Laugavegur 25, Fossvogshverfi - Stjörnugróf 7-11, Háteigsvegur 32, Hraunbær 103A, Jórufell 2-12, Kambsvegur 24, Blikastaðavegur 2-8, Kjalarnes, Saltvík, Kjalarnes, Sætún, Kjalarnes, Vallá, Krókháls 9 og 11, Kvosin, Nesvík, Sundahöfn, norðan Vatnagarða, Vatnagarðar 12, Ármúli 42, Borgartún 8-16A, Kirkjustétt 2-6, Laugavegur 105, Lindarvað 2-14, Miðtún 82, Sóleyjarimi 33-49, Vonarstræti 4/Lækjargata 12, Smiðshöfði 8, Áland 1, Borgartún 1, Langagerði 48, Langholtsvegur 177-179, Lindargata 14, Ljárskógar 29, Rauðarárstígur 35-41 og Þverholt 20-32, Skipholtsreitur vegna Skipholts 29, Austurbakki 2, Austurbakki 2, Háskólinn í Reykjavík, Ægisgarður 5, Laugavegur 151-155, Nönnubrunnur 1, Búðagerði 9, Bústaðavegur 95, Faxaskjól 30, Skólavörðustígur 2, Vesturberg 32-44, Árleynir 2A, Keldnaholti,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

703. fundur 2018

Ár 2018, föstudaginn 2. nóvember kl. 09:20, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 703. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Marta Grettisdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Margrét Þormar, Sólveig Sigurðardóttir, Björn Ingi Edvardsson, Guðlaug Erna Jónsdóttir, Jón Kjartan Ágústsson, Lilja Grétarsdóttir, Ingvar Jón B. Gíslason, Hildur Gunnarsdóttir og Hrafnhildur Sverrisdóttir. Ritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:


1.18 Laugavegur 25, (fsp) veggur við lóðarmörk
Lögð fram fyrirspurn Ingunnar Helgu Hafstað dags. 22. október 2018 ásamt bréfi dags. 22. október 2018 um að setja 1,8 til 2,0 metra háan vegg á lóðarmörkum lóðarinnar nr. 25 við Laugaveg.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

2.18 Fossvogshverfi - Stjörnugróf 7-11, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skrifstofu eigna og atvinnuþróunar varðandi breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis vegna lóðanna nr. 7-11 við Stjörnugróf. Í breytingunni felst afmörkun lóða fyrir Stjörnugróf 7 og 9 og gera nýja lóð fyrir Stjörnugróf 11 þar sem heimilt verður að byggja íbúðarkjarna fyrir fatlaða einstaklinga á vegum velferðarsviðs Reykjavíkur, samkvæmt uppdr. A2A arkitekta dags. 2. ágúst 2018. Tillagan var auglýst frá 19. september 2018 til og með 31. október 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Veitur dags. 28. ágúst 2018 og Soffía D. Halldórsdóttir dags. 27. október 2018.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

3.18 Háteigsvegur 32, Kjallaraíbúð breytt, byggja garðstofu og svalir ofan á þær.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. ágúst 2018 þar sem sótt um leyfi til að byggja garðstofu, koma fyrir svölum ofan á garðstofuna þar sem gengið er út frá 1. hæð, breyta innra skipulagi íbúðar í kjallara og breyta útliti á stofugluggum í kjallara í húsinu á lóð nr. 32 við Háteigsveg. Erindi var grenndarkynnt frá 3. október 2018 til og með 31. október 2018. Engar athugasemdir bárust.
Bréf frá eigendum hús þar sem hönnuður er veitt leyfi til að sækja um byggingaleyfi fyrir breytingum á húsinu dags. 12. júní 2018. Stækkun vegna garðstofu er: XX ferm., XX rúmm. Gjald kr. 11.000

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


4.18 Hraunbær 103A, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Kristins Ragnarssonar dags. 13. ágúst 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 103A við Hraunbæ. Í breytingunni felst hækkun á nýtingarhlutfalli ofanjarðar úr 1.7 í 1.8, fjölgun bílastæða úr 22 stæðum í 28 o.fl., samkvæmt uppdr. Kristins Ragnarssonar dags. 12. september 2018. Tillagan var grenndarkynnt frá 28. september 2018 til og með 26. október 2018. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.



5.18 Jórufell 2-12, nr. 4 - búsetuúrræði
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. október 2018 var lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 23. október 2018 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa vegna búsetuúrræðis fyrir fíkla sem reka á í tveimur íbúðum í húsinu að Jórufelli 4, lóð nr. 2-12 við Jórufell. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. XXXX.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

6.18 Kambsvegur 24, Viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við bílskúr og innrétta gróðurskála og vinnuherbergi í stækkuðum bílskúr við einbýlishús á lóð nr. 24 við Kambsveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. september 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. september 2018. Stækkun: 40 ferm., 110,6 rúmm. Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

7.18 Blikastaðavegur 2-8, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. dags. 29. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 2-8 við Blikastaðaveg. Í breytingunni felst að færa útaksturstengingu norðan megin á lóð vestar og bæta við annarri tengingu til útaksturs af bílaplani við norðausturenda hússins inn á Blikastaðaveg, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 26. apríl 2018 br. 29. október 2018.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breyting á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.


8.18 Kjalarnes, Saltvík, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingum er lögð fram að nýju umsókn Atla Jóhanns Guðbjörnssonar dags. 31. júlí 2018 um breytingu á deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall er aukið á reit B úr 0.3 í 0.5 og lóðir endurskilgreindar þannig að í stað þess að vera hringlaga þá er þeim breytt í ferhyrnda, samkvæmt uppdrætti TAG teiknistofu ehf. dags. 30. júlí 2018. Tillagan var auglýst frá 19. september 2018 til og með 31. október 2018. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

9.18 Kjalarnes, Sætún, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Kristins Gylfa Jónssonar dags. 19, september 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Sætún á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að í stað einnar lóðar fyrir atvinnuhúsnæði verða tvær lóðir, samkvæmt uppdrætti Einars Ingimarssonar arkit. dags. 15. október 2018. Einnig er lagður fram tölvupóstur Kristins Gylfa Jónssonar dags. 2. nóvember 2018 ásamt lagfærðum uppdr. dags. 29. október 2018.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1193/2016.


10.18 Kjalarnes, Vallá, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Atla Jóhanns Guðbjörnssonar dags. 30. júlí 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vallá á Kjalarnesi. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit A til suðurs og vesturs og bæta við nýjum aðkomuvegi samkvæmt uppdrætti TAG teiknistofu ehf. dags. 30. júlí 2018. Tillagan var auglýst frá 19. september 2018 til og með 31. október 2018. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

11.18 Krókháls 9 og 11, (fsp) afnot af borgarlandi
Lögð fram fyrirspurn Landslags ehf. dags. 27. september 2018 ásamt greinargerð dags. 12. september 2018 varðandi afnot af borgarlandi norðan við Krókháls 9 og 11.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

12.18 Kvosin, breyting á deiliskipulagi
Lögð er fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar. Í tillögunni felst breyting á afmörkun skipulagsins í samræmi við breytta afmörkun á skipulagi Austurhafnar sem verður auglýst samhliða. Breytingin er tilkomin vegna þess að ráðgert er að gera gömlu Steinbryggjuna sýnilega og gera að torgsvæði, en svæðið skaraði tvenn skipulagsmörk, samkvæmt uppdr. Landmótunar, dags. 2. nóvember 2018.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

13.18 Nesvík, Áður gerðar breytingar sumarhúsa
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. október 2018 þar sem sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á sumarhúsum á lóðinni Nesvík á Kjalarnesi.
Jafnframt er erindi BN052728 dregið til baka. Gjald kr. 11.000

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

14.18 Sundahöfn, norðan Vatnagarða, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Faxaflóahafna sf. dags. 24. október 2018 ásamt bréfi dags. 24. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vatnagarða vegna Sundahafnar. Í breytingunni felst að skilgreina tvo byggingarreiti á lóð Sægarða 9, stækka og breyta sérskilmálum fyrir lóð Sægarða A og gera nýjar lóðir fyrir dreifistöð Sægarðar 13 og spennistöð Sægarðar 17, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 15. október 2018.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016


15.18 Vatnagarðar 12, staðsetning ökutækjaleigu
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. október 2018 var lagt fram bréf Samgöngustofu dags. 23. október 2018 þar sem óskað er eftir umsögn um rekstur ökutækjaleigu að Vatnagörðum 12. Sótt er um leyfi fyrir allt að 20 ökutækjum í útleigu frá starfsstöð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. október 2018.

Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt, dags. 29. október 2018.

