Blesugróf 30 og 32, Mýrargata 21 og 23, Borgartún 8-16A (Katrínartún 6), Bryggjuhverfi vestur, svæði 4, Starengi 2, Þverholt 18, Langholtsvegur 89, Rökkvatjörn 5-11, Úlfarsárdalur, Borgartún 6, Furugerði 23, Reykjavíkurhöfn, Klettasvæði, Hverfisgata 52, Stórholt 25, Grenimelur 8, Grettisgata 72, Hraunbær 133, Blikastaðavegur 2-8, Gufuneshöfði, Jöfursbás 5 og 7, Rauðavatn, Súðarvogur 9-11, Súðarvogur 26, Aragata 3, Ásgarður 19-35, Jöldugróf 8, Sæviðarsund 90, Tunguvegur 12, Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Stefna um íbúðarbyggð, Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Nýi Skerjafj. Breytt landnotkun, Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Sértæk búsetuúrræði,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

795. fundur 2020

Ár 2020, föstudaginn 30. október kl. 11:30, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 795. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson og Ágústa Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ingvar Jón Bates Gíslason, Lilja Grétarsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Birkir Ingibjartsson, Haukur Hafliði Nínuson, Ólafur Melsted, Hildur Gunnarsdóttir, Guðlaug Erna Jónsdóttir, Björn Ingi Edvardsson og Hulda Einarsdóttir. Ritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:


1.20 Blesugróf 30 og 32, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 25. september 2020 var lögð fram drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Blesugrófar vegna lóðanna nr. 30 og 32 við Blesugróf. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

2.20 Mýrargata 21 og 23, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Einars Ólafssonar, dags. 18. júlí 2019, varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits, reits 1.131, vegna lóðarinnar nr. 21-23 við Mýrargötu. Í breytingunni felst að minnka umfang og hæðir kirkjunnar ásamt því að kirkjuturnar eru lækkaðir. Turnunum fækkar úr 5 í 2, hámarkshæð hærri turns minnkar úr 22 metrum niður í 18 metra og minni turns úr 17. metrum niður í 15 metra og umfang kirkjunnar minnkar, samkvæmt deiliskipulags-, skuggavarps- og skýringaruppdr. Arkiteo ehf. dags. 18. maí 2020. Tillagan var auglýst frá 17. júlí 2020 til og með 31. ágúst 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Íbúaráð Vesturbæjar dags. 31. ágúst 2020, íbúasamtök Vesturbæjar dags. 31. ágúst 2020 og Guðmundur Pálsson dags. 1. september 2020. Einnig er lagt bréf Rússnesku Rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi dags. 31. ágúst 2020 og minnisblað skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 16. september 2020 og bréf íbúaráðs Vesturbæjar dags. 29. september 2020 vegna athugasemda fulltrúa Pírata um tillögu að deiliskipulagi lóðarinnar. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. september 2020 og er nú lögð fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

3.20 Borgartún 8-16A (Katrínartún 6), (fsp) atvinnuhúsnæði
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. október 2020 var lögð er fram fyrirspurn Höfðatorgs ehf. dags. 6. október 2020 ásamt bréfi dags. 6. október 2020 um uppbyggingu á byggingarreit H3/G3 á lóð nr. 8-16A við Borgartún og þá fyrst og fremst um tegund byggingarinnar sem atvinnuhúsnæði. Einnig er lagt fram teikningahefti PK Arkitekta ehf. (aðaluppdrættir og þrívíddarmyndir) dags. 6. október 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. október 2020.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. október 2020 samþykkt.

4.20 Bryggjuhverfi vestur, svæði 4, breyting á deiliskipulagi vegna lóðar G
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Arkís arkitekta dags. 9. júlí 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vestur, svæði 4, vegna lóðar nr. G. Í breytingunni felst að heimila aukinn fjölda íbúða og aukinn fjölda bílastæða í kjallara lóðar G, ásamt því að dýpt byggingarreits er aukin úr 15 m. í 16,5 m., samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta, dags. 8. júlí 2020. Tillagan var auglýst frá 16. september 2020 til og með 28. október 2020. Engar athugasemdir bárust.


Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

5.20 Starengi 2, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Jóhanns Harðarsonar dags. 22. október 2020 um breytingu á deiliskipulagi Engjahverfis C hluta vegna lóðarinnar nr. 2 við Starengi sem felst í stækkun á byggingarreit vegna viðbyggingar og hækkun hússins um eina hæð, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 21. október 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. október 2020.


Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. október 2020 samþykkt.

6.20 Þverholt 18, (fsp) breyting á notkun húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. október 2020 var lögð fram fyrirspurn Lárusar Kristins Ragnarssonar dags. 14. október 2020 um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 18 við Þverholt úr vöru- og skrifstofuhúsnæði í íbúðarhúsnæði og vinnustofur, samkvæmt uppdráttum/frumtillögu Ártúns ehf. dags. 12. október 2020. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. október 2020.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. október 2020 samþykkt.

7.20 Langholtsvegur 89, (fsp) breyting á notkun hluta hússins
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. október 2020 var lögð fram fyrirspurn Aflorku ehf. dags. 21. september 2020 ásamt bréfi dags. 19. september 2020 um breytingu á notkun rýmis merkt 0102 í húsinu á lóð nr. 89 við Langholtsveg úr verslun í íbúð, samkvæmt uppdr. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. október 2020.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. október 2020 samþykkt.

8.20 ">Rökkvatjörn 5-11, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 5-11 við Rökkvatjörn. Í breytingunni felst að byggingarreitur fyrir fjórar raðhúsaeiningar sem í gildandi deiliskipulagi er 34,60 m x 10 m er breytt þannig að hann verður 34,60 m x 11,60 m, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 22. október 2020.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

9.20 Úlfarsárdalur, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 28. október 2020 um framkvæmdaleyfi vegna endurheimt votlendis á gömlum túnum í Úlfarsárdal. Einnig er lagðir fram uppdrættir VSÓ ráðgjafar dags. 23. október 2020 og uppdrætti Verkís dags. 24. ágúst 2018.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.


10.20 Borgartún 6, (fsp) breyting á notkun efstu hæðar hússins
Lögð fram fyrirspurn Richards Ólafs Briem dags. 26. október 2020 um breytingu á notkun efstu hæðar hússins á lóð nr. 6 við Borgartún úr skrifstofum í íbúðir. Einnig eru lagðar fram tillögur að annars vegar 4 íbúðum á efstu hæð og hins vegar 6 íbúðum.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

11.20 Furugerði 23, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Arkís arkitekta ehf. f.h. EA11 ehf. mótt. 14. desember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 23 við Furugerði. Í breytingunni felst að fjarlægja núverandi mannvirki og koma fyrir íbúðum á lóð. Nýir byggingarreitir verði skilgreindir á lóðinni sem skipt er upp í reit A og reit B og lóð sameinuð, kvöð um nýtingu lóðar fyrir götu á reit B verður aflétt o.fl., samkvæmt deiliskipulags-, skýringar- og skilmálauppdráttum Arkís arkitekta ehf. dags. 16. júlí 2020. Einnig er lagður fram lagfærður skýringaruppdr. merktur 1.03 dags. 16. júlí 2020 br. 17. ágúst 2020. Jafnframt er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 19. janúar 2018, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 28. maí 2018 og hljóðvistarskýrsla Mannvits dags. 14. ágúst 2020. Tillagan var auglýst frá 16. september 2020 til og með 28. október 2020. Eftirtaldir sendur athugasemdir/umsögn: íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis dags. 1. október 2020, Emilía Valdimarsdóttir dags. 25. október 2020, Bryndís Valsdóttir og Snædís Logadóttir dags. 25. október 2020, Ólöf Jóhannsdóttir dags. 25. október 2020, Helga Helgadóttir og Kristinn Zimsen dags. 26. október 2020, Elfar Andri Aðalsteinsson dags. 26. október 2020, Guðrún S. Gröndal dags. 27. október 2020, Ásta Ragnheiður Thorarensen og Þórarinn Hilmarsson dags. 27. október 2020, Fanný Jónmundsdóttir dags. 27. október 2020, Jóhanna Þórunn Ásgrímsdóttir og Hermann Þór Gíslason dags. 27. október 2020 og Ingibjörg Halldórsdóttir hdl. f.h. íbúa og eigendur Furugerðis 10 og 12 dags. 28. október 2020.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

12.20 Reykjavíkurhöfn, Klettasvæði, breyting á deiliskipulagi vegna smáhýsa
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurhafnar Klettasvæðis til að koma fyrir allt að 3 smáhýsum (ca. 35 m2 hvert) fyrir skjólstæðinga Velferðarsviðs Reykjavíkur. Tillagan gerir ráð fyrir nýrri lóð fyrir smáhýsin, á núverandi bílastæði á borgarlandi, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Stiku ehf. dags. 22. júní 2020. Einnig er lögð fram umsögn Faxaflóahafna sf. dags. 2. janúar 2019. Tillagan var auglýst frá 16. september 2020 til og með 28. október 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Eignarhaldsfélagið Sigtún ehf. dags. 22. október 2020 og AX lögmannsþjónusta f.h. Þingvangs ehf. dags. 27. október 2020.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

13.20 Hverfisgata 52, (fsp) svalir
Lögð fram fyrirspurn frá Hebu Hertervig dags. 22. október 2020 ásamt bréfi dags. 22. október 2020 um að setja svalir á suðurhlið hússins á lóð nr. 52 við Hverfisgötu, samkvæmt uppdr. VA Arkitekta ehf., ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

14.20 Stórholt 25, (fsp) fjölgun bílastæða
Lögð fram fyrirspurn Margrétar Óskarsdóttur dags. 24. október 2020 um að fjölga bílastæðum á lóð nr. 25 við Stórholt um tvö, samkvæmt tillögu ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

15.20 Grenimelur 8, Hækkun húss, svalir, tröppur o.fl.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. október 2020 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. október 2020 þar sem sótt er um leyfi til að hækka og endurgera þakhæð, byggja kvisti, nýjar svalir á suðurhlið 1. og 2. hæðar og breyta innra skipulagi á 1. og 2. hæð í húsi á lóð nr. 8 við Grenimel. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. október 2020.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. júlí 2020 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. júlí 2020. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 27. júlí 2020. Stækkun: 105,5 ferm., 58,6 rúmm. Eftir stækkun: 447,2 ferm., 1.146,8 rúmm. Gjald kr. 11.200

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 30. október 2020.

16.20 Grettisgata 72, (fsp) svalir
Lögð fram fyrirspurn Ólafar Flygenring dags. 27. október 2020 um að setja léttar stálsvalir á suðurhlið hússins á lóð nr. 72 við Grettisgötu, samkvæmt tillögu Ólafar Flygenring dags. 14. október 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. október 2020.


Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. október 2020 samþykkt.

17.20 Hraunbær 133, (fsp) breyting á skilmálum deiliskipulags
Lögð fram fyrirspurn Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 14. október 2020 ásamt minnisblaði dags. 13. október 2020 um breytingu á skilmálum deiliskipulags Hraunbæjar-Bæjarháls vegna lóðarinnar nr. 133 við Hraunbæ sem felst í að breyta skilmálum fyrir reit A til samræmis við skilmála í gildi fyrir reit C. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. október 2020.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. október 2020 samþykkt.

18.20 Blikastaðavegur 2-8, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Arkís Arkitekta ehf. dags. 8. október 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 2-8 við Blikastaðaveg. Í breytingunni felst að skipta lóðinni upp í 3 lóðir, samhliða því eru byggingareitir endurskoðaðir og nýir byggingareitir afmarkaðir samhliða því að byggingarheimildir eru uppfærðar með það að markmiði að auka nýtingu. Jafnframt eru bílastæðakröfur uppfærðar, m.a. vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á starfsemi á lóðinni og til að aðlaga bílastæðakröfur að reglum um bíla- og hjólastæði í Reykjavík, samkvæmt uppdr. Arkís Arkitekta ehf. dags. 5. október 2020.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.


19.20 Gufuneshöfði, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn Faxaflóahafna sf. dags. 27. október 2020 um framkvæmdaleyfi fyrir gerð á aðkomuslóða að innsiglingarmerkinu við Gufuneshöfða. Einnig er lögð fram fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur á lóð fyrir innsiglingarmerki Gufuneshöfða dags. árið 2019, umsögn Umhverfisstofnunar dags. 24. september 2019, staðfesting Umhverfisstofnunar dags. 18. mars 2020, deiliskipulagsuppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 17. mars 2020, afnotaleyfi dags. 9. september 2020 og aðaluppdr. Kanon arkitekta dags. 12. ágúst 2020.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.


20.20 Jöfursbás 5 og 7, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Helga Mars Hallgrímssonar dags. 21. október 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Gufuness, áfangi 1, vegna lóðanna nr. 5 og 7 við Jöfursbás. Í breytingunni felst að lóðir stækka, byggingarmagn eykst, hámarksfjöldi íbúða verður skilgreindur, stærðir svalaganga og lágmarks salarhæð verði ekki takmörkuð umfram kvaðir byggingarreglugerðar, fallið verður frá skilmálum um að efstu hæðir þurfi að vera inndregnar og þess í stað verður heimilt að hafa húsin stölluð og að heimilt verði að svalir og útskot nái 2 m út fyrir byggingarreit nema að götu, samkvæmt uppdr. Arkþing/Nordic ehf. dags. 19. október 2020. Einnig er lagt fram samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða dags. 18 og 30. september 2020.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.


21.20 Rauðavatn, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 23. október 2020 um framkvæmdaleyfi vegna fullnaðarfrágangs á göngu- og reiðstíg við Rauðavatn ásamt fullnaðarfrágangs á stíglýsingu meðfram göngu- og reiðstígum. Einnig er lagt fram teikningasett VSÓ ráðgjafar dags. í október 2020.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.


22.20 Súðarvogur 9-11, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Súðarvogar 9 ehf. dags. 18. júlí 2020, varðandi breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar 2 vegna lóðarinnar nr. 9-11 við Súðarvog. Í breytingunni felst að heimila uppbyggingu íbúðarhúsnæðis ásamt bílageymslum á lóð 2-12-2, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Tröð dags. 17. júlí 2020. Tillagan var auglýst frá 16. september 2020 til og með 28. október 2020. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

23.20 Súðarvogur 26, (fsp) breyting á notkun hússins
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. október 2020 var lögð fram fyrirspurn Einars Ásgeirssonar dags. 7. október 2020 um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 26 við Súðarvog úr iðnaðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. október 2020.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. október 2020 samþykkt.

24.20 Aragata 3, (fsp) stækkun á kjallara hússins og setja svalir
Lögð fram fyrirspurn Áslaugar Geirsdóttur dags. 20. október 2020 ásamt bréfi dags. 19. október 2020 um stækkun á kjallara á suðaustur horni hússins á lóð nr. 3 við Aragötu og setja svalir, samkvæmt uppdr. Glámu/Kím ehf. dags. 8. október 2020.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

25.20 Ásgarður 19-35, (fsp) breyting á aðkomu og fjölgun bílastæða
Lögð fram fyrirspurn Rósu Hjartardóttur dags. 22. október 2020 um að breyta aðkomu og fjölga bílastæðum á lóð nr. 19-35 við Ásgarð. Einnig er lögð fram yfirlitsmynd þar sem svæði sem um ræðir er skissað inn. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. október 2020.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 30. október 2020.

26.20 Jöldugróf 8, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Aðalsteins Atla Guðmundssonar dags. 14. október 2020 um stækkun hússins á lóðinni nr. 8 við Jöldugróf sem felst í að gera 16,5 m2 viðbyggingu á tveimur hæðum við húsið, samkvæmt tillögu ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

27.20 Sæviðarsund 90, Viðbyggingu við bakhlið hússins og stækkun og breyting á notkun bílskúrs
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. október 2020 þar sem sótt er um leyfi til að stækka mhl. 01 með því að gera viðbyggingu við suðvestur hlið þar sem verður eldhús og borðstofa, auk þess sem bílskúr er stækkaður og breyttur þannig að þar verður vinnustofa með eldhúsi og baði, í húsi á lóð nr. 90 við Sæviðarsund. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. október 2020.
Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 13. október 2020. Stækkun er alls fyrir báða mhl 01 og 02 : XX ferm., XX rúmm. Gjald kr. 11.200


Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. október 2020 samþykkt.

28.20 Tunguvegur 12, Bílskúr á lóð
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. september 2020 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteyptan bílskúr, mhl.02, á lóð nr. 12 við Tunguveg, samkvæmt uppdr. Önnu Leoniak dags. 26. júlí 2020 og 26. ágúst 2020. Erindi var grenndarkynnt frá 21. september 2020 til og með 19. október 2020. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Jón Viðar Gunnarsson og Ellý Hauksdóttir Hauth dags. 25. september 2020, Björg Kristín Sigþórsdóttir 19. október 2020 og Helgi Kristján Pálsson dags. 19. október 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. október 2020 og er nú lagt fram að nýju.
Stærð: 32.6 ferm., 97.8 rúmm. Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 15. ágúst 2020, mæliblað 1.822.3 síðast útgefið 9. maí 2011 og hæðablað útgefið í ágúst 2001. Gjald kr. 11.200

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

29.20 Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Stefna um íbúðarbyggð, breyting á aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í júní 2020 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar stefnu um íbúðabyggð. Breytingin tekur til eftirfarandi reita, sem verða skilgreindir sem sérstakir byggingarreitir, sbr. stefnu um íbúðabyggð, sem sett er fram á mynd 13 í kaflanum Borgin við Sundið: Arnarbakka, Eddufells-Völvufells, Rangársels, Háaleitisbrautar-Miklubrautar, Furugerðis-Bústaðavegar og Vindáss-Brekknaáss. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 3. september 2020. Tillagan var auglýst frá 16. september 2020 til og með 28. október 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis dags. 28. ágúst 2020, Ingibjörg Halldórsdóttir hjá Lands lögmönnum f.h. Kristins Ziemsen, Helgu Helgadóttur, Láru Áslaugu Sverrisdóttur og Jóns Höskuldssonar, íbúaráð Breiðholts dags. 8. september 2020, Mosfellsbær dags. 28. september 2020, íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis dags. 1. október 2020, Kópavogsbær dags. 8. október 2020, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 21. október 2020, Helga Helgadóttir og Kristinn Zimsen dags. 26. október 2020 og Vegagerðin dags. 28. október 2020.

Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags.

30.20 Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Nýi Skerjafj. Breytt landnotkun, breyting á aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í júní 2020, síðast uppfærð 1. september 2020 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Tillögunni fylgir umhverfisskýrsla. Breytingartillagan nær til landsvæðis vestan núverandi íbúðarbyggðar í Skerjafirði og varðar meðal annars breytta landnotkun, fjölgun íbúða, breytta legu stíga og breytt umfang fyrirhugaðrar landfyllingar. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 31. ágúst 2020. Tillagan var auglýst frá 16. september 2020 til og með 28. október 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Mosfellsbær dags. 28. september 2020, Kópavogsbær dags. 8. október 2020, Seltjarnarnesbær dags. 15. október 2020, Vegagerðin dags. 15. október 2020, Umhverfisstofnun dags. 16. október 2020, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 21. október 2020, Eyjólfur Gunnarsson, Margrét Gunnarsdóttir, Gunnar Trausti Eyjólfsson, Atli Már Eyjólfsson og Magnús Daði Eyjólfsson dags. 27. október 2020, Anna S. Haraldsdóttir dags. 28. október 2020, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 28. október 2020, Hildur Hjartardóttir og Sigurður Jens Sæmundsson dags. 28. október 2020, Jens Pétur Jensen dags. 28. október 2020, Guðjón Haraldsson dags. 28. október 2020, Daníel B. Sigurgeirsson, Elín Björk Jónasdóttir, Sigurdís Björg Jónasdóttir og Birgir Arnór Birgisson dags. 28. október 2020, Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir dags. 28. október 2020 og Sigríður Ragna Sigurðardóttir dags. 28. október 2020.
Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags.

31.20 Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Sértæk búsetuúrræði, breyting á aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í júní 2020 uppf. 31. ágúst 2020 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar sértæk búsetuúrræði og landnotkun. Í breytingunni felst að sérákvæði um búsetuúrræði er bætt við undir liðnum Íbúðabyggð (ÍB) í kaflanum Landnotkun (bls. 205 (sjá adalskipulag.is). Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 9. júlí 2020. Tillagan var auglýst frá 16. september 2020 til og með 28. október 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Íbúaráð Breiðholts dags. 8. september 2020, Mosfellsbær dags. 28. september 2020, Kópavogsbær dags. 8. október 2020, Seltjarnarnesbær dags. 15. október 2020, stjórn Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur dags. 28. október 2020 og AX lögmannsþjónusta f.h. Þingvangs ehf. dags. 27. október 2020.

Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags.