Elliðaárvogur/Ártúnshöfði svæði 1, Köllunarklettsvegur 1, Laugavegur 55, Malarhöfði 6, Rafstöðvarvegur 29, Suðurlandsbraut 16, Urðarstígur 4, Efstasund 9, Framnesvegur 26, Heiðargerði 34, Lautarvegur 10, Sólvallagata 10, Sundagarðar 10, Stuðlasel 7, Tunguvegur 26, Bergstaðastræti 9b, Bugðulækur 18, Hagamelur 35, Ármúli 32, Kvistaland 26, Skipholt 5, Kjalarnes, Brautarholt 1, Frakkastígur 1, Þingholtsstræti 37, Nýr Landspítali við Hringbraut,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

857. fundur 2022

Ár 2022, föstudaginn 18. febrúar kl. 09:05, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 857. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Sólveig Sigurðardóttir, Birkir Ingibjartsson, Brynja Kemp Guðnadóttir, Björn Ingi Edvardsson, Lilja Grétarsdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason og Hrafnhildur Sverrisdóttir. Ritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:


1.22 Elliðaárvogur/Ártúnshöfði svæði 1, deiliskipulag, tillaga
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 11. febrúar 2022 þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þar sem samþykkt deiliskipulagsins uppfyllir ekki 2. málsgrein 41. gr, skipulagslaga þar sem deiliskipulagið var samþykkt í borgarráði 16. desember 2021 en endurskoðun aðalskipulags, sem deiliskipulagið byggir á, var samþykkt í borgarráði 13. janúar 2022. Einnig þarf að bregðast við umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 27. janúar 2022 og nokkrum ábendingum sem fram koma í bréfi stofnunarinnar.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

2.22 Köllunarklettsvegur 1, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Hallgríms Þórs Sigurðssonar dags. 8. nóvember 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 1 við Köllunarklettsveg. Í breytingunni felst hækkun á núverandi byggingu úr tveimur hæðum í fjórar hæðir, stækkun á byggingarreit til suðvesturs til að koma fyrir viðbyggingu fyrir flóttastiga og breyting á fjölda bílastæða samkvæmt reglum um fjölda bíla- og hjólastæða í Reykjavík, samkvæmt uppdr. Arkþing - Nordic ehf. dags. 19. nóvember 2021. Einnig er lagt fram skuggavarp Arkþing - Nordic ehf. dags. 19. nóvember 2021. Tillagan var auglýst frá 21. desember 2021 til og með 2. febrúar 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Arnar V. Arnarsson og Auður Katrín Víðisdóttir, dags. 29. janúar 2022, Diljá Agnarsdóttir og Hrafn Þorri Þórisson dags. 1. febrúar 2022 og Rakel Björk Benediktsdóttir dags. 2. febrúar 2022. Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd frá Þórdísi Völu og fjölskyldu dags. 3. janúar 2022 og Maríu Arnardóttur dags. 4. febrúar 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. febrúar 2022 og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

3.22 Laugavegur 55, (fsp) rekstur verslunar, kaffihúss og bakarís á jarðhæð hússins
Lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 11. febrúar 2022 um rekstur verslunar, kaffihúss og bakarís á jarðhæð hússins á lóð nr. 55 við Laugaveg sem tengist saman og opnast inn í gestamóttöku hótelsins, samkvæmt tillögu ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

4.22 Malarhöfði 6, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Kristjáns Ásgeirssonar dags. 8. febrúar 2022 ásamt bréfi dags. 8. febrúar 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bíldshöfða - Sævarhöfða vegna lóðarinnar nr. 6 við Malarhöfða. Í breytingunni felst hækkun hússins, samkvæmt uppdr. ALARk arkitekta ehf. dags. 8. febrúar 2022.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1551/2021.


5.22 Rafstöðvarvegur 29, Svalir - svalahurð - áður gerðar breytingar Lokaúttekt vegna: svalir, tröppur og svalahurð.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. febrúar 2022 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á þakkanti, gluggum, færslu léttra veggja, breytingar á innra skipulagi, fjölgun baðherbergja og þvottarýma, gerð kaffistofu, komið fyrir þakglugga á norður og suðurhlið, breyting á stiga milli 1. hæðar og rishæðar og útkrögun við glugga fjarlægð, jafnframt er sótt um að byggja svalir og tröppur niður í garð út úr stofu jarðhæðar og tvöfaldri svalahurð á suðurhlið húss á lóð nr. 29 við Rafstöðvarveg.


Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

6.22 Suðurlandsbraut 16, Viðbygging
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. febrúar 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. febrúar 2022 þar sem sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu til suðurs, undirstöður, botnplata og útveggir eru steinsteyptir en burðarvirki þaks er timbur, jafnframt er sótt um áður gerðar breytingar, þ.e. fyllt upp í útgangshurð 0206, breyting á innra skipulagi 0307, endurgerð og bætt við starfsmannaaðstöðu og bætt við björgunarleið út úr kaffistofu rýmis 0313 í húsi á lóð nr. 16 við Suðurlandsbraut. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

7.22 Urðarstígur 4, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Þóris Jónssonar Hraundals dags. 12. febrúar 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Urðarstígsreits, reitur 1.186, vegna lóðarinnar nr. 4 við Vatnsstíg. Í breytingunni að gerður er nýr byggingarreitur fyrir viðbyggingu sunnan hússins, samkvæmt uppdr. teiknistofunnar Óðinstorgi dags. í janúar 2022. Við breytinguna hækkar nýtingarhlutfall lóðar.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1551/2021.


8.22 Efstasund 9, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Gunnars Braga Stefánssonar dags. 9. febrúar 2022 ásamt greinargerð dags. 2. febrúar 2022 um breytingu á deiliskipulagi Sunda, reitir 1.3 og 1.4, vegna lóðarinnar nr. 9 við Efstasund sem felst í færslu á byggingarreit B í norðausturhorn lóðar ásamt breytingu á skilmálum þannig að núverandi skúrbygging á lóð rúmist innan þeirra skilmála.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

9.22 Framnesvegur 26, Dyr á aðalhæð út í bakgarð og tröppur
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. febrúar 2022 þar sem sótt er um leyfi til að gera útgang frá norðurhlið 1. hæðar með palli og tröppum niður í garð á húsi á lóð nr. 26 við Framnesveg.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

10.22 Heiðargerði 34, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Gunnars Björns Melsted dags. 10. febrúar 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heiðargerðisreits vegna lóðarinnar nr. 34 við Heiðargerði. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit til suðurs, samkvæmt uppdr. Úti og inni arkitekta ehf. dags. 9. febrúar 2022.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1551/2021.


11.22 Lautarvegur 10, Reyndarteikningar v/lokaúttektar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. janúar 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. febrúar 2022 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051301 þannig að komið er fyrir reykröri fyrir hverja íbúð á austurhlið og arnar og skorsteinn fjarlægðir, íbúð á 3. hæð hefur verið stækkuð út á svalir, innra skipulagi breytt í kjallara og á 3. hæð og sorpgeymsla færð fram fyrir þríbýlishús á lóð nr. 10 við Lautarveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

12.22 Sólvallagata 10, Stækka bílgeymslu
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. febrúar 2022 þar sem sótt er um leyfi til að stækka bílageymslu einbýlishúss og breyta innra skipulagi þannig að komið er fyrir hjólageymslu, baðherbergi og æfingarsal í mhl. 70, á lóð nr. 10 við Sólvallagötu.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

13.22 Sundagarðar 10, Sótt er um leyfi til að byggja við núverandi húsnæði
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. febrúar 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. febrúar 2022 þar sem sótt er um leyfi til að byggja við skrifstofu- og vöruhús til austur og breyta innra skipulagi í húsi á lóð nr. 10 við Sundagarða. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.


Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

14.22 Stuðlasel 7, (fsp) stækkun húss og fjölgun bílastæði
Lögð fram fyrirspurn Atla Helgasonar dags. 15. febrúar 2022 ásamt bréfi dags. 15. febrúar 2022 um að stækka húsið á lóð nr. 7 við Stuðlasel og fjölga bílastæðum á lóð, samkvæmt skissu ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2022 samþykkt.

15.22 Tunguvegur 26, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Ingunnar Helgu Hafstað dags. 11. febrúar 2022 ásamt bréfi dags. 11. febrúar 2022 um stækkun hússins á lóð nr. 26 við Tunguveg vegna viðbyggingu annars vegar við suðvesturhlið hússins sem verður framlenging stofunnar og hins vegar á norðausturhlið hússins vegna stækkunar anddyris.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

16.22 Bergstaðastræti 9b, (fsp) kvistur og svalir
Lögð fram fyrirspurn Ólafar Flygenring dags. 11. febrúar 2022 um að setja kvist og svalir á húsið á lóð nr. 9B við Bergstaðastræti, samkvæmt skissu dags. í febrúar 2022.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

17.22 Bugðulækur 18, Tvöfaldur bílskúr
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. desember 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. desember 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tvöfaldan staðsteyptan bílskúr á norðaustur hluta lóðar með hurð og glugga út á borgarland á lóð nr. 18 við Bugðulæk. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. febrúar 2022. Lagt fram að nýju ásamt lagfærðri umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2022 samþykkt.

18.22 Hagamelur 35, (fsp) bílskúr
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. janúar 2022 var lögð fram fyrirspurn Þórlaugar Einarsdóttur dags. 19. janúar 2022 um byggingu bílskúrs á lóð nr. 35 við Hagamel að sömu stærð og lögun eins og sýnt er á teikningu, dags. í október 1959, sem samþykkt var á fundi byggingarnefndar 29. október 1959. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2022 samþykkt.

19.22 Ármúli 32, Breyta aðkoma - bílastæðum fækkað o.fl. Breyting á erindi BN057528
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. febrúar var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. febrúar 2022 þar sem sótt er um leyfi til að breyta aðkomu við aðalinngang, fækka bílastæðum, síkka gluggum á norðausturhlið, bæta við loftræsikerfi á þak bakhúss, inngangur starfsmanna að verönd færður, veggur og hurð við kæli fjarlægður, tilbúinn kælir settur inn í stað þess, lagna/tæknirými stækkað, þrepum bætt við í stað pallalyftu og handlaug færð í blóðtökuherbergi í húsi á lóð nr. 32 við Ármúla. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

20.22 Kvistaland 26, (fsp) stækkun lóðar
Lögð fram fyrirspurn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 17. febrúar 2022 um stækkun lóðarinnar nr. 26 við Kvistaland vegna fyrirhugaðrar stækkunar skólans, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 11. febrúar 2022.

Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið.

21.22 Skipholt 5, minnkun lóðar
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs um minnkun lóðarinnar nr. 5 við Skipholt, samkvæmt breytingablaði og lóðauppdrætti dags. 11. febrúar 2022.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

22.22 Kjalarnes, Brautarholt 1, framkvæmdaleyfi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. febrúar 2022 var lögð fram umsókn Bjarna Pálssonar dags. 19. janúar 2022 um framkvæmdaleyfi í landi Brautarholts 1 á Kjalarnesi vegna framkvæmda við golfbrautir sem felst í gerð golfhola og vinnu á æfingasvæði. Einnig er lögð fram greinargerð dags. 2. febrúar 2022, teikning af golfvelli dags. 21. október 2009 og gildandi deiliskipulag fyrir svæðið. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2022.
Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2022 . Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1551/2021.


23.22 Frakkastígur 1, (fsp) endurskipulagning lóðar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. janúar 2022 var lögð fram fyrirspurn Zeppelin ehf. dags. 20. janúar 2022 ásamt bréfi dags. 20. janúar 2022 um endurskipulagningu lóðarinnar nr. 1 við Frakkastíg með það að markmiði að flytja þangað hús sem til skamms tíma stóð á baklóð Laugavegar 37 og endurbyggja þar gamla húsið við Laugaveg 74, ásamt því að undirbúa lóðina fyrir tvö önnur flutningshús, samkvæmt tillögu/þrívíddarmyndum ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2022 samþykkt.

24.22 Þingholtsstræti 37, Breytingar
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. október 2021 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir lyftu í anddyri skólans, breyta innra skipulagi snyrtinga á 2. hæð og setja svalir á suðurhlið efri hæðar húss á lóð nr. 37 við Þingholtsstræti. Erindi var grenndarkynnt frá 29. nóvember 2021 til og með 28. desember 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Hafsteinn Hafsteinsson dags. 26. nóvember 2021. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. janúar 2022 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa 18. febrúar 2022.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2022 sbr. a. lið 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr.1551/2021.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


25.22 Nýr Landspítali við Hringbraut, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Helgu Bragadóttur f.h. Nýs Landspítala ohf. dags. 16. nóvember 2021 varðandi breyting á deiliskipulagi Nýs Landspítala við Hringbraut. Breytt deiliskipulag nær til speglunar BT húss sem lækkar til austurs að Hvannargötu í stað vesturs að Fífilsgötu og færslu bílastæða, samkvæmt uppdr. Spital ehf. dags. 17. febrúar 2022.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.