Fálkagata 9, Háteigsvegur 48, Lokastígur 28, Njálsgata 65, Pósthússtræti 3 og 5, Skólavörðustígur 36, Sæviðarsund 90, Bakkastaðir 79A, Breiðagerði 4, Snorrabraut 29, Sólheimar 14, Ystibær 9, Framnesvegur 56A, Sólvallagata 18, Sæmundargata 15-19, Þverholt 3, Laugavegur 118 (Grettisgata 87), Reykjavíkurvegur 31B, Borgartún 24, Funafold 49, Grjótháls 7-11, Skipholt 1, Kjalarnes, Prestshús, Kjalarnes, Sætún 1, Súðarvogur 2E-2F, Vogabyggð svæði 2, Silfratjörn 6-12, Skyggnisbraut 1, Vitastígur 16, Rökkvatjörn 10, Sóleyjargata 25, Úlfarsbraut 126,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

808. fundur 2021

Ár 2021, föstudaginn 12. febrúar kl. 09:10, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 808. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Helena Stefánsdóttir og Vigdís Þóra Sigfúsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Sólveig Sigurðardóttir, Haukur Hafliði Nínuson, Hildur Gunnarsdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, Lilja Grétarsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Björn Ingi Edvardsson, Birkir Ingibjartsson og Ólafur Melsted. Ritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:


1.21 Fálkagata 9, (fsp) stækka svalir
Lögð fram fyrirspurn Önnu Bjarkar Einarsdóttur dags. 2. september 2021 um að stækka svalir hússins á lóð nr. 9 við Fálkagötu sem felst í að lengja þær um 90cm sitthvoru megin og dýpka þær um 40cm-50cm þannig að lengd þeirra yrði 4,8m og dýpt 1,6-1,7m.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

2.21 Háteigsvegur 48, (fsp) gera aðgengi frá miðhæð út í garð
Lögð fram fyrirspurn Höllu Kolbeinsdóttur og Gunnlaugs Þórs Briem dags. 2. febrúar 2021 um að gera aðgengi frá suðvesturhorni miðhæðar hússins á lóð nr. 48 við Háteigsveg út í garð, samkvæmt frumdrögum Trípólí Arkitekta ehf. dags. 4. janúar 2021.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

3.21 Lokastígur 28, (fsp) breytingar á innra skipulagi og setja svalir á suðurgafl hússins
Lögð fram fyrirspurn Fasteignafélagsins Kópavogs ehf. dags. 19. janúar 2021 um breytingar á innra skipulagi hússins á lóð nr. 28 við Lokastíg ásamt því að setja svalir á suðurgafl 3. hæðar hússins, samkvæmt uppdr. Vektors, hönnun og ráðgjöf, dags. 19. janúar 2021.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

4.21 Njálsgata 65, Áfangaheimili fyrir konur
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 9. febrúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til að endurbyggja og stækka svalir, gera nýjan flóttastiga, breyta útitröppum og innra skipulagi og innrétta þrettán íbúða áfangaheimili í húsi á lóð nr. 65 við Njálsgötu.
Gjald kr. 12.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

5.21 Pósthússtræti 3 og 5, (fsp) breytingu á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 6. janúar 2021 um breytingu á deiliskipulagi kvosarinnar vegna lóðanna nr. 3 og 5 við Pósthússtræti sem felst í sameiningu lóðanna vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við Pósthússtræti 5 sem að hluta til verður staðsett á lóð Pósthússtrætis 3.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

6.21 6">Skólavörðustígur 36, Þrílyft verslunar- og íbúðarhús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. janúar 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. janúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða staðsteypt hús með verslunarrými á jarðhæð og einni íbúð á annarri og þriðju hæð, á lóð nr. 36 við Skólavörðustíg. Einnig er lagt fram bréf Raphael Steinberg dags. 18. janúar 2021. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. febrúar 2021.
Erindi fylgir greinagerð aðalhönnuðar, ódags. Stærð húss er: A rými: 275,6 ferm., 844,2 rúmm. B rými : 22,6 ferm., 33,8 rúmm. Samtals: 298,2 ferm., 878,0 rúmm. Gjald kr. 11.200


Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. febrúar 2021.

7.21 Sæviðarsund 90, Viðbyggingu við bakhlið hússins og stækkun og breyting á notkun bílskúrs
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. febrúar 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. febrúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til að stækka mhl. 01 með því að gera viðbyggingu við suðvesturhlið þar sem verður eldhús og borðstofa, auk þess sem bílskúr er stækkaður og breytt þannig að þar verður vinnustofa með eldhúsi og baði, í húsi á lóð nr. 90 við Sæviðarsund. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. febrúar 2021.
Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 13. október 2020 og bréf hönnuðar dags. 26. janúar 2021. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 30. október 2020 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. október 2020. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 2. nóvember 2020. Stækkun er alls fyrir báða mhl 01 og 02 : XX ferm., XX rúmm. Gjald kr. 11.200


Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. febrúar 2021 samþykkt.

8.21 Bakkastaðir 79A, (fsp) - Hurð á bílskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 9. febrúar 2021 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til þess að setja hurð á gafl bílskúrs 02-0101 í eigu íbúðar 01-0102 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 79-79b við Bakkastaði. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. febrúar 2021.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. febrúar 2021.

9.21 Breiðagerði 4, (fsp) breyta og lækka bílskúr og setja verönd í stað svala
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. janúar 2021 var lögð fram fyrirspurn Stefáns Auðuns Stefánssonar dags. 7. janúar 2021 ásamt tveimur greinargerðum dags. 7. janúar 2021 um annars vegar breytingu og stækkun bílskúrs á lóð nr. 4 við Breiðagerð og hins vegar að setja verönd í stað svala sem hvíli á burðavirkjum þaks stofuviðbyggingar. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. febrúar 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. febrúar 2021 samþykkt.

10.21 Snorrabraut 29, (fsp) breyta 2. og 4. hæð hússins í íbúðir
Lögð fram fyrirspurn Jeannot A. Tsirenge dags. 29. janúar 2021 um að breyta 2. og 4. hæð hússins á lóð nr. 29 við Snorrabraut í íbúðir. Þannig að á 2. hæð verða þrjár íbúðir og á 4. hæð verða fimm íbúðir, samkvæmt uppdr. Jeannot A. Tsirenge dags. 24. janúar 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. febrúar 2021.


Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. febrúar 2021 samþykkt.

11.21 Sólheimar 14, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Andra Gunnars Lyngbergs Andréssonar dags. 8. febrúar 2021 um stækkun fjölbýlishúss á lóð nr. 14 við Sólheima sem felst í að stækka þriðju og efstu hæð hússins, samkvæmt tillögu Trípólí arkitekta ehf. dags. 8. febrúar 2021.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

12.21 Ystibær 9, (fsp) stækkun húss og breyting á þaki
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. febrúar 2021 var lögð fram fyrirspurn Árna Arnar Stefánssonar dags. 27. janúar 2021 ásamt greinargerð ódags. um að breyta þaki hússins á lóð nr. 9 við Ystibær ásamt stækkun hússins um 57,4 fm. sem felst í að stækka bílskúrs um 39,5 fm., útbúa 12,3 fm geymslu milli bílskúrs og húss og stækka alrými um 5,6 fm., samkvæmt uppdr. Guðrúnar Atladóttur dags. í janúar 2021. Einnig eru lagðar fram útlitsmyndir ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. febrúar 2021

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. febrúar 2021 samþykkt.

13.21 Framnesvegur 56A, Byggja kvisti á þak og þakglugga
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. janúar 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. janúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi rishæðar, bæta við þremur kvistum á norðurþekju og tveimur kvistum, einum þakglugga og svölum á suðurþekju íbúðarhúss á lóð nr. 56A við Framnesveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. febrúar 2021.
Stækkun: x.xx ferm., x.xx rúmm. Erindi fylgir mæliblað 1.138.1 endurútgefið 1. nóvember 2011, hæðablað dags í október 2004 og yfirlit breytinga á minnkuðu afriti innlagðra teikninga. Gjald kr. 11.200

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. febrúar 2021samþykkt.

14.21 Sólvallagata 18, (fsp) svalir
Lögð fram fyrirspurn Evu Huldar Friðriksdóttur dags. 9. febrúar 2021 um að setja svalir á suðausturhlið risíbúðar hússins á lóð nr. 18 við Sólvallagötu, samkvæmt tillögu teiknistofunnar Stiku ehf. dags. 9. febrúar 2021.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

15.21 Sæmundargata 15-19, breyting á deiliskipulagi Háskóla Íslands, Vísindagarða
Lögð fram umsókn Pálmars Kristmundssonar dags. 25. janúar 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands, Vísindagarða, vegna lóðarinnar nr. 15-19 við Sæmundargötu. Í breytingunni felst að samsíðastæðum í Ingunnargötu er breytt í stæði hornrétt á akstursstefnu, samkvæmt uppdr. PK Arkitekta ehf. dags. 10. janúar 2021.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.


16.21 Þverholt 3, (fsp) - Samþykkja íbúð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 9. febrúar 2021 þar sem spurt er hvort íbúð í rými 0301, sem er skráð geymsla F2010492, fengist samþykkt, í húsi á lóð nr. 3 við Þverholt.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

18.21 Laugavegur 118 (Grettisgata 87), (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. janúar 2021 var lögð fram fyrirspurn Einars Ólafssonar arkitekts dags. 28. desember 2020 ásamt greinargerð dags. 28. desember 2020 um breytingu á deiliskipulagi Tryggingarstofnunarreits sem felst í að hækka þegar samþykkt húsnæði bílaverkstæðis nr. 87 við Grettisgötu, lóð nr. 118 við Laugaveg, um tvær til þrjár hæðir og gera þar íbúðarhúsnæði, samkvæmt uppdr. Arkiteó ehf. dags. 28. desember 2020. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. febrúar 2021.

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. febrúar 2021.

19.21 Reykjavíkurvegur 31B, (fsp) afmörkun lóðar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. september 2020 var lögð fram fyrirspurn Arons Inga Óskarssonar dags. 14. maí 2019 um afmörkun lóðar að Reykjavíkurvegi 31B. Einnig eru lögð fram drög að lóðarblöðum dags. 31. mars 2019 og afsalsbréf dags. 24. október 1964. Fyrirspurninni var frestað, fyrirspyrjanda er gert að hafa samband við embætti skipulagsfulltrúa, og er nú lögð fram að nýju ásamt bréfi skrifstofu sviðsstjóra, dags. 25. september 2020. Einnig er lagður fram tölvupóstur Arons Inga Óskarssonar dags. 2. febrúar 2021.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

20.21 Borgartún 24, Fjölbýlis- og verslunarhús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. janúar 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. janúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 3-7 hæða fjölbýlishús með 64 íbúðum, verslunarrýmum á jarðhæð og bílakjallara fyrir 39 bíla á lóð nr. 24 við Borgartún. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. febrúar 2021.
Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. 18. maí 2020, brunahönnun frá Mannvit dags. 12. maí 2020 og yfirlit breytinga. Stærð, mhl. 05, A + B-rými: 9.232,2 ferm., 28.090,9 rúmm. Gjald kr. 11.200

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. febrúar 2021 samþykkt.

21.21 Funafold 49, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Sylvíu Heiðar La Voque dags. 3. febrúar 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi íbúðarbyggðar norðan Grafarvogs - suðurhluti vegna lóðarinnar nr. 49 við Funafold. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit við vesturhlið hússins, samkvæmt uppdr. Eflu dags. 2. febrúar 2021.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.


22.21 Grjótháls 7-11, Stækkun mhl.02 - loka innkeyrslu
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. janúar 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. janúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til að fella niður innkeyrslu í norðausturhorni lóðar og til að stækka mhl. 02 með því að byggja einnar hæðar viðbyggingu með milligólfum á suðurhlið fyrir blöndun, átöppun og pökkun í verksmiðjuhúsi á lóð nr. 7-11 við Grjótháls. Erindi var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. febrúar 2021.
Jafnframt er erindi BN057665 dregið til baka/fellt úr gildi. Erindi fylgir greinargerð hönnunarstjóra ódagsett, fylgibréf hönnuðar dags. 18. janúar 2021, bréf frá umsækjanda dags. 7. janúar 2021, greinargerð um öryggismál frá Örugg, verkfræðistofu dags. 14. janúar 2021, greinargerð um hönnunarforsendur frá Verkís dags. 15. desember 2020 og brunahönnun frá Örugg, verkfræðistofu dags. 14. janúar 2021. Stækkun mhl. 02: 1.990,8 ferm., 16.108,5 rúmm. Mhl. 02 eftir stækkun: 7.126,5 ferm., 50.426,4 rúmm. Gjald kr. 12.100


Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. febrúar 2021 samþykkt.

23.21 Skipholt 1, (fsp) gera íbúðir í stað hótels
Lögð fram fyrirspurn Aðalsteins Snorrasonar dags. 4. febrúar 2021 ásamt bréfi dags. 3. febrúar 2021 um að gera íbúðir í húsinu á lóð nr. 1 við Skipholt, samkvæmt tillögu/frumdrögum Arkís arkitekta ehf. dags. 4. febrúar 2021.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

24.21 Kjalarnes, Prestshús, (fsp) nýtt deiliskipulag
Lögð fram fyrirspurn Plúsarkitekta ehf. dags. 8. febrúar 2021 um að gera nýtt deiliskipulag fyrir landið Prestshús á Kjalarnesi sem felst í að heimilt verði að gera íbúðarhús/frístundahús með vinnuaðstöðu á landinu.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

25.21 Kjalarnes, Sætún 1, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Kjalarness ehf. dags. 26. janúar 2021 ásamt bréfi dags. 25. janúar 2021 um breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Sætún 1 á Kjalarnesi sem felst í að gera nýja einbýlishúsalóð, sem fengið nafnið Sætún G, fyrir neðan núverandi íbúðarlóðir F og E, gera nýja atvinnulóð, sem fengi nafnið Sætún H, neðan við Grundará, leggja akveg frá veginum Sætún niður með einbýlishúsalóð E og nauðsynlegan afleggjara að henni og áfram niður landið suður og yfir Grundará og koma fyrir nýjum afleggjara af fyrirhuguðum tengi/safnvegi sunnanmegin Vesturlandsvegar inn á atvinnulóð A í norðvesturhorni lóðar, samkvæmt tillögu Gunnlaugs O. Johnsonar dags. 4. október 2018 og loftmynd sem skissað er á breytingu, ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

26.21 Súðarvogur 2E-2F, ósk um umsögn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. febrúar 2021 var lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 1. febrúar 2021 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Olíuverslunar Íslands ehf. um endurnýjun á starfsleyfi fyrir vörugeymslu að Súðarvogi 2E-2F. Sótt er um endurnýjun leyfis til skamms tíma eða til 25. apríl 2021. Núgildandi starfsleyfi fyrirtækisins á þessum stað gildir til 28. febrúar 2021. Einnig er lagt fram bréf Olíuverslunar Íslands ehf. dags. 21. janúar 2021. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. febrúar 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. febrúar 2021 samþykkt.

27.21 Vogabyggð svæði 2, breyting á deiliskipulagi vegna lóða 2-9-1 og 2-9-2
Lögð fram umsókn Kristins Ragnarssonar dags. 5. febrúar 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæði 2 vegna lóðanna 2-9-1 og 2-9-2. Í breytingunni felst að lóðarlína á milli lóðanna 2-9-1 og 2-9-2 færist um 10 cm. til norðurs auk þess að sem þríhyrningslaga horn bætist við. Lóð 2-9-1 minnkar um 19,7 m2 og lóð 2-9-2 stækkar sem því nemur, samkvæmt uppdr. Kristins Ragnarssonar arkit. ehf. dags. 5. febrúar 2021.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 8.2 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.


28.21 Silfratjörn 6-12, fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Sveinbjörns Sigurðssonar dags. 2. febrúar 2021 um breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 6-12 við Silfratjörn sem felst í að bílastæði lóðarinnar verði fyrir framan bílaskúra húsanna.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

29.21 Skyggnisbraut 1, 2. áfangi, fjölbýlishús 49 íbúðir og hluti bílakjallara
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 9. febrúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja, steinsteypt fjölbýlishús með 49 íbúðum, einangruð og klædd að utan á 3-4 hæðum og hluta bílakjallara fyrir 67 bíla sem verður sameiginlegur fyrir alla lóðina, en húsin verða Skyggnisbraut 5 og 7 (mhl. 04 og 05), Gæfutjörn 4-6 og Jarpstjörn 1-3 (mhl. 06 ) á lóð nr. 1 við Skyggnisbraut.
Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2019. Erindi fylgir heildarútreikningur á varmatapi dags. 2. febrúar 2021 og greinargerð aðalhönnuðar dags. 3. febrúar 2021. Stærðir: Stækkun mhl. 01: xx ferm., xx rúmm. Mhl. 04, A-rými: 1.783,7 ferm., 5.081,4 rúmm. B-rými: 72,9 ferm. Mhl. 05, A-rými: 765,2 ferm., 2.268 rúmm. B-rými: 41,2 ferm. Mhl. 06, A-rými: 2.579,4 ferm., 7.702,1 rúmm. B-rými: 106,5 ferm. Samtals: 5.348,9 ferm. Gjald kr. 12.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

30.21 Vitastígur 16, (fsp) stækkun húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. janúar 2021 var lögð fram fyrirspurn Teiknistofunnar Óðinstorgi HH ehf. dags. 14. janúar 2020 um stækkun hússins á lóð nr. 16 við Vitastíg sem felst í byggingu bíslags við gafl hússins, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Óðinstorgi HH ehf. dags. 7. apríl 2020 síðast br. 14. janúar 2021. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 9. desember 2020. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. febrúar 2021.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. febrúar 2021.

31.21 Rökkvatjörn 10, 10 -14 - Raðhús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa dags. 22. janúar 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. janúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja íbúða raðhús á tveimur hæðum og innbyggðum bílgeymslum, hús nr. 10, mhl.01, nr. 12, mhl.02 og nr. 14 á lóð nr. 10 við Rökkvatjörn. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. febrúar 2021.
Stærðir: Heildarbyggingarmagn: 631,7 ferm., 1037.0 rúmm. Mhl.01: 210.6 ferm., 651,1 rúmm. Mhl.02: 210.6 ferm., 651,1 rúmm. Mhl.03: 210.5 ferm., 650,7 rúmm. Erindi fylgir mæliblað 5.052.3 dags. 18. desember 2020, og hæðablað 5.052.3, útgáfa 2 dags. 4. janúar 2021. Gjald kr. 11.200

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. febrúar 2021 samþykkt.

32.21 Sóleyjargata 25, (fsp) fella niður kvöð
Lögð fram fyrirspurn Admin ehf. dags. 8. febrúar 2021 um að fella niður kvöð á lóð nr. 25 við Sóleyjargötu sem felst í að ekki er heimilt að vera með fasta búsetu í húsinu. Til vara er sótt um að fella niður kvöð til bráðabirgða á meðan verið er að skoða framtíðar nýtingu/skráningu hússins.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

33.21 Úlfarsbraut 126, (fsp) þak íþróttahúss fari yfir hámarkshæð
Lögð fram fyrirspurn Hebu Hertervig f.h. skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 9. febrúar 2021 um hvort og þá hvaða ráðstafanir sé hægt að gera varðandi þak íþróttahúss Fram á lóð nr. 126 við Úlfarsbraut sem áætlað er að fari mögulega allt að 15 cm. yfir hámarkshæð deiliskipulags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.