kvosinni, nánar tiltekið í Austurstræti, Hafnarstræti og Tryggvagötu, en ráðgert er að Landsbankinn flytji alla sýna starfsemi yfir í nýtt húsnæði við Austurhöfn. Einnig er lögð fram kynning tp bennett dags. í september 2022.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

38.22 Nesvegur 65, Viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. september 2022 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu, steyptan kjallara og timburhæð á suðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 76 við Nesveg.


Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

39.22 Sóltún 20 og 24-26, (fsp) uppbygging og breyting á notkun
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. júlí 2022 var lögð fram fyrirspurn Gunnars Páls Kristinssonar dags. 17. maí 2022 ásamt bréfi dags. 2. maí 2022 um uppbyggingu á lóðunum nr. 20 og 24-26 við Sóltún ásamt breytingu á notkun lóðanna þannig að heimilt verði að vera með íbúðir í húsunum í stað atvinnustarfsemi, samkvæmt tillöguhefti Rýma arkitekta ehf. dags. 2. maí 2022. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. september 2022.


Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 29. september 2022.

40.22 Spöngin 9-41, (fsp) nr. 33-39 - hækkun húss og breyting á notkun
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. ágúst 2022 var lögð fram fyrirspurn Arkís arkitekta ehf. dags. 13. júní 2022 ásamt bréfi dags. 13. júní 2022 um hækkun hússins að Spönginni 33-39, lóð nr. 9-41 við Spöngina, og breytingu á notkun á efri hæðum hússins. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. september 2022.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 29. september 2022.

41.22 Einarsnes 36, málskot
Lagt fram málskot Hjördísar Andrésdóttur dags. 14. september 2022 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2022 um að breyta atvinnuhúsnæði á lóð nr. 36 við Einarsnes í íbúðir.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

42.22 Engjavegur 13, Færsla á skála
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. september 2022 þar sem sótt er um leyfi til að færa núverandi skála sem var hluti matshluta nr. 10, skálinn verði reistur á staðsteypta sökkla og botnplötu gegnt selalaug garðsins, til stendur að nýta skálann undir smádýr, matshluti nr. 14 á lóð nr. 13 við Engjaveg.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

43.22 Fellsmúli 2-12, skipting lóðar
Lagt fram bréf Ástu Ragnheiðar Júlíusdóttur dags. í júní 2022, mótt. 13. ágúst 2022, um að skipta lóðinni nr. 2-12 við Fellsmúla í tvær lóðir þ.e. Fellsmúla 2-8 og Fellsmúla 10-12.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

44.22 Laugavegur 12B og 16, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Batterísins ehf. dags. 14. september 2022, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.4 vegna lóðarinnar nr. 12B og 16 við Laugarveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að sameina lóðirnar í eina lóð þ.e. Laugaveg 14-16, samkvæmt uppdr. Batterísins dags. 25. ágúst 2022.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

45.22 Grensásvegur 3-7, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. maí 2022 var lögð fram fyrirspurn Krads ehf. dags. 24. febrúar 2022 um breytingu á deiliskipulagi Skeifunnar vegna lóðarinnar nr. 3-7 við Grensásveg sem felst í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á lóð í samræmi við rammaskipulag, samkvæmt tillögu Krads ehf. dags. 15. febrúar 2022. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. maí 2022. Erindi er lagt fram að nýju ásamt uppfærðri tillögu Krads ehf. dags. 27. september 2022.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.