Bergstaðastræti 4,
Dalhús 72,
Flókagata 13,
Furugerði 23,
Grandagarður 14,
Lokastígur 24A,
Snorrabraut 54,
Tjarnargata 30,
Höfðabakki 1,
Kjalarnes, Prestshús,
Skútuvogur 7-9,
Klapparstígur 16,
Úlfarsbraut 100,
Úlfarsbraut 106,
Barmahlíð 7,
Bárugata 29,
Hverfisgata 37,
Kambsvegur 27,
Laugavegur 21,
Seljavegur 17,
Baldursgata 24A,
Esjugrund 20,
Fagribær 13,
Hesthamrar 9,
Háskólinn í Reykjavík - Nauthólsvegur 83, 85, 87 og 89,
Hraunbær 133,
Iðufell 16,
Kleifarvegur 12,
Kleifarvegur 14,
Njálsgata 37,
Reykjavíkurflugvöllur,
Stekkjarsel 7,
Sæmundargata 15,
Brautarholt 16,
Bústaðavegur 87,
Bústaðavegur 89,
Einarsnes 74,
Grettisgata 9A,
Grettisgata 9B,
Melgerði 12,
Ármúli 38,
Ármúli 38,
Bakkastaðir 73-73b,
Háaleitisbraut 14-18,
Miklabraut 68,
Akurgerði 7,
Birkimelur 6-6B,
Brekknaás,
Krókháls 5-5G,
Krókháls 7,
Kjalarnes, Kalkslétta 1,
Smiðjustígur 13,
Týsgata 6,
Viðarhöfði 2,
Grensásvegur 8 og Eirhöfði 13 og 15,
Rofabær 7-9,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
816. fundur 2021
Ár 2021, föstudaginn 16. apríl kl. 09:00, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 816. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Helena Stefánsdóttir og Vigdís Þóra Sigfúsdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Sólveig Sigurðardóttir, Björn Ingi Edvardsson, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Birkir Ingibjartsson, Haukur Hafliði Nínuson, Lilja Grétarsdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, Ólafur Melsted og Hildur Gunnarsdóttir.
Ritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
1.21 Bergstaðastræti 4, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Björns Steinars Jónssonar um breytingu á notkun rýmis merkt 0101 í húsinu á lóð nr. 4 við Bergstaðastræti úr verslun í bakarí með rekstarleyfi fyrir veitingastað í flokki II.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
2.21 Dalhús 72, (fsp) stækkun húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. apríl 2021 var lögð fram fyrirspurn Krads ehf. dags. 4. mars 2021 um stækkun hússins á lóð nr. 72 við Dalhús, samkvæmt tillögu dags. 25. febrúar 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. febrúar 2021. Samræmist deiliskipulagi.
3.21 Flókagata 13, (fsp) hækkun á þaki og kvistir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. apríl 2021 var lögð fram fyrirspurn Marteins Sindra Jónssonar dags. 22. mars 2021 um að hækka þak hússins á lóð nr. 13 við Flókagötu og setja kvisti. Einnig er lögð fram tillaga ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021 samþykkt.
4.21 Furugerði 23, Fjölbýlishús og raðhús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. apríl 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja tvö 10 íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum á reit A og 10 íbúða raðhús á tveimur hæðum á reit B með sameiginlegan bílakjallara á lóð nr. 23 við Furugerði.
