Bústaðavegur 151, Kirkjustræti 2, Kleppsvegur 96, Lágholtsvegur 15, Ægisíða 119, Ásvallagata 5, Freyjugata 44, Hverfisgata 70, Skipasund 22, Starrahólar 8, Lambastekkur 2-8, Funafold 35, Haðaland 26, Fossvogsskóli, Skipholt 1, Kjalarnes, Esjumelar, Akurgerði 8, Bergstaðastræti 65, Bústaðavegur, Reykjanesbraut og Sæbraut, Flugvöllur, Neshagi 17, Smiðjustígur 13, Stuðlaháls 2, Sæmundargata 15, Urðarstígur 4, Endurbætur á yfirborði frá Vesturgötu til Mýrargötu, Fálkagata 30, Lokastígur 21, Nauthólsvegur 87, Héðinsgata 2, Héðinsgata 2, Héðinsgata 2, Héðinsgata 2, Héðinsgata 2,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

829. fundur 2021

Ár 2021, föstudaginn 16. júlí kl. 09:10, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 829. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Magnús Jónsson og Ólafur Melsted. Ritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:


1.21 Bústaðavegur 151, (fsp) breytt notkun
Lögð fram fyrirspurn Arkís arkitekta ehf f.h. eiganda, dags 12. júlí 2021, varðandi breytta notkun á lóðum nr. 151 B-D við Bústaðarveg. Lagðar fram tillögur dags. 28. júní 2021 og bréf hönnuðar dags. 12. júlí 2021.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

2.21 Kirkjustræti 2, Hótelíbúðir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. júlí 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. júlí 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta gistiheimili í hótelíbúðir, skipt um glugga, lyftustokkur kemur upp úr þaki að sunnanverðu og breytingar á innra skipulagi sbr. teikningar í húsi nr. 2 á lóð nr. 2 við Kirkjustræti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júlí 2021.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 2. júlí 2021.
Stærðir: -4,4 ferm., +172,2 rúmm. Gjald kr. 12.100

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. júlí 2021, samþykkt.

3.21 Kleppsvegur 96, (fsp) stækkun húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. júlí 2021 var lögð fram fyrirspurn Jens Thien Kien Huynh dags. 30. júní 2021 um stækkun hússins á lóð nr. 96 við Kleppsveg, samkvæmt uppdrætti dags. 21. júní 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júlí 2021.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags.16. júlí 2021.

4.21 93">Lágholtsvegur 15, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Svanlaugar Rósar Ásgeirsdóttur og Xavier Rodrigues dags 1. júlí 2021, um stækkun hússins á lóð nr. 15 við Lágholtsveg ásamt færslu á aðalinngangi frá norðurgafli hússins á vesturgafl, samkvæmt uppdr. KRark dags 31. maí 2021. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júlí 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16.júlí 2021 samþykkt.

5.21 Ægisíða 119, Svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. júlí 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að setja svalir á austurgafl íbúðar 0201 og svalir með hringstiga niður í garð á vesturgafl íbúðar 0101 í íbúðarhúsi á lóð nr. 119 við Ægisíðu.
Erindi fylgir hæðablað dagsett 30. janúar 1963 og samþykki lóðarhafa áritað á uppdrátt nr. A-101 dags. 14. júní 2021.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. júlí 2021 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2021.
Gjald kr. 12.100

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Ægisíðu 117, 121 og 121A.
Sörlaskjóli 26, 28 og 30.

Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynninguna, sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.


6.21 Ásvallagata 5, Breyting á stigagangi - bætt við svölum
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. júlí 2021 þar sem sótt er um leyfi til svölum á 2. hæð suðurhliðar, hurð í stigahús, breyta innra skipulagi og koma fyrir nýjum þakgluggum í risi á húsi nr. 5 á lóð nr. 5 við Ásvallagötu.
Stækkun: xx,x ferm., xx,x rúmm.
Erindi fylgir samþykki eiganda dags. 14. júní 2021 og yfirlýsing burðarþolshönnuðar dags. 8. júlí 2021. Gjald kr.12.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

7.21 Freyjugata 44, Umsókn um byggingarleyfi - Sauna og salerni
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. júlí 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. júlí 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja sauna hús og salerni vestan við og áfast núverandi grillskála við lóðarmörk nr. 42 við Freyjugötu og nr. 8 við Mímisveg á lóð nr. 44 við Freyjugötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júlí 2021.
Stækkun er: 11,6 ferm., 30,2 rúmm. Erindi fylgir samþykki eigenda dags. 22. júní 2021, samþykki nágranna dags. 23. júní 2021, leiðrétt eyðublað umsóknar dags. 26. júní 2021 og bréf hönnuðar til skipulags vegna fyrirhugaðrar byggingar dags. 26. júní 2021.
Gjald kr.12.100


Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Mímisvegi 8 og Freyjugötu 42.

Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr. og 12. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.


8.21 Hverfisgata 70, (fsp) bílastæði
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. júlí 2021 var lögð fram fyrirspurn Orra Páls Vilhjálmssonar, dags. 14. júní 2021, um að bílastæði á lóð nr. 70 við Hverfisgötu sem notað er undir bílastæði fyrir Bílastæðasjóð Reykjavíkur verði skráð sem einkabílastæði og muni í framhaldi tilheyra húsinu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júlí 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. júlí 2021, samþykkt.

9.21 Skipasund 22, (fsp) bílskúr
Lögð fram fyrirspurn Ragnars Eldon Haraldssonar, dags. 6. júlí 2021, um að setja bílskúr á lóð nr. 22 við Skipasund, samkvæmt tillögu ódags. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2021, samþykkt.

10.21 Starrahólar 8, (fsp) Skrá íbúð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. júlí 2021 var lögð fram fyrirspurn Tryggva Jóhannessonar, dags. 22. júní 2021, um heimild til að skrá á sér fastanúmer 52fm leiguíbúð sem er hluti af einbýlishúsi á lóð nr. 8 við Starrahóla. Lagður fram uppdr. dags. okt. 1977 og uppdr. ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2021.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2021

11.21 Lambastekkur 2-8, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Jakobs Emils Líndal dags. 29. apríl 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Breiðholts I vegna lóðarinnar nr. 2-8 við Lambastekk. Í breytingunni felst að byggingarreitur að Lambastekki 8 er stækkaður til suðurs fyrir viðbyggingu, samkvæmt uppdr. ALARK arkitekta ehf. dags. 21. apríl 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 10. júní 2021 til og með 9. júlí 2021. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

12.21 Funafold 35, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. júlí 2021 var lögð fram umsókn ASK arkitekta dags. 30. júní 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Íbúðarbyggðar norðan Grafarvogs - suðurhluta vegna lóðarinnar nr. 35 við Funafold. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta dags. 30. júní 2021. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Funafold 33,37 og 39.

Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr. og 12. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.


13.21 Haðaland 26, Fossvogsskóli, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. júlí 2021, varðandi breytingu á deiliskipulagi Fossvogsskóla vegna lóðarinnar nr. 26 við Haðaland. Í breytingunni felst að gera nýjan byggingarreit fyrir tímabundnar kennslustofur, samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 15. júlí 2021.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Haðalandi 17, 19, 21, 23, 18, 20, 22, 24 og Kvistalandi 17,19, 21 og 23.

Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.



14.21 Skipholt 1, Fjölbýlishús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júní 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. júní 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051113 þannig að innréttaðar verða 38 íbúðir í stað hótels, byggðar svalir á götuhlið og svalagangur á garðhlið, ofanábygging að Stórholti er felld út og í staðinn gerðar sameiginlegar þaksvalir og garður á baklóð við hús á lóð nr. 1 við Skipholt. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júlí 2021.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 25. maí 2021, greinargerð Lotu vegna burðarvirkis dags. ódagsett ásamt því að lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2021. Stækkun/minnkun frá eldra erindi: Eftir stækkun/minnkun, A-rými: 3.493 ferm., 10.479,8 rúmm. B-rými: 375,5 ferm. Gjald kr. 12.100

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. júlí 2021, samþykkt.

