Í Úlfarsfellslandi, Laugardalur, Rafstöðvarvegur 41, Rauðhólar, Bjarnarstígur 1, Fjölnisvegur 6, Gamla höfnin - Vesturbugt, reitir 03 og 04, Sæmundargata 15, Fýlshólar 4, Stórhöfði 15, Barónsstígur 78, Bríetartún 8, Hvammsgerði 13, Jónsgeisli 59, Koparslétta 10, Laugarásvegur 25, Tjarnargata 10, Skaftahlíð 7, Skeifan 2, Guðríðarstígur 6-8, Mýrargata 18, Nýlendugata 14, Stýrimannastígur 8, Tómasarhagi 19, Urðarbrunnur 15, Snorrabraut 60, Akurgerði 8, Kjalarnes, Leiruvegur 4, Klambratún (Flókagata 24), Lautarvegur 36, Lækjargata 1, Túngata 13-15 og Hávallagata 14-16, Hverfisgata 90, Kjalarnes, Esjuhlíðar,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

831. fundur 2021

Ár 2021, föstudaginn 6. ágúst kl. 09:00, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 831. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Björn Ingi Edvardsson, Hildur Gunnarsdóttir, Ólafur Melsted, Ingvar Jón Bates Gíslason, Sigríður Lára Gunnarsdóttir og Magnús Jónsson. Ritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:


1.21 Í Úlfarsfellslandi, Færanlegt bogahýsi - skemma
Lögð fram fyrirspurn Guðjóns Norðdahl, dags. 18. júní 2021, varðandi leyfi til að reisa færanlegt bogahýsi í suðausturhorni, 5 m. frá lóðarmörkum á landi í Úlfarsárdal.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

2.21 Laugardalur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Laugardals. Breytingin felur í sér skilgreiningu íþróttamannvirkja á svæði austan Laugardalsvallar. Gerðir verða nýir gervigrasvellir á svokölluðum Valbjarnarvelli. Gert er ráð fyrir tveimur nýjum gervigrasvöllum til æfinga og að þeir verði afgirtir með netgirðingum og heimilt verði að reisa ljósmöstur við vellina. Áfram er gert ráð fyrir núverandi tennisvöllum og opnum göngu og skokkleiðum á milli Laugardalsvallar og gervigrasvalla, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 28. apríl 2021. Tillagan var auglýst frá 15. júní 2021 til og með 28. júlí 2021. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Lilja Sigrún Jónsdóttir, fh Íbúasamtaka Laugardals dags. 28. júlí 2021 og Helga Rún Guðmundsdóttir fh. Veitna dags. 28. júlí 2021.


Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

3.21 Rafstöðvarvegur 41, Endurnýjun þaks og stækkun
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júní 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. júní 2021 þar sem sótt er um leyfi til breytinga á formi og burðarvirki þaks, endurnýjunar á þakklæðningu, klæðning útveggja breytt í málmklæðningu, uppsetning á tveimur rafhleðslustöðvum við bílastæði og breyting gerð á innra skipulagi í húsi nr. 41 á lóð nr. 41 við Rafstöðvarveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra .
Stærð hússins eftir lagfærða skráningu verður: 111,7 ferm., 397,5 rúmm. Erindi fylgir yfirlit breytinga unnið á samþykktum uppdrætti, umsögn skipulags dags. 7. maí 2014, bréf hönnuðar dags. 27. maí 2021. Gjald kr. 12.100

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

4.21 Rauðhólar, nýtt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 22. mars 2021, að deiliskipulagi fyrir Rauðhóla. Um er að ræða Rauðhóla sem hafa verið friðlýstir sem fólkvangur síðan 1974, ásamt aðliggjandi svæði í kringum Heiðmerkurveg yfir brúnna að Helluvatni. Í tillögunni eru aðalleiðir gangandi og ríðandi um svæðið fest inn á skipulagsáætlun. Er það gert til að auka upplifun ólíkra útivistarhópa í sátt við náttúruna, auk þess sem náttúru- og útivistarstígar eru skilgreindir á uppdrætti. Jafnframt er nýtt bílastæðahólf skilgreint sem jafnframt er þá upphafsstaður fyrir aðkomu inn í Rauðhólana fyrir þá sem koma akandi að svæðinu. Búið er að kortleggja helstu jarðminjar og vistgerðir auk fornleifapunkta. Einnig er lögð fram skýrsla Náttúrufræðistofnunar Íslands dags. í nóvember 2020. Tillagan var auglýst frá 4. júní 2021 til og með 16. júlí 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsagnir: Sveinbjörn Guðjonsen dags. 7. júlí, Dagný Bjarnadóttir f.h. Fáks dags. 7. júlí 2021, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 15. júlí 2021 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 15. júlí 2021, umsögn Umhverfisstofnunar dags. 16. júlí 2021, Tölvup. Minjastofnunar Ísl. dags. 15. júlí 2021 með ósk um frest til 30. júlí 2021.
Einnig er lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 6. júlí 2021.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

5.21 Bjarnarstígur 1, Svalir
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. maí 2021 þar sem sótt er um leyfi til að setja 5,2 fermetra svalir og svalahurð á norðvesturhlið húss nr. 1 á lóð nr. 1 við Bjarnarstíg. Erindi var grenndarkynnt frá 2. júlí 2021 til og með 30. júlí 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Antonio Paulino Alvarez dags. 5. júlí 2021, Soffía Sigurgeirsdóttir dags. 7. júlí 2021 og Tryggvi Viggósson dags. 12. júlí 2021.
Erindi fylgir óstimplað yfirlit breytinga dags. 30. apríl 2021. Gjald kr.12.100

Byggingarleyfi afturkallað með tölvupósti dags. 7. júlí 2021.

6.21 Fjölnisvegur 6, Viðbygging og svalir.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. júlí 2021 þar sem sótt er um leyfi til að sameina tvær íbúðir sem eru 0201 og 0301 í eina og byggja einnar hæðar viðbyggingu með svölum ofaná við suðausturhlið húss á lóð nr. 6 við Fjölnisveg.
Samþykki eigenda dags. 16. júlí 2021 fylgir. Bréf Hönnuðar dags. 24. júní 2021 fylgir og aftur 16. júlí 2021
Stækkun viðbyggingar eru: 19,0 ferm., 54,0 rúmm. Gjald kr. 12.100


Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

7.21 Gamla höfnin - Vesturbugt, reitir 03 og 04, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Pálmars Kristmundssonar dags. 7. október 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar, Gamla höfnin, vegna reita 03 og 04. Í breytingunni felst að göturými Hlésgötu er bætt við reiti 03 og 04 og stækka svæðin sem því nemur, fjölga íbúðum úr 170 í 192, heimilt verði að breyta 3 raðhúsum á reit 03 í fjölbýlishús með því að tengja þau húsinu við hliðina (Mýrargata) með svalagangi, heimilt verði að breyta 2 x 3 raðhúsum á reit 04 í fjölbýlishús með því að tengja þau hornhúsunum sín hvoru megin með svalagöngum, heimilt verði að nýta jarðhæð á suðvestur horni á reit 04 fyrir allt að 7 íbúða búsetuúrræðiskjarna o.fl., samkvæmt uppdr. PK Arkitekta ehf. dags. 8. apríl 2021. Einnig er lagt fram minnisblað Einars I. Halldórssonar, dags. 20. maí 2021. Tillagan var auglýst frá 15. júní 2021 til og með 28. júlí 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir: bókun fulltrúa Pírata og fulltrúa íbúasamtaka í íbúaráði Vesturbæjar dags. 18. júní 2021, Pétur Einarsson f.h. húsfélagsins Mýrargötu 26 dags. 6. júlí 2021 og Helga Rún Guðmundsdóttir fh. Veitna dags. 28. júlí 2021.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

