Laugavegur 37,
Seljavegur 13,
Vegamótastígur 7 og 9,
Döllugata 2,
Gerðarbrunnur 3,
Öldugata 11,
Bergstaðastræti 37,
Frostaskjól 61,
Holtavegur 8-10,
Langagerði 22,
Veðurstofuhæð, nýr mælireitur,
Álftamýri 7-9,
Fossaleynir 19-23,
Bauganes 3A,
Grasarimi 28,
Hverfisgata 41,
Lindargata 34-36,
Ólafsgeisli 24,
Skógarvegur 2,
Torfufell 21-35,
Hagasel 23,
Reynimelur 26,
Borgartún 35-37,
Síðumúli 23,
Sóltún 24-26,
Brautarholtsvegur milli Hofsgrundar og Arnarholtsvegar,
Elliðaárdalur frá Rafstöðvarvegi vestur fyrir Reykjanesbraut,
Hverfisgata og Ingólfsstræti,
Vegbrekkur 43,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
725. fundur 2019
Ár 2019, föstudaginn 26. apríl kl. 09:31, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 725. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Marta Grettisdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Jón Kjartan Ágústsson, Ingvar Jón B. Gíslason, Sólveig Sigurðardóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Lilja Grétarsdóttir og Björn Ingi Edvardsson.
Ritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
1.19 Laugavegur 37, (fsp) nýbygging á baklóð
Lögð fram fyrirspurn Smáfugla ehf. dags. 22. mars 2019 um nýbyggingu á baklóð Laugavegs 37. Gert er ráð fyrir að byggt verði ofan á núverandi vinnustofu og að timburbygging á baklóð verði flutt annað. Byggingin verði þrjár hæðir auk rishæðar og kjallara. Á jarðhæð verði gert ráð fyrir verslunum og/eða þjónustu og á efri hæðum verði íbúðir, samkvæmt uppdr. Kurt og Pí ehf. dags. 22. mars 2019.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
2.19 Seljavegur 13, (fsp) sólskáli og svalir
Lögð fram fyrirspurn Jóhanns Einarssonar dags. 2. apríl 2019 um stækkun hússins á lóð nr. 13 við Seljaveg sem felst í byggingu sólskála við 1. hæð hússins og nýta þak skálans sem svalir, samkvæmt skissu ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
3.19 Vegamótastígur 7 og 9, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. apríl 2019 var lögð fram fyrirspurn Birkis Árnasonar dags. 2. apríl 2019 um breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 7 og 9 við Vegamótastíg sem felst í sameiningu lóðanna. Einnig eru lagðir fram aðaluppdrættir dags. 14. janúar 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. apríl 2019.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 26. apríl 2019.
4.19 Döllugata 2, Einbýlishús með aukaíbúð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. apríl 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús á tveimur hæðum með aukaíbúð og innbyggðum bílskúr á lóð nr. 2 við Döllugötu.
Stærð: 302.1 ferm., xxx rúmm. Erindi fylgir mæliblað 5.113.7 dags. 21. febrúar 2008 og hæðablað 5.113.7 útgefið 11. mars og breytt 22. maí 2008 Gjald 11.200 kr.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
5.19 Gerðarbrunnur 3, Einbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. apríl 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu, einangrað að utan og klætt múrkerfi á lóð nr. 3 við Gerðarbrunn.
Erindi fylgir bréf hönnuðar varðandi frávik frá deiliskipulagi dags. 4. apríl 2019. Stærð, A-rými: 206,2 ferm., 678,9 rúmm. B-rými: 18 ferm., 57,6 rúmm. Samtals: 224,2 ferm., 783,8 rúmm. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
6.19 Öldugata 11, (fsp) svalir
Lögð fram fyrirspurn Sifjar Jónsdóttur dags. 8. apríl 2019 um að setja svalir á 2. hæð hússins á lóð nr. 11 við Öldugötu sem snúa að garði til suðurs, samkvæmt uppdr. P ARK teiknistofu sf. dags. 6. mars 2007
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
7.19 Bergstaðastræti 37, Reyndarteikningar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. apríl 2019 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum loftstokkum upp úr þaki húss á lóð nr. 37 við Bergstaðastræti. Einng lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. apríl 2019.
Gjald kr. 11.000
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. apríl 2019 samþykkt.
8.19 Frostaskjól 61, (fsp) stækkun lóðar
Lögð fram fyrirspurn Björns Patrick Swift dags. 13. apríl 2019 ásamt greinargerð dags. 13. apríl 2019 um stækkun lóðarinnar nr. 61 við Frostaskjól um tvo metra til suðurs.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
9.19 Holtavegur 8-10, nr. 10 - staðsetning ökutækjaleigu
Lagt fram bréf Samgöngustofu dags. 16. apríl 2019 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Arnars Kristinssonar f.h. Eskimo Rental ehf. um að reka ökutækjaleigu að Holtavegi 10. Sótt er um leyfi fyrir 8 ökutækjum í útleigu. Geymslustaður bifreiða verður að Smiðjuvegi 46E, gul gata, Kópavogur.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
10.19 Langagerði 22, (fsp) kvistir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn Guðrúnar Hauksdóttur mótt. 21. mars 2019 um að setja tvo kvisti á húsið á lóð nr. 22 við Langagerði, samkvæmt uppdr. Úti og inni sf. dags. 24. apríl 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. apríl 2019.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. apríl 2019 samþykkt.
11.19 Veðurstofuhæð, nýr mælireitur, nýtt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Kanon arkitekta að nýju deiliskipulagi Veðurstofuhæðar vegna nýs mælireitar. Í tillögunni felst að skilgreind er ný afmörkuð lóð fyrir nýjan mælireit Veðurstofu Íslands. Reiturinn/lóðin verður norðvestan Veðurstofunnar á opnu útivistarsvæði við Minni Öskjuhlíð. Á mælireitnum verða möstur, mælitæki og tengd aðstaða til veðurmælinga og rannsókna. Umhverfis mælireitinn verður opið helgunarsvæði, sem nýtist sem útivistarsvæði, samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 7. febrúar 2018. Einnig er lögð fram viljayfirlýsing ríkisins og Reykjavíkurborgar dags. 2. júní 2017, samkomulag Reykjavíkurborgar og fjármála- og efnahagsráðuneytisins dags. 23. mars 2018, samningur Reykjavíkurborgar og Veðurstofu Íslands dags. 5. apríl 2018 og minnisblöð Veðurstofu Íslands dags. 18. júní 2017, 10. janúar 2019 og 5. febrúar 2019. Jafnframt er lagt fram bréf Skipulagsstofnunarinnar dags. 22. febrúar 2019. Tillagan var auglýst frá 4. mars 2019 til og með 15. apríl 2019. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar
12.19 Álftamýri 7-9, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Gunnars Sigurðssonar dags. 18. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Álftamýri 1-5 og 7-9 vegna lóðarinnar nr. 7-9 við Álftamýri 7-9. Í breytingunni felst m.a. að byggð er ein hæð ofan á núverandi tveggja hæða byggingu og viðbygging á lóðarmörkum lóðar nr. 1-5 við Álftamýri verði hækkuð um tvær hæðir til jafns við aðalhúsið og framlengt að byggingarlínu norðurhliðar á 2. og 3. hæð, horn jarðhæðar er enn opið, samkvæmt uppdr. Tvíhorf dags. 8. nóvember 2018. Tillagan var auglýst frá 4. mars 2019 til og með 15. apríl 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: íbúar og eigendur að Álftamýri 15-27 dags. 13. mars 2019 og Ásberg K. Ingólfsson og Þórhildur Guðmundsdóttir dags. 15. apríl 2019.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
13.19 Fossaleynir 19-23, Veitingastaður í fl. 2
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. apríl 2019 þar sem sótt er um leyfi fyrir veitingarstað í fl. II tegund C í rými 0101 og 0201 í húsinu á lóð nr. 19-23 við Fossaleyni.
Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
14.19 Bauganes 3A, (fsp) uppbygging á lóð
Lögð fram fyrirspurn Silju Bjargar Halldórsdóttur dags. 9. apríl 2019 um uppbyggingu á lóð nr. 3A við Bauganes .
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
15.19 Grasarimi 28, (fsp) stækkun húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn Þráins Sigurðssonar mótt. 19. mars 2019 um stækkun hússins á lóð nr. 28 við Grasarima sem felst í byggingu tengibyggingar milli íbúðarhúss og bílgeymslu ásamt byggingu sólskála til suðurs frá stofu, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Kvarða ehf. dags. í janúar 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. apríl 2019.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. apríl 2019 samþykkt.
16.19 Hverfisgata 41, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Noland Arkitekta ehf. dags. 4. apríl 2019 um breytingu á deiliskipulagi fyrir Hverfisgötu 41 sem felst í aukningu á nýtingarhlutfalli og stækkun á byggingarreit lóðarinnar. Um er að ræða stækkun á reitnum norðanmegin samsíða svölum um 1,6 metra svo hægt sé að koma fyrir stigahúsi. Einnig er óskað eftir að koma fyrir þriðja kvistinum Hverfisgötumegin og breyta texta í gildandi deiliskipulagi sem kveður um að aðalinngangur verði að vera Hverfisgötumegin, samkvæmt tillögu Noland Arkitekta ehf. ódags. Einnig eru lagðir fram minnispunktar frá fundi Minjastofnunar Íslands dags. 18. mars 2019.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
17.19 Lindargata 34-36, (fsp) hækkun á nýtingarhlutfalli og afmörkun nýs byggingarreits
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn Ingunnar Helgu Hafstað dags. 5. mars 2019 ásamt bréfi dags. 4. mars 2019 um hækkun á nýtingarhlutfalli lóðarinnar nr. 34-36 við Lindargötu ásamt afmörkun nýs byggingarreits í bakgarði. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. apríl 2019..
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. apríl 2019.
18.19 Ólafsgeisli 24, (fsp) skráning íbúðar á 1. hæð hússins sem sér eign
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn Páls Ingvarssonar dags. 18. mars 2019 ásamt bréfi dags. 12. mars 2019 um að skrá íbúð á 1. hæð hússins á lóð nr. 24 við Ólafsgeisla á sér fasteignanúmer. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. apríl 2019.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 26. apríl 2019.
19.19 Skógarvegur 2, Fjölbýlishús með 69 íbúðum og bílageymslu
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. apríl 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. apríl 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja fjölbýlishús með 69 íbúðum og bílageymslu í kjallara á lóð nr. 2 við Skógarveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. apríl 2019.
Stærðir: Kjallari 3.211,7 ferm., 9.723,9 rúmm. 1. hæð 1.739,1 ferm., 5.046,0 rúmm. 2. hæð 1.734,1 ferm., 5.099,0 rúmm. 3. hæð 1.741,6 ferm., 5.120,6 rúmm. 4. hæð 1.504,9 ferm., 5.658,9 rúmm. Þakrými 460,0 rúmm.
Botnplata 642,34 rúmm. Heildarstærð: 9.931,4 ferm., 30.667,5 rúmm. Erindi fylgir afrit af fasteignayfirliti, hæða- og mæliblað. Gjald kr. 11.200
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. apríl 2019 samþykkt.
20.19 Torfufell 21-35, (fsp) nr. 33 - skipta íbúð í tvær litlar íbúðir
Lögð fram fyrirspurn Krzysztof Muszynski dags. 8. apríl 2019 um að skipta íbúð í húsinu nr. 33 á lóð nr. 21-35 í tvær íbúðir.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
21.19 Hagasel 23, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis vegna lóðarinnar nr. 23 við Hagasel. Í breytingunni felst að heimilt verður að byggja tveggja hæða íbúðarhús fyrir átta íbúðir, samkvæmt uppdr. Ydda arkitekta ehf. dags. 13. desember 2018. Íbúðirnar falla undir búsetuúrræði Velferðarsviðs og Félagsbústaða. Tillagan var auglýst frá 26. febrúar 2019 til og með 16. apríl 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sóley Jónsdóttir dags. 2. og 23. mars 2019, Berglind Gunnarsdóttir dags. 5. mars 2019, Ólöf Birna Ólafsdóttir dags. 29. mars 2019, Hólmfríður Th. Brynjólfsdóttir og fjölskylda dags. 2. apríl 2019, Eiríkur Fannar Torfason og Bryndís Björnsdóttir dags. 4. apríl 2019, Hildur Jóna Bergþórsdóttir og Hákon Ingi Jörundsson dags. 5. apríl 2019, Gísli Már Gíslason dags. 6. apríl 2019, Bjarni Fritzson dags. 8. apríl 2019, Bergþóra Halldórsdóttir og Jón H. Gunnarsson dags. 8. apríl 2019, Hildur Jóna Bergþórsdóttir dags. 8. apríl 2019, Ólafur Ásgeir Snæbjörnsson dags. 8. apríl 2019, Þóra Dögg Guðmundsdóttir og Finnbogi Þorsteinsson dags. 8. apríl 2019, Tómas Hansson dags. 9. apríl 2019, Anna María Valdimarsdóttir og Bjarni Brandsson dags. 12. apríl 2019, 5 stjórnendur skóla í Seljahverfi dags. 13. apríl 2019, Anna Maria Valdimarsdóttir f.h. Noon ehf dags. 13. apríl 2019, Guðmundur Björnsson og Helga Egilsdóttir dags. 14. apríl 2019, Guðrún Sveinbjörnsdóttir, dags. 14. apríl 2019, Kristján Ólafsson og Ragna Eyjólfsdóttir dags. 14. apríl 2019, Guðmundur Bjarni Harðarson og Rut Hreinsdóttir dags. 14. apríl 2019, Adam Benedikt B. Finnsson dags. 15. apríl 2019, Margrét V. Helgadóttir dags. 15. apríl 2019, Guðmundur Magnús Daðason f.h. stjórnar foreldrafélags Ölduselsskóla dags. 15. apríl 2019, Vilborg Bjarnadóttir dags. 15. apríl 2019, Pétur J. Haraldsson og Guðrún Halldórsdóttir dags. 15. apríl 2019, Margrét Matthíasdóttir dags. 15. apríl 2019, Arnaldur Freyr Birgisson dags. 15. apríl 2019, Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir og Garðar Sigfússon dags. 16. apríl 2019, Ingibjörg Þráinsdóttir dags. 16. apríl 2019, Gestur Þór Gestsson dags. 16. apríl 2019, Inga Dóra Magnúsdóttir, dags. 16. apríl 2019, Ágústa Ýr Þorbergsdóttir og Parker Graves O'Halloran dags. 16. apríl 2019, Signý Þóra Ólafsdóttir dags. 16. apríl 2019, Ingibjörg Jónsdóttir dags. 16. apríl 2019, Þrándur Ólafsson dags. 16. apríl 2019, Guðmundur Magnús Daðason dags. 16. apríl 2019, Pétur Bolli Jóhannesson og Rut Indriðadóttir dags. 16. apríl 2019, Guðni I. Pálsson og Thelma Magnúsdóttir dags. 16. apríl 2019 og Jón Kristinn Valsson dags. 16. apríl 2019.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
22.19 Reynimelur 26, (fsp) lyfta þaki hússins
Lögð fram fyrirspurn Árna Zophoníassonar og Ingibjargar J. Friðbertsdóttur mótt. 9. apríl 2019 um að lyfta þaki hússins á lóð nr. 26 við Reynimel.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
23.19 Borgartún 35-37, 37 - LED auglýsingaskilti
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. apríl 2019 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir auglýsingaskilti á suður- og norðurhlið mhl. 01 á lóð 35-37 við Borgartún.
Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
24.19 Síðumúli 23, Reyndarteikningar 3.hæð
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. mars 2019 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á 3. hæð og staðsetja nýjan flóttastiga á bakhlið húss á lóð nr. 23 við Síðumúla. Erindi var grenndarkynnt frá 25. mars 2019 til og með 22. apríl 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jón Ingvar Garðarsson dags. 22. apríl 2019.
Samþykki meðeigenda dags. 7. janúar 2019 og skýringarblað hönnuðar ódags. fylgir erindi. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. janúar 2019 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. janúar 2019. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
25.19 Sóltún 24-26, 26 - Ný ljósa útiskilti - suður- og norðurhlið
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. apríl 2019 þar sem sótt er um leyfi til að fjarlægja skilti er sýna götuheiti og húsnúmer og koma fyrir nýjum ljósaskiltum á suður- og norðurhlið húss á lóð nr. 26 við Sóltún.
Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
26.19 Brautarholtsvegur milli Hofsgrundar og Arnarholtsvegar, framkvæmdaleyfi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. apríl 2019 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 4. apríl 2019 um framkvæmdaleyfi vegna lagningu göngustígs meðfram Brautarholtsvegi milli Hofsgrundar og Arnarholtsvegar. Einnig er lögð fram yfirlitsmynd ódags. og teikningasett dags. í mars 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. apríl 2019..
Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 24. apríl 2019 . Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í . gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.
27.19 Elliðaárdalur frá Rafstöðvarvegi vestur fyrir Reykjanesbraut, framkvæmdaleyfi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. nóvember 2019 var lögð fram umsókn Veitna ohf. dags. 7. nóvember 2018 um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar veitukerfa í Elliðaárdal frá Rafstöðvarvegi vestur fyrir Reykjanesbraut. Einnig er lögð fram verklýsing Veitna ohf. ódags., teikningahefti Veitna ohf. dags. í september 2018 og ákvörðun Skipulagsstofnunar dags. 3. september 2018 um matsskyldu. Jafnframt er lagt fram bréf Vegagerðarinnar til Veitna dags. 11. apríl 2019, Kynningaráætlun Veitna dags. 17. apríl 2019 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 24. apríl 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. apríl 2019.
Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir verkáfanga 1-4 með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 26. apríl 2019 . Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í . gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.
28.19 Hverfisgata og Ingólfsstræti, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 12. apríl 2019 um framkvæmdaleyfi vegna endurgerðar á Hverfisgötu á milli Ingólfsstræti og Smiðjustígs og lagningu fráveitu- og kaldavatnslagnar í Ingólfsstræti milli Bankastrætis og Hverfisgötu. Einnig er lagt fram teikningasett dags. í apríl 2019. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. apríl 2019..
Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 24, apríl 2019. Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í . gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.
29.19 Vegbrekkur 43, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Finns Kristinssonar dags. 11. apríl 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Aðveitustöðvar 12 við Trippadal vegna lóðar nr. 43 við Vegbrekku. Í breytingunni felst að stækka lóð og byggingarreit aðveitustöðvarinnar til að koma fyrir vararafstöð, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 14. mars 2019. Einnig er lögð fram ákvörðun um framkvæmd í flokki C ódags.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.