Grettisgata 53A, Ásvallagata 5, Ásvallagata 22, Frakkastígsreitur 1.172.1, Kambsvegur 26, Kaplaskjólsvegur 51-59, Sólvallagata 74, Túngata 8, Haukahlíð 2, Reynimelur 29, Skógarhlíð 22, Borgartún 34-36, Gjúkabryggja 4, Lágmúli, Háaleitisbraut, Kringlumýrarbraut, Suðurlandsbraut, stgr 1.260, Ljósaland 1-25 2-24, Hólmsland-Dalbær, Kjalarnes, Prestshús, Skútuvogur 8, Vogabyggð svæði 1, Vogabyggð svæði 1, Laugavegur 46, Skólavörðustígur 21, Akurgerði 7, Sölvhólsgata 4, Ægisíða 62, Barmahlíð 43 og 45, Drekavogur 18, Keldur/Keldnavegur 1-25, Víðimelur 46 og 48, Freyjugata 25C, Skógarás 7-11, Rofabær 7-9,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

817. fundur 2021

Ár 2021, miðvikudaginn 21. apríl kl. 09:05, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 817. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum:, Sólveig Sigurðardóttir, Birkir Ingibjartsson, Hildur Gunnarsdóttir, Björn Ingi Edvardsson, Lilja Grétarsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Ólafur Melsted og Ingvar Jón Bates Gíslason. Ritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:


1.21 Grettisgata 53A, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Guðmundar Guðmundssonar dags. 8. apríl 2021 ásamt bréfi dags. 6. apríl 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.2 vegna Grettisgötu 53A. Í breytingunni felst stækkun á vesturhlið hússins, samkvæmt uppdr. Archus slf. dags. 26. mars 2021. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 7. apríl 2021.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.


2.21 Ásvallagata 5, (fsp) svalir
Lögð fram fyrirspurn Steinunnar Hauksdóttur dags. 13. apríl 2021 um að setja svalir á suðurhlið 2. hæð hússins á lóð nr. 5 við Ásvallagötu, samkvæmt uppdr. Grímu arkitektar ehf. dags. 12. apríl 2021.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

3.21 Ásvallagata 22, (fsp) breyting á þaki
Lögð fram fyrirspurn Einars Kristjánssonar dags. 14. apríl 2021 um breytingu á þakformi hússins á lóð nr. 22 við Ásvallagötu þannig að risið nýtist sem íbúðarrými til viðbótar hæðinni fyrir neðan.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

4.21 Frakkastígsreitur 1.172.1, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Orra Árnasonar dags. 31. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.1, Frakkastígsreits, vegna lóðanna nr. 33, 33a, 33b, 35, 37 við Laugaveg og 4 við Vatnsstíg. Í breytingunni felst að fallið er frá því að rífa steinhús á baklóð Laugavegar 37 og nýbygging sem fyrirhugað er að rísi á baklóðinni verður stytt sem því nemur og verður hluti af Laugavegi 35, sem og áðurnefnt steinhús. Nýbygging að Laugavegi 35 verður breikkuð. Heimilt verður að bæta við litlum svölum á húsin við Laugaveg. Íbúðum á skipulagsreitnum fækkar og byggingarmagn minnkar. Lóðamörk eru færð til o.fl., samkvæmt uppdr. Zeppelin ehf. dags. 21. apríl 2021. Einnig eru lagðar fram umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 22. og 24. mars 2021.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Vatnsstíg 3 og 5, Frakkastíg 8E, Hverfisgötu 50, 52, 54, 56 og 58A og Laugavegi 30, 30A, 31, 32, 34 , 34A og 39.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.




5.21 Kambsvegur 26, (fsp) breytingar vegna fyrirhugaðs bílskúrs
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 19. mars 2021 var lögð fram fyrirspurn Kristins Más Karlssonar og Sveins Óskars Hafliðasonar dags. 9. mars 2021 um færslu og stækkun á fyrirhuguðum bílskúr á lóð nr. 26 við Kambsveg ásamt því að hækka þak skúrsins og setja glugga á norðurhlið, samkvæmt tillögu/skissu á byggingarnefndarteikningum. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. apríl 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. apríl 2021 samþykkt.

6.21 Kaplaskjólsvegur 51-59, (fsp) bílskúr
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. mars 2021 var lögð fram fyrirspurn Gylfa Más Geirssonar dags. 25. febrúar 2021 ásamt bréfi dags. 15. nóvember 2020 um að gera bílskúr við vesturgafl endaraðhúss nr. 59 á lóð nr. 51-59 við Kaplaskjólveg, samkvæmt uppdráttum (afstöðumynd og skuggavarp) Grétars Arnar Guðmundssonar ark. dags. í nóvember 2020. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. apríl 2021.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. apríl 2021.

7.21 Sólvallagata 74, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Ársala ehf. - fasteignamiðlun, dags. 23. mars 2021, um breytingu á notkun rýmis merkt 01 0101 í húsinu á lóð nr. 74 við Sólvallagötu úr verslun í íbúð.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

8.21 Túngata 8, (fsp) bílastæði á lóð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. mars 2021 var lögð fram fyrirspurn Happy ehf. dags. 10. febrúar 2021 um að setja bílastæði á lóð nr. 8 við Túngötu, samkvæmt tillögu ódags og skissu á ljósmynd. Einnig eru lagðar fram ljósmyndir ásamt yfirlitsmynd og tölvupóstur Nönnu Pétursdóttur dags. 8. mars 2021 um mögulega stærri innkeyrslu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. apríl 2021.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. apríl 2021.

9.21 Haukahlíð 2, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. febrúar 2021 var lögð fram fyrirspurn ASK Arkitekta ehf. dags. 12. febrúar 2021 ásamt bréfi ódags. um breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóðarinnar nr. 2 við Haukahlíð sem felst í breytingu á landnotkun og uppbyggingu íbúðarbyggðar, samkvæmt tillögu ASK Arkitekta ehf. ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. apríl 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. apríl 2021 samþykkt.

10.21 Reynimelur 29, Svalahurð og hækkun bílskúrsþaks
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. mars 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta útliti allra glugga, stækka hurð út á svalir á bílskúrsþaki og setja rennihurð, grafa frá suður- og vesturhlið kjallara, síkka glugga og setja rennihurð út í garð og gera stoðveggi á lóð nr. 29 við Reynimel. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. apríl 2021.
Erindi fylgir minnisblað burðarvirkishönnuðar dags. 8. febrúar 2021, samþykki eiganda íbúðar 0001 dags. 5. febrúar 2021 og yfirlit breytinga á A3 afriti af teikningum samþykktum 6. apríl 2004. Gjald kr. 12.100

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. apríl 2021 samþykkt.

11.21 Skógarhlíð 22, Breyta í íbúðir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. apríl 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að koma fyrir 4 íbúðum, endurbyggja tröppur á norðausturhlið, og setja opnanlega glugga og svalir á á 2. hæð Þóroddsstaða, iðnaðar- og sambýlishúss á lóð nr. 22 við Skógarhlíð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. janúar 2021 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. janúar 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 25. janúar 2021. Gjald kr. 11.200

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

12.21 Borgartún 34-36, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. apríl 2021 var lögð fram fyrirspurn Gunnars Sigurðssonar dags. 6. nóvember 2020 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 34-36 við Borgartún sem felst í fjölgun íbúða, lækkun á hámarkshæð byggingarinnar í 8 hæðir , víkja frá kröfu um stærð íbúða efst í stigagöngum, tilslökun á forskrift að útliti og efnisnotkun, tilfærslu á geymslum og bílageymslum milli hæða, uppfærslu á bílastæðabókhaldi miðað við fjölda íbúða og tilslökun á lá- og lóðréttum byggingarreitum, samkvæmt fyrirspurnartillögu Tvíhorfs ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2020. Jafnframt lagt fram bréf Tvíhorfs dags. 19. mars 2021 og breytt tillaga dags. 25. mars 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. apríl 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. apríl 2021 samþykkt.

13.21 Gjúkabryggja 4, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. apríl 2021 var lögð fram umsókn Hugrúnar Þorsteinsdóttur dags. 25. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vegna lóðarinnar nr. 4 við Gjúkabryggju (reitur D). Í breytingunni felst að heimilt verði að fjölga íbúðum ásamt því að fjölga bílastæðum í kjallara lóðar D, dýpka byggingarreit og lengja byggingarreit 4. hæðar í norðvesturhorni byggingarreits, samkvæmt uppdr. M11 teiknistofu dags. 25. mars 2021. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

14.21 Lágmúli, Háaleitisbraut, Kringlumýrarbraut, Suðurlandsbraut, stgr 1.260, skipulagslýsing og nýtt deiliskipulag
Lögð fram lýsing skipulagsfulltrúa dags 19. apríl 2021 fyrir nýtt deiliskipulag götureits Lágmúla, Háaleitisbraut, Kringlumýrarbraut, Suðurlandsbraut staðgreinireitur 1.260. Sem felst m.a. í að yfirfæra heimildir núverandi lóða innan reitsins og afmarka nýja lóð að Lágmúla 2. Skilgreina heimildir á nýju lóðinni fyrir uppbyggingu á umhverfisvænu húsnæði til samræmis við niðurstöðu samkeppni Reinventing Cities C40.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

15.21 Ljósaland 1-25 2-24, (fsp) nr. 4 - breyting á notkun bílskúrs
Lögð fram fyrirspurn Guðjóns S. Marteinssonar dags. 13. apríl 2021 um breytingu á notkun bílskúr að Ljósalandi 4, lóð nr. 1-25 og 2-24 við Ljósaland, í íbúðarhúsnæði.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

16.21 Hólmsland-Dalbær, (fsp) framlenging veggja undir skyggni
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. apríl 2021 var lögð fram fyrirspurn Björns Björnssonar dags. 26. mars 2021 um framlengingu veggja undir skyggni hússins að Dalbæ í Hólmslandi, samkvæmt tillögu dags. 1. október 2020. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. apríl 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. apríl 2021 samþykkt.

17.21 Kjalarnes, Prestshús, skipulagslýsing
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. apríl 2021 var lögð fram umsókn Plúsarkitekta ehf. dags. 6. apríl 2021 ásamt skipulagslýsingu dags. 1. apríl 2021 fyrir nýtt deiliskipulag í Prestshúsum að Kjalarnesi. Áformað er að byggja íbúðarhús ásamt gestahúsum og vinnustofu/fjölnota sal á landinu. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.2 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.


18.21 Skútuvogur 8, staðsetning útibús ökutækjaleigu
Lagt fram bréf Samgöngustofu dags. 14. apríl 2021 þar sem óskað er eftir umsögn um staðsetningu útibús bílaleigunnar Höldur ehf./Bílaleigu Akureyrar að Skútuvogi 8. Gert er ráð fyrir 350 ökutækjum til útleigu.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

19.21 Vogabyggð svæði 1, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 28. september 2018 um framkvæmdaleyfi á svæði 1 í Vogabyggð sem felst í uppbyggingu sjóvarnar- og grjótvarnargarðs og landfyllingu á Gelgjutanga, samkvæmt uppdr. VSÓ ráðgjafar dags. 2. ágúst 2018. Einnig er lagt fram minnisblað skrifstofu umhverfisgæða dags. 26. maí 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2018. Jafnframt er lagður fram tölvupóstur skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 22. febrúar 2021 þar sem óskað er eftir framlengingu á framkvæmdaleyfi. Lagt fram að nýju ásamt tölvupósti skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 20. apríl 2021 þar sem umsókn um framlengingu er dregin til baka.

Umsókn um framlengingu dregin til baka.

20.21 Vogabyggð svæði 1, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 23. mars 2021 um framkvæmdaleyfi fyrir gatna- og stígagerð út á Gelgjutanga, Vogabyggð svæði 1, samkvæmt uppdr. VSÓ ráðgjafar dags. 19. mars 2021. Einnig er um að ræða gerð öldubrjóts út frá sjóvarnargarði á Gelgjutanga. Vegna fiskgengdar í Elliðaárvogi þá er leyfilegur framkvæmdatími við öldubrjótinn, þ.e. vinnu í fjöru og neðansjávar á svæðinu einungis heimil á tímabilinu 1. nóvember til 1. apríl. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á tímabilinu. Öldubrjóturinn er í er í samræmi við núgildandi skipulag. Fergja þarf nýja landfyllingu yst á Gelgjutanganum innan við sjóvarnargarð. Safnað er upp efni í 4-5m háan farghaug til að framkalla sig. Áætlað er að þetta verði gert í þremur áföngum og verður því farghaugur færður í tvígang innan lóðarinnar á fergingartímanum. Að fergingu lokinni verður umfram magni af efni keyrt af staðnum. Heildar framkvæmdartími á fergingu er áætlaður 12 mánuðir. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. apríl 2021.

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. apríl 2021.
Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1472/2020.


21.21 Laugavegur 46, Stækka verslun 1. hæð - br.hótelíbúðum fl.2 Sbr. BN053640
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. mars 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júlí 2020 þar sem sótt er um leyfi til að stækka verslunarrými á 1. hæð ásamt því að sameina íbúðir efri hæða í eitt fastanúmer og breyta í gististað í flokki ll, tegund b fyrir 14 gesti í húsi á lóð nr. 46 við Laugaveg. Erindinu var frestað, umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa og er nú lagt fram að nýju
Erindi fylgir bréf rekstraraðila ódags. Gjald kr. 11.000


Umsækjandi hefur ekki haft samband við embættið og er því ekki unnt að veita umsögn í málinu.
Vísað að nýju til meðferðar byggingarfulltrúa.


22.21 Skólavörðustígur 21, (fsp) svalalokun
Lögð fram fyrirspurn Hafdísar Helgadóttur dags. 15. apríl 2021 ásamt greinargerð ódags. um að setja svalaskýli á 3. hæð hússins á lóð nr. 21 við Skólavörðustíg, samkvæmt tillögu ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

23.21 Akurgerði 7, Anddyri - lokun svala - niðurrif burðarveggja o.fl.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. apríl 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. apríl 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að gera létta viðbyggingu við anddyri, loka svölum á suðurhlið og fjarlæga útvegg þar fyrir innan, síkka glugga á vesturhlið og gera hurð út á verönd, fjarlæga hluta burðarveggja á neðri hæð auk minni háttar breytingum á innra skipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 7 við Akurgerði. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Stækkun: 5.4 ferm., 13.9 rúmm. Erindi fylgir afrit af aðaluppdrætti stimpluðum 18. nóvember 1953 og yfirlit breytinga á afriti af sömu teikningu. Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. mars 2021 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021 og bréf skipulagsfulltrúa dags. 15. mars 2021. Gjald kr. 11.200

Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Akurgerði 1, 3, 5 og 9
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.


24.21 Sölvhólsgata 4, (fsp) utanáliggjandi flóttaleiðir
Lögð fram fyrirspurn Yrki arkitekt ehf. f.h. Framkvæmdasýslu ríkisins dags. 13. apríl 2021 ásamt bréfi dags. 13. apríl 2021 um nýjar utanáliggjandi flóttaleiðir að Sölvhólsgötu 4. Sem felst í að seta flóttastiga utan á húsið á tveimur stöðum, við vesturgafli hússins og aftast á austurhlið þess. Einnig er lagt fram bréf Yrki arkitekta ehf. dags. 20. apríl 2021 þar sem spurt er um aðra útfærslu á vesturgafli hússins, í stað flóttastiga á suðurhorni vesturgafls er útbúin stigi á norðurhorninu.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

25.21 Ægisíða 62, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. apríl 2021 var lögð fram fyrirspurn Alternance slf. dags. 2. febrúar 2021 ásamt greinargerð dags. 29. janúar 2021 um breytingu á deiliskipulagi Ægisíðu vegna lóðarinnar nr. 62 við Ægisíðu sem felst í að byggingarreitnum verði snúið eins og húsið og hann færður til svo að húsið verði innan hans og lögun hans breytt frá stílbragði og nýtingu núverandi húss, gera sólskála við bílskúrsvegg sem snýr út að garði og smækka byggingarreit undir aðalbyggingu til samræmis við stærð reitsins undir garðskálann. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. apríl 2021.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. apríl 2021 eru ekki gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað.
Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.


26.21 Barmahlíð 43 og 45, (fsp) hækkun á þaki
Lögð fram fyrirspurn Hermanns Georgs Gunnlaugssonar dags. 15. mars 2021 ásamt bréfi dags. 15. mars 2021 um hækkun á þaki hússins á lóðunum nr. 43 og 45 við Barmahlíð til samræmis við aðliggjandi hús í götunni. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. apríl 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. apríl 2021 samþykkt.

27.21 Drekavogur 18, Áður gerðar breytingar - viðbygging, breyting kjallara
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. mars 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja gróðurhús við suðurhlið bílskúrs, breytingar á innra skipulagi kjallara og gerð er grein fyrir áður gerðri 21,9 ferm. viðbyggingu við vesturhlið bílskúrs á húsi nr. 18 á lóð nr. 18 við Drekavog. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. apríl 2021.
Stækkun er: 40,0 ferm., VANTAR rúmm. Erindi fylgir samþykki nágranna, eigenda húss nr. 20 við Drekavog dags. 27. febrúar 2021, umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. september 2017, yfirlit breytinga, aðaluppdráttur nr. 1.1-01 útg.A dags. 27. mars 2021. Gjald kr.12.100

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. apríl 2021 samþykkt.

28.21 Keldur/Keldnavegur 1-25, (fsp) bygging á 2. áfanga rannsóknarhús fiskisjúkdóma
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. mars 2021 var lögð fram fyrirspurn Birkis Árnasonar dags. 24. febrúar 2021 um hvort heimiluð verði bygging á 2. áfanga rannsóknarhús fiskisjúkdóma að Keldum, samkvæmt samþykktum aðaluppdráttum á fundi byggingarfulltrúa þann 31. janúar 1991. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. apríl 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. apríl 2021 samþykkt.

29.21 Víðimelur 46 og 48, (fsp) breytingar vegna þakviðgerða
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. mars 2021 var lögð fram fyrirspurn Sigurðar Ragnarssonar dags. 15. mars 2021 ásamt greinargerð ódags. um að þakrenna á húsinu á lóðunum nr. 46 og 48 verði færð út fyrir steyptan þakkant. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. apríl 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. apríl 2021 samþykkt.

30.21 Freyjugata 25C, (fsp) kvistir og svalir
Lögð fram fyrirspurn Odds Ólafssonar og Guðrúnar Haraldsdóttur dags. 25. mars 2021 um að setja kvisti á húsið á lóð nr. 25C við Freyjugötu með svölum sem snúa í suðvestur. Einnig er lagt fram samþykki fyrir framkvæmdum dags. 11. apríl 2021 og skissur á ljósmyndum.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

31.21 Skógarás 7-11, nr. 9 - byggingarréttur undir bílskúr
Lagt fram bréf Sylvíu Ólafsdóttur hhá RG lögmönnum ehf. f.h. Einars Valdimarssonar dags. 9. apríl 2021 varðandi byggingarrétt undir bílskúr að Skógarási 9, lóð nr. 7-11.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

32.21 Rofabær 7-9, Fjölbýlishús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. apríl 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. apríl 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tveggja og fjögurra hæða steinsteypt fjölbýlishús með 31 íbúð, einangrað og klætt að utan, á kjallara með 27 bílastæðum, 38 hjólastæðum og atvinnu- og þjónusturýmum á hluta jarðhæðar á lóð nr. 7-9 við Rofabæ. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Erindi fylgir minnisblað um hljóðráðgjöf frá Myrru hönnunarstofu dags. 23. febrúar 2021 og brunavarnartexti frá Lotu, dags. 29. mars 2021.
Stærð, A-rými: 3.894,2 ferm., 12.290,6 rúmm. B-rými: xx ferm., xx rúmm. Samtals A- og B-rými: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 12.100

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.