Krosshamrar 5A, Hlíðargerði 22, Hólmgarður 34, Hraunteigur 30, Thorvaldsensstræti 2-6, Bæjarháls 1, Kjalarnes, Mógilsá, Kjalarnes, Sætún 1, Lambhagavegur 23, Breiðholt 1, Skólavörðuholt, Teigahverfi, Túngötureitur, Laugavegur, Bolholt, Skipholt, Bryggjugata og Miðbakki, Efstaleiti 7, Hraunbær 133, Þingholtsstræti 25, Lágholtsvegur 15, Skeljatangi 9, Stórhöfði 31, Fálkagata 18, Veðurstofuhæð, Bústaðavegur, Borgartúnsreitur Vestur 1.216, Guðrúnartún, Færsla Hringbrautar, Skógarhlíð, Stigahlíð 86, Tjarnargata 41, Hverfisgata 100B og 102, Laugarásvegur 1, Laugavegur 8, Njálsgata 35, Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Hjarðarhagi 13, Ránargata 8A, Skildingatangi 2, Faxaflóahafnir sf., Ölfus, Ölfus,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

749. fundur 2019

Ár 2019, föstudaginn 1. nóvember kl. 09:05, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 749. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Haukur Hafliði Nínuson, Guðlaug Erna Jónsdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Björn Ingi Edvardsson, Jón Kjartan Ágústsson, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, Sólveig Sigurðardóttir, Birkir Ingibjartsson og Hildur Gunnarsdóttir. Ritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:


1.19 Krosshamrar 5A, (fsp) stækkun lóðar og setja sólskála
Lögð fram fyrirspurn Sæmundar Gunnarssonar dags. 19. október 2019 um stækkun lóðarinnar nr. 5A við Krosshamra til vesturs og setja 15m2 sólskála við húsið. Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. október 2019, lögð fram.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. október 2019, samþykkt.

2.19 Hlíðargerði 22, Sótt um leyfi til að byggja garðskála við einb.hús.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. október 2019 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja garðskála við einbýlishús á lóð nr. 22 við Hlíðargerði.
Stækkun: 15.4 ferm, 42.3 rúmm. Gjald kr. 11.200

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

3.19 Hólmgarður 34, breyting á skilmálum deiliskipulags
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. október 2019 var lögð fram umsókn Pálmars Kristmundssonar dags. 16. október 2019 ásamt greinargerð dags. 8. október 2019 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Bústaðahverfis vegna lóðarinnar nr. 34 við Hólmgarð. Í breytingunni felst fjölgun íbúða úr 8-10 í 13 íbúðir og að a.m.k. 70% af jarðhæð verði fyrir hverfistengda starfsemi, samkvæmt tillögu PKdM Arkitekta ehf. dags. 29. október 2019. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Hólmgarði 27, 29, 32 og 36 og Bústaðavegi 79 og 83.

Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.


4.19 Hraunteigur 30, Bílageymsla
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. október 2019 þar sem sótt er um leyfi til að rífa bílskúr og reisa þess í stað tvöfaldan bílskúr í eigu íbúða 0101 og 0201 á lóð nr. 30 við Hraunteig.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 25. september 2019 og A4 afrit af teikningu samþykktri þann 31. júlí 1947 sem sýnir tvöfaldan bílskúr sömu stæðrar og nú er sótt um. Sömu teikningu er að finna í eignarskiptasamning þinglýstum 2. maí 2007 þar sem fram kemur að bílskúr sé ekki að fullu byggður. Stækkun: xx.x ferm., xx.x rúmm. Gjald kr. 11.200

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

5.19 Thorvaldsensstræti 2-6, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta dags. 18. október 2019 ásamt greinargerð dags. 18. október 2019 um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar, Landsímareits, vegna lóðarinnar nr. 2-6 við Thorvaldsensstræti sem felst í að heimila hótelrekstur á 3. og 4. hæð hússins. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. nóvember 2019.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. nóvember 2019, samþykkt.


6.19 Bæjarháls 1, Breytingar á dælu og spennistöð mhl. 07
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. október 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. október 2019 þar sem sótt er um leyfi til að breyta dælu- og spennistöð mhl.07 þannig að þak er fjarlægt að hluta og hækkað um 1,6 m með stálgrind sem klædd verður með samlokueiningum á húsi nr. 1 við Bæjarháls. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Erindi fylgir hæðablað dags. desember 2000, mæliblað dags. 17. nóvember 2005 og ódagsett samþykki meðeigenda. Stækkun: 125,4 ferm., 320,7 rúmm. Heildarstærð eftir stækkun: 255,6 ferm., 1.062,4 rúmm. Gjald kr. 11.200

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

7.19 Kjalarnes, Mógilsá, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Jóhanns Einars Jónssonar dags. 17. október 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Mógilsár og Kollafjarðar. Í breytingunni felst að byggingarreit A er hliðrað til vesturs vegna legu fornleifa á svæðinu, reitur Þ1 er stækkaður til vesturs svo að reitur A falli allur innan svæðisins eftir færsluna, heimilt byggingarmagn á reit A er aukið og skilmálum um leyfilega þjónustu breytt. Auk þess verða B-rými sem eru ekki inni í heildartölu byggingarmagns og bætt er við ákvæði um að leyfa gististarfsemi á svæðinu, samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 10. október 2019. Einnig er lögð fram fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur, skýrsla nr. 195.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1231/2018.


8.19 Kjalarnes, Sætún 1, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Kristins Gylfa Jónssonar dags. 28. október 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Sætún I á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að lóðir A og B skerðast vegna veghelgunarsvæðis fyrir nýjan Vesturlandsveg. Nýtingarhlutfall á lóðunum verður 0,42, samkvæmt uppdr. Einars Ingimarssonar arkitekta dags. 25. október 2019.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.


9.19 Lambhagavegur 23, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Helga Hafliðasonar dags. 30. júlí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Lambhagalands með síðari breytingum vegna lóðarinnar nr. 23 við Lambhagaveg. Í breytingunni felst að byggingarlína íbúðarhúss er færð 2 metra til vesturs, samkvæmt uppdr. Helga Hafliðasonar dags. 8. júlí 2019. Tillagan var grenndarkynnt frá 30. september 2019 til og með 28. október 2019. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

10.19 Breiðholt 1, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. október 2019 var lögð fram tillaga skrifstofu framkvæmda og viðhalds varðandi breytingu á deiliskipulagi Breiðholts 1. Í breytingunni felst að færa núverandi grenndarstöð sem er á bílastæði samsíða Arnarbakka á núverandi snúningshaus við Leirubakka, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. 24. september 2019. Gert ráð fyrir að framlengja gangstétt við núverandi bílastæði að grenndarstöðinni og staðsetja upplýsingaskilti. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr., sbr. 12. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1231/2018.


11.19 Skólavörðuholt, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. október 2019 var lögð fram tillaga skrifstofu framkvæmda og viðhalds um breytingu á deiliskipulagi Skólavörðuholts. Í breytingunni felst að fjögur bílastæði við austurenda Hallgrímskirkju verði breytt í grenndarstöð, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. 24. september 2019. Gert ráð fyrir upplýsingaskilti varðandi grenndarstöðina verði við Eiríksgötu. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr., sbr. 12. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1231/2018.


12.19 Teigahverfi, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. október 2019 var lögð fram tillaga skrifstofu framkvæmda og viðhalds varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis. Í breytingunni felst að hluti af núverandi gangstétt samsíða Sigtúni verði breytt í grenndarstöð og að núverandi gangstétt verði færð fyrir sunnan við hana, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. 24. september 2019. Gert ráð fyrir upplýsingaskilti varðandi grenndarstöðina verði við stöðina. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr., sbr. 12. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1231/2018.


13.19 Túngötureitur, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. október 2019 var lögð fram tillaga skrifstofu framkvæmda og viðhalds varðandi breytingu á deiliskipulagi Túngötureits. Í breytingunni felst að tvö bílastæði á horni Bræðraborgarstígs og Túngötu verði breytt í grenndargámastöð, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. 24. september 2019. Gert ráð fyrir upplýsingaskilti varðandi grenndarstöðina verði við Túngötu. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr., sbr. 12. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1231/2018.


14.19 Laugavegur, Bolholt, Skipholt, nýtt deiliskipulag
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. september 2019 var lögð fram tillaga Yrki arkitekta ehf. dags. 5. september 2019 varðandi nýtt deiliskipulag fyrir reit sem afmarkast af Laugavegi til norðurs, Bolholti til austurs, Skipholti til suðurs og Laugavegi 174 og Skipholti 31 til vesturs. Gert er ráð fyrir uppbyggingu á lóðinni Laugavegur 176 vegna fyrirhugaðs hótels, en aðrar lóðir á skipulagsreitnum verða skilgreindar sem óbreyttar lóðir þar sem núverandi ástand er óbreytt, samkvæmt uppdráttum Yrki arkitekta ehf. dags. 6. september 2019. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

15.19 Bryggjugata og Miðbakki, framkvæmdaleyfi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. september 2019 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 19. september 2019 um framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar á Bryggjugötu að Miðbakka/Austurbakka og gerð hjóla- og göngustígs við Geirsgötu við Miðbakka. Einnig er lagt fram teikningasett VSÓ ráðgjafar dags. í september 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. nóvember 2019.


Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 1. nóvember 2019.
Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í . gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.


16.19 Efstaleiti 7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn ASK Arkitekta ehf. dags. 18. júní 2019 ásamt bréfi dags. 14. júní 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi RÚV-reits vegna lóðarinnar nr. 7 við Efstaleiti. Í breytingunni felst stækkun byggingarreits ofanjarðar vegna stigahúss og lyftu, aukningu á byggingarmagni ofanjarðar og breytta skilgreiningu á notkun, samkvæmt uppdrætti ASK Arkitekta ehf. dags. 14. júní 2019. Tillagan var grenndarkynnt frá 2. október 2019 til og með 30. október 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasendir: Rauði krossinn dags. 11. október 2019.

Vísað til umsagnar skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

17.19 Hraunbær 133, málskot
Lagt fram málskot Önnu Sigríði Arnardóttur framkvæmdastjóra Fasteignaþróunarfélagsins Spildu ehf. vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 14. júní 2019 um breytingu á deiliskipulagi Bæjarháls-Hraunbæjar vegna reits A, Hraunbær 133, sem felst í að heimilt verði að fjölga íbúðum á reitnum um 10 þannig að í stað 58 íbúða verði 68 íbúðir, samkvæmt uppdr. a2f arkitekta ehf. dags. 4. júní 2019. Einnig er lögð fram kynning Fasteignaþróunarfélagsins Spildu ódags. um uppbyggingu.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

18.19 Þingholtsstræti 25, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. september 2019 var lögð fram fyrirspurn Páls V. Bjarnasonar dags. 26. ágúst 2019 ásamt greinargerð dags. 26. ágúst 2019 um breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.183.3, Grundarstígreit vegna lóðarinnar nr. 25 við Þingholtsstræti sem felst í að stækka og hækka viðbyggingu við suðurgafl núverandi húss og gera við hana svalir á 1. og 2. hæð auk svala á þaki útbyggingar, gera kvist með mænisþaki og þremur gluggum á bakhlið hússins, fjölga íbúðum í húsinu í sjö o.fl., samkvæmt uppdr. P.Ark dags. 23. ágúst 2019. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands ódags. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. nóvember 2019.


Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. nóvember 2019, samþykkt.

19.19 Lágholtsvegur 15, (fsp) stækkun húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. október 2019 var lögð fram fyrirspurn Svanlaugar Rósar Ásgeirsdóttur og Xaviers Rodriguez Gallego dags. 14. október 2019 varðandi stækkun hússins á lóð nr. 15 við Lágholtsveg, samkvæmt uppdr. Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 1. september 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. nóvember 2019.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. nóvember 2019.


20.19 Skeljatangi 9, (fsp) stækkun byggingarreits og húss
Lögð fram fyrirspurn Kurt og Pí ehf. dags. 11. október 2019 ásamt greinargerð dags. 11. október 2019 um stækkun á byggingarreit lóðarinnar nr. 9 við Seljatanga ásamt stækkun hússins sem felst í að vesturhluti hússins er lengdur til suðurs og þar komið fyrir sólskála á neðri hæð og svölum á þeim efri, samkvæmt uppdr. Kurt og Pí ehf. dags. 10. október 2019.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

21.19 Stórhöfði 31, (fsp) gera bílakjallara í stað bílastæða
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. október 2019 var lögð fram fyrirspurn Arkís arkitekta ehf. dags 15. ágúst 2019 um að gera bílakjallara á vesturenda lóðarinnar nr. 31 við Stórhöfða í stað bílastæðis, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 1. september 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. október 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. nóvember 2019.

Neikvætt sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. nóvember 2019.

22.19 Fálkagata 18, Breyta innraskipulagi
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. október 2019 þar sem sótt er um leyfi til að breyta verslunarhúsæði á 1. hæð í 3 einstaklingsíbúðir, innra skipulagi breytt á 2. hæð sem og gluggum og útihurðum á húsi nr. 18 við Fálkagötu.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 5. október 2019 og bréf hönnuðar með yfirliti yfir breytingar. Gjald kr. 11.200

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

23.19 Veðurstofuhæð, Bústaðavegur, breyting á deiliskipulagi vegna smáhýsa
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Veðurstofuhæðar vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi: Bústaðavegur. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitast eftir að koma fyrir smáhýsum á völdum stöðum í borginni sem búsetuúrræði fyrir skjólstæðinga sína. Í breytingunni felst að koma fyrir allt að 5 smáhýsum á nýrri lóð, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Stiku dags. 30. október 2019.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

24.19 Borgartúnsreitur Vestur 1.216, Guðrúnartún, breyting á deiliskipulagi vegna smáhýsa
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits Vestur 1.216 vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi: Guðrúnartún. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitast eftir að koma fyrir smáhýsum á völdum stöðum í borginni sem búsetuúrræði fyrir skjólstæðinga sína. Í breytingunni felst að koma fyrir allt að 3 smáhýsum á nýrri lóð, samkvæmt uppdr. Trípólí arkitekta dags. 28. október 2019.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

25.19 Færsla Hringbrautar, Skógarhlíð, breyting á deiliskipulagi vegna smáhýsa
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Færslu Hringbrautar vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi: Skógarhlíð. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitast eftir að koma fyrir smáhýsum á völdum stöðum í borginni sem búsetuúrræði fyrir skjólstæðinga sína. Í breytingunni felst að koma fyrir allt að 3 smáhýsum á nýrri lóð, samkvæmt uppdr. Trípólí arkitekta dags. 30. október 2019.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

26.19 Stigahlíð 86, Einbýlishús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. september 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. september 2019 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt einbýlishús á tveimur hæðum á lóð nr. 86 við Stigahlíð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. nóvember 2019.
Erindi fylgir undirritað umboð lóðarhafa og öðrum af tveimur umsækjendum erindis, sem meðumsækjanda heimild til þess að byggja einbýlishús á lóðinni dags. 29. ágúst 2019. Stærð: A-rými: 501.4 ferm., 1.844.6 rúmm. Gjald kr. 11.200

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. nóvember 2019, samþykkt.

27.19 Tjarnargata 41, (fsp) fjölgun bílastæða
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. október 2019 var lögð fram fyrirspurn Ástu Kristínar H. Björnsdóttur dags. 24. september 2019 um fjölgun bílastæða um eitt á lóð nr. 41 við Tjarnargötu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. nóvember 2019.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 1. nóvember 2019.

28.19 Hverfisgata 100B og 102, breyting á skilmálum deiliskipulags
Lögð fram umsókn Gríms Bjarnasonar mótt. 9. nóvember 2017 ásamt bréfi Réttar lögmannsstofu f.h. Gríms Bjarnasonar dags. 9. nóvember 2017 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.174.1 vegna lóðanna nr. 100B og 102 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að heimila rekstur gististaðar í flokki II í fasteignunum. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 19. júní 2019.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.


29.19 Laugarásvegur 1, (fsp) - Breyta hárgreiðslustofu í íbúð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. október 2019 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til þess að breyta núverandi þjónusturými í íbúð eins og upprunalega var gert ráð fyrir í sambýlishúsi á lóð nr. 1 við Laugarásveg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. nóvember 2019.
Erindi fylgja afrit af upprunalegum grunnmyndum byggingar dags. í febrúar 1955, afrit af upprunalegum skipulagsuppdrætti Laugaráss og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. apríl 2015.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags.1. nóvember 2019.

30.19 Laugavegur 8, (fsp) - Bakarí
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. október 2019 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til þess að setja upp svokallað mini-bakarí, þar sem lítill eða enginn bakstur fer fram á staðnum, í verslunarrými 0103 í húsi á lóð nr. 8 við Laugaveg. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. október 2019.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31. október 2019, samþykkt.

31.19 Njálsgata 35, (fsp) - Svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. október 2019 þar sem spurt er hvort leyfi fengist fyrir svölum (stálsvölum) á vesturhlið rishæðar húss nr. 35 við Njálsgötu.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

32.19 Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi vegna lóða M og G
Lögð fram umsókn ASK Arkitekta ehf. dags. 2. október 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands, Vísindagarða. Í breytingunni felst að suðaustan við svæðið er byggingarreit útisvæðis bætt við. Útisvæðið verður afgirt með 4 metra háu grindverki og verður gert ráð fyrir færanlegum gámaeiningum á svæðinu ásamt því að kælitækjum verður fjölgað. Lóð G stækkar um 18 fm. á horni Sæmundargötu og Eggertsgötu og skilmálatafla fyrir lóð G breytist, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta ehf. dags. 26. ágúst 2019.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda


33.19 Hjarðarhagi 13, (fsp) - Bílskúr
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. október 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. október 2019 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að sameina bílskúr og fjarlægja bílskúrshurðir og setja í staðinn glugga og hurð á bílskúrinn á lóð nr. 13 við Hjarðarhaga. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. október 2019.


Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. október 2019, samþykkt.


34.19 Ránargata 8A, (fsp) fjölgun íbúða
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. október 2019 var lögð fram fyrirspurn Þuríðar Ólafíu Hjálmtýsdóttur dags. 9. október 2019 ásamt bréfi dags. 8. október 2019 varðandi fjölgun íbúða í húsinu á lóð nr. 8A við Ránargötu í 6 íbúðir, samkvæmt skissu ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. október 2019.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 28. október 2019.

35.19 Skildingatangi 2, (fsp) stækkun húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. október 2019 var lögð fram fyrirspurn Gula hússins ehf. dags. 30. september 2019 um stækkun hússins á lóð nr. 2 við Skildingatanga sem felst í að byggja u.þ.b. 20 fm. einnar hæðar viðbyggingu vestan við húsið, samkvæmt uppdr. Akkur Arkitekta ehf. dags. 27. september 2019. Við breytinguna færi nýtingarhlutfall lóðar úr 0.24 í 0.26. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. október 2019.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. október 2019.

36.19 Faxaflóahafnir sf., tillaga að breytingu á reglugerð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. ágúst 2019 var lagt fram bréf Faxaflóahafna sf. dags. 30. júlí 2019 þar sem óskað er eftir umsögn á tillögu að breytingu á reglugerð Faxaflóahafna sf. sem m.a. tekur til orðalags reglugerðarinnar og hafnarmarka á sjó og landi. Erindinu var vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn deildarstjóra aðalskipulags dags. 31. október 2019.

Umsögn deildarstjóra aðalskipulags, dags. 31. október 2019, samþykkt.

37.19 Ölfus, skipulagslýsing fyrir skíðasvæði í Bláfjöllum
Lagt fram erindi skipulags- og byggingarfulltrúa Ölfuss dags. 29. október 2019 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkur á tillögu dags. 9. september 2019 að skipulags- og matslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulag. Lýsingin er vegna stækkunar á skíðasvæði Bláfjalla til austurs þar sem brekkur, göngubraut og ný diskalyfta verður í landi Ölfuss.
Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags.

38.19 Ölfus, breyting á aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. október 2019 var lagt fram erindi skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins Ölfus dags. 2. október 2019 þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að breyting á aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 dags. 4. júní 2019. Í breytingunni felst að breyta notkun á F11 úr frístundabyggð í landbúðarland og einnig svæði fyrir þjónustustofnanir á um 2 ha landi. Aðkoma að landinu er frá Hvammsvegi (374) í samræmi við samþykkt Vegagerðarinnar um aðkomu að svæðinu. Erindinu var vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn deildarstjóra aðalskipulags dags. 31. október 2019.


Umsögn deildarstjóra aðalskipulags, dags. 31. október 2019, samþykkt.