Hólmsheiði, athafnasvæði, Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, Kjalarnes, Brautarholt 11, Laugardalur, Þróttur, Reykjavegur 15, Laugardalsvöllur, Stekkjarbakki Þ73, Úlfarsbraut 126, Hallgerðargata 10, Laufásvegur 43, Vesturgata 46A, Úlfarsbraut 84, Úthlíð 7, Hverfisgata 98A, 100 og 100A, Laugavegur 73, Njálsgata 42, Hverfisgata 123, Skipholt 31, Flókagata 16A, Héðinsgata 8, Laugavegur 170-174, Elliðabraut 4-6, 8-10 og 12, Háskóli Íslands, Mávahlíð 15-17, Kambsvegur 1, Kambsvegur 24, Fannafold 5, Rökkvatjörn 3, Hamrahlíð 17, Haukdælabraut 106, Háagerði 21, Hrísateigur 45, Grandagarður 2, Héðinsreitur, reitur 1.130.1,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

720. fundur 2019

Ár 2019, föstudaginn 15. mars kl. 09:10 var haldinn 720. embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 2 hæð. (Stardal).Viðstaddir voru: Björn Axelsson
Þetta gerðist:


1.19 Hólmsheiði, athafnasvæði, nýtt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs um nýtt deiliskipulag fyrir Hólmsheiði, athafnasvæði. Skipulagssvæðið er um 60 ha að stærð og liggur að jaðri vatnsverndarsvæðis Höfuðborgarsvæðisins og er í jaðri græna trefilsins. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir að skipuleggja athafnasvæði, með fjölbreyttum atvinnulóðum innan svæðis, undir ýmis konar starfsemi sem fellur að markmiðum aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030, þ.á.m. lóðum fyrir gagnaver, skv. uppdr. Arkís arkitekta dags. 18. október 2018. Einnig er lögð fram greinargerð, skipulagsskilmálar og umhverfisskýrsla Arkís arkitekta ehf. dags. 18. október 2018. Jafnframt er lögð fram fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur, greinargerð Íslenskra orkurannsókna dags. 1. september 2018, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 21. september 2018. Tillagan var auglýst frá 28. janúar 2019 til og með 11. mars 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Veitur dags. 31. janúar 2019. Einnig er lögð fram umsögn Mosfellsbæjar dags. 18. febrúar 2019, umsögn Umhverfisstofnunar dags. 8. mars 2019, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 11. mars 2019, umsögn Landsnets dags. 11. mars 2019 og minnisblað VSÓ ráðgjafar dags. 11. mars 2019.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

2.19 Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Sveinbjörns Jónssonar dags. 11. mars 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hólmsheiðar, athafnasvæðis Fisfélags Reykjavíkur. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit á svæði A, samkvæmt uppdr. Möndull verkfræðistofu ehf. dags. í febrúar 2019.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.


3.19 Kjalarnes, Brautarholt 11, (fsp) breyta hluta bílskúrs í stúdíó herbergi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn Herdísar Þórðardóttur dags. 20. febrúar 2019 um að breyta hluta bílskúrs á lóð nr. 11 við Brautarholt á Kjalarnesi í tvö stúdíó herbergi. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. mars 2019.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. mars 2019 samþykkt.


4.19 Laugardalur, Þróttur, gervigrassvæði
Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs dags. 13. febrúar 2019 vegna samþykktar á fundi menningar, íþrótta- og tómstundaráðs frá 11. febrúar 2019 um að vísa til umhverfis- og skipulagssviðs og ÍTR erindi Knattspyrnufélags Þróttar dags. 18. janúar 2019 þar sem óskað er eftir viðræðum um stækkun á gervigrassvæði Þróttar í Laugardalnum.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.



5.19 Reykjavegur 15, Laugardalsvöllur, (fsp) bílastæði
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn Jóhanns Gunnars Kristinssonar dags. 22. janúar 2019 um að setja tvö bílastæði á lóð nr. 15 við Reykjaveg fyrir hleðslustöðvar. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. mars 2019.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. mars 2019.


6.19 Stekkjarbakki Þ73, nýtt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landslags ehf. dags. 14. desember 2018 að deiliskipulagi fyrir Stekkjarbakka Þ73. Um er að ræða nýtt skipulag á svæðinu norðan Stekkjarbakka þar sem er skilgreint opið svæði og þróunarsvæði samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Í tillögunni eru skilgreindar nýjar lóðir, byggingareitir og hámarks byggingarmagn á svæðinu. Sýndar eru nýjar aðkomur inn á svæðið og fjöldi bílastæða skilgreint. Tillagan var auglýst frá 21. janúar 2019 til og með 4. mars 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/ábendingar: Guðrún Bára Gunnarsdóttir dags. 30. janúar 2019, Halldór Páll Gíslason, f.h. Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins dags. 7. febrúar 2019, Stefán Jón Hafstein, dags. 19. febrúar 2019, Páll Ísólfur Ólason og fjölskylda dags. 26. febrúar 2019, Hallur Heiðar Hallsson, dags. 1. mars 2019 2019, Guðrún Helga Theodórsdóttir dags. 2. mars 2019, Linda Rós Guðmundsdóttir dags. 2. mars 2019, Halldór Frímannsson dags. 3. mars 2019, Hjördís Hendriksdóttir dags. 3. mars 2019, Guðjón Sigurbjartsson dags. 3. mars 2019, Sædís Þorleifsdóttir dags. 3. mars 2019, Kolbrún Elíasdóttir og Björn Bjarnason dags. 3. mars 2019, Signý Sæmundsdóttir dags. 3. mars 2019, Ólafur Kr. Guðmundsson dags. 3. mars 2019, Anna Kístín Einarsdóttir dags. 3. mars 2019, Sigurður Sigurjónsson dags. 3. mars 2019, Hildur Nielsen dags. 3. mars 2019, Halldóra Sveinsdóttir dags. 3. mars 2019, Edda Kristín Reynis dags. 3. mars 2019, Hallur Heiðar Hallsson dags. 3. mars 2019, Guðbjörg Eggertsdóttir dags 3. mars 2019, Jósep Valur Guðlaugsson dags. 4. mars 2019, Sveinn Atli Gunnarsson dags. 4. mars 2019, Jón Smári Úlfarsson dags. 4. mars 2019, Bergljót Rist dags. 4. mars 2019, Valgerður Sigurðardóttir dags. 4. mars 2019, Guðmundur Eyjólfsson dags. 4. mars 2019, Tryggvi G. Tryggvason dags. 4. mars 2019, Unnur Sveinsdóttir og Hafþór Snæbjörnsson dags. 4. mars 2019, Auðna Ágústsdóttir dags. 4. mars 2019, Birkir Björnsson dags. 4. mars 2019, Sigurlaug Jónsdóttir dags. 4. mars 2019, Anni G. Haugen dags. 4. mars 2019, Magnús Þorgrímsson dags. 4. mars 2019 , Guðmundur Tryggvi Sigurðsson dags. 4. mars 2019, Jón Eiríksson dags. 4. mars 2019, Þórunn Óskarsdóttir og Sigurður Hjartarson dags. 4. mars 2019, Guðrún Ágústsdóttir dags. 4. mars 2019, Ragnheiður Kristjánsdóttir dags. 4. mars 2019, Svavar Hrafn Svavarsson dags. 4. mars 2019, Sigurður Ingi Arnars Unuson dags. 4. mars 2019, Íris Hafsteinsdóttir dags. 4. mars 2019, Eva Yngvadóttir og Sigurjón Sigurjónsson dags. 4. mars 2019, Sigrún Jónsdóttir dags. 4. mars 2019, Ragnheiður Ólafsdóttir dags. 4. mars 2019, Anna Sif Jónsdóttir, Arnar Jónsson og Anna Dögg Arnarsdóttir dags. 4. mars 2019, Margrét Aðalheiður Markúsdóttir dags. 4. mars 2019, Dagný Bjarnadóttir dags. 4. mars 2019, Guðrún Ísafold Hilmarsdóttir dags. 4. mars 2019, Guðmundur V. Guðmundsson dags. 4. mars 2019, Björn I. Guðmundsson dags. 4. mars 2019, Guðmundur Axel Hansen f.h. íbúa í Hólastekk 4 dags. 4. mars 2019, Kolbrún Ýr Sigfúsdóttir dags. 4. mars 2019, Lilja Sigrún Jónsdóttir dags. 4. mars 2019, Una Sigurðardóttir dags. 4. mars 2019, Torfi Stefán Jónsson dags. 4. mars 2019, Halldór Páll Gíslason dags. 4. mars 2019 og Hollvinasamtök Elliðaárdalsins dags. 4. mars 2019. Einnig er lögð fram umsögn Umhverfisstofnunar dags. 4. mars 2019, umsögn Veitna dags. 13. mars 2019 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 14. mars 2019.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

7.19 Úlfarsbraut 126, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 12. mars 2019 um framkvæmdaleyfi vegna færslu og fergingu æfingavalla á lóð nr. 126 við Úlfarsbraut. Einnig er lagt fram bréf VSÓ ráðgjafar dags. 8. mars 2019 ásamt uppdr. dags. 4. mars 2019.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

8.19 Hallgerðargata 10, Fjölbýlishús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. janúar 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. janúar 2019 þar sem sótt er um leyfi til að reisa tveggja og þriggja hæða fjölbýlishús með alls 44 íbúðum og bílakjallara með 25 stæðum, steinsteypt og einangrað að utan, fyrir Bjarg íbúðafélag, á lóð nr. 10-16 við Hallgerðargötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. mars 2019.
Stærðir nr. 10-12 (MHL-01): 1.080,5 ferm., 3.422,5 rúmm. Stærðir nr. 14-16 (MHL-02): 1.749,7 ferm., 5.517,0 rúmm. Bílageymsla (MHL-03): 628,4 ferm., 1.759,8 rúmm. Samtals stærðir: 3.458,6 ferm., 10.699,3 rúmm. Erindinu fylgja skýrslur Brekke & Strand Akustikk AS um hljóðvist innanhúss dagsettar 11. janúar 2019 og 4. febrúar 2019, skýrsla ,Heildar varmatapsrammi, frá Ask arkitektum dagsett 16. janúar 2019, greinagerðir aðalhönnuðar dagsettar 5. febrúar 2019 og 21. febrúar 2019.
Gjald kr. 11.200
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. mars 2019 samþykkt.

9.19 Laufásvegur 43, (fsp) innkeyrsla og bílastæði
Lögð fram fyrirspurn Bergs Benediktssonar dags. 17. febrúar 2019 ásamt bréfi dags. 17. febrúar 2019 um að gera innkeyrslu á lóð nr. 43 við Laufásveg og tvö bílastæði.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

10.19 Vesturgata 46A, (fsp) setja kvist og svalir á rishæð, afleggja stiga á bakhlið og setja vinnustofu á baklóð
Lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 7. mars 2019 um að setja kvist og svalir á rishæð hússins á lóð nr. 46A við Vesturgötu, framlengja stiga í aðalstigahúsi upp á 3. hæð og afleggja stiga á bakhlið hússins og setja ca. 25-30 fm. vinnustofu á baklóð, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 6. mars 2019.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

11.19 Úlfarsbraut 84, Fjölbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. mars 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða fjölbýlishús með sex íbúðum úr krosslímdum timbureiningum, CLT, einangrað að utan, klætt áli og timbri á lóð nr. 84 við Úlfarsbraut.
Erindi fylgir bréf hönnuða dags. 22. febrúar 2019 ásamt útreikningi á orkuramma byggingardags. 23. október 2018. Stærð, A-rými: 621,9 ferm., 1.894,7 rúmm. B-rými: 17,8 ferm., 51,6 rúmm. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

12.19 Úthlíð 7, (fsp) hækkun á þaki, fjölgun íbúða o.fl.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn ASK Arkitekta ehf. dags. 28. febrúar 2019 ásamt bréfi dags. 28. febrúar 2019 um hækkun á þaki hússins á lóð nr. 7 við Úthlíð, setja kvisti og svalir á þakið og útbúa sér íbúð í risi, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta ehf. dags. 27. febrúar 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. mars 2019.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. mars 2019 samþykkt.

13.19 Hverfisgata 98A, 100 og 100A, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. janúar 2019 var lögð fram umsókn Helga Mars Hallgrímssonar dags. 5. desember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.1 vegna lóðanna nr. 98A, 100 og 100A við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að ekki er lengur heimilt að rífa húsin að Hverfisgötu 98A og 100, en heimilt verður að hækka þau um eina hæð og ris. Í hvoru húsi má að gera ráð fyrir einni íbúð á hverri hæð, allt að 4 íbúðum í hvoru húsi. Kvöð verður um aðkomu gangandi um undirgöng á Hverfisgötu 98A að baklóð. Heimilt verður að rífa núverandi hús að Hverfisgötu 100A og byggja í staðinn nýtt hús á lóðinni, kjallara, 3 hæðir og ris, með allt að 6 íbúðum af mismunandi stærðum. Heimilt verður að byggja svalir til suðurs allt að 1,6 m að dýpt. Á jarðhæðum má gera ráð fyrir íbúðum og því er ekki lengur skilyrði að vera þar með verslunar- eða þjónustustarfsemi, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. 12. mars 2019. Einnig er lagt fram tillöguhefti ódags. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1231/2018.


14.19 Laugavegur 73, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn PKdM Arkitekta ehf. dags. 7. mars 2019 ásamt bréfi dags. 5. mars 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Landsbankareits, Reitur 1.174.0, vegna lóðarinnar nr. 73 við Laugaveg. Í breytingunni felst fjölgun íbúða úr 9 í 10, inngangur að efri hæðum er færður á Laugaveg, inndráttur á 5. hæð sem snýr að Laugavegi vefur verði málsettur á uppdrætti og heimilt er að búnaður á þaki s.s. lyftuhús og tæknibúnaður fari upp fyrir tilgreindan hámarkskóta, samkvæmt uppdr. PKdM Arkitekta ehf. dags. 5. mars 2019.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Laugavegi 70, 71, 72, 74 og 77.

Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.


15.19 Njálsgata 42, (fsp) bílskúr/vinnustofa
Lögð fram fyrirspurn Hlyns Helga Sigurðssonar mótt. 1. mars 2019 varðandi byggingu bílskúrs/vinnustofu á lóð nr. 42 við Njálsgötu.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

16.19 Hverfisgata 123, Byggja ofan á
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 22. febrúar 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. febrúar 2019 þar sem sótt er um leyfi til að fjarlægja 3. hæð að mestu, byggja tvær hæðir ofaná framhús, byggja hæð ofaná bakhús, byggja opið stigahús í bakgarði, samræma glugga og byggja svalir á götuhlið, breyta innra skipulagi í íbúð á 2. hæð og innrétta þrjár nýjar íbúðir í húsi á lóð nr. 123 við Hverfisgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. mars 2019.
Stækkun: 158,8 ferm., 513,6 rúmm. Eftir stækkun, A-rými: 615,7 ferm., 1.762,7 rúmm. B-rými: 26,3 ferm., 94,2 rúmm. Gjald kr. 11.200

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags.15. mars 2019.

17.19 Skipholt 31, (fsp) falla frá bílastæðagjöldum
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. mars 2019 var lögð fram fyrispurn Víðsjá-Kvikmyndagerðar ehf. mótt. 25. febrúar 2019 ásamt erindi dags. 15. febrúar 2019 um heimild til að falla frá bílastæðagjöld á lóð nr. 31 við Skipholt þar sem 6 bílastæði á lóð fara undir fyrirhugaða viðbyggingu. Einnig er lagt fram bréf Víðsjá-kvikmyndagerðar dags. 12. september 2018. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. mars 2019.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. mars 2019 samþykkt.

18.19 Flókagata 16A, Bílskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. mars 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílskúr í suðausturhorni lóðar nr. 16A við Flókagötu.
Stærðir: 36.4 ferm., 107.7 rúmm. Erindi fylgir mæliblað 1.247.2 dags. í september 1948. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

19.19 Héðinsgata 8, breyting á deiliskipulagi, búsetuúrræði Velferðarsviðs - smáhýsi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Köllunarkletts til að koma fyrir 1-5 ca. 30m2 smáhýsum fyrir skjólstæðinga Velferðarsviðs Reykjavíkur /Félagsbústaða. Tillagan gerir ráð fyrir nýrri lóð Héðinsgata 8 fyrir smáhýsin, á núverandi bílastæði á borgarlandi, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Stiku ehf. dags. 12. desember 2018. Einnig er lögð fram umsögn Faxaflóahafna sf. dags. 2. janúar 2019. Tillagan var auglýst frá 28. janúar 2019 til og með 11. mars 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Örn Helgason f.h. Héðinsgötu 10 ehf. dags. 5. mars 2019, Kristján Sveinlaugsson f.h. Þingvangs dags. 11. mars 2019, Arnar Þór Ólafsson dags. 11. mars 2019, Stella Guðrún Arnarsdóttir mótt. 11. mars 2019, Ólafur H. Ólafsson f.h. Spörvar Líknarfélag Reykjavíkur mótt. 11. mars 2019, Aron Örn Jakobsson mótt. 11. mars 2019, Kristinn A. Kristinsson mótt. 11. mars 2019, Haraldur Guðnason mótt. 11. mars 2019, Karítas Ósk Þorsteinsdóttir f.h. Alanó Klúbbinn mótt. 11. mars 2019, Ólafur Þórir Guðjónsson mótt. 11. mars 2019, Sigurður Ólafsson mótt. 11. mars 2019, Sigurður Konráðsson mótt. 11. mars 2019, Hrefna Rán mótt. 11. mars 2019, Sigurður Þór Þórsson mótt. 11. mars 2019 og Ásta Björg Jörundar mótt. 11. mars 2019.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

20.19 Laugavegur 170-174, 172 - Breytingar inni - rýmisheiti
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. mars 2019 þar sem sótt er um leyfi til að breyta gististað á 3. hæð úr flokki II í flokk IV tegund D og að breyta innra skipulagi sem felst í að koma fyrir bar við hliðina á móttöku, kaffistofu stafsmanna breytt í gestaeldhús og fækka stafsmannasalernum úr tveimur í eitt í húsinu nr. 172 á lóð nr. 170 -174 við Laugaveg.
Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

21.19 Elliðabraut 4-6, 8-10 og 12, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Hermanns Georgs Gunnlaugssonar dags. 21. febrúar 2019 ásamt greinargerð dags. 28. febrúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðanna nr. 4-6, 8-10 og 12 við Elliðabraut. Í breytingunni felst að stækka afmörkun deiliskipulags að Breiðholtsbrautinni að núverandi göngustíg frá undirgöngum úr Víðidal að Björnslundi og að hringtorgi við Þingtorg, gera hljóðmön og göngu- og hjólastíg milli Breiðholtsbrautar og Elliðabrautar 4-6, 8-10 og 12, fjölga íbúðum við Elliðabraut 8-10 og 12, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 4. mars 2019.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1231/2018.


22.19 Háskóli Íslands, breyting á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 41-43 við Suðurgötu og 29 og 31 við Hringbraut
Lögð fram umsókn Andrúms arkitekta ehf. dags. 21. febrúar 2019 ásamt bréfi dags. 20. febrúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands, austan Suðurgötu, vegna lóðanna nr. 41-43 við Suðurgötu og 29 og 31 við Hringbraut. Í breytingunni felst að fjölga stúdentaíbúðum á háskólasvæðinu með stækkun á Gamla Garði með viðbyggingu og hugsanlegri nýtingu Stapa sem stúdentaíbúða, samkvæmt uppdr. Andrúms arkitekta ehf. dags. 15. febrúar 2019.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

23.19 Mávahlíð 15-17, (fsp) bílskúr
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn Gísla Viðars Eggertssonar dags. 20. febrúar 2019 um byggingu bílskúrs á lóð nr. 15-17 við Mávahlíð. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019 samþykkt.

24.19 Kambsvegur 1, (fsp) - Útlitsbreyting
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. mars 2019 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að breyta framhlið bílskúrs þannig að sett verði inngönguhurð og gluggar í stað bílskúrshurðar, þar sem bílskúr hefur um langt bil ekki verið notaður til að hýsa bíl, á lóð nr. 1 við Kambsveg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. mars 2019.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. mars 2019 samþykkt.

25.19 Kambsvegur 24, (fsp) stækkun bílskúrs/vinnustofa og garðskáli
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn Magnúsar Jenssonar dags. 26. febrúar 2019 um stækkun á bílskúr á lóð nr. 24 við Kambsveg og gera þar vinnustofu og garðskála, samkvæmt uppdr. Magnúsar Jenssonar dags. 26. febrúar 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. mars 2019.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. mars 2019 samþykkt.

26.19 Fannafold 5, (fsp) stækkun húss til suðurs
Lögð fram fyrirspurn Hrafnu Júlíusdóttur dags. 7. mars 2019 um stækkun hússins á lóð nr. 5 við Fannafold til suðurs, samkvæmt uppdr. teiknistofunnar RÚM dags. 7. mars 2019.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

27.19 Rökkvatjörn 3, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn Plúsarkitekta ehf. dags. 5. desember 2018 um breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 3 við Rökkvatjörn sem felst í stækkun á byggingarreit til norðurs og suðurs og fjölgun bílastæða, samkvæmt tillögu Plúsarkitekta ehf. dags. 5. desember 2018. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. mars 2019.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. mars 2019 samþykkt.

28.19 Hamrahlíð 17, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrirspurn ASK Arkitekta ehf. dags. 7. mars 2019 um stækkun hússins á lóð nr. 17 við Hamrahlíð sem felst í að byggja inndregna hæð yfir hluta hússins sem snýr að Stakkahlíð, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta ehf. dags. 7. mars 2019.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

29.19 Haukdælabraut 106, Einbýlishús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. mars 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. mars 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús á pöllum með innbyggðri bílgeymslu, að hluta einangrað að utan og klætt koparlitaðri álklæðningu og að hluta til einangrað að innan og múrhúðað á lóð nr. 106 við Haukdælabraut. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. mars 2019.
Stærð, A-rými: 266,9 ferm., 969,7 rúmm. Gjald kr. 11.200
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. mars 2019.

30.19 Háagerði 21, Bílageymsla - sólstofa
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. mars 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja geymslu og sólstofu við eldhús raðhúss á lóð nr. 21 við Háagerði. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. mars 2019.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. janúar 2019 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. janúar 2019. Einnig fylgir bréf umsækjanda dags. 30. janúar 2019 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. febrúar 2019 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. febrúar 2019. Stækkun: 40,4 ferm., xx rúmm. Gjald kr. 11.200+11.200
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. mars 2019.


31.19 Hrísateigur 45, (fsp) svalir
Lögð fram fyrirspurn Gunnars Sigurðssonar dags. 12. mars 2019 um að koma fyrir svölum á norðvesturhlið, bakvegg, 1. og 2. hæðar hússins á lóð nr. .45 við Hrísateig, samkvæmt tillögu/skissu ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

32.19 Grandagarður 2, (fsp) breyttar lofthæðir á samþykktu deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 11. mars 2019 ásamt bréfi dags. 8. mars 2019 um breytingu á lofthæðum í fyrirhugaðri nýbyggingu á lóð nr. 2 við Grandagarð. Einnig eru lagðar fram skýringarmyndir THG Arkitekta ehf. dags. 30. október 2018.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

33.19 Héðinsreitur, reitur 1.130.1, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Héðinsreit. Breytingin nær til byggingarreita, byggðamynsturs, lóðamarka, hæða húsa og starfsemi á jarðhæðum. Felld er úr gildi byggingarheimild fyrir hjúkrunarrými og heimild bætt inn fyrir samsvarandi byggingarmagn undir íbúðir og heimild er sett inn fyrir hótel við Seljaveg, samkvæmt uppdr., greinagerð og hönnunarhandbók dags. 20. desember 2018. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 17. desember 2018. Tillagan var auglýst frá 28. janúar 2019 til og með 11. mars 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Björgólfur Thorsteinsson f.h. Húsfélagsins Vesturgata 69-75 dags. 8. mars 2019, Sif Jónsdóttir dags. 10. mars 2019, Árný E. Sveinbjörnsdóttir f.h. íbúa í 301, Vesturgötu 73, dags. 10. mars 2019, Stefanía Helga Skúladóttir dags. 11. mars 2019, Guðrún Birna Brynjarsdóttir dags. 11. mars 2019, Hafþór Óskarsson, Unnsteinn Jóhannsson, Helga Arnardóttir, Bryndís Brandsdóttir, Birna Óskarsdóttir, Úlfar Gíslason og Marta Valgeirsdóttir dags. 11. mars 2019, Steinþór Þorsteinsson dags. 11. mars 2019, Íbúasamtök Vesturbæjar dags. 11. mars 2019 og Sveinn Sigurður Kjartansson dags. 12. mars 2019.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.