15.21 Kjalarnes, Esjumelar, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Landmótunar sf. dags. 2. júlí 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis á Esjumelum á Kjalarnesi vegna lóðarinnar nr. 22 við Koparsléttu. Í breytingunni felst að skilgreindar eru manir við norðurenda svæðisins sem ná frá norðurenda lóða við Kalksléttu 1 og 9 og Bronssléttu 6, setja mön við austurenda Kalksléttu 1, fella út vinnuslóða að settjörn, settjörn við norðausturenda Kalksléttu felld út og ný sett í staðinn norðvestan við Gullsléttu 16, sameina lóðir Koparsléttu 22 og Kalksléttu 1 í eina lóð o.fl., samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 28. júní 2021.


Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

16.21 Akurgerði 8, Bílskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. júlí 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka íbúðarhús, mhl.01, og byggja bílskúr, mhl.02, á lóð nr. 8 við Akurgerði.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2021.
Stækkun:
Mhl.01: 7.5 ferm., x.xx rúmm.
Mhl.02: 36.2 ferm., x.xx rúmm.
Eftir stækkun, samtals: 213,4 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 12.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

17.21 Bergstaðastræti 65, Gluggabr. á norður og suðaustur hlið. Pallur/stigi v. eldhús og byggja verönd m. skjólvegg. (mhl. 02)
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. júlí þar sem sótt er um leyfi til breytinga á innra skipulagi 1. hæðar, gluggi á norð-austurhlið síkkaður, hurð sett í stað glugga á suðausturhlið, útgengt út á pall tengdum þaki skúrs og að útbúa verönd á þaki skúrs með skjólveggjum í húsi á lóð nr. 65 við Bergstaðastræti.
Stækkun í formi svalapalls: 1.136 ferm. og verönd: 43,02 ferm.
Erindi fylgir samþykki eigenda dags. 2. júní 2021.
Gjald kr. 12.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

18.21 Bústaðavegur, Reykjanesbraut og Sæbraut, framkvæmdaleyfi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. júlí 2021 var lagt fram erindi Höskuldar Tryggvasonar f.h. Vegagerðarinnar dags. 8. júní 2021 um framkvæmdaleyfi fyrir breytingum á aksturs-, hjóla- og gönguleiðum Á Bústaðavegi við Kringlumýrarbraut og lengingu vinstribeygjuvasa á Reykjanesbraut við Bústaðaveg annars vegar og hins vegar á Sæbraut við Skeiðarvog. Einnig eru lagðir fram uppdrættir Hnit verkfræðistofu og Vegagerðarinnar dags. 25. maí 2021 og uppdrættir Eflu og Vegagerðarinnar dags. í apríl og maí 2021.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra

19.21 Flugvöllur, Nauthólsvegur 68 - Flugskýli og tengibygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. júlí 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja flugskýli, mhl. 07, fyrir tvær þyrlur og gera tengibygginu á tveimur hæðum, sem sem tengist núverandi flugskýli og á að hýsa skrifstofur, mötuneyti starfsmanna, búningsklefa og hvíldarrými fyrir stafsfólk, á lóð nr. 68B við Nauthólsveg flugvöllur.
Bréf frá umsækjanda dags. 29. júní 2021 fylgir.
Stærð: 2.881,6 ferm., 18.740,7 rúmm.
Gjald kr. 12.100



Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

20.21 Neshagi 17, (fsp) bílskúr og garðskáli
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. júlí 2021 var lögð fram fyrirspurn Brynhildar Birgisdóttur og David Oldfield, dags. 15. júní 2021, um að rífa niður bílskúr á lóð nr. 17 við Neshaga og byggja nýjan 60 fm bílskúr á lóð með garðskála ofan á þaki skúrsins, samkvæmt meðfylgjandi skissum ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16.júlí 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. júlí 2021, samþykkt.

