Austurstræti - skilti, Mosgerði 9, Skipholt 15, Sólvallagata 23, Rauðalækur 22, Reykjavíkurvegur 31B, Sjómannaskólareitur, reitur K1-K4, Borgartún og Snorrabraut, Skipholt 9-Stúfh 1-3, Álfsnes, Bústaðavegur frá Veðurstofuvegi að Litluhlíð, Gufunes, Jöfursbás 5 og 7, Laugavegur sem göngugata, Reitur 1.172.0 Brynjureitur, Reitur 1.172.1 Frakkastígsreitur, Reitur 1.172.2, Kjalarnes, Kollafjörður, Álfsnes, Úlfarsfell og Suðurlandsvegur, Hnjúkasel 15, Hraunbær 103A, Kleifarsel 33, Starhagi 3, Seiðakvísl 38, Stakkhamrar 22, Tjarnargata 38, Bergstaðastræti 37, Langagerði 22, Njálsgata 36, Nýlendugata 34, Rökkvatjörn 10, Njörvasund 25, Heiðargerði 8, Seljavegur 1B, Stangarholt 2, Kjalarnes, Leiruvegur 2 og 4, Leifsgata 25, Smiðjustígur 13, Víðinesvegur 2,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

789. fundur 2020

Ár 2020, föstudaginn 18. september kl. 09:10, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 789. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum:, Haukur Hafliði Nínuson, Hildur Gunnarsdóttir, Guðlaug Erna Jónsdóttir, Björn Ingi Edvardsson, Hulda Einarsdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, Lilja Grétarsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Ólafur Melsted og Birkir Ingibjartsson. Ritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:


1.20 Austurstræti - skilti, Upplýsingaskilti
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. september 2020 þar sem sótt er um leyfi til þess að setja upp upplýsingaskilti í eigu Reykjavíkurborgar á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis.
Gjald kr. 11.200

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

2.20 Mosgerði 9, Viðbygging - innra skipulag og sameina eignir
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. júlí 2020 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu til vesturs, breyta þakformi, breyta og bæta við kvistum, setja svalir á austurhlið efri hæðar, breyta innra skipulagi, sameina eignir og breyta í einbýlishús, íbúðarhúsi á lóð nr. 9 við Mosgerði. Erindi var grenndarkynnt frá 18. ágúst 2020 til og með 15. september 2020. Engar athugasemdir bárust.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. júlí 2020 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. júlí 2020. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2020. Erindi fylgir yfirlit breytinga á uppdráttum samþykktum 14. ágúst 2001 og bréf aðalhönnuðar dags. 20. júlí 2020. Stækkun: 21,8 ferm., 46.0 rúmm. Gjald kr. 11.200

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


3.20 Skipholt 15, (fsp) breyting á notkun rýmis á jarðhæð
Lögð fram fyrirspurn Þrastar Kjarans Elíassonar dags. 27. september 2020 um breytingu á notkun rýmis á jarðhæð hússins á lóð nr. 15 við Skipholt úr verslun í íbúð. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. september 2020.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. september 2020.

4.20 Sólvallagata 23, Nýr bílskúr
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. júní 2020 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteyptan bílskúr klæddan að utan með timburborðum á lóð nr. 23 við Sólvallagötu. Erindi var grenndarkynnt frá 18. ágúst 2020 til og með 15. september 2020: eftirtaldir sendu athugasemdir: Margrét J. Gísladóttir dags. 6. september 2020 og Björgvin Guðmundsson dags. 10. september 2020.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. janúar 2020 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. janúar 2020. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 27. janúar 2020. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. júní 2020 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. júní 2020. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 8. júní 2020. Stærð bílskúr er : 36,0 ferm., 111,5 rúmm. Gjald kr. 11.200


Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

5.20 Rauðalækur 22, (fsp) bílskúr
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. september 2020 var lögð fram fyrirspurn Þóru Friðriksdóttur dags. 7. september 2020 um að setja bílskúr við vesturenda hússins á lóð nr. 22 við Rauðalæk, samkvæmt skissu ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. september 2020.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. september 2020, samþykkt.

6.20 Reykjavíkurvegur 31B, (fsp) afmörkun lóðar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. maí 2019 var lögð fram fyrirspurn Arons Inga Óskarssonar dags. 14. maí 2019 um afmörkun lóðar að Reykjavíkurvegi 31B. Einnig eru lögð fram drög að lóðarblöðum dags. 31. mars 2019 og afsalsbréf dags. 24. október 1964. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
Frestað. Fyrirspyrjanda er gert að hafa samband við embætti skipulagsfulltrúa.

7.20 Sjómannaskólareitur, reitur K1-K4, (fsp) uppbygging
Lögð fram fyrirspurn Rafael Pereira Campos De Pinho dags. 14. september 2020 um uppbyggingu á Sjómannaskólareit sem felst í að byggja 60 hagkvæmar íbúðir á reit K1, K2 og K3 og sameiginlegt þjónustuhús fyrir íbúana á reit K4, svalir megi vera 1,6 m út fyrir byggingarreit í stað 1 m, hámarkslengd einstakra kvista verði aukin, mögulegt verður að setja rafhleðslustöðvar við fyrirhuguð bílastæði bakvið Sjómannaskólann ásamt fjölgun deilibílastæða á borgarlandi við Sjómannaskólann o.fl., samkvæmt tillögu ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

8.20 Borgartún og Snorrabraut, framkvæmdaleyfi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. september 2020 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 3. september 2020 um framkvæmdaleyfi vegna nýrra gatnatengingar á milli Borgartúns og Snorrabrautar ásamt aðlögun að núverandi gatnakerfi. Einnig er lagt fram teikningasett dags. í september 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2020.



Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2020. Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.

9.20 Skipholt 9-Stúfh 1-3, Skipholt 9 - Íbúð 1.hæð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. september 2020 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. september 2020 þar sem sótt er um leyfi til að breyta rými 0102 og innrétta íbúð í hluta rýmisins í Skipholti 9 sem er mhl. 01 á lóðinni Skipholt 9-Stúfh 1-3, samkvæmt uppdr. Sveins Ívarssonar dags. 1. júlí 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2020.
Gjald kr. 11.200.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. september 2020, samþykkt.

10.20 Álfsnes, framkvæmdaleyfi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. september 2020 var lögð fram umsókn Veitna ohf. dags. 1. september 2020 ásamt bréfi dags. 1. september 2020 um framkvæmdaleyfi vegna færslu á vatnslögn í sjó og þverum á landi í Álfsnesi. Einnig er lagt fram teikningasett Veitna ohf. dags. í ágúst 2020 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 16. september 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2020.

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2020. Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.

11.20 Bústaðavegur frá Veðurstofuvegi að Litluhlíð, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 17. september 2020 um framkvæmdaleyfi vegna gerð göngu- og hjólastígs að Bústaðavegi frá Veðurstofuvegi að Litluhlíð ásamt gangstétt og endurnýjun kantsteins í Háuhlíð. Einnig er lagt fram teikningasett VSÓ ráðgjafar dags. í júlí 2020 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2020.

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2020. Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.

12.20 Gufunes, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 17. september 2020 um framkvæmdaleyfi vegna lagningu göngustígs í Gufunesi. Einnig er lagður fram uppdr. VSÓ ráðgjafar dags. 17. september 2020.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

13.20 Jöfursbás 5 og 7, (fsp) breytingu á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. september 2020 var lögð fram fyrirspurn Helga Mars Hallgrímssonar dags. 26. ágúst 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Gufuness vegna lóðar nr. 5 og 7 við Jöfursbás sem felst í stækkun lóða. Nýtingarhlutfall helst óbreytt en byggingarmagn eykst í hlutfalli við stækkun lóðanna. Einnig er lögð fram tillaga Arkþings - Nordic ehf. ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. september 2020.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. september 2020, samþykkt.

14.20 Laugavegur sem göngugata, nýtt deiliskipulag
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að nýju deiliskipulagi fyrir Laugaveginn sem göngugötu, 2. áfanga, sem er í samræmi við samþykkt Borgarstjórnar Reykjavíkur frá 4. september 2018. Í tillögunni felst að hluti Laugavegs og Vatnsstígs verða gerðar að varanlegum göngugötum og samhliða því er unnið að hönnun ýmissa lausna til að bæta götuna og umhverfið. Gert er ráð fyrir að endurnýja allt yfirborð, hellur, gróður, götugögn og lýsingu, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 16. september 2020.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

15.20 Reitur 1.172.0 Brynjureitur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.0 sem afmarkast af Laugavegi, Klapparstíg, Hverfisgötu og Vatnsstíg. Í breytingunni felst að mörkum deiliskipulagsins er breytt á þann hátt að í stað þess að mörkin liggi í miðri götu eru þau færð inn að lóðarmörkum við Laugaveg, Klapparstíg og Vatnsstíg, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 16. september 2020.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

16.20 Reitur 1.172.1 Frakkastígsreitur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.1 sem afmarkast af Laugavegi, Frakkastíg, Hverfisgötu og Vatnsstíg. Í breytingunni felst að mörkum deiliskipulagsins er breytt á þann hátt að í stað þess að mörkin liggi í miðri götu eru þau færð inn að lóðarmörkum við Laugaveg, Vatnsstíg, Hverfisgötu og Frakkastíg, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 16. september 2020.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

17.20 Reitur 1.172.2, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 sem afmarkast af Laugavegi, Frakkastíg, Grettisgötu og Klapparstíg. Í breytingunni felst að mörkum deiliskipulagsins er breytt á þann hátt að í stað þess að mörkin liggi í miðri götu eru þau færð inn að lóðarmörkum við Laugaveg, Klapparstíg og Frakkastíg, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 9. september 2020.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

18.20 Kjalarnes, Kollafjörður, Álfsnes, Úlfarsfell og Suðurlandsvegur, framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðarakerfis
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 15. september 2020 um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðarakerfis í dreifbýli Reykjavíkur þ.e. Kjalarnes, Kollafjörð, Álfsnes, sunnan Úlfarsfells og á nokkrum stöðum við Suðurlandsveg, samtals alls 136 staðir sbr. staðfangalista Eflu. Einnig eru lagðir fram uppdrættir Eflu dags. 9. júlí 2020 og verkáætlun ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

19.20 Hnjúkasel 15, Stoðveggur á lóð, yfirbyggt rými og stækkun svala.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. september 2020 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúafrá 8. september 2020 þar sem sótt er um leyfi til að setja upp stoðvegg inná lóð, byggja yfir gryfju við stoðvegg þannig að undir verði yfirbyggt rými og ofan á verði stækkun við núverandi svalir á húsi á lóð nr. 15 við Hnjúkasel, samkvæmt uppdr. s. ap arkitekta dags. 6. júlí 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2020.
Erindi fylgir samþykki eiganda Hálsasels 56 á teikningu dags. 6. júlí 2020 og nýtt umsóknarblað með breyttum texta mótt. 24. ágúst 2020. Gjald kr. 11.200


Samþykkt er að heimila frávik frá deiliskipulagi með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með vísan í umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2020.

20.20 Hraunbær 103A, framkvæmdaleyfi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. september 2020 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 1. september 2020 um framkvæmdaleyfi vegna framlengingu á götu við Hraunbæ 103A og viðbótar göngustíga. Einnig er lagt fram teikningasett dags. í ágúst 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2020.

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2020. Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.

21.20 Kleifarsel 33, (fsp) stækkun lóðar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. september 2020 var lögð fram fyrirspurn Elínborgar Auðar Hákonardóttur dags. 2. september 2020 um stækkun lóðarinnar nr. 33 við Kleifarsel sem nemur lóðarskika sem er á milli lóðarinnar og göngustígs, samkvæmt yfirlitsmynd. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2020.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2020.

22.20 Starhagi 3, (fsp) færsla bílastæðis
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. september 2020 var lögð fram fyrirspurn Árna Freys Magnússonar dags. 27. ágúst 2020 um færslu á bílastæði á lóð nr. 3 við Starhaga að lóðarmörkum Starhaga 1. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2020.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. september 2020, samþykkt.

23.20 Seiðakvísl 38, (fsp) - Viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. september 2020 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu vestan við bílskúr einbýlishúss á lóð nr. 38 við Seiðakvísl. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2020.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. september 2020, samþykkt.

24.20 Stakkhamrar 22, (fsp) fækkun gestabílastæða
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. ágúst 2020 var lögð fram fyrirspurn Jóhönnu Bernharðsdóttur dags. 30. júlí 2020 um fækkun gestabílastæða sem staðsett eru fyrir framan húsið á lóð nr. 22 við Stakkhamra úr 5 stæðum í 3 stæði. Einnig eru lagðar fram ljósmyndir. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2020.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. september 2020, samþykkt.

25.20 Tjarnargata 38, málskot
Lagt fram málskot P ARK teiknistofu dags. 4. september 2020 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 5. júní 2020 um að setja bílastæði á lóð nr. 38 við Tjarnargötu.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

26.20 Bergstaðastræti 37, Áður gerður loftstokkur og yfirbygging
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júlí 2020 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum loftstokkum upp úr þaki og til að byggja yfir þá á þaki húss á lóð nr. 37 við Bergstaðastræti. Erindi var grenndarkynnt frá 18. ágúst 2020 til og með 15. september 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ólína Salome Torfadóttir dags. 9. september 2020 og Heiða Jóhannsdóttir dags. 15. september 2020.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. apríl 2019 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. apríl 2019. Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

27.20 Langagerði 22, Nýir kvistir og svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. september 2020 þar sem sótt er um leyfi til þess að bæta við tveimur kvistum á norður- og suðurhlið ásamt svölum og stiga niður í garð á 1. hæð í fjöleignarhúsi á lóð nr. 22 við Langagerði. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2020.
Erindi fylgir afrit af eldri teikningum samþykktum 27. nóvember 1980 og fyrirspurnarteikningum dags. 24. apríl 2019. umboð eigenda íbúðar 01-0101 dags. 23. september 2019 og samþykki meðlóðarhafa áritað á A3 afrit af teikningum A-100 - A-101 dagsettum 3. september 2019. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. október 2019 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. október 2019. Stækkun: 3.6 ferm., 10.1 rúmm. Gjald kr. 11.200

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. september 2020, samþykkt.

28.20 Njálsgata 36, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Kristján Ásgeirsson dags. 26. mars 2020 ásamt bréfi dags. 16. mars 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.190.2, Njálsgötureits 2, vegna lóðarinnar nr. 36 við Njálsgötu. Í breytingunni felst fyrst og fremst að leiðrétta ósamræmi í gildandi deiliskipulagi hvað varðar uppbyggingarmöguleika lóðarinnar og staðfesting á að byggja megi við og hækka framhúsið nr. 36 að lóðarmörkum Njálsgötu 38 án þess að fjarlægja þurfi bakhúsið nr. 36B. Heildarfjöldi íbúða á lóð verður allt að 7 talsins, gera má ráð fyrir m.a. svölum, kvistum án þess að breyta þurfi deiliskipulagi o.fl., samkvæmt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdr. ALARK arkitekta ehf. dags. 16. mars 2020. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5. febrúar 2018. Tillagan var grenndarkynnt frá 18. ágúst 2020 til og með 15. september 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Hörður Torfason dags. 15. september 2020.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

29.20 Nýlendugata 34, Breyting á erindi BN055571 - Fjölga íbúðum
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. september 2020 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. september 2020 þar sem sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi, BN055571, sem felst í því að vinnustofu 0102 er breytt í íbúð þannig að íbúðir verða 7 í stað 6, breyta innra skipulagi og umgjörð glugga á suðurhlið húss á lóð nr. 34 við Nýlendugötu, samkvæmt uppdr. Arkþings síðast breytt dags. 17. ágúst 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju
Gjald kr. 11.200


Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

30.20 Rökkvatjörn 10, (fsp) fækkun íbúðareininga
Lögð fram fyrirspurn Einars Ólafssonar dags. 9. september 2020 um að gera þrjár íbúðareiningar innan byggingarreits lóðarinnar nr. 10 við Rökkvatjörn í stað fjórar. Einnig eru lagðir fram úthlutunar- og útboðsskilmálar uppf. í júlí 2020 og mæliblað dags. 13. september 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2020.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. september 2020, samþykkt.

31.20 Njörvasund 25, (fsp) bílskúr
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. september 2020 var lögð fram fyrirspurn Vektors, hönnun og ráðgjöf, dags. 4. september 2020 um að setja bílskúr á lóð nr. 25 við Njörvasund, samkvæmt skissu á byggingarnefndarteikningu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2020.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. september 2020, samþykkt.

32.20 Heiðargerði 8, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. september 2020 var lögð fram fyrirspurn Grímu arkitekta ehf. dags. 31. ágúst 2020 ásamt bréfi dags. 31. ágúst 2020 um breytingu á deiliskipulagi Heiðargerðisreits vegna lóðarinnar nr. 8 við Heiðargerði sem felst í stækkun hússins, samkvæmt uppdr. Grímu arkitekta ehf. dags. 31. ágúst 2020. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2020.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. september 2020, samþykkt.

33.20 Seljavegur 1B, (fsp) bílastæði og hleðslustöð
Lögð fram fyrirspurn Thors Aspelund dags. 14. september 2020 ásamt bréfi dags. 14. september 2020 um að setja bílastæði og hleðslustöð á lóð nr. 1B við Seljaveg þ.e. í húsasundi milli lóðanna Seljavegur 1B og Nýlendugötu 34.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

34.20 Stangarholt 2, (fsp) - Vatnslagnir í bílskúr, bílskúrshurð og svalir á húsið
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. september 2020 þar sem spurt er hvort leyfi þurfi fyrir vatnslögnum að bílskúr og frárennslislögnum, svölum, hurðum ofl. í húsi á lóð nr. 2 við Stangarholt.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

35.20 Kjalarnes, Leiruvegur 2 og 4, skipting lands
Lögð fram umsókn Kristins Hannessonar dags. 8. september 2020 um skiptingu landsins Leiruvegur 2 og 4 á Kjalarnesi, samkvæmt uppdr. Volfram ehf. dags. 29. maí 2020.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

36.20 Leifsgata 25, (fsp) fjölgun íbúða í rými 201
Lögð fram fyrirspurn Egils Moran Rubner Friðrikssonar dags. 9. september 2020 um að skipta íbúð, sem er á þremur hæðum, í rými 201 í húsinu á lóð nr. 25 við Leifsgötu í þrjár íbúðir.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

37.20 Smiðjustígur 13, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. júlí 2020 var lögð fram fyrirspurn Landslaga ehf. dags. 1. júlí 2020 ásamt bréfi dags. 25. júní 2020 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.1, Þjóðleikhúsreits, vegna lóðarinnar nr. 13 við Smiðjustíg sem felst í að heimilt verði að reka ferðaþjónustustarfsemi með gistingu í nýju húsnæði á lóðinni eða í fermetrafjölda sem svaraði nýrri byggingu án þess að starfsemi í núverandi húsi breytist. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2020.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. september 2020, samþykkt.

38.20 Víðinesvegur 2, (fsp) skipting lands
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. september 2020 var lögð fram fyrirspurn Þorbjargar Gígja, Elísabetar Gígja og Guðríðar Gígja dags. 10. júlí 2020, um að skipta landinu Naustanes, Víðinesvegur 2, í tvo parta, samkvæmt uppdr. Sigurgeirs Skúlasonar dags. 10. júlí 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2020.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. september 2020, samþykkt.