Borgartún 34-36, Efstasund 67, Gjúkabryggja 4, Rauðarárst 31-Þverh18, Skaftahlíð 7, Dalhús 72, Flókagata 13, Grettisgata 63, Grettisgata 72, Lambhagavegur 7, Njálsgata 65, Pósthússtræti 3 og 5, Rafstöðvarvegur 29, Snorrabraut 60, Tjarnargata 30, Hólmsland-Dalbær, Hrossnes 10-16 - Almannadalur, Kjalarnes, Nesvík, Kuggavogur 2, Langavatnsvegur 3, Litlahlíð, Sævarhöfði 2-2A, Sólheimar 14, Urðarbrunnur 13, Urðarbrunnur 46, Úlfarsbraut 14, Ásvallagata 60, Brautarholt 26-28, Esjugrund 20, Fagribær 13, Hesthamrar 9, Höfðabakki 9, Laugavegur 51, Sundaborg 1-15 og 8, Túngata 5, Vesturvallagata 7, Grandavegur 47, Heiðargerði 11, Laugavegur 20B, Sólvallagata 10, Sæmundargata 15, Hlemmur, reitur 1.240.0, Borgartúnsreitur vestur 1.216, Skúlagötusvæði, Barmahlíð 43 og 45, Bárugata 14, Brúnavegur 4, Hvassaleitisskóli, Hverfisgata 46, Kringlan 4-12, Mýrargata 18, Nýlendugata 14, Klapparstígur 16, Úlfarsbraut 22-24, Akurgerði 8, Ánanaust, endurgerð sjóvarnargarðs, Brúnavegur 13, Lækjargata 1, Ægisíða 62, Hraunbær 133,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

815. fundur 2021

Ár 2021, föstudaginn 9. apríl kl. 09:05, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 815. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Lilja Grétarsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Björn Ingi Edvardsson, Birkir Ingibjartsson, Haukur Hafliði Nínuson, Ingvar Jón Bates Gíslason, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Ólafur Melsted og Hildur Gunnarsdóttir. Ritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:


1.21 Borgartún 34-36, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Gunnars Sigurðssonar dags. 6. nóvember 2020 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 34-36 við Borgartún sem felst í fjölgun íbúða, lækkun á hámarkshæð byggingarinnar í 8 hæðir , víkja frá kröfu um stærð íbúða efst í stigagöngum, tilslökun á forskrift að útliti og efnisnotkun, tilfærslu á geymslum og bílageymslum milli hæða, uppfærslu á bílastæðabókhaldi miðað við fjölda íbúða og tilslökun á lá- og lóðréttum byggingarreitum, samkvæmt fyrirspurnartillögu Tvíhorfs ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2020. Jafnframt lagt fram bréf Tvíhorfs dags. 19. mars 2021 og breytt tillaga dags. 25. mars 2021.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

2.21 Efstasund 67, Hækka þak, kvistir, svalir og áður gerðum skúr og bilastæði flutt
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til að hækka og endurinnrétta rishæð, skipta lóð í tvo sérafnotafletti, framlóð tilheyri eign 0101 og baklóð eign 0001 og eru bílstæði aðskilin frá hverju öðru og er bílastæði 0001 flutt í suð-austur horn lóðar auk þess sem gerð er grein fyrir áður gerðum skúr í norðvestur horni lóðar nr. 67 við Efstasund. Einnig eru lögð fram tvö viðbótarskjöl Alark arkitekta dags 3. mars 2021 og 26. mars 2021 þar sem umsóknin er borin saman við gildandi deiliskipulag. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 4. febrúar 2021 og samþykki eigenda á Efstasundi nr. 65, 68, 69 og Skipasunds nr. 60 dags. 4. febrúar 2021. Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. mars 2021, umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021 og bréf skipulagsfulltrúa dags. 15. mars 2021. Hækkun rís: 56,5 ferm., 133,6 rúmm. Skúr stærð er : 24,4 ferm., 64,8 rúmm. Gjald kr. 12.100

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021samþykkt.

3.21 Gjúkabryggja 4, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Hugrúnar Þorsteinsdóttur dags. 25. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vegna lóðarinnar nr. 4 við Gjúkabryggju (reitur D). Í breytingunni felst að heimilt verði að fjölga íbúðum ásamt því að fjölga bílastæðum í kjallara lóðar D, dýpka byggingarreit og lengja byggingarreit 4. hæðar í norðvesturhorni byggingarreits, samkvæmt uppdr. M11 teiknistofu dags. 26. janúar 2021.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.


4.21 Rauðarárst 31-Þverh18, Þverholt 18 - Breyta í íbúðir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að innrétta 33 nýjar íbúðir með aðkomu frá Þverholti, með geymslum og 6 vinnustofum á jarðhæð skrifstofu- og atvinnuhúsnæðis (mhl.06) við Þverholt 18 á lóðinni Rauðarárstígur 31- Þverholt 18.
Erindi fylgir lóðauppdráttur 1.244.0 dags. 16. ágúst 2016, hæðablað teiknað í apríl 1968 og mæliblað 1.244.0 síðast breytt 23. janúar 1992. Gjald kr. 12.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

5.21 Skaftahlíð 7, (fsp) svalir
Lögð fram fyrirspurn Jóhanns Kristjánssonar dags. 12. mars 2021 um að setja svalir í ris hússins á lóð nr. 7 við Skaftahlíð. Einnig er lagt fram samþykki eigenda, dags. 11. mars 2021, á teikningu sem sýnir fyrirhugaðar breytingar, dags. 17. febrúar 2020, fundargerð húsfélagsfundar Skaftahlíðar 7, dags. 11. mars 2021 og greinargerð Arktika arkitekta, dags. 27. mars 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9, apríl 2021.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021.

6.21 Dalhús 72, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Krads ehf. dags. 4. mars 2021 um stækkun hússins á lóð nr. 72 við Dalhús, samkvæmt tillögu dags. 25. febrúar 2021.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

7.21 Flókagata 13, (fsp) hækkun á þaki og kvistir
Lögð fram fyrirspurn Marteins Sindra Jónssonar dags. 22. mars 2021 um að hækka þak hússins á lóð nr. 13 við Flókagötu og setja kvisti. Einnig er lögð fram tillaga ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

8.21 Grettisgata 63, (fsp) hækkun hússins o.fl.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. mars 2021 var lögð fram fyrirspurn Gísla Rúnars Harðarsonar dags. 19. mars 2021 ásamt greinargerð ódags. um hækkun hússins á lóð nr. 63 við Grettisgötu um eina hæð og setja kvisti og svalir á húsið. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021.

9.21 37">Grettisgata 72, Stálsvalir suðurhlið
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. janúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir léttum stálsvölum á íbúð 0201 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 72 við Grettisgötu. Erindi var grenndarkynnt frá 15. febrúar 2021 til og með 24. mars 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Margrét Einarsdóttir dags. 19. febrúar 2021 og 23. mars 2021. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. mars 2021 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda áritað á uppdrátt. Gjald kr. 12.100

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021 samþykkt.

10.21 Lambhagavegur 7, Breytingar - lóðarfrágangur, gluggar, hurðir o.fl. sbr. BN055624
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. mars 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN055624 þannig að innra skipulagi, gluggum og hurðum er breytt, til að byggja nýtt milliloft, koma fyrir skilti á vesturhlið, bæta við innkeyrslu á vesturhluta lóðar, koma fyrir skábraut að innkeyrsluhurðum, færa austur innkeyrslu, í og við hús á lóð nr. 7 við Lambhagaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021.
Erindi fylgir umsögn brunahönnuðar dags. 9. mars 2021. Milliloft, 0202: 141,7 ferm. Gjald kr. 12.100


Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021.

11.21 Njálsgata 65, Áfangaheimili fyrir konur
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til að endurbyggja og stækka svalir, gera nýjan flóttastiga, breyta útitröppum og innra skipulagi og innrétta þrettán íbúða áfangaheimili í húsi á lóð nr. 65 við Njálsgötu.
Erindi fylgir greinargerð um brunamál dags. 25. janúar 2021. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. mars 2021 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2021. Gjald kr. 12.100

Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Njálsgötu 67 og Barónsstíg 33.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.


12.21 Pósthússtræti 3 og 5, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 26. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar, með síðari breytingum, vegna lóðanna nr. 3 og 5 við Pósthússtræti. Í breytingunni felst færsla á lóðamörkum lóðanna um 1,5 metra þannig að lóð nr. 3 minnkar og lóð nr. 5 stækkar sem því nemur, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 26. mars 2021.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.


13.21 Rafstöðvarvegur 29, (fsp) svalir og kvistur
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. mars 2021 var lögð fram fyrirspurn Guðjóns Ólafs Sigurbjartssonar dags. 19. mars 2021 um að setja svalir á 1. hæð hússins með aðgengi út í garð ásamt því að setja kvist á húsið og svalir fyrir framan kvistinn, samkvæmt tillögu ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021 samþykkt.

14.21 Snorrabraut 60, Viðbygging - mhl.02
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. mars 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu, mhl.02, til suðausturs við núverandi hús, mhl.01, 4-hæða fjölbýlishús með 35 íbúðum, geymslum í kjallara og verslunar- og þjónusturýmum á jarðhæð á lóð nr. 60 við Snorrabraut. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021.
Stækkun: 3.781,6 ferm., 13.178,5 rúmm. Erindi fylgir lóðauppdráttur 1.193.4 dags. 10. september 2019, hæðablað teiknað í nóvember 2020, skýrsla verkfræðistofunnar Örugg um brunahönnun dags. 2. mars 2021 og ódagsett tafla yfir útreiknað leiðnitap byggingarhluta. Gjald kr. 12.100

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021.

15.21 Tjarnargata 30, Stækkun bakinngangs
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að gera nýjan bakinngang með aðgengi að bílgeymslu á suðurhlið milli íbúðarhúss og bílgeymslu á lóð nr. 30 við Tjarnargötu.
Stækkun: 4.5 ferm., 11.5 rúmm. Erindi fylgir afrit af teikningum Nexux arkitekta dags. 28. apríl 2015. Gjald kr. 12.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

16.21 Hólmsland-Dalbær, (fsp) framlenging veggja undir skyggni
Lögð fram fyrirspurn Björns Björnssonar dags. 26. mars 2021 um framlengingu veggja undir skyggni hússins að Dalbæ í Hólmslandi, samkvæmt tillögu dags. 1. október 2020 .

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

17.21 Hrossnes 10-16 - Almannadalur, (fsp) uppbygging
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. mars 2021 var lögð fram fyrirspurn Hestamannafélagsins Fáks dags. 17. mars 2021 ásamt bréfi dags. 16. mars 2021 um að byggja fjögur hesthús og reiðskemmu á lóð nr. 10-16 við Hrossnes í Almannadal. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.

Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað.

18.21 Kjalarnes, Nesvík, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Plúsarkitekta ehf. að deiliskipulagi fyrir Nesvík á Kjalarnesi, sem felst í uppbyggingu á ferðaþjónustu á jörðinni. Áformin eru að reisa hótel og heilsulind með allt að 100 herbergjum auk 12 stakstæðra húsa sem verða leigð út sem gistirými og þjónustuð af hótelinu. Hönnun og frágangur miðar að því að halda í staðaranda Nesvíkur og falla sem best að landi, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Plúsarkitekta ehf. dags. 26. mars 2020 síðast br. 22. janúar 2021. Einnig er lögð fram fornleifaskráning Fornleifastofnunar Íslands dags. 2019, húsakönnun Fornleifastofnunar Íslands dags. 2020, greinargerð ásamt umhverfisskýrslu dags. 22. janúar 2021 br. 8. apríl 2021, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 6. janúar 2021. Jafnframt er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 10. desember 2020 og bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 22. mars 2021. Tillagan var auglýst frá 12. febrúar 2021 og með 26. mars 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Vegagerðin dags. 10. mars 2021, Skipulagsstofnun dags.12. mars 2021, Veðurstofa Íslands dags. 24. mars 2021 og Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 26. mars 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. apríl 2021.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. apríl 2021, sbr. a. lið 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr.1020/2019.

19.21 Kuggavogur 2, Breytingar - BN058761
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN058761 þannig að gólfkóti kjallara er lækkaður og bætt við hæð ofaná hús A, sem er Dugguvogur 13 á lóð nr. 2 við Kuggavog.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 22. mars 2021, brunahönnun frá Mannvit dags. 23. mars 2021 og yfirlit breytinga. Stækkun, A-rými: xx ferm., xx rúmm. B-rými: xx ferm., xx rúmm. Eftir stækkun, A-rými: 12.973,5 ferm., 39.377,6 rúmm. B-rými: 677,8 ferm. Gjald kr. 12.100

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

20.21 Langavatnsvegur 3, (fsp) uppbygging
Lögð fram fyrirspurn Júlíusar Júlíussonar dags. 6. apríl 2021 ásamt greinargerð ódags. um uppbyggingu á landi Langavatnsvegar 3, samkvæmt tillögu ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

21.21 Litlahlíð, framkvæmdaleyfi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. mars 2021 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 12. mars 2021 um framkvæmdaleyfi vegna breytingu/ þrengingu á götum í Litluhlíð, gerð undirganga undir Litluhlíð og göngu- og hjólastíg um undirgögn, stígtengingar og stofnlagnir vatns-, hita-, raf- og fráveitu. Einnig er gert ráð fyrir gróðursvæðum, landmótun, lýsingu við götu, stíga og undirgöngum, umferðarljósum, skiltum og merkingum. Einnig er lagt fram teikningasett dags. í febrúar 2021. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. apríl 2021.

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 8. apríl 2021. Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í . gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1472/2020.


22.21 Sævarhöfði 2-2A, staðsetning ökutækjaleigu
Lagt fram bréf Samgöngustofu dags. 26. mars 2021 þar sem óskað er eftir umsögn vega umsóknar Sverris Viðars Haukssonar f.h. Leigubíla ehf. um að reka ökutækjaleigu að Sævarhöfða 2, lóð nr. 2-2A við Sævarhöfða. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021 samþykkt.

23.21 Sólheimar 14, (fsp) stækkun húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. febrúar 2021 var lögð fram fyrirspurn Andra Gunnars Lyngbergs Andréssonar dags. 8. febrúar 2021 um stækkun fjölbýlishúss á lóð nr. 14 við Sólheima sem felst í að stækka þriðju og efstu hæð hússins, samkvæmt tillögu Trípólí arkitekta ehf. dags. 8. febrúar 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021 samþykkt.

24.21 Urðarbrunnur 13, Einbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr á lóð nr. 13 við Urðarbrunn. Einnig eru lagðar fram uppfærðar teikningar dags. 23. mars 2021. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021.
Stærð: 340.4 ferm., 1126.3 rúmm. Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 9. mars 2021, mæliblað 5.053.6 dags. 6. júlí 2007, hæðablað 5.053.6 útgáfa B1 dags í maí 2007 og varmatapsútreikningar dags. 15. janúar 2021. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. febrúar 2021 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. febrúar 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 2. mars 2021. Gjald kr. 12.100

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021 samþykkt.

25.21 Urðarbrunnur 46, Einbýlishús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. mars 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús, einangrað og klætt að utan, með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 46 við Urðarbrunn. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa Urðarbrunns 44 dags. 18. febrúar 2021 og minnisblað um sambrunahættu dags. 18. febrúar 2021. Stærð, A-rými: 257,5 ferm., 953,7 rúmm. Gjald kr. 12.100

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021 samþykkt.

26.21 Úlfarsbraut 14, Breytingar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. mars 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN058349, þ.e. stigi milli hæða færður til, baðherbergi aðkomuhæðar stækkað, stallur í suðurhlið er felldur út, gluggi stigahúss færður og innra skipulagi efstu hæðar breytt í húsi á lóð nr. 14 við Úlfarsbraut. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021.
Stækkun: Að sögn hönnuðar helst heildarstærð húss óbreytt. Erindi fylgir bréf eiganda með samantekt breytinga og samþykki nágranna hús nr. 16 við Úlfarsbraut dags. 9 mars 2021 og aðaluppdrættir nr. A-01, A-02, A-03, A-04, A-05, A-06 og A-07 dags. mars 2021. Gjald kr.12.100


Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021 samþykkt.

27.21 Ásvallagata 60, Viðbygging
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. mars 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu, með snyrtingu í kjallara og stækkun við eldhús og nýrri aðkomu á 1. hæð, við norðvestur hlið einbýlishúss á lóð nr. 60 við Ásvallagötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021.
Stækkun: 20.6 ferm., 100.9 rúmm. Gjald kr. 12.100

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021 samþykkt.

28.21 Brautarholt 26-28, lóðabreyting
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. mars 2021 var lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breyttum lóðarmörkum lóðarinnar nr. 26-28 við Brautarholt, samkvæmt lóðaruppdrætti, dags. 12. mars 2021, og breytingarblaði, dags. 12. mars 2021. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 8.2 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020


29.21 Esjugrund 20, Breyta skráningu bílskúrs
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun bílskúrs fyrir starfsemi bón og þvottastöðvar sbr. umsókn í húsi nr. 20 á lóð nr. 20 við Esjugrund.
Stærð er óbreytt.
Erindi fylgir samþykki eiganda móttekið þann 23. mars 2021 og afrit teikningar nr. 001 sem samþykkt var 5.12.1994. Gjald kr.12.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

30.21 Fagribær 13, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Jóns Björgvins Stefánssonar dags. 26. janúar 2021 um að stækka húsið á lóð nr. 13 við Fagrabæ, samkvæmt tillögu/skissu ódag.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

31.21 Hesthamrar 9, Áður gerðar breytingar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í að gerður var kjallari undir allt húsið með þremur íbúðareiningum og bílskýli lokað í einbýlishúsi á lóð nr. 9 við Hesthamra.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 12.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

32.21 Höfðabakki 9, staðsetning ökutækjaleigu
Lagt fram bréf Samgöngustofu dags. 29. mars 2021 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Anthony Tómas Herman fyrir hönd Reykjavík Pop Up Campers ehf. um að reka ökutækjaleigu að Höfðabakka 9. Sótt er um leyfi fyrir 10 ökutækjum til útleigu. Einnig er lögð fram umsögn dags. 7. apríl 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. apríl 2021 samþykkt.

33.21 Laugavegur 51, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Vigdísar Rúnar Jónsdóttur dags. 25. mars 2021 um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 51 við Laugaveg úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. apríl 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. apríl 2021 samþykkt.

34.21 Sundaborg 1-15 og 8, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Sturlu Þórs Jónssonar dags. 18. desember 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Sundaborgar 1-15 og 8. Í breytingunni felst að bætt er við heimild í skilmála til að setja upp auglýsingaskilti á austurhlið Sundaborgar 1, samkvæmt uppdr. Sturlu Þórs Jónssonar arkitekts dags. 29. nóvember 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa. Lagt er til að tillagan fari í auglýsingu. Tillagan var auglýst frá 19. febrúar 2021 til og með 7. apríl 2021. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

35.21 Túngata 5, Reyndarteikningar - mhl.02 sbr. BN048461
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. mars 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. mars 2021 þar sem sótt er um samþykki á áður gerðri vinnustofu í bílskúr, mhl. 02, breyta glugga í hurð og einnig er verið að sækja um leyfi að byggja þak yfir bílastæði, við hús á lóð nr. 5 við Túngötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. apríl 2021.
Erindi fylgir húsaskoðun dags. 15. febrúar 2021. Bílskýli, B-rými: 60,1 ferm., 192,3 rúmm. Gjald kr. 12.100

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. apríl 2021 samþykkt.

36.21 Vesturvallagata 7, (fsp) aukning á byggingarmagni og fjölgun íbúða
Lögð fram fyrirspurn Sigríðar Ólafsdóttur dags. 19. mars 2021 ásamt greinargerð ódags. um að hækka hámarksbyggingarmagn á lóð og fjölga íbúðum hússins úr tveimur íbúðum í þrjár íbúðir.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

37.21 Grandavegur 47, (fsp) íbúðir á jarðhæð o.fl.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. mars 2021 var lögð fram fyrirspurn Jakobs Emils Líndals dags. 19. febrúar 2021 um að innrétta fjórar íbúðir á jarðhæð hússins á lóð nr. 47 við Grandaveg ásamt því að grafa frá suðausturhlið hússins, gera sérafnotasvæði og stækka glugga, samkvæmt tillögu/uppdr. dags. 18. febrúar 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021 samþykkt.

38.21 Heiðargerði 11, Yfirbyggðar svalir - áður gert og nýjar svalir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. febrúar 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. febrúar 2021 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðri framkvæmd sem er viðbygging ofan á svalir og jafnframt er sótt um nýjar svalir á 2. hæð suðvesturhliðar, á húsi á lóð nr. 11 við Heiðargerði. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021.
Samþykki nágranna Heiðagerði nr. 3 og 11 fylgir erindi ódags. Erindi fylgir bréf hönnuðar um ástand vegna leka og yfirbyggingu svala dags. 20. desember 2020. Bréf hönnuðar dags. 25. janúar 2021. Stækkun 13,5 ferm., 37,6 rúmm. Gjald kr. 11.200

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021.

39.21 Laugavegur 20B, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. mars 2021 var lögð fram umsókn Páls V. Bjarnasonar dags. 24. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.5, Laugavegs- og Skólavörðustígsreitir, vegna lóðarinnar nr. 20B við Laugaveg. Í breytingunni felst að heimilt verði að gera einnar hæðar viðbyggingu á bakhlið hússins með þaksvölum auk þess að gera inndregna þakhæð, tengibyggingu á millibyggingu milli hornhúss og risshúss, með kvisti til suðurs úr mænisþaki sem veitir aðgang að þaksvölum sem verða yfir endahúsinu. Við breytinguna hækkar nýtingarhlutfall lóðar, samkvæmt uppdr. P ARK teiknistofu sf. dags. 22. mars 2019, br. 20. febrúar 2020. Einnig eru lagðar fram umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 12. nóvember 2018 og 25. mars 2019 og umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 5. desember 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.


40.21 Sólvallagata 10, (fsp) hænsnakofi og gerði
Lögð fram fyrirspurn Huldu Þuríðar Aðalsteinsdóttur dags. 26. mars 2021 um staðsetningu hænsnakona og gerðis á lóð nr. 10 við Sólvallagötu, samkvæmt uppdr. Kreatívu teiknistofu ehf. dags. 19. september 2019 br. 22. mars 2021

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

41.21 Sæmundargata 15, Viðbótarrými - spennistöð, geymsla
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN058493 þannig að gerð eru viðbótartæknirými við skábraut í bílakjallara, innra skipulagi breytt í tæknirými og inntaksrými stækkað á kostnað tveggja bílastæða í kjallara húss Alvotech á lóð nr. 15-19 við Sæmundargötu.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 16. mars 2021, uppfærð brunahönnun dags. 16. mars 2021 og yfirlit breytinga. Stækkun: 45,8 ferm., 222,5 rúmm.
Eftir stækkun: 12.408,8 ferm., 58.050,1 rúmm. Gjald kr. 12.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

42.21 Hlemmur, reitur 1.240.0, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Hlemmur og nágrenni, eða deiliskipulag stgr. 1.240, Hlemmur og nágrenni og Hlemmur, umferðarskipulag, sem samþykkt var 19. mars 2020 í borgarráði og tók gildi við birtingu auglýsingar í B deild Stjórnartíðinda þann 7. apríl 2020. Breytingin felur í sér að norðvestur horn skipulagssvæðisins er teygt í norður meðfram Snorrabraut að efri mörkum grjótvarnargarðsins meðfram strandlengjunni. Vestari ytri mörk deiliskipulagsins fylgja áfram lóðarmörkum lóða sem liggja vestan megin við Snorrabraut, nú alla leið framhjá lóð við Skúlagötu nr. 21. Við þetta er borgarland fært sem hluti af deiliskipulagi Hlemms og nágrennis. Austari ytri mörk fylgja lóðamörkum Guðrúnartúns nr. 1. Frá lóðarlínum og norður að efri mörkum grjótvarnargarðsins meðfram strandlengjunni er miðað við að mörk deiliskipulagssvæðisins nái 35 m í hvora átt frá miðlínu Snorrabrautar. Gert er nánari grein fyrir stígagerð fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 25. janúar 2021 br. 8. apríl 2021. Tillagan var auglýst frá 19. febrúar 2021 til og með 7. apríl 2021. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

43.21 Borgartúnsreitur vestur 1.216, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vestur, afm. af Borgartúni, Snorrabraut, Sæbraut og Katrínartúni, samþykkt þann 7. apríl 2011. Þessi breyting felst í breyttum skipulagmörkum við Snorrabraut og Borgartún og er lögð fram vegna breytinga á aðliggjandi deiliskipulagi fyrir Hlemm og nágrenni. Breyta þarf gild. deiliskipulagi svo ekki verði skörun á skipulagsmörkum á milli deiliskipulagssvæða. Breytingin felur í sér að deiliskipulagsmörk eru færð að austurhlið lóðamarka Sætúns nr. 1. Þá eru deiliskipulagsmörk færð að lóðarmörkum lóða við Borgartún, það eru lóðir við Borgartún nr. 1, 3 og 7 ásamt suðurhlið lóðar við Sætún nr. 1, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 25. janúar 2021. Breytingin nær aðeins til götusvæða og borgarlands. Breyting á deiliskipulagi Hlemms og nágrennis verður auglýst samhliða þessari tillögu. Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki að auglýsa tillöguna. Tillagan var auglýst frá 19. febrúar 2021 til og með 7. apríl 2021. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

44.21 Skúlagötusvæði, breyting á deiliskipulagi vega breyttra skipulagsmarka við Snorrabraut
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis, samþykkt 13. maí 1986. Frá samþykkt hafa verið gerðar allnokkrar breytingar en sú nýjasta tók gildi þann 27. apríl 2020. Í breytingunni felst breyting á skipulagmörkum á austurenda svæðisins, nánar tiltekið deiliskipulagsmörk við Snorrabraut, vegna breytinga á aðliggjandi deiliskipulagi fyrir Hlemm og nágrenni. Þar stendur til að færa gatnamót Snorrabrautar ásamt borgarlandi inn í þá skipulagsáætlun, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 25. janúar 2021. Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki að auglýsa tillöguna. Tillagan var auglýst frá 19. febrúar 2021 til og með 7. apríl 2021. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

45.21 Barmahlíð 43 og 45, (fsp) hækkun á þaki
Lögð fram fyrirspurn Hermanns Georgs Gunnlaugssonar dags. 15. mars 2021 ásamt bréfi dags. 15. mars 2021 um hækkun á þaki hússins á lóðunum nr. 43 og 45 við Barmahlíð til samræmis við aðliggjandi hús í götunni.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

46.21 Bárugata 14, Breyta og hækka mæni og útveggi
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. janúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta og hækka mæni og útveggi á þakrými þannig að fáist portbyggð hæð í risi í húsi á lóð nr. 14 við Bárugötu, samkvæmt uppdr. Stáss arkitekta ehf. dags. 30. september 2020. Einnig eru lagðir fram eftirfarandi uppdr. Stáss arkitekta ehf.; götumynd og útlit húss ódags. og skuggavarp ódags. Einnig er lagður fram tölvupóstur Friðriks Friðrikssonar dags. 18. febrúar 2021 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdafresti. og skuggavarpsuppdráttur ódags. mótt 17. mars 2021. Jafnframt er lagður fram tölvupóstur Friðriks Friðrikssonar 31. mars 2021 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdafresti.
Stækkun: 36.3 ferm., 181.9 rúmm. Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 6. október 2020. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. nóvember 2020 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. nóvember 2020. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 9. nóvember 2020. Gjald kr. 11.200

Samþykkt að framlengja athugasemdafrest til og með 30. apríl 2021.

47.21 Brúnavegur 4, (fsp) breyting á bílskúr
Lögð fram fyrirspurn Landslaga slf. dags. 26. mars 2021 ásamt bréfi dags. 26. mars 2021 um breytingu á bílskúr á lóð nr. 4 við Brúnaveg vegna endurnýjun á skúr, samkvæmt tillögu/skissu Örnu Mathiesen dags. 26. nóvember 2020.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

48.21 Hvassaleitisskóli, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hvassaleitisskóla að Stóragerði 11A. Í tillögunni eru sýndar endurbætur er stuðla að auknu öryggi nemenda og starfsmanna skólans, bæði er varðar bætt aðgengi að skólalóðinni og bættri aðstöðu til leikja innan hennar. Færa á almennu bílastæðin (30 stk.) frá norðurhluta skólalóðar yfir á suðurhluta með nýrri aðkomu frá Brekkugerði sem er á borgarlandi. Stæði hreyfihamlaða (2 stk.) verða áfram á núverandi stað fyrir framan aðalinngang skólans. Deiliskipulagsmörk verða útvíkkuð og skólalóð verður stækkuð auk þess sem komið verður fyrir skólarútustæði og sleppistæði í Stóragerði. Nýjum byggingarreitum undir færanlegar kennslustofur og nýtt sorpgerði er komið fyrir innan skólalóðarinnar, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. 29. janúar 2021. Einnig er lagt fram minnisblað skóla- og frístundasviðs dags. 16. apríl 2019. Tillagan var auglýst frá 19. febrúar 2021 til og með 7. apríl 2021. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Ólafía Aðalsteinsdóttir dags. 4. mars 2021, Axel Kaaber dags. 6. apríl 2021 og 46 eigendur að Brekkugerði og Stóragerði 27, dags. 7. apríl 2021
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

49.21 Hverfisgata 46, breyting á skilmálum deiliskipulags
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Þingvangs ehf. dags. 30. apríl 2020 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Brynjureits vegna lóðarinnar nr. 46 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að breytt er texta í 14. málsgrein í kaflanum "Sér ákvæði fyrir einstök hús" þannig að bætt er í textann að heimilt verður að vera með gistiaðstöðu á fyrstu hæð hússins við Hverfisgötu og atvinnustarfsemi og gistiaðstöðu á efri hæðum, samkvæmt tillögu Urban arkitekta ehf. dags. 22. apríl 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2020. Tillagan var auglýst frá 17. júlí 2020 til og með 31. ágúst 2020. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

50.21 Kringlan 4-12, Breytingar - BN057769 og BN058152 útisvæði
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. mars 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN057769 þannig að innra skipulagi rýma 0104 og 0206 og útisvæði sunnan við rými 0104 er breytt í samræmi við meðfylgjandi teikningar af húsi nr. 4-6 á lóð nr. 4-12 við Kringlan. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021.
Stækkun: x.xx ferm., x.xx rúmm. Erindi fylgir yfirlit breytinga og aðaluppdrættir nr. 05-02-S282, 05-03-S382 dags. 9. maí 2020 með tilv. breytinga dags. 16. mars 2021 og 05-skrán.02 dags. 16. desember 2013 með tilv. breytinga dags. 16. mars 2021. Gjald kr. 12.100

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021 samþykkt.

51.21 Mýrargata 18, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. mars 2021 var lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 11. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar vegna lóðarinnar nr. 18 við Mýrargötu. Í breytingunni felst að lóðarmörk Mýrargötu eru rýmkuð um 2 metra til norðurs og 3 metra til austurs auk þess að kvöð um göngustíg á milli Mýrargötu 18 og Mýrargötu 16 er felld niður, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 2. mars 2021. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 8.2 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.


52.21 Nýlendugata 14, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. mars 2021 var lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 11. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits 1.131 vegna lóðarinnar nr. 14 við Nýlendugötu. Í breytingunni felst að heimilt verði að hækka þak hússins og að þakhalli verði hærri við Mýrargötu í stað Nýlendugötu. Koma fyrir lyftu í húsinu og að lyftuhús fari út fyrir byggingarreit. Gera þakbyggingu á lágþaki núverandi húss. Setja franskar svalir á norðurhlið húss við Mýrargötu og að svalir á suðurhlið húss megi almennt kraga 40 cm út fyrir lóðarmörk, fyrir utan svalir við flóttaleið á 2. hæð sem mega fara 130 cm út fyrir byggingarreit. Handrið á þakvölum vestan megin skal vera inndregið 150 cm frá lóðamörkum, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum THG Arkitekta ehf. dags. 5. mars 2021. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.


53.21 Klapparstígur 16, Kvistir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tvo kvisti austanmegin og tvo kvisti og svalir vestanmegin á rishæð húss á lóð nr. 16 við Klapparstíg.
Stækkun: 7,1 ferm., 37,1 rúmm. Gjald kr. 12.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

54.21 Úlfarsbraut 22-24, 22 - Reyndarteikningar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. mars 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi, BN034985, þannig að gerð er grein fyrir að innréttuð hafa verið óuppfyllt rými í kjallara í parhúsi nr. 22 á lóð nr. 22-24 við Úlfarsbraut. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021.
Stækkun vegna óuppfyllt rýmis er: XX ferm. XX rúmm. Gjald kr. 12.100


Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021 samþykkt.

55.21 Akurgerði 8, (fsp) bílskúr
Lögð fram fyrirspurn Svövu Bjarkar Hjaltalíns Jónsdóttur dags. 24. mars 2021 um að seta bílskúr á lóð nr. 8 við Akurgerði, samkvæmt tillögu ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

56.21 Ánanaust, endurgerð sjóvarnargarðs, framkvæmdaleyfi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. mars 2021 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 24. mars 2020 um framkvæmdaleyfi fyrir endurgerð sjóvarnargarðs meðfram Ánanaustum, samkvæmt uppdr. Verkís dags. 19. mars 2021. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021.

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021 . Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.3 í . gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1472/2020.


57.21 Brúnavegur 13, (fsp) skipting lóðar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 19. mars 2021 var lögð fram fyrirspurn Sjómannadagsráðs dags. 12. mars 2021 ásamt bréfi dags. 10. mars 2021 um að skipta lóðinni nr. 13 við Brúnaveg upp í smærri lóðir. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021 samþykkt.

58.21 Lækjargata 1, nýtt deiliskipulag
Lögð fram umsókn Framkvæmdasýslu ríkisins dags. 14. október 2020 ásamt bréfi dags. 14. október 2020 um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina nr. 1 við Lækjargötu, lóð forsætisráðuneytisins og stjórnarráðshússins, vegna áforma um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið fyrir starfsemi forsætisráðuneytisins, samkvæmt uppdr. Kurt og Pí ehf. dags. 31. mars 2021.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.


59.21 Ægisíða 62, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Alternance slf. dags. 2. febrúar 2021 ásamt greinargerð dags. 29. janúar 2021 um breytingu á deiliskipulagi Ægisíðu vegna lóðarinnar nr. 62 við Ægisíðu sem felst í að byggingarreitnum verði snúið eins og húsið og hann færður til svo að húsið verði innan hans og lögun hans breytt frá stílbragði og nýtingu núverandi húss, gera sólskála við bílskúrsvegg sem snýr út að garði og smækka byggingarreit undir aðalbyggingu til samræmis við stærð reitsins undir garðskálann.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

60.21 Hraunbær 133, (fsp) uppbygging
Lögð fram fyrirspurn Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 19. janúar 2021 um uppbyggingu þriggja stakstæðra húsa á lóð nr. 133 við Hraunbæ með 64 íbúðum af fjölbreyttum stærðum, samkvæmt uppdr. Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 15. janúar 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9.apríl 2021 samþykkt.