Baldursgata 3,
Fossvogshverfi - Stjörnugróf 7-11,
Kambsvegur 24,
Kambsvegur 29,
Köllunarklettsvegur 3 og 5,
Austurv Thorvaldsenss,
Brautarholt 6,
Fossaleynir 19-23,
Salthamrar 1,
Tjarnarsel 2,
Gufunes, áfangi 1 - Jöfursbás 11,
Höfðabakki 3,
Vegbrekkur 43,
Bragagata 35,
Friggjarbrunnur 23A,
Hólmaslóð 6,
Hvassaleiti 54,
Langholtsvegur 92,
Urðarbrunnur 32,
Urðarbrunnur 76-78,
Flókagata 7,
Freyjugata 42,
Laugavegur 55,
Snorrabraut 60,
Sunnuvegur 21,
Vallarhús 30-40,
Borgartún 8-16A (Bríetartún 11),
Bólstaðarhlíð 5,
Frostaskjól 61,
Laugavegur 107,
Laugavegur 35,
Öldugata 7,
Bauganes 3A,
Hringbraut 24,
Hringbraut 116,
Nauthólsvegur 85,
Vesturgata 6-10A,
Laugavegur 73,
Klettagarðar 8-10,
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Korpulína,
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sjómannaskólareitur og Veðurstofuh.,
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðsvæði M2c-M2g. Múlar-Suðurlandsb,
Hringbraut Landsp.,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
731. fundur 2019
Ár 2019, föstudaginn 7. júní kl. 10:00, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 731. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Helena Stefánsdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Lilja Grétarsdóttir, Björn Ingi Edvardsson, Birkir Ingibjartsson, Margrét Þormar og Jón Kjartan Ágústsson.
Ritari var Björgvin Rafn Sigurðarson
Þetta gerðist:
1.19 Baldursgata 3, Hækkun húss
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. júní 2019 þar sem sótt er um leyfi til að hækka mhl. 01 og mhl. 02 um eina hæð og stækka íbúðir sem fyrir eru á lóð nr. 3 við Baldursgötu.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar dags. 11. febrúar 2019, samþykki meðlóðarhafa og lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. janúar 2019.
Stækkun mhl. 01: 54,7 ferm., 130,2 rúmm. Stækkun mhl. 02: 39,4 ferm., 90,5 rúmm. Samtals stækkun: 94,1 ferm., 220,7 rúmm. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
2.19 Fossvogshverfi - Stjörnugróf 7-11, Bréf styrktarfélagsins Ás
Á fundi skipulags- og samgönguráðs 15. maí 2019 var lagt fram bréf Styrktarfélagsins Ás dags. 26. apríl 2019 varðandi akleiðir og öryggi fólks á byggingartíma og til frambúðar. Erindinu var vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
3.19 Kambsvegur 24, Viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. júní 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu sem hýsa á vinnustofu og garðskála við vesturgafl bílskúrs á lóð nr. 24 við Kambsveg.
Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
4.19 Kambsvegur 29, (fsp) skipting lóðar
Lögð fram fyrirspurn Hönnu Jónsdóttur dags. 3. júní 2019 varðandi skiptingu lóðarinnar nr. 29 við Kambsveg.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
5.19 Köllunarklettsvegur 3 og 5, (fsp) uppbygging
Lögð fram fyrirspurn Plúsarkitekta ehf. dags. 24. maí 2019 varðandi uppbyggingu íbúðarhúsnæðis til skammtímanota á lóð nr. 3 og 5 við Köllunarklettsveg, samkvæmt tillögu Plúsarkitekta ehf. dags. í apríl 2019.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
6.19 Austurv Thorvaldsenss, Breyting á áður samþykktu erindi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. maí 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. maí 2019 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053964 þannig að inngangar eru færðir, gluggum og hurðum jarðhæðar að Fógetagarði og Kirkjustræti er breytt, burðarvirki og innra skipulagi í kjallara og á 1. hæð er breytt, innréttað "spa" í kjallara, kjallari undir Thorvaldsenstræti 2 er steyptur upp og klæddur steinskífum, gerð ný flóttaleið frá 7. hæð inn í stigahús á 4. hæð og gluggum að Vallarstræti er breytt í hóteli á lóð nr. 2 við Thorvaldssensstræti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2019.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 23. apríl 2019.
Gjald kr. 11.200
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2019.
7.19 Brautarholt 6, 3. hæð - íbúðir
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. mars 2019 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta 6 íbúðir og byggja svalir á norður- og suðurhlið verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 6 við Brautarholt. Tillagan var grenndarkynnt frá 15. apríl 2019 til og með 13. maí 2019. Einnig er lagður fram tölvupóstur Kjartans Ottóssonar, formanns húsfélags Stúfholts 1, dags. 13. maí 2019 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti. Tillagan var grenndarkynnt frá 15. apríl 2019 til og með 30. maí 2019. Engar athugasemdir bárust.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. janúar 2019 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. janúar 2019 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. febrúar 2019 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. febrúar 2019. Gjald kr. 11.000
Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
8.19 Fossaleynir 19-23, (fsp) fara út fyrir byggingarreit
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. maí 2019 var lögð fram fyrirspurn Gunnlaugs Johnsonar dags. 22. maí 2019 um að fara lítillega út fyrir byggingarreit í norðausturhorni lóðarinnar nr. 19-23 við Fossaleynir, samkvæmt uppdr. Gunnlaugs Johnsonar dags. 23. maí 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
9.19 Salthamrar 1, (fsp) stækkun húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. maí 2019 var lögð fram fyrirspurn Kollgátu ehf. dags. 24. maí 2019 ásamt bréfi dags. 24. maí 2019 um stækkun hússins á lóð nr. 1 við Salthamra um 4,7 m. (23. fm.) til suðvesturs, samkvæmt uppdr. Kollgátu ehf. dags. 23. maí 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2019.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2019 samþykkt.
10.19 Tjarnarsel 2, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. maí 2019 var lögð fram fyrirspurn Magnúsar Jenssonar dags. 10. maí 2019 um breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis vegna lóðarinnar nr. 2 við Tjarnarsel sem felst í að heimilt verði að fjölga íbúðum um eina og stækka byggingarreit þannig að svalir rúmist innan reitsins. Einnig eru lagðir fram uppdrættir Magnúsar Jenssonar dags. 7. maí 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2019.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2019 samþykkt.
11.19 Gufunes, áfangi 1 - Jöfursbás 11, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Yrki arkitekta ehf. dags. 4. júní 2019 um breytingu á deiliskipulagi Gufuness áfanga 1 vegna lóðarinnar nr. 11 við Jöfursbás sem felst m.a. í stækkun lóðar til suðurs, fjölgun íbúða úr 102 í ca 125, gera minni íbúðir en tilgreint er í gildandi skilmálum, byggðin verði 2-4 hæðir í stað 3-7 hæðir, lækkun á nýtingarhlutfalli úr 1.62 í 1.4 o.fl. samkvæmt tillögu Yrki arkitekta ehf. ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
12.19 Höfðabakki 3, staðsetning ökutækjaleigu
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. maí 2019 var lagt fram bréf Samgöngustofu dags. 21. maí 2019 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Árna Jóns Árnasonar f.h. Ratio ehf. um að reka ökutækjaleigu að Höfðabakka 3. Sótt er um leyfi fyrir 119 ökutækjum í útleigu, eingöngu eru bifreiðar leigðar út í langtímaleigu, 24-60 mánaða og því ekki geymdar á starfsstöð nema að jafnaði um 5 ökutæki. Óskað er eftir endurskoðun á neikvæðri umsögn skipulagsfulltrúa þar sem ökutækjaleigan er með afnotarétt af lóð að Krókhálsi 7. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2019.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2019.
13.19 Vegbrekkur 43, framkvæmdaleyfi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. maí 2019 var lögð fram umsókn Veitna ohf. dags. 16. maí 2019 um framkvæmdaleyfi vegna lagningu háspennustrengja frá A12 að Hólmsá. Einnig er lagt fram teikningasett Veitna ohf. dags. 13. maí 2019 og verklýsing Veitna ohf. dags. 24. maí 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2019.
Vísað til skrifstofu sviðstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að framkvæmdaleyfi verður ekki gefið út fyrr en greitt hefur verið fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis í samræmi við gr. 5.2 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg 1231/2018.
14.19 Bragagata 35, (fsp) niðurrif og uppbygging
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. maí 2019 var lögð fram fyrirspurn Kristjönu Margr. Sigurðardóttur dags. 20. maí 2019 ásamt bréfi dags. 15. maí 2019 um að rífa niður húsið á lóð nr. 35 við Bragagötu og byggja nýtt 3. hæða hús, samkvæmt uppdr. T.ark Arkitekta ehf. dags. 11. apríl 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2019.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2019.
15.19 Friggjarbrunnur 23A, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. maí 2019 var lögð fram fyrirspurn Freys Gústavsson dags. 21. maí 2019 ásamt beiðni íbúa og lóðarhafa við Friggjarbrunn 23-41 dags. 25. mars 2019 um breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 23A við Friggjarbrunn. Í breytingunni felst að lóð verði skipt upp í annars vegar lóð sem tilheyrir Friggjarbrunni 23 og hins vegar borgarlandi. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2019.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2019 samþykkt.
16.19 Hólmaslóð 6, (fsp) þaksvalir
Lögð fram fyrirspurn ASK Arkitekta ehf. dags. 4. júní 2019 ásamt bréfi dags. 4. júní 2019 um að nýta þakrými á húsinu á lóð nr. 6 við Hólmaslóð sem þaksvalir.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
17.19 Hvassaleiti 54, (fsp) stækkun lóðar
Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Vilhjálmssonar dags. 28. maí 2019 ásamt greinargerð dags. 28. maí 2019 um stækkun lóðarinnar nr. 54 við Hvassaleiti, samkvæmt skissu ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
18.19 Langholtsvegur 92, Kvistur - svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. júní 2019 þar sem sótt er um leyfi til þess að gera kvist og svalir sem flóttaleið frá þakrými sem áður var geymsla, en breyta á í íbúðarrými og baðherbergi í húsi nr. 92 við Langholtsveg.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 27. maí 2019. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
19.19 Urðarbrunnur 32, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Magnúsar Jenssonar dags. 20. maí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 32 við Urðarbrunn. Í breytingunni felst að innkeyrsla sunnanmegin á lóð færist norðanmegin, samkvæmt uppdr. Magnúsar Jenssonar dags. 20. maí 2019.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.
20.19 Urðarbrunnur 76-78, Parhús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. júní 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða parhús með innbyggðum bílgeymslum úr krossnegldum timbureiningum, MHM, einangrað að utan og klætt lerki á lóð nr. 76-78 við Urðarbrunn.
Erindi fylgir útreikningur á orkuramma dags. 27. maí 2019, evrópskt tæknisamþykki ETA-13/0799, vottorð v/gæðaeftirlits ISO 9001:2015, vottorð v/umhverfisstjórnunar ISO 14001:2015 og bréf hönnuðar ódagsett. Stærð, mhl. 01, A-rými: 178 ferm., 571,2 rúmm. B-rými: 9,8 ferm. Mhl. 02, A-rými: 177,8 ferm., 570,6 rúmm.
B-rými: 9,8 ferm. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
21.19 Flókagata 7, (fsp) bílskúr
Lögð fram fyrirspurn Ágústu Guðmundu Guðrúnardóttur dags. 31. maí 2019 um byggingu bílskúrs á lóð nr. 7 við Flókagötu.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
22.19 ">Freyjugata 42, Svalir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. maí 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. maí 2019 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja stálsvalir á suðurhlið 1. hæðar húss nr. 42 við Freyjugötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2019.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda og sumra nágranna að Mímisvegi 8, Sjafnargötu 11, Freyjugötu 40, 44 og 46 auk umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 29. ágúst 2017. Gjald kr. 11.200
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2019.