8.21 Sæmundargata 15, Stækkun á húsi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. júlí 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. júlí 2021 þar sem sótt er um leyfi til að stækka mhl. 01 með því að byggja 2 hæðir yfir "gjá" milli matshlutans og nýbyggingar, mhl. 02, og tengir saman efstu hæðir bygginganna og til að innrétta skrifstofu- og fundaaðstöðu og stækkun á mötuneyti í húsi á lóð nr. 15 við Sæmundargötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. ágúst 2021..
Erindi fylgir brunahönnun frá Örugg, verkfræðistofu dags. 6. júlí 2021, samþykki eigenda mhl. 02 dags. 6. júlí 2021 og yfirlit breytinga og bréf hönnuðar með skýringum ódagsett.
Stækkun, mhl. 01: 954,2 ferm.
Eftir stækkun, mhl. 01: 14.232,8 ferm., 69.102,4 rúmm.
B-rými: 31,4 ferm., 125,4 rúmm. Gjald kr. 12.100

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. ágúst 2021 samþykkt.

9.21 Fýlshólar 4, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. júlí 2021 var lögð fram umsókn Guðmundar Gunnlaugssonar dags. 25. júní 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Breiðholts 3, Hólahverfi vegna lóðarinnar nr. 4 Fýlshóla. Í breytingunni felst að heimilt verði að stækka kjallara hússins, samkvæmt uppdr. Guðmundar Gunnlaugssonar arkitekts FAÍ ódags. Við stækkunina eykst nýtingarhlutfall lóðar. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til meðferðar og úrvinnslu hverfisskipulags Breiðholts.

10.21 Stórhöfði 15, Breyta skrifstofum í áfangaheimili - 4. hæð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. júlí 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. júlí 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta skrifstofuhúsnæði fjórðu hæðar og millilofti yfir fjórðu hæð í áfangaheimili með meðfylgjandi breytingum á innra skipulagi í húsi á lóð nr. 15 við Stórhöfða. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. ágúst 2021..
Stækkun er: xx,x ferm., xx,x rúmm. Gjald kr.12.100

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. ágúst 2021 samþykkt.

11.21 Barónsstígur 78, (fsp) svalir á 2. hæð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. júlí 2021 var lögð fram fyrirspurn Ingu Drafnar Benediktsdóttur, dags. 13. júlí 2021, um leyfi til að setja svalir á 2. hæð hússins nr. 78 við Barónsstíg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Fyrirspyrjandi hafi samband við embættið.

12.21 Bríetartún 8, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Elínborgar J. Þorsteinsdóttur f.h. Saumastofu Elínborgar dags. 30. júní 2021 um breytingu á notkun rýmis í húsinu á lóð nr. 8 við Bríetartún úr atvinnuhúsnæði í íbúð. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. ágúst 2021

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 3. ágúst 2021.

13.21 Hvammsgerði 13, (fsp) ofanábygging
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. júlí 2021 var lögð fram fyrirspurn Snorra Arnar Clausen, dags. 13. júlí 2021, varðandi leyfi til að byggja hæð ofan á hús á lóð nr. 13 við Hvammsgerði. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. ágúst 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. ágúst 2021 samþykkt.

14.21 Jónsgeisli 59, (fsp) garðhús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. júlí 2021 var lögð fram fyrirspurn Steinbergs Ríkarðssonar og Heimis Ríkarðssonar, dags. 20. júlí 2021 varðandi leyfi til að byggja garðhús á lóðinni nr. 59 við Jónsgeisla, samkvæmt meðfylgjandi uppdr. ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. ágúst 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. ágúst 2021 samþykkt.

15.21 Koparslétta 10, ökutækjaleiga
Lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 20. júlí 2021, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Sigurjóns Más Markússonar um að reka ökutækjaleigu að Koparsléttu 10. Sótt er um leyfi fyrir þremur ökutækjum til útleigu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. ágúst 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. ágúst 2021 samþykkt.

