Borgartún 24, Grensásvegur 1, Lambhagavegur 5, Lyngháls 1, Mjölnisholt 4, 6, 8 og 10, Ystasel 24, Þingás 38, Laugavegur 67A, Tómasarhagi 23, Árbæjarhverfi, Faxaflóahafnir - Gamla höfnin og Sundahöfn, Hólmsheiði, athafnasvæði, Höfðabakki 3, Klettagarðar, Lambhagavegur 2-4, Sólbakki við Úlfarsfellsveg, Úlfarsbraut 126, Efstaleiti 9, Hallveigarstígur 1, Héðinsreitur, reitur 1.130.1, Skerjafjörður Þ5, Döllugata 10, Gefjunarbrunnur 14, 16 og 18, Langholtsvegur 70, Smiðjustígur 10 og Klapparstígur 16, Úlfarsbraut 16, Njálsgata 42, Skógarhlíð 10, Laugavegur 170-174, Njálsgata 112, Selvogsgrunn 13, Skólavörðustígur 16, Snorrabraut 54, Suðurlandsbraut 16, Þórsgata 1, Austurberg 2-6, Hádegismóar, Laugavegur 20B, Nýr Landspítali við Hringbraut, Skógarvegur 2, Bólstaðarhlíð 15, Laugarásvegur 40, Laugavegur 132, Kópavogur, Landsskipulagsstefna,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

723. fundur 2019

Ár 2019, föstudaginn 5. apríl kl. 09:00, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 723. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Marta Grettisdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Lilja Grétarsdóttir, Margrét Þormar, Björn Ingi Edvardsson, Jón Kjartan Ágústsson, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Ingvar Jón B. Gíslason, Sólveig Sigurðardóttir og Hildur Gunnarsdóttir. Ritari var Örn Sigurðsson
Þetta gerðist:


1.19 Borgartún 24, (fsp) niðurrif á núverandi húsi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 4. mars 2019 ásamt bréfi dags. 1. mars 2019 um niðurrif á núverandi húsi á lóð nr. 24 við Borgartún. Einnig er lagt fram minnisblað Ferils verkfræðistofu dags. 20. febrúar 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5.apríl 2019.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. apríl 2019 samþykkt.

2.19 Grensásvegur 1, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Sigurðar Einarssonar dags. 22. mars 2019 ásamt minnisblaði dags. 21. febrúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi "Skeifan-Fenin" vegna lóðarinnar nr. 1 við Grensásveg. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni vega uppbyggingar meðfram Skeifunni og breyting notkunar efri hæða fyrir íbúðir, samkvæmt uppdr. Batterísins arkitekta ehf. dags. 22. mars 2019. Einnig er lagt fram minnisblað Mannvits dags. 15. mars 2019 um hljóðvist.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.


3.19 Lambhagavegur 5, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Aðalheiðar E. Kristjánsdóttur dags. 3. apríl 2019 ásamt greinargerð dags. 1. apríl 2019 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 5 við Lambhagaveg sem fels í að heimila aðgengi að 1. hæð frá baklóð og byggja stoðvegg á lóðarmörkum til að taka upp hæðarmun eða breyta lóðarmörkum á umræddri lóð þannig að hægt verði að taka upp hæðarmun innan lóðar.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

4.19 Lyngháls 1, (fsp) skipulagsheimildir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn Arkís arkitekta ehf. dags. 27. mars 2019 ásamt bréfi dags. 25. mars 2019 um hvort hámarksheimildir gildi einnig fyrir þegar byggðar byggingar og að samkvæmt skilmálum megi hækka núverandi byggingu um tvær hæðir, þannig að byggingin verði 17 metra há frá Lynghálsi, að því gefnu að heildarstærð byggingar haldist innan heimilaðs nýtingarhlutfalls. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5.apríl 2019.

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. apríl 2019.

5.19 Mjölnisholt 4, 6, 8 og 10, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Kjartans Hafsteins Rafnssonar f.h. Arctic Tours ehf. dags. 23. janúar 2018, varðandi breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóðanna nr. 4, 6, 8 og 10 við Mjölnisholt. Í umsókn um breytingunni fólst að hækka húsin um 46-60 cm, sameina lóðirnar nr. 6 og 8 og byggja sameiginlegan stigagang/lyftuhús, gera niðurgrafna bílgeymslu á lóðunum nr. 6, 8 og 10, útbúa bílastæði fyrir rafmagnsbíl í bakgarði lóðar nr. 4 og geymsluskúr á baklóð lóðar nr. 6, samkvæmt uppdr. K.J. hönnunar ehf. dags. 19. janúar 2018, síðast breytt 23. mars 2018. Í breyttri tillögu felst að leiðrétta mænishæðir húsanna þannig að rishæðir nýtist fyrir íbúðir, mænishæðir hækka um 0,5 -2,3 m. Einnig bætist við heimild fyrir 35 m2 geymsluskúr á lóðinni nr . 6 og leiðréttar eru upplýsingar um byggingarmagn geymsluskúra á lóðum nr. 8 og 10. Einnig lagt fram bréf Kjartans Ingvarssonar dags 14. júní 2018 og breyttur uppdráttur K.J. hönnunar ehf. dags 13. júní 2018 þar sem óskað er eftir afstöðu til breyttrar tillögu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. júní 2018. Jafnframt er lagt fram bréf Kjartans Ingvarssonar f.h. Arctic Tours ehf. dags. 16. nóvember 2018 um endurupptöku á ákvörðun skipulagsfulltrúa frá 29. júní 2018 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. janúar 2019. Tillagan var grenndarkynnt frá 4. febrúar 2019 til og með 4. mars 2019. Eftirtaldir aðilars sendu athugasemdir: Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson dags. 25. febrúar 2019, Páll V. Bjarnason f.h. RA 5 ehf. dags. 1. mars 2019. Erindinu var vísað til umsagar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. mars 2019 og er nú lagt fram að nýju.
Þar sem gögn í grenndarkynningu reyndust misvísandi er samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að nýju fyrir hagsmunaaðilum að Mjölnisholti 12-14, 22, 24, 26, 28, 30, 32 og 34 Brautarholti 7, Stakkholti 3 og Laugavegi 138, 140, 142, 144 og 146.


6.19 Ystasel 24, (fsp) stækkun húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn Daníels Sigurðssonar mótt. 6. mars 2019 um stækkun hússins á lóð nr. 24 við Ystasel, samkvæmt skissu ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. apríl 2019.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. apríl 2019 samþykkt.

7.19 Þingás 38, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn T.ark Arkitekta ehf. dags. 19. mars 2019 ásamt bréfi dags. 19. mars 2019 um stækkun hússins á lóð nr. 38 við Þingás og koma þar fyrir anddyri og sólskála og setja geymsluskúr í suðausturhorn lóðar, samkvæmt uppdr. T.ark Arkitekta ehf. dags. 19. mars 2019.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

8.19 Laugavegur 67A, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn T.ark Arkitekta ehf. dags. 22. mars 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.0 vegna lóðarinnar nr. 67A við Laugaveg. Í breytingunni felst stækkun hússins um 1 metra til austurs og heimilt verði að gera 1,2 metra djúpar svalir á húsið til suðurs, samkvæmt uppdr. T.ark Arkitekta ehf. dags. 16. mars 2019. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 11. febrúar 2019 og svar byggingarfulltrúa dags. 6. mars 2019 um að ekki verði gerð krafa um að setja lyftu í húsið.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Laugavegi 67, 69 og Hverfisgötu 86A og 92.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.


9.19 Tómasarhagi 23, (fsp) hækkun á þaki og breyting á þakformi
Lögð fram fyrirspurn Hildar Ýrar Ottósdóttur dags. 29. mars 2019 um hækkun á þaki hússins á lóð nr. 23 við Tómasarhaga og breytingu á þakformi, samkvæmt uppdr. Ydda arkitekta ehf. dags. 29. mars 2019.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

10.19 Árbæjarhverfi, framkvæmdaleyfi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. febrúar 2019 var lögð fram umsókn Veitna ohf. dags. 4. febrúar 2019 ásamt greinargerð dags. ódags. um framkvæmdaleyfi fyrir tvö verkefni. Annars vegna lagningu stofnæðar hitaveitu frá Suðuræð við Rauðavatn að aðstöðu Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls/Réttarháls ásamt 11kV háspennustrengja hluta leiðarinnar þ.e. frá undirgögnum við Suðurlandsveg að enda lagnar við Hálsabraut, samkvæmt teikningasetti HNIT verkfræðistofu dags. í mars 2019. Hins vegar vegna lagningu 11kV háspennustrengja frá hringtorgi við Suðurlandsveg/Vegbrekku/Norðlingavað norður fyrir Rauðavatn gegnum undirgögn undir Suðurlandsveg að lagnastæði fyrir Árbæjaræð og síðan frá enda Árbæjaræðar við Hálsabraut að spennistöð við Fossháls, samkvæmt teikningasetti Hnit verkfræðistofu dags. 1. mars 2019. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 22. febrúar 2018 og tvö bréf Vegagerðarinnar dags. 18. mars 2019 vegna hitaveitulagnar meðfram Suðurlandsvegi (1-e3) og vegna þverunar Suðurlandsvegar við Hádegismóa. Einnig er lögð fram umsögn deildar náttúru og garða dags. 3. apríl 2019. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. apríl 2019.

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. apríl 2019. Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í . gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.

11.19 Faxaflóahafnir - Gamla höfnin og Sundahöfn, framkvæmdaleyfi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. mars 2019 var lögð fram umsókn Jóns Þorvaldssonar f.h. Faxaflóahafna sf. dags. 14. febrúar 2019 ásamt bréfi dags. 14. febrúar 2019 um framkvæmdaleyfi vegna viðhalds- og rekstradýpkana í Gömlu höfninni og Sundahöfn. Einnig er lagt fram mat Mannvits dags. júní 2018 á umhverfisáhrifum og ákvörðun skipulagsstofnunar dags. 16. janúar 2019 um matsskyldu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. apríl 2019.

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. apríl 2019. Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í . gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.

12.19 Hólmsheiði, athafnasvæði, nýtt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs um nýtt deiliskipulag fyrir Hólmsheiði, athafnasvæði. Skipulagssvæðið er um 60 ha að stærð og liggur að jaðri vatnsverndarsvæðis Höfuðborgarsvæðisins og er í jaðri græna trefilsins. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir að skipuleggja athafnasvæði, með fjölbreyttum atvinnulóðum innan svæðis, undir ýmis konar starfsemi sem fellur að markmiðum aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030, þ.á.m. lóðum fyrir gagnaver, skv. uppdráttum Arkís arkitekta dags. 18. október 2018 br. 5. apríl 2019. Einnig er lögð fram greinargerð, skipulagsskilmálar og umhverfisskýrsla Arkís arkitekta ehf. dags. 18. október 2018 br. 5. apríl 2019. Jafnframt er lögð fram fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur, greinargerð Íslenskra orkurannsókna dags. 1. september 2018, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 21. september 2018. Tillagan var auglýst frá 28. janúar 2019 til og með 11. mars 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Veitur dags. 31. janúar 2019. Einnig er lögð fram umsögn Mosfellsbæjar dags. 18. febrúar 2019, umsögn Umhverfisstofnunar dags. 8. mars 2019, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 11. mars 2019, umsögn Landsnets dags. 11. mars 2019 og minnisblað VSÓ ráðgjafar dags. 11. mars 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. mars 2019 og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

13.19 Höfðabakki 3, staðsetning ökutækjaleigu, endurnýjuð umsókn
Lagt fram bréf Samgöngustofu dags. 4. apríl 2019 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Árna Jóns Árnasonar f.h. Ratio ehf. um að reka ökutækjaleigu að Höfðabakka 3. Sótt er um leyfi fyrir 119 ökutækjum í útleigu, eingöngu eru bifreiðar leigðar út til langtímaleigu, 24-60 mánaða leiga.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

14.19 Klettagarðar, framkvæmdaleyfi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. mars 2019 var lögð fram umsókn Faxaflóahafna dags. 18. mars 2019 um framkvæmdaleyfi vegna landfyllingu við Klettagarða, samkvæmt uppdr. Alta dags. 21. febrúar 2019. Einnig er lagt fram kynningarhefti Alta dags. í febrúar 2019, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 15. mars 2019, teikningar Samsýnar og Mannvits dags. í febrúar 2019 og útboðs og verklýsing Samsýnar og Mannvits dags. í febrúar 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. apríl 2019.

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. apríl 2019. Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í . gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.

15.19 95">Lambhagavegur 2-4, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 20. mars 2019 um breytingu á deiliskipulagi Vesturlandsvegar, Halla vegna lóðarinnar nr. 2-4 við Lambhagaveg sem felst í að gera byggingarreit fyrir verslunarhúss eða sambærilega þjónustubyggingu vestan við núverandi byggingu og setja rafhleðslustæði fyrir rafmagnsbíla á opnu svæði norðan við núverandi byggingu, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 20. mars 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. apríl 2019.

Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. apríl 2019.

16.19 Sólbakki við Úlfarsfellsveg, fella niður kvöð um niðurrif frístundahúsa
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. mars 2019 var lögð fram umsókn Bergs Björnssonar dags. 20. mars 2019 ásamt bréfi dags. 13. mars 2019 um að fella niður kvöð um niðurrif frístundahúsa á lóð Sólbakka við Úlfarsfellsveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. apríl 2019.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. apríl 2019 samþykkt.

17.19 Úlfarsbraut 126, framkvæmdaleyfi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. mars 2019 var lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 12. mars 2019 um framkvæmdaleyfi vegna færslu og fergingu æfingavalla á lóð nr. 126 við Úlfarsbraut. Einnig er lagt fram bréf VSÓ ráðgjafar dags. 8. mars 2019 ásamt uppdr. dags. 4. mars 2019. Jafnframt er lögð fram umsögn Hafrannsóknarstofnunar dags. 4. apríl 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. apríl 2019.


Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. apríl 2019. Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í . gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.

18.19 Efstaleiti 9, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Arkitekta Laugavegi 164 ehg. dags. 13. mars 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi RÚV-reits vegna lóðarinnar nr. 9 við Efstaleiti. Í breytingunni felst að byggingarreitur verður tvískiptur þ.e. byggingarreitur fyrir 3 hæðir verður á norðverði lóð og byggingarreitur fyrir 2 hæðir að sunnanverðu, skilmálatafla breytist hvað varðar bílastæði auk þess sem núverandi fyrirkomulag á lóð m.t.t. byggingar, bílastæða og gróðurs er uppfært í samræmi við það sem þegar er byggt, samkvæmt uppdr. Arkitekta Laugavegi 164 ehf. dags. 13. mars 2019.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.


19.19 Hallveigarstígur 1, ósk um endurskoðun á eldri umsóknum um lengri opnunartíma veitingastaðar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 22. febrúar 2019 var lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 11. febrúar 2019 ásamt erindi Arnars Bjartmarz dags. 10. febrúar 2019, þar sem óskað er eftir endurskoðun á eldri umsóknum um lengri opnunartíma veitingastaðar fyrir vínveitingar að Hallveigarstíg 1 með tilliti til heimilda á öðrum stöðum, er vísað til meðferðar skipulagsfulltrúa. Erindinu var vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 1. mars 2019. Jafnframt er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftrilits Reykjavíkur dags. 2. apríl 2019. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. apríl 2019.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. apríl 2019 samþykkt.

20.19 Héðinsreitur, reitur 1.130.1, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Héðinsreit. Breytingin nær til byggingarreita, byggðamynsturs, lóðamarka, hæða húsa og starfsemi á jarðhæðum. Felld er úr gildi byggingarheimild fyrir hjúkrunarrými og heimild bætt inn fyrir samsvarandi byggingarmagn undir íbúðir og heimild er sett inn fyrir hótel við Seljaveg, samkvæmt uppdr., greinagerð og hönnunarhandbók dags. 20. desember 2018. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 17. desember 2018. Tillagan var auglýst frá 28. janúar 2019 til og með 11. mars 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Björgólfur Thorsteinsson f.h. Húsfélagsins Vesturgata 69-75 dags. 8. mars 2019, Sif Jónsdóttir dags. 10. mars 2019, Árný E. Sveinbjörnsdóttir f.h. íbúa í 301, Vesturgötu 73, dags. 10. mars 2019, Stefanía Helga Skúladóttir dags. 11. mars 2019, Guðrún Birna Brynjarsdóttir dags. 11. mars 2019, Hafþór Óskarsson, Unnsteinn Jóhannsson, Helga Arnardóttir, Bryndís Brandsdóttir, Birna Óskarsdóttir, Úlfar Gíslason og Marta Valgeirsdóttir dags. 11. mars 2019, Steinþór Þorsteinsson dags. 11. mars 2019, Íbúasamtök Vesturbæjar dags. 11. mars 2019 og Sveinn Sigurður Kjartansson dags. 12. mars 2019. Einnig er lögð fram umsögn Veitna dags. 29. mars 2019 og Vegagerðarinnar adgs. 4. apríl 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. mars 2019 og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

21.19 Skerjafjörður Þ5, rammaskipulag, deiliskipulag
Kynnt staða á vinnu við gerð deiliskipulags fyrir nýjan Skerjafjörð. Einnig er lagt fram minnisblað verkefnastjóra dags. mars 2019

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

22.19 Döllugata 10, Nýbygging einbýli á 2 hæðum
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. apríl 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús á tveimur hæðum með auka íbúð og innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 10 við Döllugötu.
Stærð, A-rými: 337,9 ferm., 951,2 rúmm. B-rými: 88,2 ferm., xx rúmm. Gjald kr. 11.200

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

23.19 Gefjunarbrunnur 14, 16 og 18, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 20. mars 2019 ásamt greinargerð dags. 19. mars 2019 um breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðanna nr. 14, 16 og 18 við Gefjunarbrunn sem felst í að sameina lóðirnar í eina raðhúsalóð. Byggingarmagn verði óbreytt og heimild verði gefin fyrir auka íbúð og húsin verði á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr, samkvæmt uppdr. Mansard teiknistofu ehf. dags. 13. mars 2019.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

24.19 Langholtsvegur 70, Sótt um leyfi fyrir veitingastað.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. mars 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. mars 2019 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi verslunar í veitingastað í flokki II fyrir allt að 15 gesti, einnig verður ytra byrði endurnýjað og breytt að hluta með því að færa aðalinngang til suðurs, auk þess er sótt um leyfi fyrir skilti á þaki húss nr. 70 við Langholtsveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. apríl 2019.
Gjald kr. 11.200

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. apríl 2019 samþykkt.

25.19 Smiðjustígur 10 og Klapparstígur 16, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Davíðs Kristjáns Chatham Pitt dags. 27. mars 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.151.5 vegna lóða nr. 10 við Smiðjustíg og 16 við Klapparstíg. Í breytingunni felst að lóðin Smiðjustígur 10 minnkar á lóðamörkum austanmegin, þ.e. lína lóðamarka færist um 1,9 metra til vesturs, og lóðin Klapparstígur 16 stækkar sem því nemur á lóðarmörkum vestanmegin ásamt því að heimilt er að koma fyrir liftustokk niður í Kjallara á sunnanverði baklóð Klapparstíg 16, samkvæmt uppdr. Davíðs Kristjáns Chatham Pitt arkitekts dags. 5. mars 2019. Í breytingu þessari er einnig gerð leiðrétting á samþykktu deiliskipulagi frá 2. desember 2005 fyrir reitinn vegna lóðastærðar Smiðjustígs 10.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 8.2 , sbr. 12.. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.


26.19 Úlfarsbraut 16, (fsp) stækkun húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn Gunnlaugs Jónassonar dags. 25. febrúar 2019 stækkun hússins á lóð nr. 16 við Úlfarsbraut og setja milliloft inn af bílskúr yfir anddyri, geymslu og þvottahús, samkvæmt uppdr. Teikning.is dags. 14. febrúar 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. apríl 2019.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. apríl 2019 samþykkt.

27.19 Njálsgata 42, (fsp) bílskúr/vinnustofa
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn Hlyns Helga Sigurðssonar mótt. 1. mars 2019 varðandi byggingu bílskúrs/vinnustofu á lóð nr. 42 við Njálsgötu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. apríl 2019.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. apríl 2019.

28.19 Skógarhlíð 10, Breyting á fyrirkomulagi 1, 2 og 3 hæðar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. apríl 2019 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og umferðarleiðum gististaðar í flokki IV - tegund d, fjölga gestum úr 118 í 136, einnig er sótt um leyfi til að nota hluta hússins sem samgöngumiðstöð, koma fyrir rútubílastæðum á lóð og setja upp skilti á þaki húss á lóð nr. 10 við Skógarhlíð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. nóvember 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. nóvember 2018. Bréf frá slökkviliði höfuðborgasvæðis dags. 11. júní 2018 fylgir. Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

29.19 Laugavegur 170-174, 172 - Breytingar inni - rýmisheiti
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. mars 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. mars 2019 þar sem sótt er um leyfi til að breyta gististað á 3. hæð úr flokki II í flokk IV tegund D og að breyta innra skipulagi sem felst í að koma fyrir bar við hliðina á móttöku, kaffistofu stafsmanna breytt í gestaeldhús og fækka stafsmannasalernum úr tveimur í eitt í húsinu nr. 172 á lóð nr. 170 -174 við Laugaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. apríl 2019.
Gjald kr. 11.200

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. apríl 2019.

30.19 Njálsgata 112, (fsp) stækkun á þakglugga
Lögð fram fyrirspurn Hildar Ýrar Ottósdóttur dags. 27. mars 2019 um stækkun á þakglugga á húsinu á lóð nr. 112 við Njálsgötu til vesturs, samkvæmt uppdr. Ydda arkitekta ehf. dags. 27. mars 2019.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

31.19 Selvogsgrunn 13, Viðbygging við eldhús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. apríl 2019 þar sem sótt er um leyfi fyrir stækkun eldhúss með viðbyggingu við suðaustur hlið húss á lóð nr. 13 við Selvogsgrunn.
Stækkun: 6.5 ferm., 19.9 rúmm.
Erindi fylgir samþykki meðeiganda dags. 24. mars 2019. Gjald: 11.200 kr

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

32.19 Skólavörðustígur 16, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Kristjáns Bjarnasonar dags. 21. maí 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.181.0 vegna lóðarinnar nr. 16 við Skólavörðustíg. Í breytingunni felst að loka porti suðvestan til í húsinu og nýta undir m.a. stigahús. Við breytinguna hækkar nýtingarhlutfall lóðarinnar, samkvæmt uppdr. Arkitektastofunnar Austurvöllur ehf. dags. 4. maí 2018. Einnig er lagt fram bréf slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ódags og bréf Hafdísar Perlu Hafsteinsdóttur dags. 1. ágúst 2018 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti. Tillagan var grenndarkynnt frá 12. júlí 2018 til og með 17. ágúst 218. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Haraldur Hauksson og Sigrún Kristjánsdóttir dags. 3. ágúst 2018, Reinhold Þorvaldur Kristjánsson dags. 3. ágúst 2018, Sólveig Pétursdóttir dags. 3. ágúst 2018 og Hafdís Perla Hafsteinsdóttir dags. 4. ágúst 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. ágúst 2018 og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti Kristjáns Bjarnasonar dags. 26. mars 2019 þar sem umsókn er dregin til baka.

Umsókn dregin til baka með vísan til tölvupósts umsækjenda dags. 26. mars 2019.

33.19 Snorrabraut 54, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. mars 2019 var lögð fram umsögn Plúsarkitekta ehf. dags. 25. febrúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 54 við Snorrabraut. Í breytingunni felst að rampur niður í bílakjallara er færður frá suðvesturhorni nýbyggingar að Bergþórugötu (norðurhlið), tengibyggingu milli nýbyggingar og Mjólkurstöðvar bætt við og 100 fermetrum bætt við nýbyggingu. Einnig er bætt við að færsla á lögnum Veitna vegna framkvæmda er á kostnað lóðarhafa, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Plúsarkitekta ehf. dags. 2. apríl 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1231/2018.


34.19 Suðurlandsbraut 16, Ármúli 16A - breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn T.ark Arkitekta ehf. dags. 20. mars 2019 varðandi breytigu á deiliskipulagi Ármúla, Vegmúla og Hallarmúla vegna lóðarinnar nr. 16 við Suðurlandsbraut. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit við húsið nr. 13A við Ármúla til að koma fyrir flóttastiga á austurhlið hússins, samkvæmt uppdr. T. ark Arkitekta ehf. dags. 20. mars 2019. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa mótt. 20. mars 2019.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

35.19 Þórsgata 1, Loftræstirör á suðvesturhlið
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. mars 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. febrúar 2019 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir nýju loftræsiröri á suðvesturhlið og færa inntak eldra rörs í porti vegna veitingastaðar á jarðhæð húss nr. 1 við Þórsgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5.apríl 2019.
Gjald kr. 11.200

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. apríl 2019 samþykkt.

36.19 Austurberg 2-6, Framlengja þak - svalaskýli
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. apríl 2019 þar sem sótt er um leyfi fyrir framlengingu á þaki sem og að setja upp svalaskýli á svölum 16 af 18 íbúðum hússins á lóð nr. 2, 4 og 6 við Austurberg.
Erindi fylgja fundargerðir húsfunda dags. 9. janúar, 23. apríl og 7. júní 2018.
Gjald: 11.200 kr.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

37.19 Hádegismóar, umsagnarbeiðni - höfuðstöðvar skáta
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. febrúar 2019 var lagt fram erindi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 25. janúar 2019 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa á erindi Bandalagi íslenskra skáta dags. 15. nóvember 2019 varðandi hugsanlega byggingu nýrra höfuðstöðva skáta í Hádegismóum. Einnig er lögð fram greinargerð/hugmyndir Urban Beat, landscape & arkitecture, dags. 9. nóvember 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. apríl 2019.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags 5. apríl 2019 samþykkt.

38.19 Laugavegur 20B, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Páls V. Bjarnasonar dags. 22. mars 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.5, Laugavegs- og Skólavörðustígsreitir, vegna lóðarinnar nr. 20B við Laugaveg. Í breytingunni felst hækkun á nýtingarhlutfalli lóðar, reisa einnar hæðar viðbyggingu á bakhlið hússins með þaksvölum og gera inndregna þakhæð, tengibyggingu á millibyggingu milli hornhúss og risshúss, með kvisti til suðurs úr mænisþaki sem veitir aðgang að þaksvölum sem verða yfir endahúsinu, samkvæmt uppdr. P ARK teiknistofu sf. dags. 22. mars 2019. Einnig er lagðar fram umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 12. nóvember 2018 og 25. mars 2019 og umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 5. desember 2018.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

39.19 Nýr Landspítali við Hringbraut, (fsp) tengibrú yfir Hrafnsgötu milli Meðferðarkjarna og Barnaspítala
Lögð fram fyrirspurn Nýs Landspítala ohf. dags. 26. mars 2019 ásamt bréfi SPITAL dags. 26. mars 2019 varðandi tengibrú yfir Hrafnsgötu sem tengir Meðferðarkjarna og Barnaspítala Nýs Landspítala. Óskað er eftir undanþágu frá 6.4.11 gr. byggingarreglugerðar í tveimur atriðum. Annars vegar er óskað eftir að hvíldarpalli sé sleppt og hins vegar að skábraut fái að vera með halla 52,6 eða 1:19. Einnig er lögð fram tillaga Teiknistofunnar Tröð dags. 12. mars 2019.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

40.19 Skógarvegur 2, Fjölbýlishús með 69 íbúðum og bílageymslu
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. apríl 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja fjölbýlishús með 69 íbúðum og bílageymslu í kjallara á lóð nr. 2 við Skógarveg.
Stærðir: Kjallari 3.211,7 ferm., 9.723,9 rúmm. 1. hæð 1.739,1 ferm., 5.046,0 rúmm. 2. hæð 1.734,1 ferm., 5.099,0 rúmm. 3. hæð 1.741,6 ferm., 5.120,6 rúmm. 4. hæð 1.504,9 ferm., 5.658,9 rúmm. Þakrými 460,0 rúmm.
Botnplata 642,34 rúmm. Heildarstærð: 9.931,4 ferm., 30.667,5 rúmm. Erindi fylgir afrit af fasteignayfirliti, hæða- og mæliblað. Gjald kr. 11.200

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

41.19 Bólstaðarhlíð 15, Breyting á kvisti, gluggabreyting, svalir o.fl.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. febrúar 2019 þar sem sótt er um leyfi til að stækka þakglugga á norðurhlið, breyta kvisti á suðurhlið og útbúa svalir framan við hann á rishæð fjölbýlishúss á lóð nr. 15 við Bólstaðarhlíð. Erindi var grenndarkynnt frá 6. mars 2019 til og með 3. apríl 2019. Engar athugasemdir bárust.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 8. febrúar 2019. Gjald kr. 11.200

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


42.19 Laugarásvegur 40, (fsp) stækkun húss o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Kristjáns Bjarnasonar dags. 26. mars 2019 um stækkun hússins á lóð nr. 40 við Laugarásveg til auðausturs, stækka anddyri og núverandi svalir og setja svalir á norðvesturhlið húss, samkvæmt uppdr. Arkitektastofunnar Austurvöllur dags. 20. febrúar 2019.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

43.19 Laugavegur 132, Kvistir - svalir - nýir gluggar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. apríl 2019 þar sem sótt er um leyfi til að gera kvisti á báðar þekjur hússins, nýjum gluggum og setja svalir á suðurhlið húss á lóð nr. 132 við Laugaveg.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 15., 24. og 28. febrúar 2019, afrit af skráningartöflu dags. 24. október 2018 og bréf til byggingarfulltrúa dags. mars 2019. Stækkun: XX. Gjald kr. 11.200

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

44.19 Kópavogur, endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024, skipulagslýsing
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. mars 2019 var lagt fram bréf Kópavogsbæjar dags. 6. mars 2019 þar sem óskað er eftir umsögn á skipulagslýsingu Kópavogsbæjar dags. 14. febrúar 2019 vegna endurskoðunar Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024. Erindinu var vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn deildarstjóra aðalskipulags dags. 5. apríl 2019.

Umsögn deildarstjóra aðalskipulags dags. 5. apríl 2019 samþykkt.
Vísað til kynningar í skipulags- og samgönguráði.


45.19 Landsskipulagsstefna, lýsing - kynning
Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags. 15. og 20. mars 2019 þar sem kynnt er lýsing dags. í mars 2019 fyrir gerð Landsskipulagsstefnu. Kynningartími er til 8. apríl 2019. Einnig er lögð fram umsögn deildarstjóra aðalskipulags dags. 5. apríl 2019.
Umsögn deildarstjóra aðalskipulags dags. 5. apríl 2019 samþykkt.
Vísað til kynningar í skipulags- og samgönguráði