Breiðhöfði 10,
Bergstaðastræti 37,
Hrísateigur 15,
Langagerði 22,
Reykjavíkurflugvöllur, breyting á deiliskipulagsmörkum,
Grettisgata 86,
Bergstaðastræti 20,
Hraunberg 4,
Laufásvegur 50,
Laugavegur 49,
Stórholt 25,
Hagatorg 1,
Ólafsgeisli 67,
Skriðustekkur 1-7,
Sæmundargata 15,
Gefjunarbrunnur 14,
Hverfisgata 90,
Kleifarvegur 12,
Mörkin 8,
Rökkvatjörn 1,
Borgartún 34-36,
Bryggjuhverfi, spennistöð við Tangabryggju,
Silfratjörn 11-15,
Silfratjörn 11-15,
Gufuneshöfði,
Glæsibær 3,
Hólavað 13-27,
Rofabær 32, Árbæjarkirkja,
Stararimi 59,
Stekkjarsel 7,
Þykkvibær 21,
Skúlagata 4,
Sólvallagata 79,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
800. fundur 2020
Ár 2020, föstudaginn 4. desember kl. 09:30, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 800. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Helena Stefánsdóttir og Vígdís Þóra Sigfúsdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ólafur Melsted, Ingvar Jón Bates Gíslason, Haukur Hafliði Nínuson, Hildur Gunnarsdóttir, Guðlaug Erna Jónsdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Björn Ingi Edvardsson, Birkir Ingibjartsson og Sólveig Sigurðardóttir.
Ritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
1.20 Breiðhöfði 10, ósk um umsögn vegna endurnýjunar á starfsleyfi - 2020110368
Lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 1. desember 2020 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar um endurnýjun á starfsleyfis Einingaverksmiðjunnar ehf. að Breiðhöfða 10. Óskað er eftir umsögn um hvort starfsemi sé í samræmi við skipulag og hvort áætlaðar breytingar á skipulagi geti komið í veg fyrir endurnýjun starfsleyfis til 12 ára.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
2.20 Bergstaðastræti 37, Áður gerður loftstokkur og yfirbygging
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júlí 2020 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum loftstokkum upp úr þaki og til að byggja yfir þá á þaki húss á lóð nr. 37 við Bergstaðastræti. Erindi var grenndarkynnt frá 18. ágúst 2020 til og með 15. september 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ólína Salome Torfadóttir dags. 9. september 2020 og Heiða Jóhannsdóttir dags. 15. september 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. september 2020 og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti umsækjanda dags. 22. október 2020 varðandi frestun máls. Einnig er lagður fram tölvupóstur umsækjanda dags. 13. nóvember 2020.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. apríl 2019 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. apríl 2019. Gjald kr. 11.000
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
3.20 Hrísateigur 15, (fsp) rishæð, kvisti o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Þóris Jósefs Einarssonar dags. 16. nóvember 2020 um að gera rishæð með kvistum á húsið á lóð nr. 15 við Hrísateig, setja nýjar svalir á 1. og 2. hæð á suður og vesturhlið hússins, svalir á rishæð og gera útgang út í garð úr kjallara á suðurhlið. Einnig er lögð fram skissa ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
4.20 Langagerði 22, Nýir kvistir og svalir
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. október 2020 þar sem sótt er um leyfi til þess að bæta við tveimur kvistum á norður- og suðurhlið ásamt svölum og stiga niður í garð á 1. hæð í fjöleignarhúsi á lóð nr. 22 við Langagerði. Erindi var grenndarkynnt frá 3. nóvember 2020 til og með 1. desember 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Kristján Brynjar Bjarnason og Björg Valgeirsdóttir dags. 1. desember 2020.
Erindi fylgir afrit af eldri teikningum samþykktum 27. nóvember 1980 og fyrirspurnarteikningum dags. 24. apríl 2019. umboð eigenda íbúðar 01-0101 dags. 23. september 2019 og samþykki meðlóðarhafa áritað á A3 afrit af teikningum A-100 - A-101 dagsettum 3. september 2019. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. október 2019 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. október 2019. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. september 2020 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2020. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 21. september 2020. Stækkun: 1.8 ferm., 9.1 rúmm. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
5.20 Reykjavíkurflugvöllur, breyting á deiliskipulagsmörkum, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Í breytingunni felst staðsetning á nýju hliði, breytt afmörkun girðingar og breyting á deiliskipulagsmörkun til samræmis við deiliskipulag Nýja Skerjafjarðar, samkvæmt uppdr. T.ark Arkitekta ehf. dags. 26. júní 2020 br. 30. október 2020. Tillagan var auglýst frá 16. september 2020 til og með 28. október 2020. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lagður fram tölvupóstur Isavia dags. 11. nóvember 2020 þar sem ekki er gerð athugasemd við breytinguna.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
6.20 Grettisgata 86, (fsp) breyting á notkun hluta 1. hæðar
Lögð fram fyrirspurn Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur dags. 24. nóvember 2020 um breytingu á notkun rýmis merkt 01 0101 á 1. hæð hússins á lóð nr. 86 úr verslunarhúsnæði í íbúð, samkvæmt uppdr. Plan 21 ehf. dags. 20. nóvember 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. desember 2020.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. desember 2020.
7.20 Bergstaðastræti 20, Nýjir gluggar, svalir og breytingar á innra skipulagi
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. desember 2020 þar sótt er um leyfi fyrir nýjum gluggum á suðurhlið og svölum á vesturhlið húss á lóð nr. 20 við Bergstaðastræti. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2020.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 19. ágúst 2019 og dags. 24. júní 2020, umsögn Minjastofnunar dags. 24. júní 2020, minnisblað frá burðarvirkishönnuði dags. 26. júní 2020 og yfirlit breytinga mótt. 26. júní 2020. Einnig fylgir erindinu beiðni eiganda um að fella niður erindi BN055021, dags. 24. júní 2020. Gjald kr. 11.200
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2020 samþykkt.
8.20 Hraunberg 4, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. nóvember 2020 var lögð fram umsókn Ívars Arnar Guðmundssonar dags. 19. nóvember 2020 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Breiðholts III, austurdeild, vegna lóðarinnar nr. 4 við Hraunberg. Í breytingunni felst að bætt er við heimild til að gera íbúðir á efri hæðum, samkvæmt tillögu Nexus arkitekta ehf. dags. 19. nóvember 2020. Einnig er lögð fram grunnmynd Nexus arkitekta ehf. dags. 4. nóvember 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.
9.20 Laufásvegur 50, Viðbygging, þaksvalir o.fl.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. desember 2020 þar sótt er um leyfi til að stækka anddyrisviðbyggingu, byggja einnar hæðar viðbyggingu garðmegin, hækka þak og breyta kvistum, gera þaksvalir á báðum viðbyggingum, endureinangra hús að innan og breyta innra skipulagi og einangra og klæða skúr að utan og færa innkeyrslu/bílastæði suður fyrir hús á lóð nr. 50 við Laufásveg.
Erindi fylgir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. ágúst 2020, bréf hönnuðar dags. 24. nóvember 2020, samþykki næstu nágranna áritað á skissur og umsögn Minjastofnunar dags. 3. nóvember 2020. Stækkun: 73,7 ferm., xx rúmm. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
10.20 Laugavegur 49, (fsp) breyting á notkun bakhúss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. nóvember 2020 var lögð fram fyrirspurn Hjalta Rafns Gunnarssonar dags. 23. nóvember 2020 ásamt greinargerð dags. 23. nóvember 2020 um breytingu á notkun bakhúss á lóð nr. 49 við Laugaveg út vinnustofu í íbúð. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2020.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2020 samþykkt.
11.20 Stórholt 25, (fsp) fjölgun bílastæða
Lögð fram fyrirspurn Margrétar Óskarsdóttur dags. 24. október 2020 ásamt tölvupósti dags. 22. nóvember 2020 um að fjölga bílastæðum á lóð nr. 25 við Stórholt um eitt, samkvæmt tillögu ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. desember 2020.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. desember 2020.
12.20 Hagatorg 1, (fsp) breyting á notkun húss
Lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 24. nóvember 2020 ásamt greinargerð dags. 23. nóvember 2020 um hvort breyta megi húsnæði Hótel Sögu á lóð nr. 1 við Hagatorg að hluta til eða öllu leyti í íbúðarhúsnæði og hvort rekstur heilbrigðisstarfsemi líkt og þjónusta við aldraða t.d. hjúkrunarheimili falli innan ramma skipulagsins.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
13.20 Ólafsgeisli 67, (fsp) taka í notkun kjallara hússins
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. nóvember 2020 var lögð fram fyrirspurn Valdísar Arnardóttur dags. 18. nóvember 2020 um að taka í notkun kjallara hússins á lóð nr. 67 við Ólafsgeisla. Einnig eru lagðir fram uppdrættir TEIKNING.IS dags. 13. október 2020. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.
14.20 Skriðustekkur 1-7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Sigríðar Arngrímsdóttur dags. 16. september 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Breiðholts I vegna lóðarinnar nr. 1-7 við Skriðustekk. Í breytingunni felst að gerður verður nýr byggingarreitur fyrir annars vegnar stækkun á bílskúr og hins vegar stækkun á núverandi íbúðarhúsi við Skriðustekk 1, samkvæmt uppdr. Arkotek dags. 16. september 2020. Tillagan var grenndarkynnt frá 3. nóvember 2020 til og með 1. desember 2020. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
15.20 Sæmundargata 15, Stækkun
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. nóvember 2020 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. nóvember 2020 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu, fjórar hæðir og kjallara, steinsteypt, einangruð og klædd glerklæðningu, við hátæknisetur Alvotech á lóð nr. 15-19 við Sæmundargötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2020.
Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. 17. nóvember 2020, samþykki fasteignafélagsins Sæmundar dags. 17. nóvember 2020 og yfirlit yfir eldra hús. Stækkun, A-rými: 12.588 ferm., 57.466,5 rúmm. B-rými: 29,3 ferm., 111,4 rúmm. Samtals: 13.286,2 ferm., 57.892,4 rúmm. Gjald kr. 11.200
Umsögn skipulagsfulltrúa 4. desember 2020 samþykkt.
16.20 Gefjunarbrunnur 14, Tvíbýlishús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. nóvember 2020 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. nóvember 2020 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tvíbýlishús á lóð nr. 14. við Gefjunarbrunn. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. desember 2020.
Erindi fylgir afrit af hæða- og mæliblaði, afrit af umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júní 2020 og tillaga að breytingum m.t.t. algildrar hönnunar dags. 21. júní 2020. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. september 2020 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. september 2020. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 28. september 2020. Stærðir: 1. hæð: 104,0 ferm., 309,9 rúmm. 2. hæð: 129,2 ferm., 445,7 rúmm. Samtals: 233,2 ferm., 783,3 rúmm. Bílastæði í B-lokun: 34,0 ferm., 101,3 rúmm. Svalir í C-lokun: 7,5, ferm. Gjald kr. 11.200
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. desember 2020.
17.20 Hverfisgata 90, (fsp) niðurrif húss
Lögð fram fyrirspurn Rauðsvíkur ehf. dags. 27. nóvember 2020 ásamt bréfi dags. 24. nóvember 2020 um niðurrif hússins nr. 90 á lóð nr. 88 við Hverfisgötu. Einnig er lagt fram ástandsmat verkfræðistofu Þráins og Benedikts dags. 13. nóvember 2020.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
18.20 Kleifarvegur 12, Stækka stofu út á svalir - op í vegg
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. desember 2020 þar sótt er um leyfi til þess að stækka stofu á kostnað svala, bæta við glugga á suðurhlið og fjarlægja burðarvegg að hluta í íbúð 0101 í tvíbýlishúsi á lóð nr. 12 við Kleifarveg.
Stækkun: x.xx ferm., x.xx rúmm. Erindi fylgir yfirlýsing burðarvirkishönnuðar sem afrit af tölvupósti dags. 6. nóvember 2020 og samþykki eigenda íbúðar 0001 dags. 18. nóvember 2020. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
19.20 Mörkin 8, Breyting inni og úti - Hækkun á kótum húss og koma fyrir viðbyggingu við mhl. 03 með 4 íbúðum. sbr.BN057105
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. desember 2020 þar sótt er um leyfi til að breyta erindi BN057105 þannig að byggt er við mhl. 03, komið fyrir 4 íbúðum í viðbyggingu og byggingin öll hækkar um 60 cm í landi, útliti breytt á suðvestur hlið og smávægilegar innri breytingar gerðar í íbúðum í húsi á lóð nr. 8 við Mörkina.
Stækkun viðbyggingar eru: 225,9 ferm., 771,6 rúmm. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
20.20 Rökkvatjörn 1, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Ævars Rafns Björnssonar dags. 28. október 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 1 við Rökkvatjörn. Í breytingunni felst að bætt er við byggingarreit fyrir sorpgáma og leyfi fyrir innganga frá garði, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Traðar dags. 21. október 2020.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.
21.20 Borgartún 34-36, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. nóvember 2020 var lögð fram fyrirspurn Gunnars Sigurðssonar dags. 6. nóvember 2020 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 34-36 við Borgartún sem felst í fjölgun íbúða um 19 íbúðir þ.e. úr 91 í 115, lækkun á hámarkshæð byggingarinnar í 8 hæðir , víkja frá kröfu um stærð íbúða efst í stigagöngum, tilslökun á forskrift að útliti og efnisnotkun, tilfærslu á geymslum og bílageymslum milli hæða, uppfærslu á bílastæðabókhaldi miðað við fjölda íbúða og tilslökun á lá- og lóðréttum byggingarreitum, samkvæmt fyrirspurnartillögu Tvíhorf ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2020.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2020 samþykkt.
22.20 Bryggjuhverfi, spennistöð við Tangabryggju, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Arkís arkitekta ehf. dags. 22. september 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vegna lóðar fyrir spennistöð við Tangabryggju. Í breytingunni felst að lóð spennistöðvar er stækkuð, færð til og byggingarmagn skilgreint, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 21. september 2020. Tillagan var grenndarkynnt frá 3. nóvember 2020 til og með 1. desember 2020. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
23.20 Silfratjörn 11-15, (fsp) 60 cm útbygging á hluta 2. hæðar
Lögð fram fyrirspurn Sigursteins Sigurðssonar dags. 23. nóvember 2020 ásamt bréfi dags. 22. nóvember 2020 um hvort heimilt sé að útbygging á hluta 2. hæðar hússins á lóð nr. 11-15 við Silfratjörn skagi út sem nemur 60 cm, samkvæmt uppdr. Sigursteins Sigurðssonar arkitekts dags. 22. nóvember 2020.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
24.20 Silfratjörn 11-15, Raðhús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. desember 2020 þar sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja íbúða raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 11-15 við Silfratjörn.
Stærðir: x.xx., x.xx rúmm. Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 22. nóvember 2020, mæliblað 5.0525.3 útgefið 13. september 2019 og hæðablað 5.052.3 útgáfa 1 dags 29. maí 2019. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
25.20 Gufuneshöfði, framkvæmdaleyfi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. nóvember 2020 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 23. nóvember 2020 um framkvæmdaleyfi vegna jarð- og lagnavinnu ásamt yfirborðsfrágangi á stígatengingu á stíg sem liggur meðfram sjónum við Gufuneshöfða við núverandi göngustíg neðan við Gerðhamra í Grafarvogi. Einnig er lagt fram teikningahefti VSÓ ráðgjafar dags. í nóvember 2020. Jafnframt er lögð fram umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands dags. 30. nóvember 2020 og umsögn Umhverfisstofnunar dags. 1. desember 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. desember 2020.
Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 3. desember 2020 .
Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.
26.20 Glæsibær 3, (fsp) breyting á notkun bílskúrs
Lögð fram fyrirspurn Guðjóns Axels Guðjónssonar dags. 23. nóvember 2020 um að breyta notkun bílskúrs á lóð nr. 3 við Glæsibæ í íbúð.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
27.20 Hólavað 13-27, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Auðar Óskar Emilsdóttur dags. 2. desember 2020 um stækkun 1. hæðar hússins á lóð nr. 13-27 sem nemur svölum, u.þ.b. 2 m út og 5 metra á lengd fyrir hverja einingu.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
28.20 Rofabær 32, Árbæjarkirkja, (fsp) stækkun safnaðarheimilis
Lögð fram fyrirspurn Árbæjarkirkju dags. 17. nóvember 2020 um stækkun safnaðarheimilis við Árbæjarkirkju á lóð nr. 32 við Rofabæ, samkvæmt uppdráttum Basalt arkitekta ehf. ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
29.20 Stararimi 59, (fsp) breyting á húsi
Lögð fram fyrirspurn Jóns Dals Kristbjörnssonar dags. 1. nóvember 2020 um að loka 26 m2 gati á neðri hæð hússins á lóð nr. 59 við Stararima. Einnig er lögð fram grunnmynd/skissa ódags. og ljósmynd.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
30.20 Stekkjarsel 7, Áður gerðar breytingar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. desember 2020 þar sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem sem felast í því að óútgröfnu rými er breytt í íbúðarrými og geymslu í kjallara og gluggi stækkaður á norðurhlið einbýlishússins á lóð nr.7 við Stekkjarsel.
Stækkun vegna útgrafins rýmis: XX ferm ., XX rúmm. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
31.20 Þykkvibær 21, Reyndarteikningar- Árbæjarreitur 62
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. desember 2020 þar sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á einbýlishúsi á lóð nr. 21 við Þykkvabæ.
Erindi fylgir lóðauppdráttur 4.352.4 dags. 14. maí 2020. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
32.20 Skúlagata 4, (fsp) stækkun á flóttaleið
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. nóvember 2020 var lögð fram fyrirspurn yrki arkitekta ehf. dags. 23. nóvember 2020 um hvort stækkun á flóttaleið í húsinu á lóð nr. 4 við Skúlagötu kalli á deiliskipulagsbreytingu, en um er að ræða tillögu um utanáliggjandi brunaflóttastiga að baki hússins þannig að stiginn nær inn á aðliggjandi lóð að Sölvhólsgötu 7. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2020.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2020 eru ekki gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað.
33.20 Sólvallagata 79, Fjölbýlishús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. nóvember 2020 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. nóvember 2020 þar sem sótt er um leyfi til að byggja fjögur tveggja til fimm hæða fjölbýlishús með 83 íbúðum, atvinnurýmum á götuhlið v/Hringbraut og bílakjallara fyrir 82 bíla, steinsteypt, einangruð að utan og með loftræstri klæðningu á Steindórsreit á lóð nr. 79 við Sólvallagötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2020.
Erindi fylgir brunahönnun frá Örugg, verkfræðistofu dags. 26. október 2020 og greinargerð um hljóðvist frá Eflu dags. 17. apríl 2020. Stærð, A-rými: 9.184,2 ferm., 29.051,2 rúmm. B-rými: 3.747 ferm., xx rúmm. Samtals: 12.931,2 ferm., xx rúmm. Gjald kr. 11.200
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2020 samþykkt.