21.21 Smiðjustígur 13, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Ingólfs Freys Guðmundssonar dags. 19. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.151.4 vegna lóðarinnar nr. 13 við Smiðjustíg. Í breytingunni felst að mænisstefna nýbyggingar á lóð er snúin þannig að hún verði samhliða Lindargötu, nýbyggingar á skipulagi verði skilgreindar fyrir atvinnustarfssemi, stækka byggingarreit nýbyggingar lítillega, bæta við byggingarreit á lóð vestan gamla hússins fyrir byggingu neðanjarðar, bæta við einu bílastæði á lóð og fella niður kvöð um að nýbygging á lóðinni skuli bárujárnsklædd, samkvæmt uppdr. Kollgátu, dags. 12. mars 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 11. júní 2021 til og með 12. júlí 2021. Eftirtaldir sendu ábendingar: Veitur dags. 25. júní 2021.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Umsækjandi hafi samband við Veitrur vegna lagnamála áður en byggingarframkvæmdir hefjast.

22.21 Stuðlaháls 2, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. júlí 2021 var lögð fram fyrirspurn Karls Péturssonar f.h. ÁTVR, dags. 14. júní 2021, varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 2 við Stuðlaháls sem felst í að koma fyrir nýrri aðkomu á lóð nr. 2 við Stuðlaháls frá Bæjarhálsi, samkvæmt uppdr./yfirlitsmynd Verkís dags. 15. febrúar 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júlí 2021.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. júlí 2021.

23.21 Sæmundargata 15, Stækkun á húsi
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. júlí 2021 þar sem sótt er um leyfi til að stækka mhl. 01 með því að byggja 2 hæðir yfir "gjá" milli matshlutans og nýbyggingar, mhl. 02, og tengir saman efstu hæðir bygginganna og til að innrétta skrifstofu- og fundaaðstöðu og stækkun á mötuneyti í húsi á lóð nr. 15 við Sæmundargötu.
Erindi fylgir brunahönnun frá Örugg, verkfræðistofu dags. 6. júlí 2021, samþykki eigenda mhl. 02 dags. 6. júlí 2021 og yfirlit breytinga og bréf hönnuðar með skýringum ódagsett.
Stækkun, mhl. 01: 954,2 ferm.
Eftir stækkun, mhl. 01: 14.232,8 ferm., 69.102,4 rúmm.
B-rými: 31,4 ferm., 125,4 rúmm.
Gjald kr. 12.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

24.21 Urðarstígur 4, (fsp) stækkun húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. júlí 2021 var lögð fram fyrirspurn Þóris Jónssonar, dags. 29. júní 2021, um stækkun hússins á lóð nr. 4 við Urðarstíg sem felst í að gera tveggja hæða viðbyggingu við austurhlið hússins, samkvæmt tillögu ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júlí 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. júlí 2021, samþykkt.

25.21 Endurbætur á yfirborði frá Vesturgötu til Mýrargötu, bókun íbúaráðs Vesturbæjar
Lagt fram bréf íbúaráðs Vesturbæjar dags. 18. júní 2021 vegna eftirfarandi bókunar ráðsins frá fundi sínum þann 16. júní 2021 vegna mögulegra endurbóta á yfirborði samhliða framkvæmdum Veitna frá Vesturgötu til Mýrargötu: Svæðið sem nú er búið að grafa upp býður uppá nýja möguleika, byggingaframkvæmdir eru fyrirhugaðar við báða endana (Bræðraborgarstígur 1 og Vesturbugt) og því væri tækifæri til að skoða svæðið í heild með tilliti til almenningssvæða, fá alla hagaðila að sama borði (Reykjavíkurborg, aðstandendur framkvæmdaraðila uppbyggingarreita og íbúa hverfisins.) Nú þegar farið er í þessar endurbætur, leggjum við til að framkvæmdir verði undirbúnar með endurhönnun á yfirborði með tilliti til Græna plansins, umferðaöryggis, aðgengis fyrir alla, hjólastíga og sjálfbærra hverfa. Í hverfið vantar til dæmis aðstöðu til úti líkamsræktar og frekari ræktunar. Hönnunar og samráðsferli þyrfti að fara í gang sem fyrst þannig að hönnun liggi fyrir þegar Veitur ganga frá framkvæmdunum. Við leggjum til að ráðinn verði landslagshönnuður og samráðsferla-hönnuður (þjónustuhönnuður?) til þess að vinna þetta með borginni og hagaðilum. Hér er möguleiki á að auðga græn svæði, gera samnýtt rými og bæta tengingar til framtíðar, og einnig að sýna þessu viðkvæma svæði ákveðna virðingu eftir að mikið hefur gengið á. Ólík svið innan Reykjavíkurborgar gætu komið að málinu, mannréttindaskrifstofa, borgarhönnun og deild opinna svæði. Við leggjum til að Reykjavíkurborg setji nú þegar í gang vinnuhóp til að kanna möguleikana og koma með uppástungur.
Vísað til meðferðar skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

26.21 Fálkagata 30, (fsp) breyting á notkun bílskúrs
Lögð fram fyrirspurn Sindra Sigurðarsonar, dags. 16. júní 2021, um breytingu á notkun bílskúrs á lóð nr. 30 við Fálkagötu í íbúð, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti ódags. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. júlí 2021, samþykkt.

27.21 Lokastígur 21, (fsp) uppbygging einstaklingsíbúða
Lögð fram fyrirspurn ISLERF ehf. dags. 15. júní 2021 um uppbyggingu einstaklingsíbúða á lóð nr. 21 við Lokastíg, samkvæmt meðfylgjandi uppdr. ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

28.21 Nauthólsvegur 87, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi fyrir Nauthólsveg 87 þar sem sótt er um að fá framlengt leyfi, til 31. júlí 2022, fyrir staðsetningu gáma fyrir kennslu- og skrifstofur, á lóð nr. 87 við Nauthólsveg.


Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1472/2020, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.


29.21 Héðinsgata 2, bílapartasala
Lagður fram tölvup. Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 15. júlí 2021, þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa um starfsleyfi Vöku hf. fyrir bílapartasölu. Einnig lögð fram greinargerð vegna umsóknar um starfsleyfi dags. 5. júlí 2021 og greinargerð um breytingar á starfsemi Vöku dags. 5. júlí 2021.


Vísað til umsagnar verkefnisstjóra

30.21 Héðinsgata 2, bílaverkstæði
Lagður fram tölvup. Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 15. júlí 2021, þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa um starfsleyfi Vöku hf. fyrir bifreiðaverkstæði. Einnig lögð fram greinargerð vegna umsóknar um starfsleyfi dags. 5. júlí 2021 og greinargerð um breytingar á starfsemi Vöku dags. 5. júlí 2021.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra

31.21 Héðinsgata 2, tímabundin undanþága frá starfsleyfi - umsagnarbeiðni
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. júlí 2021 var lagt fram erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 1. júlí 2021 þar sem óskað er eftir umsögn vegna erindis juris f.h. Vöku dags. 1. júlí 2021 um tímabundna undanþágu frá kröfu um starfsleyfi að Héðinsgötu 2. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. XXXX.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra

32.21 Héðinsgata 2, hjólbarðaverkstæði
Lagður fram tölvup. Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 15. júlí 2021, þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa um starfsleyfi Vöku hf. fyrir hjólbarðaverkstæði. Einnig lögð fram greinargerð vegna umsóknar um starfsleyfi dags. 5. júlí 2021 og greinargerð um breytingar á starfsemi Vöku dags. 5. júlí 2021.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra

33.21 Héðinsgata 2, móttökustöð fyrir úrgang
Lagður fram tölvup. Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 15. júlí 2021, þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa um starfsleyfi Vöku hf. fyrir móttökustöð fyrir úrgang. Einnig lögð fram greinargerð vegna umsóknar um starfsleyfi dags. 5. júlí 2021 og greinargerð um breytingar á starfsemi Vöku dags. 5. júlí 2021.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra