Akurgerði 7, Akurgerði 9, Bergstaðastræti 81, Brávallagata 6, Bugðulækur 6, Garðastræti 36, Hólmsheiði (Hólmsheiðarvegur 100), Leifsgata 30, Túngata 15, Bjarnarstígur 1, Breiðholt I, Bakkar, Breiðholt III, Fell, Flúðasel 79-95, Grettisgata 22C, Heiðargerði 11, Hraunbær 143, Kleifarvegur 8, Lautarvegur 8, Lautarvegur 12, Litlagerði 3, Skógarvegur 2, Hátún 6B, Síðumúli 27, Skaftahlíð 7, Vesturbrún 2, Þverholt 18, Heiðmörk, Í Úlfarsfellslandi, Jöfursbás 9, Koparslétta 5, Skútuvogur 8, Skútuvogur 8, Skútuvogur 8, Baldursgata 24A, Bárugata 5, Eggertsgata 2-34, Frostaskjól 89, Kirkjuteigur 24, Laugarnesskóli, Klapparstígur 1-7, Rökkvatjörn 1, Rökkvatjörn 2, Skólavörðustígur 21, Suðurhlíð 35, Urðarbrunnur 96, Úlfarsbraut 112, Bárugata 14, Héðinsreitur/Vesturgata 64 og Ánanaust, Starmýri 2, Grensásvegur 13, Láland 16, Nökkvavogur 12, Selvogsgrunn 21, Laugavegur 50, Snorrabraut 60, Laugavegur 49, Teigagerði 8, Vesturgata 53-53A, Vífilsgata 21, Hverfisgata 94, Hraunberg 4, Hringbraut 102,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

824. fundur 2021

Ár 2021, föstudaginn 11. júní kl. 09:05, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 824. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum:, Ólafur Melsted, Hildur Gunnarsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Sólveig Sigurðardóttir og Sigríður Lára Gunnarsdóttir. Ritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:


1.21 Akurgerði 7, Anddyri - lokun svala - niðurrif burðarveggja o.fl.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. apríl 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að gera létta viðbyggingu við anddyri, loka svölum á suðurhlið og fjarlæga útvegg þar fyrir innan, síkka glugga á vesturhlið og gera hurð út á verönd, fjarlæga hluta burðarveggja á neðri hæð auk minni háttar breytingum á innra skipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 7 við Akurgerði. Erindi var grenndarkynnt frá 11. maí 2021 til og með 9. júní 2021. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 5.4 ferm., 13.9 rúmm. Erindi fylgir afrit af aðaluppdrætti stimpluðum 18. nóvember 1953 og yfirlit breytinga á afriti af sömu teikningu. Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. mars 2021 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021 og bréf skipulagsfulltrúa dags. 15. mars 2021. Gjald kr. 11.200

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


2.21 Akurgerði 9, (fsp) stækkun húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. maí 2021 var lögð fram fyrirspurn Guðrúnar Ísabellu Þráinsdóttur dags. 23. apríl 2021 um stækkun hússins á lóð nr. 9 við Akurgerði. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2021 samþykkt.

3.21 Bergstaðastræti 81, (fsp) bílgeymsla
Lögð fram fyrirspurn Kristjáns Ásgeirssonar dags. 2. júní 2021 ásamt bréfi dags. 2. júní 2021 um að setja bílgeymslu á austurhluta lóðarinnar nr. 81 við Bergstaðastræti, samkvæmt tillögu Alark arkitekta ódags.




Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

4.21 Brávallagata 6, (fsp) svalir
Lögð fram fyrirspurn Þórdísar Jóhannesdóttur dags. 11. maí 2021 um að setja svalir á húsið á lóð nr. 6 við Brávallagötu, samkvæmt skissum á ljósmynd.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

5.21 Bugðulækur 6, (fsp) fjölgun bílastæða
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. maí 2021 var lögð fram fyrirspurn Ingva Rafns Hafþórssonar dags. 26. maí 2021 um að fjölga bílastæðum á lóð nr. 6 við Bugðulæk um eitt. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 11. júní 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2021 samþykkt.

6.21 Garðastræti 36, Breytingar inni
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. júní 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi, setja svalir með tröppum niður í garð á suðurhlið og útitröppur fjarlægðar á vesturhlið einbýlishúss á lóð nr. 36 við Garðastræti.
Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 25. maí 2021, umsögn burðarvirkishönnuðar dags 20. maí 2021 og yfirlit breytinga. Gjald kr. 12.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

7.21 Hólmsheiði (Hólmsheiðarvegur 100), (fsp) skilgreining lóðar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. júní 2021 var lögð fram fyrirspurn Friðriks Arnars Bjarnasonar dags. 22. maí 2021 ásamt greinargerð dags. 22. maí 2021 um breytingu á skilgreiningu á lóð nr. 100 við Hólmsheiðarveg, til að geta rúmað aðra starfsemi en gagnaver, þ.m.t. ferðaþjónustu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2021.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2021.

8.21 Leifsgata 30, málskot
Lagt fram málskot Erlu Stefánsdóttur dags. 31. maí 2021 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 11. ágúst 2017 um að byggja ofan á viðbyggingu á lóð nr. 30 við Leifsgötu.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

9.21 Túngata 15, Gámahús kennslustofur.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. maí 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. maí 2021 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir kennslustofum í tveimur gámaeiningum á lóð nr. 15 við Túngötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Stærð: XX ferm., XX rúmm. Gjald kr. 12.100

Neikvætt, samræmist ekki deiliskipulagi. Ekki er þó gerð athugasemd við að unnin verði breyting á deiliskipulagi á kostnað lóðarhafa í samræmi við erindið.

10.21 Bjarnarstígur 1, Svalir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. maí 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. maí 2021 þar sem sótt er um leyfi til að setja 5,2 fermetra svalir og svalahurð á norðvesturhlið húss nr. 1 á lóð nr. 1 við Bjarnarstíg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
Erindi fylgir óstimplað yfirlit breytinga dags. 30. apríl 2021. Gjald kr.12.100

Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Bjarnarstíg 3 og 4 og Njálsgötu 16 og 18.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.


11.21 Breiðholt I, Bakkar, breyting á deiliskipulagi vegna Arnarbakka
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. júní 2020 var lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Breiðholts I vegna Arnarbakka. Breytingin felst í heimild til niðurrifi á núverandi verslunar og þjónustuhúsnæði í Arnarbakka 2-6, uppbyggingu námsmannaíbúða með verslunar- og þjónusturýmum að hluta til á 1. hæð auk íbúðarhúsnæðis á grænni þróunarlóð, gróðurhúss og endurbætur á grænu svæði, samkvæmt uppdr. BASALT arkitekta ehf. dags. 9. júní 2021. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 26. júní 2020 og samgöngumat Mannvits dagsett 9. júní 2021. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

12.21 Breiðholt III, Fell, breyting á deiliskipulagi vegna Völvufells, Drafnarfells og Eddufells
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. júní 2020 var lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Breiðholts III, Fell vegna Völvufells, Drafnarfells, Eddufells og Yrsufells. Breytingin felst í heimild til niðurrifs á leikskólunum Litla Holti og Stóra Holti, uppbyggingar nýs leikskóla með aðkomu frá göngugötu við Drafnarfell auk Völvufelli, auk uppbyggingar fyrir námsmannaíbúðir og sérbýli á grænum þróunarlóðum. Einnig eru þegar fengnar byggingaheimildir á lóð Drafnarfells 2-18 ofan verslana og uppbyggingarheimildir á lóð Eddufells 2-4 endurskoðaðar, samkvæmt uppdr. Krads ehf dags. 9. júní 2021. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 13. júlí 2020, samgöngumat Mannvits dags 9. júní 2021 og hljóðskýrsla Mannvits dags. 30. apríl 2021. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

13.21 Flúðasel 79-95, Svalalokanir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. maí 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. maí 2021 þar sem sótt er um leyfi til að setja svalalokanir á 16 íbúðir með þar til gerðum glerflekum á brautum, á efstu íbúðirnar er komið fyrir þaki, þannig að þar myndast B rými í fjölbýlishúsi nr. 89-91 á lóð nr. 79-95 við Flúðasel. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. júní 2021.
Stækkun vegna B rýmis XX ferm., og XX rúmm. Gjald kr.12.100.


Lagfærð bókun frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 4. júní 2021. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. júní 2021 jafnframt dregin til baka.
Rétt bókun: Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.


14.21 Grettisgata 22C, Breytingar inni - gluggar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa dags. 21. maí 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. maí 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í kjallara og á 1. hæð sem felast í að fjarlægja stiga á milli hæða, kjallara er skipt upp í tvö rými sem verða vinnustofur í eigu íbúðar og komið er fyrir glugga á norðurhlið og í þaki auk þess sem pallur fyrir utan stækkaður, á húsi á lóð nr. 22C við Grettisgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. maí 2021.
Gjald kr. 12.100


Leiðrétt bókun frá fundi 28. maí 2021 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. maí 2021 dregin til baka.
Rétt bókað. Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.


15.21 Heiðargerði 11, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. apríl 2021 var lögð fram fyrirspurn Gests Ólafssonar dags. 19. apríl 2021 um breytingu á deiliskipulagi Heiðargerðisreits vegna lóðarinnar nr. 11 við Heiðargerði sem felst í að þegar gerð breyting, þar sem húsið er stækkað og svalir settar á suðvesturhlið 2. hæðar hússins, rúmist innan deiliskipulags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. maí 2021. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. janí 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2021 samþykkt.

16.21 Hraunbær 143, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Grímu arkitekta ehf. dags. 2. júní 2021, varðandi breytingu á deiliskipulagi Hraunbær-Bæjarháls vegna lóðarinnar nr. 143 við Hraunbæ. Í breytingunni felst að gerður verður byggingarreitur fyrir sorpgerði á lóðinni milli húsa B1 og B3, samkvæmt uppdr. Grímu arkitekta dags. 2. júní 2021.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 8.2 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.


17.21 Kleifarvegur 8, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Gísla Skúlasonar, dags. 26. maí 2021, um stækkun hússins á lóð nr. 8 við Kleifarveg, samkvæmt skissum ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

18.21 Lautarvegur 8, Svalalokanir o.fl.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. maí 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. maí 2021 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir svalalokun á 1. og 2. hæð, koma fyrir setlaug á þaki bílgeymslu og annarri við vesturhlið og til að byggja sólstofu á 3. hæð, gerð er grein fyrir áður gerðum kjallara undir bílskúrum og sótt er um leyfi fyrir stoðvegg meðfram norður- og vestur lóðamörkum auk þess sem sótt er um leyfi til að breyta lóðamörkum í vestur og stækka lóð fjölbýlishúss nr. 8 við Lautarveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa.dags. 11. júní 2021
Erindi fylgir samþykki eigenda 0101 og 0201 áritað á uppdrátt. Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Eftir stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 12.100

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2021 samþykkt.

19.21 Lautarvegur 12, Reyndarteikningar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. júní 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN058526 þannig að kjallari hefur verið stækkaður til suðurs, gerður nýr inngangur og gluggi á kjallara, kjallari hefur verið gerður undir bílskúr, tvær hurðir settar í norðurgafl kjallara, gólfkóti 3. hæðar hækkaður um 55 cm, gluggafrontur á 3. hæð færður fram um 250 cm, svalalokun sett á 1. og 2. hæð,komið fyrir þremur heitum pottum, stoðveggur gerður á lóðamörkum í vestur og frágangi lóðar breytt norðan við fjölbýlishús á lóð nr. 12 við Lautarveg.
Stækkun, A-rými: 78,8 ferm., 264,6 rúmm. Stækkun, B-rými: xx ferm., xx rúmm. Eftir stækkun, A-rými: 640,3 ferm., 2.059,1 rúmm. B-rými: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 12.100:

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

20.21 Litlagerði 3, Kvistur
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. júní 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka svefnherbergi og gera kvist á norðurþekju einbýlishúss á lóð nr. 3 við Litlagerði. Stækkun: x.xx ferm., x.xx rúmm.
Gjald kr. 12.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

21.21 Skógarvegur 2, (fsp.) svalalokun á hluta þaksvala
Lögð fram fyrirspurn Guðmundar Gunnlaugssonar f.h. Dverghamra ehf., dags. 1. júní 2021, ásamt bréfi dags. 1. júní 2021 um svalalokun á hluta þaksvala á lóð nr. 2 við Skógarveg, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Archus dags. 28. maí 2021.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

22.21 Hátún 6B, (fsp.) hæð ofan á hús
Lögð fram fyrirspurn Páls Hermannssonar, dags. 31. maí 2021, um hækkun hússins á lóð nr. 6B við Hátún um eina hæð.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

23.21 Síðumúli 27, (fsp) breyting á notkun, stækkun húss og setja lyftu
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. maí 2021 var lögð fram fyrirspurn Zeppelin ehf. dags. 19. maí 2021 ásamt bréfi dags. 18. maí 2021 um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 27 við Síðumúla úr skrifstofuhúsnæði í íbúðarhúsnæði ásamt stækkun hússins um tvær hæðir og setja utanáliggjandi lyftu, samkvæmt tillögu Zeppelin Arkitekta dags. 28. apríl 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. júní 2021.


Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. júní 2021 samþykkt.

24.21 Skaftahlíð 7, Svalir - ris
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. júní 2021 þar sem sótt er um leyfi til að setja 3,9 fermetra svalir á þakhæð á húsi nr. 7 á lóð nr. 7 við Skaftahlíð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. XXXX.
Erindi fylgir samþykki meðeiganda dags. 11. mars 2021. Gjald kr.12.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

25.21 Vesturbrún 2, (fsp) bílskúr
Lögð fram fyrirspurn VSÓ Ráðgjafar ehf. dags. 31. maí 2021 ásamt greinargerð um að setja bílskúr á sunnanverða lóðina nr. 2 við Vesturbrún.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

26.21 Þverholt 18, Uppbygging
Lagt fram bréf Lárusar Ragnarssonar dags. 7. júní 2021 um að útbúa litlar og meðalstórar íbúðir á lóð nr. 18 við Þverholt. Einnig eru lagðir fram uppdr. Ártúns ehf. dags. 22. mars 2021 og tillaga Ártúns ehf. dags. 28. apríl 2021 um að bæta við hæð.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

27.21 Heiðmörk, lækkun yfirborðs Myllulækjartjarnar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. apríl 2021 var lagt fram minnisblað Veitna ohf. dags. 21. apríl 2021 vegna áforma Veitna um lækkun yfirborðs Myllulækjartjarnar. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. júní 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. júní 2021 samþykkt.

28.21 Í Úlfarsfellslandi, Úlfarsfellsvegur 87 - Sumarhús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. júní 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja sumarhús úr timbri á lóð nr. L125478 í Úlfarsfellslandi.
Stærð er: 84,2 ferm., 362,4 rúmm. Gjald kr.12.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

29.21 Jöfursbás 9, Fjölbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. júní 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða fjölbýlishús með risi, að hluta steinsteypt og að hluta úr forsmíðuðum einingum, einangrað að utan og klætt báruðu og sléttu áli, með 14 íbúðum ásamt hjólaskýli sem verða mhl. 01 og mhl. 02 og verður fyrsti áfangi bygginga á lóð nr. 9 við Jöfursbás.
Erindi fylgir hljóðvistargreinargerð frá Mannvit dags. 18. maí 2021 og greinargerð um brunavarnir frá Mannvit dags. 18. maí 2021.
Stærð, mhl. 01, A-rými: 971,1 ferm., 3.466,8 rúmm. B-rými: 91,3 ferm. Samtals: 1.062,4 ferm. Mhl. 02, A-rými: 22,9 ferm., 80,2 rúmm. Gjald kr. 12.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

30.21 Koparslétta 5, (fsp) stækkun byggingareits
Lögð fram fyrirspurn Ragnars Magnússonar dags. 3. júní 2021 um stækkun á byggingareit lóðarinnar nr. 5 við Koparsléttu um 4. m til suðausturs, samkvæmt uppdr. i62 ehf. ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

31.21 Skútuvogur 8, Eldsneytisstöð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. maí 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. maí 2021 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir ómannaðri sjálfsafgreiðslueldsneytisstöð sem verður til einkanota fyrir bílaleigu sem er á lóð nr. 8 við Skútuvogi. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Stærðir á tönkum er: XX ferm., XX rúmm. Gjald kr. 12.100.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

32.21 Skútuvogur 8, bráðabirgða eldsneytisafgreiðsla - ósk um umsögn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. júní 2021 var lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 31.maí 2021 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar N1 ehf. um starfsleyfi fyrir bráðabirgða eldsneytisafgreiðslu á lóð nr. 8 við Skútuvog, samkvæmt uppdr. Verkhofs ehf. dags. 5. maí 2021. Einnig er lagt fram bréf N1 ehf. dags. 28. maí 2021 og uppdr. Verkhofs dags. 5. maí 2021. Erindinu var vísað til umsagnar verkefisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

33.21 Skútuvogur 8, bensínstöð og neðanjarðar eldsneytisgeymur - ósk um umsögn
Lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 9. júní 2021 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar N1 ehf. um starfsleyfi fyrir bensínstöð ásamt neðanjarðar eldsneytisgeymi á lóð nr. 8 við Skútuvog, samkvæmt uppdr. Verkhofs ehf. dags. 5. maí 2021. Einnig er lagt fram bréf N1 ehf. dags. 1. júní 2021 og uppdr. Verkhofs ehf. dags. 5. maí 2021.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

34.21 Baldursgata 24A, Reyndarteikningar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. júní 2021 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í að stærðir hafa verið uppfærðar, kalt þak hefur verið byggt ofan eldra þak bakhúss, mhl. 01, og því breytt í íbúðarrými, einnig hefur aðalinngangur verið færður til, stiga í forhúsi og innra skipulagi breytt í íbúðarhúsi, mhl. 02, á lóð nr. 24A við Baldursgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. apríl 2021 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. apríl 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 19. apríl 2021. Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 8. maí 2021 og húsaskoðun Byggingarfulltrúa dags. 6. maí 2021 og bréf frá hönnuði dags. 15. mars 2021. Stækkun: Mhl. 01, íbúðarhús: 7.9 ferm., 12.1 rúmm. Mhl. 02, bakhús: 13.9 ferm., 42.1 rúmm. Gjald kr. 12.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

35.21 Bárugata 5, (fsp) svalir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. maí 2021 var lögð fram fyrirspurn Steinunnar Mörtu Önnudóttur dags. 25. maí 2021 um að setja svalir 2. og 3. hæð hússins á lóð nr. 5 við Bárugötu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2021 samþykkt.

36.21 Eggertsgata 2-34, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. júní 2021 var lögð fram fyrirspurn Sigurðar Hallgrímssonar dags. 18. maí 2021 um breytingu á deiliskipulagi Stúdentagarða við Eggertsgötu vegna lóðarinnar nr. 2-34 við Eggertsgötu sem felst í byggingu þjónustumiðstöðvar og félagsaðstöðu á milli húsanna að Eggertsgötu 22 og 26, samkvæmt tillögu Arkþing/Nordic, dags. 10. maí 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.

37.21 Frostaskjól 89, (fsp) sólskáli
Lögð fram fyrirspurn Grétars Arnar Grétarssonar, dags. 1. júní 2021, ásamt bréfi dags. 1. júní 2021 um að setja sólskála við endaraðhús á lóð nr. 89 við Frostaskjól, samkvæmt uppdr. Grétars Arnar Guðmundssonar dags. í júní 2021.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

38.21 Kirkjuteigur 24, Laugarnesskóli, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 28. janúar 2021 að breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis lóðarinnar nr. 24 við Kirkjuteig, Laugarnesskóli. Í breytingunni felst að heimilt verði að fjölga færanlegum kennslustofum um tvær á byggingarreit B auk þess að koma fyrir yfirbyggðu hjólaskýli nyrst á bílastæði Laugarnesskóla. Bílastæðum fækkar við það um 5 bílastæði. Afmarkaður reitur er einnig fyrir hjólastæði við inngang skólans norðanmegin. Ekki er gert ráð fyrir yfirbyggðum hjólastæðum þar. Einnig er lagt fram bréf skólastjóra Laugarnesskóla dags. 30. nóvember 2020 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 1. febrúar 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 7. maí 2021 til og með 8. júní 2021. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

39.21 Klapparstígur 1-7, Skúlagata 10 - Arinn á neðri hæð + þakglugga/svalir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. apríl 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. apríl 2021 þar sem sótt er um leyfi til að að setja arinn í stofu í íbúð 0403 og þaksvalaglugga á norðausturhluta þaks á 2.hæð ásamt því að stækka tvo þakglugga sem fyrir eru á húsi nr. 10 við Skúlagötu á lóð nr. 1-7 við Klapparstíg, landnúmer L 101020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2021.
Erindi fylgir staðfesting samþykktar formanns stjórnar húsfélagsins dags. 25. febrúar 2021, bréf hönnuðar með skýringarmyndum dags. 20. október 2020, mæliblað nr. 1.152.2 dags. 22. ágúst 2011 og hæðarblað fyrir Klapparstíg 1-7A dags. október 1988. Gjald kr.12.100

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2021 samþykkt.

40.21 Rökkvatjörn 1, Mhl. 04-Skyggnisbraut 13-15-íbúðar- og atvinnuhús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. apríl 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. apríl 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fimm hæða fjölbýlishús, einangrað að utan, klætt málm- og trefjasementsplötum, með 16 íbúðum og verslunarrýmum á götuhæð, sem verða Skyggnisbraut 13 og 15 á sameiginlegum bílakjallara á lóð nr. 1 við Rökkvatjörn. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2021.
Stærð, A-rými: 2.248,2 ferm., 7.551,1 rúmm. B-rými: 94,5 ferm., 264,6 rúmm. Samtals: 2.342,7 ferm., 7.815,7 rúmm. Gjald kr. 12.100

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2021samþykkt.

