Fornhagi 8, Kirkjuteigur 5, Laugavegur 55, Nökkvavogur 12, Lautarvegur 8, Sogavegur 136, Sólheimar 14, Sólvallagata 10, Urðarbrunnur 94, Rafstöðvarvegur 29, Spóahólar 8-10, Suðurfell 4, Tindasel 3, Tunguvegur 26, Ásvegur 11, Bergstaðastræti 9b, Borgartún 38, Fossháls 13-15, Hallveigarstígur 1, Hjallavegur 52, Hverfisgata 33, Jónsgeisli 21, Viðarhöfði 4-6, Leiðhamrar 11-13, Óðinsgata 19, Nýlendugata 21 og 21A, Sóltún 2-4, Langagerði 9, Langholtsvegur 17, Reynisvatnsás, Öldugata 47, Álfab. 12-16/Þönglab., Arnarnesvegur, Gufunes, áfangi 1, Kjalarnes, Jörfi, Lambhagavegur 10, Tunguháls 2, Vatnagarðar 16 og 18, Gildistími starfsleyfa, Auglýsingaskilti við Lönguhlíð, Garðastræti 14, Fiskislóð 35, Skipholt 5, Langholtsvegur 115,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

858. fundur 2022

Ár 2022, föstudaginn 25. febrúar kl. 09:05, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 858. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson og Borghildur Sölvey Sturludóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Sólveig Sigurðardóttir, Birkir Ingibjartsson, Brynja Kemp Guðnadóttir, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Björn Ingi Edvardsson og Ingvar Jón Bates Gíslason. Ritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:


1.22 Fornhagi 8, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi við Neskirkju vegna Fornhaga 8 (Hagaborgar). Breytingin felst í því að skilgreina nýjan byggingarreit fyrir færanlegt leikskólahúsnæði í norðurhluta lóðarinnar og auka byggingarmagn á lóðinni um 400 m2, samkvæmt uppdrætti Trípólí arkitekta, dags. 26. október 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 24. janúar 2022 til og með 21. febrúar 2022. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

2.22 Kirkjuteigur 5, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Gests Pálssonar dags. 19. febrúar 2022 ásamt bréfi dags. 21. febrúar 2022 um um breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðarinnar nr. 5 við Kirkjuteig sem felst í stofnun nýrrar lóðar með því að skipta lóðinni upp í tvær lóðir og byggja einbýlishús á hinni útskiptu lóð, samkvæmt tillögu dags. 17. febrúar 2022. Einnig er lagt fram tillöguhefti þar sem fram kemur skuggavarp og afstaða húsa ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

3.22 Laugavegur 55, (fsp) rekstur verslunar, kaffihúss og bakarís á jarðhæð hússins
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. febrúar 2022 var lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 11. febrúar 2022 um rekstur verslunar, kaffihúss og bakarís á jarðhæð hússins á lóð nr. 55 við Laugaveg sem tengist saman og opnast inn í gestamóttöku hótelsins, samkvæmt tillögu ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. febrúar 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. febrúar 2022, samþykkt.

4.22 Nökkvavogur 12, Endurbyggja bílskúr með breyttri notkun - geymsla og vinnustofa
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. febrúar 2022 þar sótt er um leyfi til þess að rífa ónýtan bílskúr, mhl.70, og byggja á sama grunni, vinnustofu og geymslu, mhl.02, sem tilheyrir íbúð 0101 í tvíbýlishúsi, mhl.01, á lóð nr. 12 við Nökkvavog.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

5.22 Lautarvegur 8, Reyndarteikningar v/lokaúttektar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. febrúar 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. febrúar 2022 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem eru að lóðamörkum til vesturs hefur verið breytt, innra skipulagi á öllum hæðum hefur verið breytt, komið hefur verið fyrir setlaug vestan húss á lóð og möguleiki gerður fyrir svalalokanir á 1. og 2. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 8 við Lautarveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

6.22 Sogavegur 136, (fsp) - Breyta bílskúr í vinnuherbergi
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. febrúar 2022 þar sem spurt er um leyfi til að breyta notkun á bílskúr í vinnustofu og skipta bílskúrshurðinni út fyrir inngangshurð og glugga húss á lóð nr. 136 við Sogaveg.


Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

7.22 Sólheimar 14, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Andra Gunnars Lyngbergs Andréssonar dags. 22. febrúar 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heimahverfis vegna lóðarinnar nr. 14 við Sólheima. Í breytingunni felst stækkun á inndreginni efstu hæð hússins, samkvæmt uppdr. Trípólí sf. dags. 17. maí 2021. Við breytinguna hækkar nýtingarhlutfall lóðarinnar.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

8.22 Sólvallagata 10, Stækka bílgeymslu
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. febrúar 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. febrúar 2022 þar sem sótt er um leyfi til að stækka bílageymslu einbýlishúss og breyta innra skipulagi þannig að komið er fyrir hjólageymslu, baðherbergi og æfingarsal í mhl. 70, á lóð nr. 10 við Sólvallagötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Sólvallagötu 8 og Hávallagötu 15 og 17.

Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynninguna, sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1551/2021.


9.22 Urðarbrunnur 94, Breytingar - BN059246 - Svalastækkun
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. febrúar 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. febrúar 2022 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN059246 sem felst í að stækka svalir 0203 á austurhlið 2. hæðar um 1 metra til austurs, úr 0,6 m í 1,6m á húsi á lóð nr. 94 við Urðarbrunn. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi.

10.22 Rafstöðvarvegur 29, Svalir - svalahurð - áður gerðar breytingar Lokaúttekt vegna: svalir, tröppur og svalahurð.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. febrúar 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. febrúar 2022 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á þakkanti, gluggum, færslu léttra veggja, breytingar á innra skipulagi, fjölgun baðherbergja og þvottarýma, gerð kaffistofu, komið fyrir þakglugga á norður og suðurhlið, breyting á stiga milli 1. hæðar og rishæðar og útkrögun við glugga fjarlægð, jafnframt er sótt um að byggja svalir og tröppur niður í garð út úr stofu jarðhæðar og tvöfaldri svalahurð á suðurhlið húss á lóð nr. 29 við Rafstöðvarveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. febrúar 2022.


Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. febrúar 2022, samþykkt.

11.22 Spóahólar 8-10, (fsp) salernisaðstaða í bílskúr
Lögð fram fyrirspurn Martin Nerud dags. 3. febrúar 2022 um að koma fyrir salernisaðstöðu í endabílskúr á lóð nr. 8-10 við Spóahóla, samkvæmt skissu ódags.
Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. febrúar 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. febrúar 2022, samþykkt.

12.22 Suðurfell 4, nýtt lyfsöluleyfi - ósk um umsögn
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 18. febrúar 2022 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um erindi Lyfjastofnunar dags. 17. febrúar 2022 vegna nýs lyfsöluleyfis fyrir Lyfjabúð að Suðurfelli 4. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. febrúar 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. febrúar 2022, samþykkt.

13.22 Tindasel 3, Breyting á innra skipulagi sbr. BN057825
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. september 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. september 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN057825 þannig að í kjallararými 0006, verður komið fyrir langstiga í stað hringstiga, fjölga geymslum, salernum og einnig er rýmum 0101, 0105 og 0106 breytt úr lager í verslunar- og þjónusturými í húsi á lóð nr. 3 við Tindasel. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. febrúar 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. febrúar 2022, samþykkt.

14.22 Tunguvegur 26, (fsp) stækkun húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. febrúar 2022 var lögð fram fyrirspurn Ingunnar Helgu Hafstað dags. 11. febrúar 2022 ásamt bréfi dags. 11. febrúar 2022 um stækkun hússins á lóð nr. 26 við Tunguveg vegna viðbyggingu annars vegar við suðvesturhlið hússins sem verður framlenging stofunnar og hins vegar á norðausturhlið hússins vegna stækkunar anddyris. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. febrúar 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. febrúar 2022, samþykkt.

15.22 Ásvegur 11, Breytingar 2.hæð - Verönd á þaki bílskúrs
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. febrúar 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. febrúar 2022 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN054381 með því að breyta innra skipulagi á 2. hæð, breyta gluggapóstum og til að gera verönd á þaki bílskúrs við hús á lóð nr. 11 við Ásveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. febrúar 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. febrúar 2022, samþykkt.

16.22 Bergstaðastræti 9b, (fsp) kvistur og svalir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. febrúar 2022 var lögð fram fyrirspurn Ólafar Flygenring dags. 11. febrúar 2022 um að setja kvist og svalir á húsið á lóð nr. 9B við Bergstaðastræti, samkvæmt skissu dags. í febrúar 2022. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. febrúar 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. febrúar 2022, samþykkt.

17.22 Borgartún 38, (fsp) skilti
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. desember 2021 var lögð fram fyrirspurn Veitna ohf. dags. 16. nóvember 2021 um að setja skilti á húsið á lóð nr. 38 við Borgartún. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. febrúar 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. febrúar 2022, samþykkt.

18.22 Fossháls 13-15, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Kjartans Hafsteins Rafnssonar dags. 1. október 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 13-15 við Fossháls. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit lóðarinnar fyrir einnar hæðar viðbyggingu. Um er að ræða lagerhúsnæði við austurhluta lóðarinnar. Kjallari verður undir viðbyggingunni og bætt verður við innkeyrslu á lóð vegna aðgengi að kjallara, samkvæmt uppdr. K.J. ARK elf. dags. 28. september 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 10. nóvember 2021 til og með 8. desember 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Finnbogi Geirsson f.h. Stjörnublikks ehf. dags. 26. nóvember 2021 og Kristín Lára Helgadóttir f.h. Hávarðsstaða ehf. dags. 7. desember 2021.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

19.22 Hallveigarstígur 1, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Vektors, hönnun og ráðgjöf ehf. dags. 17. febrúar 2022 ásamt bréfi dags. 17. febrúar 2022 um breytingu á notkun 3. hæðar hússins á lóð nr. 1 við Hallveigarstíg úr skrifstofu í gististað í flokki II, samkvæmt uppdr./grunnmynd 3. hæðar dags. 10. febrúar 2022.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

20.22 Hjallavegur 52, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Sigtryggs Símonarsonar dags. 3. febrúar 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Sunda, reitir 1.3 og 1.4, vegna lóðarinnar 52 við Hjallaveg. Í breytingunni felst að byggingarreitur fyrir bílskúr er færður til og stækkaður, samkvæmt uppdr. Skúlptúra arkitekta ódags. Við breytinguna hækkar nýtingarhlutfall lóðarinnar.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

21.22 Hverfisgata 33, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Þórs Þorsteinssonar dags. 16. febrúar 2022 um breytingu á notkun á bakhúsi og efri hæðum hússins á lóð nr. 33 við Hverfisgötu úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

22.22 ">Jónsgeisli 21, Stækka bílageymslu
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. febrúar 2022 þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka svalir til austurs og innbyggða bílgeymslu 1.5 metra til suðurs í einbýlishúsi á lóð nr.21 við Jónsgeisla.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

23.22 Viðarhöfði 4-6, nr. 6 - staðsetning ökutækjaleigu
Lagt fram erindi Samgöngustofu dags. 23. febrúar 2022 þar sem óskað er eftir umsögn vegna vegna umsóknar Andra Þórssonar f.h. Abíls ehf. um að reka ökutækjaleigu að Viðarhöfða 6, á lóð nr. 4-6 við Viðarhöfða. Sótt er um leyfi fyrir 18 ökutækjum í útleigu.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

24.22 Leiðhamrar 11-13, 13 - Breytingar inni
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. janúar 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. janúar 2022 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi, þ.e. eldhús fært og sameinað stofu/borðstofu, rými ÞV/G breytt í baðherbergi, anddyri stækkað á kostnað bílgeymslu, breytt notkun bílgeymslu og úr verður tvö rými, þvottahús og vinnuaðstaða/geymsla í húsi nr. 13 á lóð nr. 11-13 við Leiðhamra. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. febrúar 2022.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. febrúar 2022.

25.22 Óðinsgata 19, Endurnýja hús og fjölga íbúðum
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. febrúar 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. febrúar 2022 þar sem sótt erum leyfi til að gera upp núverandi hús og bæta við einni íbúð á 1. hæð þannig að 3 íbúðir verða í húsinu, tvær íbúðir á fyrstu hæð, ein íbúð á annarri auk þess verður gerður nýr kjallari undir hluta húss á lóð nr. 19 við Óðinsgötu. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Óðinsgötu 17, 17a og 21
Baldursgötu 21 og 25b.

Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynninguna, sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1551/2021.


26.22 Nýlendugata 21 og 21A, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Richard Ólafs Briem dags. 10. desember 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðanna nr. 21 og 21A við Nýlendugötu. Í breytingunni felst m.a. sameining lóðanna, stækkun og hækkun húsanna og að heimilt verði að gera sex íbúðir af mismunandi stærðum á lóðinni, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. VA arkitekta ehf. dags. 11. desember 2021. Einnig er lagður fram tölvupóstur Harnar Harðardóttur f.h. Ingibjargar Þ. Hallgrímssonar dags. 21. febrúar 2022 þar sem óskað er eftir frekari gögnum vegna grenndarkynningu. Lögð fram ný ásýndarmynd úr suð-vestri, dags. 25. febrúar 2022.

Viðbótargögn verða send hagmunaraðilum grenndarkynningar sbr. tölvupóst dags. 21. febrúar 2022.

27.22 Sóltún 2-4, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. nóvember 2021 var lögð fram umsókn Studio Nexus slf. f.h. Sóltún 2-4 ehf. dags. 16. júní 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits, með síðari breytingum, vegna lóðarinnar nr. 2-4 við Sóltún. Breytingin felst í megin atriðum í því að lóðinni er skipt upp til tveggja nota annarsvegar hjúkrunarheimili í nr. 2 og íbúðir í nr. 4. Breytingar varðandi húshluta nr. 2 er að tvær álmur eru lengdar til að bæta við hjúkrunarrýmum, 5 hæðinni er bætt við að hluta og kjallarinn er stækkaður. Breytingar varðandi húshluta nr. 4 eru þær að formi byggingareits er breytt og notkun er breytt úr hjúkrunarheimili yfir í íbúðir, hæðar heimild er breytt úr 4 hæðum í 5 hæða hús með 6. hæð að hluta. Byggingarmagn og sérskilmálar eru uppfærðir m.v. þetta og bílastæðaskilmálar eru uppfærðir fyrir Sóltún 4, samkvæmt uppdr. Studio Nexus slf. dags. 10. júní 2021, síðast breytt 22. febrúar 2022. Einnig er lögð fram breytt tillaga Studio Nexus, móttekið dags 19. nóvember 2021, þar sem m.a. húsformi er breytt og samgöngumat unnið af VSÓ dags febrúar 2022. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1551/2021.


28.22 Langagerði 9, Lengja svalir og flr.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. janúar 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. janúar 2022 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í að anddyri hefur verið stækkað, steyptu svalahandriði skipt út fyrir gler og gluggar síkkaðir á austurhlið neðri hæðar, einnig er sótt um leyfi til þess að saga niður úr glugga á vesturhlið, setja rennihurð, lengja svalir meðfram vesturhlið og gera stoðvegg og steyptar tröppur frá svölum niður garð einbýlishúss á lóð nr. 9 við Langagerði. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. febrúar 2022.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. febrúar 2022.

29.22 Langholtsvegur 17, Áður gerðar breytingar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. febrúar 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. febrúar 2022 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi matshluta nr. 01 og 02, að auki er sótt um að fá eign F2018048 og F2018051 skráðar sem samþykktar íbúðir í húsi á lóð nr. 17 við Langholtsveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. febrúar 2022.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. febrúar 2022.

30.22 Reynisvatnsás, breyting á skilmálum deiliskipulags
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 22. febrúar 2022 að breytingu á almennum skilmálum deiliskipulags fyrir Reynisvatnsás. Í breytingunni felst að heimild er gefin að skorsteinar og loftnet nái upp fyrir skilgreindar hámarkshæð húsa.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs til afgreiðslu.

31.22 Öldugata 47, Svalir 2.hæð - gluggar síkkaðir - stigagangur
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. febrúar 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. febrúar 2022 þar sem sótt er um leyfi til þess að gera svalir á suðurhlið íbúðar 0201, síkka glugga til að koma fyrir tvöfaldri svalahurð og setja á létta veggi undir svalir til að skýla aðalinngangi íbúðar 0101 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 47 við Öldugötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Öldugötu 45 og Brekkustíg 12, 14, 15, 15B og 17.

Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynninguna, sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1551/2021.



32.22 Álfab. 12-16/Þönglab., Álfabakki 6, landnr. 231587 - Stálgrindarhús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. febrúar 2022 þar sem sótt er um leyfi til að byggja garðyrkjumiðstöð, stálgrindarhús, klætt álsamlokueiningum og gleri á lóð nr. 6 við Álfabakka.


Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

33.22 Arnarnesvegur, nýtt deiliskipulag
Lögð fram tillaga verkfræðistofunnar Eflu f.h. Reykjavíkurborgar og Kópavogs að nýju deiliskipulag Arnarnesvegar 3. áfanga. Deiliskipulagstillagan nær til hluta Arnarnesvegar, nýjum 2+2 vegi ásamt tveimur nýjum hringtorgum, frá gatnamótum Arnarnesvegar og Rjúpnavegar að fyrirhuguðum gatnamótum Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar og veghelgunarsvæða hans sem nær að jafnaði 30 metra út frá miðlínu vegarins. Hluti veghelgunarsvæðis Arnarnesvegar er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur, en stærsti hluti vegarins liggur innan sveitarfélagsmarka Kópavogs. Samhliða er gert ráð fyrir stofnstíg, aðskilinn hjóla- og göngustíg, frá Rjúpnavegi í Kópavogi og að Elliðaárdal ásamt tengistígum sem og meðfram Breiðholtsbrautinni og undir fyrirhugaða brú yfir Breiðholtsbraut. Jafnframt er gert ráð fyrir göngubrú/vistloki yfir veginn. Arnarnesvegur sem liggur innan marka skipulagssvæðisins er um 1,9 km að lengd og liggur frá suðaustur hluta Leirdals að grænu opnu svæði norðan Breiðholtsbrautar, samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti verkfræðistofunnar Eflu dags. 13. desember 2021. Einnig er lögð fram greinargerð dags. 13. desember 2021.

Samþykkt að framlengja athugasemdarfrest til 11. mars 2022 þar sem streymisfundur til kynningar á verkefninu verður haldinn 3. mars nk.

34.22 Gufunes, áfangi 1, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 18. febrúar 2022 um framkvæmdaleyfi vegna lagningu göngustígs milli Jöfursbáss og strandvegar í Gufunesi, auk tveggja tröppustíga, samkvæmt teikningahefti Verkís dags. í desember 2021.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

35.22 Kjalarnes, Jörfi, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. janúar 2022 var lögð fram fyrirspurn Arkþing/Nordic ehf. dags. 2. janúar 2019 um breytingu á deiliskipulagi Grundarhverfis vegna landsins Jörfi á Kjalarnesi og nærliggjandi lóða við Norðurgrund í landi Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnin var uppfærð sbr. kemur fram í upphafi árs 2022 og hefur breyst töluvert frá árinu 2019 þar sem hún nær eingöngu til lands Jörfa en ekki lengur til lands Reykjavíkurborgar og lóða við Norðurgrund. Um er að ræða uppskiptingu á landi Jörfa á Kjalarnesi í þrjár lóðir þar sem eingöngu er gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði, allt að 58 íbúðum þar sem heimilt yrði að byggja 2-3 hæða fjölbýlishús og að uppbygging geti farið fram í áföngum og að núverandi bygging á landi Jörfa geti staðið áfram þrátt fyrir uppbyggingu á öðrum lóðum. Einnig er lagður er fram uppdr. Arkþing/Nordic ehf. ódags./útpr. 22. september 2021, fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur á hluta jarðarinnar Jörfa á Kjalarnesi dags. 2019 og bréf Minjastofnunar Íslands dags. 28. janúar 2020. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. febrúar 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. febrúar 2022, samþykkt.

36.22 Lambhagavegur 10, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Íslenska fjallatrukkafélagsins ehf. dags. 14. febrúar 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturlandsvegar, Halla vegna lóðarinnar nr. 10 við Lambhagaveg. Í breytingunni felst að byggingarreitur minnkar lítillega og færist til innan lóðar, hæð byggingar hækkar úr 8 m í 11 m auk þess að heimilt er að reisa létta inndregna hæð á hluta byggingar, samkvæmt uppdr. Arkþing/Nordic dags. 7. júlí 2021.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

37.22 Tunguháls 2, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 17. janúar 2022 um breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 2 við Tunguháls sem felst í stækkun á núverandi ketilhúsi um 6 metra til austurs ásamt því að reisa hálfopið reiðhjólaskýli á lóðinni austan við bílastæði, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 17. janúar 2022.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

38.22 Vatnagarðar 16 og 18, (fsp) breyting á notkun efri hæðar hússins
Lögð fram fyrirspurn Friðriks Friðrikssonar dags. 18. janúar 2022 um að breyta notkun efri hæðar hússins á lóðunum nr. 16 og 18 við Vatnagarða úr skrifstofum í áfangaheimili. Einnig er lögð fram teikning Studio F ehf. dags. 30 maí 2016.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

39.22 Gildistími starfsleyfa, ósk um leiðbeiningar
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 17. febrúar 2022 þar sem óskað er eftir leiðbeiningum skipulagsfulltrúa um gildistíma starfsleyfa við breytta landnotkun á ýmsum svæðum s.s. Ártúnshöfða og í Vogum.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

40.22 Auglýsingaskilti við Lönguhlíð, Standur fyrir auglýsingaskilti
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. febrúar 2022 þar sem sótt er um leyfi fyrir uppsetningu auglýsingaskiltis á steyptri undirstöðu á borgarlandi vestanmegin Lönguhlíðar, sunnan við gatnamót að Bólstaðarhlíð.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Lönguhlíð 7, 9, 11, 13, 15 og 17.

Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynninguna, sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1551/2021.


41.22 Garðastræti 14, (fsp) niðurrif og uppbygging
Lögð fram fyrirspurn Guðrúnar Jónasdóttur dags. 7. febrúar 2022 um að rífa niður tvo bílskúra á lóð nr. 14 við Garðastræti og byggja þess í stað eins til tveggja hæða hús sem yrði ca 90-100 fm. að flatarmáli. Einnig er lögð fram skissa á yfirlitsmynd, ódags. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. febrúar 2022.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. febrúar 2022.

42.22 Fiskislóð 35, (fsp) uppbygging
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. ágúst 2021 var lögð fram fyrirspurn Sigurðar Hallgrímssonar dags. 12. ágúst 2021 um uppbyggingu á lóð nr. 35 við Fiskislóð skv. uppdr. og þrívíddarmyndum Arkþings - Nordic ehf. móttekið 12. ágúst 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Fyrirspyrjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.

43.22 Skipholt 5, Breyta í tvær íbúðir - 2.hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. febrúar 2022 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta notkun rýma 0201 og 0202, úr atvinnuhúsnæði/skrifstofum í tvær íbúðir með svölum á norðurhlið 2. hæðar í atvinnu- og íbúðarhúsi, mhl.01, á lóð nr. 5 við Skipholt. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. febrúar 2022.

Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir hagsmunaðilum að Skipholti 3 og 7 og Brautarholti 4a og 6.

Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynninguna, sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1551/2021.




44.22 Langholtsvegur 115, Byggja yfir núverandi svalir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. febrúar 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. febrúar 2022 þar sem sótt er um leyfi til að byggja yfir svalir fyrstu hæðar á vesturhlið húss á lóð nr. 115 við Langholtsveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.