Ásvallagata 13, Njálsgata 36, Hesthúsabyggð á Hólmsheiði, Almannadalur, Kjalarnes, Nesvík, Rauðhólar, Skarfagarðar 4, Skógarhlíð, Stefnisvogur 2, Suður Mjódd, Urðarstígur 16A, Ingólfsgarður, Laugavegur 176, Austurstræti 4, Ánaland 2-4, Barónsstígur 59, Laugavegur 58, Skólavörðustígur 36, Tómasarhagi 27, Kjalarvogur 5, Laugavegur 132, Borgartún 34-36, Krókavað 1-11, Kvosin, Landsímareitur, Norðurbrún 2, Skipholt 1, Sóltún 1 - mhl.04, Vesturgata 69-75, Hofteigur 42, Laugardalur - austurhluti, Malarhöfði 6, Snorrabraut 60, Efstasund 42, Elliðavað 13-17, Glæsibær 13, Hraunbær 103A, Viðarrimi 19-25, Iðunnarbrunnur 11,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

768. fundur 2020

Ár 2020, föstudaginn 3. apríl kl. 09:00, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 768. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ingvar Jón Bates Gíslason, Ólafur Melsted, Björn Ingi Edvardsson, Haukur Hafliði Nínuson, Hildur Gunnarsdóttir, Guðlaug Erna Jónsdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Birkir Ingibjartsson og Hulda Einarsdóttir. Ritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:


1.20 Ásvallagata 13, Stækkun á svölum 1.og 2.hæð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. mars 2020 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. mars 2020 þar sem sótt er um leyfi til þess að setja svalir á suðurhlið 1. og 2. hæðar íbúðarhúss á lóð nr. 13 við Ásvallagötu. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrú dags. 3. apríl 2020.
Erindi fylgir samþykki lögráðamanns og lögerfingja eiganda íbúðar 01-0101 dags 4. mars 2020, afrit af skipunarbréfi lögráðamanns dags. 6. febrúar 2019, greinargerð hönnuðar dags 25. febrúar 2018 og afrit af tölvupósti er varðar lokaúttekt. Gjald kr. 11.200

Ekki er gerð athugasemd við erindið, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. apríl 2020. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún.

2.20 Njálsgata 36, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Kristján Ásgeirsson dags. 26. mars 2020 ásamt bréfi dags. 16. mars 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.190.2, Njálsgötureits 2, vegna lóðarinnar nr. 36 við Njálsgötu. Í breytingunni felst fyrst og fremst að leiðrétta ósamræmi í gildandi deiliskipulagi hvað varðar uppbyggingarmöguleika lóðarinnar og staðfesting á að byggja megi við og hækka framhúsið nr. 36 að lóðarmörkum Njálsgötu 38 án þess að fjarlægja þurfi bakhúsið nr. 36B. Heildarfjöldi íbúða á lóð verður allt að 7 talsins, gera má ráð fyrir m.a. svölum, kvistum án þess að breyta þurfi deiliskipulagi o.fl., samkvæmt uppdr. ALARK arkitekta ehf. dags. 16. mars 2020. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5. febrúar 2018.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

3.20 Hesthúsabyggð á Hólmsheiði, Almannadalur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Landslags ehf. dags. 28. febrúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hesthúsabyggðar á Hólmsheiði, Almannadal. Í breytingunni felst að skipta hverri lóð við Fjárgötu og Vegbrekku í fjórar lóðir þannig að eitt hús er á hverri lóð, kvöð er um lagnaleið að nýjum lóðarmörkum. Hringgerði vestan við Vegbrekku 7 er fært til samræmis við staðsetningu í raun. Bætt er við beitarhólfi vestan við hesthúsasvæðið, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 7. desember 2018. Tillagan var auglýst frá 21. janúar 2019 til og með 4. mars 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Bjarni Jónsson formaður almannadalsfélagsins f.h. Félag húseigenda í Almannadal dags. 28. janúar 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. mars 2019 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. október 2019.

Þar sem deiliskipulag hefur ekki verið birt í B-deild Stjórnartíðinda innan árs frá því að athugasemdafresti tillögu til deiliskipulagsins lauk, er tillagan ógild.
Fallið er frá tillögunni að svo stöddu.


4.20 Kjalarnes, Nesvík, deiliskipulag
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. mars 2020 var lögð er fram tillaga +Arkitekta að deiliskipulagi fyrir Nesvík á Kjalarnesi, sem felst í uppbyggingu á ferðaþjónustu á jörðinni. Áformin eru að reisa hótel og heilsulind með allt að 100 herbergjum auk 12 stakstæðra húsa sem verða leigð út sem gistirými og þjónustuð af hótelinu. Hönnun og frágangur miðar að því að halda í staðaranda Nesvíkur og falla sem best að landi, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. +Arkitekta ehf. dags. 26. mars 2020. Einnig er lögð fram fornleifaskráning Fornleifastofnunar Íslands dags. 2019 og Húsakönnun Fornleifastofnunar Íslands dags. 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1231/2018.


5.20 Rauðhólar, lýsing
Lögð er fram lýsing skipulagsfulltrúa að deiliskipulagi fyrir Rauðhóla, dags. 30. mars 2020. Um er að ræða Rauðhóla sem hafa verið friðlýstir sem fólkvangur síðan 1974, ásamt aðliggjandi svæði í kringum Heiðmerkurveg yfir brúnna að Helluvatni. Helstu viðfangsefni og meginmarkmið fyrir deiliskipulagið koma fram í lýsingunni, en m.a. er lagt til að skilgreina aðalleiðir gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarenda um svæðið o.fl.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

6.20 Skarfagarðar 4, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Arkís arkitekta ehf. dags. 26. nóvember 2019 ásamt bréfi dags. 26. nóvember 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skarfabakka Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 4 við Skarfagarða. Í breytingunni felst að bætt er við nýjum byggingarreit suðaustan við núverandi byggingarreit, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 26. nóvember 2019. Einnig er lagt fram bréf Hampiðjunnar hf. til Faxaflóahafna sf. dags. 6. janúar 2017, bréf Faxaflóahafnar sf. til Hampiðjunnar hf. dags. 20. janúar 2017 og frumtillaga Arkís arkitekta ehf dags. 12. desember 2016. Tillagan var auglýst frá 18. febrúar 2020 til og með 31. mars 2020. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

7.20 Skógarhlíð, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna nýrra undirganga undir Litluhlíð og nýrra göngu- og hjólastíga meðfram Skógarhlíð. Jafnframt er aflagður göngustígur meðfram Bústaðarvegi, samkvæmt uppdrætti Arkþing - Nordic ehf. dags. 13. janúar 2020. Tillagan var auglýst frá 18. febrúar 2020 til og með 31. mars 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Kristín Ása Einarsdóttir dags. 19. febrúar 2020, Bjarni Valur Guðmundsson dags. 25. febrúar 2020 og Landsamtök hjólreiðamanna dags. 31. mars 2020.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

8.20 Stefnisvogur 2, (fsp) fjölgun B fermetra á lóð
Lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 17. mars 2020 ásamt bréfi dags. 17. mars 2020 um að fjölga B fermetrum á lóð nr. 2 við Stefnisvog úr 285 fm. í um 400 fm. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. apríl 2020.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. apríl 2020 samþykkt.

9.20 Suður Mjódd, breyting á deiliskipulagi lóðar nr. 12 við Skógarsel
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar vegna lóðarinnar nr. 12 við Skógarsel, íþróttasvæði ÍR. Í breytingunni felst að byggingarreitur íþróttahúss stækkar til suðvesturs um 15 metra, byggingareitur norðaustan minnkar um 20 metra auk þess bætist við byggingarreitur til suðausturs að bílastæðum um 6 x 24 metra, aðkoma frá Skógarseli norðaustan byggingarreits innan lóðar tengist bæði íþróttahúsi og knatthúsi með þjónustuaðkomu og afmörkun bílastæða til suðvesturs minnkar, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 1. apríl 2020.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

10.20 Urðarstígur 16A, (fsp) niðurrif húsa og byggja nýtt
Lögð fram fyrirspurn Gunnlaugs Björns Jónssonar arkitekts dags. 31. mars 2020 um að rífa fram- og bakhús á lóð nr. 16A við Urðarstíg og byggja nýtt hús, tvær hæðir og þakhæð, samkvæmt uppdr. GINGI teiknistofu dags. 31. mars 2020.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

11.20 Ingólfsgarður, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. febrúar 2020 var lögð er fram fyrirspurn Evu Huldar Friðriksdóttur dags. 19. desember 2019 um breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna Ingólfsgarðs sem felst í aukningu á byggingarmagni, stækkun á byggingarreit, hækkun á hámarkshæð leyfilegrar byggingar og að hluti annarrar hæðar skagi út fyrir byggingarreit, samkvæmt uppdr. teiknistofunnar Stiku ehf. dags. í desember 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. mars 2020.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. mars 2020.

12.20 Laugavegur 176, (fsp) breyta skrifstofuhúsnæði í hótel
Lögð fram fyrirspurn Reita - þróun ehf. dags. 24. mars 2020 ásamt bréfi THG Arkitekta ehf. dags. 24. mars 2020 um að breyta skrifstofuhúsnæði á lóð nr. 176 í hótel, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 24. mars 2020. Einnig er lagt fram tillöguhefti THG Arkitekta ehf. dags. í mars 2020 og þrívíddarteikningar ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

13.20 Austurstræti 4, (fsp) hækkun viðbyggingar um eina hæð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. mars 2020 var lögð fram fyrirspurn Artíka ehf. dags. 20. mars 2020 ásamt bréfi dags. 4. mars 2020 um að hækka núverandi viðbyggingu bak við húsið á lóð nr. 4 við Austurstræti um eina hæð. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagfulltrúa dags. 2. apríl 2020.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. apríl 2020 samþykkt.

14.20 Ánaland 2-4, 2 - Viðbygging - rýfa sólstofu og svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. mars 2020 þar sem sótt er um leyfi til þess að rífa sólskála og svalir á suðurhlið og byggja í staðinn viðbyggingu með þaksvölum, opna inn í borðstofu, endurnýja eldhús og fjarlægja veggi milli stofu og eldhúss í parhúsi nr. 2 á lóð nr. 2-4 við Ánaland.
Stækkun 1.3 ferm., 8.6 rúmm. Gjald kr. 11.200

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

15.20 Barónsstígur 59, (fsp) stækkun svala
Lögð fram fyrirspurn Bjarka Gunnars Halldórssonar dags. 17. mars 2020 um að stækka svalir hússins á lóð nr. 59 við Barónsstíg, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. mótt. 17. mars 2020.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

16.20 Laugavegur 58, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Arnar Valdimarssonar dags. 1. apríl 2020 um breytingu á notkun rýmis nr. 200-5146 í húsinu á lóð nr. 58 við Laugaveg úr verslun í veitingastað. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. apríl 2020.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. apríl 2020 samþykkt.

17.20 Skólavörðustígur 36, Viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. mars 2020 þar sem sótt er um leyfi til að hækka um eina hæð og byggja einnar hæðar viðbyggingu með þaksvölum auk þess sem gerðar verða svalir á nýju hæðina á húsi á lóð nr. 36 við Skólavörðustíg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. apríl 2020.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 23. mars 2020. Stækkun : XX ferm., XX rúmm. Gjald kr. 11.200


Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. apríl 2020 samþykkt.

18.20 Tómasarhagi 27, (fsp) hækkun á þaki hússins
Lögð fram fyrirspurn Gunnars Sigurðssonar dags. 21. febrúar 2020 um hækkun á þaki hússins á lóð nr. 27 við Tómasarhaga, samkvæmt fyrirspurnartillögu ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

19.20 Kjalarvogur 5, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. mars 2020 var lögð fram umsókn Vektors, hönnun og ráðgjöf, dags. 17. janúar 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skútuvogs vegna lóðarinnar nr. 5 við Kjalarvog. í breytingunni felst breyting á afmörkun byggingarreits og breyting á skilmálum um fjölda bílastæða, samkvæmt uppdr. Vektors, hönnun og ráðgjöf dags. 2. apríl 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Kjalarvogi 12 og Brúarvogi 1-3.

Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.


20.20 Laugavegur 132, Kvistir - svalir - nýir gluggar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. mars 2020 þar sem sótt er um leyfi til að gera kvisti á báðar þekjur og nýja glugga og svalir á suðurhlið húss á lóð nr. 132 við Laugaveg. Einnig eru lagðar fram umsagnir skipulagsfulltrúa dags. 23. maí 2019, 3. september 2019 og 26. september 2019.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 15., 24. og 28. febrúar 2019, afrit af skráningartöflu dags. 24. október 2018 og bréf til byggingarfulltrúa dags. mars 2019. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. maí 2019 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. maí 2019.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. september 2019 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. september 2019. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. september 2019 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. september 2019. Stækkun: XX Gjald kr. 11.200

Neikvætt, með vísan til umsagna skipulagsfulltrúa dags. 23. maí 2019, 3. september 2019 og 26. september 2019.


21.20 Borgartún 34-36, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. mars 2020 var lögð fram fyrirspurn Björns Skaptasonar dags. 9. mars 2020 f.h. Guðmundar Jónassonar ehf. ásamt bréfi dags. 6. mars 2020 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 34-36 við Borgartún sem felst í aukningu á byggingarmagni og nýtingarhlutfalli lóðar, samkvæmt tillögu Atelier Arkitekta ehf. dags. í apríl 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagfulltrúa dags. 3. apríl 2020.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. apríl 2020 samþykkt.

22.20 Krókavað 1-11, (fsp) nr. 1 - færsla á byggingarreit bílskúrs
Lögð fram fyrirspurn Ólafs Hilmarssonar dags. 30. mars 2020 um að færa byggingarreit bílskúrs á lóð nr. 1 við Krókavað, Krókavað 1-11, upp að lóðarmörkum, samkvæmt tillögu ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. apríl 2020.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 3. apríl 2020.

23.20 Kvosin, Landsímareitur, R20030215
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 1. apríl 2020 þar sem erindi Icelandair Groupe f.h. Icelandair Hotels og Lindarvatns dags. 17. mars 2020 varðandi tillögur að breyttu skipulagi á Landsímareit er vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs.
Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.

24.20 Norðurbrún 2, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Helga Mars Hallgrímssonar dags. 20. mars 2020 að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Norðurbrún sem felst í annars vegar að heimilt verði að vera með þrjár íbúðir á jarðhæð í stað tveggja, heildarfjöldi íbúða eykst ekki við þetta og stærð verslunar- og þjónusturýmis á jarðhæð breytist ekki, og hins vegar að heimilt verði að hafa þrjá bílskúra á norðurhlið hússins í kjallara, samkvæmt tillögu Arkþings - Nordic mótt. 20. mars 2020.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

25.20 Skipholt 1, (fsp) nýta hluta jarðhæðar undir hótelherbergi
Lögð fram fyrirspurn Arkís arkitekta ehf. dags. 20. mars 2020 ásamt bréfi dags. 20. mars 2020 um að nýta hluta jarðhæðar hússins á lóð nr. 1 við Skipholt undir hótelherbergi. Um er að ræða alla jarðhæð hússins í nýrri hluta þess samtals 8 herbergi, þann hluta jarðhæðar er vísar að Stórholti, einungis garðmegin, samtals 2 herbergi ásamt því að verið er að ráðgera að lækka jarðveg utanfrá garðmegin og koma þar fyrir samtals 6 herbergjum. Einnig eru lagðir fram aðaluppdrættir dags. 13. september 2016 síðast br. 22. mars 2018.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

26.20 Sóltún 1 - mhl.04, Mánatún 1- Breytingar BN049895 - glerskáli 07.01
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. mars 2020 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. mars 2020 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum glerskála við íbúð 0701 á 7. hæð í fjölbýlishúsi við Mánatún 1, mhl.04, á lóð nr. 1 við Sóltún. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagfulltrúa dags. 3. april 2020.
Stækkun B-rými: 23.7 ferm., 71.6 rúmm. Erindi fylgir fundargerð frá húsfundi Húsfélagsins Mánatúni 1 dags. 4. september 2019 ásamt fylgiskjölum 1-28, séruppdráttur 1.230.0 dags 18. febrúar 2008 og uppdráttur Landupplýsingadeildar fyrir Borgartún 26 og Sóltún 1 og 3 dags. október 2007. Gjald kr. 11.200

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. apríl 2020 samþykkt.

27.20 Vesturgata 69-75, (fsp) nr. 71 og 73 - svalalokun
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. mars 2020 var lögð fram fyrirspurn Rita Didriksen dags. 20. febrúar 2020 um að loka sex svölum á vesturhlið hússins að Vesturgötu 71 og 73, lóð nr. 69-75 við Vesturgötu, samkvæmt uppdr. Magnúsar Ingvarssonar dags. 29. október 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. apríl 2020.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. apríl 2020 samþykkt.

28.20 Hofteigur 42, Kvistir - tröppur af svölum
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. mars 2020 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. mars 2020 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta kvisti og setja nýjan kvist á suðurþekju þaks, og gera tröppur af svölum 1. hæðar niður í garð húss á lóð nr. 42 við Hofteig. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagfulltrúa dags. 3. apríl 2020.
Stækkun: x.xx ferm., x.xx rúmm. Erindi fylgir lóðauppdráttur 1.365.0 samþykktur 1. ágúst 2017, bréf frá hönnuði dags. 9. mars 2020, samþykki eigenda í húsi nr. 42 og 44 dags. 27. maí 2019 og afrit af tölvupósti frá skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2019. og yfirlit breytinga á teikn. nr. 001 útgáfa B00 dags. 29. október 2020. Gjald kr. 11.200

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. apríl 2020 samþykkt.

29.20 Laugardalur - austurhluti, breyting á deiliskipulagi vegna smáhýsa
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulaginu "Laugardalur - austurhluti" vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitast eftir að koma fyrir smáhýsum á völdum stöðum í borginni sem búsetuúrræði fyrir skjólstæðinga sína. Í breytingunni felst að koma fyrir allt að 5 smáhýsum á nýrri lóð, samkvæmt uppdr. Trípólí arkitekta dags. 28. janúar 2020. Einnig er lagður fram tölvupóstur Lilju Sigrúnar Jónsdóttur f.h. stjórnar Íbúasamtaka Laugardals dags. 2. apríl 2020 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti

Samþykkt að framlengja athugsemdarfrest til 29. apríl 2020.

30.20 Malarhöfði 6, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Kristjáns Ásgeirssonar arkitekts dags. 13. mars 2020 ásamt bréfi dags. 20. febrúar 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bíldshöfða-Sævarhöfða vegna lóðarinnar nr. 6 við Malarhöfða. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit lóðarinnar til austurs og suðurs, aukningu á byggingarmagni og nýtingarhlutfalli lóðar ásamt fjölgun bílastæða á lóð, samkvæmt uppdr. ALARK arkitekta ehf. dags. 20. febrúar 2020.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

31.20 Snorrabraut 60, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Helga Konráðs Thoroddsen dags. 1. október 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar nr. 58-60 við Snorrabraut. Í breytingunni felst að kvöð um undirgöng er felld niður. Í stað hennar kemur kvöð um inndregna jarðhæð á horni til norðvesturs þar sem gönguleið verður að núverandi húsi og inngangi viðbyggingu. Byggingarreit 4. hæðar við þaksvalir er breytt lítillega og byggingarmagn ofanjarðar (A-rými) er minnkað um 50 fm. en byggingarmagn neðanjarðar er aukið um 250 fm. 300 m2 B-rými er bætt við. Meginfletir útveggja skulu vera sléttir eða steinaðir, samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 1. október 2019 og síðast breytt 15. janúar 2020. Einnig er lagt fram minnisblað um úrgangslausnir dags. 9. janúar 2020. Tillagan var auglýst frá 18. febrúar 2020 til og með 31. mars 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Magnús Baldvinsson dags. 31. mars 2020 og LEX lögmannstofa f.h. Domus Medica húsfélag dags. 31. mars 2020.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

32.20 Efstasund 42, (fsp) smáhýsi á lóð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. mars 2020 var lögð fram fyrirspurn Snæbjörns Sigurgeirsson dags. 10. mars 2020 um að setja smáhýsi á lóð nr. 42 við Efstasund. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. apríl 2020.


Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. apríl 2020 samþykkt.

33.20 Elliðavað 13-17, 13 - Sólskáli
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. mars 2020 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. mars 2020 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta byggingarleyfi BN036526 og byggja sólskála yfir austursvalir og yfir hluta svala til vesturs á raðhúsi nr. 13, mhl.01, á lóð nr. 13-15 við Elliðavað. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrú dags. 3. apríl 2020.
Stækkun: 37,1 ferm., 111,1 rúmm. Erindi fylgir ódagsett undirritað samþykki eigenda nr. 15 og 17. Gjald kr. 11.200

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 3. apríl 2020. Samþykkt er að heimila frávik frá deiliskipulagi með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

34.20 Glæsibær 13, (fsp) stækkun húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. mars 2020 var lögð fram fyrirspurn Guðrúnar Stefánsdóttur dags. 6. mars 2020 varðandi stækkun hússins á lóð nr. 13 við Glæsibæ, samkvæmt uppdr. teiknistofunnar Striksins dags. 5. mars 2020. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. apríl 2020.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 3. apríl 2020.

35.20 Hraunbær 103A, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Kristins Ragnarssonar dags. 23. janúar 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hraunbæjar 103-105 vegna lóðarinnar nr. 103A við Hraunbæ. Í breytingunni felst að heimilt verður að hafa þakgarða á hluta þaks yfir 5. og 7. hæð, samkvæmt uppdr. Kristins Ragnarssonar dags. 19. desember 2019.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

36.20 Viðarrimi 19-25, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Berglindar Óskar Kjartansdóttur dags. 30. mars 2020 um stækkun hússins nr. 25 á lóð nr. 19-25 við Viðarrima, samkvæmt skissu ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

37.20 Iðunnarbrunnur 11, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 11 við Iðunnarbrunn. Í breytingunni felst að taflan er leiðrétt þannig að í stað einbýlishúss stendur tvíbýlishús/einbýlishús til samræmis við deiliskipulag Úlfarsárdals, sem tók gildi 19.2.2018, samkvæmt uppdr. Trípólí Arkitekta dags. 21. nóvember 2019 lagf. 2. apríl 2020.

Vísað til skipulagsráðs- og samgönguráðs.