Hlíðarendi/Flugvallarvegur, Laugavegur 176, Laugardalur - austurhluti,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

771. fundur 2020

Ár 2020, miðvikudaginn 29. apríl kl. 13:40, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 771. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Hildur Gunnarsdóttir og Sólveig Sigurðardóttir. Ritari var Erna Hrönn Geirsdóttir .
Þetta gerðist:


1.20 Hlíðarendi/Flugvallarvegur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Kristjáns Ásgeirssonar ohf. dags. 22. apríl 2020 ásamt greinargerð ALARK arkitekta ehf. dags. 22. apríl 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda. Í breytingunni felst afmörkun nýrrar lóðar fyrir dreifistöð rafmagns við Flugvallarveg, samkvæmt uppdr. ALARK arkitekta ehf. dags. 22. apríl 2020.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.


2.20 Laugavegur 176, (fsp) breyta skrifstofuhúsnæði í hótel
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. apríl 2020 var lögð fram fyrirspurn Reita - þróun ehf. dags. 24. mars 2020 ásamt bréfi THG Arkitekta ehf. dags. 24. mars 2020 um að breyta skrifstofuhúsnæði á lóð nr. 176 í hótel, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 24. mars 2020. Einnig er lagt fram tillöguhefti THG Arkitekta ehf. dags. í mars 2020 og þrívíddarteikningar ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. apríl 2020.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. apríl 2020, samþykkt.

3.20 Laugardalur - austurhluti, breyting á deiliskipulagi vegna smáhýsa
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulaginu "Laugardalur - austurhluti" vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitast eftir að koma fyrir smáhýsum á völdum stöðum í borginni sem búsetuúrræði fyrir skjólstæðinga sína. Í breytingunni felst að koma fyrir allt að 5 smáhýsum á nýrri lóð, samkvæmt uppdr. Trípólí arkitekta dags. 28. janúar 2020. Einnig er lagður fram tölvupóstur Lilju Sigrúnar Jónsdóttur f.h. stjórnar Íbúasamtaka Laugardals dags. 2. apríl 2020 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti.
Samþykkt að framlengja athugsemdarfrest til 13. maí 2020.