16.21 Laugarásvegur 25, (fsp) útigeymsla/garðskáli
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. júlí 2021 var lögð fram fyrirspurn Hallgríms G. Sigurðssonar, dags. 13. júlí 2021, varðandi leyfi til að reisa útigeymslu/garðskála við suðurgafl hússins á lóð nr. 25 við Laugarásveg, samkvæmt meðf. rissteikningum og uppdr. Glámu-Kím dags. 20. febrúar 2013. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. ágúst 2021..

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. ágúst 2021 samþykkt.

17.21 Tjarnargata 10, (fsp) svalir
Lögð fram fyrirspurn Jóakims Reynissonar, dags. 29. júní 2021, um að setja svalir á suðurhlið hússins á lóð nr. 10 við Tjarnargötu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. ágúst 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. ágúst 2021 samþykkt.

18.21 Skaftahlíð 7, Svalir - ris
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. júní 2021 þar sem sótt er um leyfi til að setja 3,9 fermetra svalir á þakhæð í íbúðarhúsi á lóð nr. 7 við Skaftahlíð. Erindið var grenndarkynnt frá 7. júlí 2021 til og með 4. ágúst 2021. Engar athugasemdir bárust.
Erindi fylgir samþykki meðeiganda dags. 11. mars 2021. Gjald kr.12.100


Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


19.21 Skeifan 2, breytingar á 2. hæð og fleira
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. júlí 2021 þar sem sótt er um leyfi fyrir breytingum á 2. hæð, loka á milli mhl. 01 og 02 og koma fyrir svölum á mhl 02 í húsi 2 og 4 á lóð nr. 2-6 við Skeifuna.
Samþykki eigenda nr. 2 og 4 er fyrir svölum á teikningu. Gjald kr. 12.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

20.21 Guðríðarstígur 6-8, (fsp) stækkun húss og fækkun bílastæða
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. júlí 2021 var lögð fram fyrirspurn Arkitekta Laugavegi 164 ehf. dags. 5. júlí 2021 um stækkun hússins á lóð nr. 6-8 við Guðríðarstíg sem felst í að gera eins til þriggja hæða viðbyggingu við húsið. Stækkunin myndi einkum nýtast fyrir skrifstofustarfsemi og lager. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,47 og bílastæðum fækkar um 8 stæði og verða 62 stæði á lóðinni eftir stækkun, samkvæmt uppdr. Glámu/Kím ehf. dags. 5. júlí 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra .

Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað.

21.21 Mýrargata 18, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 11. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar vegna lóðarinnar nr. 18 við Mýrargötu. Í breytingunni felst að lóðarmörk Mýrargötu eru rýmkuð um 2 metra til norðurs og 3 metra til austurs auk þess að kvöð um göngustíg á milli Mýrargötu 18 og Mýrargötu 16 er felld niður, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 2. mars 2021 og lóðarhönnun dags. 29. apríl 2021. Tillagan var auglýst frá 4. júní 2021 til og með 16. júlí 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: íbúaráð Vesturbæjar dags. 18. júní 2021, Daði Guðbjörnsson dags. 16. júní 2021 og Veitur dags. 25. júní 2021. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. júlí 2021 og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

22.21 Nýlendugata 14, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. júlí 2021 var lögð fram að nýju umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 11. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits 1.131 vegna lóðarinnar nr. 14 við Nýlendugötu. Í breytingunni felst að heimilt verði að hækka þak hússins og að þakhalli verði hærri við Mýrargötu í stað Nýlendugötu. Koma fyrir lyftu í húsinu og að lyftuhús fari út fyrir byggingarreit. Gera þakbyggingu á lágþaki núverandi húss. Setja franskar svalir á norðurhlið húss við Mýrargötu og að svalir á suðurhlið húss megi almennt kraga 40 cm út fyrir lóðarmörk, fyrir utan svalir við flóttaleið á 2. hæð sem mega fara 130 cm út fyrir byggingarreit. Handrið á þaksvölum vestan megin skal vera inndregið 150 cm frá lóðamörkum, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum THG Arkitekta ehf. dags. 5. mars 2021. Tillagan var auglýst frá 14. maí 2021 til og með 30. júní 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Grétar Guðmundsson mótt. 13. júní 2021 og fulltrúar íbúaráðs Vesturbæjar dags. 30. júní 2021. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

23.21 Stýrimannastígur 8, Breyting úti og inni - BN052049
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. júlí 2021 þar sem sótt er um leyfi til breyta innra skipulagi, innrétta bað, geymslu og setustofu í kjallara, færa eldhús á 1. hæð og breyta fyrirkomulagi í risi, einnig að breyta inngangi og gera nýjan glugga í kjallara, byggja timburverönd á vesturhlið og gera tvöfalda hurð út á veröndina á einbýlishúsi á lóð nr. 8 við Stýrimannastíg.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 4. október 2016.
Gjald kr. 12.100

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

24.21 Tómasarhagi 19, (fsp) stækkun húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. júní 2021 var lögð fram fyrirspurn Sebastian Martens Harung dags. 16. maí 2021 um stækkun hússins á lóð nr. 19 við Tómasarhaga. Í fyrirspurnargögnum kemur fram að óskað er eftir að stækka hálfniðurgrafna kjallaraíbúð sem nemur einu herbergi, u.þ.b. 12m2, að hluta undir svölum 1. hæðar sem þar með stækka sem nemur breidd herbergisins. Óskað er eftir aðgengi úr herberginu út í garð með tilheyrandi landmótun. Jafnframt er óskað eftir aðgengi af stækkuðum svölum 1. hæðar út í garð. Lagt er fram tölvup., skissa og ljósmyndir frá Sebastian Martens Harung dags. 4. ágúst 2021.
Fyrirspurninni var frestað, og óskað eftir að fyrirspyrjandi hafi samband við embættið. Erindið er nú lagt fram að nýju og einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. ágúst 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. ágúst 2021 samþykkt.

25.21 Urðarbrunnur 15, Einbýlishús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. júlí 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. júlí 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús, með aukaíbúð á neðri hæð, á lóð nr. 15 við Urðarbrunn. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra .
Stærð er: 283,4 ferm., 932,5,rúmm. Gjald kr.12.100


Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

26.21 Snorrabraut 60, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Helga Konráðs Thoroddsen, dags. 25. júní 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 60 við Snorrabraut. Í breytingunni felst að nýr byggingarreitur kemur fyrir einnar hæðar viðbyggingu við bakinngang á vesturhlið núverandi byggingar, nýr afgirtur köfnunarefnistankur kemur við norðurgafl núverandi húss og tvö bílastæði með afkomu um Egilsgötu eru talin með til bílastæðabókhalds, samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta dags. 22. júní 2021.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.


27.21 Akurgerði 8, Bílskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. júlí 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka íbúðarhús, mhl.01, og byggja bílskúr, mhl.02, á lóð nr. 8 við Akurgerði.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2021.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. júlí 2021 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júlí 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 23. júlí 2021.
Stækkun:
Mhl.01: 7.5 ferm., x.xx rúmm.
Mhl.02: 36.2 ferm., x.xx rúmm.
Eftir stækkun, samtals: 213,4 ferm., xx rúmm. Gjald kr. 12.100

Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Akurgerði 6 og 16.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.


28.21 Kjalarnes, Leiruvegur 4, (fsp) stækkun bílskúrs
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. júlí 2021 var lögð fram fyrirspurn Kristins Hannessonar dags. 15. júní 2021 um stækkun bílskúrs á lóð nr. 4 við Leiruveg á Kjalarnesi, samkvæmt tillögu. ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýja ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. ágúst 2021..

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. ágúst 2021 samþykkt.

29.21 Klambratún (Flókagata 24), stofnun lóðar
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 29. september 2020 um að gerð verði lóð í kringum grenndarstöð/djúpgáma sem verður staðsett inni á bílastæði Kjarvalsstaða að Klambratúni, samkvæmt uppdr. dags. 8. júní 2020. Tillagan var grenndarkynnt frá 16. júní 2021 til og með 15. júlí 2021. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Margrét Unnarsdóttir dags. 22. júní 2021, Veitur dags. 25. júní 2021, Jón Hálfdanarson dags. 1. júlí 2021, Gísli Gíslason fh. húsfél. Flókagata 21 dags. 14. júlí 2021, Jón Hálfdánarson dags. 29. júlí 2021, og Pétur og Elísabet, Flókagötu 23 dags. 4. ágúst 2021.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

30.21 Lautarvegur 36,
Lögð fram fyrirspurn sem Fjármála og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar sendi Landupplýsingum 12. júlí 2021, en barst Skipulagsfulltrúa 21. júlí 2021, þar sm spurt er um raunverulega stærð lóðar nr. 36 við Lautarsmára. Meðfylgjandi eru lóðauppdráttur dags. 21. júlí 2021 og breytingablað dags. 21. júlí 2021.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

31.21 Lækjargata 1, nýtt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Framkvæmdasýslu ríkisins dags. 14. október 2020 ásamt bréfi dags. 14. október 2020 um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina nr. 1 við Lækjargötu, lóð forsætisráðuneytisins og stjórnarráðshússins, vegna áforma um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið fyrir starfsemi forsætisráðuneytisins, samkvæmt uppdr. Kurt og Pí ehf. dags. 31. mars 2021. Tillagan var auglýst frá 14. maí 2021 til og með 30. júní 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Herbertsprent ehf. dags. 21. júní 2021. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. júlí 2021 og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

32.21 Túngata 13-15 og Hávallagata 14-16, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Steinselju ehf. dag. 23. júní 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Landakotsreits vegna lóðanna nr. 13-15 við Túngötu og 14-16 við Hávallagötu. Í breytingunni felst stækkun byggingarreits lóðarinnar til norðurs til að staðsetja tímabundið kennslurými í færanlegar gámaeiningar, samkvæmt uppdr. Steinselju ehf. dags. 21. júní 2021. Erindið var grenndarkynnt frá 15. júlí 2021 til 16. ágúst 2021 en þar sem samþykki hagsmunaaðila barst þann 25. júlí 2021 er erindið nú lagt fram að nýju.


Samþykkt með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með vísan til heimilda í a. lið 2. gr. í viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1020/2019.

33.21 Hverfisgata 90, breyting á skilmálum deiliskipulags
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Sigurðar Einarssonar dags. 2. desember 2020 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.174.0 vegna lóðarinnar nr. 90 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst fjölgun íbúða að Hverfisgötu 90 úr hámarki 5 íbúðum í 6 íbúðir. Fjölgunin kemur í stað heimildar fyrir atvinnustarfsemi á lóð, samkvæmt uppdr. Batterísins Arkitekta ehf. dags. 28. apríl 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 14. júlí 2021 til og með 12. ágúst 2021 en þar sem samþykki hagsmunaaðila barst þann 4. ágúst 2021 er erindi nú lagt fram að nýju.

Samþykkt með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með vísan til heimilda í a. lið 2. gr. í viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1020/2019.

34.21 Kjalarnes, Esjuhlíðar, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn Skógræktarfélags Reykjavíkur, dags. 24. júní 2021, um framkvæmdaleyfi vegna lokafrágangs á tengistíg í Esju, samkvæmt uppdrætti Eflu dags. 5. maí 2021. Einnig er lagðar fram tvær umsóknir Skógræktarfélags Reykjavíkurborgar til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða 2021 og tillaga Eflu að æfingasvæði Skógræktarfélags Reykjavíkur við Esjurætur.






Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.