Grettisgata 41, Grettisgata 53B, Höfðabakki 7, Korngarðar 13, Landakotsreitur, Nesvegur 48, Sléttuvegur 25, Snorrabraut 62, Efstaleiti 19 (Efstaleiti 25B), Kjalarnes, Prestshús, Laugarnesvegur 75, Umferðarmiðstöðvarreitur, Vitastígur 16, Eggertsgata, stúdentagarðar, Laufásvegur 21-23, Ægisíða 104, Bólstaðarhlíð 20, Hlemmur, reitur 1.240, Umferðarskipulag, Laugavegur 157, Vesturgata 24, Ásvegur 11, Bólstaðarhlíð 30, Hallgerðargata 13, Krosshamrar 11-11A, Langholtsvegur 155, Logafold 89, Skeifan 11, Stýrimannastígur 6, Sörlaskjól 64, Tryggvagata 14, Ystibær 9, Ármúli 28 og 30, Háaleitisbraut 1, Mosavegur hjúkrunarheimili, Sogavegur 3, Breiðhöfði 10, Kjalarnes, Esjumelar-Varmadalur, Kjalarnes, Vallá, Krókháls, GR reitur G1, KR svæðið - Frostaskjól 2-6, Rauðhólar, Skútuvogur 7-9, Vesturbæjarsundlaug, Geirsgata 9, Hlíðarendi - Reitir G, H og I, Laugavegur 20B, Nýr Landspítali við Hringbraut,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

865. fundur 2022

Ár 2022, föstudaginn 22. apríl kl. 09:07, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 865. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Sólveig Sigurðardóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Birkir Ingibjartsson, Ingvar Jón Bates Gíslason, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Lilja Grétarsdóttir og Björn Ingi Edvardsson. Ritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:


1.22 Grettisgata 41, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. apríl 2022 var lögð fram fyrirspurn Grímu arkitekta ehf. dags. 29. mars 2022 ásamt bréfi dags. 29. mars 2022 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.1 vegna lóðarinnar nr. 41 við Grettisgötu sem felst í að heimilt verði að gera stakstætt hús á lóðinni í stað viðbyggingar. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. apríl 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. apríl 2022, samþykkt.

2.22 Grettisgata 53B, Breyta skráningu
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. apríl 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. apríl 2022 þar sem sótt er um leyfi til að breyta skráningu í gististað í flokki II með fimm íbúðum fyrir 16 gesti í fjölbýlishúsi á lóð nr. 53B við Grettisgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. apríl 2022.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. apríl 2022.

3.22 Höfðabakki 7, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. febrúar 2022 var lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 5. janúar 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða eystri vegna lóðarinnar nr. 7. við Höfðabakka. Í breytingunni felst hækkun á mæni bakhúss um 2,5 m og við það skapast möguleiki á milligólfi. Við breytinguna hækkar nýtingarhlutfall lóðar úr 0,7 í 1,0 ásamt því að bílastæðakröfur eru uppfærðar í samræmi við bíla- og hjólastæðastefnu Reykjavíkurborgar, samkvæmt uppdráttum THG Arkitekta ehf. dags. 23. febrúar 2022. Umsækjandi var beðin um að hafa samband við embætti skipulagsfulltrúa og er erindið nú lagt fram að nýju.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Höfðabakka 3 og 9 og Stórhöfða 22-30 og Vagnhöfða 23 og 25.

Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1551/2021


4.22 Korngarðar 13, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. nóvember 2021 var lögð fram umsókn Guðmundar Odds Víðissonar dags. 3. nóvember 2021 ásamt greinargerð dags. 3. nóvember 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skarfabakka, Klettasvæðis, vegna lóðarinnar nr. 13 við Korngarða. Í breytingunni felst að legu byggingarreita er breytt ásamt því að breytt er nýtingarhlutfall fyrir millipalla úr 0,1 í 0,4. Akstur er heimilaður frá lóð og út á Korngarða og útakstur er heimilaður frá lóð út á hafnarbakka, samkvæmt uppdr. DAP ehf. dags. 15. mars 2022. Einnig er lagt fram bréf Faxaflóahafna sf. dags. 25. október 2021. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Korngörðum 1-3, 5, 7, 9, 11 og 12.

Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1551/2021


5.22 Landakotsreitur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Landakotsreits. Í breytingunni felst að skilgreina nýja lóð og byggingarreit fyrir grenndarstöð á horni Hrannarstígs og Öldugötu, breyting á fyrirkomulagi bílastæða í borgarlandi við Hrannarstíg og ráðstafanir við gatnamót til að auka umferðaröryggi, skv. uppdrætti VA arkitekta, dags. 20. apríl 2022.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Öldugötu 23, 24, 25 og 25A, Túngötu 26, Marargötu 1 og 2 og Stýrimannastíg 14 og 15.




6.22 Nesvegur 48, (fsp) bílskúr
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. nóvember 2020 var lögð fram fyrirspurn Hrafnhildar Gunnarsdóttur dags. 12. nóvember 2020 um að setja bílskúr á lóð nr. nr. 48 við Nesveg, samkvæmt tillögu/uppdr. April arkitekta dags. 7. nóvember 2020. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. nóvember 2020. Lagt fram að nýju ásamt tölvupósti Hrafnhildar Gunnarsdóttur dags. 12. apríl 2022 og breyttri tillögu dags. 12. apríl 2022 þar sem skúr er minnkaður.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

7.22 Sléttuvegur 25, íbúðir (Skógarvegur 4 og 10)
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. apríl 2022 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tvö steinsteypt fjölbýlishús, klædd ljósri álklæðningu með 87 leiguíbúðum fyrir 60 ára og eldri, fjórar hæðir á jarðhæð og kjallara sem er tvöfaldur að hluta, sem verða Skógarvegur 4 og 10 með tengingum í bílakjallara og þjónustumiðstöð sem fyrir eru á lóð og verður mhl. 03 á lóð nr. 25 við Sléttuveg.


Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

8.22 Snorrabraut 62, Br. á áður samþ. erindi BN058929. Verslunarr. 1. hæð í þrennt. ofl.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. apríl 2022 þar sem sótt er um leyfi til breytinga á erindi BN058929, helstu breytingar eru, verslunarrými 0101 skipt upp í þrjú verslunarrými, blöndun íbúðagerða breytt með breytingum á innra skipulagi íbúða 0212 og 0213, þ.e. fækkun á eins og þriggja herbergja íbúðum um eina gerð hvor og tveggja herbergja íbúðum fjölgar um tvær, stækka inntaksklefa rafmagns í kjallara stækkar, breyting á innra skipulagi kjallara, efni og uppbygging svalahandriða breytist, texti er varðar brunavarnir breytist, fjölgað inngangshurðum á austurhlið húss, óskað heimildar á aðlögun gangstéttar vegna aðkomu sem stendur utan lóðar, jafnframt lagfærð tilvísun í rétt húsnúmer matshluta nr. 02 í húsi nr. 62 á lóð nr. 60 við Snorrabraut. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. apríl 2022.



Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. apríl 2022.

9.22 Efstaleiti 19 (Efstaleiti 25B), (fsp) breyting á notkun rýmis merkt 02 0121
Lögð fram fyrirspurn Helga Mars Hallgrímssonar dags. 7. febrúar 2022 um breytingu á notkun rýmis 02 0121 í húsinu að Efstaleiti 25B á lóð nr. 19 við Efstaleiti úr verslun í íbúð.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

10.22 Kjalarnes, Prestshús, nýtt deiliskipulag
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. mars 2022 var lögð fram umsókn Plúsarkitekta ehf. dags. 6. apríl 2021 um nýtt deiliskipulag fyrir Prestshús að Kjalarnesi. Í tillögunni felst uppbygging Presthúsa til fastrar búsetu, samhliða því að byggja upp dvalar- og vinnuaðstöðu fyrir listafólk og áhugafólk um listir og náttúru. Byggt verður upp innan jarðarinnar íbúðarhús, vinnustofur, gestahús ásamt fjölnota sal á svæðinu. Staðsetja aðkomuveg, gönguleiðir byggingarreit og setja skilmála fyrir uppbyggingu innan fyrirhugaðs svæðis í samræmi við lög og reglur þar að lútandi, samkvæmt uppdr. Eflu dags. 4. apríl 2022. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs til afgreiðslu.

Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. sbr. 12. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1551/2021.


11.22 Laugarnesvegur 75, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Önnu Birnu Guðlaugsdóttur dags. 22. janúar 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis norðan sundlaugavegar vegna lóðarinnar nr. 75 við Laugarnesveg. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit lóðarinnar vegna byggingu anddyris á norðurhlið hússins, samkvæmt uppdr. Vigfúsar Halldórssonar dags. 3. nóvember 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 15. mars 2022 til og með 12. apríl 2022. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

12.22 Umferðarmiðstöðvarreitur, (fsp) afmörkun lóðar fyrir dælustöð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. mars 2022 var lögð fram fyrirspurn Veitna ohf. dags. 21. febrúar 2022 um afmörkun lóðar fyrir fyrir dælustöð bakvatns hitaveitu vestan Fífilsgötu á svokölluðum umferðarmiðstöðvarreit. Einnig eru lögð fram drög Eflu dags. 17. febrúar 2022 að hönnun rýmis dælustöðvar og loftmynd sem sýnir afmörkun svæðisins. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. apríl 2022.


Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. apríl 2022, samþykkt.

13.22 Vitastígur 16, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Eiríks Kristjáns Gissurarsonar dags. 20. febrúar 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureits, reitur 1.190.0, vegna lóðarinnar nr. 16 við Vitastíg. Í breytingunni felst að heimilt er að auka byggingarmagn fyrir smáhýsi á baklóð um 18 fm, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Traðar dags. 16. febrúar 2022.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

14.22 Eggertsgata, stúdentagarðar, breyting á deiliskipulag
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. mars 2022 var lögð fram umsókn Félagsstofnunar stúdenta dags. 18. febrúar 2022 um breytingu á deiliskipulagi fyrir stúdentagarða að Eggertsgötu. Svæðið afmarkast af Suðurgötu til vesturs, Eggertsgötu til norðurs og byggð og opnu svæði til austurs og suðurs. Megin aðkoma að svæðinu er frá Eggertsgötu en einnig frá Suðurgötu. Breytingin gerir ráð fyrir nýrri viðbyggingu við leikskóla, þjónustu- og félagshúsi ásamt stækkun á hverfisverslun, samkvæmt greinargerð Arkþings/Nordic ehf. dags. 18. febrúar 2022 og deiliskipulags- og skýringaruppdr. Arkþing/Nordic ehf. ódags. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt fornleifaskrá og húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur, skýrsla nr. 220.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs til afgreiðslu.

Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1551/2021.


15.22 Laufásvegur 21-23, (fsp) breytingar á húsi
Lögð fram fyrirspurn Laxmýris ehf. dags. 11. apríl 2022 ásamt bréfi dags. 24. mars 2022 þar sem óskað er eftir samstarfi við skipulagsfulltrúa vegna breytinga á húsinu á lóð nr. 21-23 við Laufásveg, en fyrirhugað er að breyta notkun hússins úr skrifstofum í íbúðarhúsnæði.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

16.22 Ægisíða 104, Gluggabreyting - fjölgun útgangsleiða - breyting á innra skipulagi
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. apríl 2022 þar sem sótt er um leyfi til að síkka glugga, fjölga opnanlegum fögum, setja glugga á gafla hússins, fjarlægja milliveggi og breyta innra skipulagi í húsi, mhl.02, á lóð nr. 104 við Ægisíðu. Einnig er lagður fram tölvupóstur byggingarfulltrúa dags. 13. apríl 2022 þar sem umsagnarbeiðni er dregin til baka.

Erindi dregið til baka sbr. tölvupóst byggingarfulltrúa dags. 13. apríl 2022.

17.22 Bólstaðarhlíð 20, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. janúar 2022 var lögð fram umsókn Hermanns Georgs Gunnlaugssonar dags. 31. desember 2021 ásamt bréfi dags. 21. desember 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 20 við Bólstaðarhlíð, Ísaksskóli. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður fyrir færanlegar kennslustofur, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð dags. 31. desember 2021. Erindinu var frestað, umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa, og er nú lagt fram að nýju ásamt greinargerð og minnisblaði Teiknistofunnar Storð dags. 3. febrúar 2022. Umsækjandi var beðin um að hafa samband við embætti skipulagsfulltrúa og er nú lagt fram að nýju.

Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.

