Brautarholt 4-4A,
Laugavegur sem göngugata,
Reitur 1.172.0 Brynjureitur,
Reitur 1.172.1 Frakkastígsreitur,
Reitur 1.172.2,
Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur,
Kjalarnes, Nesvík,
Krókháls 6 og Lyngháls 5,
Sæbraut,
Hólmsheiði/Fjárborg/Almannadalur,
Hagatorg 1,
Háskólinn í Reykjavík - Nauthólsvegur 87,
Urðarbrunnur 2-8 og 10-12,
Rofabær 32, Árbæjarkirkja,
Hofteigur 22,
Njörvasund 25,
Sægarðar 1 og 3,
Úlfarsbraut 112,
Bergþórugata 18,
Suðurgata 22,
Ármúli 38,
Ármúli 38,
Bergstaðastræti 50B,
Gerðhamrar 19,
Laufásvegur 50,
Tryggvagata 16,
Viðarás 33-33A,
Barónsstígur 21,
Breiðhöfði 10,
Einimelur 10,
Hverfisgata 98A, 100 og 100A,
Malarhöfði 10,
Njálsgata 60,
Bræðraborgarstígur 1 og 3,
Gefjunarbrunnur 14,
Rökkvatjörn 1,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
802. fundur 2020
Ár 2020, föstudaginn 18. desember kl. 09:05, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 802. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Helena Stefánsdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ingvar Jón Bates Gíslason, Björn Ingi Edvardsson, Lilja Grétarsdóttir, Hulda Einarsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Birkir Ingibjartsson og Haukur Hafliði Nínuson, Ólafur Melsted og Hildur Gunnarsdóttir.
Ritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
1.20 Brautarholt 4-4A, Íbúðarhúsnæði og þjónusta/verslun - BN052434
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. október 2020 þar sem sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar viðbyggingu á bakhlið, stækka og síkka glugga og koma fyrir svölum á báðum hliðum, koma fyrir lyftu og innrétta 16 íbúðir á 2. - 4. hæð og verslun og sameiginlegt þvottahús á jarðhæð, einnig til að byggja einnar hæðar byggingu að lóðamörkum í austur og suður þar sem innréttuð verður hjólageymsla og geymslur íbúða með verönd á þaki á og við hús nr. 4, mhl. 01 á lóð nr. 4-4A við Brautarholt, samkvæmt uppdr. T.ark arkitekta ehf. dags. 21. febrúar 2017 síðast br. 12. október 2020. Lagður fram tölvupóstur pálmar Kristmundsson dags. 14. desember 2020 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti.
Erindi fylgir greinargerð hönnuðar um algilda hönnun dags. 21. febrúar 2017, samþykki meðlóðarhafa dags. 12., 13. og 18. maí 2020, bréf hönnuðar dags. 29. september 2020 og tillaga að nýju lóðarblaði mótt. 29. september 2020. Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. ágúst 2020 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2020 og bréf skipulagsfulltrúa dags. 17. ágúst ágúst 2020. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2020.
Stækkun: 208,3 ferm., 604,7 rúmm. Eftir stækkun, A-rými: 1.182,8 ferm., 3.987,7 rúmm. B-rými: 18,8 ferm., 53,5 rúmm. Gjald kr. 11.200
Samþykkt að framlengja frest til athugasemda til og með 8. janúar 2021.
2.20 Laugavegur sem göngugata, nýtt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að nýju deiliskipulagi fyrir Laugaveginn sem göngugötu, 2. áfanga, sem er í samræmi við samþykkt Borgarstjórnar Reykjavíkur frá 4. september 2018. Í tillögunni felst að hluti Laugavegs og Vatnsstígs verða gerðar að varanlegum göngugötum og samhliða því er unnið að hönnun ýmissa lausna til að bæta götuna og umhverfið. Gert er ráð fyrir að endurnýja allt yfirborð, hellur, gróður, götugögn og lýsingu, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 16. september 2020. Tillagan var auglýst frá 30. október 2020 til og með 11. desember 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Félag atvinnurekenda dags. 16. nóvember 2020, Lárus Þór Jónsson og Lilja Björk Jónsdóttir dags. 9. desember 2020, Lárus Þór Jónsson og Lilja Björk Jónsdóttir f.h. Lali ehf. dags. 9. nóvember 2020, Miðbæjarfélagið í Reykjavík dags. 10. desember 2020, Veitur dags. 10. desember 2020 og Björn Jón Bragason f.h. Ásgeirs Bolla Kristinssonar dags. 11. desember 2020.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
3.20 Reitur 1.172.0 Brynjureitur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.0 sem afmarkast af Laugavegi, Klapparstíg, Hverfisgötu og Vatnsstíg. Í breytingunni felst að mörkum deiliskipulagsins er breytt á þann hátt að í stað þess að mörkin liggi í miðri götu eru þau færð inn að lóðarmörkum við Laugaveg, Klapparstíg, Hverfisgötu og Vatnsstíg, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 21. september 2020. Tillagan var auglýst frá 30. október 2020 til og með 11. desember 2020. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
4.20 Reitur 1.172.1 Frakkastígsreitur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.1 sem afmarkast af Laugavegi, Frakkastíg, Hverfisgötu og Vatnsstíg. Í breytingunni felst að mörkum deiliskipulagsins er breytt á þann hátt að í stað þess að mörkin liggi í miðri götu eru þau færð inn að lóðarmörkum við Laugaveg, Vatnsstíg, Hverfisgötu og Frakkastíg, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 21. september 2020. Tillagan var auglýst frá 30. október 2020 til og með 11. desember 2020. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
5.20 Reitur 1.172.2, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 sem afmarkast af Laugavegi, Frakkastíg, Grettisgötu og Klapparstíg. Í breytingunni felst að mörkum deiliskipulagsins er breytt á þann hátt að í stað þess að mörkin liggi í miðri götu eru þau færð inn að lóðarmörkum við Laugaveg, Klapparstíg og Frakkastíg, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 21. september 2020. Tillagan var auglýst frá 30. október 2020 til og með 11. desember 2020. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
6.20 Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur, breyting á deiliskipulagi vegna reits e3
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn T.ark Arkitekta ehf. dags. 15. júní 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grafarlækjar-Stekkjarmóa-Djúpadals. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit e3 í suðurátt til að rúma verkstæði og vélageymslu ásamt aukningu á byggingarmagni, samkvæmt uppdr. T.ark Arkitekta ehf. dags. 12. júní 2020 br. 17. desember 2020. Tillagan var auglýst frá 30. október 2020 til og með 11. desember 2020. Eftirtaldir sendu umsögn/athugasemdir: Veitur dags. 10. desember 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. desember 2020.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. desember 2020, sbr. a. lið 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr.1020/2019.
7.20 Kjalarnes, Nesvík, deiliskipulag
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 10. desember 2020 þar sem gerð er athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar vegna umhverfismats og efni og framsetningu skipulagsákvæða.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
8.20 Krókháls 6 og Lyngháls 5, breytingu á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. desember 2020 var lögð fram umsókn Vektors, hönnun og ráðgjöf, dags. 8. desember 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðanna nr. 6 við Krókháls og 5 við Lyngháls. Í breytingunni felst breyting á lóðamörkum þar sem laufskáli sem tilheyrir eigninni að Krókhálsi 6 stendur hluta til á lóðinni Lyngháls 5. Lóðin við Krókháls 6 mun stækka um 15.8 m2 og lóðin Lyngháls 5 minnka sem því nemur, samkvæmt uppdr. Vektors, hönnun og ráðgjöf, dags. 17. desember 2020. Einnig er lögð fram skissa á byggingarleyfisuppdrætti og eignaskiptayfirlýsing dags. 3. desember 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 8.2 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.
9.20 Sæbraut, (fsp) auglýsingaskilti
Lögð fram fyrirspurn Gunnars Kristjánssonar f.h. knattspyrnufélags Reykjavíkur dags. 9. desember 2020 um að setja auglýsingaskilti á lóð borgarinnar við Sæbraut, samkvæmt tillögu ódags. Einnig er lögð fram teikning af auglýsingaskilti.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
10.20 Hólmsheiði/Fjárborg/Almannadalur, (fsp) breyta línuvegi í reiðveg
Lögð fram fyrirspurn Hestamannafélagsins Fáks dags. 14. desember 2020 ásamt bréfi dags. 11. desember 2020 um að breyta línuvegi sem liggur norður frá Fjárborg að tengivirkinu á Geithálsi í reiðveg.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
11.20 Hagatorg 1, (fsp) breyting á notkun húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. desember 2020 var lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 24. nóvember 2020 ásamt greinargerð dags. 23. nóvember 2020 um hvort breyta megi húsnæði Hótel Sögu á lóð nr. 1 við Hagatorg að hluta til eða öllu leyti í íbúðarhúsnæði og hvort rekstur heilbrigðisstarfsemi líkt og þjónusta við aldraða t.d. hjúkrunarheimili falli innan ramma skipulagsins. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. desember 2020.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. desember 2020 samþykkt.
12.20 Háskólinn í Reykjavík - Nauthólsvegur 87, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Steinselju ehf. dags. 14. desember 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans Í Reykjavík vegna lóðarinnar nr. 87 við Nauthólsveg, lóð C í gildandi deiliskipulagi. Í breytingunni felst að heimilt verði að setja 15 kennslugáma tímabundið á lóð þ.e. til 15. júní 2021, samkvæmt uppdr. Steinselju ehf. dags. 11. desember 2020.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.
13.20 Urðarbrunnur 2-8 og 10-12, skipulag lóða
Lagt fram bréf Ársæls Aðalsteinssonar og Sigrúnar Eddu Erlendsdóttur dags. 13. nóvember 2020 þar sem óskað er eftir því að Reykjavíkurborg skoði skipulagsferli lóðanna Urðarbrunnur 2-8 og Urðarbrunnur 10-12, nánar tiltekið samtengingu lóða og afleiðingar af breyttu deiliskipulagi sem samþykkt var í Borgarráði 2017.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
14.20 Rofabær 32, Árbæjarkirkja, (fsp) stækkun safnaðarheimilis
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. desember 2020 var lögð fram fyrirspurn Árbæjarkirkju dags. 17. nóvember 2020 um stækkun safnaðarheimilis við Árbæjarkirkju á lóð nr. 32 við Rofabæ, samkvæmt uppdráttum Basalt arkitekta ehf. ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. desember 2020.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. desember 2020 samþykkt.
15.20 Hofteigur 22, Hækkun á þaki bílskúrs - áður gert
Að lokinni grenndarkynningu er lögð lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. september 2020 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðri hækkun á bílskúrsþaki í eigu íbúðar 0101 í íbúðarhúsi á lóð nr. 22 við Hofteig, samkvæmt uppdr. Sæmundar Óskarssonar dags. 5. maí 2020. Einnig er lagður fram tölvupóstur Ingibjargar Indriðadóttur dags. 2. október 2020 þar sem samþykki er dregið til baka. Erindi var grenndarkynnt frá 10. nóvember 2020 til og með 8. desember 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Sesselja Lind Magnúsdóttir dags. 8. desember 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. desember 2020 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. desember 2020.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. ágúst 2020 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. ágúst 2020. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 31. ágúst 2020. Stækkun: x.xx rúmm. Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 5. maí 2020 ásamt samþykki eiganda íbúðar 0201 að Hofteigi 20, dags. 5. maí 2020. Gjald kr. 11.200
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. desember 2020, sbr. a. lið 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr.1020/2019.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
16.20 Njörvasund 25, Bílskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. desember 2020 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílskúr úr járnbentri steinsteypu á norðaustur horni lóðar nr. 25 við Njörvasund.
Stærð bílskúrs er: 39,8 ferm., 117,4 rúmm. Gjald kr. 11.200
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Njörvasundi 23.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.
17.20 Sægarðar 1 og 3, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. nóvember 2020 var lögð fram umsókn Faxaflóahafna sf. dags. 5. október 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Sundahafnar norðan Vatnagarða vegna lóðannar nr. 1 og 3 við Sægarða. Í breytingunni felst að færa lóðarmörk Sægarða 1 og 3 til suðausturs, stækka lóða Sægarða 3, stækka byggingarreit, hækka hámarkshæð byggingar á lóð Sægarða 1 og færa lagnaleið Veitna, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 2. október 2020. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.
18.20 Úlfarsbraut 112, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. desember 2020 var lögð fram fyrirspurn Þórðar Steingrímssonar dags. 7. desember 2020 ásamt bréfi dags. 1. desember 2020 um breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr 112 við Úlfarsbraut sem felst í að gera tvær íbúðir á lóð í stað einbýlishúss. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. desember 2020.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. desember 2020.
19.20 Bergþórugata 18, (fsp) fjölbýlishús
Lögð fram fyrirspurn Landslagna ehf. dags. 2. desember 2020 um byggingu fjölbýlishúss á lóð nr. 18 við Bergþórugötu á tveimur hæðum með þremur íbúðum, samkvæmt uppdr. Arkþings/Nordic ehf. dags. 27. nóvember 2020.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
20.20 Suðurgata 22, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. október 2020 var lögð fram umsókn Davíðs Kr. Pitt ark. dags. 12. október 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.161 vegna lóðarinnar nr. 22 við Suðurgötu. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit á baklóð (vesturhlið) ásamt aukningu á byggingarmagni og nýtingarhlutfalli lóðar, samkvæmt uppdr. Davíðs Kr. Pitt ark. dags. 12. desember 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Suðurgötu 18, 20, 24 og 26A, Kirkjugarðsstíg 6 og 8 og Garðastræti 43. 45 og 47.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.
21.20 Ármúli 38, Breyta í íbúð - 03-02 mhl. 02
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. desember 2020 þar sem sótt er um leyfi til að breyta atvinnuhúsnæði og innrétta íbúð, í mhl. 02 rými 0302, og koma fyrir svölum á suðurhlið húss á lóð nr. 38 við Ármúla.
Stærð íbúar verður skráð: 69,4 ferm., 272,4 rúmm. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
22.20 Ármúli 38, Breyta í íbúð - 02-02 mhl. 03
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. desember 2020 þar sem sótt er um leyfi til að breyta atvinnuhúsnæði og innrétta íbúð, í mhl. 03 rými 0202, og koma fyrir svölum á suðurhlið húss, á lóð nr. 38 við Ármúla.
Stærð íbúar verður skráð: 131, 6 ferm., 421,1 rúmm. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
23.20 Bergstaðastræti 50B, Endurnýjun glugga, svalir, tröppur, klæðning
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. desember 2020 þar sem sótt er um leyfi til þess að síkka tvö gluggaop og gera svalahurðir, gera svalir á norðurhlið, nýjar tröppur á suðurhlið, færa alla glugga í upprunalegt horf og klæða með timbri, íbúðarhús á lóð nr. 50B við Bergstaðastræti. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. desember 2020.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 26. október 2020. Stækkun: 35.8 ferm., x.xx rúmm. Gjald kr. 11.200
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. desember 2020 samþykkt.
24.20 Gerðhamrar 19, (fsp) nýta óútgrafið rými og loka svölum
Lögð fram fyrirspurn Sæmundar Óskarssonar dags. 7. desember 2020 um að nýta óútgrafið rými á 1. hæð hússins á lóð nr. 19 við Gerðhamra og skrá sem hluta íbúðar ásamt því að loka svölum á 1. og 2. hæð hússins, samkvæmt uppdr. Sæmundar Óskarssonar dags. 24. ágúst 2016.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
25.20 Laufásvegur 50, Viðbygging, þaksvalir o.fl.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. desember 2020 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. desember 2020 þar sótt er um leyfi til að stækka anddyrisviðbyggingu, byggja einnar hæðar viðbyggingu garðmegin, hækka þak og breyta kvistum, gera þaksvalir á báðum viðbyggingum, endureinangra hús að innan og breyta innra skipulagi og einangra og klæða skúr að utan og færa innkeyrslu/bílastæði suður fyrir hús á lóð nr. 50 við Laufásveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. desember 2020..
Erindi fylgir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. ágúst 2020, bréf hönnuðar dags. 24. nóvember 2020, samþykki næstu nágranna áritað á skissur og umsögn Minjastofnunar dags. 3. nóvember 2020. Stækkun: 73,7 ferm., xx rúmm. Gjald kr. 11.200
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. desember 2020 samþykkt.
26.20 Tryggvagata 16, Breyting á skráningu á 2. hæð svo að í stað íbúðar/vinnustofu með einu rýmisnúmeri komi 2 íbúðir með 2 rýmisnúmerum.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. desember 2020 þar sem sótt er um leyfi til að breyta skráningu á 2. hæð þannig að í stað íbúðar/vinnustofu með einu rýmisnúmeri verði tvær sjálfstæðar íbúðir í húsi á lóð nr. 16 við Tryggvagötu.
Erindi fylgir afrit af samþykktum teikningum og samþykki meðeigenda dagsett 18. nóvember 2020. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
27.20 Viðarás 33-33A, (fsp) breyting á notkun bílskúrs
Lögð fram fyrirspurn Guðmundar Arnars Guðmundssonar dags. 1. desember 2020 um að breyta notkun bílskúrs nr. 33A á lóð nr. 33-33A við Viðarás í skrifstofu og vinnu stúdíó og setja hurð og glugga í stað bílskúrshurðar, samkvæmt uppdr. Huldu Jónsdóttur arkitekta dags. 23. nóvember 2020.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
28.20 Barónsstígur 21, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Gísla Sæmundssonar dags. 15. desember 2020varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.3 vegna lóðarinnar nr. 21 við Barónsstíg. Í breytingunni felst hækkun á þaki hússins þannig að betri nýting fáist í þakhæð þar sem nú er geymslurými. Við hækkun næðist möguleiki á auknu og nýtanlegra íbúðarrými efstu hæðar (rishæðar), samkvæmt uppdr. Arkteikn slf. og Úti og inni sf. dags. 15. desember 2020.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.
29.20 Breiðhöfði 10, ósk um umsögn vegna endurnýjunar á starfsleyfi - 2020110368
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. desember 2020 var lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 1. desember 2020 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar um endurnýjun á starfsleyfis Einingaverksmiðjunnar ehf. að Breiðhöfða 10. Óskað er eftir umsögn um hvort starfsemi sé í samræmi við skipulag og hvort áætlaðar breytingar á skipulagi geti komið í veg fyrir endurnýjun starfsleyfis til 12 ára. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. desember 2020.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. desember 2020 samþykkt.
30.20 Einimelur 10, Stækkun
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. desember 2020 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. desember 2020 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum og til þess að byggja ofan á bílskúr og stækka íbúð einbýlishúss á lóð nr. 10 við Einimel. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Stækkun: 40.1 ferm., 207.5 rúmm. Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 24. nóvember 2020, umsögn Minjastofnunar dags. 18. maí 2020, svar skipulagsfulltrúa við fyrirspurn, SN200336, dags. 12. júní 2020, umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 24. nóvember 2020, mæliblað 1.526.2 með síðustu breytingu dags. 8. ágúst 1962 ásamt ódagsettu hæðablaði og yfirlit breytinga ásamt skuggavarpi. Gjald kr. 11.200
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Einimel 7, 8, 9, 12 og 14.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.
31.20 Hverfisgata 98A, 100 og 100A, (fsp) fjöldi bílastæða og fjölgun íbúða
Lögð fram fyrirspurn Helga Mars Hallgrímssonar dags. 15. desember 2020 ásamt bréfi dags. 15. nóvember 2020 um fjölda bílastæða á lóðum nr. 98A, 100 og 100A og fjölgun íbúða úr 14 í 15, samkvæmt tillögu Arkþing/Nordic ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
32.20 Malarhöfði 10, ósk um umsögn vegna endurnýjunar á starfsleyfi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. nóvember 2020 var lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 12. nóvember 2020 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um hvort starfsemi Steypustöðvarinnar að Malarhöfða 10 sé í samræmi við skipulag og hvort breytingar á skipulagi geti komið í veg fyrir endurnýjun á starfsleyfi í 12 ár. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. desember 2020.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. desember 2020 samþykkt.
33.20 Njálsgata 60, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Sigurðar Hallgrímssonar dags. 30. október 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.190.3, Njálsgötureits, vegna lóðarinnar nr. 60 við Njálsgötu. Í breytingunni felst að ekki verður kjallari undir húsinu, hámarksfjöldi íbúða verður 8, bygging á eystri hluta reits verður 4 hæðir og ris, bygging á vestari hluta reits verður 3 hæðir og ris, inngangur verður frá sundi milli Njálsgötu 60 og 58, svalir mega ná 1,6 m út fyrir byggingarreit til suðurs og lyftuhús má ganga upp úr þaki, samkvæmt uppdr. Arkþing/Nordic ehf. dags. 30. október 2020. Tillagan var grenndarkynnt frá 18. nóvember 2020 til og með 16. desember 2020. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
34.20 Bræðraborgarstígur 1 og 3, (fsp) uppbygging
Lögð fram fyrirspurn Yrki arkitekta ehf. dags. 7. nóvember 2020 um að sameina lóðirnar nr. 1 og 3 við Bræðraborgarstíg, rífa niður og byggja nýtt hús á lóð nr. 1 og gera þar sambýli fyrir eldri konur og færa hús nr. 3 nær upprunalegu útliti og hækka um eina hæð, samkvæmt tillögu ódags. Einnig er lagður fram tölvupóstur Minjastofnunar Íslands dags. 8. nóvember 2020.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
35.20 Gefjunarbrunnur 14, Tvíbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. nóvember 2020 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tvíbýlishús á lóð nr. 14. við Gefjunarbrunn. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. desember 2020. Jafnframt eru lagðir fram uppdrættir Mansard - teiknistofu ehf. dags. 21. júní 2020 og 4. og 5. nóvember 2020.
Erindi fylgir afrit af hæða- og mæliblaði, afrit af umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júní 2020 og tillaga að breytingum m.t.t. algildrar hönnunar dags. 21. júní 2020. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. september 2020 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. september 2020. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 28. september 2020. Stærðir: 1. hæð: 104,0 ferm., 309,9 rúmm. 2. hæð: 129,2 ferm., 445,7 rúmm. Samtals: 233,2 ferm., 783,3 rúmm. Bílastæði í B-lokun: 34,0 ferm., 101,3 rúmm. Svalir í C-lokun: 7,5, ferm. Gjald kr. 11.200
Leiðrétt bókun frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. desember 2020.
Rétt bókun er: Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
36.20 Rökkvatjörn 1, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. desember 2020 var lögð fram umsókn Ævars Rafns Björnssonar dags. 28. október 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 1 við Rökkvatjörn. Í breytingunni felst að bætt er við byggingarreit fyrir sorpgáma og leyfi fyrir innganga frá garði, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Traðar dags. 21. október 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 8.2 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.