23.19 Laugavegur 55, (fsp) setja svalir og svalahurð á 4. hæð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. maí 2019 var lögð fram fyrirspurn L55 ehf. dags. 16. maí 2019 ásamt bréfi THG Arkitekta ehf. dags. 15. maí 2019 um að setja svalir og svalahurð út frá herbergi á 4. hæð hússins á lóð nr. 55 við Laugaveg. Einnig eru lagðir fram uppdrættir uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 4. apríl 2018 br. annars vegar 30. október 2018 og hins vegar 28. nóvember 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
24.19 Snorrabraut 60, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 3. júní 2019 þar sem stofnunin getur ekki tekið afstöðu til deiliskipulagsbreytingarinnar þar sem athugasemdum er varða endurskoðun á deiliskipulagi svæðisins og möguleg uppbyggingaráform á lóðunum nr. 54 og 60 við Snorrabraut er ekki svarað með fullnægjandi hætti.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
25.19 Sunnuvegur 21, Breytingar - síkka glugga, dýpka svalir, nýjar hurðar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. júní 2019 þar sem sótt er um leyfi til að síkka glugga og bæta við og breikka hurðir á suður- og austurhlið beggja hæða ásamt því að breikka svalir einbýlishúss á lóð nr. 21 við Sunnuveg.
Erindi fylgir burðarvirkisteikning af breytingu svala dags. 15. maí 2019.
Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
26.19 Vallarhús 30-40, (fsp) fjölgun bílastæða
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. maí 2019 var lögð fram fyrirspurn Hönnu Sóleyjar Helgadóttur mótt. 16. maí 2019 um fjölgun bílastæða á lóð nr. 30-40 við Vallarhús um eitt og breikka hvert bílastæði sem fyrir eru á lóðinni um 20 cm. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2019.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2019.
27.19 Borgartún 8-16A (Bríetartún 11), (fsp) rekstur gististaðar
Lagður fram tölvupóstur Davíðs Vilmundarsonar f.h. Norðfjörð ehf. dags. 24. maí 2019 um rekstur gististaðar í flokki II að Bríetartúni 11 á lóð nr. 8-16A við Borgartún.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
28.19 46">Bólstaðarhlíð 5, (fsp) breyta glugga á jarðhæð í svalahurð
Lögð fram fyrirspurn Davíðs Kristófers Young dags. 24. maí 2019 ásamt bréfi dags. 21. maí 2019 um að breyta glugga á suðurhlið jarðhæðar hússins á lóð nr. 5 við Bólstaðarhlíð sem felst í að síkka hann að hluta til að koma fyrir tvöfaldri svalahurð, samkvæmt uppdr. Stoð ehf.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
29.19 Frostaskjól 61, (fsp) stækkun lóðar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. apríl 2019 var lögð fram fyrirspurn Björns Patrick Swift dags. 13. apríl 2019 ásamt greinargerð dags. 13. apríl 2019 um stækkun lóðarinnar nr. 61 við Frostaskjól um tvo metra til suðurs. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. júní 2019.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. júní 2019 samþykkt.
30.19 Laugavegur 107, Skilti - Leiðarkerfi Strætó
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. maí 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. maí 2019 þar sem sótt er um leyfi til að setja upp upplýsingaskilti stærð 2,29m á hæð og 0,83m á breidd og er fyrir leiðakerfi strætó við Hlemm og verður staðsetning norðan megin við húsið á lóð nr. 107 við Laugaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2019.
Erindi fylgja tæknilegar upplýsingar frá framleiðanda. Jafnframt er erindi BN054931 dregið til baka. Gjald kr. 11.200
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2019.
31.19 Laugavegur 35, Skyndibitastaður
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. maí 2019 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í fl. I tegund D í rými ? í húsi á lóð nr. 35 við Laugarveg. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. maí 2019 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2019.
Gjald kr. 11.200
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2019 samþykkt.
Jafnframt er umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. maí 2019 afturkölluð.
32.19 Öldugata 7, (fsp) breyting á notkun kjallara
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. maí 2019 var lögð fram fyrirspurn Sigurlaugar Maríu Hreinsdóttur og Kára Jóhanns Hreinssonar mótt. 16. maí 2019 ásamt bréfi dags. 14. maí 2019 um breytingu á notkun kjallara hússins á lóð nr. 7 við Öldugötu úr vinnustofu í íbúð. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2019.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2019 samþykkt.
33.19 Bauganes 3A, (fsp) setja kvist og svalir á húsið og breyta fyrirhuguðum bílskúr í vinnustofu
Lögð fram fyrirspurn Guðrúnar R. Viðarsdóttur dags. 5. júní 2019 um að setja kvist á húsið á lóð nr. 3A við Bauganes, setja svalir ofan á geymslu með útgengi frá rishæð og tröppum niður í garð og að breyta fyrirhuguðum bílskúr í vinnustofu með salerni.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
34.19 Hringbraut 24, (fsp) hækkun á þaki og setja kvisti
Lögð fram fyrirspurn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar dags. 27. maí 2019 um hækkun á þaki hússins á lóð nr. 24 við Hringbraut og setja tvo til þrjá kvisti á þakið.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
35.19 Hringbraut 116, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Plúsarkitekta ehf. dags. 28. maí 2019 um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 116 við Hringbraut sem felst í að breyta leyfilegum hámarksfjölda íbúða úr 70 íbúðir í 84 íbúðir, inn- og útkeyrsla verði frá Hringbraut, heimilt verði að svalir nái út fyrir byggingarreit/lóðamörk að Hringbraut, göngukvaðir í gegnum lóðina hnikast til og heimilt verði að setja lága hljóðveggi innan lóðar við Sólvallagötu, samkvæmt tillögu Plúsarkitekta ehf. dags. 27. maí 2019.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
36.19 Nauthólsvegur 85, umsókn um framkvæmdaleyfi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. maí 2019 var lögð fram umsókn Háskólans Í Reykjavík dags. 21. maí 2019 ásamt greinargerð ódags. um framkvæmdaleyfi sem felst í að mengaður jarðvegur á lóð nr. 85 við Nauthólsveg er fjarlægður. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júní 2019.
Vísað til skrifstofu sviðstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að framkvæmdaleyfi verður ekki gefið út fyrr en greitt hefur verið fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis í samræmi við gr. 5.2 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg 1231/2018.
37.19 Vesturgata 6-10A, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 27. maí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Naustareits vegna lóðarinnar nr. 6-10A við Vesturgötu. Í breytingunni felst að heimilt er að koma fyrir svölum á austurenda vesturgötu 6-8 og endurbyggja svalir með tröppum á Vesturgötu 10 sem teknar voru niður 2006 vegna framkvæmda. Heimilt er að gera ráð fyrir tveimur bílastæðum við austurenda Vesturgötu 6 og einu bílastæði við norðurenda Vesturgötu 10A, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 9. maí 2019. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 4. desember 2017.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.
38.19 Laugavegur 73, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn PKdM Arkitekta ehf. dags. 7. mars 2019 ásamt bréfi dags. 5. mars 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Landsbankareits, Reitur 1.174.0, vegna lóðarinnar nr. 73 við Laugaveg. Í breytingunni felst fjölgun íbúða úr 9 í 10, inngangur að efri hæðum er færður á Laugaveg, inndráttur á 5. hæð sem snýr að Laugavegi vefur verði málsettur á uppdrætti og heimilt er að búnaður á þaki s.s. lyftuhús og tæknibúnaður fari upp fyrir tilgreindan hámarkskóta, samkvæmt uppdr. PKdM Arkitekta ehf. dags. 5. mars 2019. Tillagan var grenndarkynnt frá 23. apríl 2019 til og með 21. maí 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðrún Inga Bragadóttir dags. 20. maí 2019. Að loknum athugasemdarfresti bárust athugasemdir frá Stefáni Barða dags. 22. maí 2019 og Þórdísi Jóhannesdóttur, Sigurrós Svavarsdóttur og Guðfinnu Steinunni Svavarsdóttur dags. 22. maí 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. maí 2019 og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
39.19 Klettagarðar 8-10, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Sveinbjörns Jónssonar dags. 29. janúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 8-10 við Klettagarða. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit fyrir áfanga 2 um 3 metra til norðausturs í átt að lóðarmörkum við Skarfagarða annarsvegar og fá nýjan 60 fm. byggingarreit við norðausturhorn núverandi húsnæðis, samkvæmt uppdr. Möndull verkfræðistofu ehf. dags. 14. febrúar 2019. Tillagan var grenndarkynnt frá 2. maí 2019 til og með 30. maí 2019. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar
40.19 Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Korpulína, breyting á aðalskipulagi
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags. í apríl 2019 vegna breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Breytingin nær annarsvegar til legu Korpulínu 1 milli tengivirkisins við Geitháls að tengivirki Korpu við Vesturlandsveg og hinsvegar til lítilsháttar breytingar á legu Rauðavatnslínu 1, frá Geithálsi að aðveitustöð við Suðurlandsveg. Kynning stóð til og með 29. maí 2019. Eftirtaldar stofnanir sendu umsagnir: Garðabær dags. 13. maí 2019, Skipulagsstofnun dags. 22. maí 2019, Umhverfisstofnun dags. 31. maí 2019, Mosfellsbæjar dags. 27. maí 2019, Landsnet dags. 28. maí 2019, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 29. maí 2019 og Minjastofnunar Íslands dags. 6. júní 2019.
Vísað til meðferðar deildarstjóra Aðalskipulags Reykjavíkur.
41.19 Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sjómannaskólareitur og Veðurstofuh., breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur, breytt landnotkun og fjölgun íbúða
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. í apríl 2019 fyrir Sjómannaskólareit og Veðurstofuhæð. Í breytingunni felst breytt landnotkun og fjölgun íbúða. Tillagan var kynnt til og með 28. maí 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Íbúafélagið Vinir Saltfiskmóans dags. 27. maí 2019, Lóa Margrét Hauksdóttir dags. 28. maí 2019, Vinir Vatnshólsins, íbúar í Vatnsholti 2, 4 og 6 dags. 28. maí 2019, Eftirtaldar stofnanir sendu umsagnir: Mosfellsbær dags. 13. maí 2019, Garðabær dags. 13. maí 2019 og Veðurstofa Íslands dags. 24. maí 2019.
Vísað til meðferðar deildarstjóra Aðalskipulags Reykjavíkur.
42.19 Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðsvæði M2c-M2g. Múlar-Suðurlandsb, breyting á aðalskipulagi - heimildir um íbúðarhúsnæði
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í desember 2018 fyrir miðsvæði M2c-M2g, Múlar- Suðurlandsbraut, er varðar kröfu um gerð deiliskipulags við breytingu húsnæðis á svæði M2e. Tillagan var auglýst frá 29. mars 2019 til og með 10. maí 2019. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar
43.19 Hringbraut Landsp., Hjólaskýli fyrir starfsfólk NLSH
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. maí 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. maí 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja létt hjólaskýli sem verður Mhl. XX úr stáli klætt hálfgegnsærri plastklæðningu, óeinangrað og óupphitað á lóð Landsspítalans við Hringbraut, samkvæmt uppdr. SPITAL dags. 14. febrúar 2019 síðast br. 5. júní 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. maí 2019.
Stærð: 51,7 ferm., 200,6 rúmm. Gjald kr. 11.200
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.