Bláskógar 1, Írabakki 2-16, Bólstaðarhlíð 20, Drekavogur 18, Mýrargata 21-23 (Bræðraborgarstígur 2 og Bakkastígur 8), Gufunes, Hólmsheiði/Fjárborg/Almannadalur, Krókháls, GR reitur G1, KR svæðið - Frostaskjól 2-6, Malarhöfði 10, Skútuvogur 7-9, Vogabyggð svæði 5, Háteigsvegur 24, Hlíðarendi - Reitir G, H og I, Laugavegur 20B, Völvufell 7A, Barónsstígur 2-4 og Skúlagata 36, Grensásvegur 50, Haðaland 9-15, Síðumúli 10, Skipholt 5, Háaleitisbraut 35, Vitastígur 16, Fálkagata 13A, Hellusund 6A, Höfðabakki 7, Laugavegur 50, Bjargarstígur 17, Drafnarstígur 3, Fiskislóð 31, Hvammsgerði 14, Hvammsgerði 14, Hverfisgata 33, Leiðhamrar 11-13, Marargata 1, Smárarimi 62, Tangarhöfði 9,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

852. fundur 2022

Ár 2022, föstudaginn 14. janúar kl. 09:00, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 852. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ingvar Jón Bates Gíslason, Lilja Grétarsdóttir, Brynja Kemp Guðnadóttir, Björn Ingi Edvardsson, Hildur Gunnarsdóttir, Sigríður Lára Gunnarsdóttir og Sólveig Sigurðardóttir. Ritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:


1.22 Bláskógar 1, (fsp) fjölgun bílastæða á lóð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. desember 2021 var lögð fram fyrirspurn Sigurðar Hermannssonar dags. 2. desember 2021 um að fjölgun bílastæða um eitt á suðvesturhluta lóðarinnar nr. 1 við Bláskóga lóð, samkvæmt skissu á byggingarnefndarteikningu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. janúar 2022.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. janúar 2022.

2.22 Írabakki 2-16, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Finns Kristinssonar dags. 18. október 2021 um breytingu á deiliskipulagi Breiðholts I vegna lóðarinnar nr. 2-16 við Írabakka. Breytingin felur í sér að gerðir eru tveir byggingarreiti á lóð fyrir sorpskýli, samkvæmt uppdr. Landlags ehf. dags. 4. október 2021.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

3.22 Bólstaðarhlíð 20, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Hermanns Georgs Gunnlaugssonar dags. 31. desember 2021 ásamt bréfi dags. 21. desember 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 20 við Bólstaðarhlíð, Ísaksskóli. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður fyrir færanlegar kennslustofur, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð dags. 31. desember 2021.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

4.22 Drekavogur 18, Áður gerðar breytingar - viðbygging, breyting kjallara
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. janúar 2022 þar sem sótt er um leyfi til að byggja gróðurhús við suðurhlið bílskúrs, breytingar á innra skipulagi kjallara og gerð er grein fyrir áður gerðri 21,9 ferm. viðbyggingu við vesturhlið bílskúrs á húsi nr. 18 á lóð nr. 18 við Drekavog.
Stækkun er: 48,1 ferm., 178,8 rúmm. Erindi fylgir samþykki nágranna, eigenda húss nr. 20 við Drekavog dags. 27. febrúar 2021, umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. september 2017, yfirlit breytinga, aðaluppdráttur nr. 1.1-01 útg.A dags. 27. mars 2021. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. apríl 2021 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. apríl 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 26. apríl 2021. Skýrsla húsaskoðunar dags. 5. október 2021 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 12. nóvember 2021. Gjald kr.12.100

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Drekavogi 20 og Njörvasundi 17.

Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynninguna, sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1551/2021.


5.22 Mýrargata 21-23 (Bræðraborgarstígur 2 og Bakkastígur 8), (fsp) sameining lóða
Lögð fram fyrirspurn Einars Ólafssonar dags. 6. janúar 2022 um sameiningu lóðanna að Bræðraborgarstíg 2 (Mýrargata 21) og Bakkastíg 8 í eina lóð ásamt því að breyta lóðarheitum í Mýrargötu 21-23. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. janúar 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. janúar 2021, samþykkt.

6.22 Gufunes, stofnun nýrra lóða
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. desember 2021 var lagt fram bréf Landupplýsingardeildar dags. 2. desember 2021 um stofnun nýrra lóða, Gufunesvegur 19 og Gufunesvegur 21. Lóðirnar eru teknar úr landi Gufuness. Einnig er lagt fram breytingarblað og lóðauppdrættir dags. 2. desember 2021 og tillaga/hugmyndir arkitektastofunnar JVST ódags. að lóðamörkum. Lagt fram að nýju ásamt bréfi Landupplýsingardeildar dags. 12. janúar 2022 og uppf. breytingablaði og lóðauppdráttum dags. 12. janúar 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.


7.22 Hólmsheiði/Fjárborg/Almannadalur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Hestamannafélagsins Fáks dags. 22. september varðandi breytingu á deiliskipulagi Hesthúsabyggðar á Hólmsheiði. Í breytingunni felst annars vegar breytingar á framtíðaráætlunum á svæðinu og hins vegar samræming skipulagsins að núverandi stöðu. Um er að ræða breytingar í þrettán liðum, auk fimm lagfæringa á uppdrætti til samræmis við núverandi stöðu, samkvæmt uppdr. Landslags. dags. 16. október 2021. Tillagan var auglýst frá 1. desember 2021 til og með 12. janúar 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Sveinbjörn Guðjohnsen f.h. stjórnar Fjáreigendafélags Íslands dags. 11. janúar 2022, Ólafur R. Dýrmundsson Ph.D. dags. 11. janúar 2022 og Bjarni Jónsson dags. 12. janúar 2022.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

8.22 Krókháls, GR reitur G1, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð er fram að nýju tillaga KRADS arkitekta f.h. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 28. október 2021 að breytingu á deiliskipulagi fyrir Grafarlæk - Stekkjarmóa - Djúpadal. Um er að ræða nýja lóð þar sem er gert ráð fyrir tveimur skrifstofubyggingum sem grafa sig inn í hæðina að hluta til að falla betur inn í umhverfið og halda hæð og ásýnd bygginga lægri út að golfvallarsvæði GR. Hæðarmunur á lóð er nýttur til að koma fyrir bílakjallara undir byggingunum og skýla útivistarsvæði GR frá bílastæðasvæði. Tillagan var auglýst frá 1. desember 2021 til og með 12. janúar 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir/ábendingar: Kristjana Bjarnþórsdóttir hjá bílaumboði Öskju f.h. Krókháls 11 ehf. og Krókháls 13 ehf. dags. 3. janúar 2022, Bílabúð Benna dags. 6. janúar 2022, Þór hf. dags. 10. janúar 2022, Gísli Guðni Hall f.h. stjórnar GR dags. 11. janúar 2022, Yngvi Óttarsson dags. 11. janúar 2022, Jón Karl Sigurðsson dags. 11. janúar 2022, Védís Húnbogadóttir og Snorri Bergmann dags. 11. janúar 2022, Óskar Garðarsson dags. 12. janúar 2022, Gísli Óttarsson f.h. 8 aðila dags. 11. janúar 2022, Óttar Yngvason f.h. 12 félagsmanna í Golfklúbbi Reykjavíkur dags. 12. janúar 2022. Einnig er lögð fram umsögn Veitna ohf. dags. 12. janúar 2022.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

9.22 KR svæðið - Frostaskjól 2-6, nýtt deiliskipulag
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs nýju deiliskipulagi fyrir KR svæðið. Í tillögunni felast markmið um að bæta aðstöðu KR til íþrótta og félagsstarfsemi með byggingu íþrótta og þjónustubygginga. Auk þess eru áform um að auka fjölbreytni svæðisins með byggingu íbúða á jöðrum lóðarinnar í samræmi við markmið aðalskipulagsins samkvæmt uppdráttum ASK Arkitekta ehf. og Bj. Snæ slf. dags. 5. janúar 2022. Einnig er lagt fram minnisblað Alta dags. 28. desember 2018, drög að húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur og Samgöngumat Eflu dags. 5. nóvember 2021.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.


10.22 Malarhöfði 10, ósk um umsögn vegna endurnýjunar á starfsleyfi
Lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 10. janúar 2022 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar Steypustöðvarinnar um endurnýjun á starfsleyfi fyrir starfsemina að Malarhöfða 10. Óskað er eftir umsögn um hvort breytingar á skipulagi leyfi endurnýjun starfsleyfis til skamms tíma, og þá hversu langan tíma.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

11.22 Skútuvogur 7-9, (fsp) stækkun á byggingarreit og aukning á byggingarmagni
Lögð fram fyrirspurn Indro Indriða Candi dags. 13. desember 2021 ásamt bréfi ódags. um stækkun á byggingarreit og aukningu á byggingarmagni lóðinni nr. 7-9 við Skútuvog, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. VA arkitekta ehf. dags. 10. desember 2021.

Vísað til umsagnar Faxaflóahafna.

12.22 Vogabyggð svæði 5, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæði 5. Breytingin felst í því að smábátahöfn Snarfara er stækkuð og dýpkuð. Hluti hafnargarðs, sem liggur í austur-vesturstefnu er fjarlægður og hafnargarður sem liggur í norður-suðurstefnu er lengdur til norðurs. Flotbryggjur lengjast og bátastæðum fjölgar úr 152 í 250. Lóð smábátahafnar á landi stækkar sem nemur láréttu svæði hafnargarðs, samkvæmt uppdr. Teiknistofu Traðar dags. 29. september 2021. Einnig er lagt fram greinargerð og skilmálar fyrir allt skipulagssvæðið er jafnframt uppfært í heild samhliða breytingartillögu, dags. 29. september 2021. Tillagan var auglýst frá 1. desember 2021 til og með 12. janúar 2022. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

13.22 Háteigsvegur 24, (fsp) bílastæði
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. desember 2021 var lögð fram fyrirspurn Sighvats Arnmundssonar dags. 16. nóvember 2021 um að setja innkeyrslu og bílastæði ásamt hleðslustöð við suðausturhlið hússins lóð nr. 24 við Háteigsveg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. janúar 2022.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. janúar 2022.

14.22 Hlíðarendi - Reitir G, H og I, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn ASK Arkitekta dags. 1. júlí 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna reita G, H og I. Í breytingunni felst að breyta lóðum G og H úr atvinnulóðum í íbúðalóðir, breyta opnu svæði til bráðabirgða í íbúðalóð,I, fjölga íbúðum og breyta bílastæðakröfum til samræmis við bíla- og hjólastæðastefnu Reykjavíkurborgar, samkvæmt uppdrætti ASK arkitekta ehf. dags. 24. júní 2021. Einnig er lagt fram samgöngumat Eflu dags. 1. október 2021. Tillagan var auglýst frá 1. desember 2021 til og með 12. janúar 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ágúst Hilmarsson dags. 2. desember 2021, Eyþór Andri Einarsson dags. 3. desember 2021, Gunnar Steinn Aðalsteinsson dags. 11. desember 2021, Guðrún Georgsdóttir dags. 6. janúar 2022, Kristín Björg Knútsdóttir dags. 6. janúar 2022, Anna Borgþórsdóttir Olsen og Pétur K. Hilmarsson dags. 10. janúar 2022, Reynir Hans Reynisson dags. 11. janúar 2022, Rósa Ólöf Ólafíudóttir dags. 11. janúar 2022, Jón Þór Ólason hrl. f.h. fasteignaeigendur á byggingarreit E við Hlíðarenda dags. 11. janúar 2022, Sigfríður Sigurðardóttir, Sigurður Haukur Magnússon, Gunnhildur Einarsdóttir og Örn Sveinsson dags. 12. janúar 2022. Einnig er lögð fram umsögn Veitna ohf. dags. 12. janúar 2022 og Umsögn fulltrúa í Íbúaráði Miðborgar og Hlíða dags. 13. janúar 2022.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

15.22 Laugavegur 20B, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Páls V Bjarnasonar dags. 4. janúar 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.5, Laugavegs- og Skólavörðustígsreitir, vegna lóðarinnar nr. 20B við Laugaveg. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit lóðarinnar fyrir einnar hæðar viðbyggingu við vesturhlið hússins fram að klapparstíg með þaksvölum, samkvæmt uppdr. P ARK teiknistofu sf. dags. 30. desember 2021. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 20. október 2021.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

16.22 Völvufell 7A, Breytingar á dagheimili í vistheimili
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. desember 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. desember 2019 þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun hússins úr dagheimili í vistheimili á lóð nr. 7a við Völvufell, samkvæmt uppdr. Arkþings - Nordic ehf. dags. 9. desember 2019 uppf. 7. janúar 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. janúar 2022.
Erindi fylgir greinagerð Eflu um val og hönnun brunavarna, útgáfa 001-V03, dags. 22. nóvember 2019. Gjald kr. 11.200

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. janúar 2022, samþykkt.

17.22 Barónsstígur 2-4 og Skúlagata 36, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. janúar 2022 var lögð fram fyrirspurn T.ark Arkitekta ehf. dags. 26. nóvember 2021 ásamt bréfi dags. 26. nóvember 2021 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 2-4 við Barónsstíg og 36 við Skúlagötu sem felst í uppbygging fjölbýlishúss með 15-18 íbúðum auk verslunar/þjónustu á jarðhæð með útgengi að torgi. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. janúar 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. janúar 2022, samþykkt.

18.22 Grensásvegur 50, (fsp) gerð deiliskipulags
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. desember 2021 var lögð fram fyrirspurn Björns Skaptasonar dags. 26. nóvember 2021 ásamt greinargerð dags. 25. nóvember 2021 um gerð nýs deiliskipulags fyrir lóð nr. 50 við Grensásveg sem felst í að heimiðuð verði uppbygging fjölbýlishúss á lóðinni með allt að 54 íbúðum, samkvæmt tillögu dags. í nóvember 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. janúar 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. janúar 2022, samþykkt.

19.22 Haðaland 9-15, (fsp) stækkun á bílskúr og breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Ragnheiðar Aradóttur dags. 22. október 2021 um stækkun bílskúrs að Haðalandi 9, lóð nr. 9-15 við Haðaland, ásamt breytingu á notkun skúrsins í íbúðarherbergi, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 21. október 2021.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

20.22 Síðumúli 10, (fsp) stækkun húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. janúar 2022 var lögð fram fyrirspurn a2f arkitekta ehf. dags. 21. september 2021 um stækkun hússins á lóð nr. 10 við Síðumúla sem felst í að byggja ofaná núverandi hús og byggja við húsið á suðausturhluta lóðarinnar. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. nóvember 2021. Lagt fram að nýju 7. janúar 2022 ásamt teikningum a2f arkitekta dags 29. nóvember 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. janúar 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. janúar 2022, samþykkt.

21.22 Skipholt 5, Breyta í tvær íbúðir - 2.hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. janúar 2022 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta notkun rýma 0201 og 0202, úr atvinnuhúsnæði/skrifstofum í tvær íbúðir með svölum á norðurhlið 2. hæðar í atvinnu- og íbúðarhúsi, mhl.01, á lóð nr. 5 við Skipholt. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. janúar 2022.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 20. ágúst 2021 og afrit af aðalteikningum samþykktum 30. október 1958 og 7. apríl 1998. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. desember 2021 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. desember 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 13. desember 2021.
Gjald kr. 12.100

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. janúar 2022, samþykkt.

22.22 Háaleitisbraut 35, (fsp) breyting á notkun bílskúrs
Lögð fram fyrirspurn Ágústu Kristínar Árnadóttur dags. 10. janúar 2022 ásamt bréfi ódags. um breytingu á notkun bílskúr á lóð nr. 35 við Háaleitisbraut í íbúð.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

23.22 Vitastígur 16, (fsp) stækkun smáhýsis
Lögð fram fyrirspurn Klitts ehf. dags. 28. desember 2021 um stækkun smáhýsis á lóð nr. 16 við Vitastíg um ca, 18 fm samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Óðinstorgi dags. 21. desember 2021.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

24.22 Fálkagata 13A, (fsp) glerrými
Lögð fram fyrirspurn Huldu Ingibjargar Skúladóttur dags. 11. nóvember 2022 um að gera ca. 6 fm. glerrými í porti lóðarinnar nr. 13A við Fálkagötu, samkvæmt tillögu/skissu ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

25.22 Hellusund 6A, (fsp) niðurrif bakhúss og uppbygging
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. janúar 2022 var lögð fram fyrirspurn Andra Gunnars Lyngbergs Andréssonar dags. 1. desember 2021 um að rífa niður bakhús á lóð nr. 6A við Hellusund og byggja þess í stað studio/skrifstofubyggingu með sams konar yfirbragði og núverandi hús, samkvæmt Trípólí arkitekta tillögu dags. 1. desember 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. janúar 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. janúar 2022, samþykkt.

26.22 Höfðabakki 7, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 5. janúar 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða eystri vegna lóðarinnar nr. 7. við Höfðabakka. Í breytingunni felst hækkun á mæni bakhúss um 2,5 m og við það skapast möguleiki á milligólfi. Við breytinguna hækkar nýtingarhlutfall lóðar úr 0,7 í 1,0 ásamt því að bílastæðakröfur eru uppfærðar í samræmi við bíla- og hjólastæðastefnu Reykjavíkurborgar, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 4. janúar 2022.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

27.22 Laugavegur 50, Viðbygging við port
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. janúar 2022 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN058582 þannig að vinnustofa á jarðhæð er stækkuð til suðvesturs í húsi á lóð nr. 50 við Laugaveg.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 29. desember 2021 og yfirlit breytinga.
Stækkun: 7,9 ferm., 22,1 rúmm. Eftir stækkun, A-rými: 255,6 ferm., 788,8 rúmm. B-rými: 10,6 ferm. Samtals: 266,2 ferm. Gjald kr. 12.600

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

28.22 Bjargarstígur 17, Viðbygging, kvistur, breytingar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. janúar 2022 þar sem sótt er um leyfi fyrir fyrirhuguðum viðgerðum og breytingum, þ.e. anddyri á suðurhlið er hækkað og komið fyrir stiga, kvistur settur á norðurhlið með aðgengi út á þak til norðurs, múrhúðin verði fjarlægð af veggjum og gaflar klæddir listasúð á húsi á lóð nr. 17 við Bjargarstíg.
Stækkun : xx,x ferm., xx,x rúmm. Erindi fylgir yfirlit breytinga hönnuðar dags. 1. desember 2021 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 22. desember 2021. Gjald kr.12.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

29.22 Drafnarstígur 3, Gera upp og byggja við Drafnarstíg
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. janúar 2022 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu til austurs ásamt því að breyta innra skipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 3 við Drafnarstíg.
Stækkun: 70,2 ferm., 224,5 rúmm. Eftir stækkun: 215,4 ferm., 563 rúmm. Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 27. júlí 2021. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. desember 2021 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. nóvember 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 13. desember 2021. Gjald kr. 12.100

Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.

30.22 Fiskislóð 31, nr. 31A - staðsetning ökutækjaleigu
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. janúar 2022 var lagt fram bréf Samgöngustofu dags. 30. desember 2021 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Guðjóns Ómars Davíðssonar f.h. Glo Rentals ehf. um að reka ökutækjaleigu að Fiskislóð 31A, lóð nr. 31 við Fiskislóð. Sótt er um leyfi fyrir 4 ökutækjum í útleigu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. janúar 2021.


Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. janúar 2022, samþykkt.

31.22 Hvammsgerði 14, Niðurrif - bílgeymsla
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. janúar 2022 þar sem sótt er um leyfi fyrir niðurrifi á bílskúr, matshluta 70 sem byggður var 1965, í stað bílgeymslu stendur til að að reisa stakstæða vinnustofu, mhl.02, sjá erindi BN060392, í norður horni lóðar við húsi á lóð nr. 14 við Hvammsgerði.
Niðurrif er: -26,5 ferm., ~ -68,1 rúmm. Gjald kr.12.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

32.22 Hvammsgerði 14, Vinnurými í stað bílageymslu
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. janúar 2022 þar sem sótt er um leyfi fyrir að byggja stakstæða vinnustofu í stað bílgeymslu sem stendur til að rífa undir erindi BN060417, vinnustofan mhl.02, verði úr járnbentri steinsteypu, breyttu þakformi og ögn stærri í umfangi, staðsett í norður horni lóðar við húsi á lóð nr. 14 við Hvammsgerði.
Stærð: 27. 3 ferm., 88.8 rúmm. Gjald kr.12.100


Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

33.22 Hverfisgata 33, (fsp) breyting á notkun
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. janúar 2022 var lögð fram fyrirspurn Arcturus ehf. dags. 24. desember 2021 um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 33 við Hverfisgötu úr skrifstofuhúsnæði í gististað í flokki II-IV. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. janúar 2022.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. janúar 2022.

34.22 Leiðhamrar 11-13, 13 - Breytingar inni
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. janúar 2022 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi, þ.e. eldhús fært og sameinað stofu/borðstofu, rými ÞV/G breytt í baðherbergi, anddyri stækkað á kostnað bílgeymslu, breytt notkun bílgeymslu og úr verður tvö rými, þvottahús og vinnuaðstaða/geymsla í húsi nr. 13 á lóð nr. 11-13 við Leiðhamra.
Stærð : Óbreytt. Gjald kr.12.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

35.22 Marargata 1, Svalir - síkka glugga - stigi frá svölum
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. janúar 2022 þar sem sótt er um leyfi til að endurbyggja bílskúr þannig að austurvegg og þaki verður skipt út fyrir gler og til að síkka glugga og byggja stálsvalir með hringstiga ofaní garð á suðurhlið húss á lóð nr. 1 við Marargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. janúar 2022 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. janúar 2022. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 10. janúar 2022. Gjald kr. 12.100

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Marargötu 3 og Hrannarstig 3.

Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynninguna, sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1551/2021.


36.22 Smárarimi 62, (fsp) stækkun húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. desember 2021 var lögð fram fyrirspurn Kristjáns Inga Bragasonar dags. 26. september 2021 um stækkun hússins á lóð nr. 62 við Smárarima sem felst í byggingu geymslu aftan við bílskúr á lóð, samkvæmt skissum ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. janúar 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. janúar 2022, samþykkt.

37.22 Tangarhöfði 9, (fsp) breytingu á notkun húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. janúar 2022 var lögð fram fyrirspurn Ágústs Þórðarsonar dags. 15. desember 2021 um breytingu á notkun hússins nr. 9 við Tangarhöfða úr iðnaðarhúsnæði í gististað, samkvæmt uppdr. Ágústs Þórðarsonar dags. 13. desember 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. janúar 2022.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags.14. janúar 2022.