41.21 Rökkvatjörn 2, (fsp) stofnun nýrrar lóðar fyrir djúpgáma
Lögð fram fyrirspurn Helga Mars Hallgrímssonar dags. 11. maí 2021 um að stofna nýja lóð sunnan við gangstétt við lóð nr. 2 við Rökkvatjörn fyrir djúpgáma, samkvæmt uppdr. Arkþings - Nordic ehf. dags. 4. maí 2021.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

42.21 Skólavörðustígur 21, (fsp) svalalokun
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. apríl 2021 var lögð fram fyrirspurn Hafdísar Helgadóttur dags. 15. apríl 2021 ásamt greinargerð ódags. um að setja svalaskýli á 3. hæð hússins á lóð nr. 21 við Skólavörðustíg, samkvæmt tillögu ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2021 samþykkt.

43.21 Suðurhlíð 35, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Jóhanns Harðarsonar dags. 30. apríl 2021 um breytingu á deiliskipulagi Suðurhlíðar vegna lóðarinnar nr. 35 við Suðurhlíð sem felst í stækkun á byggingareit hússins ásamt stækkun og færslu á byggingarreit bílskúrs, samkvæmt uppdr. VA atkitekta ehf. ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

44.21 Urðarbrunnur 96, Einbýlishús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. maí 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. maí 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu, einangrað og klætt að utan á lóð nr. 96 við Urðarbrunn. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. juní 2021.
Erindi fylgir greinargerð hönnuðar dags. 1. maí 2021. Stærð, A-rými: 258,2 ferm., 854,7 rúmm. B-rými: 11 ferm. Samtals: 269,2 ferm. Gjald kr. 12.100.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2021.

45.21 Úlfarsbraut 112, Einbýli á tveimur hæðum
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. apríl 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. apríl 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús á tveimur hæðum, með innbyggðri bílageymslu og aukaíbúð á jarðhæð, úr steinsteyptum einingum og sperruþaki, á lóð nr. 112 við Úlfarsbraut. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2021.
Stærð hús er: 352,4 ferm., 1.329,6 rúmm. Gjald kr. 12.100

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2021 samþykkt.

46.21 Bárugata 14, Breyta og hækka mæni og útveggi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. janúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta og hækka mæni og útveggi á þakrými þannig að fáist portbyggð hæð í risi í húsi á lóð nr. 14 við Bárugötu, samkvæmt uppdr. Stáss arkitekta ehf. dags. 30. september 2020. Einnig eru lagðir fram eftirfarandi uppdr. Stáss arkitekta ehf.; götumynd og útlit húss ódags. Jafnframt eru lagðir fram tölvupóstar Friðriks Friðrikssonar dags. 18. febrúar 2021, 31. mars 2021 og 4. og 20. maí 2021 og tölvupóstar Heiðar Agnesar Björnsdóttur dags. 6. apríl 2021 og 20. maí 2021 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdafresti og skuggavarpsuppdrættir ódags. mótt 17. mars 2021, 20. apríl 2021 og 18. maí 2021. Erindi var grenndarkynnt frá 29. janúar 2021 til og með 7. apríl 2021. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Heiður Agnes Björnsdóttir f.h. eiganda og íbúa að Ránargötu 13 dags. 7. júní 2021.
Stækkun: 36.3 ferm., 181.9 rúmm. Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 6. október 2020. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. nóvember 2020 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. nóvember 2020. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 9. nóvember 2020. Gjald kr. 11.200

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

47.21 Héðinsreitur/Vesturgata 64 og Ánanaust, (fsp) uppbygging
Lögð inn fyrirspurn Hjalta Brynjarssonar, dags. 31. maí 2021 varðandi uppbyggingu á Héðinsreit á byggingarreitum V4-V6 (mhl.02) við Vesturgötu fyrir 56 íbúðir og byggingarreitum V1-V3 (mhl. 01) við Ánanaust fyrir 153 íbúðir, samtals 209 íbúðir á lóð nr. 64 við Vesturgötu. Atvinnustarfsemi á báðum matshlutum er 890m2. Heildar byggingarmagn beggja matshluta með kjallara er 29.856m2 með nýtingarhlutfall 3,83. Einnig eru lagðar fram teikningar og greinargerð Festi fasteignafélags, Jvantspijker & partners og THG Arkitekta ehf. vegna byggingarreita V5-V6 dags. 28. maí 2021, teikningar Arkþings - Nordic vegna byggingarreita V1-V3 dags. 31. maí 2021, greinargerð Festi fasteignafélags og Arkþings - Nordic vegna byggingarreits V64 ódags., heildarstærðir - helstu tölur/íbúðadreifing byggingarreits V64 ódags., minnisblað skipulagshöfundar dags. 28. maí 2021, minnisblað Eflu um samgöngumat dags. 26. maí 2021, minnisblað Mannvits um umferðarhávaða dags. 28. maí 2021 ásamt hljóðkorti Mannvits sem sýnir samanburð á hljóðstigi inngarðs, vind- og sólarstúdía Nordic - Office of Architecture ódags., gátlisti vegna byggingarreita V4-V6 dags. 28. maí 2021 ásamt þrívíddaruppdráttum fyrir byggingarreiti V4-V6 dags. 4. júní 2021, gátlisti vegna byggingarreita V1-V3 dags. 28. maí 2021, skipulag lóðar - Skýringarmynd Landhönnunar slf. gróðurþekja og ofanvatnslausnir dags. 1. júní 2021, skipulag lóðar - yfirlitsmynd Landhönnunar slf. dags. 1. júní 2021, lóðamyndir sameinaðar ódags., Teikning Arkþings - Nordic - ásýnd Mýrargötu og Ánanausta dags. 31. maí 2021 og samþykki Veitna fyrir dreifistöðvum dags. 31. maí 2021.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

48.21 Starmýri 2, breyting á skilmálum deiliskipulags
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. maí 2021 var lögð fram umsókn Pálmars Kristmundssonar dags. 20. maí 2021 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Safamýris - Álftamýris vegna lóðarinnar nr. 2 við Starmýri. Breytingin felst í því að fækka um eina íbúð í Starmýri 2a og fjölga um eina íbúð í Starmýri 2C. Heildarfjöldi íbúða á lóðinni verður óbreyttur; 23 íbúðir. Fastanúmerum fækkar úr 7 í 5.Heildarfjöldi íbúða á lóðinni verður óbreyttur; 23 íbúðir. Fastanúmerum fækkar úr 7 í 5., samkvæmt tillögu KP Arkitekta ehf. dags. 25. maí 2021. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Leiðrétt bókun frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. júní 2021.
Rétt bókað. Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1472/2020, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.


49.21 Grensásvegur 13, (fsp) hækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Pfaff hf. dags. 2. júní 2021, um hækkun hússins á lóð nr. 13 við Grensásveg.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

50.21 Láland 16, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. apríl 2021 var lögð fram fyrirspurn Kurt og Pí ehf. dags. 28. apríl 2021 um breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfi, svæði 3, vegna lóðarinnar nr. 16 við Láland sem felst í stækkun hússins, samkvæmt uppdr. Kurt og Pí ehf. dags. 27. apríl 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. júní 2021.

Leiðrétt bókun frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. júní 2021.
Rétt bókað: Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. júní 2021 samþykkt.


51.21 Nökkvavogur 12, (fsp) niðurrif og uppbygging bílskúrs
Lögð fram fyrirspurn Svövu Bjarkar Hjaltalín Jónsd. dags. 3. júní 2021 um að rífa niður núverandi bílskúr á lóð nr. 12 við Nökkvavog og byggja nýjan, samkvæmt tillögu Svövu Jóns, arkitektúr og ráðgjöf, ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

52.21 Selvogsgrunn 21, (fsp) - Viðbygging
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. maí 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. maí 2021 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja 15 fermetra viðbyggingu við bílskúr til austurs á lóð nr. 21 við Selvogsgrunn. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2021.
Stækkun: 15,0 ferm., [xx,x] rúmm. Erindi fylgja skýringarmyndir fyrirspyrjanda og afrit tölvupósts dags. 17. maí 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2021 samþykkt.

53.21 Laugavegur 50, Viðbygging - breytingar á húsi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. júní 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. júní 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu á bakhlið, einangaða að utan og klædda bárustáli, til að hækka þak og byggja kvist á framhlið og svalir á bakhlið, færa glugga eldra húss til upprunalegs horfs og innrétta veitingastað í flokki ? í kjallara gamla hússins, vinnustofu listamanns á jarðhæð viðbyggingar og tvær íbúðir á efri hæðum á lóð nr. 50 við Laugaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2021.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 2. desember 2020 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 11. janúar 2021. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. febrúar 2021 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2021 og bréf skipulagsfulltrúa dags. 8. febrúar 2021. Einnig fylgir bréf hönnuðar dags. 15. maí 2021 og endurskoðuð umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 12. maí 2021. Stækkun: 133,6 ferm., 388,7 rúmm. Eftir stækkun, A-rými: 247,7 ferm., 765 rúmm. Gjald kr. 11.200

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2021 samþykkt.

54.21 Snorrabraut 60, (fsp) stækkun húss o.fl.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. maí 2021 var lögð fram fyrirspurn Helga Konráðs Thoroddsen dags. 9. apríl 2021 ásamt bréfi dags. 31. mars 2021 um að stækka bakinngang á vesturhlið hússins á lóð nr. 60 við Snorrabraut og setja upp búnað utanhúss við norðurgafl hússins, samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 31. mars 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2021.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2021 eru ekki gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.

55.21 Laugavegur 49, (fsp) breyta notkun o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Rúnars Sveinssonar dags. 4. júní 2021 ásamt bréfi ódags. um að koma fyrir tveimur nýjum gluggum á vesturhlið kjallara hússins á lóð nr. 49 við Laugaveg ásamt því að breyta notkun hússins úr atvinnuhúsnæði i íbúðarhúsnæði, samkvæmt skissum ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

56.21 Teigagerði 8, Sótt um að gera viðbyggingu, kvisti, mænisþak bílageymslu
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. júní 2021 þar sem sótt erum leyfi til að byggja viðbyggingu við suðausturgafl, byggja þrjá nýja kvisti á rishæð og mænisþak á bílskúr við einbýlishús á lóð nr. 8 við Teigagerði.
Erindi fylgir bréf hönnuðar með yfirliti breytinga dags. 12. maí 2021. Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Eftir stækkun: 252,2 ferm., 661,7 rúmm. Gjald kr. 12.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

57.21 Vesturgata 53-53A, (fsp) breyting á notkun
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. maí 2021 var lögð fram fyrirspurn Baldurs Helga Snorrasonar dags. 30. apríl 2021 um að breyta notkun hússins á lóð nr. 53A við Vesturgötu úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði, samkvæmt tillögu ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2021.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2021.

58.21 Vífilsgata 21, Stækka glugga í kjallara
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. júní 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að síkka stofuglugga á suðurhlið, grafa frá og gera verönd fyrir kjallaraíbúð 0001 í íbúðarhúsi á lóð nr. 21 við Vífilsgötu.
Erindi fylgir ódagsett samþykki eigenda húss nr. 23, mæliblað 1.243.1 útgefið í maí 1949 og yfirlit breytinga á A3 afriti af aðalteikningum samþykktum 3. júni 2008. Gjald kr. 12.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

59.21 Hverfisgata 94, Veitingastaður fl.2 - mhl.03
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. júní 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. júní 2021 þar sem sótt er um leyfi til fyrir breyttri notkun rýmis 01 0103 úr verslun í veitingastað í flokki II í húsi nr. 96 á lóð nr. 94 við Hverfisgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Gjald kr.12.100

Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.

60.21 Hraunberg 4, Breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir - 2.hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. júní 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði með því að gera 5 nýjar íbúðir og koma fyrir svölum í vesturhluta 2. hæðar í atvinnu-og skrifstofuhúsi á lóð nr.4 við Hraunberg.
Erindi fylgir A3 afrit af samþykktum teikningum með stimpli byggingarfulltrúa dags 14. janúar 2003.
Gjald kr. 12.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

61.21 Hringbraut 102, Breyta glugga í rennihurð og koma fyrir palli og geymslu
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. júní 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta glugga á norðurgafli í rennihurð og byggja þar svalir með tröppu niður í garð með hjóla- og sorpgeymslu undir á húsi á lóð nr. 102 við Hringbraut, samkvæmt uppdr. dags. 3. júní 2021.
Erindi fylgir samþykki eiganda húss nr. 100.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. maí 2021 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. maí 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 17. maí 2021. Gjald kr. 12.100


Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Hringbraut 100 og 104 og Ásvallagötu 73 og 75.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.