Brautarholt 20, Bústaðavegur 151-153, Fjólugata 19, Hörgshlíð 10, Grundarstígur 7, Kalkofnsvegur 1, Seðlabankinn, Langagerði 74, Gullslétta 6, Hafnarfjörður, Nauthólsvík, Tómasarhagi 23, Brautarholt 6, Grjótháls 1-3, Lyngháls 2, Stangarholt 4, Vesturberg 195, Efstaleiti 7, Grensásvegur 26, Reykjavíkurflugvöllur, Freyjubrunnur 1, Friggjarbrunnur 3-5, Lofnarbrunnur 10-12, Urðarbrunnur 84-92, Freyjugata 32, Furugerði 23, Nóatún 17, Bergþórugata 55, Laugarnesvegur 69, Skeifan 11, Grenimelur 10, Fýlshólar 5, Gylfaflöt, suður, Gylfaflöt 10-12, Hagamelur 50, Ránargata 8A, Laugavegur 73, Mánagata 25, Ölfus,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

751. fundur 2019

Ár 2019, fimmtudaginn 14. nóvember kl. 09:08, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 751. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ingvar Jón Bates Gíslason, Björn Ingi Edvardsson, Margrét Þormar, Lilja Grétarsdóttir, Jón Kjartan Ágústsson, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Birkir Ingibjartsson og Guðlaug Erna Jónsdóttir og Hildur Gunnarsdóttir. Ritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:


1.19 Brautarholt 20, Fjölbýlishús sameina lóð 18 og 20
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. september 2019 þar sem sótt er um leyfi til að sameina lóðir 18 og 20 við Brautarholt í nr. 20, rífa bakhús sem tengt er núverandi matshlutum, einnig er sótt um að byggja nýja inndregna hæð ofan á 5. hæð mhl. 02 og mhl. 01 og innrétta 64 íbúðir á 2.-5. hæð, stækka glugga koma fyrir svölum, byggja stiga og lyftuhús sem og nýtt bakhús við mhl. 03 þar verður hjólageymsla , sorpgeymsla, þvottur og sameiginlegt rými á lóð nr. 20 við Brautarholti. Dregin eru til baka erindi BN056162 og BN056161 með þessu erindi. Erindi var grenndarkynnt frá 14. október 2019 til og með 11. nóvember 2019. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun er samtals : 797,7 ferm., 2,754,8 rúmm. Niðurrif er samtals: 555,0 ferm., XX rúmm. Gjald kr. 11.200

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


2.19 Bústaðavegur 151-153, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Bústaðavegar 151-153. Í breytingunni felst að skipulagssvæðið stækkar til norðurs inn á svæði við lóðarmörk Ásenda og afreinar frá Miklubraut að Reykjanesbraut, uppsetningu hljóðveggs meðfram afrein akandi umferðar frá Miklubraut að Reykjanesbraut, lega göngu- og hjólastígs norðan hitaveitustokks og vestan lóðar við Bústaðaveg 151D breytist og lega göngu- og hjólastígs hækkar í landi milli eystri lóðarmarka Ásenda og afreinar frá Miklubraut að Reykjanesbraut vegna rafstrengs sem liggur í jörðu undir stígunum, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta og Landslags dags. 7. nóvember 2019. Einnig er lögð fram hljóðvistarskýrsla Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. dags. í febrúar 2005 og hljóðkort (dynlínukort) Mannvits dags. í nóvember 2019.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Ásenda 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17 og 19 og Tunguvegi 1 og 8 og Rauðagerði 53.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.




