Hverfisgata 40, Seljavegur 1, Sifjarbrunnur 7, Úthlíð 7, Grundargerði 35, Hrísateigur 15, Laugavegur 50, Njörvasund 25, Snorrabraut 54, Sæviðarsund 90, Akrasel 6, Bergstaðastræti 81, Bíldshöfði 18, Brautarholt 26-28, Klapparstígur 30, Rjúpufell 21-35, Ystibær 9, Hraunbær 133, Iðufell 16, Bakkastaðir 43, Bústaðavegur 7, Gjúkabryggja 4, Grjótháls 1-3, Hamrahlíð 21-25, Laugavegur 105, Lágmúli 2 - C40, Lækjargata 12, Sogavegur 3, Starengi 2, Kuggavogur 2, Súðarvogur 2E-2F, Brekknaás, Einimelur 10, Kjalarnes, Varmadalur 1, Seltjarnarnes,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

807. fundur 2021

Ár 2021, föstudaginn 5. febrúar kl. 09:10, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 807. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum:, Birkir Ingibjartsson, Ingvar Jón Bates Gíslason, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Haukur Hafliði Nínuson, Hildur Gunnarsdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Björn Ingi Edvardsson og Ólafur Melsted. Ritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:


1.21 Hverfisgata 40, 40-44 - Veitingastaður - billjardstofu/krá - fl.2
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. janúar 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. janúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta veitingarstað í flokki II tegund ?? billjardstofu/krá fyrir 80 gesti í rýmum 0103, 0104, 0105, 0109, 0111 og 0113 og sorp í rými 0121, í húsi á lóð nr. 40-44 við Hverfisgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5 febrúar 2021.
Gjald kr. 12.100



Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2021 samþykkt.

2.21 Seljavegur 1, (fsp) uppbygging
Lögð fram fyrirspurn Maison ehf. dags. 27. janúar 2021 ásamt greinargerð dags. 27. janúar 2021 um uppbyggingu á lóð nr. 1 við Seljaveg, samkvæmt uppdr. Studio Granda dags. dags. í nóvember 2020.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

3.21 Sifjarbrunnur 7, (fsp) færsla á byggingarreit
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. janúar 2021 var lögð fram fyrirspurn Stefáns Hallssonar dags. 15. desember 2020 um að færa byggingarreit lóðarinnar nr. 7 við Sifjarbrunn um 1 m til suðvesturs, samkvæmt fyrirspurnaruppdrætti dags. í nóvember 2020. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2021.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2021.

4.21 Úthlíð 7, (fsp) hækkun á þaki og setja glugga
Lögð fram fyrirspurn Ragnars Arnar Steinarssonar dags. 1. febrúar 2021 um að hækka þak hússins fyrir miðju á lóð nr. 7 við Úthlíð og setja þar glugga, samkvæmt skissum ódags. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2021.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2021.

5.21 Grundargerði 35, (fsp) - Klæðning
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. janúar 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. janúar 2021 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að klæða hús með báru úr lituðu áli á lóð nr. 35 við Grundargerði. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2021.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2021.

6.21 Hrísateigur 15, málskot
Lagt fram málskot Þóris Jósefs Einarssonar mótt. 29. janúar 2021 vegna afgreiðslu/niðurstöðu skipulagsfulltrúa frá 11. desember 2020 um að gera rishæð með kvistum á húsið á lóð nr. 15 við Hrísateig, setja nýjar svalir á 1. og 2. hæð á suður og vesturhlið hússins, svalir á rishæð og gera útgang út í garð úr kjallara á suðurhlið.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

7.21 Laugavegur 50, Viðbygging - breytingar á húsi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. janúar 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. janúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu á bakhlið, hækka þak og byggja kvist og svalir á framhlið, innrétta veitingastað í kjallara gamla hússins, vinnustofu listamanns á jarðhæð viðbyggingar og tvær íbúðir á efri hæðum með utanáliggjandi álstiga á húsi á lóð nr. 50 við Laugaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2021.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 2. desember 2020 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 11. janúar 2021. Stækkun: 118,5 ferm., 462,1 rúmm. Gjald kr. 11.200

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2021.

8.21 Njörvasund 25, Bílskúr
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. desember 2020 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílskúr úr járnbentri steinsteypu á norðaustur horni lóðar nr. 25 við Njörvasund. Erindi var grenndarkynnt frá 7. janúar 2021 til og með 4. febrúar 2021. Engar athugasemdir bárust.
Stærð bílskúrs er: 39,8 ferm., 117,4 rúmm. Gjald kr. 11.200


Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


9.21 Snorrabraut 54, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. október 2020 var lögð fram umsókn Sigurðar Hallgrímssonar dags. 22. september 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 54 við Snorrabraut. Í breytingunni felst að lóð nr. 54 við Snorrabraut er stækkuð um 102 m2 og lóð nr. 45A við Barónsstíg (Sundhöll Reykjavíkur) er minnkuð samsvarandi. Fyrirkomulag bílastæða á lóð Sundhallar breytist og bílastæðum fækkar lítillega. Einnig er gerð minni háttar breyting á byggingarreit Snorrabrautar 54 og byggingarmagn aukið um 400 m2 (aðallega neðanjarðar), samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Arkþing/Nordic ehf. dags. 4. febrúar 2021. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. sbr. gr. 12 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1472/2020.


10.21 Sæviðarsund 90, Viðbyggingu við bakhlið hússins og stækkun og breyting á notkun bílskúrs
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. febrúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til að stækka mhl. 01 með því að gera viðbyggingu við suðvesturhlið þar sem verður eldhús og borðstofa, auk þess sem bílskúr er stækkaður og breytt þannig að þar verður vinnustofa með eldhúsi og baði, í húsi á lóð nr. 90 við Sæviðarsund.
Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 13. október 2020 og bréf hönnuðar dags. 26. janúar 2021. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 30. október 2020 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. október 2020. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 2. nóvember 2020. Stækkun er alls fyrir báða mhl 01 og 02 : XX ferm., XX rúmm. Gjald kr. 11.200


Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

11.21 Akrasel 6, Gluggar og íbúðir í kjallara
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. janúar 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. janúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til að gera glugga á austur- og vesturhlið og innrétta fjórar litlar íbúðir í kjallara tvíbýlishúss á lóð nr. 6 við Akrasel. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2021.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 11.200

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2021.

12.21 Bergstaðastræti 81, (fsp) bílskúr
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. janúar 2021 var lögð fram fyrirspurn Kristjáns Ásgeirssonar dags. 22. janúar 2021 ásamt bréfi dags. 21. janúar 2021 um að byggja bílgeymslu á austurhluta lóðarinnar nr. 81 við Bergstaðastræti, samkvæmt tillögu Ódags. Einnig er lögð fram þrívíddarteikningar ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. febrúar 2021.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 1. febrúar 2021.

13.21 Bíldshöfði 18, staðsetning ökutækjaleigu
Lagt fram bréf Samgöngustofu dags. 29. janúar 2021 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Hlyns Más Ólafssonar um að reka ökutækjaleigu að Bíldshöfða 18. Sótt er um leyfi fyrir allt að 5 ökutækjum í útleigu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. febrúar 2021.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 1. febrúar 2021.

14.21 Brautarholt 26-28, Breytingar á gistiheimili
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. febrúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053595 þannig að í stað gistiheimilis verða 24 íbúðir í húsi á lóð nr. 26-28 við Brautarholt.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. mars 2017. Gjald kr. 12.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

15.21 Klapparstígur 30, (fsp) rekstur gististaðar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. janúar 2021 var lögð fram fyrirspurn ÞG Legal slf. dags. 22. janúar 2021 um rekstur gististaðar í íbúð merkt 010402 í húsinu á lóð nr. 30 við Klapparstíg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. janúar 2021.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 28. janúar 2021.

16.21 Rjúpufell 21-35, (fsp) skipting lóðar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. janúar 2021 var lögð fram fyrirspurn Hervars Gunnarssonar dags. 25. janúar 2021 um skiptingu lóðarinnar nr. 21-35 við Rjúpufell í annars vegar Rjúpufell 21-23 og hins vegar Rjúpufell 25-35. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. febrúar 2021.

Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. febrúar 2021.

17.21 Ystibær 9, (fsp) stækkun húss og breyting á þaki
Lögð fram fyrirspurn Árna Arnar Stefánssonar dags. 27. janúar 2021 ásamt greinargerð ódags. um að breyta þaki hússins á lóð nr. 9 við Ystibær ásamt stækkun hússins um 57,4 fm. sem felst í að stækka bílskúrs um 39,5 fm., útbúa 12,3 fm geymslu milli bílskúrs og húss og stækka alrými um 5,6 fm., samkvæmt uppdr. Guðrúnar Atladóttur dags. í janúar 2021. Einnig eru lagðar fram útlitsmyndir ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

18.21 Hraunbær 133, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. janúar 2021 var lögð fram umsókn Teiknistofunnar Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 18. janúar 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hraunbæjar-Bæjarháls vegna lóðarinnar nr. 133 við Hraunbæ. Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað um 6 úr 58 íbúðum í 64 íbúðir, bílastæðakrafa er lækkuð lítillega úr 1 stæði pr. íbúð í 0,9 stæði pr. íbúð, skilgreindur er nýr byggingarreitur fyrir sorpgerði milli byggingarreita A3 og A1 og gerðar eru breytingar á sérskilmálum til samræmis við reit C, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 12. janúar 2021. Einnig eru lagðir fram fyrirspurnarteikningar dags. 15. og 18. janúar 2021. Erindi var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.


19.21 Iðufell 16, Skrifstofugámar fyrir starfsfólk leikskóla
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. janúar 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. janúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til að setja niður skrifstofugám, sem er settur saman með tveimur gámum, og þjóna á sem bráðabirgðaskrifstofa fyrir starfsfólk á lóð nr. 16 við Iðufell. Erindi var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2021.
Stærð er: 57,2 ferm., 175,1 rúmm. Gjald kr. 12.100


Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2021 samþykkt.

20.21 Bakkastaðir 43, (fsp) sólskáli
Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Snædals Júlíussonar dags. 24. janúar 2021 um að setja sólskála við húsið á lóð nr. 43 við Bakkastaði. Einnig er lögð fram ljósmynd þar sem teiknuð er inn fyrirhuguð stækkun.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

21.21 Bústaðavegur 7, (fsp) kæliraftur og hljóðveggur
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. janúar 2021 var lögð fram fyrirspurn Veðurstofu Íslands dags. 10. desember 2020 um að setja kæliraft og hljóðvegg á lóð nr. 7 við Bústaðaveg, samkvæmt uppdr./skissu Arkís arkitekta ehf. dags. 17. mars 2015. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2021 samþykkt.

22.21 Gjúkabryggja 4, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Hugrúnar Þorsteinsdóttur dags. 27. janúar 2021 um breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vegna lóðarinnar nr. 4 við Gjúkabryggju (reitur D) sem felst í fjölgun íbúða, fjölgun bílastæða í kjallara, dýpkun byggingarreits úr 15 m í 16,5 m og að lengja 4. hæð á byggingu norðan megin á reit, samkvæmt uppdr. M11 teiknistofu dags. 26. janúar 2021.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

23.21 Grjótháls 1-3, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn T. ark Arkitekta ehf. dags. 18. janúar 2021 ásamt bréfi dags. 18. janúar 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 1-3 við Grjótháls. Í breytingunni felst að gerður er nýr byggingarreitur fyrir dreifistöð sem liggur að vestari lóðamörkum að Grjóthálsi 5, samkvæmt uppdr. T.ark Arkitekta ehf. dags. 15. janúar 2021.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.


24.21 Hamrahlíð 21-25, (fsp) smáhýsi
Lögð fram fyrirspurn Eiðs Arons Arnarsonar dags. 31. janúar 2021 um að setja tvö smáhýsi á lóð með landnúmerinu 107276 og staðsett er fyrir aftan lóðina nr. 21-25 við Hamrahlíð. Einnig er lögð fram tillaga að staðsetningu og ljósmyndir.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

25.21 Laugavegur 105, (fsp) 36. íbúðir á 3., 4. og 5. hæð hússins
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. janúar 2021 var lögð fram fyrirspurn Gunnlaugs Jónassonar dags. 5. janúar 2021 ásamt bréfi dags. 5. janúar 2021 um að gera allt að 36 íbúðir á 3., 4. og 5. hæð hússins á lóð nr. 105 við Laugaveg, samkvæmt uppdráttum TEIKNING.IS dags. 30. nóvember 2020 og 5. janúar 2021. Einnig er lögð fram ljósmynd. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. janúar 2021. Einnig er lögð fram leiðrétt umsögn skipulagfulltrúa dags. 5. febrúar 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2021 samþykkt.

26.21 Lágmúli 2 - C40, (fsp) nýtt deiliskipulag
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. janúar 2021 var lögð fram fyrirspurn Torfa Hjartarsonar dags. 21. janúar 2021 um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina nr. 2 við Lágmúla sem felst í að afmörkuð eru ný lóðarmörk með byggingarrétti fyrir uppbyggingu á umhverfisvænu húsnæði. Einnig er lögð fram tillaga Basalt arkitekta, Eflu, Reginn og Landmótunar dags. 20. janúar 2021. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2021 samþykkt.

27.21 Lækjargata 12, (fsp) þaksvalir
Lögð fram fyrirspurn Björns Skaptasonar dags. 1. febrúar 2021 ásamt bréfi dags. 28. janúar 2021 um að gera þaksvalir á á 4. hæð hússins á lóð nr. 12 við Lækjargötu í byggingarhluta að Vonarstræti, samkvæmt uppdr. Atelier Arkitekta ehf. ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

28.21 Sogavegur 3, Breyting á innra skipulagi og í fiskvinnslu
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. janúar 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. janúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun úr verslun með fisk í fiskvinnslu, með sölu á fisk, auk þess sem innra skipulagi er breytt og gerð gönguhurð við hlið vöruhurðar á vesturhlið húss nr. 3 við Sogaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. janúar 2021.
Erindi fylgir tölvupóstur frá hönnuði dags. 4. janúar 2021. Gjald kr. 11.200


Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 29. janúar 2021.

29.21 Starengi 2, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Jóhanns Harðarsonar dags. 22. janúar 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Engjahverfis C hluta vegna lóðarinnar nr. 2 við Starengi. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit vegna viðbyggingar og hækkun hússins um eina hæð. Fyrirhugað er að byggja vindfang við inngang á jarðhæð og stigahús sem aðkomu að viðbyggingu á efri hæð, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 19. janúar 2021.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.


30.21 "S">Kuggavogur 2, Fjölbýli
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. febrúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja fimm steinsteypt fjölbýlishús, einangruð og klædd að utan með 91 íbúð á sameiginlegum bílakjallara fyrir 85 bíla á lóð nr. 2 við Kuggavog.
Erindi fylgir brunahönnun frá Mannvit dags. 25. janúar 2021, og hljóðvistarskýrsla dags. 26. janúar 2021. Stærð, A-rými: 12.453,5 ferm., 38.560,9 rúmm. B-rými: 862,7 rúmm. Gjald kr. 12.100

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

31.21 Súðarvogur 2E-2F, ósk um umsögn
Lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 1. febrúar 2021 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Olíuverslunar Íslands ehf. um endurnýjun á starfsleyfi fyrir vörugeymslu að Súðarvogi 2E-2F. Sótt er um endurnýjun leyfis til skamms tíma eða til 25. apríl 2021. Núgildandi starfsleyfi fyrirtækisins á þessum stað gildir til 28. febrúar 2021. Einnig er lagt fram bréf Olíuverslunar Íslands ehf. dags. 21. janúar 2021.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

32.21 Brekknaás, nýtt deiliskipulag
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að deiliskipulagi fyrir 6 lóðir við Brekknás og Vindás 1.8 ha af stærð. Svæðið er skilgreint sem íbúðarsvæði í Aðalskipulagi Reykjavikur 2010-2030 með síðari breytingum. Í aðalskipulagi segir að leyfilegt sé uppbygging á 60 íbúðum auk búsetukjarna fyrir fatlaða, samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 29. janúar 2021.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

33.21 Einimelur 10, Stækkun
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. desember 2020 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum og til þess að byggja ofan á bílskúr og stækka íbúð einbýlishúss á lóð nr. 10 við Einimel. Erindi var grenndarkynnt frá 7. janúar 2021 til og með 4. febrúar 2021. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 40.1 ferm., 207.5 rúmm. Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 24. nóvember 2020, umsögn Minjastofnunar dags. 18. maí 2020, svar skipulagsfulltrúa við fyrirspurn, SN200336, dags. 12. júní 2020, umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 24. nóvember 2020, mæliblað 1.526.2 með síðustu breytingu dags. 8. ágúst 1962 ásamt ódagsettu hæðablaði og yfirlit breytinga ásamt skuggavarpi. Gjald kr. 11.200


Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


34.21 Kjalarnes, Varmadalur 1, skipting lands
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. janúar 2021 var lögð fram umsókn Egils Sveinbjarnar Egilssonar dags. 19. janúar 2021 um skiptingu landsins nr. 1 í Varmadal á Kjalarnesi, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Kvarða ehf. dags. 16. janúar 2021. Einnig er lagður fram uppdráttur, grunnmynd og snið, dags, 2. nóvember 2020.. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 8.2 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.


35.21 Seltjarnarnes, tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 - Búsetukjarni fyrir fatlaða við Kirkjubraut
Lagt fram erindi Seltjarnarnesbæjar, dags. 1. febrúar 2021 vegna auglýsingu á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033, dags. 2. nóvember 2020, í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin varðar stækkun á íbúðarsvæði ÍB-1 vegna nýrrar lóðar fyrir búsetukjarna fatlaðra við Kirkjubraut. Frestur til að skila inn umsögn ert til 21. mars 2021.
Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags.