Stýrimannastígur 9, Vesturgata 2, Völvufell 7A, Laugavegur 61-63, Egilsgata 14, Borgartún 24, Grjótháls 1-3, Hólmgarður 34, Hlíðargerði 22, Þingvað 37-59, Glæsibær 20, Flugvallarvegur 5, Bílaleiga Flugleiða, Gil, Gufunes, Skemmtigarður, Kjalarnes, Nesvík, Saltvík, Saltvík, Tunguháls 6, Vesturlandsvegur/Lambhagavegur, Gefjunarbrunnur 18, Sifjarbrunnur 28, Urðarbrunnur 34, Efstasund 37, Norðurstígur 3,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

756. fundur 2019

Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Sólveig Sigurðardóttir, Haukur Hafliði Nínuson, Guðlaug Erna Jónsdóttir, Björn Ingi Edvardsson, Hildur Gunnarsdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, Hulda Einarsdóttir, Birkir Ingibjartsson, Hrafnhildur Sverrisdóttir og Lilja Grétarsdóttir. Ritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:


1.19 Stýrimannastígur 9, Ný forstofa
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. desember 2019 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja nýja forstofu á undirstöðum núverandi trappna við aðalinngang auk þess að gera þar nýjar tröppur, breyta kjallaratröppum og setja þakglugga yfir stiga á 2. hæð húss nr. 9 við Stýrimannastíg, samkvæmt uppdr. ARGOS ehf. dags. 10. desember 2019.
Erindi fylgir hæðablað dags. maí 2008, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 19. nóvember 2019 og umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 7. nóvember 2019. Stækkun: x.xx ferm., x.xx rúmm. Gjald kr. 11.200


Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

2.19 Vesturgata 2, Byggja útigeymslu
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. desember 2019 þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka útigeymslu 0102 og byggja nýtt sorpskýli, mhl.02, á lóð nr. 2 við Vesturgötu, samkvæmt uppdr. Andrúm arkitekta ehf. dags. 5. október 2019.
Stækkun: x.xx ferm., x.xx rúmm. Gjald kr. 1.200

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

3.19 Völvufell 7A, Breytingar á dagheimili í vistheimili
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. desember 2019 þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun hússins úr dagheimili í vistheimili á lóð nr. 7a við Völvufell, samkvæmt uppdr. Arkþings - Nordic ehf. dags. 9. desember 2019.
Erindi fylgir greinagerð Eflu um val og hönnun brunavarna, útgáfa 001-V03, dags. 22. nóvember 2019. Gjald kr. 11.200

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

4.19 Laugavegur 61-63, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Kurt og Pí ehf. dags. 19 ágúst 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0 vegna lóðarinnar nr. 61-63 við Laugaveg. í breytingunni felst að heimilt er að gera þaksvalir á risíbúð hússins að Laugavegi 63, samkvæmt uppdrætti Kurt og pí ehf. dags. 19. apríl 2019. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt samþykki meðlóðarhafa dags. 13. apríl 2019 og 23. september 2019, mótt. 1. nóvember 2019. Tillagan var grenndarkynnt frá 18. nóvember 2019 til og með 16. desember 2019. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

5.19 Egilsgata 14, Bílskúr og breyta innra fyrirkomulagi
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. desember 2019 þar sem sótt er um leyfi til að breyta lítillega fyrirkomulagi í kjallara og breyta ósamþykktri íbúð í samþykkta íbúð, breyta innra skipulagi 1. og 2. hæðar og byggja einfaldan steinsteyptan bílskúr vestan megin við hús á lóð nr. 14 við Egilsgötu, samkvæmt uppdr. Arkþings - Nordic ehf. dags. 12. september 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. desember 2019.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. ágúst 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. ágúst 2018. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. desember 2018 fylgir erindi, ásamt bréfi skipulagsfulltrúa dags. 10. desember 2019. Erindi var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Egilsgötu 12 og 16 Leifsgötu 7 og 9 frá 2. nóvember 2018 til og með 30. nóvember 2018. Engar athugasemdir bárust. Stærð: 34,8 ferm., 112,1rúmm. Gjald kr. 11.000
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. desember 2109.

6.19 Borgartún 24, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Yrki arkitekta ehf. dags 21. júní 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 24 við Borgartún. Í breytingunni felst í megin atriðum að heimilt verður niðurrif eldri frambyggingar á lóðinni og stækkun bílakjallara undir henni. Bundið er að nýbyggingin leggist í sömu línu að Borgartúni og sé hornskorin á horni Borgar- og Nóatúns á 1. og 2. hæð, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 12. júní 2019, breytt 16. ágúst 2019. Einnig er lagt fram bréf Aðalsteins Steinþórssonar, Birnu Stefnisdóttur, Geirs Sigurðssonar og Matthildar Skúladóttur dags. 27. ágúst 2019. Tillagan var auglýst frá 2. október 2019 til og með 13. nóvember 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: 10 íbúar og eigendur að Mánatúni 13, 15 og 17 dags. 11. nóvember 2019, Gunnar A. Óskarsson arkitekt f.h. Smith & Norland hf. dags. 13. nóvember 2019 og Páll V. Bjarnason f.h. Regins atvinuhúsnæðis ehf. dags. 13. nóvember 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. nóvember 2019 og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.


7.19 74">Grjótháls 1-3, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. nóvember 2019 var lögð fram umsókn T.ark Arkitekta ehf. dags. 2. október 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 1-3 við Grjótháls. Í breytingunni felst í megin atriðum stækkun á byggingarreit ofanjarðar um fjóra metra til suðurs, ásamt hækkun hæðar húss innan hans um 1,5 m og hækkun á nýtingarhlutfalli lóðar úr 0.7 í 0.95, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. T.ark Arkitekta ehf. dags. 2. október 2019. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Grjóthálsi 5, Fosshálsi 1, 3, 5-11, Járnhálsi 2-4 og Hesthálsi 2-4.

Vakin er athygli á að umsækjandi þarf að greiða fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. 7.6. gr. sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.


8.19 Hólmgarður 34, breyting á skilmálum deiliskipulags
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Pálmars Kristmundssonar dags. 16. október 2019 ásamt greinargerð dags. 8. október 2019 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Bústaðahverfis vegna lóðarinnar nr. 34 við Hólmgarð. Í breytingunni felst fjölgun íbúða úr 8-10 í 13 íbúðir og að a.m.k. 70% af jarðhæð verði fyrir hverfistengda starfsemi, samkvæmt tillögu PKdM Arkitekta ehf. dags. 29. október 2019. Tillagan var grenndarkynnt frá 18. nóvember til og með 16. desember 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Esther Sigurðardóttir dags. 22. nóvember 2019.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

9.19 Hlíðargerði 22, Sótt um leyfi til að byggja garðskála við einb.hús.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. október 2019 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja garðskála við einbýlishús á lóð nr. 22 við Hlíðargerði. Erindi var grenndarkynnt frá 18. nóvember 2019 til og með 16. desember 2019. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 15.4 ferm, 42.3 rúmm. Gjald kr. 11.200

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


10.19 Þingvað 37-59, (fsp) nr. 43 - breyting á notkun bílskúrs
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. desember 2019 var lögð fram fyrirspurn Guðmundar Óla Helgasonar dags. 29. nóvember 2019 um breytingu á notkun bílskúrs að Þingvaði 43, lóð nr. 37-43 við Þingvað, og setja glugga í stað bílskúrshurðar. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. desember 2019.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. desember 2019 samþykkt.

11.19 Glæsibær 20, Byggja sólstofu
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. desember 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. desember 2019 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja sólstofu við vesturhlið íbúðahúss og breyta bílskúr í stúdíóíbúð og geymslu á lóð nr. 20 við Glæsibæ, samkvæmt uppdr. Akkur Arkitekta ehf. dags. 26. nóvember 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. desember 2019.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. júlí 2019 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júlí 2019.
Stækkun: x.xx ferm., x.xx rúmm. Erindi fylgir mæliblað 4.351.5 fyrst útgefið 19. september 1964. Gjald kr. 11.200

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. desember 2019 samþykkt.

12.19 Flugvallarvegur 5, Bílaleiga Flugleiða, staðsetning ökutækjaleigu
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. desember 2019 var lagt fram bréf Samgöngustofu dags. 28. nóvember 2019 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Sigfúsar Bjarna Sigfússonar f.h. Bílaleigu Flugleiða (Hertz) um að reka ökutækjaleigu að Flugvallarvegi 5. Sótt er um leyfi fyrir 1005 ökutækjum í útleigu. Um er að ræða endurnýjun á leyfi , gildistími eldra leyfis: 16. janúar 2015 til 16. janúar 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. desember 2019.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. desember 2019 samþykkt.

13.19 Gil, Nýbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. desember 2019 þar sem sótt er um leyfi til að reisa byggingu og tengigang á milli hennar og mhl.02, sem verður mhl.03, á reit B á lóðinni Gil 25763 á Kjalarnesi, samkvæmt uppdr. TAG teiknistofu dags. 9. desember 2019.
Stærð nýbyggingar með tengigangi er: 1.848,9 ferm., 10.023,0 rúmm. Gjald kr. 11.200

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

14.19 Gufunes, Skemmtigarður, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. nóvember 2019 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 21. nóvember 2019 þar sem stofnunin getur ekki tekið afstöðu til deiliskipulagsbreytingarinnar fyrr en lagfærð gögn ásamt nánari skýringum/rökstuðningur hefur borist stofnuninni. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt uppdr. Eflu dags. 20. maí 2019 br. 10. desember 2019. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. desember 2019.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

15.19 >Kjalarnes, Nesvík, skipulagslýsing
Lögð fram umsókn Plúsarkitekta ehf. dags. 11. desember 2019 ásamt skipulagslýsingu dags. 9. desember 2019 vegna gerð nýs deiliskipulags fyrir Nesvík á Kjalarnesi sem felst í uppbyggingu allt að 100 herbergja hótels auk 12 stakstæðra húsa sem leigð verða út sem gistirými og þjónustuð af hótelinu.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

16.19 Saltvík, Nýbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. desember 2019 þar sem sótt er um leyfi til að reisa byggingu og tengigang á milli hennar og mhl. 16, sem verður mhl.17, á reit E, á lóðinni Saltvík 125744 á Kjalarnesi, samkvæmt uppdr. TAG teiknistofu ehf. dags. 9. desember 2019.
Stærð nýbyggingar með tengibyggingu er: 4.885,8 ferm., 29.060,2 rúmm. Gjald kr. 11.200



Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

17.19 Saltvík, Mhl.15 - stækkun-dreifistöð fyrir rafmagn, og stækkun vegna gasgeymslu sbr. BN055146
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. desember 2019 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN055146, koma fyrir dreifistöð á norðurhlið og gasgeymslu á suðurhlið húss, mhl. 15, á reit B á lóðinni Saltvík 125744 á Kjalarnesi, samkvæmt uppdr. TAG teiknistofu ehf. dags. 4. desember 2019.
Stærðir vegna dreifistöð og gasgeymslu er: 20,7 ferm., 85,2 rúmm. Stærð gasgeymslu er: XX ferm., og rúmm. Gjald kr. 11.200

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

18.19 Tunguháls 6, (fsp) breikkun innkeyrslu
Lögð fram fyrirspurn Gunnlaugs Johnson dags. 10. desember 2019 um að auka breidd á innkeyrslu á lóð nr. 6 við Tunguháls fyrir vöruflutningabíla, samkvæmt uppdr. Gunnlaugs Johnson dags. 11. desember 2019.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

19.19 Vesturlandsvegur/Lambhagavegur, (fsp) auglýsingaskilti
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. desember 2019 var lögð fram fyrirspurn Ástþórs Sindra Eiríkssonar dags. 4. desember 2019 um að setja auglýsingaskilti við hringtorg sem staðsett er við Vesturlandsveg og Lambhagaveg. Einnig eru lagðar fram ljósmyndir. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. desember 2019.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. desember 2019.

20.19 Gefjunarbrunnur 18, Tvíbýlishús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. desember 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. desember 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tvíbýlishús á tveimur hæðum á lóð nr. 18 við Gefjunarbrunn, samkvæmt uppdr. Mansard - teiknistofu dags. 22. september 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. desember 2019.
Erindi fylgir mæliblað 2.695.4 endurútgefið 18. júní 2019 og hæðablað 2.695.4- B3 dags. september 2009. Stærðir: A- rými: 239.6 ferm., 815,2 rúmm. B- rými: 30.0 ferm., 89.4 rúmm.
Nýtingarhlutfall: 0.94. Gjald kr. 11.200

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. desember 2019.

21.19 Sifjarbrunnur 28, Einbýlishús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. nóvember 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. nóvember 2019 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu og aukaíbúð á lóð nr. 28 við Sifjarbrunn, samkvæmt uppfærðum uppdráttum Teiknistofu A.V.J. dags. 26. nóvember 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. desember 2019.
Stærð: 242.3 ferm., 805.2 rúmm. Erindi fylgir mæliblað 5.055.4 endurútgefið 21. mars 2018 og hæðablað 5.055.4 - B3 dags. mai 2018. Gjald kr. 11.200

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. desember 2019.

22.19 Urðarbrunnur 34, Einbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. desember 2019 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt einbýlishús á tveimur hæðum með aukaíbúð og innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 34 við Urðarbrunn, samkvæmt uppdr. Eyjólfs Valgarðssonar dags. 10. desember 2019.
Erindi fylgir mæliblað 5.054.6 útgefið 29. ágúst 2018, hæðablað 5.054.6 - B3 og A4 afrit af skráningartöflu dags. 23. nóvember 2019. Stærðir: 331.1 ferm., 1.294.1 rúmm. Gjald kr. 11.200

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

23.19 Efstasund 37, (fsp) bílskúr
Lögð fram fyrirspurn Bjarna Más Ólafssonar dags. 19. nóvember 2019 um að setja bílskúr á lóð nr. 37 við Efstasund. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. desember 2019.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. desember 2019 samþykkt.

24.19 Norðurstígur 3, Hækka hús - endurnýjun á byggingarleyfi BN053130
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. desember 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. desember 2019 þar sem sótt er um leyfi til að að byggja tvær hæðir ofan á núverandi íbúðarhús og fjölga eignum um tvær íbúðir í húsi á lóð nr. 3 við Norðurstíg, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 19. júní 2017. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 16. desember 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. desember 2019.
Sambærilegt erindi BN053130 var samþykkt á afgreiðslufundi þann 10. október 2017. Erindi fylgir afrit af deiliskipulagi ásamt tilheyrandi skuggavarpi fyrir Norðurstígsreit 1.132.0, auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 15. febrúar 2017 og minnkað afrit teikningum samþykktum á afgreiðslufundi þann 10. október 2017 og afrit af afsali vegna eigendaskipta dags. 29. nóvember 2019. Stækkun: x.xx ferm., x.xx rúmm. Gjald kr. 11.200
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. desember 2019 samþykkt.