Mýrargata 21 og 23,
Njálsgata 36,
Bæjarflöt 10,
Háskóli Íslands, Vísindagarðar,
Brúnavegur 4,
Garðsendi 9,
Sólvallagata 67, Vesturbæjarskóli,
Drápuhlíð 38,
Norðurbrún 2,
Sóltún 1 - mhl.04,
Stangarholt 10,
Kjalarnes, Hof,
Tunguháls 6,
Ystasel 24,
Dalhús 68,
Grettisgata 13,
Hverfisgata 39,
Laugarásvegur 16,
Selásbraut 98,
Skipholt 27,
Vesturberg 78,
Fluggarðar 23,
Skeifan 9,
Reykjavíkurflugvöllur, afgreiðsla,
Freyjubrunnur 33,
Gefjunarbrunnur 6,
Langholtsvegur 89,
Langholtsvegur 185,
Bergstaðastræti 52,
Breiðagerði 35,
Hraunberg 4,
Hraunberg 4,
Mosgerði 9,
Álagrandi 4,
Kjalarnes, Leiruvegur 2 og 4,
Njálsgata 60,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
778. fundur 2020
Ár 2020, föstudaginn 19. júní kl. 09:00, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 778. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Helena Stefánsdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum:, Birkir Ingibjartsson, Ingvar Jón Bates Gíslason, Sólveig Sigurðardóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Björn Ingi Edvardsson, Hulda Einarsdóttir, Haukur Hafliði Nínuson, Hrafnhildur Sverrisdóttir og Ólafur Melsted.
Ritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:
1.20 Mýrargata 21 og 23, Óbreyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Einars Ólafssonar dags. 18. júlí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits, reits 1.131, vegna lóðarinnar nr. 21-23 við Mýrargötu. Í breytingunni felst að minnka umfang og hæðir kirkjunnar ásamt því að kirkjuturnar eru lækkaðir. Turnunum fækkar úr 5 í 2, hámarkshæð hærri turns minnkar úr 22 metrum niður í 18 metra og minni turns úr 17. metrum niður í 15 metra og ummál kirkjunnar minnkar, samkvæmt uppdr. Arkiteo ehf. dags. 18. maí 2020.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
2.20 Njálsgata 36, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. apríl 2020 var lögð fram umsókn Kristján Ásgeirsson dags. 26. mars 2020 ásamt bréfi dags. 16. mars 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.190.2, Njálsgötureits 2, vegna lóðarinnar nr. 36 við Njálsgötu. Í breytingunni felst fyrst og fremst að leiðrétta ósamræmi í gildandi deiliskipulagi hvað varðar uppbyggingarmöguleika lóðarinnar og staðfesting á að byggja megi við og hækka framhúsið nr. 36 að lóðarmörkum Njálsgötu 38 án þess að fjarlægja þurfi bakhúsið nr. 36B. Heildarfjöldi íbúða á lóð verður allt að 7 talsins, gera má ráð fyrir m.a. svölum, kvistum án þess að breyta þurfi deiliskipulagi o.fl., samkvæmt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdr. ALARK arkitekta ehf. dags. 16. mars 2020. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5. febrúar 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Leiðrétt bókun frá fundi skipulagsfulltrúa 5. júní 2020.
Rétt bókun er: Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Njálsgötu 33, 33a, 34, 35, 35a, 37 og 38 og Bergþórugötu 9, 11 og 13, þegar uppfærðir uppdrættir berast embættinu.
Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.
3.20 Bæjarflöt 10, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Arkís Arkitekta ehf. dags. 12. febrúar 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 10 við Bæjarflöt. Í breytingunni felst að komið er fyrir nýrri innkeyrslu á lóð ásamt því að norðausturhluti lóðar er girtur af og hliði komið fyrir í nýrri innkeyrslu, samkvæmt uppdr. Arkís Arkitekta ehf. dags. 31. janúar 2020. Erindi var grenndarkynnt frá 14. maí 2020 til og með 11. júní 2020. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
4.20 Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 12. júní 2020 var lögð fram umsókn ASK Arkitekta ehf. dags. 10. júní 2020 ásamt bréfi dags. 10. júní 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands, Vísindagarða vegna lóðarinnar nr. 15-21 við Sæmundargötu (lóð A). Í breytingunni felst að sunnan við hús er komið fyrir bílarampa niður í bílakjallara. Í bílakjallara undir nýbyggingu er gert ráð fyrir 73 bílastæðum sem eingöngu eru hugsuð fyrir rafbíla. Samtals er fjöldi bílastæða í bílageymslu neðanjarðar 100 talsins, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta ehf. dags. 10. júní 2020. Einnig er lagt fram skýringarhefti ódags. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Sæmundargötu 2 og 21
Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.
5.20 Brúnavegur 4, (fsp) stækkun bílskúrs og breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Örnu Sigríðar Mathiesen dags. 15. júní 2020 ásamt greinargerð dags. í júní 2020 um stækkun og hækkun bílskúrs á lóð nr. 4 við Brúnaveg ásamt breytingu á notkun skúrsins í vinnustofu, samkvæmt uppdr. April arkitekta dags. í júní 2020.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
6.20 Garðsendi 9, (fsp) færsla á byggingarreit bílskúrs
Lögð fram fyrirspurn Guðna Pálssonar dags. 9. júní 2020 um að færa byggingarreit bílskúrs aftar á lóð nr. 9 við Garðsenda, samkvæmt uppdr. GP arkitekta dags. 9. júní 2020.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
7.20 Sólvallagata 67, Vesturbæjarskóli, breyting á skilmálum deiliskipulags
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. júní 2020 að breytingu á skilmálum deiliskipulags lóðarinnar nr. 67 við Sólvallagötu, Vesturbæjarskóli. Í breytingunni felst að í stað flutningsheimildar á húsinu, sem stendur í suðvesturhorni lóðarinnar (áður Hringbraut 116-118), er heimilt að rífa það. Einnig er lögð fram umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 10. júní 2020.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
8.20 Drápuhlíð 38, Bílskúr og fleira - Nýtt erindi. (Endurnýjun á BN052183)
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. apríl 2020 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílskúr á vesturhlið húss úr forsteyptum einingum, saga niður úr glugga á vesturhlið íbúðar 0101, koma fyrir hurð og stálbrú út á bílskúr og tröppur frá bílskúrþaki niður á lóð fjölbýlishúss nr. 38 við Drápuhlíð. Erindi var grenndarkynnt frá 19. maí 2020 til og með 16. júní 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ásgerður Vigfúsdóttir dags. 14. júní 2020 og Brynhildur Sch Th. dags. 16. júní 2020.
Samþykki meðeigenda húss dags. 18. apríl. 2020 fylgir erindinu.
Stærð bílskúr: 28,0 ferm., 88,2 rúmm. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
9.20 Norðurbrún 2, breyting á skilmálum deiliskipulags
Lögð fram umsókn Helga Mars Hallgrímssonar dags. 2. júní 2020 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulagi Norðurbrúnar vegna lóðarinnar nr. 2 við Norðurbrún. Í breytingunni felst að heimilt verði að gera þrjár íbúðir á 1. hæð í stað tveggja, fjöldi íbúða verður óbreyttur en skipt öðruvísi á hæðir ásamt því að leyfilegur gólfkóti verður skilgreindur nánar, samkvæmt tillögu Arkþings - Nordic ehf. dags. í maí 2020.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.
10.20 Sóltún 1 - mhl.04, Mánatún 1- Breytingar BN049895 - glerskáli 07.01
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 12. júní 2020 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. júní 2020 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum glerskála við íbúð 0701 á 7. hæð í fjölbýlishúsi við Mánatún 1, mhl.04, á lóð nr. 1 við Sóltún. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags 19. júní 2020.
Stækkun B-rými: 23.7 ferm., 71.6 rúmm. Erindi fylgir fundargerð frá húsfundi Húsfélagsins Mánatúni 1 dags. 4. september 2019 ásamt fylgiskjölum 1-28, séruppdráttur 1.230.0 dags 18. febrúar 2008, skýrsla húsaskoðunarfulltrúa dags. 2. júní 2020 og uppdráttur Landupplýsingadeildar fyrir Borgartún 26 og Sóltún 1 og 3 dags. október 2007. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. apríl 2020 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. apríl 2020. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 6. apríl 2020. Gjald kr. 11.200
Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2020.
11.20 Stangarholt 10, Svalir á bakhlið hússins
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. júní 2020 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir svölum á íbúðir 0101 og 0201 á suðurhlið og koma fyrir hurðum út á þær í húsinu á lóð nr. 10 við Stangarholt.
Umsögn skipulags frá 16. mars 2018 fylgir þar sem Jákvætt er að grenndarkynna erindi ef það berst. Samþykki meðeigenda að Stangarholti 10-12 dags. 1 júní 2020 fylgir. Gjald kr. 11.200
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
12.20 Kjalarnes, Hof, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Finns Kristinssonar dags. 10. júní 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Hofs á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulags hliðrast um 27 metra til austurs og miðast nú við afmörkun deiliskipulags Vesturlandsvegar, en við það minnkar skipulagssvæðið. Vegtenging við Vesturlandsveg færist inn á nýjan hliðarveg. Hliðarvegurinn mun liggja út frá hringtorgi við Grundarhverfi. Til að bæta öryggi Vesturlandsvegar þarf að fækka vegtengingum og því gerðir hliðarvegir sem tengjast hringtorgum á Vesturlandsvegi. Afmörkun veghelgunarsvæðis færist sem því nemur. Áætluð lega reiðleiðar úr deiliskipulagi Vesturlandsvegar er sett inn í stað áætlaðrar legu úr aðalskipulagi Reykjavíkur. Reiðleið nær fjallinu er samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 29. maí 2020.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1231/2018.
13.20 Tunguháls 6, breyting á skilmálum deiliskipulags
Lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 5. júní 2020 ásamt greinargerð dags. 5. júní 2020 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 6 við Tunguháls. Í breytingunni felst að leyfilegt er að hækka nýtingarhlutfall lóðar í 1,1 ofanjarðar og að gera skal ráð fyrir 1 bílastæði á hverja 50 fm. fyrir skrifstofu og verslunarrými og 1 bílastæði á hverja 200 fm. í geymslum, vöruhúsum, verkstæðum eða tækjarýmum. Á það bæði við eldri og nýja byggingarhluta, samkvæmt tillögu THG Arkitekta ehf. dags. 5. júní 2020.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
14.20 Ystasel 24, málskot
Lagt fram málskot Daníels Sigurðssonar dags. 12. júní 2020 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 5. júní 2020 um að fjölga bílastæðum á lóð nr. 24 við Ystasel, samkvæmt tillögu/þrívíddarmynd ódags.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
15.20 Dalhús 68, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 12. júní 2020 var lögð fram umsókn Sigurðar Gunnars Sveinssonar dags. 24. maí 2020 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Húsahverfis vegna lóðarinnar nr. 68 við Dalhús. Í breytingunni felst hækkun á byggingarmagni vegna þegar gerðra breytinga þar sem búið er að taka óútfyllt rými í kjallara í notkun. Einnig er lagður fram uppdr. Túndra arkitektar slf. dags. 12. maí 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2020.
Samþykkt með vísan til 3. mgr. 43. gr.skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2020.
16.20 Grettisgata 13, (fsp) 13B - fjölgun íbúða
Lögð fram fyrirspurn Reir verks ehf. dags. 2. júní 2020 um að fjölga íbúðum í húsinu nr. 13B á lóð nr. 13 við Grettisgötu sem felst í að innrétta þrjár litlar tveggja herbergja íbúðir, samkvæmt tillöguhefti Arkþings - Nordic ehf. dags. í mars 2020.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
17.20 Hverfisgata 39, (fsp) breyta verslun í íbúð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. júní 2020 var lögð fram fyrirspurn VíFí ehf. dags 15. maí 2020 um að breyta innra húsnæði jarðhæðar úr verslun í íbúð á lóðinni nr. 39 við Hverfisgötu. Einnig lagt fram uppdrætti Stiku dags. 20. febrúar 2020. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2020.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2020 samþykkt.
18.20 Laugarásvegur 16, (fsp) stækkun bílskúrs
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 12. júní 2020 var lögð fram fyrirspurn Halls Kristmundssonar dags. 18. maí 2020 um að stækka bílskúr á lóð nr. 16 við Laugarásveg um tæpa 8 m² til suðausturs, samkvæmt uppdr. Arkþings - Nordic ehf. dags. 18. maí 2020. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags 19. júní 2020.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2020 samþykkt.
19.20 Selásbraut 98, (fsp) nýtingarhlutfall
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa var lögð fram fyrirspurn Noland Arkitekta ehf. dags. 19. mars 2020 ásamt bréfi ódags. um hvort núverandi nýtingarhlutfall lóðarinnar nr. 98 við Selásbraut sé aðeins ofanjarðar sbr. hverfisskipulagi og hvort bílakjallari sé fyrir utan það nýtingarhlutfall. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2020.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2020 samþykkt.
20.20 Skipholt 27, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Kjartans Hafsteins Rafnssonar dags. 8. júní 2020 um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 27 við Skipholt úr hóteli í íbúðarhúsnæði. Einnig eru lagður fram uppdrættir K.J. hönnunar ehf. dags. 13. september 2018.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
21.20 Vesturberg 78, (fsp) djúpgámar
Lögð fram fyrirspurn Vektors, hönnun og ráðgjöf ehf dags. 5. júní 2020 um að setja djúpgáma í norðvesturhorn lóðarinnar nr. 78 við Vesturberg, samkvæmt tillögu/skissu að staðsetningu djúpgáma ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
22.20 Fluggarðar 23, staðsetning ökutækjaleigu
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. júní 2020 var lagt fram bréf Samgöngustofu dags. 3. júní 2020 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Steingríms Birgissonar f.h. Höldur ehf./Bílaleigu Akureyrar ehf. um að reka ökutækjaleigu að Tryggvabraut 12 á Akureyri, með útibú að Fluggörðum 23 þar sem hámarksfjöldi er um 100 ökutæki. Sótt er um endurnýjun á leyfi, gildistími eldra leyfis er frá 12. júní 2015 til 12. júní 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2020.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2020.
23.20 Skeifan 9, staðsetning ökutækjaleigu
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. júní 2020 var lagt fram bréf Samgöngustofu dags. 3. júní 2020 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Steingríms Birgissonar f.h. Höldur ehf./Bílaleigu Akureyrar ehf. um að reka ökutækjaleigu að Tryggvabraut 12 á Akureyri, með útibú að Skeifunni 9 þar sem hámarksfjöldi er um 130 ökutæki. Sótt er um endurnýjun á leyfi, gildistími eldra leyfis er frá 12. júní 2015 til 12. júní 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2020.
Neikvætt, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2020.
24.20 Reykjavíkurflugvöllur, afgreiðsla, staðsetning ökutækjaleigu
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. júní 2020 var lagt fram bréf Samgöngustofu dags. 3. júní 2020 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Steingríms Birgissonar f.h. Höldur ehf./Bílaleigu Akureyrar ehf. um að reka ökutækjaleigu að Tryggvabraut 12 á Akureyri, með útibú í afgreiðslu á Reykjavíkurflugvelli þar sem hámarksfjöldi er um 20 ökutæki. Sótt er um endurnýjun á leyfi, gildistími eldra leyfis er frá 12. júní 2015 til 12. júní 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2020.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2020.
25.20 Freyjubrunnur 33, (fsp) svalalokun
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. maí 2020 var lögð fram fyrirspurn Rúnars Gíslasonar dags. 5. maí 2020 um að loka svölum á húsi á lóð nr. 33 við Freyjubrunn. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2020.
Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2020.
26.20 Gefjunarbrunnur 6, Tvíbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. júní 2020 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða tvíbýlishús úr steinsteyptum einingum á lóð nr. 6 við Gefjunarbrunn.
Stærð, A-rými: 256,2 ferm., 828 rúmm. B-rými: 69,7 ferm. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
27.20 Langholtsvegur 89, (fsp) svalir, gluggar o.fl.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. maí 2020 var lögð fram fyrirspurn Aflorku dags. 30. apríl 2020 um að setja svalir á húsið á lóð nr. 89 við Langholtsveg, skipta út og breyta gluggum á suðurhlið hússins, setja skyggni/þakkant á vesturhlið hússins og loka fyrir glugga á norðurhlið hússins vegna klæðningar á bílskúr. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Frestað. Fyrirspyrjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.
28.20 Langholtsvegur 185, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Garðars Axels Torfasonar dags. 9. júní 2020 um stækkun hússins á lóð nr. 185 við Langholtsveg sem felst í að gera viðbyggingu við suðausturhlið hússins, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 8. júní 2020.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
29.20 Bergstaðastræti 52, (fsp) breyting á notkun
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. júní 2020 var lögð fram fyrirspurn Kurt og pí ehf. dags. 28. maí 2020 um breytingu á notkun hluta húsnæðis á 1. hæð hússins á lóð nr. 52 við Bergstaðstræti úr tannlæknastofu í íbúð að hluta til og vinnustofu/sýningarrými, samkvæmt uppdr. Kurt og Pí ehf. dags. 19. maí 2020. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. júní 2020.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. júní 2020 samþykkt.
30.20 Breiðagerði 35, (fsp) byggja við og framlengja þak hússins
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. júní 2020 var lögð fram fyrirspurn Viggós Magnússonar dags. 20. maí 2020 um að byggja við og framlengja þak hússins á lóð nr. 35 við Breiðagerði sem myndar hlífðarþak yfir útitröppur og steyptan pall fyrir framan inngang, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 19. maí 2020. Einnig eru lagðar fram ljósmyndir ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. júní 2020.
Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. júní 2020.
31.20 Hraunberg 4, (fsp) breyting á notkun 2. hæðar hússins
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 12. júní 2020 var lögð fram fyrirspurn Ingibjarnar Hafsteinssonar dags. 2. júní 2020 um að breyta notkun 2. hæðar hússins á lóð nr. 4 við Hraunberg úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði og gera þar 4. íbúðir. Einnig er lögð fram grunnmynd dags. 29. ágúst 2000. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags 19. júní 2020.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2020 samþykkt.
32.20 Hraunberg 4, (fsp) breyting á notkun 2. hæðar hússins
Lögð fram fyrirspurn Noland Arkitekta ehf. dags. 8. júní 2020 um að breyta notkun 2. hæðar hússins á lóð nr. 4 við Hraunberg úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2020.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2020 samþykkt.
33.20 Mosgerði 9, Viðbygging - innra skipulag og sameina eignir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. júní 2020 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu til vesturs, breyta þakformi, breyta og bæta við kvistum, setja svalir á austurhlið efri hæðar, breyta innra skipulagi, sameina eignir og breyta í einbýlishús, íbúðarhúsi á lóð nr. 9 við Mosgerði.
Stækkun: x.xx ferm., x.xx rúmm. Erindi fylgir yfirlit breytinga á uppdráttum samþykktum 14. ágúst 2001. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
34.20 Álagrandi 4, (fsp) bílskúr
Lögð fram fyrirspurn Carlos Nicolas A. Barreiro dags. 4. júní 2020 um byggingu bílskúrs á lóð nr. 4 við Álagranda merktur 0101 á uppdr. Teiknistofunnar H.R. ehf. dags. 24. maí 2008. Þrír bílskúrar hafa þegar verið byggðir.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
35.20 Kjalarnes, Leiruvegur 2 og 4, (fsp) uppmæling
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 12. júní 2020 var lögð fram fyrirspurn Kristins Hannessonar dags. 4. júní 2020 um uppmælingu á landinu að Leiruvegi 2 og 4 á Kjalarnesi, samkvæmt mæliblaði dags. 29. maí 2020 þar sem sýnd eru ný hnitakerfi. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Frestað. Fyrirspyrjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.
36.20 Njálsgata 60, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Hallgrímssonar dags. 15. júní 2020 ásamt bréfi dags. 15. júní 2020 um breytingu á deiliskipulagi fyrir Njálsgötu 60 sem felst að einfalda byggingarform þeirrar byggingar sem á lóðinni mun rísa.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.