Háaleitisbraut 52-56, Laugavegur 54B, Austurheiðar, Blikastaðavegur 2-8, Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur, Gufunes, reitur 1.4, Kjalarnes, breikkun hringvegar frá Varmhólum að Vallá, Kjalarnes, Esjumelar, Kjalarnes, Nesvík, Kjalarnes, Vallá, Kjalarnes, Vallá, Krókháls 7A, Krókháls 7 og Hestháls 15, Rekagrandi 14, leikskóli, Súðarvogur 2, Tunguháls 6, Úlfarsárdalur, Hólmsheiði, Almannadalur, Brautarholt 4-4A, Brautarholt 4-4A, Reykjahlíð 8, Rökkvatjörn 1, Dalhús 83-85, Grjótagata 5, Hverafold 1-5, Skólavörðustígur 31, Spítalastígur 8, Bræðraborgarstígur 3, Hraunbær 143, Kambsvegur 8, Kambsvegur 18, Laugarásvegur 21, Þórsgata 27, Ármúli 5, Funafold 49, Skipholt 1, Spöngin eining G, Spöngin 3-5/Móavegur 2 og 4, Vættaborgir 55-57, Bragagata 23, Fannafold 147, Stangarholt 4, Austurstræti 4, Ánaland 2-4, Barónsstígur 3, Krummahólar 6, Árskógar 1-3, Grímshagi 8, Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Nýr Landspítali við Hringbraut, Húsnæðismál/uppbygging, Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Elliðaárvogur - smábátahöfn,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

784. fundur 2020

Ár 2020, föstudaginn 14. ágúst kl. 09:18, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 784. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum:Ólafur Melsted, Björn Ingi Edvardsson, Ingvar Jón Bates Gíslason, Sólveig Sigurðardóttir, Guðlaug Erna Jónsdóttir og Lilja Grétarsdóttir. Ritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:


1.20 Háaleitisbraut 52-56, (fsp) nr. 52 - setja ledd ljóskastara á gafl hússins
Lögð fram fyrirspurn Stefáns Albertssonar dags. 25. mars 2020 ásamt greinargerð dags. 15. maí 2020 um að setja ledd ljóskastara á norðurgafl hússins nr. 52 á lóð nr. 52-56 við Háaleitisbraut.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

2.20 Laugavegur 54B, (fsp) skipta einbýlishúsi í tvær íbúðir
Lögð fram fyrirspurn Eysteins Más Sigurðssonar dags. 9. júní 2020 um að skipta einbýlishúsi á lóð nr. 54B við Laugaveg í tvær íbúðir.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

3.20 Austurheiðar, rammaskipulag
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Landmótunar dags., 20. apríl 2020, f.h. umhverfis- og skipulagssviðs að rammaskipulagi fyrir Austurheiðar. Megin markmið skipulagsins felst í því að skapa fjölbreytt og aðgengilegt útivistarsvæði fyrir alla aldurshópa og ólíka notendahópa. Einnig er lagður fram tölvupóstur Minjastofnunar Íslands dags. 8. júlí 2020 þar sem óskað er eftir auknum fresti til að skila inn umsögn. Tillagan var kynnt til og með 5. ágúst 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/ábendingar/umsögn: Mosfellsbær dags. 19. júní 2020, Karl Bernburg dags. 22. júní 2020, Gylfi Sigurðsson dags. 23. júní 2020, Kristín Harðardóttir dags. 24. júní 2020, Reiðveganefnd Fáks dags. 25. júní 2020, Vegagerðin dags. 25. júní 2020, Umhverfisstofnun dags. 22. júní 2020, Brynja Margrét Kjærnested dags. 5. júlí 2020, Úlfur Ómarsson dags. 5. júlí 2020, Félag ábyrgra hundaeigenda dags. 6. júlí 2020, Grímur Enard dags. 6. júlí 2020, Mosfellsbær dags. 6. júlí 2020, Guðmundur S Johnsen f.h. stjórnar Græðis dags. 6. júlí 2020, Helena Bergsdóttir dags. 7. júlí 2020, Bjarki Pálsson dags. 7. júlí 2020, Sveinn Atli Gunnarsson dags. 7. júlí 2020, Dagný Bjarnadóttir f.h. hestamannafélagsins Fáks dags. 7. júlí 2020, Bergljót Rist dags. 7. júlí 2020, Ingi Erlingsson dags. 7. júlí 2020, Þórdís Gísladóttir og Snæbjörn Pálsson dags. 7. júlí 2020, Landsamband hestamannafélaga dags. 7. júlí 2020, Skipulagsstofnun dags. 10. júlí 2020, Veitur dags. 10. júlí 2020, Minjastofnun Íslands dags. 23. júlí 2020, Karl Bernburg dags. 31. júlí 2020, Þórir J. Einarsson dags. 3. ágúst 2020, Harpa Sigmarsdóttir dags. 10. ágúst 2020 og Ásgeir Sæmundsson dags. 10. ágúst 2020.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

4.20 Blikastaðavegur 2-8, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Arkís arkitekta ehf., dags. 15. júlí 2020, ásamt bréfi dags. 10. ágúst 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðarinnar nr. 2-8 við Blikastaðaveg sem felst í að skipta lóðinni upp í 3 lóðir og að samhliða þeirri uppskiptingu yrði endurskoðun byggingarreita, skilmála, bílastæðakrafna og byggingarheimilda, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta 13. júlí 2020.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

5.20 Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur, breyting á deiliskipulagi vegna reits e3
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. júlí 2020 var lögð fram umsókn T.ark Arkitekta ehf. dags. 15. júní 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grafarlækjar-Stekkjarmóa-Djúpadals. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit e3 í suðurátt til að rúma verkstæði og vélageymslu ásamt aukningu á byggingarmagni, samkvæmt uppdr. T.ark Arkitekta ehf. dags. 12. júní 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.5 , sbr. gr. 12 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.


6.20 Gufunes, reitur 1.4, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Júlíusar Þórs Júlíussonar dags. 7. júlí 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Gufuness vega reits 1.4 sem felst í að fallið verður frá kröfu um salarhæð jarðhæðar og að ekki verði gerð krafa um inndregnar efstu hæðar á fimm hæða húsið eða hærri Einnig eru lögð fram frumdrög Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 24. febrúar 2020.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

7.20 Kjalarnes, breikkun hringvegar frá Varmhólum að Vallá, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar dags. 10. júlí 2020 um framkvæmdaleyfi vegna breikkunar á 4,1 km löngum kafla Hringvegar frá Varmhólum að Vallá. Breikka á núverandi tveggja akreina veg í 2+1 veg með aðskildum akbrautum. Í verkinu er hringtorg, tvenn undirgöng úr stálplötum, áningastaður, hliðarvegir og stígar. Einnig er lagt fram teikningasett Verkís dags. í júní 2020, útboðs- og verklýsing Verkís dags. í júlí 2020 og álit Skipulagsstofnunar dags. 23. júní 2020 um mat á umhverfisáhrifum.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. 5. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.


8.20 Kjalarnes, Esjumelar, breyting á deiliskipulagi - R19070109
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 4. ágúst 2020 þar sem tilkynnt er að stofnunin getur ekki tekið afstöðu til deiliskipulagsbreytingarinnar þar sem ekki liggur fyrir umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um deiliskipulagsbreytinguna, sbr. lið í skilmálum breytingar á aðalskipulagi fyrir umrætt svæði (AT5a-b) sem staðfest var 2. september 2019.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

9.20 Kjalarnes, Nesvík, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga +Arkitekta að deiliskipulagi fyrir Nesvík á Kjalarnesi, sem felst í uppbyggingu á ferðaþjónustu á jörðinni. Áformin eru að reisa hótel og heilsulind með allt að 100 herbergjum auk 12 stakstæðra húsa sem verða leigð út sem gistirými og þjónustuð af hótelinu. Hönnun og frágangur miðar að því að halda í staðaranda Nesvíkur og falla sem best að landi, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. +Arkitekta ehf. dags. 26. mars 2020 br. 7. ágúst 2020. Einnig er lögð fram fornleifaskráning Fornleifastofnunar Íslands dags. 2019 og Húsakönnun Fornleifastofnunar Íslands dags. 2020. Tillagan var auglýst frá 27. maí 2020 til og með 8. júlí 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Libra lögmenn, Ólafur Hvanndal Ólafsson, f.h. Bjarna Pálssonar dags. 7. júlí 2020. Einnig er lögð fram umsögn íbúaráðs Kjalarness dags. 19. júní 2020 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 16. júlí 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. júlí 2020 og er nú lagt fram að nýju.

Leiðrétt bókun frá fundi 10. júlí 2020. Rétt bókun er:
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra og skrifstofu sviðsstjóra.


10.20 Kjalarnes, Vallá, hænsnahús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. júlí 2020 var lagt fram bréf Lögmanna Lækjargötu ehf. dags. 17. maí 2013 varðandi leyfi til byggingar hænsnahúss í landi Vallá á Kjalarnesi samkvæmt ákvæði til bráðabirgða 1 við skipulagslög nr. 123/2010. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 19. júní 2013 var samþykkt að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunnar fyrir framkvæmdinni í samræmi við 1. tl. ákvæðis til bráðabirgða í skipulagslögum nr. 123/2010. Erindi er lagt fram að nýju ásamt bréfi Skipulagsstofnunar dags. 17. júlí 2013. Erindinu var vísað til umsagnar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og er nú lagt fram að nýju.
Umsagnarbeiðni dregin til baka.

11.20 Kjalarnes, Vallá, tillaga að matsáætlun
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. júlí 2020 var lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags. 10. júlí 2020 þar sem óskað er eftir umsögn vegna tillögu Eflu, dags. 29. maí 2020, að matsáætlun varðandi fyrirhugaða endurnýjun búnaðar og aukna framleiðslugeta eggjabús Vallár á Kjalarnesi. Umsagnarfrestur er til 27. júlí 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umsagnar heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

12.20 Krókháls 7A, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram sð nýju umsókn Kjartans Hafsteins Rafnssonar dags. 26. mars 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 7A við Krókháls. Í breytingunni felst að hæðarkóti byggingar er lækkaður til samræmis við Hestháls 14, byggingarreitur 1. hæðar er stækkaður til vesturs og austurs ásamt því að lengjast fjóra metra til suðurs, byggingarreitur 2. og 3. hæðar lengist til vesturs, nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 0.7 í 0.9, aðgengi að 1. hæð verður frá Hesthálsi, aðgengi að 2. og 3. hæð verður frá Krókhálsi o.fl. samkvæmt uppdr. K.J. ARK ehf. dags. 24. mars 2020. Tillagan var grenndarkynnt frá 7. júlí 2020 til og með 4. ágúst 2020. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn Veitna dags. 15. júlí 2020.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

13.20 Krókháls 7 og Hestháls 15, (fsp) rekstur bifreiðasölu
Lögð fram fyrirspurn Landbergs ehf. dags. 11. ágúst 2020 ásamt bréfi dags. 11. ágúst 2020 um hvort heimilt sé að vera með rekstur bifreiðasölu á lóðunum nr. 7 við Krókháls og 15 við Hestháls, samkvæmt uppdr./drög að hönnun Arkís arkitekta ehf. dags. 13. júlí 2020.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

14.20 Rekagrandi 14, leikskóli, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 7. maí 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Eiðsgranda, miðsvæði, vegna lóðarinnar nr. 14 við Rekagranda. Í breytingunni felst að lóð leikskólans stækkar ásamt því að girðingu verður breytt, afmarkaður er annars vegar byggingarreitur fyrir færanlegar stofur og hins vegar byggingarreitur fyrir möguleika á stækkun núverandi leikskóla til suðurs og vesturs ásamt því að 4 bílastæði í borgarlandi auk snúningsreits verður aflagt, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. apríl 2020. Tillagan var auglýst frá 9. júní 2020 til og með 21. júlí 2020. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

15.20 Súðarvogur 2, Kuggavogur 26 - 5-6 hæða fjölbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. júlí 2020 þar sem sótt er um leyfi til að byggja sex hæða fjölbýlishús með 16 íbúðum, fjórum atvinnurýmum og bílgeymslu fyrir 16 bíla sem verður Kuggavogur 26 á lóð nr. 2 við Súðarvog.
Erindi fylgir greinargerð aðalhönnuðar, brunahönnun frá Brunahönnun slf., dags. 21. júlí 2020 og hljóðvistarskýrsla frá Hljóðtæknilausnir dags. 25. júní 2020. Stærð mhl. 01, A-rými: 2.349 ferm., B-rými: 100,2 ferm. Mhl. 01 samtals: 2.449,2 ferm., 6.967,5 rúmm. Mhl. 02, djúpgámar: 22,1 ferm., 62 rúmm. Gjald kr. 11.200

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

16.20 Tunguháls 6, breyting á skilmálum deiliskipulags
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 5. júní 2020 ásamt greinargerð dags. 5. júní 2020 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 6 við Tunguháls. Í breytingunni felst að leyfilegt er að hækka nýtingarhlutfall lóðar í 1,1 ofanjarðar og að gera skal ráð fyrir 1 bílastæði á hverja 50 fm. fyrir skrifstofu og verslunarrými og 1 bílastæði á hverja 200 fm. í geymslum, vöruhúsum, verkstæðum eða tækjarýmum. Á það bæði við eldri og nýja byggingarhluta, samkvæmt tillögu THG Arkitekta ehf. dags. 5. júní 2020. Tillagan var grenndarkynnt frá 10. júlí 2020 til og með 7. ágúst 2020. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. dags. 28. júlí 2020.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

17.20 Úlfarsárdalur, Hólmsheiði, Almannadalur, breyting á framkvæmdaleyfi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. júlí 2020 var lagður fram tölvupóstur Landsnets dags. 21. júlí 2020 um breytingu á framkvæmdaleyfi sem gefið var út þann 19. júní 2020. Breytingin felst í að hnika til lagnaleið KO1 jarðstrengs á þremur stöðum á Hólmsheiði, skv. teikningum í tölvupósti landsnets dags. 21. júlí 2020. Einnig er lagt fram minnisblað Eflu dags. 11. ágúst 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2020.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2020 samþykkt.

18.20 Brautarholt 4-4A, Íbúðarhúsnæði og þjónusta/verslun - BN052434
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. júlí 2020 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. júní 2020 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta 18 íbúðir á 2. - 4. hæð atvinnuhúss nr. 4, mhl. 01 á lóð nr. 4-4A við Brautarholt. Auk þess að byggja einnar hæðar viðbyggingu á baklóð, breyta núverandi skrifstofu- og iðnaðarhúsi í íbúðir annars vegar og verslun og þjónustu hins vegar ásamt því að stækka glugga og koma fyrir svölum á báðum hliðum og koma fyrir lyftu. Gert er að fyrir að þak á suðurhluta hússins verði rifið og einhalla þak í framhaldi af þaki á norðurhluta verður byggt í staðinn. Mænir þaks verður óbreyttur. Á baklóð verður bætt við 6 bílastæðum, samkvæmt uppdr. T.ark Arkitekta ehf. dags. 21. febrúar 2017 síðast br. 25. júní 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2020.
Erindi fylgir greinargerð hönnuðar um algilda hönnun dags. 21. febrúar 2017 og samþykki meðlóðarhafa dags. 12., 13. og 18. maí 2020. Stækkun: 74,9 ferm., 278,5 rúmm. Gjald kr. 11.200

Neikvætt með vísa til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2020.

19.20 Brautarholt 4-4A, skipting lóðar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 12. júní 2020 var lögð fram umsókn V Tólf Fasteigna ehf. dags. 20. maí 2020 varðandi skiptingu lóðarinnar nr. 4 og 4a við Brautarholt. Einnig lagt fram bréf V Tólf Fasteigna ehf. og PKdM Arkitekta dags. 28. apríl 2020 ásamt tillögu dags. 22. nóvember 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

20.20 Reykjahlíð 8, Kvistur og svalir á rishæð
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. júní 2020 þar sem sótt er um leyfi til þess að setja kvisti, koma fyrir svölum á þaki og koma fyrir salerni á rishæð íbúðarhúss á lóð nr. 8 við Reykjahlíð. Erindi var grenndarkynnt frá 26. júní 2020 til og með 24. júlí 2020. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 5.0 ferm., 11.6rúmm. Erindi fylgir fylgiskjal nr. 1, skýringarmynd tekin af vef Þjóðskrár 17. febrúar 2020, útskrift úr gerðarbók skipulagsfulltrúa dags. 22. febrúar 2019, umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. febrúar 2019 og samþykki meðlóðarhafa þar sem vísað er til teikninga dagsettum 24. febrúar 2020. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. maí 2020 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2020. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 11. maí 2020. Gjald kr. 11.200

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


21.20 Rökkvatjörn 1, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Ævars Rafns Björnssonar dags. 11. febrúar 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 1 við Rökkvatjörn. Í breytingunni felst að hæð húsa hækkar vegna aukinnar salarhæðar fyrir verslun og þjónusturými, íbúðum og bílastæðum fjölgað, stærð svala út fyrir byggingarreit stækkuð, heimild til að flytja byggingarmagn milli húsa innan lóðarinnar og fallið er frá kröfu um fjölda arkitekta á byggingum á lóðinni, samkvæmt tillögu Teiknistofunnar Traðar ehf. dags. 12. febrúar 2020. Tillagan var auglýst frá 9. júní 2020 til og með 21. júlí 2020. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

22.20 Dalhús 83-85, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. júlí 2020 var lögð fram umsókn Kristins Ragnarssonar dags. 22. júní 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Húsahverfis vegna lóðarinnar nr. 83-85 við Dalhús. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni þannig að hámarkstærð húss verður 238 m2 í stað 210 m2, svalir geti verið allt að 1,9 m frá útvegg byggingarreits og að heimilt verði að yfirbyggja svalir á suðurhlið, samkvæmt uppdr. Kristins Ragnarssonar, arkitekts ehf. dags. 14. ágúst 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Dalhúsum 79-81 og 87-93.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr. og gr. 12 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.




23.20 Grjótagata 5, (fsp) færsla á byggingarreit
Lögð fram fyrirspurn Sei ehf. dags. 15. júní 2020 um að færa byggingarreit fyrir viðbyggingu á lóð nr. 5 við Grjótagötu, samkvæmt uppdr. Sei ehf. dags. 8. júní 2020.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

24.20 Hverafold 1-5, (fsp) nr. 1-3 - setja svalir og breyta notkun
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. júlí 2020 var lögð fram fyrirspurn Guðbjarts Ólafssonar og Jóhannesar Stefáns Ólafssonar dags. 5. maí 2020 um að setja svalir á húsið á lóð nr. 1-3 við Hverafold ásamt breytingu á notkun hússins úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags 14. ágúst 2020.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2020.

25.20 Skólavörðustígur 31, Viðbygging
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. apríl 2020 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu ásamt því að gera inndregnar svalir á eldri hluta í húsi á lóð nr. 31 við Skólavörðustíg. Erindi var grenndarkynnt frá 2. júní 2020 til og með 31. júlí 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Guðbjörg Lilja Pétursdóttir dags. 25. júní 2020 og Sverrir Bjarnason dags. 29. júní 2020.
Stækkun: 100,4 ferm., 280,3 rúmm. Erindi fylgir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. maí 2018 við fsp. SN180306, umsögn Minjastofnunar dags. 5. júní 2018 og afrit af tölvupósti vegna fellingu trjáa dags. 14. júní 2018. Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

26.20 Spítalastígur 8, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030
Lögð fram umsókn Kristínar Sólness dags. 13. maí 2020 f.h. Guðrúnar Maríu Finnbogadóttur dags. 13. maí 2020 ásamt bréfi dags. 28. apríl 2020 um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2020. Í breytingunni felst að hluti Spítalastígs sem fasteignin Spítalastígur 8 tilheyrir þ.e. milli Bergstaðastrætis og Óðinsgötu verði gerður að aðalgötu.
Vísað til meðferðar deildarstjóra aðalskipulags.

27.20 Bræðraborgarstígur 3, (fsp) vinnustofur
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 12. júní 2020 var lögð fram fyrirspurn Kjartans Hafsteins Rafnssonar dags. 29. maí 2020 um byggingu nýrra vinnustofa á 1. hæð í garðinum á lóð nr. 3 við Bræðraborgarstíg, samkvæmt uppdr. K.J.ARK slf. dags. 26. maí 2020. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags 14. ágúst 2020.


Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2020.

28.20 ">Hraunbær 143, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn a2f arkitekta ehf., dags. 20. júlí 2020, varðandi fjölgun íbúða og stækkun bílakjallara / bílageymslu á lóð nr. 143 við Hraunbæ. Einnig er lögð fram skýringarmynd ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

29.20 Kambsvegur 8, (fsp) bílgeymsla, íbúð og geymslur
Lögð fram fyrirspurn Egils Þorgeirssonar dags. 4. ágúst 2020 um byggingu 104,3 m2 hús á lóð nr. 8 við Kambsveg fyrir bílgeymslu, íbúð og tvær geymslur, samkvæmt uppdr. Hafsteins Kr. Halldórssonar dags. 12. maí 2019.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

30.20 Kambsvegur 18, (fsp) breyting á notkun húss
Lögð fram fyrirspurn Vektor, hönnun og ráðgjöf ehf., dags. 15. júlí 2020, um að breyta tveimur verslunarrýmum á 1. hæð hússins á lóð nr. 18 við Kambsveg í tvær íbúðir, samkvæmt uppdr. Vektor, hönnun og ráðgjöf, dags. 14. júlí 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. ágúst 2020.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. ágúst 2020.

31.20 Laugarásvegur 21, Bílskýli, útigeymsla, skyggni o.fl. - Endurnýjun
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. maí 2020 þar sótt er um leyfi til þess að reisa bílskýli og útigeymslu við lóðarmörk, skyggni yfir aðalinngang einbýlishúss, ásamt breytingum tengdum endurskipulagningu lóðar, s.s. landmótun, uppsetningu stoðveggja og staðsetningu á heitum potti, bílastæðum o.fl. á lóð nr. 21 við Laugarásveg. Erindi var grenndarkynnt frá 29. júní 2020 til og með 27. júlí 2020. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lagt fram bréf Kristjáns Loftssonar og Auðbjargar Steinbach dags. 24. júlí 2020.
Stækkun: 45.4 ferm., 136.2 rúmm. Erindi fylgir mæliblað 1.380.4 síðast breytt í ágúst 1971 og yfirlit breytinga. Gjald kr. 11.200

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


32.20 Þórsgata 27, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Ólafar Pálsdóttur, dags. 24. júlí 2020, ásamt greinargerð dags. 23. júlí 2020 og uppdr. dags. 23. júlí 2020, um að hækka ris einbýlishúss á lóð nr. 27 við Þórsgötu um 1,5 metra, bæta við nýjum kvistum á framhlið og bakhlið, ásamt svölum og tröppum á bakhlið. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. ágúst 2020.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. ágúst 2020.

33.20 Ármúli 5, (fsp) breyting á notkun efri hæða hússins
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. júlí 2020 var lögð fram fyrirspurn Noland Arkitekta ehf. dags. 10. júlí 2020 , ásamt bréfi móttekið 10. júlí 2020, um breytingu á notkun efri hæða hússins nr. 5 við Ármúla úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2020.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2020 eru ekki gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað.

34.20 Funafold 49, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Silvíu Heiðar La Voque dags. 5. ágúst 2020 um stækkun hússins á lóð nr. 49 við Funafold sem felst í að byggja við húsið til vesturs, samkvæmt uppdr. Eflu ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2020.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2020 samþykkt.

35.20 Skipholt 1, (fsp) gera íbúðir í stað hótels
Lögð fram fyrirspurn Ásdísar Höllu Bragadóttur, dags. 29. júlí 2020, um að gera íbúðir í húsinu á lóð nr. 1 við Skipholt í stað hótels. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2020.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2020 samþykkt.

36.20 Spöngin eining G, Spöngin 3-5/Móavegur 2 og 4, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Yrki arkitekta ehf. dags. 11. júní 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Spangarinnar einingu G vegna lóðanna nr. 3-5 við Spöngina og 2 og 4 við Móaveg. Í breytingunni felst að heimilt verði að girða fyrir sérafnotafleti íbúða á jarðhæð á alla vegu, samkvæmt tillögu Yrki arkitekta ehf. ódags.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

37.20 Vættaborgir 55-57, (fsp) sólskáli
Lögð fram fyrirspurn Hafliða Halldórssonar dags. 31. júlí 2020 um að setja ca. 12 m2 sólskála inn á núverandi svalir hússins nr. 55 á lóð nr. 55-57 við Vættaborgir, samkvæmt tillögu sem er skissuð inn á samþykkta byggingarleyfisumsókn.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

38.20 Bragagata 23, Svalir - þakgluggi
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. júlí 2020 þar sem sótt er um leyfi til þess að setja svalir á vesturgafl íbúða 0101 og 0201 og bæta við þakglugga á suðurþekju íbúðarhúss á lóð nr. 23 við Bragagötu. Erindi fylgir ódagsett samþykki meðeigenda og afrit af umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. maí 2020, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 7. júlí 2020 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 14. júlí 2020.
Gjald kr. 11.200

Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Bragagötu 21, 22, 22a og 24 og Nönnugötu 3a.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.


39.20 Fannafold 147, (fsp) hækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Ólafs Arnars Friðbjörnssonar dags. 28. júlí 2020 um hækkun hússins á lóð nr. 147 við Fannafold. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2020.


Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2020 samþykkt.

40.20 Stangarholt 4, Bílgeymsla
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. júní 2020 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílskúr, sem verður mhl. 02 á lóð nr. 4 við Stangarholt. Erindi var grenndarkynnt frá 15. júlí 2020 til og með 12. ágúst 2020. Engar athugasemdir bárust.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. júní 2020 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júní 2020. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 8. júní 2020. Stærð: 60,0 ferm., 202,8 rúmm. Gjald kr. 11.200

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


41.20 Austurstræti 4, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Arktíka ehf. dags. 13. júlí 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðar nr. 4 við Austurstæti. Í breytingunni felst að afmarkaður er nýr byggingarreitur á 2. hæð yfir núverandi portbyggingu, ásamt því að byggingarmagn á lóð eykst, samkvæmt uppdr. Arktíka ehf. dags. 10. júlí 2020. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 30. júní 2020.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.


42.20 Ánaland 2-4, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Friðriks Friðrikssonar dags. 13. maí 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Eyrarlands vegna lóðarinnar nr. 2-4 við Ánaland. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit lóðarinnar til suðurs og austurs til að koma fyrir einnar hæðar viðbyggingu við húsið með þaksvölum, samkvæmt uppdr. Studio F ehf. Við breytinguna fer nýtingarhlutfall lóðar úr 0.41 í 0.43. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. maí 2020. Erindi var grenndarkynnt frá 26. júní 2020 til og með 24. júlí 2020. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

43.20 Barónsstígur 3, (fsp) breyting á notkun hússins
Lögð fram fyrirspurn Kjartans Jónssonar dags. 6. júní 2020 um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 3 við Barónsstíg úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði og gera þar tvær íbúðir.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

44.20 Krummahólar 6, staðsetning ökutækjaleigu
Lagt fram bréf Samgöngustofu dags. 31. júlí 2020 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Rumvydas Rutkauskas f.h. Riji Campers ehf. um að reka ökutækjaleigu að Krummahólum 6. Sótt er um leyfi fyrir 1 ökutæki í útleigu.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

45.20 Árskógar 1-3, (fsp) þakskýli yfir innkeyrsluhurð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. júlí 2020 var lögð fram fyrirspurn Páls Trausta Jörundssonar dags. 18. júní 2020 ásamt greinargerð/lýsingu á framkvæmd ódags. um byggingu þakskýlis yfir innkeyrsluhurð að innanverðu bílskýli á lóð nr. 1-3 við Árskóga. Einnig er lagt fram minnisblað Mannvits dags. 11. júní 2020 um reykmyndun í bílgeymslu, minnkun reyklosunar dags. 11. júní 2020. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

46.20 Grímshagi 8, Byggja tvöfaldan bílskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júlí 2020 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tvöfaldan bílskúr úr staðsteyptri steypu með timburþaki með þakdúk á lóð nr. 8 við Grímshaga, samkvæmt uppdr. Mansard teiknistofu ehf. dags. 10. júní 2020. Einnig er lögð fram aðaluppdr./afstöðumynd dags. 26. júlí 2020 og skuggavarpsuppdráttur Mansard teiknistofu ehf. dags. 6. ágúst 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Stærð viðbyggingar er: 48 ferm., 129,6 rúmm. Gjald kr. 11.200


Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Tómasarhaga 7 og 9, Fálkagötu 7, 9, 11, 13 og 13a og Grímshaga 4 og 6.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.


47.20 08">Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn ASK Arkitekta ehf. dags. 10. júní 2020 ásamt bréfi dags. 10. júní 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands, Vísindagarða vegna lóðarinnar nr. 15-21 við Sæmundargötu (lóð A). Í breytingunni felst að sunnan við hús er komið fyrir bílarampa niður í bílakjallara. Í bílakjallara undir nýbyggingu er gert ráð fyrir 73 bílastæðum sem eingöngu eru hugsuð fyrir rafbíla. Samtals er fjöldi bílastæða í bílageymslu neðanjarðar 100 talsins, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta ehf. dags. 10. júní 2020. Einnig er lagt fram skýringarhefti ódags. Tillagan var grenndarkynnt frá 26. júní 2020 til og með 24. júlí 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Magnús Orri Einarsson f.h. Félagsstofnun Stúdenta/Stúdentagarða dags. 24. júní 2020 og 14. júlí 2020.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

48.20 06">Nýr Landspítali við Hringbraut, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Háskóla Íslands dags. 22. júlí 2020, varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýs Landspítala við Hringbraut. Í breytingunni felst að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða að Eirbergi (nr. 16), húsi Heilbrigðisvísindasviðs HÍ. Annars vegar að gerður nýr byggingarreitur fyrir lyftuhúsi ásamt anddyri í suðvesturkverk ásamt því að koma fyrir útitröppum og hins vegar að gerður er nýr byggingarreitur fyrir pallalyftu í norðausturkverk, samkvæmt uppdr. Spital dags. 22. júlí 2020.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.


49.20 Húsnæðismál/uppbygging, húsnæði fyrir löggæslu og viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu - R20070100
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 22. júlí 2020 þar sem erindi Framkvæmdasýslu ríkisins dags. 10. júlí 2020 varðandi markaðskönnun og afstöðu Reykjavíkurborgar til húsnæðis fyrir starfsemi löggæslu- og viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu er sent umhverfis- og skipulagssviði til meðferðar. Einnig er lögð fram skýrsla Framkvæmdasýslu ríkisins dags. í maí 2020 og kynning Framkvæmdasýslu ríkisins sem haldin var á opnum fundi 2. júlí 2020.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

50.20 Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Elliðaárvogur - smábátahöfn, breyting á aðalskipulagi - Strandsvæði ST9 - breyting á hafnargarði.
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 5. ágúst 2020 þar sem gerðar eru athugasemdir við skipulagstillöguna. Stofnunin gerir ekki athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga, þegar brugðist hefur verið við athugasemdum og ábendingum stofnunarinnar sem fram koma í bréfi.

Vísað til meðferðar hjá deildarstjóra aðalskipulags.