Hesthúsabyggð á Hólmsheiði, Almannadalur, Kjalarnes, Brautarholt 11, Kvosin, Langavatnsvegur 2, Suðurlandsvegur, Lyngbrekka, Sundahöfn, norðan Vatnagarða, Úlfarsfell, Fellsmúli, Garðastræti 37, Njálsgata 60, Tómasarhagi 24, Grensásvegur 22, Grensásvegur 24, Grensásvegur 26, Bjarkargata 6, Kirkjusandur - lóðir G, H og I, Langholtsvegur 136, Rökkvatjörn 3, Úthlíð 7, Öldugata 44, Básendi 11, Bergstaðastræti 27, Bjarmaland 10-16, Grettisgata 54B, Melgerði 17, Reynihlíð, Skipholt 31, Barónsstígur 41, Bergstaðastræti 69, Holtavegur 23, Langholtsskóli, Holtsgata 10 og 12 og Brekkustígur 16, Hrefnugata 6, Langagerði 14, Nesvegur 60, Óðinsgata 9B, Smáragata 16, Snorrabraut 54, Austurbakki 2, Austurhöfn, Elliðabraut 4-22, Lautarvegur 20, 22, 24 og 26, Fossaleynismýri, Selásbraut 98, Borgartún 24, Drápuhlíð 34, Hagamelur 21, Haukdælabraut 106, Háagerði 21, Hraunteigur 26, Lyngháls 7, Mjölnisholt 4, 6, 8 og 10, Síðumúli 23, Tjarnarsel 2,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

719. fundur 2019

Ár 2019, föstudaginn 8. mars kl. 09:00, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 719. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúi Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Margrét Þormar, Jón Kjartan Ágústsson, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, Sólveig Sigurðardóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Guðlaug Erna Jónsdóttir og Lilja Grétarsdóttir. Ritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:


1.19 Hesthúsabyggð á Hólmsheiði, Almannadalur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Landslags ehf. dags. 28. febrúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hesthúsabyggðar á Hólmsheiði, Almannadal. Í breytingunni felst að skipta hverri lóð við Fjárgötu og Vegbrekku í fjórar lóðir þannig að eitt hús er á hverri lóð, kvöð er um lagnaleið að nýjum lóðarmörkum. Hringgerði vestan við Vegbrekku 7 er fært til samræmis við staðsetningu í raun. Bætt er við beitarhólfi vestan við hesthúsasvæðið, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 7. desember 2018. Tillagan var auglýst frá 21. janúar 2019 til og með 4. mars 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Bjarni Jónsson formaður almannadalsfélagsins f.h. Félag húseigenda í Almannadal dags. 28. janúar 2019.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

2.19 Kjalarnes, Brautarholt 11, (fsp) breyta hluta bílskúrs í stúdíó herbergi
Lögð fram fyrirspurn Herdísar Þórðardóttur dags. 20. febrúar 2019 um að breyta hluta bílskúrs á lóð nr. 11 við Brautarholt á Kjalarnesi í tvö stúdíó herbergi.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

3.19 Kvosin, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð er fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar. Í tillögunni felst breyting á afmörkun skipulagsins í samræmi við breytta afmörkun á skipulagi Austurhafnar. Breytingin er tilkomin vegna þess að ráðgert er að gera gömlu Steinbryggjuna sýnilega og gera að torgsvæði, en svæðið skaraði tvenn skipulagsmörk, samkvæmt uppdr. Landmótunar, dags. 5. nóvember 2018. Tillagan var auglýst frá 21. janúar 2019 til og með 4. mars 2019. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

4.19 Langavatnsvegur 2, (fsp) aðstaða fyrir útivist
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 22. febrúar 2019 var lögð fram fyrirspurn Karls Bernburg dags. 18. febrúar 2019 ásamt greinargerð dags 18. febrúar 2019 um aðstöðu og afþreyingu fyrir útivistarfólk og almenning á lóð nr. 2 við Langavatnsveg. Einnig eru lögð fram ítargögn ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2019.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2019 samþykkt.

5.19 Suðurlandsvegur, Lyngbrekka, (fsp) uppbygging á lóð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 22. febrúar 2019 var lögð fram fyrirspurn Orra Steinarssonar dags. 18. febrúar 2019 varðandi uppbyggingu á lóðinni Lyngbrekka við Suðurlandsveg, samkvæmt tillögu Jvantspijker dags. í febrúar 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. mars 2019.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. mars 2019 samþykkt.

6.19 Sundahöfn, norðan Vatnagarða, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 27. febrúar 2019 þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðindavegna vegna m.a. eftirfarandi: skilmála vantar fyrir gerð á nýjum hafnarbakka, nýtingarhlutfall á lóð nr. 9 við Sægarða skv skilmálatöflu er óeðlilega hátt miðað við byggingarheimildir í sérskilmálum greinargerðar, gera þarf grein fyrir hvað er átt við með heimahöfn 100 starfsmanna sem fram kemur í greinargerð o.fl. sbr. bréfi stofnunarinnar.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

7.19 Úlfarsfell, Fellsmúli, (fsp) nýtt deiliskipulag
Lögð fram fyrirspurn Vigdísar Bergsdóttur dags. 28. febrúar 2019 um gerð nýs deiliskipulags fyrir Fellsmúla í Úlfarsfelli sem felst í að heimilt verði að breyta gripahúsi á landinu Fellsmúla í íbúðarhúsnæði. Einnig eru lagðar fram hugmyndir að nýtingu lands í kringum lóðina ódags. ásamt skissum ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

8.19 Garðastræti 37, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. ágúst 2018 var lögð fram umsókn Kurt og Pí ehf. dags. 24. janúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.161 vegna lóðarinnar nr. 37 við Garðastræti. Í breytingunni felst að heimilt verði að gera þaksvalir á húsið, samkvæmt uppdr. Kurt og Pí ehf. ódags. Erindinu var frestað, umsækjandi hafi samband við embættið, og er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi skrifstofu sviðstjóra dags. 8. febrúar 2019.

Máli hefur verið lokað, sbr. bréf skrifstofu sviðstjóra dags. 8. febrúar 2019.

9.19 Njálsgata 60, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Arkís arkitekta ehf. dags. 5. nóvember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureits, reitur 1.190.3, vegna lóðarinnar nr. 60 við Njálsgötu. Í breytingunni felst að skilmálatafla er uppfærð, húsheiti Njálsgata 60 og Njálsgata 60A eru sameinuð undir heitinu Njálsgata 60 og byggingareit breytt þannig að hann bjóði upp á betri nýtingu byggingar og garðrýmis, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags 30. október 2018. Einnig er lagður fram skýringaruppdr. dags. 16. október 2018. Tillagan var grenndarkynnt frá 17. desember 2018 til og með 14. janúar 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Húsfélagið Njálsgötu 59 dags. 13. janúar 2019. Erindi var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. janúar 2019 og er nú lagt fram að nýju.

Vísað í skipulags- og samgönguráð.

10.19 Tómasarhagi 24, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. mars 2018 var lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Fálkagötureits vegna lóðarinnar nr. 24 við Tómasarhaga. Í breytingunni felst að byggingarreitur fyrir bílgeymslu er sýndur á lóð í stað samþykktrar bílageymslu, samkvæmt uppdr. ARKHD dags. 8. mars 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju, ásamt bréfi skrifstofu sviðsstjóra dags. 8. mars 2019.

Lagt fram bréf skrifstofu sviðsstjóra dags. 8. mars 2019.


11.19 Grensásvegur 22, Breytingar utan og innan - einnig áður gert
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. febrúar 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. febrúar 2019 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í að opnað hefur verið yfir lóðamörk að nr. 24 í mhl. 02 og innréttuð heildverslun í mhl. 02 sem byggður var sem bílgeymsla á lóð nr. 22 við Grensásveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019.
Gjald kr. 11.200

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019 samþykkt.

12.19 Grensásvegur 24, Breytingar utan og innan - einnig áður gert
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. febrúar 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. febrúar 2019 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í að opnað hefur verið yfir lóðamörk að nr. 22 og 24 og innréttuð heildverslun í mhl. 02 sem byggður var sem bílgeymsla á lóð nr. 24 við Grensásveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019.
Gjald kr. 11.200


Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019 samþykkt.

13.19 Grensásvegur 26, Breytingar utan og innan - einnig áður gert
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. febrúar 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. febrúar 2019 þar sem sótt er um leyfi til að saga niður úr gluggum á suðurgafli og koma fyrir flóttastiga ásamt breytingum á innra skipulagi og innrétta gististað í flokki II fyrir 23 gesti sem verður rekið með gistiheimili á lóð nr. 24 og blómaheildsölu í mhl. 02, að auki er gerð grein fyrir áður gerðum breytingum sem eru stækkun sólskála á 2. hæð, bygging utanum gám við suðurgafl, lækkun gólfs í kjallara, bygging gróðurskála milli mhl. 01 og 02 að hluta til inná lóð nr. 24 ásamt því að breytingar hafa verið gerðar á innra skipulagi og opnað yfir lóðamörk að nr. 24 í bakhúsi á lóð nr. 22 við Grensásveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019.
Stækkun, útigeymsla: 51,9 ferm., 145,3 rúmm. Gróðurskáli og tengigangur: 212 ferm., 632,9 rúmm. Sólskáli: 21,6 ferm., 55,5 rúmm. Samtals: 285,7 ferm., 833,7 rúmm. Gjald kr. 11.200

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019 samþykkt.

14.19 Bjarkargata 6, málskot
Lagt fram málskot ASK Arkitekta ehf. dags. 1. mars 2019 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 19. október 2018 um að opna inn á lóð nr. 6 við Bjarkargötu og setja hlið sunnan við hús og koma fyrir einu bílastæði, loka fyrir bílastæði innan lóðar norðan við húsið og bæta við bílastæði í götu í stað þess sem fellur niður við opnun.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

15.19 Kirkjusandur - lóðir G, H og I, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð er fram að nýju umsókn Arkitekta Laugavegi 164 ehf. dags. 25. september 2018 ásamt bréfi dags. 25. september 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni, fjölgun íbúða, lagfæring á byggingarreitum, breyting á þakhalla, breyting á hámarksfjölda bílastæða o.fl., samkvæmt uppdr. Ask Arkitekta ehf. 27. nóvember 2018. Tillagan var auglýst frá 21. janúar 2019 til og með 4. mars 2019. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

16.19 Langholtsvegur 136, (fsp) setja svalir á húsið og bygging bílskúrs
Lögð fram umsókn Thelmu Óskar Jóhannesardóttur dags. 25. febrúar 2019 um að setja svalir á húsið á lóð nr. 136 við Langholtsveg og byggingu bílskúrs í suðvestur horni lóðar, samkvæmt uppdr. teiknistofunnar RÚM dags. 24. febrúar 2019.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

17.19 Rökkvatjörn 3, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Plúsarkitekta ehf. dags. 5. desember 2018 um breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 3 við Rökkvatjörn sem felst í stækkun á byggingarreit til norðurs og suðurs og fjölgun bílastæða, samkvæmt tillögu Plúsarkitekta ehf. dags. 5. desember 2018.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

18.19 Úthlíð 7, (fsp) hækkun á þaki, fjölgun íbúða o.fl.
Lögð fram fyrirspurn ASK Arkitekta ehf. dags. 28. febrúar 2019 ásamt bréfi dags. 28. febrúar 2019 um hækkun á þaki hússins á lóð nr. 7 við Úthlíð, setja kvisti og svalir á þakið og útbúa sér íbúð í risi, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta ehf. dags. 27. febrúar 2019.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

19.19 Öldugata 44, Fjölbýlishús - breytingar Öldugata 44 og Brekkustígur 9
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. febrúar 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. janúar 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús, þrjár hæðir og kjallara, með 6 íbúðum og til að byggja viðbyggingu við mhl. 01 til austurs, svalir á vesturgafl og innrétta 2 íbúðir í húsi á lóð nr. 44 við Öldugötu. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 15. janúar 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019.
Stærðir: Öldugata 44, MHL1, stækkun: 90,3 ferm., 244,3 rúmm. Öldugata 44, MHL2, nýbygging: 471,3 ferm., 1.544,1 rúmm. Erindi fylgir bréf hönnuðar með minnispunktum af fundi með Minjastofnun dagsett 27. ágúst 2018, umsögn Umhverfis- og skipulagssviðs dagsett 7. maí 2018, umsögn Umhverfis- og skipulagssviðs dagsett 8. desember 2017, umsögn Borgarsögusafns Reykjavikur dagsett 2. júní 2017, umsögn Minjastofnunar dagsett 29. júní 2017, umsögn Minjastofnunar dagsett 6. febrúar 2017 og greinagerð um brunahönnun Eflu dagsett 16. janúar 2019. Gjald kr. 11.200

Neikvætt, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019. Eigandi þarf að láta gera deiliskipulag í samræmi við erindið, á eigin kostnað.

20.19 Básendi 11, Rífa svalir og koma fyrir stálsvölum - 3.hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. mars 2019 þar sem sótt er um leyfi til þess að rífa steinsteyptar svalir rishæðar og byggja í þeirra stað stærri stálsvalir á suðausturgafl húss á lóð nr: 11 við Básenda
Gjald kr. 11.200

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

21.19 Bergstaðastræti 27, Flytja hús og nýbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. mars 2019 þar sem sótt er um leyfi til að flytja friðað timburhús um lengd sína til suðurs á nýjan steinsteyptan kjallara, endurgera og innrétta tvær íbúðir og til að rífa, endurbyggja og stækka steinhús sem fyrir er á lóð og innrétta átta íbúðir á lóð nr. 27 við Bergstaðastræti.
Erindi fylgir greinargerð hönnuðar dags. 25. febrúar 2019, greinargerð um hita- og rakaástand, minnisblað um burðarvirki og lagnir dags. 22. febrúar 2019 og minnisblað um hljóðvist dags. 22. febrúar 2019. Eftir stækkun, mhl. 01, A-rými: 172,3 ferm., 514,8 rúmm. Mhl. 02, A-rými: 640,1 ferm., 1.946,2 rúmm. B-rými: 17,7 ferm., 49,6 rúmm. Gjald kr. 11.200

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

22.19 Bjarmaland 10-16, 16 - Breytingar - þakrými og þak.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. mars 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. febrúar 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja yfir bakinngang, innrétta og nýta þakrými, setja upp stiga, breyta þaki og setja kvist á hús nr. 16 við Bjarmaland. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti embættis byggingarfulltrúa dags. 4. mars 2019 þar sem umsagnarbeiðni er dregin til baka.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 11.200

Málið dregið til baka sbr. tölvupóst dags. 4. mars 2019.

23.19 Grettisgata 54B, Innrétta íbúð jarðhæð - breytingar á efri hæðum
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. febrúar 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. febrúar 2019 þar sem sótt er um leyfi til þess að fjarlægja tvo glugga á norðvesturhlið 2. hæðar ásamt því að innrétta íbúð á jarðhæð og breyta staðsetningu á eldhúsum efri hæða í húsi á lóð nr. 54b við Grettisgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019.
Gjald kr. 11.200

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019.

24.19 Melgerði 17, Breyta efri hæð og byggja sólstofu
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. febrúar 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. febrúar 2019 þar sem sótt er um leyfi til að rífa núverandi kvisti og gera nýja og stærri kvisti, byggja sólstofu á austurhlið og breyta fyrirkomulagi efri hæðar sem og gluggasetningum á einbýlishúsinu á lóð nr. 17 við Melgerði. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. september 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. september 2018. Meðfylgjandi er bréf umsækjanda ódagsett.
Stækkun: 107,7 ferm., 314,8 rúmm. Gjald kr. 11.000

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019.

25.19 Reynihlíð, (fsp) breyting á skilmálum deiliskipulags
Lögð fram umsókn Hildar Einarsdóttur dags. 5. janúar 2019 ásamt greinargerð ódags. um breytingu á skilmálum deiliskipulags Íbúðabyggðar við Öskjuhlíð sem felst í felld verði úr skilmálum sérákvæði um sameiginlega aðkomulóð og leiksvæði við Reynihlíð. Einnig er lagt fram bréf íbúa við Reynihlíð dags. 9. desember 2018.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

26.19 Skipholt 31, (fsp) falla frá bílastæðagjöldum
Lögð fram fyrispurn Víðsjá-Kvikmyndagerðar ehf. mótt. 25. febrúar 2019 ásamt erindi dags. 15. febrúar 2019 um heimild til að falla frá bílastæðagjöld á lóð nr. 31 við Skipholt þar sem 6 bílastæði á lóð fara undir fyrirhugaða viðbyggingu. Einnig er lagt fram bréf Víðsjá-kvikmyndagerðar dags. 12. september 2018.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

27.19 Barónsstígur 41, (fsp) setja svalir á bakhlið hússins
Lögð fram fyrirspurn Leiguvíkur ehf. mótt 21. febrúar 2019 um að setja svalir á bakhlið hússins á lóð nr. 41 við Barónsstíg.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

28.19 Bergstaðastræti 69, (fsp) fjölgun bílastæða
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn Auðar Eggertsdóttur dags. 23. febrúar 2019 um að fjölga bílastæðum á lóð nr. 69 við Bergstaðastæti um eitt. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019.

29.19 Holtavegur 23, Langholtsskóli, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 7. mars 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heimahverfis vegna lóðarinnar nr. 23 við Holtaveg. Í breytingunni felst að stækka núverandi byggingarreit fyrir færanlegar kennslustofur á austurhluta lóðarinnar og gert er ráð fyrir allt að sex kennslustofum á reitnum, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. mars 2019.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1231/2018.


30.19 Holtsgata 10 og 12 og Brekkustígur 16, (fsp) deiliskipulag
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. desember 2018 var lögð fram fyrirspurn Páls Kristjáns Svanssonar dags. 23. nóvember 2018 um gerð nýs deiliskipulags á reit sem afmarkast af Holtsgötu, Brekkustíg, Framnesvegi og Öldugötu. Markmið fyrirhugaðrar deiliskipulagsgerðar er að byggja á lóðunum nr. 10 og 12 við Holtsgötu og 16 við Brekkustíg vegleg borgarhús, samkvæmt tillögu Birkis Ingibjartssonar arkitekts ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

31.19 Hrefnugata 6, (fsp) hækkun á þaki og setja kvisti
Lögð fram fyrirspurn Emils H. Bjarnasonar dags. 24. janúar 2019 um hækkun á þaki hússins á lóð nr. 6 við Hverfisgötu og setja kvisti, samkvæmt tillögu ódags. Einnig er lagt fram samþykki eigenda Hrefnugötu 6 dags. 8. janúar 2019

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

32.19 Langagerði 14, Bílskúr austan við hús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. mars 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan bílskúr, einangraðan að innan með timburþaki á lóð nr. 14 við Langagerði.
Stærð bílskúrs er: 48,9 ferm., 163,5 rúmm. Gjald kr. 11.200

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

33.19 Nesvegur 60, (fsp) setja svalir á húsið, breyta bílskúr í vinnustofu o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Höllu R. Halldórsdóttur dags. 28. febrúar 2019 um að setja svaladyr og svalir á 1. hæð hússins á lóð nr. 60 við Nesveg með tröppun niður í garð, grafa niður hluta af garði og setja dyr í kjallara hússins, breyta bílskúr í vinnustofu, setja glugga í stað bílskúrshurðar og setja grindverk umhverfis lóðina, samkvæmt skissu ódags. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019 samþykkt.

34.19 Óðinsgata 9B, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Pálsson Apartments ehf. dags. 22. febrúar 2019 um að breyta nokun hússins á lóð nr. 9B við Óðinsgötu úr geymslu í íbúð.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

35.19 Smáragata 16, (fsp) rekstur gististaðar
Lögð fram fyrirspurn Árna Guðjónssonar dags. 25. febrúar 2019 um rekstur gististaðar í húsinu á lóð nr. 16 við Smáragötu.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

36.19 Snorrabraut 54, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsögn Plúsarkitekta ehf. dags. 25. febrúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 54 við Snorrabraut. Í breytingunni felst að rampur niður í bílaskjallara er færður frá suðvesturhorni nýbyggingar að Bergþórugötu (norðurhlið) og tengibygging milli nýbyggingar og Mjólkurstöðvar bætt við, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta ehf. dags. 25. febrúar 2019.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018


37.19 Austurbakki 2, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. mars 2019 var lögð fram umsókn Sigurðar Einarssonar dags. 21. febrúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna lóðarinnar nr. 2 við Austurbakka. Í breytingunni felst að byggingarreitur 6 er stækkaður um u.þ.b. tvo metra þannig að ytri mörk til austurs nái yfir núverandi burðarvegg meðfram rampi í kjallara og leyfilegt byggingarmagni í kjallara á reit 6 fyrir almenna notkun er aukið, samkvæmt uppdr. Batteríssins arkitekta ehf. dags. 1. febrúar 2019. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs

Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breyting á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.


38.19 Austurhöfn, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar. Í breytingunni felst að skipulagsreitur er minnkaður um 451 fm. við það að skipulagsmörk í Pósthússtræti eru færð nær lóðinni Austurbakka 2 þannig að þau liggja 3 metra frá lóðarmörkum, samkvæmt uppdr. Batterísins Arkitekta ehf. dags. 28. nóvember 2018. Tillagan var auglýst frá 21. janúar 2019 til og með 4. mars 2019. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

39.19 Elliðabraut 4-22, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Hermanns Georgs Gunnlaugssonar dags. 21. febrúar 2019 ásamt greinargerð dags. 28. febrúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðanna nr. 4-6, 8-10 og 12 við Elliðabraut. Í breytingunni felst að stækka afmörkun deiliskipulags að Breiðholtsbrautinni að núverandi göngustíg frá undirgöngum úr Víðidal að Björnslundi og að hringtorgi við Þingtorg, gera hljóðmön og göngu- og hjólastíg milli Breiðholtsbrautar og Elliðabrautar 4-6, 8-10 og 12, fjölga íbúðum við Elliðabraut 8-10 og 12, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 4. mars 2019.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1231/2018.


40.19 Lautarvegur 20, 22, 24 og 26, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð er fram að nýju umsókn Yri arkitekta ehf. dags. 27, nóvember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Neðan Sléttuvegar vegna lóðanna nr. 20, 22, 24 og 26 við Lautarveg. Í breytingunni felst að fjölga íbúðum úr fjórum í átta, tvær í hverri húseiningu, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 26. nóvember 2018. Tillagan var auglýst frá 21. janúar 2019 til og með 4. mars 2019. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

41.19 Fossaleynismýri, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Kanon arkitekta ehf. f.h. Barnaverndarstofu dags. 17. janúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Fossaleynismýri. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir nýrri lóð norðan við lóð Fossaleynis 17 fyrir færanlegt bráðabirgðahúsnæði fyrir starfssemi meðferðarheimilisins Stuðla, samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 17. janúar 2019. Einnig er lagt fram umboð Barnaverndarstofu dags. 19. desember 2019. Tillagan var grenndarkynnt frá 1. febrúar 2019 til og með 1. mars 2019. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

42.19 Selásbraut 98, (fsp) fjölgun íbúða og rekstur gististaðar
Lögð fram fyrirspurn Bergþórs Ólafssonar dags. 2. janúar 2019 um að gera fimm íbúðir á efri hæð hússins á lóð nr. 98 við Selásbraut og þrjár til fjórar íbúðir á neðri hæð að aftanverðu hússins til reksturs gististaðar ásamt rekstri þriggja verslana (þjónustu) að framanverðu.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

43.19 Borgartún 24, (fsp) niðurrif á núverandi húsi
Lögð fram fyrirspurn fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 4. mars 2019 ásamt bréfi dags. 1. mars 2019 um niðurrif á núverandi húsi á lóð nr. 24 við Borgartún. Einnig er lagt fram minnisblað Ferils verkfræðistofu dags. 20. febrúar 2019.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

44.19 Drápuhlíð 34, (fsp) innkeyrsla á lóð og bílastæði
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn Steinars Jens Friðgeirssonar dags. 20. febrúar 2019 um að gera bílastæði og innkeyrslu á lóð nr. 34 við Drápuhlíð. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. mars 2019. Fyrispurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019 samþykkt.

45.19 Hagamelur 21, (fsp) vinnustofa og geymsla
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn Valdimars Harðarsonar mótt. 18. febrúar 2019 ásamt bréfi dags. 18. febrúar 2019 varðandi byggingu einnar hæðar vinnustofu og geymslu á lóð nr. 21 við Hagamel, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta ehf. dags. 10. maí 2018. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa dags. 16. janúar 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019 samþykkt.

46.19 Haukdælabraut 106, Einbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. mars 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús á pöllum með innbyggðri bílgeymslu, að hluta einangrað að utan og klætt koparlitaðri álklæðningu og að hluta til einangrað að innan og múrhúðað á lóð nr. 106 við Haukdælabraut.
Stærð, A-rými: 266,9 ferm., 969,7 rúmm. Gjald kr. 11.200

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

47.19 Háagerði 21, Geymsla - sólstofa
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. mars 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja geymslu og sólstofu við eldhús raðhúss á lóð nr. 21 við Háagerði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. janúar 2019 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. janúar 2019.
Einnig fylgir bréf umsækjanda dags. 30. janúar 2019 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. febrúar 2019 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. febrúar 2019.
Stækkun: 40,4 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.200+11.200

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

48.19 Hraunteigur 26, (fsp) stækkun bílskúrs
Lögð fram fyrirspurn Svövu Bjarkar Jónsdóttur dags. 27. febrúar 2019 um stækkun bílskúrs á lóð nr. 26 við Hraunteig, samkv. uppdr. Svövu Bjarkar Jónsdóttur dags. 27. febrúar 2019. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019.

49.19 Lyngháls 7, Breytingar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. mars 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. febrúar 2019 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN055034 þannig að á fyrstu hæð eru vörubryggja og hleðsluskýli stækkuð til norðurs og þar komið fyrir skábraut með stoðveggjum frá hleðsluskýli, til suðurs er stækkun þar sem komið verður fyrir tæknirými, einnig er komið fyrir sprinklerkerfi og gerðar ýmsar breytingar á innra skipulagi á 2. og 3. hæð húss á lóð nr. 7 við Lyngháls. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019.
Yfirlit um breytingar dags. 19. febrúar 2019 og greinargerð brunahönnuðar dags. 20. febrúar 2019 fylgja erindi. Stækkun : 158,9 ferm., 438,7 rúmm. Gjald kr. 11.200

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019.

50.19 Mjölnisholt 4, 6, 8 og 10, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Kjartans Hafsteins Rafnssonar f.h. Arctic Tours ehf. dags. 23. janúar 2018, varðandi breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóðanna nr. 4, 6, 8 og 10 við Mjölnisholt. Í umsókn um breytingunni fólst að hækka húsin um 46-60 cm, sameina lóðirnar nr. 6 og 8 og byggja sameiginlegan stigagang/lyftuhús, gera niðurgrafna bílgeymslu á lóðunum nr. 6, 8 og 10, útbúa bílastæði fyrir rafmagnsbíl í bakgarði lóðar nr. 4 og geymsluskúr á baklóð lóðar nr. 6, samkvæmt uppdr. K.J. hönnunar ehf. dags. 19. janúar 2018, síðast breytt 23.3.2018. Í breyttri tillögu felst að leiðrétta mænishæðir húsanna þannig að rishæðir nýtist fyrir íbúðir, mænishæðir hækka um 0,5 -2,3 m. Einnig bætist við heimild fyrir 35 m2 geymsluskúr á lóðinni nr . 6 og leiðréttar eru upplýsingar um byggingarmagn geymsluskúra á lóðum nr. 8 og 10. Einnig lagt fram bréf Kjartans Ingvarssonar dags 14. júní 2018 og breyttur uppdráttur K.J. hönnunar ehf. dags 13. júní 2018 þar sem óskað er eftir afstöðu til breyttrar tillögu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. júní 2018. Jafnframt er lagt fram bréf Kjartans Ingvarssonar f.h. Arctic Tours ehf. dags. 16. nóvember 2018 um endurupptöku á ákvörðun skipulagsfulltrúa frá 29. júní 2018 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. janúar 2019. Tillagan var grenndarkynnt frá 4. febrúar 2019 til og með 4. mars 2019. Eftirtaldir aðilars sendu athugasemdir: Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson dags. 25. febrúar 2019, Páll V. Bjarnason f.h RA 5 ehf. dags. 1. mars 2019.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

51.19 Síðumúli 23, Reyndarteikningar 3.hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. mars 2019 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á 3. hæð og staðsetja nýjan flóttastiga á bakhlið húss á lóð nr. 23 við Síðumúla.
Samþykki meðeigenda dags. 7. janúar 2019 og skýringarblað hönnuðar ódags. fylgir erindi. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. janúar 2019 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. janúar 2019. Gjald kr. 11.200

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Ármúla 38 og 40 og Síðumúla 25.

Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.


52.19 Tjarnarsel 2, Stækkun svala - breyting inni.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. mars 2019 þar sem sótt er um leyfi til að stækka vinnustofu sem nemur inndregnum svölum á vesturgafli, byggja nýjar svalir utan á gaflinn, breyta og bæta við gluggum og hurðaopum auk innanhússbreytinga í einbýlishúsi á lóð nr. 2 við Tjarnarsel. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019.
Með erindi fylgja mæliblað 4.930.3 dags. 14.07.1977 síðast breytt 08.02.2006 og hæðarblað teiknað í júlí 1977. Vísað er í tölvupóst frá hönnuði dags. 22. febrúar 2019 með fylgiskjölum sem útskýra breytingar frá samþykktum aðaluppdráttum.
Gjald kr. 11.200

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019 samþykkt.