18.22 Hlemmur, reitur 1.240, Umferðarskipulag, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Hlemmur og nágrenni, deiliskipulag stgr. 1.240, Hlemmur og nágrenni og Hlemmur, umferðarskipulag, sem samþykkt var 19. mars 2020 í borgarráði og tók gildi við birtingu auglýsingar í B deild Stjórnartíðinda þann 7. apríl 2020. Í breytingunni felst að greinargerð deiliskipulagsins er uppfærð í samræmi við þessa breytingartillögu og fyrri breytingu, dags. 25. janúar 2021. Deiliskipulagið er samræmt við nýsamþykkt Aðalskipulag Reykjavíkur 2040. Lóðarmörkum Laugavegs nr. 107 er breytt þannig að lóðin nær eingöngu utan um núverandi hús (Hlemmur mathöll) ásamt byggingarreit A (viðbygging). Þremur nýjum lóðum er bætt inn á torgsvæðið, tvær lóðir utan um byggingarreiti C og D auk þess að stofnuð er lóð fyrir dreifistöð rafveitu við Þverholt. Byggingareitir C og D, þar með lóðir þeirra, færðir í sundur. Bætt er við byggingareitum fyrir sorpskýli á borgarlandi og sérskilmálum um nýtingu. Byggingarreitur E fyrir djúpgáma er felldur út. Reitur undir hjólaskýli, H, á norðurhluta Rauðarárstíg stækkaður. Skerpt er á sérskilmálum byggingareita og nú lóða til að endurspegla frekar tillögu hönnuða Hlemmtorgs. Sérrými almenningssamgangna og hjólastígum á Hverfisgötu er hliðrað lítillega til að koma lóðum betur fyrir. Breyttir skilmálar fyrir setsvæði og svið. Reitur biðstöðvarsvæðis almenningssamgangna breytt í byggingareit og reitur stækkaður til austurs. Bætt er við frekari upplýsingum um stöðu fornleifa á svæðinu. Byggingareit R+H við Þverholt breytt í reit R2 fyrir veitumannvirki og tæknibúnað og ný lóð, Laugavegur nr. 122, stofnuð undir reitinn. Bætt er við byggingareit fyrir almenningssalerni norðan við Hlemm, Laugaveg nr. 107. Bætt er við umfjöllun um samræmi við frumdragaskýrslu Borgarlínu lotu 1 samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 18. janúar 2022. Einnig er lögð fram greinargerð Yrki arkitekta ehf. dags. 18. janúar 2022 og hönnunarleiðbeiningar Dagný Land Design ehf. dags. janúar 2022. Tillagan var auglýst frá 2. mars 2022 til og með 13. apríl 2022. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

19.22 Laugavegur 157, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Jóns Davíðs Ásgeirssonar dags. 6. apríl 2022 um breytingu á deiliskipulagi Skúlagarðsreits vegna lóðarinnar nr. 157 við Laugaveg sem felst í fjölgun íbúða og hækkun á nýtingarhlutfalli lóðar, samkvæmt uppdráttum JDA ehf. dags. 21. febrúar 2022.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

20.22 Vesturgata 24, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Ásgeirs Ásgeirssonar dags. 12. apríl 2022 ásamt bréfi dags. 12. apríl 2022 um breytingu á deiliskipulagi Norðurstígsreits vegna lóðarinnar nr. 24 við Vesturgötu sem felst í að heimila uppbyggingu ca. 450 m2 íbúðarhúsnæðis á lóð með nýtingarhlutfall 1.28, samkvæmt tillögu T.ark Arkitekta ehf. dags. 12. apríl 2022.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

21.22 Ásvegur 11, (fsp) aflétting kvaðar
Lögð fram fyrirspurn Auðar Jónu Erlingsdóttur dags. 24. mars 2022 um afléttingu kvaðar frá árinu 1947 sem heimilar Reykjavíkurborg að rífa niður bílskúr á lóð nr. 11 við Ásveg. Einnig er lögð fram kvöð dags. 7. febrúar 1947.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

22.22 Bólstaðarhlíð 30, Breyta bílageymslu í vinnustofu
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. mars 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. mars 2022 þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun bílskúrs, 0102, í vinnustofu, á lóð nr. 30 við Bólstaðarhlíð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. apríl 2022.


Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. apríl 2022, samþykkt.

23.22 Hallgerðargata 13, ósk um umsögn vegna nýs lyfsöluleyfis
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 20. apríl 2022 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsagnarbeiðni Lyfjastofnunar dags. 13. apríl 2022 um lyfsöluleyfi fyrir nýja lyfjabúð að Hallgerðargötu 13.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

24.22 Krosshamrar 11-11A, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Sigurðar Inga Kristóferssonar dags. 12. apríl 2022 ásamt bréfi dags. 11. apríl 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hamrahverfis vegna lóðarinnar nr. 11-11A við Krosshamra. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit Krosshamra 11A til suðurs að opnu svæði og milli bílskúrs og íbúðarhúss. Með stækkuninni er gert ráð fyrir viðbyggingu við bílskúr og tengingu við íbúðarhús, samkvæmt uppdr. Sigurðar Inga Kristóferssonar dags. 12. apríl 2022.

Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.

25.22 Langholtsvegur 155, (fsp) breyting á notkun bílskúrs
Lögð fram fyrirspurn Hannesar Helgasonar dags. 17. mars 2022 um breytingu á notkun bílskúrs á lóð nr. 155 við Langholtsveg í vinnustofu, samkvæmt skissu/grunnmynd ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. apríl 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. apríl 2022, samþykkt.

26.22 Logafold 89, Viðbygging - breytt notkun - innra skipulag.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. apríl 2022 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta bílskúr í tómstundarými fyrir íbúð 0101, stækka íbúð 0102 með því að opna inn í óútgrafið rými og gera viðbyggingu til suðurs, með herbergi og geymslu á neðri hæð, á efri hæð er dagstofa stækkuð og bætt við þaksvölum á tvíbýlishús, einnig er bætt við einu bílastæði á lóð nr. 89 við Logafold.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

27.22 Skeifan 11, nr. 11B - ósk um umsögn um breyttan opnunartími hjá Lyfju
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 11. apríl 2022 þar sem beiðni Lyfjastofnunar dags. 6. apríl 2022, um umsögn borgarstjórnar Reykjavíkur á umsókn lyfsöluleyfishafa Lyfju Skeifunni 11B, lóð nr. 11 við Skeifu, um breyttan opnunartíma, er vísað til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagssviði.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

28.22 Stýrimannastígur 6, Stækka bíslag, nýjar svalir, kvistur, pallur
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. apríl 2022 þar sem sótt er um leyfi til að stækka bíslag, endurgera svalir á austurhlið, koma fyrir nýjum svölum og bíslagi á vesturhlið, gera kvist á suðurhlið og koma fyrir nýjum palli við norðurhlið húss á lóð nr. 6 við Stýrimannastíg.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra..

29.22 Sörlaskjól 64, (fsp) breyting á notkun bílskúrs
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. mars 2022 var lögð fram fyrirspurn Júlí Heiðars Halldórssonar dags. 10. janúar 2022 um að breyta notkun bílskúrs á lóð nr. 64 við Sörlaskjól í íbúð. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. apríl 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. apríl 2022, samþykkt

30.22 Tryggvagata 14, (fsp) nýta bílastæði sem geymslu
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. apríl 2022 var lögð fram fyrirspurn Tryggvagötu ehf. dags. 28. mars 2022 um að nýta tvö bílastæði, sem staðsett eru í bílakjallara hússins á lóð nr. 14 við Tryggvagötu, tímabundið sem geymslu, samkvæmt uppdr. Glámu/Kím dags. 15. mars 2016 síðast br. 29. maí 2018. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. apríl 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. apríl 2022, samþykkt.

31.22 Ystibær 9, Sólstofa, bílastæði o.fl.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. apríl 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. mars 2022 þar sem sótt er um leyfi til að stækka núverandi bílskúr, koma fyrir nýjum gluggum á norðurhlið og að lóðarmörkum að Ystabæ nr. 7, stækka þvottahús með því að fylla upp í port á milli húss og bílskúrs, byggja sólstofu á suðurhlið húss og koma fyrir steyptu saunahúsi í suðaustur horni lóðar nr. 9 við Ystabæ. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. apríl 2022.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. apríl 2022.

32.22 3">Ármúli 28 og 30, (fsp) hækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Helga Indriðasonar dags. 12. apríl 2022 um hækkun hússins á lóð nr. 28 og 30 við Ármúla, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta ehf. dags. 12. mars 2022.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

33.22 Háaleitisbraut 1, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Ragnars Auðuns Birgissonar dags. 11. ágúst 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Háaleitisbraut 1. Í breytingunni felst að í stað skrifstofuhúsnæðis í suðaustur hluta lóðarinnar kemur nýtt íbúðarhús með 29 íbúðum. Íbúðir á reitnum verða því samtals 76. Bíla- og hjólastæðakröfur breytast m.t.t. fjölda íbúða og núverandi byggingar, Valhallar, en skilgreiningar per íbúð/fm helst óbreytt. Byggingarreitur nýs íbúðarhúss er skipt upp í ytri og innri byggingarreit ásamt því að byggingarmagn eykst o.fl., samkvæmt. uppdrætti THG arkitekta ehf. dags. 26. júlí 2021. Einnig er lögð fram breytt tillaga THG arkitekta, móttekið dags 18. nóvember 2021, m.a. hefur húsformi verið breytt og íbúðum fækkað. Tillagan var auglýst frá 2. mars 2022 til og með 13. apríl 2022. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

34.22 Mosavegur hjúkrunarheimili, breyting á deiliskipulagi "Spöngin svæði H"
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. mars 2022 var lögð fram drög að tillögu Trípólí arkitekta dags 4. febrúar 2022 að breytingu á deiliskipulagi "Spöngin svæði H". Breytingin felst í því að skilgreind er ný lóð 9750 m2 að stærð. Heimildum til uppbyggingar á svæðinu er breytt þannig að í stað íþróttahús og sundlaugar verði heimilt að byggja 3-5 hæða hjúkrunarheimili með allt að 145 rýmum og tengdri þjónustu. Settir eru sérskilmálar fyrir uppbygginguna. Einnig lagt fram minnisblað FSR dags 10. mars 2022 með ábendingum um drögin og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. apríl 2022.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. apríl 2022.

35.22 Sogavegur 3, stækkun lóðar
Lögð fram umsókn Djúpadals ehf. dags. 30. mars 2022 um stækkun lóðarinnar nr. 3 við Sogaveg. Einnig er lagður fram uppdráttur K.J.ARK ehf. dags. 22. mars 202 og mæli- og hæðarblöð gefin út í apríl 2011.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

36.22 Breiðhöfði 10, ósk um umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis
Lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 20. apríl 2022 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar Einingaverksmiðjunnar ehf. um endurnýjun starfsleyfis að Breiðhöfða 10. Óskað er eftir umsögn um hvort starfsemin sé í samræmi við skipulag og hvort áætlaðar breytingar á skipulagi geti komið í veg fyrir endurnýjun starfsleyfis til 30. september 2022.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

37.22 Kjalarnes, Esjumelar-Varmadalur, breyting á deiliskipulagi vegna Kalksléttu 1 og Koparsléttu 22
Lögð fram umsókn Íslenska Gámafélagsins ehf. dags. 8. apríl 2022 ásamt bréfi ALARK arkitekta ehf. dags. 8. apríl 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðisins Esjumela á Kjalarnesi vegna Kalksléttu 1 og Koparsléttu 22. Breytingin felst í skilgreiningu staðfangs hinnar sameinuðu lóðar. Í stað þess að hún beri nafn Koparsléttu 22 mun hún bera nafn Kalksléttu 1 og munu skilmálar Kalksléttu 1 gilda fyrir hina sameinuðu lóð og fellur Koparslétta 22 þannig undir breytta skilgreiningu, samkvæmt uppdr. ALARK arkitekt ehf. dags. 8. apríl 2022.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

38.22 Kjalarnes, Vallá, ósk um umsögn um mat á umhverfisáhrifum
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. apríl 2022 var lagt fram erindi Skipulagsstofnunar, dags. 29. mars 2022, þar sem óskað er eftir umsögn um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdar Stjörnueggja hf. sem felst í endurnýjun búnaðar og aukna framleiðslu eggjabús Vallár á Kjalarnesi, samkvæmt umhverfismatsskýrslu Eflu, dags. 24. mars 2022. Óskað er eftir að umsögnin berist eigi síðar en 17. maí 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umsagnar skrifstofu umhverfisgæða, deild náttúru og garða.

39.22 Krókháls, GR reitur G1, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð er fram að nýju tillaga KRADS arkitekta f.h. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 28. október 2021, br. 11. apríl 2022, að breytingu á deiliskipulagi fyrir Grafarlæk - Stekkjarmóa - Djúpadal. Um er að ræða nýja lóð þar sem er gert ráð fyrir tveimur skrifstofubyggingum sem grafa sig inn í hæðina að hluta til að falla betur inn í umhverfið og halda hæð og ásýnd bygginga lægri út að golfvallarsvæði GR. Hæðarmunur á lóð er nýttur til að koma fyrir bílakjallara undir byggingunum og skýla útivistarsvæði GR frá bílastæðasvæði. Tillagan var auglýst frá 1. desember 2021 til og með 12. janúar 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir/ábendingar: Kristjana Bjarnþórsdóttir hjá bílaumboði Öskju f.h. Krókháls 11 ehf. og Krókháls 13 ehf. dags. 3. janúar 2022, Bílabúð Benna dags. 6. janúar 2022, Þór hf. dags. 10. janúar 2022, Gísli Guðni Hall f.h. stjórnar GR dags. 11. janúar 2022, Yngvi Óttarsson dags. 11. janúar 2022, Jón Karl Sigurðsson dags. 11. janúar 2022, Védís Húnbogadóttir og Snorri Bergmann dags. 11. janúar 2022, Óskar Garðarsson dags. 12. janúar 2022, Gísli Óttarsson f.h. 8 aðila dags. 11. janúar 2022, Óttar Yngvason f.h. 12 félagsmanna í Golfklúbbi Reykjavíkur dags. 12. janúar 2022. Einnig er lögð fram umsögn Veitna ohf. dags. 12. janúar 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. janúar 2022 og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs til afgreiðslu.

40.22 KR svæðið - Frostaskjól 2-6, nýtt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi fyrir KR svæðið. Í tillögunni felast markmið um að bæta aðstöðu KR til íþrótta og félagsstarfsemi með byggingu íþrótta og þjónustubygginga. Auk þess eru áform um að auka fjölbreytni svæðisins með byggingu íbúða á jöðrum lóðarinnar í samræmi við markmið aðalskipulagsins samkvæmt uppdráttum ASK Arkitekta ehf. og Bj. Snæ slf. dags. 5. janúar 2022. Einnig er lagt fram minnisblað Alta dags. 28. desember 2018, drög að húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur, skýrsla 221, Samgöngumat Eflu dags. 5. nóvember 2021 og samkomulag á milli Reykjavíkurborgar og KR vegna uppbyggingar á svæðinu dags. 20. maí. 2021. Tillagan var auglýst frá 2. mars 2022 til og með 13. apríl 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Þórlaug Jónsdóttir dags. 24. mars 2022, Sólveig Heiða Foss og Patrick Örn Hansen dags. 8. apríl 2022, Ólöf Ólafsdóttir og Helgi Snær Sigurðsson dags. 10. apríl 2022, Finnur Hilmarsson f.h. stjórnar Húsfélagsins Flyðrugranda 2-10 og Sindri Tryggvason f.h. stjórnar Húsfélagsins Flyðrugranda 12-20 dags. 12. apríl 2022, Björgvin Á. Bjarnason og Kristjana S. Kjartansdóttir dags. 12. apríl 2022, Björn Helgason f.h. Húsfélaganna á Meistaravöllum 31, 33 og 35 dags. 13. apríl 2022, Ólafur Friðriksson dags. 13. apríl 2022, Íbúasamtök Vesturbæjar dags. 13. apríl 2022 og Hilmar Þór Björnsson dags. 13. apríl 2022. Einnig er lagt fram bréf íbúaráðs Vesturbæjar vegna bókunar fulltrúa Pírata og fulltrúa íbúasamtaka dags. 18. mars 2022, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 22. mars 2022 og umsögn Veitna ohf. dags. 13. apríl 2022.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

41.22 Rauðhólar, nýtt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa dags. 22. mars 2021, br. 20. apríl 2022, ásamt greinargerð dags. 22. mars 2021, br. 20. apríl 2022, að deiliskipulagi fyrir Rauðhóla. Um er að ræða Rauðhóla sem hafa verið friðlýstir sem fólkvangur síðan 1974, ásamt aðliggjandi svæði í kringum Heiðmerkurveg yfir brúnna að Helluvatni. Í tillögunni eru aðalleiðir gangandi og ríðandi um svæðið fest inn á skipulagsáætlun. Er það gert til að auka upplifun ólíkra útivistarhópa í sátt við náttúruna, auk þess sem náttúru- og útivistarstígar eru skilgreindir á uppdrætti. Jafnframt er nýtt bílastæðahólf skilgreint sem jafnframt er þá upphafsstaður fyrir aðkomu inn í Rauðhólana fyrir þá sem koma akandi að svæðinu. Búið er að kortleggja helstu jarðminjar og vistgerðir auk fornleifapunkta. Einnig er lögð fram skýrsla Náttúrufræðistofnunar Íslands dags. í nóvember 2020 og fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur, skýrsla nr. 217. Tillagan var auglýst frá 4. júní 2021 til og með 16. júlí 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsagnir: Skipulagsstofnun dags. 6. júlí 2021, Sveinbjörn Guðjonsen dags. 7. júlí 2021, Dagný Bjarnadóttir f.h. Fáks dags. 7. júlí 2021, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 15. júlí 2021, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 15. júlí 2021, Umhverfisstofnun dags. 16. júlí 2021, Minjastofnun Íslands dags. 9. ágúst og 15. september 2021. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. ágúst 2021 og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs til afgreiðslu.

42.22 Skútuvogur 7-9, (fsp) stækkun á byggingarreit og aukning á byggingarmagni
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. janúar 2022 var lögð fram fyrirspurn Indro Indriða Candi dags. 13. desember 2021 ásamt bréfi ódags. um stækkun á byggingarreit og aukningu á byggingarmagni lóðinni nr. 7-9 við Skútuvog, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. VA arkitekta ehf. dags. 10. desember 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar Faxaflóahafna og er nú lögð fram að nýju ásamt tölvupósti Faxaflóahafna dags. 8. apríl 2022 þar sem fyrirspurn er dregin til baka.
Erindi dregið til baka sbr. tölvupóst Faxaflóahafna dags. 8. apríl 2022.

43.22 Vesturbæjarsundlaug, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarlaugar. Í breytingunni felst að lóðarmörk við Einimel 18-26 eru færð út sem nemur 3,1 m og minnkar lóð Vesturbæjarlaugar sem því nemur, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Eflu dags. 27. janúar 2022. Tillagan var auglýst frá 2. mars 2022 til og með 13. apríl 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir/ábendingu: Þórhallur Ólafsson dags. 25. febrúar 2022, Jónína Ólafsdóttir dags. 2. mars 2022, Guðný Kjartansdóttir dags. 2. mars 2022, Ólafur Jóhannsson dags. 2. mars 2022, Daði Þorsteinn Sveinbjörnsson dags. 8. mars 2022, A. Hlín Brynjólfsdóttir dags. 17. mars 2022, Andri Ólafsson dags. 18. mars 2022, Sigríður Guðmundsdóttir dags. 21. mars 2022, Jón Gunnar dags. 21. mars 2022, Jónas Þór Snæbjörnsson dags. 21. mars 2022, Filipus Th Ólafsson dags. 21. mars 2022, Rósa Björk Gunnarsdóttir dags. 21. mars 2022, Ævar Rafnsson dags. 21. mars 2022, Gylfi Garðarsson dags. 22. mars 2022, Ólafur Örn Jónsson dags. 22. mars 2022, Árni Snævarr dags. 23. mars 2022, Snorri Þór Sigurðsson dags. 23. mars 2022, Björn B. Björnsson dags. 29. mars 2022, Teitur Atlason dags. 9. apríl 2022, Örn Úlfar Sævarsson dags. 12. apríl 2022 og Stefán A. Svensson f.h. íbúa Einimels 22, 24 og 26 dags. 13. apríl 2022.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

44.22 Geirsgata 9, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn ASK Arkitekta ehf. dags. 18. janúar 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Slippa- og Ellingsenreits vegna lóðarinnar nr. 9 við Geirsgötu. Í breytingunni felst að skipulagssvæði Vesturbugtar er stækkað þannig að Geirsgata 9 verði hluti af reit 8 á skipulagssvæðinu ásamt því að gert er ráð fyrir nýjum byggingarreit í anda verbúðanna við Geirsgötu 3-7 í samræmi við gildandi rammaskipulag Graeme Massie arkitekta um þéttingu byggðar í Gömlu höfninni, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta ehf. dags. 18. janúar 2022. Tillagan var auglýst frá 2. mars 2022 til og með 13. apríl 2022. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn Veitna ohf. dags. 8. apríl 2022.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

45.22 Hlíðarendi - Reitir G, H og I, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 8. apríl 2022 en stofnunin getur ekki tekið afstöðu til deiliskipulagsbreytingarinnar þar sem ekki kemur fram hvernig fyrirhuguð breyting samræmist ákvæðum aðalskipulags fyrir svæðið. Gera þarf grein fyrir samræmi breytingarinnar við Aðalskipulags Reykjavíkur 2040 svo sem hvað varðar uppbyggingu atvinnuhúsnæðis á reit M5d (sbr. töflu 6.1). Einnig er bent á að í deiliskipulagsgögn vantar að gera greina fyrir umhverfisáhrifum breytingarinnar.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

46.22 Laugavegur 20B, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Páls V Bjarnasonar dags. 4. janúar 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.5, Laugavegs- og Skólavörðustígsreitir, vegna lóðarinnar nr. 20B við Laugaveg. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit lóðarinnar fyrir einnar hæðar viðbyggingu við vesturhlið hússins fram að klapparstíg með þaksvölum, samkvæmt uppdr. P ARK teiknistofu sf. dags. 30. desember 2021. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 20. október 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 16. mars 2022 til og með 13. apríl 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Haraldur Ingvarsson f.h. Reykjavík Rent ehf. dags. 12. apríl 2022 og Einar Bjarnson dags. 12. apríl 2022.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

47.22 Nýr Landspítali við Hringbraut, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Kanon arkitekta ehf. dags. 20. apríl 2022 varðandi breyting á deiliskipulagi Nýs Landspítala við Hringbraut. Breytt deiliskipulag nær i meginatriðum til Sóleyjartorgs, aðkomu að bílgeymsluhúsi, stækkunar og færslu bílastæða, samkvæmt uppdr. Spital ehf. dags. 16. nóvember 2021, br. 19. apríl 2022.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.