16.18 Ármúli 42, (fsp) uppbygging á lóð og breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Jóns Ólafs Ólafssonar dags. 26. október 2018 ásamt greinargerð dags. 15. október 2018 um að breyta efri hæðum framhússins á lóð nr. 42 við Ármúla í íbúðir ásamt byggingu íbúðarhúss á baklóðinni með bílageymslu og sameiginlegu útisvæði ofan á þaki bílageymslu.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

17.18 Borgartún 8-16A, (fsp) Bríetartún 9-11 - gististaður/hostel
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. október 2018 var lögð fram fyrirspurn Gísla Vals Gíslasonar dags. 4. október 2018 um rekstur gististaðar/hostel í húsinu að Bríetartúni 9-11, lóð nr. 8-16A við Borgartún. Einnig er lögð fram skissa/tillaga ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. nóvember 2018.

Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt, dags. 2. nóvember 2018.

18.18 Kirkjustétt 2-6, Breyting inni og viðbygging á vesturhlið + 3. hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og notkun rýma í matshluta 02, einnig er sótt um leyfi til að byggja 3. hæð ofan á núverandi hús sem og viðbyggingu við vesturhlið húss á lóð nr. 2-6 við Kirkjustétt.
Stækkun: 772,0 ferm., 2.547,0 rúmm. Erindinu fylgir samþykki meðlóðarhafa á breytingu á deiliskipulagi, dagsett 28. mars. 2017. Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

19.18 Laugavegur 105, (fsp) viðbygging við bakhlið hússins
Lögð fram fyrirspurn Björns Stefáns Hallssonar dags. 19. október 2018 ásamt bréfi dags. 18. október 2018 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.240.0, Hlemmur, vegna lóðarinnar nr. 105 við Laugaveg sem felst í að gera viðbygging við bakhlið núverandi byggingar á 2. 3. og 4. hæð, samkvæmt uppdr. Plan 21 ehf. dags. 1. október 2018. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 16. október 2018.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

20.18 Lindarvað 2-14, Viðbygging
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. október 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. október 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar viðbyggingu á austurhlið húss nr. 2 á lóð nr. 2-8 við Lindarvað. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. nóvember 2018.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 11.000

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. nóvember 2018.


21.18 Miðtún 82, (fsp) - Samþykkt á áðurgerðri íbúð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem spurt er hvort áður gerð (ósamþykkt) íbúð í risi fengist samþykkt sem íbúð í húsi nr. 82 við Miðtún.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

22.18 Sóleyjarimi 33-49, (fsp) nr. 39 - sólskáli
Lögð fram fyrirspurn Sigrúnar Hjálmarsdóttur mótt. 10. október 2018 um að setja sólskála við húsið nr. 39 á lóð nr. 33-49 við Sóleyjarima.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

23.18 Vonarstræti 4/Lækjargata 12, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Björns Skaptasonar dags. 24. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Lækjargötu 10-12, Vonarstræti 4 og 4b, Skólabrú 2 vegna lóðarinnar nr. 4 við Vonarstræti. Í breytingunni felst að heimilt er að hækka mænishæð á þaki hússins og setja fimm nýja kvisti. Heimilt verður að útbúa fjögur ný hótelherbergi á breyttri þakhæð og mun hæðin samtengjast efstu hæð nýbyggingar er liggur samsíða henni, samkvæmt uppdr. Atelier Arkitekta slf. dags. 24. október 2018. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 19. júní 2018.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

24.18 Smiðshöfði 8, (fsp) gististaður
Lögð fram fyrirspurn Arnars G. L. Andréssonar dags. 17. október 2018 um rekstur gististaðar á 3. hæð hússins á lóð nr. 8 við Smiðshöfða, samkvæmt uppdr. Trípólí ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

25.18 Áland 1, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. október 2018 var lagt fram erindi Studio F ehf. dags. 3. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 1 við Áland. Í breytingunni felst að breyta þakformi viðbyggingar úr sama formi á núverandi húsi yfir í flatt viðsnúið þak með þaksvölum, samkvæmt uppdr. Studio F ehf. dags. 3. október 2018.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Akralandi 1, Búlandi 1, Álfalandi 6.

Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.


26.18 Borgartún 1, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn PKdM Arkitekta ehf. dags. 23. október 2018 ásamt bréfi dags. 26. október 2018 um breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vegna lóðarinnar nr. 1 við Borgartún sem felst í auknu byggingarmagni og hækkun hámarkshæðar húss, stækkun lóðar til austurs að lóðinni Borgartún 3 og samsvarandi minnkun þeirrar lóðar o.fl., samkvæmt deiliskipulagsuppdr. PKdM Arkitekta ehf. dags. 26. október 2018. Einnig er lagður fram skuggavarpsuppdr. PKdM Arkitekta ehf. dags. 26. október 2018 og tillaga PKdM Arkitekta ehf. að byggingu á lóðinni dags. 26. október 2018.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

27.18 Langagerði 48, Reyndarteikningar sbr. BN033298
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. október 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. október 2018 þar sem sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN033298 þannig að núverandi svalir eru fjarlægðar og nýjar svalir byggðar á viðbyggingu og gluggum breytt á húsinu á lóð nr. 48 við Langagerði. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. nóvember 2018.
Gjald kr. 11.000

Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt, dags. 2. nóvember 2018.

28.18 Langholtsvegur 177-179, (fsp) stækkun lóðar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. október 2018 var lögð fram umsókn Jóhanns Eyvindssonar dags. 19. september 2018 varðandi stækkun lóðarinnar að Langholtsvegi 179, lóð nr. 177-179 við Langholtsveg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. oktober 2018.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 31. október 2018.

29.18 Lindargata 14, Breyting á nýtingu matshluta 1. hæðar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. október 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. október 2018 þar sem sótt er um leyfi til að sameina matshluta á lóð og breyta notkun 1. hæðar úr iðnaði í íbúð í húsi á lóð nr. 14 við Lindargötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. október 2018.
Gjald kr. 11.000

Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt, dags. 30. október 2018.

30.18 >Ljárskógar 29, (fsp) tvöfaldur bílskúr
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. október 2018 var lögð fram fyrirspurn VA arkitekta ehf. dags. 22. október 2018 um breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis vegna lóðarinnar nr. 29 við Ljárskóga sem felst í að byggja tvöfaldan stakstæðan bílskúr í suðvesturhorni lóðarinnar og breyta innbyggðri bílageymslu ásamt öðrum rýmum á neðri hæð hússins í íbúð. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. nóvember 2018.

Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt, dags. 1. nóvember 2018.

31.18 Rauðarárstígur 35-41 og Þverholt 20-32, (fsp) Þverholt 32 - fjölgun íbúða
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. október 2018 var lögð fram fyrirspurn Jóns Ásgeirs Einarssonar mótt. 8. október 2018 um að skipta íbúð í húsinu nr. 32, mhl. 301, á lóð nr. 35-41 við Rauðarárstíg og 20-32 við Þverholt í tvær íbúðir. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. október 2018.

Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt, dags. 30. október 2018.

32.18 Skipholtsreitur vegna Skipholts 29, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. október 2018 var lögð fram umsókn GP-arkitekta ehf. dags. 12. september 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skipholtsreits vegna lóðarinnar nr. 29 við Skipholt. Í breytingunni felst að breyta þaki yfir 4. hæð á bakhúsi þannig að hægt sé að nýta fulla hæð, samkvæmt uppdr. GP-arkitekta ehf. dags. 1. september 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1193/2016.


33.18 Austurbakki 2, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Sigurðar Einarssonar f.h. Faxaflóahafna sf. mótt. 12. desember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna lóðar nr. 2 við Austurbakka. Í breytingunni felst að bætt verður við nýrri lóð með byggingarreit 14 á Faxagarði fyrir spenni- og rafdreifistöð auk vaktaðstöðu, samkvæmt uppdr. Batterísins Arkitekta ehf. dags. 14. ágúst 2018. Tillagan var auglýst frá 19. september 2018 til og með 31. október 2018. Engar athugasemdir bárust.


Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

34.18 Austurbakki 2, breyting á deiliskipulagi vegna Landsbanka
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. október 2018 var lögð fram umsókn Sigurðar Einarssonar dags. 8. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna lóðarinnar nr. 2 við Austurbakka. Í breytingunni felst að hámarkskótar byggingar á byggingarreit 6 hækka allir um 0,9 m., samkvæmt uppdr. Batterísins arkitekta ehf. dags. 2. október 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1193/2016.


35.18 Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. ágúst 2018 var lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. dags. 8. ágúst 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík. Í breytingunni felst að komið er fyrir fimm nýjum byggingarreitum fyrir hjólaskýli á lóð, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 16. ágúst 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti Arkís arkitekta ehf. dags. 22. október 2018 þar sem umsókn er dregin til baka.

Erindi dregið til baka sbr. tölvupóst Arkís arkitekta ehf. dags. 22. október 2018 .

36.18 Ægisgarður 5, Söluhús úr timbri
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. október 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. október 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja sex söluhús úr timbri á steyptum sökklum ásamt inntakshúsi á lóð nr. 5 við Ægisgarð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. nóvember 2018.
Stærðir: Mhl. 02: 40,7 ferm., 182,9 rúmm. Mhl. 03: 76,0 ferm., 347,2 rúmm. Mhl. 04: 93,9 ferm., 391,1 rúmm. Mhl. 05: 52,7 ferm., 214,1 rúmm. Mhl. 06: 90,3 ferm., 378,9 rúmm. Mhl. 07: 52,7 ferm., 214,1 rúmm. Mhl. 08: 8,6 ferm., 24,1 rúmm. Alls : 414,9 ferm., 1.752,4 rúmm. Gjald kr. 11.000

Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt, dags. 2. nóvember 2018.

37.18 Laugavegur 151-155, (fsp) breyting á notkun
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. október 2018 var lögð fram fyrirspurn ION hótels ehf. mótt. 1. ágúst 2018 varðandi breytingu á notkun hússins á lóð nr. 151-155 við Laugaveg úr íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði. Fyrispurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. nóvember 2018.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. nóvember 2018.


38.18 Nönnubrunnur 1, Bygging sólskála
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem sótt er um leyfi til uppsetningar á opnanlegu garðskýli úr álrömmum á rennibrautum, glerjað með einföldu samlímdu öryggisgleri á þaksvölum íbúðar 0301 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 1. við Nönnubrunn.
Samþykki sumra fylgir dags. 10. janúar 2018. og 15. maí 2018 Bréf hönnuðar dags. 16. okt. 2018. Svalaskýli með B rými XX ferm. XX rúmm. Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

39.18 Búðagerði 9, Áður gerð íbúð, nýjar svalir á þakhæð
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. september 2018 þar sem sótt er um leyfi til að gera stálsvalir á rishæð, breyta innra skipulagi í stigahúsi og fá samþykkta áður gerða íbúð í risi fjölbýlishúss á lóð nr. 9 við Búðagerði. Erindi var grenndarkynnt frá 27. september 2018 til og með 25. október 2018. Engar athugasemdir bárust.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 17. apríl 2018 og samþykki meðeigenda bréf I og II, dags. 25. júní 2018. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. maí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. maí 2018. Gjald kr. 11.000

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


40.18 Bústaðavegur 95, (fsp) fjölgun íbúða
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. október 2018 var lögð fram fyrirspurn Auðuns Georgs Ólafssonar mótt. 23. júlí 2018 varðandi fjölgun íbúða í húsinu á lóð nr. 95 við Bústaðaveg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. nóvember 2018.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 2. nóvember 2018.

41.18 Faxaskjól 30, (fsp) uppbygging
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. október 2018 var lögð fram fyrirspurn Gunnlaugs Jónassonar dags. 15. október 2018 um uppbyggingu á lóð nr. 30 við Faxaskjól sem felst í byggingu einnar hæðar nýbyggingar á lóð, samkvæmt uppdr. Teikning.is dags. 5. október 2018. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. nóvember 2018.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. nóvember 2018.

42.18 Skólavörðustígur 2, (fsp) fjölgun íbúða og breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Skólavöðrustígs 2 ehf. mótt 16. október 2018 um að skipta eigninni 0202 í húsinu á lóð nr. 2 við Skólavörðustíg í tvær íbúðir og breyta notkun úr tannlæknastofa í gististað. Eignin er staðsett á sitthvorum enda stigagangsins með sér innganga.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

43.18 Vesturberg 32-44, (fsp) breyting á notkun kjallara
Lögð fram fyrirspurn Þórunnar Davíðsdóttur mótt. 15. október 2018 um að breyta notkun kjallara hússins nr. 40 á lóð nr. 32-44 við Vesturberg í íbúð og setja hurð og tvo glugga á norðurhlið hússins ásamt tröppum.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

44.18 Árleynir 2A, Keldnaholti, tillaga að starfsleyfi
Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar dags. 31. október 2018 þar sem vakin er athygli á að tillaga að starfsleyfi Matís ohf. að Árleyni 2A hefur verið auglýst á vefsíðu Umhverfisstofnunar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 28. nóvember 2018.

Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags.