Guðríðarstígur 6-8, Reykjavíkurvegur 31B, Starmýri 2, Fiskislóð 31, Grettisgata 5, Helluvað 7-21, Hverfisgata 33, Leiðhamrar 15, Marargata 1, Njarðargata 5, Nóatún 29, Reynimelur 43, Skútuvogur 2, Sævarhöfði 2-2A, Tangarhöfði 9, Óðinsgata 19, Reykjavíkurflugvöllur, Vesturgata 40, Barónsstígur 2-4 og Skúlagata 36, Grensásvegur 8 og Eirhöfði 13 og 15, Naustabryggja 31-33, Síðumúli 10, Brúnavegur 4, Hofsvallagata 49, Skeljanes 2, Vagnhöfði 29, Þingholtsstræti 37, Hellusund 6A, Freyjugata 25C, Gufunes, áfangi 2, Kjalarnes, Jörfi, Kjalarnes, Norðurgrund, Koparslétta 5, Fiskislóð - Hjólastígur, Laugarnesvegur 74A og Hrísateigur 47, Lindargata 42, 44, 46 og Vatnsstígur 10-12, Reykjavíkurflugvöllur, Barónsstígur 21, Týsgata 6,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

851. fundur 2022

Ár 2022, föstudaginn 7. janúar kl. 09:10, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 851. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ingvar Jón Bates Gíslason, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Birkir Ingibjartsson, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Björn Ingi Edvardsson, Sólveig Sigurðardóttir og Ólafur Melsted. Ritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:


1.22 Guðríðarstígur 6-8, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. september 2021 var lögð fram umsókn frá Arkitektar Laugavegi 164 ehf. dags. 6. september 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grafarholts, athafnasvæðis, vegna lóðarinnar nr. 6-8 við Guðríðarstíg. Í breytingunni felst að byggingarreitur hússins stækkar til suðvesturs þannig að hægt verði að byggja við húsið. Hluti viðbyggingar verður á þremur hæðum en stærsti hlutinn á einni hæð. Stækkunin nýtist fyrir skrifstofustarfsemi og lager. Við breytinguna hækkar nýtingarhlutfall og byggingarmagn eykst, samkvæmt uppdr. Glámu Kím arkitekta dags. 6. september 2021. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1551/2021.


2.22 Reykjavíkurvegur 31B, skipting lóðar
Lögð fram umsókn Arons Inga Óskarssonar dags. 18. mars 2021 um skiptingu lóðarinnar nr. 31B við Reykjavíkurveg. Einnig er lögð fram drög að lóðarblaði dags. 31. mars 2019 og afsalsbréf dags. 10. ágúst 1988.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

3.22 Starmýri 2, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. október 2021 var lögð fram umsókn Pálmars Kristmundssonar dags. 12. október 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Safamýris - Álftamýris vegna lóðarinnar nr. 2 (hús nr. 2A) við Starmýri. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 1,19 í 1,3. Bætt er við byggingareit fyrir 4. hæð sem nemur um helmingi þakflatar, á suðurhluta byggingareits, og er heimilt byggingarmagn 4. hæðar 350 m2 brúttó. Heimilt er að auka íbúðafjölda á Starmýri 2A um 2 íbúðir og hámarksfjöldi íbúða á lóðinni verður 25. Tveimur íbúðum á 4. hæð fylgja þegar byggðir bílskúrar í kjallara og bílastæði framan við hvorn þeirra, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum PK Arkitekta ehf. dags. 16. nóvember 2021. Einnig er lagt fram bréf dags. PK Arkitekta ehf. 14. október 2021. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1551/2021.


4.22 Fiskislóð 31, nr. 31A - staðsetning ökutækjaleigu
Lagt fram bréf Samgöngustofu dags. 30. desember 2021 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Guðjóns Ómars Davíðssonar f.h. Glo Rentals ehf. um að reka ökutækjaleigu að Fiskislóð 31A, lóð nr. 31 við Fiskislóð. Sótt er um leyfi fyrir 4 ökutækjum í útleigu.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

5.22 Grettisgata 5, Breytingar - 0202
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. nóvember 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. nóvember 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi íbúðar 0202, þannig að þar verða tvær íbúðir, í húsi á lóð nr. 5 við Grettisgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. janúar 2022.
Gjald kr. 12.100


Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. janúar 2022, samþykkt.

6.22 Helluvað 7-21, (fsp) svalalokun
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. nóvember 2021 var lögð fram fyrirspurn Helluvaðs 7-21, húsfélags dags. 21. október 2021 um að loka svölum hússins á lóð nr. 7-21 við Helluvað, samkvæmt tillögu Hinriks Árna Bóassonar, Snorra Más Snorrasonar og Þórðar Ásgeirssonar ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra hverfisskipulags og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. janúar 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. janúar 2022, samþykkt.

7.22 Hverfisgata 33, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Arcturus ehf. dags. 24. desember 2021 um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 33 við Hverfisgötu úr skrifstofuhúsnæði í gististað í flokki II-IV.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

8.22 Leiðhamrar 15, Lækka botnplötu kjallara
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. desember 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. desember 2021 þar sem sótt er um leyfi til að lækka gólf kjallara og innrétta þar tómstundarými í einbýlishúsi á lóð nr. 15 við Leiðhamra. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. janúar 2022.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. janúar 2021. Stækkun: 100,3 ferm., 329,4 rúmm. Eftir stækkun: 307,8 ferm., 1.048,1 rúmm. Gjald kr. 12.100

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. janúar 2022, samþykkt.

9.22 Marargata 1, Svalir - síkka glugga - stigi frá svölum
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. desember 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. desember 2021 þar sem sótt er um leyfi til að endurbyggja bílskúr þannig að austurvegg og þaki verður skipt út fyrir gler og til að síkka glugga og byggja stálsvalir með hringstiga ofaní garð á suðurhlið húss á lóð nr. 1 við Marargötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. janúar 2022.
Gjald kr. 12.100

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. janúar 2022, samþykkt.

10.22 Njarðargata 5, Breyta hluta kjallara úr sameign í séreign. Um er að ræða bæði áðurgerðar br. og framkvæmdir í kjölf.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. september 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og eignarhaldi í kjallara, byggja svalir, bæta flóttaleiðir úr kjallara, breyta skipulagi íbúða og breyta notkun bílskúrs í vinnustofu í húsi nr. 5 á lóð við Njarðargötu. Erindi var grenndarkynnt frá 10. nóvember 2021 til og með 8. desember 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Þorvarður Jón Löve og Guðrún Inga Ingólfsdóttir dags. 8. desember 2021. Einnig er lagður fram tölvupóstur kínverska sendiráðsins dags. 12. nóvember 2021 þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. desember 2021 og er nú lagt fram að nýju.
Stærð A rýma er: Óbreytt. Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 27. apríl 2021 og yfirlit breytinga, ódagsett, samþykki eigenda dags. 21. júní 2021. Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 29. maí 2021, bréf hönnuðar dags. 27. júlí 2021, útreikningur birtuskilyrða hönnuðar móttekið 3. ágúst 2021. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. ágúst 2021 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. ágúst 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 20. ágúst 2021. Húsaskoðunarskýrsla dags. 23. ágúst 2021. Gjald kr.12.100

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


11.22 Nóatún 29, (fsp) hækkun bílskúrs o.fl.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. nóvember 2021 var lögð fram fyrirspurn Davíðs Guðjónssonar dags. 23. nóvember 2021 um hækkun bílskúrs á lóð nr. 29 við Nóatún ásamt hækkun á tengibyggingu þannig að hægt sé að nýta hæðina sem hluta af íbúð á 2. hæð hússins, samkvæmt skissum ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. janúar 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. janúar 2022, samþykkt.

12.22 Reynimelur 43, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Elisabeth Bik Yee Lay dags. 7. september 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Mela norðan Hagamels vegna lóðarinnar nr. 43 við Reynimel. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit bílskúrs, samkvæmt uppdr. Hildar Bjarnadóttur arkitekts dags. í september 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 3. desember 2021 til og með 5. janúar 2022. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

13.22 Skútuvogur 2, staðsetning ökutækjaleigu
Lagt fram bréf Samgöngustofu dags. 5. janúar 2022 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Eyþórs Haukssonar f.h. FAR ehf. um að reka ökutækjaleigu að Skútuvogi 2. Sótt er um leyfi fyrir 2 ökutækjum í útleigu.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

14.22 Sævarhöfði 2-2A, staðsetning ökutækjaleigu
Lagt fram bréf Samgöngustofu dags. 17. desember 2021 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Sverris Viðars Haukssonar f.h. FLEX bíla ehf. um að reka ökutækjaleigu að Sævarhöfða 2. Sótt er um leyfi fyrir 230 ökutækjum í útleigu sem allar eru í langtímaútleigu og því ekki geymdar á starfsstöð. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. janúar 2022.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. janúar 2022.

15.22 Tangarhöfði 9, (fsp) breytingu á notkun húss
Lögð fram fyrirspurn Ágústs Þórðarsonar dags. 15. desember 2021 um breytingu á notkun hússins nr. 9 við Tangarhöfða úr iðnaðarhúsnæði í gististað, samkvæmt uppdr. Ágústs Þórðarsonar dags. 13. desember 2021.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

16.22 Óðinsgata 19, Endurnýja hús og fjölga íbúðum
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. desember 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. desember 2021 þar sem sótt erum leyfi til að gera upp núverandi hús og bæta við einni íbúð á 1. hæð þannig að 3 íbúðir verða í húsinu, auk þess verða nýjar svalir á rishæð og gerður nýr kjallari undir hluta húss á lóð nr. 19 við Óðinsgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. janúar 2022.
Erindi fylgir afrit af teikningu samþykkt 12. febrúar 1927. Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 16. september 2019, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 7. júní 2021 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 6. desember 2021. Gjald kr. 11.200

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. janúar 2022, samþykkt.

17.22 Reykjavíkurflugvöllur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn T.ark Arkitekta ehf. varðandi breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Í breytingunni felst að inn- og útakstur neyðarbíla að flugskýlum Landhelgisgæslunnar er færður að nýjum aðkomuvegi norðan flugskýla, samkvæmt uppdr. T.ark Arkitekta ehf. dags. 16. desember 2021. Einnig er lagt fram samþykki Landhelgisgæslunnar, Neyðarlínunnar og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins dags. 5. október 2021.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1551/2021, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.


18.22 Vesturgata 40, Áður gert - mhl.02 0101
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. nóvember 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. nóvember 2021 þar sem sótt er um leyfi til fyrir áður gerðum breytingum sem felast í að innrétta íbúð á 1. hæð, tómstundaherbergi í kjallara og breyta innra skipulagi á 2. og 3. hæð húss á lóð nr. 40 við Vesturgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. desember 2021.
Erindi fylgir bréf f.h. umsækjanda dags. 15. nóvember 2021 ásamt bréfi og umboði frá eiganda dags. 18. október 2016. Erindi fylgir úrskurður UUA vegna kæru nr. 150/2016 dags. 12. júlí 2018.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 17. desember 2021, samþykkt.

19.22 Barónsstígur 2-4 og Skúlagata 36, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn T.ark Arkitekta ehf. dags. 26. nóvember 2021 ásamt bréfi dags. 26. nóvember 2021 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 2-4 við Barónsstíg og 36 við Skúlagötu sem felst í uppbygging fjölbýlishúss með 15-18 íbúðum auk verslunar/þjónustu á jarðhæð með útgengi að torgi.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

20.22 Grensásvegur 8 og Eirhöfði 13 og 15, starfsemi Ísteka ehf.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. desember 2021 var lagt fram erindi Umhverfisstofnunar dags. 14. apríl 2021 um hvort starfsemi Ísteka ehf. að Grensásvegi 8 og Eirhöfða 13 og 15 samræmist skipulagi. Einnig er lögð fram tilkynning Ísteka ehf. til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um matsskyldu dags. 23. mars 2021. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. maí 2021. Lagt fram að nýju ásamt bréfi Umhverfisstofnunar dags. 15. desember 2021 þar sem óskað er eftir ítarlegri skýringum. Einnig er lagt fram bréf Ístaka dags. 22. desember 2021. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags.

21.22 Naustabryggja 31-33, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vegna lóðarinnar nr. 31-33 við Naustabryggju. Í breytingunni felst að komið er fyrir bílastæði fyrir hreyfihamlaða á lóð.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

22.22 Síðumúli 10, (fsp) stækkun húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. október 2021 var lögð fram fyrirspurn a2f arkitekta ehf. dags. 21. september 2021 um stækkun hússins á lóð nr. 10 við Síðumúla sem felst í að byggja ofaná núverandi hús og byggja við húsið á suðausturhluta lóðarinnar. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. nóvember 2021. Lagt fram að nýju 7. janúar 2022 ásamt teikningum a2f arkitekta dags 29. nóvember 2021.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

23.22 Brúnavegur 4, Notkunarbreyting
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. nóvember 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. nóvember 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta núverandi bílgeymslu, mhl. 02, í breytingunum felst endurnýjun hluta þess, breyta þakformi, einangra útveggi og klæða, breyta gluggum, setja hurð á suðurhlið og vesturhlið í stað glugga, gluggum bætt við á gafla norður og suðurhliðar, komið fyrir baðherbergi og hluti bílgeymslunnar verði vinnustofa við hús á lóð nr. 4 við Brúnaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. janúar 2022.
Stækkun er: xx,x ferm., xx,x rúmm. Erindi fylgir yfirlýsing hönnuðar vegna umboð eigenda dags. 15. september 2021, afrit tryggingarbréfs dags. 16. desember 2020, greiðslustaða dags. 15. október 2021 og afrit starfsábyrgðartryggingu dags. 13. október 2021. Gjald kr.12.100

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. janúar 2022, samþykkt.

24.22 Hofsvallagata 49, (fsp) svalir
Lögð fram fyrirspurn Haralds Ingvarssonar dags. 12. október 2021 um að setja svalir á suðurhlið hússins á lóð nr. 49 við Hofsvallagötu, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta ehf. dags. 12. október 2021. Einnig er lagt fram samþykki eigenda ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

25.22 Skeljanes 2, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Jóns Magnúsar Halldórssonar dags. 28. desember 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Einarsness vegna lóðarinnar nr. 2 við Skeljanes. Í breytingunni felst stækkun hússins fyrir einnar hæðar viðbyggingu ásamt því að setja þaksvalir á viðbygginguna með tröppum út í garð, samkvæmt uppdr. K.J.Ark slf. ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

26.22 Vagnhöfði 29, (fsp) uppbygging
Lögð fram fyrirspurn Hans Hreiðars Tryggvasonar dags. 13. desember 2021 ásamt bréfi dags. 10. desember 2021 um uppbyggingu á lóð nr. 29 við Vagnhöfða, samkvæmt tillögu UNDRA dags. í desember 2021.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

27.22 Þingholtsstræti 37, Breytingar
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. október 2021 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir lyftu í anddyri skólans, breyta innra skipulagi snyrtinga á 2. hæð og setja svalir á suðurhlið efri hæðar húss á lóð nr. 37 við Þingholtsstræti. Erindi var grenndarkynnt frá 29. nóvember 2021 til og með 28. desember 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Hafsteinn Hafsteinsson dags. 26. nóvember 2021.
Erindi fylgir bréf hönnuðar og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 15. júní 2021 og yfirlit breytinga unnið á afriti samþykktra uppdrátta. Gjald kr.12.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

28.22 Hellusund 6A, (fsp) niðurrif bakhúss og uppbygging
Lögð fram fyrirspurn Andra Gunnars Lyngbergs Andréssonar dags. 1. desember 2021 um að rífa niður bakhús á lóð nr. 6A við Hellusund og byggja þess í stað studio/skrifstofubyggingu með sams konar yfirbragði og núverandi hús, samkvæmt Trípólí arkitekta tillögu dags. 1. desember 2021.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

29.22 Freyjugata 25C, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. ágúst 2021 var lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Baldursgötureits vegna lóðarinnar nr. 25C við Freyjugötu. Í breytingunni felst leiðrétting lóðarmarka á deiliskipulagsuppdrætti og stærð lóðar í stærðartöflu ásamt aukningu á byggingarmagni, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Traðar dags. 22. desember 2021. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Freyjugötu 25, Freyjugötu 25A, Freyjugötu 27 og Þórsgötu 24-28.

Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1551/2021


30.22 Gufunes, áfangi 2, lýsing deiliskipulags
Lögð fram drög að lýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. desember 2021, vegna gerð nýs deiliskipulags fyrir Gufunessvæðið, áfanga 2. Í lýsingunni koma fram helstu áherslur sem hafa skal í huga við skipulagsgerðina sem er framundan, en um yrði að ræða nýtt skipulag í tengslum við Gufunesið en deiliskipulag 1. áfanga svæðisins var samþykkt árið 2019. Meðal viðfangsefna og meginmarkiða skipulagsins er að skipuleggja blandaða byggð sem fái fallegt heildaryfirbragð í samræmi við heildarsýn svæðisins og að viðhalda þeim sterka staðaranda sem er fyrir með áherslu á umhverfisgæði fyrir fjölbreytt og skapandi samfélag. Einnig er lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 24. janúar 2020 og Krafa Minjastofnunar Íslands dags. 20. maí 2020 um fornleifarannsóknir vegna 2. áfanga deiliskipulag í Gufunesi.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

31.22 Kjalarnes, Jörfi, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Arkþings ehf. dags. 2. janúar 2019 um breytingu á deiliskipulagi Grundarhverfis vegna landsins Jörfi á Kjalarnesi og nærliggjandi lóða við Norðurgrund í landi Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnin gengur út á að skipta landi Jörfa í þrjár aðskildar lóðir og landi Reykjavíkurborgar við Norðurgrund í sjö aðskildar lóðir undir fjölbýlishús. Hámarksfjöldi íbúða yrði 134 og áætlað byggingarmagn alls á svæðinu yrði um 13.600 fm. þ.m.t. bílageymslu neðanjarðar í landi Jörfa, en eingöngu yrðu bílastæði ofanjarðar í landi Reykjavíkurborgar. Áhersla er lögð á að skapa aðlaðandi byggð með sameiginlegum grænum svæðum, auk leiksvæða fyrir börn. Lögð er áhersla á að skapa góðar tengingar við nærumhverfi með göngustígum á lóðum, sem tengjast núverandi gönguleiðum. Umferð inná lóðir verða frá Brautarholtsvegi annarsvegar og frá Jörfagrund. Lagður er fram uppdr. Arkþing - Nordic ehf. ódags./útpr. 22. september 2021. Einnig er lögð fram fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur á hluta jarðarinnar Jörfa á Kjalarnesi dags. 2019 og bréf Minjastofnunar Íslands dags. 28. janúar 2020.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

32.22 Kjalarnes, Norðurgrund, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Grundarhverfis vegna lóðar við Norðurgrund. Í breytingunni felst að núverandi lóð er skipt upp í 7 lóðir og er gert er ráð fyrir að uppbygging geti farið fram í áföngum. Heimilt er að byggja tveggja hæða lítil fjölbýlishús á svæðinu, bílastæði á lóð eru eingöngu ofanjarðar og er almennt miðað við 1 stæði per íbúð að lágmarki ásamt því að heimilt er að hafa allt að 74 íbúðir, samkvæmt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdr. Arkþing - Nordic ehf. dags. 15. desember 2021.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

33.22 Koparslétta 5, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Ragnars Magnússonar dags. 4. nóvember 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Esjumela vegna lóðarinnar nr. 5 við Koparsléttu. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit lóðarinnar um 4 m til suðausturs, samkvæmt uppdr. I62 ehf. ódags. Tillagan var grenndarkynnt frá 3. desember 2021 til og með 5. janúar 2022. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

34.22 Fiskislóð - Hjólastígur, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 17. desember 2021 um framkvæmdaleyfi fyrir gerð hjólastígs meðfram Fiskislóð frá hafnarmörkum að Ánanaustum. Einnig er lagt fram teikningahefti Faxaflóahafna sf. dags. í september 2021 og yfirlitsmynd Mannvits dags. 20. september 2021.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

35.22 Laugarnesvegur 74A og Hrísateigur 47, (fsp) hækkun húsa
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. september 2020 var lögð fram fyrirspurn Steinbrekku ehf. dags. 19. febrúar 2020 um hækkun húsanna á lóðunum nr. 74A við Laugarnesveg og 47 við Hrísateig um eina hæð og eina inndregna hæð, samkvæmt tillögu dags. 17. febrúar 2020. Einnig er lagt fram skuggavarp dags. 4. febrúar 2020. Einnig er lagður fram tölvupóstur Björns Haukssonar dags. 26. ágúst 2020 þar sem óskað er eftir að fyrirspurn verði tekin fyrir á fundi skipulags- og samgönguráðs. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. september 2020. Lagt fram að nýju 7. janúar 2022 ásamt tillögu teiknistofunnar Stiku dags. 17. febrúar 2020 uppf. í maí 2021.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

36.22 Lindargata 42, 44, 46 og Vatnsstígur 10-12, breyting á deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Sigurðar Hallgrímssonar f.h. Félagsstofnunar stúdenta dags 1. júní 2021, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.152.5 vegna lóðanna nr. 42, 44 og 46 við Lindargötu og lóðir nr. 10 og 12 við Vatnsstíg. Í breytingunni felst að heimilt verði að fjarlægja hús á lóð nr. 10 við Vatnsstíg og 44 við Lindargötu, breyta lóðarmörkum lóðanna nr. 12 og 12A við Vatnsstíg, sameina lóðina nr. 44 við Lindargötu við lóðirnar nr. 40, 42 og 46 við Lindargötu, byggja nýtt þriggja hæða hús á lóð nr. 44 við Lindargötu, reisa tveggja hæða hús ásamt risi á lóðunum nr. 12 og 12A við Vatnsstig, fækka bílastæðum á lóð og gera sameiginlegt útisvæði fyrir stúdenta vestan við jarðhæð lóðar nr. 44 við Lindargötu og flytja núverandi byggingu frá lóð nr. 12 við Vatnsstig á nýja lóð nr. 10 við Vatnsstíg, samkvæmt uppdr. Arkþing/Nordic dags. 1. júní 2021, br. 17. desember 2021. Tillagan var auglýst frá 22. október 2021 til og með 3. desember 2021. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn Veitna dags. 3. desember 2021. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. desember 2021 og er nú lagt fram að nýju.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

37.22 Reykjavíkurflugvöllur, framkvæmdaleyfi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. desember 2021 var lögð fram umsókn Hnits verkfræðistofu hf. dags. 18. nóvember 2021 um framkvæmdaleyfi fyrir gerð prufuhola við enda flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli við Fossvog vegna jarðvegsrannsókna í tengslum við Borgarlínuna. Einnig er lögð fram greinargerð dags. 5. nóvember 2021, mynd sem sýnir afstöðu prufuhola og tillaga sem sýnir fyrirhugaða merkingu vinnusvæða dags. í maí 2021. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupóstum dags. 7. janúar 2022.

Málið fellt niður, framkvæmd ekki framkvæmdaleyfisskyld, sbr. tölvupóst dags. 7. janúar 2022.

38.22 Barónsstígur 21, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Gísla Sæmundssonar dags. 15. desember 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.3 vegna lóðarinnar nr. 21 við Barónsstíg. Í breytingunni felst að hækka þak/rishæð hússins og setja kvisti við austur- og vesturhlið hússins. Setja inndregnar svalir að götuhlið við Barónsstíg og léttar svalir á suðurhlið hússins og framlengja tröppur stigahússins upp að rishæð, samkvæmt uppdr. Arkteikn slf. dags. 27. október 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 18. nóvember 2021 til og með 16. desember 2021. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

39.22 Týsgata 6, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Skúla Rúnars Jónssonar dags. 12. september 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.181.0 vegna lóðar nr. 6 við Týsgötu. Í breytingunni felst að núverandi geymsla á lóð verður rifin og nýr byggingarreitur fyrir geymslur staðsettur í norðvestur horni lóðar. Heimilt verði að byggja einnar hæðar byggingu innan byggingarreits ásamt því að nýr byggingarreitur verður staðsettur við norðurhlið húss vegna stiga utanhúss sem veitir aðgengi upp á 2. hæð. Jafnframt verður heimilt að gera léttbyggðar svalir götumegin á 2. hæð (flóttaleið), samkvæmt uppdr. Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 10. ágúst 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 29. október 2021 til og með 26. nóvember 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Minjastofnun Íslands dags. 11. nóvember 2021. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. desember 2021 og er nú lagt fram að nýju.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.