3.19 Fjólugata 19, Breytingar inni og úti - fjölgun eigna
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. október 2019 þar sem sótt er um leyfi fyrir þremur íbúðum í húsinu, auka salarhæð í kjallara, stækka bílskúr, breyta aðkomutröppum, stækka og sameina svalir á 2. hæð, fjarlægja skorstein og endurnýja þak, einnig er sótt um leyfi til að hækka þak og koma fyrir sorpgeymslu á lóð nr. 19 við Fjólugötu. Erindi var grenndarkynnt frá 15. október 2019 til og með 12. nóvember 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Flosi Kristjánsson f.h. eigenda Laufásavegar 48 dags. 16. október 2019 og Norska sendiráðið dags. 12. nóvember 2019.
Stækkun: Kjallari: 50,3 ferm., 133,2 rúmm. 3. hæð: 57,2 ferm., 145,9 rúmm. Samtals eftir stækkun: 621,5 ferm., 1.8350,2 rúmm. Svalir stækkun: 1. hæð: 30,7 ferm. 2. hæð: 10,7 ferm. 3. hæð: 10,5 ferm. Samtals svalir eftir stækkun: 72,1 ferm. Jafnframt er erindi BN053919 dregið til baka. Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 15. mars 2019, Umsögn burðarþolshönnuðar Verkís dags. 23. ágúst 2019 og minnisblað Verkís um brunahönnun dags. 11. september 2019. Gjald kr. 11.200

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

4.19 Hörgshlíð 10, Forsteypt bílageymsla
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. júlí 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílageymslu með forsteyptum sökklum og samlokuveggjum ásamt geymslu og snyrtingu á lóð nr. 10 við Hörgshlíð. Einnig eru lagðir fram aðaluppdrættir Al-hönnunar ehf. dags. 15. júní 2019 og skuggavarpsuppdrættir dags. 16. júlí 2019. Erindi var grenndarkynnt frá 15. ágúst 2019 til og með 12. september 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Húseigendafélagið f.h. húsfélags Hörgshlíð 8 dags. 12. september 2019 og Auður Inga Ingvarsdóttir og Ingólfur Björnsson f.h. þinglýstra eigenda að Hörgshlíð 8 íbúð 201 dags. 12. september 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. október 2019 og er nú lagt fram að nýju ásamt lagfærðum aðaluppdrætti, uppfærð afstöðumynd, dags. 16. september 2019 mótt. 31. október 2019.
Stærð mhl. 02: 100,4 ferm., 372,8rúmm. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. ágúst 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. maí 2019. Gjald kr. 11.000

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

5.19 Grundarstígur 7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Bergstaðastrætisreits, reitur 1.184.0, vegna lóðarinnar nr. 7 við Grundarstíg. Í breytingunni felst að lóðinni er skipt upp í tvær lóðir Grundarstígur 7 og 7B, kvöð er á lóðinni nr. 7 um umferð, sem og heimild til lagnar fráveituheimæðar og annarra lagna, leyfilegt nýtingarhlutfall lóðanna tveggja er aukið, byggingarreitur bílskúrs á lóð 7B stækkar og heimilt er að fjarlægja bílskúr og reisa innan byggingarreitsins íbúðarhús, kjallara og hæð, allt að 120 fm., samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 27. maí 2019. Einnig er lagður fram skuggavarpsuppdráttur dags. 27. maí 2019 uppf. 20. september 2019. Tillagan var auglýst frá 28. júní til og með 9. ágúst 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Diljá C. Þiðriksdóttir f.h. Friðriks Þórs Stefánssonar dags. 8. ágúst 2019, G. Rósa Eyvindardóttir dags. 9. ágúst, Vigdís Pálsdóttir og Örn Úlfar Höskuldsson dags. 9. ágúst 2019 og Helgi Kristinn Grímsson dags. 9. ágúst 2019. Einnig er lagður fram tölvupóstur Jón Þórs Einarssonar og Þóru Elísabetar Kjeld dags. 6. september 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. október 2019 og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs

6.19 Kalkofnsvegur 1, Seðlabankinn, (fsp) hækkun húss að hluta
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. október 2019 var lögð fram fyrirspurn Helga Mars Hallgrímssonar f.h. Seðlabanka Íslands dags. 25. júlí 2019 um hækkun hússins á lóð nr. 1 við Kalkofnsveg að hluta til um tvær hæðir, samkvæmt tillögu Arkþings ehf. ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

7.19 Langagerði 74, Hækkun á bílskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. nóvember 2019 þar sem sótt er um leyfi til að breyta hurðum, síkka glugga og hækka bílskúr við einbýlishús á lóð nr. 74 við Langagerði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. júlí 2019 fylgir erindi.
Stækkun: 19,9 rúmm. Erindi fylgir samþykki nágranna á uppdráttum 05-01 og 05-02 dags. 22. mars 2019, umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 24. október 2019, bréf frá hönnuði dags. 25. október 2019. Gjald kr. 11.200

Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Langagerði 66, 68, 70, 72, 76, 88, 90 og 92.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.


8.19 Gullslétta 6, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Davíðs Karls Karlssonar dags. 22. ágúst 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Esjumela á Kjalarnesi vegna lóðarinnar nr. 6 við Gullsléttu. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður til norðausturs um 7 metra og verður 3 metra frá lóðarmörkum, samkvæmt uppdrætti Teiknistofunnar H.R. dags. 22. ágúst 2019. Tillagan var grenndarkynnt frá 15. október 2019 til og með 12. nóvember 2019. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

9.19 Hafnarfjörður, Krýsuvíkurberg í Krýsuvík - nýtt deiliskipulag
Lagt fram bréf Hafnarfjarðarbæjar dags. 1. nóvember 2019 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Krýsuvíkurberg í Krýsuvík í Hafnarfirði. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Suðurstrandarvegi suður með Hælsvíkurvegi að Krýsuvíkurbergi. Alls 114 ha að stærð.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

10.19 Nauthólsvík, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur vegna aðkomutengingar við fyrirhugaða Fossvogsbrú á um 350 m kafla nýrrar tveggja akreinar akbrautar fyrir almenningssamgöngur sem fellur innan deiliskipulagsins. Kaflinn er hluti af stærri framkvæmd sem er brú yfir Fossvog fyrir almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi vegfarendur. Samhliða breytingunni eru gerðar nokkrar fleiri breytingar á skipulaginu og það uppfært miðað við núverandi ástand. Lagðir eru fram uppdr. Landmótunar dags. 11. nóvember 2019. Einnig er lögð fram greinargerð Landmótunar dags. 11, nóvember 2019.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

11.19 Tómasarhagi 23, Hækka þak, kvistir og svalir á rishæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. nóvember 2019 þar sem sótt er um leyfi til þess að hækka veggi og þak, bæta við tveimur kvistum og svölum ásamt því að bæta við stiga innanhúss upp í ris sem verður hluti íbúðar á 2. hæð í húsi, mhl.01, á lóð nr. 23 við Tómasarhaga.
Stækkun 115.3 ferm., 182.0 rúmm. Nýtingarhlutfall 0,73. Erindi fylgir umboð eigenda eignar 0201 ásamt vottuðu samþykki meðlóðarhafa dags. 21. október 2019, afrit af mæliblaði 1.554.1 útgefið 19. maí 1953 og varmatapsútreikningar dags. 31. október 2019. Gjald kr. 11.200

Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Tómasarhaga 18, 20, 21, 22 og 25, Lynghaga 26 og 28 og Ægissíðu 50 og 50A.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.


12.19 Brautarholt 6, (fsp) fjölgun íbúða
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. nóvember 2019 var lögð fram fyrirspurn T.ark Arkitekta ehf. dags. 29. október 2019 ásamt bréfi dags. 22. október 2019 um að fjölga íbúðum á 3. hæð hússins á lóð nr. 6 við Brautarholt um tvær, úr 6 íbúðum í 8 íbúðir, samkvæmt tillögu T.ark Arkitekta ehf. dags. 28. september 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2019.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2019 samþykkt.

13.19 Grjótháls 1-3, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn T.ark Arkitekta ehf. dags. 2. október 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 1-3 við Grjótháls. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit ofanjarðar um fjóra metra til suðurs ásamt hækkun á nýtingarhlutfalli lóðar úr 0.7 í 0.8, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. T.ark Arkitekta ehf. dags. 2. október 2019.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.


14.19 Lyngháls 2, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Sigurðar Hallgrímssonar dags. 7. október 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 2 við Lyngháls. Í breytingunni felst að afmarkað verði svæði fyrir lóð undir geymsluskýli samkvæmt uppdrætti Arkþing/Nordic ódags.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.


15.19 Stangarholt 4, (fsp) bílskúrar
Lögð fram fyrirspurn Nóa Steins Einarssonar dags. 10. september 2019 um að byggja tvöfaldan bílskúr á lóð nr. 4 við Stangarholt, samkvæmt teikningum/skissum ódags. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2019.

Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2019.

16.19 Vesturberg 195, (fsp) hækkun nýtingarhlutfalls
Lögð fram fyrirspurn Ársæls Vignissonar dags. 16. október 2019 um hækkun á nýtingarhlutfalli lóðarinnar nr. 195 við Vesturberg úr 0.6 í 0.75. Einnig er lögð fram teikning Ársæls Vignissonar dags. 11. júlí 2019.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

17.19 Efstaleiti 7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn ASK Arkitekta ehf. dags. 18. júní 2019 ásamt bréfi dags. 14. júní 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi RÚV-reits vegna lóðarinnar nr. 7 við Efstaleiti. Í breytingunni felst stækkun byggingarreits ofanjarðar vegna stigahúss og lyftu, aukningu á byggingarmagni ofanjarðar og breytta skilgreiningu á notkun, samkvæmt uppdrætti ASK Arkitekta ehf. dags. 14. júní 2019, br. 11. nóvember 2019. Tillagan var grenndarkynnt frá 2. október 2019 til og með 30. október 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasendir: Rauði krossinn dags. 11. október 2019. Erindinu var vísað til umsagnar skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 14. nóvember 2019.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

18.19 Grensásvegur 26, Breytingar utan og innan - einnig áður gert.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. nóvember 2019 þar sem sótt er um leyfi til að sameina lóðir 24 og 26, viðbyggingu við suðurgafl og tímabundna opnun milli Grensásvegar 26 (áður nr. 24) og Grensásvegar 22, einnig er sótt um áður gerðar breytingar s.s. timburbyggingu (gróðurskála) og leyfi fyrir rekstri gistiheimilis í flokki II, tegund b, fyrir 23 gesti í mhl. 01 og 8 gesti í mhl. 02 á lóð nr. 26 við Grensásveg.
Erindi fylgir afrit af kvittunum um móttöku skjala til þinglýsingar hjá sýslumanni dags. 11. nóvember 2019. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. mars 2019 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019. Stækkun, útigeymsla: 51,9 ferm., 145,3 rúmm. Gróðurskáli og tengigangur: 212 ferm., 632,9 rúmm. Sólskáli: 21,6 ferm., 55,5 rúmm. Samtals: 285,7 ferm., 833,7 rúmm. Gjald kr. 11.200 + 11.200

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

19.19 Reykjavíkurflugvöllur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Í breytingunni felst breyting á deiliskipulagsmörkum og færslu á flugvallargirðingu til austurs til móts við Nauthólsvík, vegna aðkomutengingar við Fossvogsbrú, samkvæmt uppdr. T.ark arkitekta dags. 13. nóvember 2019.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

20.19 Freyjubrunnur 1, Anddyri - yfirbygging - stoðveggur
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. nóvember 2019 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN054482 þannig að opnað er inn í hol frá anddyri, uppröðun í eldhúsi, brunahurð sett inn í bílskúr, byggja yfir útisvæði á norðurhorni lóðar og settur er stoðveggur á lóðarmörkum nr. 1 og 3 á lóð nr. 1 við Freyjubrunn.
Stækkun B-rýmis : XX ferm. og XX rúmm. Gjald kr. 11.200

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

21.19 Friggjarbrunnur 3-5, (fsp) svalalokun
Lögð fram fyrirspurn Vidas Kenzgaila dags. 30. október 2019 um að loka svölum á 1. hæð hússins á lóð nr. 5 við Friggjarbrunn. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2019.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2019.

22.19 Lofnarbrunnur 10-12, Stoðveggur
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. nóvember 2019 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN055096, þannig að gerður er steyptur stoðveggur á suðurmörkum lóðar nr. 10 - 12 við Lofnarbrunn.
Gjald kr. 11.200


Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

23.19 Urðarbrunnur 84-92, (fsp) breyting a deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 11. nóvember 2019 ásamt greinargerð dags. 7. nóvember 2019 um breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 84-92 sem felst í að fjölga íbúðareiningum í raðhúsunum um eina íbúð, þannig að þær verði 6 talsins í stað 5, án þess að auka byggingarmagn, samkvæmt uppdr. Mansard teiknistofu ehf. dags. 7. nóvember 2019.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

24.19 Freyjugata 32, (fsp) setja kvist og fjarlægja skorstein
Lögð fram fyrirspurn Guðbrands Jóhannessonar dags. 30. október 2019 ásamt bréfi Alark arkitekta ehf. dags. 29. október 2019 um að setja kvist á norðausturhlið hússins á lóð nr. 32 við Freyjugötu og fjarlægja skorstein, samkvæmt uppdr. ALARK arkitekta ehf. dags. 29. október 2019.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

25.19 Furugerði 23, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. september 2019 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 20. september 2019 þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda vegna atriða er varðar hljóðvegg og hljóðvist í skilmálum deiliskipulagsins. Einnig bendir stofnunin á nokkur atriði sem æskilegt er að lagfæra. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt hljóðskýrslu dags. 1. júní 2018.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

26.19 Nóatún 17, (fsp) afnot af borgarlandi o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Íshamra ehf. dags. 22. október 2019 um afnot á 50m2 spildu á borgarlandi sem telst hluti af helgunarsvæði Laugarvegs á mörkum lóðanna nr. 17 við Nóatún og nr. 6 við Hátún og koma þar fyrir tímabundið, til fimm ára, hjólageymslu og hleðslustöðvum. Einnig er lagt fram bréf Rafns Guðmundssonar dags. 22. október 2019 ásamt ljósmyndum af umræddu svæði.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

27.19 Bergþórugata 55, Breyting inni - þrjár íbúðir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. nóvember 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi allra hæða þannig að í húsinu verða 3 íbúðir, eldri svalir verða fjarlægðar og gluggar færðir nær upprunalegri gerð, nýjar svalir gerðar, sagað niður úr gluggum fyrir svalahurðir auk þess sem ný vinnustofa verður byggð á baklóð þar sem áður var skúr á lóð nr. 55 við Bergþórugötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Erindinu fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 18. ágúst 2019, varmatapsútreikningar mótt. 19. ágúst 2019, yfirlit yfir breytingar mótt. 19. ágúst 2019. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. september 2019 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. september 2019. Vinnustofa: 45,2 ferm., 115,3 rúmm. Gjald kr. 11.200

Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Njálsgötu 72, 74, 76, 78, 80, 82, 84 og 86, Bergþórugötu 51, 53, 55, 57, 59 og 61, Barónsstíg 39, 41 og 43 og Snorrabraut 48, 50 og 52.

Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.


28.19 Laugarnesvegur 69, (fsp) breyta bílskúr í íbúð
Lögð fram fyrirspurn Sveins Ólafs Arnórssonar dags. 3. nóvember 2019 um að breyta bílskúr á lóð nr. 69 við Laugarnesveg í íbúð, samkvæmt grunnmynd ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

29.19 Skeifan 11, nr. 11B - ósk um umsögn vegna nýs lyfsöluleyfis
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 6. nóvember 2019 ásamt erindi Lyfjastofnunar dags. 28. október 2019 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um lyfsöluleyfi fyrir nýja lyfjabúð að Skeifunni 11B, lóð nr. 11 við Skeifu. Óskað er eftir að umsögn berist eigi síður en 18. nóvember 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2019.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2019.

30.19 Grenimelur 10, (fsp) nýjar svalir og stækkun núv. svala
Lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 24. október 2019 ásamt greinargerð dags. 24. október 2019 um að stækka núverandi svalir hússins á lóðinni nr. 10 við Grenimel og byggja nýjar svalir á 1. hæð hússins.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

31.19 Fýlshólar 5, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Ingunnar Helgu Hafstað dags. 4. nóvember 2019 um breytingu á notkun íbúðar merkt 01 0102 á neðri hæð hússins á lóð nr. 5 við Fýlshóla úr vinnustofu í íbúð.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

32.19 Gylfaflöt, suður, breyting á deiliskipulagi vegna lóðarinnar Bæjarflöt 19
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Hermanns Georgs Gunnlaugssonar dags 24. júní 2019 ásamt bréfi dags. 24. júní 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Gylfaflöt, suður vegna lóðarinnar nr. 19 við Bæjarflöt. Í breytingunni felst breyting á byggingarreit þar sem skilgreindir eru þrír minni byggingarreitir í stað eins og þeim snúið þannig að lega þeirra er austur-vestur, hámarkshæð byggingar lækkar í 8 metra o.fl., samkvæmt uppdrætti Teiknistofunnar Storð dags 19. september 2019. Erindi var grenndarkynnt frá 14. október 2019 til og með 11. nóvember 2019. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

33.19 Gylfaflöt 10-12, Breytingar á erindi BN053470 - Kjallari fjarlægður og fleira.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. nóvember 2019 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053470, þannig að hætt er við kjallara undir byggingunni, rýmum fjölgað úr sjö í átta, gluggum og hurðum breytt og gerðar svalir á húsið á lóð nr. 10-12 við Gylfaflöt.
Minnkun, þar sem hætt er við kjallara: XX ferm., XX rúmm.
Yfirlýsing um CE-merkingar á steinullareiningum frá Límtré Vírnet hf dags. 12. maí 2017 og varmatapsrammi dags. 30. október 2019 fylgir.
Gjald kr. 11.200


Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

34.19 Hagamelur 50, (fsp) - Grafa niður pall og setja svalir - Svalahurð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. nóvember 2019 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að opna út í garð frá íbúð 0002 og grafa niður jarðveginn til að setja pall á lóð nr. 50 við Hagamel.
Ljósmynd fylgir.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

35.19 Ránargata 8A, málskot
Lagt fram málskot Þuríðar Ólafíu Hjálmtýsdóttur og Jon Olav Fivelstad dags. 13. nóvember 2019 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 1. nóvember 2019 varðandi fjölgun íbúða í húsinu á lóð nr. 8A við Ránargötu í 6 íbúðir.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

36.19 Laugavegur 73, 5 hæða verslunar- og íbúðarhúsnæði
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. nóvember 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 5 hæða steinsteypt hús auk kjallara með bílageymslu og stoðrýmum, á 1. hæð verður verslun og þjónusta en 10 íbúðir á 2. - 5. hæð húss á lóð nr. 73 við Laugaveg.
Erindi fylgir ósamþykktur lóðauppdráttur nr. 1.174.0 dags. 28. nóvember 2017 og hæðablað dags. 18. júlí 2017, Skýringar hönnuðar dags. 26. september 2019, viljayfirlýsing eigenda að Hverfisgötu 92 - 94 dags. 26. september 2019, Mannvit -skýrsla um sambrunahættu dags. 26. september 2019, hljóðvistarskýrsla dags. 26. september 2019. Einnig bréf hönnuðar móttekið 1. nóvember 2019 ásamt fylgiskjal með breytingum. Mannvit - skýrsla um sambrunahættu dags. 23. maí 2018 og útreikningar á kolunartölum frá hönnuði dags. 8. nóvember 2019. Gjald k. 11.200 + 11.200

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

37.19 Mánagata 25, (fsp) skipta húsi í fjórar íbúðir og fjölga bílastæðum
Lögð fram fyrirspurn Snorra Freys Fairweather dags. 2. október 2019 um að skipta húsinu á lóð nr. 25 við Mánagötu í fjórar íbúðir og fjölga bílastæðum á lóð.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

38.19 Ölfus, skipulagslýsing fyrir skíðasvæði í Bláfjöllum
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. nóvember 2019 var lagt fram erindi skipulags- og byggingarfulltrúa Ölfuss dags. 29. október 2019 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkur á tillögu dags. 9. september 2019 að skipulags- og matslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulag. Lýsingin er vegna stækkunar á skíðasvæði Bláfjalla til austurs þar sem brekkur, göngubraut og ný diskalyfta verður í landi Ölfuss. Erindinu var vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags og er nú lagt fram að nýju.
Leiðrétt bókun frá 1. nóvember 2019.
Rétt bókun: Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags og verkefnastjóra skipulagsfulltrúa.