Stærðir: 3.253,3 ferm., 10.160,4 rúmm. Nýtingarhlutfall 0.8. Erindi fylgir lóðauppdráttur 1.807.4 dags. 27. mars 2020, hæðablað 1.807.4 samþykkt í mars 2020, teikningaskrá aðaluppdrátta, afrit af greinargerð hönnunarstjóra um ábyrðarsvið hönnuða dags. 5. maí 2020, greinargerð hönnuða dags. 30. apríl 2020, reiknuð U-gildi dags. 5. maí 2020, greinargerð Mannvits ehf um hljóðvist, útgáfa 1.0, dags. 4. maí 2020, greinargerð burðarvirkishönnuðar, Element ehf, dags 28. febrúar 2020, ódagsett greinargerð um algilda hönnun. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
5.21 Grandagarður 14, (fsp) breyting á notkun o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Jóns Davíðs Ásgeirssonar dags. 12. apríl 2021 um breytingu á notkun 1. hæðar hússins á lóð nr. 14 við Grandagarð úr skrifstofum í verslun með veitingaaðstöðu ásamt breytingu á gluggum og aðkomu við götu, samkvæmt tillögu ódags og grunnmynd Trípólí dags. 10. febrúar 2021. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 25. janúar 2021.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
6.21 Lokastígur 24A, (fsp) breyta einbýlishúsi í þrjár íbúðir
Lögð fram fyrirspurn Sveins Arnarsonar dags. 9. apríl 2021 um að breyta einbýlishúsi á lóð nr. 24A við Lokastíg í þrjár íbúðir.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
7.21 Snorrabraut 54, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Sigurðar Hallgrímssonar dags. 22. september 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 54 við Snorrabraut. Í breytingunni felst að lóð nr. 54 við Snorrabraut er stækkuð um 102 m2 og lóð nr. 45A við Barónsstíg (Sundhöll Reykjavíkur) er minnkuð samsvarandi. Fyrirkomulag bílastæða á lóð Sundhallar breytist og bílastæðum fækkar lítillega. Einnig er gerð minni háttar breyting á byggingarreit Snorrabrautar 54 og byggingarmagn aukið um 400 m2 (aðallega neðanjarðar), samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Arkþing/Nordic ehf. dags. 4. febrúar 2021. Tillagan var auglýst frá 2. mars 2021 til og með 13. apríl 2021. Eftirtaldir sendu ábendingu/umsögn: Veitur ohf. dags. 13. apríl 2021.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
8.21 Tjarnargata 30, Stækkun bakinngangs
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. apríl 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að gera nýjan bakinngang með aðgengi að bílgeymslu á suðurhlið milli íbúðarhúss og bílgeymslu á lóð nr. 30 við Tjarnargötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021.
Stækkun: 4.5 ferm., 11.5 rúmm. Erindi fylgir afrit af teikningum Nexux arkitekta dags. 28. apríl 2015. Gjald kr. 12.100
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021 samþykkt.
9.21 Höfðabakki 1, (fsp) fiskverkun
Lögð fram fyrirspurn Kjartans Hafsteins Rafnssonar dags. 31. mars 2021 um hvort heimilt er að vera með fiskverkun (flökun) í rými 0001 í húsinu á lóð nr. 1 við Höfðabakka, samkvæmt uppdr. K.J.Ark slf. dags. 31. mars 2021.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
10.21 Kjalarnes, Prestshús, skipulagslýsing
Lögð fram umsókn Plúsarkitekta ehf. dags. 6. apríl 2021 ásamt skipulagslýsingu dags. 1. apríl 2021 fyrir nýtt deiliskipulag í Prestshúsum að Kjalarnesi. Áformað er að byggja íbúðarhús ásamt gestahúsum og vinnustofu/fjölnota sal á landinu.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.
11.21 Skútuvogur 7-9, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Indro Indriða Candi dags. 6. apríl 2021 um stækkun hússins á lóð nr. 7-9 við Skútuvog ásamt aukningu á byggingarmagni lóðar, samkvæmt uppdr./afstöðumynd VA arkitekta ehf. dags. 27. mars 2021. Einnig er lögð fram tillaga DAP ehf. að stækkunarmöguleikum dags. 30. mars 2021.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
12.21 Klapparstígur 16, Kvistir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. apríl 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tvo kvisti austanmegin og tvo kvisti og svalir vestanmegin á rishæð húss á lóð nr. 16 við Klapparstíg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021.
Stækkun: 7,1 ferm., 37,1 rúmm. Gjald kr. 12.100
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 16. arpríl 2021, eru ekki gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.
13.21 Úlfarsbraut 100, Fjölbýlishús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. mars 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja sex íbúða fjölbýlishús á þremur hæðum á lóð nr. 100 við Úlfarsbraut. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021.
Stærð: 688,5 ferm., 1.915,6 rúmm. Erindi fylgir orkureikningur á fylgiblaði, aðaluppdrættir nr. A.01.1, A.01.2, A.01.3, A.01.4, A.02.1, A.03.1 og A.03.2 dags. 3. mars 2021. Gjald kr.12.100
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021 samþykkt.
14.21 Úlfarsbraut 106, Fjölbýlishús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. mars 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja sex íbúða fjölbýlishús á þremur hæðum á lóð nr. 106 við Úlfarsbraut. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021.
Stærð: 688,5 ferm., 1.915,6 rúmm. Erindi fylgir orkureikningur á fylgiblaði dags.4. mars 2021, aðaluppdrættir nr. A.01.1, A.01.2, A.01.3, A.01.4, A.02.1, A.03.1, A.03.2 og A.04.1 dags. 9. mars 2021. Gjald kr.12.100
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021 samþykkt.
15.21 Barmahlíð 7, (fsp) stækkun bílskúrs
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. febrúar 2021 var lögð fram fyrirspurn Bessa Gíslasonar dags. 10. febrúar 2021 um stækkun bílskúrs á lóð nr. 7 við Barmahlíð, samkvæmt uppdr. Andrésar Narfa Andréssonar dags. 8. febrúar 2021. Fyrirspurnininni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021.
16.21 Bárugata 29, Svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. apríl 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að koma fyrir svölum á austurhlið íbúðar 0201 á 2. hæð í íbúðarhúsi á lóð nr. 29 við Bárugötu.
Gjald kr. 12.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
17.21 Hverfisgata 37, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Mána Snæs Hafdísarsonar dags. 30. mars 2021 um breytingu á notkun rýmis á jarðhæð hússins á lóð nr. 37 við Hverfisgötu sem felst í að heimilt verði að starfrækja þar veitingastað. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021 samþykkt.
18.21 >Kambsvegur 27, (fsp) stækkun húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. febrúar 2021 var lögð fram fyrirspurn Jóhanns Rúnars Kjartanssonar dags. 9. febrúar 2021 um stækkun hússins á lóð nr. 27 við Kambsveg, samkvæmt skissu ódags. Einnig er lagður fram tölvupóstur Jóhann Rúnar Kjartansson, ásamt tillögum, dags 31. mars 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021 samþykkt.
19.21 Laugavegur 21, (fsp) gróðurhús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 19. mars 2021 var lögð fram fyrirspurn Jóns Ágústs Hreinssonar dags. 1. mars 2021 um að koma fyrir ca. 12 fm gróðurhúsi tímabundið á núverandi útisvæði lóðarinnar nr. 21 við Laugaveg. Einnig er lögð fram yfirlitsmynd. Fyrirspurninni var frestað, fyrirspyrjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa, og er nú lagt fram að nýju ásamt teikningum ódags. og skissu á ljósmynd.
Ekki gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Erindinu jafnframt vísað til meðferðar skrifstofu reksturs og umhirðu Reykjavíkurborgar.
20.21 Seljavegur 17, (fsp) svalaþakgluggi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. mars 2021 var lögð fram fyrirspurn Volha Shamkuts dags. 23. febrúar 2021 um að setja svalaþakglugga í stað núverandi þakglugga á húsið á lóð nr. 17 við Seljaveg, samkvæmt tillögum/skissum ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021.
21.21 Baldursgata 24A, Reyndarteikningar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. mars 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í að stærðir hafa verið uppfærðar, kalt þak hefur verið byggt ofan eldra þak bakhúss, mhl.01, og því breytt í íbúðarrými, einnig hefur aðalinngangur verið færður til, stiga í forhúsi og innra skipulagi breytt í íbúðarhúsi, mhl. 02, á lóð nr. 24A við Baldursgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. apríl 2021.
Stækkun: Mhl.01, bakhús: x.xx ferm., x.xx rúmm. Mhl.02, íbúðarhús: x.xx ferm., x.xx rúmm. Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 15. mars 2021. Gjald kr. 12.100
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. apríl 2021 samþykkt.
22.21 Esjugrund 20, Breyta skráningu bílskúrs
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. apríl 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun bílskúrs fyrir starfsemi bón og þvottastöðvar sbr. umsókn í húsi nr. 20 á lóð nr. 20 við Esjugrund. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. apríl 2021.
Stærð er óbreytt. Erindi fylgir samþykki eiganda móttekið þann 23. mars 2021 og afrit teikningar nr. 001 sem samþykkt var 5.12.1994. Gjald kr.12.100
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. apríl 2021.
23.21 Fagribær 13, (fsp) stækkun húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. apríl 2021 var lögð fram fyrirspurn Jóns Björgvins Stefánssonar dags. 26. janúar 2021 um að stækka húsið á lóð nr. 13 við Fagrabæ, samkvæmt tillögu/skissu ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021 samþykkt.
24.21 Hesthamrar 9, Áður gerðar breytingar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. apríl 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í að gerður var kjallari undir allt húsið með þremur íbúðareiningum og bílskýli lokað í einbýlishúsi á lóð nr. 9 við Hesthamra. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 12.100
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021.
25.21 Háskólinn í Reykjavík - Nauthólsvegur 83, 85, 87 og 89, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. desember 2020 var lögð fram fyrirspurn Kanon arkitekta ehf. dags. 2. desember 2020 ásamt bréfi dags. 2. desember 2020 um breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík vegna lóðanna nr. 83, 85, 87 og 89 við Nauthólsveg sem felst í fjölgun íbúða um 10 úr 415 íbúðum í 425 íbúðir, fækkun byggingarreita fyrir svonefnd stakstæð hús á reit A og B úr tveimur í eitt fyrir hvorn reit, stækkun byggingarreits fyrir stakstæð hús ásamt því að leyfilegur hæðafjöldi verði þrjár hæðir í stað tveggja til þriggja hæða, á fyrstu hæð stakstæðs húss á reit B verði gert ráð fyrir félagsaðstöðu fyrir íbúðir háskólagarðanna og íbúðir deiliskipulagssvæðisins munu dreifast á reiti A, B, C í stað A, B, C og D en ekki verði gert ráð fyrir íbúðum á reit D, samkvæmt tillögu Kanon arkitekta ehf. dags. 12. október 2020. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. mars 2021.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. mars 2021 samþykkt.
26.21 Hraunbær 133, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Teiknistofunnar Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 18. janúar 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hraunbæjar-Bæjarháls vegna lóðarinnar nr. 133 við Hraunbæ. Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað um 6 úr 58 íbúðum í 64 íbúðir, bílastæðakrafa er lækkuð lítillega úr 1 stæði pr. íbúð í 0,9 stæði pr. íbúð, skilgreindur er nýr byggingarreitur fyrir sorpgerði milli byggingarreita A3 og A1 og gerðar eru breytingar á sérskilmálum til samræmis við reit C, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 12. janúar 2021. Einnig eru lagðir fram fyrirspurnarteikningar dags. 15. og 18. janúar 2021. Tillagan var auglýst frá 2. mars 2021 til og með 13. apríl 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ingi B. Erlingsson f.h. bílastæðasjóðs Hraunbæjar 118-140 dags. 8. apríl 2021, Jóhanna Ýr Hallgrímsdóttir f.h. húsfélagsins í Hraunbæ 144 dags. 8. apríl 2021 og Tómas Hansson dags. 13. apríl 2021.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
27.21 Iðufell 16, Skrifstofugámar fyrir starfsfólk leikskóla
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. apríl 2021 þar sem sótt er um leyfi til að setja niður skrifstofugám, sem er settur saman með tveimur gámum, og þjóna á sem bráðabirgðaskrifstofa fyrir stafsfólk á lóð nr. 16 við Iðufell.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. febrúar 2021 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 8. febrúar 2021.
Stærð: 57,2 ferm., 193,4 rúmm. Gjald kr. 12.100
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
28.21 Kleifarvegur 12, Stækka stofu út á svalir - op í vegg
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. febrúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka stofu á kostnað svala, bæta við glugga á suðurhlið og fjarlægja burðarvegg að hluta í íbúð 0101 í tvíbýlishúsi á lóð nr. 12 við Kleifarveg. Erindi var grenndarkynnt frá 9. mars 2021 til og með 9. apríl 2021. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 7.0 ferm., 18.9 rúmm. Erindi fylgir yfirlýsing burðarvirkishönnuðar sem afrit af tölvupósti dags. 6. nóvember 2020 og samþykki eigenda íbúðar 0001 dags. 18. nóvember 2020 og yfirlit breytinga á uppdráttum samþykktum16. júlí 2019. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. janúar 2021 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. janúar 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 1. febrúar 2021. Gjald kr. 11.200
Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
29.21 Kleifarvegur 14, Breyting - svalir + bílskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. apríl 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að grafa frá suðurhlið bílskúrs og breyta honum í vinnustofu, gera nýja glugga og hurðir, fjarlægja milligólf og breyta innra skipulagi, einnig er handrið á svölum íbúðarhúss hækkuð til samræmis við byggingareglugerð og hurðarop út á svalir fyrstu hæðar stækkað og hurð breytt í rennihurð í einbýlishúsi á lóð nr. 14 við Kleifarveg.
Gjald kr. 12.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
30.21 Njálsgata 37, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. mars 2021 var lögð fram fyrirspurn Jakobssona ehf. dags. 12. febrúar 2021 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.190.0, Njálsgötureitur 1, vegna lóðarinnar nr. 37 við Njálsgötu sem felst í fjölgun íbúða þannig að í húsnæðinu verði sex íbúðir. Um er að ræða breytingu á 2. og 3. hæð hússins sem felst í að heimilt verði að vera með tvær íbúðir á hvorri hæð. Jafnframt er óskað eftir að setja svalir á bakhlið 2. og 3. hæðar hússins, samkvæmt uppdr. Benjamíns Magnússonar ehf. dags. 15. september 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021 eru ekki gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.
31.21 Reykjavíkurflugvöllur, staðsetning þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. júlí 2018 var lagt fram bréf Dómsmálaráðuneytisins dags. 10. júlí 2018 þar sem farið er þess á leit að skipulagsyfirvöld í Reykjavík móti tillögur um staðsetningu þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar á flugvallarsvæðinu til framtíðar. Einnig er lögð fram skýrsla Þorgeirs Pálssonar til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra dags. í ágúst 2017 um hlutverk Reykjavíkurflugvallar í öryggiskerfi landsins. Jafnframt er lagt fram minnisblaðið Teiknistofunnar Stiku dags. 13. janúar 2021 varðandi staðsetningu þyrluskýlis fyrir Landhelgisgæsluna. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til meðferðar deildarstjóra aðalskipulags.
32.21 Stekkjarsel 7, Afmörkun aukaíbúðar í kjallara og óútgröfnu rými breytt í tómstundarrými
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. apríl 2021 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem eru að breyta geymslu í kjallara í aukaíbúð og óútgröfnu rými er breytt tómstundarrými í einbýlishúsi á lóð nr. 7 við Stekkjarsel.
Stækkun, óútgrafið rými: 59,4 ferm., 149,6 rúmm. Erindi fylgir bréf umsækjanda dags. 16. mars 2021. Gjald kr.12.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
33.21 Sæmundargata 15, Viðbótarrými - spennistöð, geymsla
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. apríl 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN058493 þannig að gerð eru viðbótartæknirými við skábraut í bílakjallara, innra skipulagi breytt í tæknirými og inntaksrými stækkað á kostnað tveggja bílastæða í kjallara húss Alvotech á lóð nr. 15-19 við Sæmundargötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 16. mars 2021, uppfærð brunahönnun dags. 16. mars 2021 og yfirlit breytinga. Stækkun: 45,8 ferm., 222,5 rúmm. Eftir stækkun: 12.408,8 ferm., 58.050,1 rúmm. Gjald kr. 12.100
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021 samþykkt.
34.21 Brautarholt 16, (fsp) hækkun húss um tvær hæðir o.fl.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. mars 2021 var lögð fram fyrirspurn Jóhönnu Kristínar Björnsdóttur dags. 9. mars 2021 um að hækka hússið á lóð nr. 16 við Brautarholt um tvær hæðir, innrétta sem íbúðir, koma fyrir svölum, stækka glugga og byggja stiga- og lyftuhús og hjóla- og vagnageymslur. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021 samþykkt.
35.21 Bústaðavegur 87, Hækka ris og byggja kvisti, þvottaherbergi skipt upp.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. apríl 2021 þar sem sótt er um leyfi til að hækka þak og byggja tvo kvisti og viðbyggingu til suðurs ásamt því að koma fyrir svölum og breyta innra skipulagi íbúðar 0201, auk þess að skipta upp þvottaherbergi og gera hurð út í garð á 1. hæð í húsi á lóð nr. 87 við Bústaðaveg.
Stækkun: 74,8.2 ferm., 153.8 rúmm. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
36.21 Bústaðavegur 89, Nýjar svalir á 2. hæð og innribreytingar á 3 og 1 hæð sbr. BN056313
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. apríl 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi, BN056313, þannig að innra skipulagi er breytt í risi og er þar komið fyrir eldhúsi, svalir gerðar á 2. hæð og hurð út í garð, auk þess að skipta upp þvottaherbergi og gera hurð út í garð á 1. hæð í húsi á lóð nr. 89 við Bústaðaveg.
Stækkun frá áður samþykktu er: 9,6 ferm., 40,5 rúmm. Gjald kr. 12.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
37.21 Einarsnes 74, (fsp) vistvænt hús
Lögð fram fyrirspurn Ásmundar Vilhjálmssonar og Rebekku Sólar Ásmundsdóttur dags. 24. mars 2021 um að reisa vistvænt hús á baklóð Einarsness 74 með innkeyrslu vestanmegin við húsið.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
38.21 Grettisgata 9A, Íbúð kjallara - geymsluskúr
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. febrúar 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. febrúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að reisa geymsluskúr, mhl.02, hækka kjallaragólf og gera nýja íbúð í kjallara íbúðarhúss á lóð nr. 9A við Grettisgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021.
Stækkun: x.xx ferm., x.xx rúmm. Erindi fylgir hluti úr lóðaruppdrætti 1.172.2 dags. 4. desember 2018. Gjald kr. 12.100
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021.
39.21 Grettisgata 9B, Íbúð kjallara - geymsluskúr
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. febrúar 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. febrúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að reisa geymsluskúr, mhl.02, hækka kjallaragólf og gera nýja íbúð í kjallara íbúðarhúss á lóð nr. 9B við Grettisgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021.
Stækkun: x.xx ferm., x.xx rúmm. Erindi fylgir hluti úr lóðaruppdrætti 1.172.2 dags. 4. desember 2018. Gjald kr. 12.100
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021.
40.21 Melgerði 12, (fsp) bílskúr, stækkun húss og hækkun á þaki
Lögð fram fyrirspurn Ágústs Atla Jakobssonar dags. 10. apríl 2021 ásamt greinargerð ódags. um að gera bílskúr við austurhlið hússins á lóð nr. á lóð nr. 12 við Melgerði, stækka húsið til vestur og hækka þak hússins.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
41.21 Ármúli 38, Koma fyrir svalir á - 02-02 mhl. 03
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. apríl 2021 þar sem sótt er um leyfi til koma fyrir svölum á mhl. 03 rými 0202 á suðurhlið og inndregnar svalir með svalalokun á húsi á lóð nr. 38 við Ármúla.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. janúar 2021 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. janúar 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 11. janúar 2021 og samþykki meðeigenda dags. 5. janúar 2021. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
42.21 Ármúli 38, Koma fyrir svölum - 03-02 mhl. 02
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. apríl 2021 þar sem sótt er um leyfi til koma fyrir svölum á mhl. 02 rými 0302 á suðurhlið húss, á lóð nr. 38 við Ármúla.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 5. janúar 2021. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. janúar 2021 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. janúar 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 11. janúar 2021. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
43.21 Bakkastaðir 73-73b, (fsp) fjölgun bílastæða
Lögð fram fyrirspurn Kristínar Rögnvaldsdóttur dags. 7. apríl 2021 um fjölgun bílastæða á lóð nr. 73-37b um eitt og gera þar hleðslustæði fyrir rafbíla, samkvæmt skissu á ljósmynd. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021 samþykkt.
44.21 Háaleitisbraut 14-18, (fsp) fjölgun bílastæða
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. mars 2021 var lögð fram fyrirspurn Ingu Huldar Tryggvadóttur dags. 8. mars 2021 um að fjölga bílastæðum á lóð nr. 14-18 við Háaleitisbraut um 6-12 stæði. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021 samþykkt.
45.21 Miklabraut 68, (fsp) verönd
Lögð fram fyrirspurn Kristins Rafnssonar dags. 30. mars 2021 um að gera verönd ofan á viðbyggingu á 2. hæð hússins á lóð nr. 68 við Miklubraut, samkvæmt uppdr. Skipulags- arkitekta- og verkfræðistofunnar ehf. dags. 19. mars 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021 samþykkt.
46.21 Akurgerði 7, Anddyri - lokun svala - niðurrif burðarveggja o.fl.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. apríl 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að gera létta viðbyggingu við anddyri, loka svölum á suðurhlið og fjarlæga útvegg þar fyrir innan, síkka glugga á vesturhlið og gera hurð út á verönd, fjarlæga hluta burðarveggja á neðri hæð auk minni háttar breytingum á innra skipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 7 við Akurgerði.
Stækkun: 5.4 ferm., 13.9 rúmm. Erindi fylgir afrit af aðaluppdrætti stimpluðum 18. nóvember 1953 og yfirlit breytinga á afriti af sömu teikningu. Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. mars 2021 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021 og bréf skipulagsfulltrúa dags. 15. mars 2021. Gjald kr. 11.200
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
47.21 Birkimelur 6-6B, stækkun lóða
Lagt fram bréf Landupplýsingadeildar dags. 13. apríl 2021 um stækkun lóðanna að Birkimel 6-6B, samkvæmt lóðauppdrætti umhverfis- og skipulagssviðs dags. 9. apríl 2021.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
48.21 Brekknaás, nýtt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að deiliskipulagi fyrir 6 lóðir við Brekknás og Vindás 1.8 ha af stærð. Svæðið er skilgreint sem íbúðarsvæði í Aðalskipulagi Reykjavikur 2010-2030 með síðari breytingum. Í aðalskipulagi segir að leyfilegt sé uppbygging á 60 íbúðum auk búsetukjarna fyrir fatlaða, samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 29. janúar 2021. Tillagan var auglýst frá 2. mars 2021 til og með 13. apríl 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Telma Dögg Óskarsdóttir dags. 20. mars 2021, Pálmi Jón Gíslason dags. 12. apríl 2021, Steinunn Þorleifsdóttir dags. 12. apríl 2021, Veitur ohf. dags. 13. apríl 2021, Kamilla Mist Gísladóttir dags. 13. apríl 2021, Gerður Ríkharðsdóttir, tveir póstar, dags. 13. apríl 2021, Matthías Pálmason dags. 13. apríl 2021, Adolf Freyr dags. 13. apríl 2021, Friðrik Þorbergsson dags. 13. apríl 2021 og Jóhanna Gunnarsdóttir dags. 13. apríl 2021.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
49.21 Krókháls 5-5G, staðsetning ökutækjaleigu
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 19. mars 2021 var lagt fram bréf Samgöngustofu dags. 16. mars 2021 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Jovita Marcikoniene f.h. Rijo Campers ehf. um að reka ökutækjaleigu að Krókhálsi 5A, lóð nr. 5-5G við Krókháls. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021 samþykkt.
50.21 Krókháls 7, Tvö skrifstofuhúsnæði úr krosslímdum timbureiningum
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. apríl 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tvö einnar hæðar skrifstofuhús úr krosslímdum timbureiningum ásamt þremur auglýsingaskiltaturnum á lóð nr. 7 við Krókháls.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. ágúst 2020.
Erindi fylgja útreikningar á varmatapsramma dags. 19. mars 2021, greinargerð hönnunarstjóra um ábyrgðarsvið hönnuða ódagsett og greinargerð um brunavarnir frá Örugg, verkfræðistofa dags. 23. mars 2021.
Stærð, mhl. 01: 139,8 ferm., 378,4 rúmm. Mhl. 02: 248,2 ferm., 673,4 rúmm. Samtals: 388 ferm., 1.051,8 rúmm. Gjald kr. 12.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
51.21 Kjalarnes, Kalkslétta 1, ósk um umsögn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 19. mars 2021 var lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 12. mars 2021 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Íslenska Gámafélagsins um starfsleyfi fyrir móttökustað fyrir úrgang að Kalksléttu 1 á Kjalarnesi. Óskað er eftir umsögn um hvort starfsemin samræmist skipulagi og hvort fyrirhugaðar séu breytingar sem geta komi í veg fyrir starfsleyfi í 12 ár. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021 samþykkt.
52.21 Smiðjustígur 13, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Ingólfs Freys Guðmundssonar dags. 19. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.151.4 vegna lóðarinnar nr. 13 við Smiðjustíg. Í breytingunni felst að mænisstefna nýbyggingar á lóð er snúin þannig að hún verði samhliða Lindargötu, nýbyggingar á skipulagi verði skilgreinindar fyrir atvinnustarfssemi, stækka byggingarreit nýbyggingar lítillega, bæta við byggingarreit á lóð vestan gamla hússins fyrir byggingu neðanjarðar, bæta við einu bílastæði á lóð og fella niður kvöð um að nýbygging á lóðinni skuli bárujárnsklædd, samkvæmt uppdr. Kollgátu, dags. 12. mars 2021.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.
53.21 Týsgata 6, Þak, kvistir, útistigi, skúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. apríl 2021 þar sem sótt er um leyfi til að hækka ris og byggja fjóra kvisti, rífa skúr á baklóð og byggja nýjan í suðvesturhorni lóðar ásamt vegg til að loka lóð að Óðinstorgi og til að gera nýjan utanáliggjandi stiga með inngöngum og svölum á 1. og 2. hæð þríbýlishúss á lóð nr. 6 við Týsgötu.
Erindi fylgir samþykki eigenda dags. 27. mars 2021. Niðurrif, mhl. 02: xx ferm., 37,2 rúmm. Nýr mhl. 02: 27,4 ferm., 79,8 rúmm. Stækkun mhl. 01: xx ferm., xx rúmm. Eftir stækkun: 305,4 ferm., 782,4 rúmm. Gjald kr. 12.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
54.21 Viðarhöfði 2, (fsp) breyting á notkun hússins
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 19. mars 2021 var lögð fram fyrirspurn RVK MMA ehf. dags. 4. mars 2021 ásamt bréfi og fylgiskjölum dags. 4. mars 2021 um breytingu á notkun rýmis merkt 01 0205 í húsinu á lóð nr. 2 við Viðarhöfða úr iðnaði í heilsurækt og bardagalist. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021 samþykkt.
55.21 Grensásvegur 8 og Eirhöfði 13 og 15, starfsemi Ísteka ehf.
Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar dags. 14. apríl 2021 um hvort starfsemi Ísteka ehf. að Grensásvegi 8 og Eirhöfða 13 og 15 samræmist skipulagi. Einnig er lögð fram tilkynning Ísteka ehf. til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um matsskyldu dags. 23. mars 2021.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
56.21 Rofabær 7-9, Fjölbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. apríl 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tveggja og fjögurra hæða steinsteypt fjölbýlishús með 31 íbúð, einangrað og klætt að utan, á kjallara með 27 bílastæðum, 38 hjólastæðum og atvinnu- og þjónusturýmum á hluta jarðhæðar á lóð nr. 7-9 við Rofabæ.
Erindi fylgir minnisblað um hljóðráðgjöf frá Myrru hönnunarstofu dags. 23. febrúar 2021 og brunavarnartexti frá Lotu, dags. 29. mars 2021.
Stærð, A-rými: 3.894,2 ferm., 12.290,6 rúmm. B-rými: xx ferm., xx rúmm. Samtals A- og B-rými: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 12.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.