Grundarstígur 9,
Kringlan 4-12,
Melgerði 17,
Skipholt 31,
Sturlugata 8,
Fiskislóð 27,
Laugavegur 76,
Lautarvegur 38, 40, 42 og 44,
Reynimelur 44,
Smáragata 10,
Suðurlandsbraut 16,
Freyjubrunnur 7-9,
Hamrahlíð 17,
Jórufell 2-12,
Kvistaland 26,
Kvosin, Landsímareitur,
Lautarvegur 8,
Lækjargata 12,
Mjölnisholt 6,
Stórhöfði 15,
Tindasel 1,
Seljavegur 7,
Bergstaðastræti 10C,
Njálsgata 56,
Döllugata 10,
Hrafnhólar,
Skyggnisbraut 1,
Nönnugata 16,
Hafnarfjörður, aðalskipulag,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
736. fundur 2019
Ár 2019, föstudaginn 12. júlí kl. 09:15, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 736. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags-og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Helena Stefánsdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Sólveig Sigurðardóttir, Lilja Grétarsdóttir og Ingvar Jón Bates Gíslason.
Ritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
1.19 Grundarstígur 9, (fsp) gististað í flokki II
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa dags. 5. júlí 2019 var lögð fram fyrirspurn Pálsson Apartments dags 1. júlí 2019 varðandi leyfi fyrir gististað í flokki II á lóðinni nr. 9 við Grundarstíg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2019.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2019.
2.19 Kringlan 4-12, Viðbygging 2.hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. júlí 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr stálgrind, einangraða og klædda að utan við norðurhlið 2. hæðar Kringlunnar á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Stækkun mhl. 01: 178,3 ferm., 789,8 rúmm. Gjald kr. 11.200
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.
3.19 Melgerði 17, Breyta efri hæð og byggja sólstofu
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. maí 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja sólstofu við austurhlið og til að rífa kvisti og byggja nýja, koma fyrir þakgluggum, gera yfirbyggðar svalir á vesturhlið og breyta innra skipulagi efri hæðar ásamt því að gerð er grein fyrir áður gerðum bílskúr á lóð einbýlishúss á lóð nr. 17 við Melgerði, samkvæmt uppdr. Arkiteo ehf. dags. 23. apríl 2019. Erindi var grenndarkynnt frá 12. júní 2019 til og með 10. júlí 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigurður Guðjónsson og Edda Thors dags. 8. júlí 2019.
Stækkun: 67 ferm., 184,5 rúmm. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
4.19 Skipholt 31, Byggja æfingasal
Að lokinni grenndarkynningu er nú lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. maí 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja æfingasal fyrir Listaháskóla Íslands ofan á mhl. 02 í húsi á lóð nr. 31 við Skipholt. Einnig eru lagðir fram uppdrættir dags. 30. apríl 2019 síðast uppfærðir 16. maí 2019. Erindi var grenndarkynnt frá 4. júní 2019 til og með 4. júlí 2019. Engar athugasemdir bárust.
Erindi fylgir mæliblað nr. 1.251.0. Stækkun: 224,9 ferm, 976,9 rúmm. B-rými: 10,4 ferm. Gjald kr. 11.200
Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
5.19 Sturlugata 8, Stækkun á útisvæði - grindverk
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. júlí 2019 þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka útisvæði og girða af með 4 m hárri girðingu, koma þar fyrir sjö færanlegum gáma(hús)einingum með uppsettum tölvubúnaði og fjölga kælitækjum á lóð nr. 8 við Sturlugötu.
Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
6.19 Fiskislóð 27, (fsp) - Breyta notkun byggingar úr skrifstofuhúsnæði yfir í vinnustofur listamanna
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. júní 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. júní 2019, þar sem spurt er hvort leyfi fengist fyrir því að breyta notkun þannig að skrifstofuhúsnæði verði að vinnustofum listamanna í húsi á lóð nr. 27 við Fiskislóð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags 12. júlí 2019.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2019.
7.19 Laugavegur 76, Minnih. breytingar innanhúss- verslun í veitingarekstur.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. júní 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 25. júní 2019 þar sem sótt er um leyfi til að breyta verslun í veitingastað í flokki I, tegund D veitingaverslun, í húsi nr. 76 við Laugaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags 12. júlí 2019.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags.12. júlí 2019 samþykkt.
8.19 Lautarvegur 38, 40, 42 og 44, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Vektor, hönnun og ráðgjöf ehf. dags 9. júlí 2019 ásamt bréfi dags. 9. júlí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi neðan Sléttuvegar, reitur 1.179, vegna lóðanna nr. 38, 40, 42 og 44. Í breytingunni felst að heimilt er að gera þakgarð/verönd ofan á bílskúrsþaki.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.
9.19 Reynimelur 44, Breyta bílskúr í stúdíóíbúð 0101 mh.02
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. júlí 2019 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta eignarhluta 0101 í matshluta 02 og er í eigu íbúðar 0201 í stúdíóíbúð og loka bílskúrshurð með gluggum og timburklæðningu á bílskúr á lóð nr. 44 við Reynimel.
Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
10.19 Smáragata 10, (fsp) niðurgrafið garðhús setja stiga í kjallara
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. júní 2019 var lögð fram fyrirspurn Plúsarkitekta ehf. dags. 11. júní 2019 um að setja niðurgrafið garðhús við húsið á lóð nr. 10 við Smáragötu og setja stiga úr garði í kjallara, samkvæmt tillögu dags. í maí 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2019.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2019 samþykkt.
11.19 Suðurlandsbraut 16, Ármúli 13A - breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn T.ark Arkitekta ehf. dags. 20. mars 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ármúla, Vegmúla og Hallarmúla vegna lóðarinnar nr. 16 við Suðurlandsbraut. Í breytingunni felst að koma fyrir flóttastiga úr húsinu á austurgafli og mun byggingarreiturinn stækka sem honum nemur, færa þarf núverandi bílastæði vegna stækkunar byggingarreits og gerð er kvöð um gönguleið meðfram flóttastiga, samkvæmt uppdr. T. ark Arkitekta ehf. dags. 22. maí 2019. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa mótt. 20. mars 2019. Erindi var grenndarkynnt frá 12. júní 2019 til og með 10. júlí 2019. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar
12.19 Freyjubrunnur 7-9, Breyting - kjallara
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. júlí 2019 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta kjallara í parhúsi á lóð nr. 7-9 við Freyjubrunn.
Stækkun: XX ferm., XX rúmm. Gjald kr. 11.000
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
13.19 Hamrahlíð 17, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. júlí 2019 var lögð fram umsókn ASK Arkitekta ehf. dags 1. júlí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Stakkahlíð á lóðinni nr 17 við Hamrahlíð. Breytingin felst í því að byggja inndregna hæð ofan á húsið. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs þegar skuggavarpsuppdrættir liggja fyrir.
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1231/2018.
14.19 Jórufell 2-12, (fsp) staðsetja sorpskýli á lóð o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Þorkels Magnússonar dags. 9. júlí 2019 ásamt bréfi dags.9. júlí 2019 varðandi sorpskýli á lóð nr. 2-12 við Jórufell, fjölda bílastæða fyrir hreyfihamlaða og breyttan fjölda bílastæða, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 9. júlí 2019.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
15.19 >Kvistaland 26, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. júní 2019 var að lokinni auglýsingu lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 11. mars 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis, reitur 1.863.2, vegna lóðarinnar nr. 26 við Kvistaland. Í breytingunni felst að byggingarreit er breytt og hann stækkaður, byggingarmagn er aukið, lóðinni er skipt upp og afmörkuð er sér lóð fyrir spennistöð og almennur göngustígur sem liggur gegnum lóðina að norðanverðu flyst til norðurs vegna viðbyggingar norðan við núverandi hús, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. apríl 2019. Tillagan var auglýst frá 13. maí 2019 til og með 24. júní 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Þorsteinn Marínósson dags. 12. júní 2019. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
16.19 Kvosin, Landsímareitur, (fsp) varðandi aukna nýtingu í kjallararými og breytta notkun á 3. og 4. hæð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. júní 2019 var lögð fram fyrirspurn THG arkitekta ehf. dags 25. júní 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Landsímalóð. Breytingin felst í aukinni nýtingu í kjallararými og breyttri notkun á 3. og 4. hæð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags 12. júlí 2019.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2019 samþykkt.
17.19 Lautarvegur 8, (fsp) hækkun nýtingahlutfalls hússins v. breytinga á efstu hæð. Breyta svalarlokun - B rými í A rými
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa dags. 5. júlí 2019 var lögð fram fyrirspurn Ómars Steinars Rafnssonar dags 14. júní 2019 ásamt uppdrætti dags 9. september 2018 varðandi hækkun nýtingahlutfalls hússins v. breytinga á efstu hæð og breytingu á svalalokun. B rými í a rými. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2019.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2019. Samræmist deiliskipulagi.
18.19 Lækjargata 12, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. júlí 2019 var lögð fram umsókn Björns Skaftasonar dags. 13. júní 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Lækjargötu 10 og 12, Vonarstræti 4 og 4B og Skólabrú 2 vegna lóðarinnar nr. 12. við Lækjargötu. Breytingin á einungis við um húshluta að inngarði vegna Lækjargötu 12. Í breytingunni felst að heimilt er að byggja einnar hæðar viðbyggingu er tengist við aðalhæð hússins, stækka veitingaaðstöðu á 1. hæð og nýta þak viðbyggingar sem svalir fyrir einstaka herbergi á 2. hæð, samkvæmt uppdr. Atelier Arkitekta slf. dags. 11. júní 2019, síðast breytt 8. júlí 2019. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Templarasundi 5.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.
19.19 Mjölnisholt 6, Breyting inni og á þaki
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. júlí 2019 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053561 þannig að eldhúsi og svefnherbergi er víxlað á 2. og 3. hæð og yfirborðsefni þaks verður ásoðinn þakdúkur í stað járns á fjölbýlishúsi á lóð nr. 6 við Mjölnisholt.
Stækkun x,xx , x,xx Gjald kr. 11.000
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
20.19 Stórhöfði 15, (fsp) varðandi íbúð fyrir húsvörð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa dags. 5. júlí 2019 var lögð fram fyrirspurn S30 ehf. dags 18. júní 2019 varðandi íbúð fyrir húsvörð í atvinnuhúsnæði á lóð nr 15. við Stórhöfða. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2019.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2019.
21.19 Tindasel 1, (fsp) breyting á húsnæði, fjölgun íbúða o.fl.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. júlí 2019 var lögð fram fyrirspurn Félagsbústaða hf. dags. 21. maí 2019 um að breyta herbergjasambýlum á lóð nr. 1 við Tindasel í sérbýli og koma fyrir þremur íbúðum í húsinu og reisa annað hús á lóðinni fyri tvær íbúðir til viðbótar, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta ehf. dags. 22. maí 2019. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2019.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2019 samþykkt.
22.19 Seljavegur 7, Svalir
Lagt er fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 25. júní 2019 þar sem sótt er um leyfi til þess að gera léttar stálsvalir á aðra hæð húss á lóð nr. 7 við Seljaveg.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 4. júní 2019. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
23.19 Bergstaðastræti 10C, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Magnúsar Jenssonar dags. 10. maí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.180.2 vegna lóðarinnar nr. 10C við Bergstaðastræti. Í breytingunni felst leiðrétting og breyting á lóðarmörkum og gerð byggingarreits fyrir tengibyggingu milli íbúðarhúss og skúrs á baklóðinni, samkvæmt uppdrætti Magnúsar Jenssonar dags. 19. nóvember 2015. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 4. júlí 2019.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.
24.19 ">Njálsgata 56, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er nú lögð fram að nýju umsókn Kjartans Hafsteins Rafnssonar dags. 6. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureits, reitur 1.190.3, vegna lóðarinnar nr. 56 við Njálsgötu. Í breytingunni felst að heimilt er að hækka og stækka núverandi byggingu og setja kvisti á þak, breyta byggingarreit til suðurs og byggja þar nýja viðbyggingu sem yrði kjallari og ein hæð með svölum á þaki byggingarinnar, rífa núverandi bílgeymslu og byggja nýja bílgeymslu og færist sú bygging u.þ.b. 5,8 metra inn á lóðina svo útbúa megi bílastæði á lóð, samkvæmt uppdr. K.J. hönnunar ehf. dags. 19. september 2018. Einnig eru lagðir fram skuggavarpsuppdr. ódags. Erindið var grenndarkynnt frá 4. júní 2019 til og með 4. júlí 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðrún Ólafsdóttir dags. 3. júlí 2019 og Kristinn Júlíusson dags. 3. júlí 2019.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
25.19 Döllugata 10, Nýbygging einbýli á 2 hæðum
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. júní 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. júní 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús á tveimur hæðum með auka íbúð og innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 10 við Döllugötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2019.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 12. apríl 2019 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. apríl 2019. Stærð: A-rými: 340,4 ferm., 1.147,2 rúmm. B-rými: 87,7 ferm., 215,7 rúmm. Samtals: 428,1 ferm., 1.362,9 rúmm. Gjald kr. 11.200 + 11.200
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2019.
26.19 Hrafnhólar, Gróðurhús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. júlí 2019 þar sem sótt er um leyfi til þess að reisa tvö gróðurhús, hvort um sig um 2500 ferm að stærð ætluð til skógræktar og er staðsetning þeirra byggð á jarðvegskönnun og veðurmælingum á jörðinni Hrafnhólar á Kjalarnesi, samkvæmt uppdráttum VA arkitekta ehf. dags. 25. júní 2019. Einnig er lagt fram bréf Salvara Jónsdóttur f.h. eigenda Hrafnhóla dags. 11. júlí 2019 ásamt uppdrætti/afstöðumynd VA arkitekta ehf. dags. 25. júní 2019 br. 11. júlí 2019.
Erindi fylgir minnisblað Veðurvaktarinnar dags. 24. júni 2019. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
27.19 Skyggnisbraut 1, Fjölbýlishús á 3-5 hæðum og fl.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. maí 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. apríl 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús, einangrað og klætt að utan með mismunandi klæðningum, Gæfutjörn 2, fjórar hæðir með 13 íbúðum og Skyggnisbraut 1, fjórar hæðir með 16 íbúðum, Skyggnisbraut 3, fimm hæðir með 15 íbúðum og helming bílakjallara með 28 stæðum sem verður 1. áfangi á lóð nr. 1 við Skyggnisbraut. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2019.
Erindi fylgir greinargerð aðalhönnuðar dags. 24. apríl 2019, útreikningur á heildarvarmatapsramma dags. 10. apríl 2019 og hljóðvistarskýrsla frá Hljóðtæknilausnir dags. 23. apríl 2019. Mhl. 01, bílgeymsla: 917,3 ferm., 2.398,8 rúmm. Mhl. 02, A-rými: 1.386,5 ferm., 4.143,4 rúmm.
B-rými: 59 ferm. Mhl. 03, A-rými: 3.002,7 ferm., 8.893,7 rúmm.
B-rými: 154,6 ferm. Samtals: 5.306,5 ferm., 15.435,9 rúmm. Gjald kr. 11.200
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2019 samþykkt.
28.19 Nönnugata 16, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Pálsson Apartments ehf. dags 4. júlí 2019 varðandi breytingu á notkun Nönnugötu 16 fastanr. F2347443 úr vinnustofu í íbúð, gististað í flokki II. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. júlí 2019.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. júlí 2019.
29.19 Hafnarfjörður, aðalskipulag, breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025
Lagt fram bréf Hafnarfjarðarbæjar dags. 28. júní 2019 þar sem óskað er eftir umsögn á skipulagslýsingu vegna breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 - Þjóðlenda, breytt mörk sveitarfélagsins og einnig fyrir nýtt deiliskipulag við Leiðarenda.
Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags.