Bauganes 3A,
Brúnastekkur 8,
Njálsgata 37,
Langagerði 96,
Þverholt 13,
Blönduhlíð 9,
Efstasund 67,
Vesturlandsvegur,
Kjalarnes, Árvellir,
Kjalarnes, Hof,
Kjalarnes, Saltvík,
Kjalarnes, Skrauthólar,
Kjalarnes, Sætún 1,
Kjalarnes, Vallá,
Kollagrund 2, Klébergsskóli,
Arnarnesvegur,
Álfabakki 2A, 2B, 2C og 2D,
Elliðaárdalur,
Gufunes, áfangi 1 - reitur C,
Kjalarnes, Esjuberg,
Lambhagavegur 33,
Norðurgrafarvegur 1 - Kjalarnes, Esjumelar,
Súðarvogur 2E-F,
Úlfarsárdalur, Hólmsheiði, Almannadalur,
Kirkjuteigur 24, Laugarnesskóli,
Sifjarbrunnur 32,
Úlfarsbraut 6-8,
Keldur,
Grettisgata 72,
Snorrabraut 60,
Barónsstígur 61,
Framnesvegur 20-26b,
Kaplaskjólsvegur 51-59,
Seljavegur 17,
Urðarbrunnur 46,
Seljavegur 1,
Ásvallagata 67,
Baldursgata 36,
Bergstaðastræti 81,
Háaleitisbraut 68,
Langholtsvegur 115,
Laugavegur 20B,
Laugavegur 21,
Laugavegur 31,
Laugavegur 46,
Lágmúli 5,
Marargata 7,
Tryggvagata 11,
Safamýri 73,
Vagnhöfði 6,
Ægisgata 7,
Akurgerði 7,
Bugðulækur 13,
Víðimelur 29,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
812. fundur 2021
Ár 2021, föstudaginn 12. mars kl. 09:15, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 812. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Helena Stefánsdóttir og Vigdís Þóra Sigfúsdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Hildur Gunnarsdóttir, Björn Ingi Edvardsson, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, Sólveig Sigurðardóttir, Birkir Ingibjartsson, Haukur Hafliði Nínuson, Lilja Grétarsdóttir og Ólafur Melsted.
Ritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:
1.21 Bauganes 3A, Kvistur - breytingar efri hæð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. febrúar 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. febrúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi efri hæðar, byggja kvist á norðurþekju íbúðarhúss, mhl.01, gera svalir ofan á þak geymslu, mhl.02, og stiga þaðan niður í garð á lóð nr. 3A við Bauganes. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021.
Stækkun: x.xx ferm., x.xx rúmm. Erindi fylgir yfirlýst samþykki eigenda lóðar nr. 5 við Bauganes dags. 14. febrúar 2021 og lóðar nr. 44A við Einarsnes dags. 14. febrúar 2021 ásamt yfirliti breytinga á uppdráttum samþykktum 2. febrúar 1972. Gjald kr. 12.100
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021 samþykkt
2.21 Brúnastekkur 8, (fsp) bílskúr
Lögð fram fyrirspurn Yddu arkitekta ehf. dags. 10. mars 2021 um að gera nýjan bílskúr á norðurhlið hússins á lóð nr. 8 við Brúnastekk og nýta núverandi bílskúr sem íverurými og hluta neðri hæðar hússins, samkvæmt uppdr. Ydda arkitekta ehf. dags. 5. mars 2021.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
3.21 Njálsgata 37, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Jakobssona ehf. dags. 12. febrúar 2021 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.190.0, Njálsgötureitur 1, vegna lóðarinnar nr. 37 við Njálsgötu sem felst í fjölgun íbúða þannig að í húsnæðinu verði sex íbúðir. Um er að ræða breytingu á 2. og 3. hæð hússins sem felst í að heimilt verði að vera með tvær íbúðir á hvorri hæð. Jafnframt er óskað eftir að setja svalir á bakhlið 2. og 3. hæðar hússins, samkvæmt uppdr. Benjamíns Magnússonar ehf. dags. 15. september 2016.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
4.21 Langagerði 96, (fsp) stækkun húss o.fl.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. mars 2021 var lögð fram fyrirspurn Atla Más Ágústssonar og Hjördísar Elvu Valdimarsdóttur dags. 24. febrúar 2021 um stækkun hússins á lóð nr. 96 við Langagerði ásamt stækkun á kvistum hússins og setja nýjan kvist að sunnanverðu, samkvæmt uppdr. Teiknistofu VGG dags. 17. febrúar 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021 samþykkt.
5.21 Þverholt 13, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn ASK Arkitekta ehf. dags. 24. febrúar 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Einholts-Þverholts vegna lóðarinnar nr. 13 við Þverholt. Í breytingunni felst að heimilt verði að reisa sex hæða íbúðarhús á lóðinni, með að hámarki 38 íbúðum, þar sem 5. og 6. hæð eru inndregnar. Í bílgeymslu verða 25 bílastæði, en ekið verður í bílgeymslu nyrst á lóðinni. Lóð austan við hús verður í samræmi við lóð á reit E og innan lóðar verður tenging frá lóð að Þverholti ásamt því að tenging milli baklóða reits E og Þverholts 13 verður tekin upp á ný á lóð Þverholts 13, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta ehf. dags. 24. febrúar 2021.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
6.21 Blönduhlíð 9, (fsp) kvistir og svalir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. mars 2021 var lögð fram fyrirspurn Guðrúnar Bjargar Ragnarsdóttur dags. 22. febrúar 2021 um að setja tvo kvisti og svalir á húsið á lóð nr. 9 við Blönduhlíð. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021 samþykkt.
7.21 Efstasund 67, Hækka þak, kvistir, svalir og áður gerðum skúr og bilastæði flutt
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. febrúar 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. febrúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til að hækka og endurinnrétta rishæð, skipta lóð í tvo sérafnotafletti, framlóð tilheyri eign 0101 og baklóð eign 0001 og eru bílstæði aðskilin frá hverju öðru og er bílastæði 0001 flutt í suð-austur horn lóðar auk þess sem gerð er grein fyrir áður gerðum skúr í norðvestur horni lóðar nr. 67 við Efstasund. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 4. febrúar 2021 og samþykki eigenda á Efstasundi nr. 65, 68, 69 og Skipasundi nr. 60 fylgja dags. 4. febrúar 2021. Hækkun rís: XX ferm., XX rúmm. Skúr stærð er : 24,4 ferm., 64,8 rúmm. Gjald kr. 12.100
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021 samþykkt.
8.21 Vesturlandsvegur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Finns Kristinssonar dags. 9. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturlandsvegar. Í breytingunni felst færsla á skipulagsmörkum á nokkrum stöðum, áætluð akstursundirgöng sunnan Grundarhverfis eru felld niður, almennar stígabreytingar, svæði fyrir hljóðvarnir skilgreindar o.fl., samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 8. mars 2021. Einnig er lögð fram greinargerð, skilmálar og umhverfisskýrsla dags. 7. júní 2018, br. 8. mars 2021, hlóðvistarskýrsla Eflu dags. 10. mars 2021 og hljóðvistarkort dags. í mars 2021.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.
9.21 Kjalarnes, Árvellir, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Finns Kristinssonar dags. 9. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Árvalla á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulags Árvalla er breytt, vegna breytingar á deiliskipulagi Vesturlandsvegar, þannig að skipulagsmörk sem snúa að vesturlandsvegi færast í átt að Esjunni um 8-13 metra, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 8. mars 2021.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.
10.21 Kjalarnes, Hof, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Finns Kristinssonar dags. 9. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Esjuhofs á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulags Esjuhofs hliðrast um 2-3 m til austurs, vegna breytingar á deiliskipulagi Vesturlandsvegar, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 8. mars 2021.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.
11.21 Kjalarnes, Saltvík, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Finns Kristinssonar dags. 9. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulags Saltvíkur er breytt, vegna breytingar á deiliskipulagi Vesturlandsvegar, vegna breyttrar legu á nýjum stíg í tengslum við ný undirgögn undir Vesturlandsveg, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 8. mars 2021.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.
12.21 Kjalarnes, Skrauthólar, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Finns Kristinssonar dags. 9. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skrauthóla á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulags Skrauthóla er færð til austurs um nokkra metra, vegna breytingar á deiliskipulagi Vesturlandsvegar, auk þess að stofnstíg er bætt við, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 8. mars 2021.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.
13.21 Kjalarnes, Sætún 1, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Finns Kristinssonar dags. 9. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Sætúns 1 á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulags Sætúns 1 er breytt, vegna breytingar á deiliskipulagi Vesturlandsvegar, þannig að skipulagsmörk sem snúa að Vesturlandsvegi færast í lóðarmörk milli svæðis F annars vegar og hins vegar svæða A og B, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 4. mars 2021.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.
14.21 Kjalarnes, Vallá, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Finns Kristinssonar dags. 9. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vallár á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að afmörkun vesturhluta deiliskipulags Vallá er færð vegna breytingar á deiliskipulagi Vesturlandsvegar, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 8. mars 2021.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.
15.21 Kollagrund 2, Klébergsskóli, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Finns Kristinssonar dags. 9. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðar Klébergsskóla á Kjalarnesi, Kollagrund 2. Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulags Klébergsskóla er breytt, vegna breytingar á deiliskipulagi Vesturlandsvegar, þannig að skipulagsmörk sem snúa að vesturlandsvegi færast í átt að skólanum um u.þ.b. 5 metra, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 8. mars 2021.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.
16.21 Arnarnesvegur, vegamót við Breiðholtsbraut
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. janúar 2021 var lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 15. janúar 2021 þar sem erindi Vegagerðarinnar dags. 16. desember 2020 varðandi Arnarnesveg og vegamót við Breiðholtsbraut er sent umhverfis- og skipulagssviði til meðferðar. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að vísa erindi í yfirstandandi deiliskipulagsvinnu vegna Arnarnesvegar.
17.21 Álfabakki 2A, 2B, 2C og 2D, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. mars 2021 var lögð fram fyrirspurn Kjartans Hafsteins Rafnssonar dags. 1. mars 2021 um breytingu á deiliskipulagi Suður-Mjóddar vegna lóðanna nr. 2A, 2B, 2C og 2D sem felst í að lóðirnar verða sameinaðar í eina lóð Álfabakka 2A ásamt því að byggingarreitur verður lengdur til norðurs. Lóðin er verslunar- og þjónustulóð en verður einnig með vöruskemmu, samkvæmt uppdr. K.J.ARK slf. dags. 1. mars 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. mars 2021.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. mars 2021 samþykkt.
18.21 Elliðaárdalur, deiliskipulag
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. febrúar 2021 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 25. febrúar 2021 þar sem tilgreint er að stofnunin getur ekki tekið afstöðu til deiliskipulagsins vegna nokkurra atriða sem þarf að skýra nánar og yfirfara, sbr. bréf stofnunarinnar. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt greinargerð Landslags ehf. um forsendur deiliskipulags dags. 10. febrúar 2020 síðast br. 16. nóvember 2020, greinargerð Landslags ehf. um stefnumörkun og skilmála dags. 10. febrúar 2020 br. 16. nóvember 2020 og svarbréfi skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2021.
Svarbréf skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2021 samþykkt.
19.21 Gufunes, áfangi 1 - reitur C, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Plúsarkitekta ehf. dags. 1. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir 1. áfanga í Gufunesi vegna kvikmyndaþorps 1, reitur C. Í breytingunni felst skipting lóðarinnar í tvo hluta ásamt frekari skilgreiningum, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta ehf. dags. 16. febrúar 2021. Einnig er lögð fram greinargerð GN Studios ehf. og Gufuness Fasteignaþróunar ehf. dags. 18. febrúar 2021.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1472/2020, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.
20.21 Kjalarnes, Esjuberg, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn Gunnar Arnars Gunnarssonar f.h. Ístaks hf. dags. 5. mars 2021 um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku á spildu úr landi Esjubergs á Kjalarnesi. Einnig er lagður fram samningur Ístaks hf. við landeigendur dags. í febrúar 2021, greinargerð ódags ásamt fylgiskjölum og uppdr. ódags. sem sýnir lóðarmörk og efnistökusvæði. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021.
Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021. Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1472/2020.
21.21 Lambhagavegur 33, (fsp) bílgeymsla
Lögð fram fyrirspurn Guðmundar Gunnlaugssonar dags. 3. mars 2021 ásamt bréfi dags. 3. mars 2021 um að fella bílgeymslu með 37 stæðum inn í landið að Lambhagavegi 33, samkvæmt tillögu Archus slf. dags. 26. mars 2019.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
22.21 Norðurgrafarvegur 1 - Kjalarnes, Esjumelar, ósk um umsögn - hundahótel
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 8. mars 2021 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa vegna erindis Ragnheiðar Arnardóttur dags. 7. mars 2021 um að reka hundahótel að Norðurgrafarvegu 1 á Esjumelum, Kjalarnesi. Einnig eru lagðar fram teikningar með útskýringum ódags., þrívíddarmyndir og umsögn Guðfinnu Kristinsdóttur forstjóra Dýrfinnu, stjórnanda hundasamfélagsins og stjórnarmeðlim í Félagi Ábyrgðra Hundaeigenda og Dýraverndarsambands Íslands ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
23.21 Súðarvogur 2E-F, (fsp) breyting á notkun
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. febrúar 2021 var lögð fram fyrirspurn Þorleifs Eggertssonar dags. 10. febrúar 2021 um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 2E-F við Súðarvog úr vöru- og verslunarhúsnæði í verslunar- og þjónustukjarna. Einnig er lagt fram bréf Reita fasteignafélags hf. dags. 9. febrúar 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021 samþykkt.
24.21 5">Úlfarsárdalur, Hólmsheiði, Almannadalur, breyting á framkvæmdaleyfi
Lagt er fram bréf Landsnets dags. 1. mars 2021 um breytingu á áður útgefnu framkvæmdaleyfi dags. 4. júní 2020 vegna lagningar 132 kV háspennustrengja, Korpulínu 1 og Rauðvatnslínu 1 ásamt bréfi Hestamannafélagsins Fáks dags. 24. febrúar 2021. Í erindinu kemur fram að Hestamannafélagið Fákur hefur farið fram á að hluti af vinnuslóða við Rauðavatnslínu 1 verði ekki fjarlægður og Fákur fái að nýta vinnuslóðann þar sem undirlag undir nýjan reiðstíg. Breytingin á framkvæmdaleyfinu felst þannig í því að Landsnet sé heimilt að skilja eftir vinnuslóðann og að Fákur fái hann til umráða í því tilgangi að breyta í reiðstíg og beri ábyrgð á honum eftir það. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021.
Samþykkt að gera breytingu á áður útgefnu framkvæmdaleyfi, dags. 4. júní 2020, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021.
25.21 Kirkjuteigur 24, Laugarnesskóli, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 28. janúar 2021 að breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis lóðarinnar nr. 24 við Kirkjuteig, Laugarnesskóli. Í breytingunni felst að heimilt verði að fjölga færanlegum kennslustofum um tvær á byggingarreit B auk þess að koma fyrir yfirbyggðu hjólaskýli nyrst á bílastæði Laugarnesskóla. Bílastæðum fækkar við það um 5 bílastæði. Afmarkaður reitur er einnig fyrir hjólastæði við inngang skólans norðanmegin. Ekki er gert ráð fyrir yfirbyggðum hjólastæðum þar. Einnig er lagt fram bréf skólastjóra Laugarnesskóla dags. 30. nóvember 2020 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 1. febrúar 2021.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Kirkjuteigi 18, 19, 21, 23, 25 og 27.
Gullteigi 12 og Silfurteigi 5 og 6.
Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.
26.21 Sifjarbrunnur 32, Einbýlishús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. mars 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr á lóð nr. 32 við Sifjarbrunn. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021.
Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 1. mars 2021. Stærð: 263,9 ferm., 1.022,1 rúmm. Gjald kr. 12.100
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021.
27.21 Úlfarsbraut 6-8, Breytt BN057779 - svalir og brunavörn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. mars 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta erindi BN057779 þannig að brunavarnir á vesturhlið eru uppfærðar, formi og stærð suðursvala er breytt og nýjar svalir gerðar yfir inngöngum íbúða til norðurs á parhúsi á lóð nr. 6-8 við Úlfarsbraut. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021.
Stækkun: x.xx ferm. Erindi fylgir ódagsett samþykki eigenda húss nr. 10 og nr. 4 við Úlfarsbraut og yfirlit breytinga á uppdráttum stimpluðum 21. júlí 2021. Gjald kr. 12.100
Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021.
28.21 Keldur, hugmyndir vegna væntanlegs skipulags
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 9. mars 2021 þar sem erindi Úlfars Antonssonar dags. 10. mars 2021, þar sem fram koma hugmyndir vegna væntanlegs skipulags Keldna svæðisins, er vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs.
Vísað til skrifstofu umhverfisgæða, náttúru og garða.
29.21 Grettisgata 72, Stálsvalir suðurhlið
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. janúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir léttum stálsvölum á íbúð 0201 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 72 við Grettisgötu. Einnig er lagður fram tölvupóstur Margrétar Einarsdóttur dags. 9. mars 2021 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdafresti.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda áritað á uppdrátt. Gjald kr. 12.100
Samþykkt að framlengja athugasemdafrest til 24. mars 2021.
30.21 Snorrabraut 60, Viðbygging - mhl.02
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu, mhl.02, til suðausturs við núverandi hús, mhl.01, 4-hæða fjölbýlishús með 35 íbúðum, geymslum í kjallara og verslunar- og þjónusturýmum á jarðhæð á lóð nr. 60 við Snorrabraut.
Stækkun: 3.781,6 ferm., 13.178,5 rúmm. Erindi fylgir lóðauppdráttur 1.193.4 dags. 10. september 2019, hæðablað teiknað í nóvember 2020, skýrsla verkfræðistofunnar Örugg um brunahönnun dags. 2. mars 2021 og ódagsett tafla yfir útreiknað leiðnitap byggingarhluta. Gjald kr. 12.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
31.21 Barónsstígur 61, (fsp) svalir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. janúar 2021 var lögð fram fyrirspurn Báru Bryndísar Sigmarsdóttur dags. 14. desember 2020 um að setja svalir á 1. hæð hússins á lóð nr. 61 við Barónsstíg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021.
Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. mars 2021.
32.21 Framnesvegur 20-26b, (fsp) svalir eða pallur úr timbri og aðgengi út í garð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. janúar 2021 var lögð fram fyrirspurn Báru Aðalsteinsdóttur dags. 20. janúar 2021 um að gera aðgengi út í garð lóðanna nr. 20-26B við Framnesveg sem felst í að setja svalir eða pall úr timbri á 1. hæð húsanna með tröppum út í garð. Einnig eru lagðar fram ljósmyndir. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021 samþykkt.
33.21 Kaplaskjólsvegur 51-59, (fsp) bílskúr
Lögð fram fyrirspurn Gylfa Más Geirssonar dags. 25. febrúar 2021 ásamt bréfi dags. 15. nóvember 2020 um að gera bílskúr við vesturgafl endaraðhúss nr. 59 á lóð nr 51-59 við Kaplaskjólveg, samkvæmt uppdráttum (afstöðumynd og skuggavarp) Grétars Arnar Guðmundssonar ark. dags. í nóvember 2020.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
34.21 Seljavegur 17, (fsp) svalaþakgluggi
Lögð fram fyrirspurn Volha Shamkuts dags. 23. febrúar 2021 um að setja svalaþakglugga í stað núverandi þakglugga á húsið á lóð nr. 17 við Seljaveg, samkvæmt tillögum/skissum ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
35.21 Urðarbrunnur 46, Einbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús, einangrað og klætt að utan, með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 46 við Urðarbrunn.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa Urðarbrunns 44 dags. 18. febrúar 2021 og minnisblað um sambrunahættu dags. 18. febrúar 2021. Stærð, A-rými: 257,5 ferm., 953,7 rúmm. Gjald kr. 12.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
36.21 Seljavegur 1, (fsp) uppbygging
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. febrúar 2021 var lögð fram fyrirspurn Maison ehf. dags. 27. janúar 2021 ásamt greinargerð dags. 27. janúar 2021 um uppbyggingu á lóð nr. 1 við Seljaveg, samkvæmt uppdr. Studio Granda dags. dags. í nóvember 2020. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021 samþykkt.
37.21 Ásvallagata 67, (fsp) innkeyrsla og bílastæði á lóð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. mars 2021 var lögð fram fyrirspurn Atla Kristinssonar dags. 2. mars 2021 um að gera innkeyrslu og bílastæði á lóð nr. 67 við Ásvallagötu, samkvæmt skissu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021.
38.21 Baldursgata 36, ósk um umsögn - rekstur húðflúrstofu
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. mars 2021 var lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 1. mars 2021 vegna umsóknar um starfsleyfi fyrir rekstur húðflúrstofu að Baldursgötu 36. Óskað er eftir umsögn um hvort heimilt er að starfrækja húðflúrstofu í húsnæðinu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2021.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2021 samþykkt.
39.21 Bergstaðastræti 81, málskot
Lagt fram málskot ALARK arkitekta ehf. dags. 12. febrúar 2021 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 5. febrúar 2020 um að byggja bílgeymslu á austurhluta lóðarinnar nr. 81 við Bergstaðastræti.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
40.21 Háaleitisbraut 68, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. nóvember 2019 var lögð fram umsókn Kristjáns Bjarnasonar dags. 19. september 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háaleitisbrautar-Hvassaleitis vegna lóðarinnar nr. 68 við Háaleitisbraut. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit við vesturhlið 1. hæðar hússins, samkvæmt uppdr. ARK-AUST dags. 6. desember 2019. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi frá skrifstofu sviðsstjórna dags. 12. mars. 2021.
Frestað.
41.21 Langholtsvegur 115, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. febrúar 2021 var lögð fram fyrirspurn Rósu Sigrúnar Jónsdóttur dags. 17. febrúar 2021 ásamt bréfi ódags. um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 115 við Langholtsveg sem felst í að loka svölum hússins. Einnig eru lagðar fram ljósmyndir og tillaga að svalalokun ódags. Fyrirspurnininni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2021.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2021 samþykkt.
42.21 Laugavegur 20B, Útiveitingar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að vera með útiveitingar fyrir 20 gesti á baklóð
veitingastaðar í flokki ll, teg. f, krá, fyrir samtals 114 gesti á 1. hæð verslunar- og þjónustuhúss á lóð nr. 22B við Laugaveg.
Erindi fylgir umboð eiganda dags 3. mars 2021 sem gildir til 1. apríl 2021, og samþykki lóðarhafa Laugavegi 20A og Klapparstíg 38.
Gjald kr. 12.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
43.21 Laugavegur 21, (fsp) gróðurhús
Lögð fram fyrirspurn Jóns Ágústs Hreinssonar dags. 1. mars 2021 um að koma fyrir ca. 12 fm gróðurhúsi tímabundið á núverandi útisvæði lóðarinnar nr. 21 við Laugaveg. Einnig er lögð fram yfirlitsmynd
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
44.21 Laugavegur 31, Mhl.01 - Breytingar - Lyfta, gluggar, gólf risi o.fl.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi, sem felst m.a. í að endurnýja lyftu, bæta snyrtiaðstöðu, fjarlægja létta innveggi og gólf milli 4. hæðar og rishæðar auk þess sem gluggar eru endurnýjaðir, þakgluggum er bætt við, kvistir eru stækkaðir og svalir settar á norðurhlið efstu hæðar og bætt er við svölum á norðurhlið efstu hæðar skrifstofuhúss , mhl.01, á lóð nr. 31 við Laugaveg.
Stækkun: x.xx ferm., x.xx rúmm. Erindi fylgir greinargerð Verkfræðistofu Reykjavíkur um breytingar á burðarvirki dags. 1. mars 2021, greinargerð verkfræðistofunnar Örugg um brunahönnun dags. 2. mars 2021, bréf frá hönnuði dags. 2. mars 2021. og skýringarmynd 002 útg. B00 dags. 1. mars 2021. Gjald kr. 12.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
45.21 Laugavegur 46, Stækka verslun 1. hæð - br.hótelíbúðum fl.2 Sbr. BN053640
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. nóvember 2020 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júlí 2020 þar sem sótt er um leyfi til að stækka verslunarrými á 1. hæð ásamt því að sameina íbúðir efri hæða í eitt fastanúmer og breyta í gististað í flokki ll, tegund b fyrir 14 gesti í húsi á lóð nr. 46 við Laugaveg. Erindinu var frestað, umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa, og er nú lagt fram að nýju.
Erindi fylgir bréf rekstraraðila ódags. Gjald kr. 11.000
Frestað. Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.
46.21 Lágmúli 5, staðsetning ökutækjaleigu
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. mars 2021 var lagt fram bréf Samgöngustofu dags. 24. febrúar 2021 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Hlyns Hreinssonar f.h. Bílaleigu BDT ehf. um að reka ökutækjaleigu að Lágmúla 5. Sótt er um 10 ökutæki til útleigu. Erindi var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021.
47.21 Marargata 7, (fsp) bílastæði á lóð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. febrúar 2021 var lögð fram fyrirspurn Magnúsar Helga Árnasonar dags. 15. febrúar 2021 um að setja tvö bílastæði á lóð nr. 7 við Marargötu. Einnig er lagður fram tölvupóstur Magnúsar Helga Árnasonar dags. 16. febrúar 2021 þar sem til vara er óskað eftir því að setja eitt bílastæði á lóð. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2021.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2021.
48.21 Tryggvagata 11, Breytingar jarðhæð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. febrúar 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. febrúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja og breyta gluggum og hurðum á jarðhæð húss á lóð nr. 11 við Tryggvagötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021.
Gjald kr. 12.100
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021.
49.21 Safamýri 73, Áður gerð íbúð kjallara
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. febrúar 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. febrúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til að skrá áður gerða íbúð í kjallara/jarðhæð, og jafnframt að setja svaladyr á vesturhlið, lækka lóð að hluta við suðurhlið þannig að botnplatan sé fyrir ofan jarðvegshæð fjöleignahúss á lóð nr. 73 við Safamýri. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Erindi fylgir reyndarteikningar af 1. og 2. hæð og samþykki nágranna dags. 18. febrúar 2021, teikning 05-02 í A3. Gjald kr. 12.100
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
50.21 Vagnhöfði 6, Viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar viðbyggingu úr timbri með einhalla þaki við norðvesturenda, breyta innra skipulagi þannig að millipallur er stækkaður og breyta skráningu á 2. hæð í millipall, í húsi á lóð nr. 6 við Vagnhöfða.
Stækkun : XX ferm., XX rúmm. Gjald kr. 12.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
51.21 Ægisgata 7, (fsp) breyting á notkun
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. febrúar 2021 var lögð fram fyrirspurn M3 fasteignaþróunar ehf. dags. 14. febrúar 2021 um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 7 við Ægisgötu sem felst í að breyta iðnaðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði, samkvæmt tillögu Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. og M3 fasteignaþróunar ehf. dags. 12. febrúar 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021 samþykkt, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn.
52.21 Akurgerði 7, Anddyri - lokun svala - niðurrif burðarveggja o.fl.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. mars 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að gera létta viðbyggingu við anddyri, loka svölum á suðurhlið og fjarlæga útvegg þar fyrir innan, síkka glugga á vesturhlið og gera hurð út á verönd, fjarlæga hluta burðarveggja á neðri hæð auk minni háttar breytingum á innra skipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 7 við Akurgerði. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021.
Stækkun: 5.4 ferm., 13.9 rúmm. Erindi fylgir afrit af aðaluppdrætti stimpluðum 18. nóvember 1953 og yfirlit breytinga á afriti af sömu teikningu. Gjald kr. 11.200
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021 samþykkt.
53.21 Bugðulækur 13, (fsp) bílskúr
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. febrúar 2021 var lögð fram fyrirspurn Adams Johan Eliasen dags. 19. febrúar 2021 um að setja 40 m2 bílskúr á lóð nr. 13 við Bugðulæk, samkvæmt afstöðumynd ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. mars 2021 samþykkt.
54.21 Víðimelur 29, Breytingar - BN058043
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta form/útliti kvists á suð-vesturhlið húss lóðar nr. 29 við Víðimel. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021.
Tilvísun í fyrra erindi: BN058043. Brúttórúmmál var 2.356,7 en verður eftir breytingu 2.356,7, stækkun því 11,0 rúmm. Gjald kr. 12.100
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið sbr. umsögn skipulagsfulltrúa 12. mars 2021.